Tíminn - 19.02.1944, Síða 2

Tíminn - 19.02.1944, Síða 2
74 TÍMINIV, laMgardaginn 19. febr. 1944 19. blað ‘jgímtnn Andrés Kristjánsson, kennarl s Békabálkur Laugardagur 19. febr. Aðvörun Míchelsens í sjálfstæðisbaráttu Norð- manna 1905 gerðist lítill at- burður, er oft hefir verið vitnað til síðan. Eitt af höfuðskáldum Norðmanna.Björnstjerne Björn- son, sendi forsætisráðherranum, Chr. Michelsen, skeyti á þá leið, að nú riði á, að menn héldu saman. Forsætisráðherrann sendi Björnson annað skeyti jafnharðan, þar sem hann sagði, að nú riði á, að menn héldu sér saman. Fyrir íslending er það vel þess vert, þegar þeir eru að stíga lokasporið i sjálfstæðismáli sínu líkt og Norðmenn 1905, að hafa hugföst framangreind ummæli tveggja aðalforvígismanna Norðmanna á þeim tíma. Það er ekki nóg að hvetja menn til að halda saman. Það þarf líka að forðast öll ógætileg orð og ó- tímabær deiluatriði, sem geta á einn eða annað hátt spillt ein- ingunni. Það er bezt að játa það, að seinustu misserin hafa íslend- ingar fylgt næsta slælega hin- um skynsamlegu aðvörunarorð- um Michelsens forsætisráðh. Það hefir verið kappkostað meira að birta hátíðlegar yfir- lýsngar en að vinna markvisst og skrumlaust að framgangi málsins. Ýmsir menn og flokk- ar hafa gert sér far um að lát- ast hafa forustuna á hendi. Til þessara orsaka má fyrst og fremst rekja þær deilur, sem risið hafa um málið, og einnig að nokkru leyti það tómlæti, sem því er sýnt af almenningi'. Málið myndi nú betur statt, ef vissir menn hefðu á réttum augnablikum látið stjórnast af þeirri aðvörun Michelsens, að halda sér saman. Þrátt fyrir þau mistök, sem orðið hafa, hefir málið samt þokast á það stig, að ekki er eftir nema einn þáttur þess, en það er þjóðaratkvæðagreiðslan. En þessi þátturinn getur líka orðið sá mikilvægasti og örlaga- líkasti, því að undir honum er komnir þeir dómar og viður- kenning, er sjálfstæði íslands fær meðal annara þjóða. Svo mikilvæg er atkvæða- greiðslan, að hún getur ráðið örlögum íslands á komandi ár- um. Því meiri og jákvæðari sem þátttakan í atkvæðagreiðslunni verður, því. meiri líkindi eru til þess, að sjálfstæði íslands verði tryggt og viðurkennt. Það skiptir því meira en litlu máli, að nú haldi þjóðin saman. Framtíð hennar og sjálfstæði getur oltið á því, að hún sé ein- huga og samhent í atkvæða- greiðslunni, sem fer fram eftir 20. mai. En til þess, að svo geti orðið, ríður ekki lítið á því, að fylgt sé ráði Michelsens norska, að halda sér saman. Eitt ógætilegt orð, eitt ótímabært deiluatriði, sem tekið er upp að þarflausu, getur spillt og veikt þjóðarein- inguna. Því var vissulega fagnað, er þær fréttir bárust frá Alþingi, að búið væri að ná samkomu- lagi, sem tryggði það, að allir flokkar stæðu að jákvæðri þátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Þjóðin fagnaði því, að tek- izt hefði að skapa slíka einingu, sem stórum styrkti öryggi henn- ar út á við. Nú er aðeins að gæta vel að- vörunar Michelsens, að forðast ýfingar, sem geta veikt sam- heldnina. Báðir málsaðilar verða að leggja niður deilur um þau ágreiningsatriði, sem geta beðið fram yfir þjóðaratkvæða- greiðsluna. Það má ekki rjúfa þessa sætt, þótt kommúnistar séu með frýj- unarorð og svikabrigsl, því að þeir vilja hafa þjóðina sundr- aða í þessu máli eins og öðrum. Það mun ekki heldur seinka endanlegri afgreiðslu málsins, þótt felldar séu niður deilur um það atriði fram yfir atkvæða- greiðsluna. En með því er tryggð eining þjóðarinnar í atkvæða- greiðslunni og það er mikilsverð ara en nokkuð annað í sjálstæð- isbaráttu hennar nú. Þ. Þ. Þróun íslenzkra íélagsmála Síðustu áratugi hafa stórbreytingar átt sér stað á sviði íslenzkra félagsmála. Andrés Kristjánsson kennari rœðir í eftirfarandi grein um þessa þróun, kosti hennar og ann- marka, cg ber að greinarlokum fram tillögu um ýmsar úr- bætur í þessu efni. Við lifum á tímum stórfelldra breytinga, er orðtak, sem heyr- ist oft um þessáf mundir, og víst er um það, að víða er nýr stakkur sniðinn í stað eldri. Gömul gildi eru sífellt tekin til nýrrar gagnrýni og endurmat þeirra fer fram. Þetta hafa allar kynslóðir gert á öllum tímum, og vonandi er, að aldrei byggi ísland fólk, sem hættir því. En tímarnir eru misjafnir. Stund- um er logn og ládeyða í þjóðlíf- inu — aðrar stundir brimgnýr og umrót. Við þurfum víst ekki um graf- götur að skyggnast, til þess að sannfærast um, að síðustu tveir til þrír áratugir hafa verið tím- ar umróts og breytinga, og að ekki eru líkur til að lygna muni á næstu eyktum. Flestir hlutir hafa farið af stað og orðið leik- föng hinna sveipsnöggu vinda, og ýmist lotið afli aðfalls eða útfiris. Þeíta er ofur eðlilegt. Fólkið hefir verið undir áhrif- um tveggja andstæðra póla — gamalla og nýrra viðhorfa, og verkana beggja hefir gætt í hugsun þess og athöfnum og valdið stefnuleysi í mati þess á gildum lífsins. Fullyrða má, að félagsmálin hafi orðið einna tíðastur vett- vangur þessara sviptibreytinga —- einkum félagslíf unga fólks- ins. Margir þeir, sem vilja sjá inn í framtíðina og reyna að ráða gáturnar um það, hvernig málum alþjóðar verði skipað á næstu áratugum, telja einna girnilegast til fróðleiks um þá hluti að skyggnast um bekki í félagslífi unga fólksins, sem á að erfa landið. Þeir álíta, að hvert smáfélag megi að ýmsu leyti skoða sem litla mynd af þjóðfélaginu sjálfu, og þar hljóti vísirinn að hinum félags- legu hæfileikum að koma í ljós, á sama hátt og krókurinn beyg- ist í leikjum barnsins til þess sem verða á. Einnig megi segja, að sú æska, sem ekki getur stefnt félagslífi sínu í rétt horf, sé ekki líkleg til að verða giftu- drjúg á vettvangi þjóðfélags- málanna, þegar hennar tími kemur. Þessar skoðanir hafa vafalaust við allsterk rök að styðjast og sjálfsagt að gefa þeim góðan gaum. Formleg og almenn félags- samtök ungs fólks á íslandi eru tiltölulega mjög ung — rösklega hálfrar aldar. Þá hófst ung- mennafélagshreyfingin hér á landi, en fyrstu spor hennar urðu heilladrjúg, og hún hafði lítið af alvarlegum áföllum að segja í æsku. Hún lyfti Grettis- tökum þegar á unga aldri. Hún tók hug unga fólksins fanginn og fyllti hann heilnæmri lífs- gleði og starfslund og sýndi því ótæmandi möguleika heilbrigðs lífs í eigin landi. Ungmennafé- lögin urðu í einu leikvangur og starfssvið þeirra manna, sem heilladrýgstir hafa orðið í fram- farabaráttu næstliðinna ára. Þar mótaðist lífsviðhorf þeirra og hafði ómáanleg áhrif á störf þeirra á sviði þjóðmálanna. Ungmennafélögin voru sam- félög. Þau tóku ekki á stefnu sína eitt og afmarkað menning- arsvið. Þau vildu styðja og vernda allt, sem horfði til bóta í þjóðlífi okkar og menningar- baráttu og verða góðs valdandi á sem flestum sviðum. Þau urðu eins konar samnefnari fyr- ir öll áhugamál unga fólksins, sem voru harla mörg og óskyld. Þau gerðu ekki ákveðin mál að sínum og létu önnur afskipta- laus. Þau reyndu að fjalla um flest, sem á döfinni var. Þannig liðu árin, og ung- mennafélögin efldust að dáðum og dug. Þau bjuggu æskunni heilbrigðar skemtanir og kyntu elda hugsjóna hennar. Og ennþá fóru nýir tímar í hönd og fluttu með sér ný viðhorf og nýjar stefnur. Þjóðin barst óðfluga inn í tímabil víðtækrar starfs- og málefnaskiptingar. Öllum er kunn þessi öra þróun undan- genginna ára hér á landi. Sér- greiningin hefir orðið æ meiri á öllum sviðum þjóðlífsins — atvinnuháttum, listum og fræðigreinum. Og félagsmálin urðu þar ekki út undan. Félags- starfsemin tók að skiptast og greinast eins og limmikið tré. Áhugamál hvers einstaklings tóku að takmarkast og áhugi lians að einskorðast við ákveð- in hugðarefni. Menn gerðust óánægðir í félögum, sem fjöll- uðu um allt milli himins og jarðar. Menn tóku að stofna fé- lög manna, sem áttu sameigin- leg áhugamál. Þetta virtist ein- sæ og eðlileg lausn. Með því móti urðu hóparnir samstilltari og meiri einbeiting að verkefn- unum. Þá voru menn ekki held- ur neyddir til að fjalla um málefni, sem löngun þeirra stóð ekki til, og þurftu ekki að eyða sínum dýrmæta tíma til þess. í höfuðstaðnum og mann- fleiri bæjum landsins var for- ustan í þessum efnum, svo sem vænta mátti. Þar greindist fé- la,gslífið brátt mjög mikið. Stofnuð voru ótal félög og hin margvíslegustu að gerð og mál- efnavali: Margs konar íþrótta- félög, bindindisfélög, ferðafélög, söngfélög o. fl. o. fl., þótt ekki séu nefnd pólitísk félög, eða hin fjölmörgu stéttarfélög. Þetta hefir gengið allvel í fjölmenn- inu og líkur eru til, að ekki sé annað form félagsmálanna fundið, sem heppilegra sé þar. En nú tóku hin fámennari kaup- tún og dreifðu byggðir að feta í fótspor höfuðstaðarins. Ung- mennafélögunum tók að hraka og deyfð og drungi lagðist víða yfir störf þeirra. Sérfélög tóku að rísa á legg smám saman og draga til sín sitt málefnið hvert af stefnuskrá ungmennafélag- anna. Þessi félög gerðust svo deildir úr ótal landssamböndum, sem höfðu aðsetur sín í Reykja- vík. , Þetta virtist eðlilegt og sjálf- sagt. Nú gat hver unnið að sínu. Ekki hætt við, að hver höndin risi gegn annarri. Allir samtaka og engin togstreita um málefni innan sama félags. Félögin urðu fleiri og fleiri. í Reykjavík fundu einhverjir náungar nýtt málefni og stofnuðu félag, sem þeir kenndu við landið allt, og hvöttu til stofnunar deilda út um land. Svo voru stofnuð félög hér og þar, sem gengu í lands- félagið. Þannig hefir verið haldið á- fram undanfarin ár, og félögki hafa sprungið út og blómgazt af undraverðri frjósemi. Samt amaði eitthvað að. Þetta nýja fyrirkomulag færði fólkinu ekki sama éldmóð og lífsfjör og ung- mennafélagshreyfingin hafði gert, er hún reis á legg, a. m. k. ekki í sveitum landsins og kaup- túnum. Þessir nýju sprotar áttu við ýmsa kvilla að etja, og ann- markar þessarar félagsgreining- (Framh. á 4. síðu) RITSAFN GUNNARS GUNNARSSONAR. Útgáfufélagið „Landnáma" tók til starfa fyrir röskum þrem árum og hóf þá þegar und- irbúning að heildarútgáfu allra rita Gunnars Gunnarssonar skálds. Hefir það lokið útgáfu GUNNAR GUNNARSSON skáld hins mikla skáldverks Gunnars, „Kirkjan á fjallinu“, þriggja stórra binda. Heita þau „Skip heiðríkjunnar", „Nótt og draum- ur“ og „Óreyndur ferðalangur". Halldór Kiljan Laxness þýddi „Kirkjuna á fjallinu“ alla, en sjálfur lýsir höfundurinn því nokkuð í eftirmálum, hvérnig þetta ritverk hafi til orðð. Næsta bindi ritsafnsins verð- ur saga Borgarættarinnar og hefir Gunnar búið hana sjálfur undir prentun. Mun það senni- lega koma út seint á þessu ári. Nú eru á milli 1700 og 1800 fé- lagar í „Landnámu", en ritsafn Gunnars er, sem kunnugt er, ekki selt öðrum en félagsmönn- um. Mun félagið geta tekið við nokkrum nýjum félagsmönnum, en þó aðeins fáum. í upphafi þóttu útgáfubækur „Landnámu" alldýrar, en nú er svo komið, að þær mega teljast mjög ódýrar miðað við bóka- verð almennt. Þannig hefir „Kirkjan á fjallinu“, þrjú stór bindi í dýru bandi, aðeins kostað um 136 krónur alls. Getur það ekki talizt dýrt, þótt ekki sé á það litið, að hér er um að ræða einhver ágæt- ustu skáldrit, sem íslenzkur maður hefir skrifað. RÖDD í VESTRI. Árið 1933 stofnaði ungt fólk í Kanada, af íslenzku bergi brot- ið, félag, er nefnt var „The Icelandic Canadian Club“. Var Árni G. Eggertsson, sonur Árna Eggertssonar fasteignasala í Winnipeg, kjörinn forseti þess, og mun hann hafa gegnt því embætti síðan. .Fjórum árum síðar, haustið 1942, hóf félagið útgáfu tíma- rits, „The Icelandic Canadian", og var gert ráð fyrir, að það kæmi út fjórum sinnum á ári hverju. Skyldi það vera vett- vangur hins fjölmenna og sí- vaxandi hóps fólks vestur þar, sem er enska miklum mun tamari en íslenzka eða skilur hana jafnvel alls ekki, þótt af íslenzkum uppruna sé, og brú milli hins íslenzka feðraarfs og ræktarsemi við ættlandið og þegnlegrar skyldu við samfé- lagið og framtíðarlandið. Jafn- framt skyldi það vekja athygli á hinum íslenzka kynstofni í Kanada og þeim dáðum, er ís- lendingar þar hafa drýgt og drýgja. Gerðist Laura Goodman Salverson, skáldkonan nafn- kunna, aðalritstjóri þess, en meðritstjórar og aðrir liðsmenn LAURA GOODMAN SALVERSON, skáldkonan vestur-íslenzka, ritstjóri „The Icelandic Canadian." við útgáfuna Stefán Hansen, Helen Sigurdson, Hjálmar F. Danielson, Grace Reykdal og W. J. Líndal dómari. Hefir ritið flutt sögur og ljóð eftir höfunda af íslenzkum ættum, þýðingar íslenzkra ljóða, margvíslegar fregnir af frama og afrekum ís- lendinga í Kanada, með fjölda mynda, bókmenntayfirlit, grein- ar um þjóðfélagsmál og margt fleira. Efndi það þegar í upp- hafi til verðlaunasamkeppni um beztu smásögu. Hlaut Nehushta Collins fyrstu verðlaun fyrir styrjaldarsögu frá íslandi, en næstbeztar þóttu sögur eftir ungan mann, er eigi lét nafns síns getið, og Caroline Gunnar- son. „The Icelandic Canadian“ er fáanlegt hér í Reykjavík í Bóka- (Framh. á 4. siðu) Haimes J. MagmTsson, kennarl: Maðurinn og moldín Grein þessi er erindi, sem Hannes J. Magnússon kennari flutti á samkomu á Akureyri í vetur. Lýsir hann þar tengsl- unum milli manns og moldar og hvað af því hlýzt, ef þau eru rofin með öllu. Fyrir nokkrum árum las ég sögukorn, sem ég af einhverjum ástæðum man enn. Ég man ekk- ert hvar ég las hana eða eftir hvern hún er, en aðalefni henn- ar var þetta: Á litlu, snotru sveitabýli ein- hvers staðar vestur á sléttum Ameríku búa góð og gegn hjón. Þau eru mjög við aldur, þegar þessi saga gerist, hann um sjö- tugt, en hún nokkrum árum yngri. Þarna höfðu þau búið alla sína búskapartíð. Ræktað jörðina, byggt bæinn sinn og goldið guði, hvað guðs var, og keisaranum, hvað keisarans var. Gamli bóndinn var þarna fædd- ur og uppalinn, og hver blettur var honum samgróinn. Hann hafði orðið að taka þarna við búsforráðum mjög snemma, því að þegar hann var barn að aldri, hafði faðir hans verið kallaður til að gegna herþjónustu í borg- arastyrjöld, en þaðan kom hann aftur örkumla maður. Einkason- ur þeirra hjóna hafði verið sett- ur til mennta í borginni,og hún skilaði honum ekk^ aftur. Hann hafði verið yndi og eftirlæti for- eldra sinna og var þeim góður sonur. Skrifaði þeim meðal annars reglulega og hvatti þau eindregið til að flytja til borgar- innar. En hversu mikið, sem þau fýsti að dvelja með einka- syni sínum, voru þau tengd svo órjúfandi böndum við heima-. haga sína, að þau litu jafnan á það, sem hverja aðra fjarstæðu að ætla að flytja til borgarinn- ar. Enginn annar gat sáð í akr- ana þeirra, enginn annar gat mjólkað kýrnar þeirra og eng- inn annar gat hugsað um búsá- höldin og jarðyrkjuverkfærin, enginn nema þau sjálf. Svo er það laust eftir mið- nætti vornótt eina, að ókunnur maður leggur leið sína heim að býlir gömlu hjónanna, sem lögst voru til hvílu eftir erfiðan dag. Hann var sendur þangað frá næstu símstöð, en þangað hafði borizt skeyti um, að sonur gömlu hjónanna væri látinn. Hann hafði verið að skemmta sér með öðru ungu fólki, eitt- hvað við öl. Vagninn valt og ungi maðurinn beið bana af. Sendimaðurinn hélt á skeyt- inu í hendinni og hafði alla leið- ina verið að taka saman stutta samúðarræðu, sem hann ætlaði að flytja um leið og hann flytti helfregnina. Nú stóð hann á dyraþrepinu og kvaddi dyra. Gamli maðurinn kom út á nátt- serknum og sendimaðurinn las honum skeytið, en gleymdi allri samúðarræðunni. Öldungurinn mælti ekki orð af vörum. Dyrn- ar lokuðust hljóðlega, og sendi- maðurinn stóð aftur einn á dyraþrepinu. Hann gekk nokk- ur skref frá húsinu aftur, en það var eins og hann gæti ekki horfið burt við svo búið. Hann nam því staðar skammt frá hús- inu og hugsaði til gömlu ein- stæðinganna þar inni, sem nú myndu gráta son sinn. En allt í einu sér hann að húsið opnast. Tvær hvítklæddar verur koma út og stefna í áttina til hlöð- unnar, en í kringum hana var nýplægður akur. Eftir litla stund koma þau aftur út úr hlöðunni og höfðu þá kornpoka meðferðis. Þau báru hann út á nýplægöan akurinn og fóru að sá þarna þessa mánabjörtu vor- nótt. Þau voru bæði á náttserkj- um sínum og gengu um akurinn röð eftir röð. Við enda hverrar raðar námu þau staðar og krupu niður hlið við hlið, en héldu síð- an sáningunni áfram. Allt fór þetta fram í fullkominni þögn. Þarna birtust einhver dularfull tengsl á milli mannsins og moldarinnar. Það var eins og hin djúpa og þögula sorg gömlu hjónanna leitaði huggunar og svölunar í moldinni. Það var eins og þau væru að kveða dauð- ann niður í svarta, raka moldina til þess að lífið gæti vaxið þar upp aftur. Enginn heyrði þeirra hljóðu bænir, en á stund sorgarinnar leituðu þau hins týnda lífs sonarins í skauti móður jarðar. Það var þeim ein- hver hugarbót á slíkri stund að geta hjálpað nýju lífi til að gróa, þótt þau hefðu nú ekki lengur neitt að lifa fyrir, „en einhver kemur eftir mig sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur“, sagði Björn í Sauðlauksdal. — Þannig bregðast hetjur einar við sorgum og mótlæti, og þannig bregðast þeir einir við sorgum og mótgangi, sem eiga sér einhverjar traustar rætur og byggt hafa líf sitt á bjargi. Þetta minnir á Ólaf í Svefneyj- um, þegar hann frétti lát Egg- erts sonar síns, og þetta minnir á marga aðra, bæði fyrr og síð- ar, sem hertir er í deiglu ein- hverrar reynslu og skotið hafa traustum rótum í hinni frjóu mold móður jarðar. Líf okkar íslendinga undan- farna áratugi hefir verið flótti frá moldinni. Fleiri og fleiri hafa slitið þau bönd, sém knýtt hafa þessa þjóð við moldina í meir en þúsund ár. En þeim mönnum hefir þá jafnframt fækkað, sem finna lífsöryggi sitt í gróandi jörð, og hvergi nema þar. Það verður ekki aðeins breyt- ing á lífsháttum þeirrar þjóð- ar, sem hverfur frá ræktun jarðarinnar og að einhverjum öðrum óskyldum störfum, það fer einnig fram bylting í skap- gerð hennar og lífsviðhorfum. Gömlu hjónin í sögunni fundu tengsl á milli dauðans og lífs- ins í hinni frjóu mold. Þau trúðu á lífið, þrátt fyrir það skarð, sem dauðinn hafði höggvið í frændgarð þeirra, og þótt þau tryðu moldinni fyrir harmi sín- um og hugarkvöl þessa nótt, hafa þau ef til vill aldrei verið nær himninum en einmitt þá. Um leið og þau mótmæltu að- gerðum dauðans með því að leggja grundvöll að nýju lífi, sendu þau sínar hljóðu hugsan- ir inn í himininn. Þannig lifa þeir, sem bundnir eru þessari miklu uppsprettu lífsins, sem allt annað líf nærist af. Þótt maðurinn sé skapaður til að lifa frjáls einstaklingur, þarf hann einhvers staðar að eiga rætur, ef hann á að geta notið sín. Það hefir verið styrkur þessarar þjóðar í öllum þreng- ingum liðinna alda, að hún átti djúpar rætur í þeirri mold, sem forfeðurnir höfðu helgað sér. Þótt drepsóttir, hallæri og harðrétti gengju svo nærri lífi hennar, að hún stæði eftir með visnaðar greinar, þá lifðu þó alltaf ræturnar, sem nýr gróð- ur óx upp af.Hvernig hefði far- ið, ef hér hefði lifað þurrabúð- arþjóð í smáþorpum við sjóinn og stundað eingöngu fiskiveið- ar? Sú þjóð hefði flosnað upp, og þá væri líklega engin íslenzk þjóð til nú. Nei, sú þjóð, sem slítur öll tengsl við moldina, er að skera á þær rætur, sem tengja hana við upphaf sitt og eilíft líf. Öld tækninnar, sem við lifum um nú á, gæti vafalaust búið öllum íslendingum möguleika til

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.