Tíminn - 08.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1944, Blaðsíða 3
26. hlað TÍMINJV, miðvikntlagiim 8. rnarz 1944 103 DMARIHIMING: Ingibjörg Þorsteinsdóttír forstöðukona í Vcsturborg Það var vinátta, sem á vængjum friðar, hné frá himni í helgum blæ __tt Þegar við, á fullorðins árun- um, beinum huga okkar til ým- issa atburða í lífi okkar frá unglingsárunum, þá fer víst varla hjá því að flestir nemi staðar við það, er þeir völdu sér hinn fyrsta vin; áður höfðum við notið ástríkis föður og móð- ur, en fyrsti vinurinn gaf lífi okkar nýtt gildi; og svo var það jafrian síðan, að hver nýr vinur lyfti okkur hærra, til meira víð- sýnis, til meiri manndóms. En við erum í raun og veru gefin fyrir að gera okkur mannamun, þetta kemur meðal annars fram í því, að við gerum upp á milli vina okkar, við leitum með þennan vanda til þessa en ekki hins, og alltaf verða það fáir af vinum okkar, sem við getum treyst, hvað sem að höndum ber, en þeir verða okkur líka til mests fulltingis þegar eitthvað sérstaklega mik- ið reynir á. Ingibjörg Þorsteinsdóttir var einn af þessum mönnum, hjá henni þótti mönnum gott að leita trausts, að þessu leyti var sæti hennar svo vel skipað, að það verður ekki af öðrum setið, aðeins minningarnar vaka yfir því, og verma vini hennar því betur, sem vináttan var traust- ari böndum bundin. Ingibjörg var ung kona er hún \eik héðan, aðeins 36 ára, þó hafði hún innt af höndum svc. mikið brautryðjendastarf á veg- um Barnavinafélagsins Sumar- •gjöf, að félagið mun þess lengi minnugt, og lengi njóta. Ingibjörg var ágætlega mennt kona í þess orðs beztu merkingu, en hún hafði meiri mátt en al- mennt er; það var þessi mann- dómsmáttur, sem gaf öllu lífi hennar, öllum störfum hennar lífsgildi, þetta var sú gjöf, sem hún hafði af guði þegið. Vinir og ættingjar Ingibjarg- ar finna sárt til þess, að þeir hafa mikið misst, og það er að vonum, en þess mega þeir líka vera vel minnugir, að þeir hafa mikils notið. Magnús Stefánsson. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, for- stöðukona í Vesturborg, andað- ist úr lungnabólgu aðfaranótt 28. febrúarmánaðar síðastliðins eftir örskamma legu. Var hún til moldar borin í gær og hlaut leg í Fossvogskirkjugarði. Ingibjörg var í föðurætt kom- in af bændaættum á Austur- landi, dóttir hjónanna Ágústu Jóhanriesdóttur og Þorsteins Jónssonar, sem nú er sjúkrahús- ráðsmaður á Seyðisfirði. En móðir hennar var úr Hafnar- firði. Ingibjörg fæddist að Gils- árteigi á Fljótsdalshéraði 3. desember 1907, og þar ólst hún upp í föðurgarði. Hugur hennar hneigðist snemma til mennta, og stundaði hún ung að aldri tveggja vetra nám í alþýðuskól- anum að Eiðum. Nokkrum árum síðar sigldi hún til náms í Kunstflid-skólanum i Kaup- mannahöfn, og var hún nær ár í þeirri námsför. Er heim kom settist hún að í Reykjavík og gegndi hún þar störfum í þágu Barnavinafélagsins Sumargjöf síðustu níu árin. Ingibjörg var miklum mann- kostum búin, gáfuð og glaðlynd, dugmikil og traust. Var hverju því starfi, sem hún tókst á hend- ur, vel borgið, og eru til dæmis ófá börnin, sem eiga henni þakkir að gjalda fyrir árvekni og óbrigðula umhyggju. Henni hafði tekizt að' afla sér hald- góðrar þekkingar, og sífellt var hún að leita aukinnar mennt- unar og þroska. Hún unni mjög listum og bókmenntum og var vel að sér um þá hluti og kunni vel að meta það, er þess'var vert, enda sjálf listfeng að eðl- isfari. Hún gerði sér glögga grein fyrir straumum og stefn- um í mannfélaginu og var víð- sýn og frjálslynd í skoðunum, eins og raunar mátti telja rök- rétta afleiðingu skaphafnar hennar, manndóms og þroska. Meðal annars var hún góður (Framh. á 4. síðu) verið hér að framan. — Af hin um upprunalegu 33 ferkíló- metrum Krakatáeyjar sukku 22 í hafdjúpið. Þar, sem áður var hinn horfni hluti eyjarinnar, er nú hundrað metra hafdýpi. Pólverjahatturinn hvarf líka og sömuleiðis eldfjöllin tvö, Perbuwatan og Danan á Krakatáeyju. Aftur á móti stækkuðu hinar eyjarnar tvær til muna af völdum leðjunnar og vikursins. Mestur hluti leðjunnar og vik- ursins féll í námunda við eyj- una og þakti 827.000 ferkíló- metra, eða m. ö. o. stærra svæði en Noreg, Danmörku, Svíþjóð, ísland og Þýzkaland saman- lögð. Reiknað hefir verið út, að ókjör þau, er þeyttust út í loftið, munu hafa vegið a. m. k. 36.000 miljarða kílógramma, og þar af hafi þriðjungurinn farið alla leið upp í háloftin. Að rúmmáli hefir það numið 18 kms. Þegar svona stór eyja spring- ur í loft upp, orsakar það eðli- lega feiknalegan loftþrýsting. Loftþrýstingur, sem færist yfir allt yfirborð jarðar frá upphafs- stað sínum, nær aftur saman hinu megin á hnettinum. Þar rekast loftbylgjurnar hvor á aðra og kastast til baka, þ. e. a. s. ef loftþrýstingurinn er í upphafi nógu sterkur til þess. Og sú var raunin með Krakatá- sprenginguna. Sama máli gegnir um hina gríðarlegu bresti, er eyjan sökk í hafið, og aðra þætti þessarra náttúruhamfara — veraldar- sagan kann ekki að greina frá neinum öðrum viðlíka. Þeir heyrðust í öllum Austur-Ind- íum, vesturhluta Ástralíu, á Malakkaskaga og í Síam. Á Ceylon og suðaustanströnd Vestur-Indlands hélt fólk að það væru fallbyssuskot í fjarska. Já, jafnvel á Mauretíus í Indlands- hafi heyrðist ómur af þeim, og er þessi eyja þó 3333 kílómetra frá Krakatá. Hljóðið heyrðist m. ö. o. á sjötta hluta af yfir- borði jarðar, og það eru þessi ótrúlegu undur,sem gera Kraka- tá-gosið að einstæðum viðburði í veraldarsögunni. Tveimur mánuðum eftir gosið heimsótti Verbeck verkfræðing- ur, sem fyrr getur, Krakatá- eyju og aðra þá staði, er mest spjöll urðu á. Honum farast svo orð um heimsókn sína til Telok Belong: „Hinn sérkennilegi, kyrri haf- flötur, bert svæðið kringum Telok Betong og sviðin trén, sem uppi.stóð á hæðunum og í fjallshlíðunum, höfðu á mig á- hrif, sem engu tali taka, er ég bar þessa sjón saman við fyrri heimsókn mína á þessar slóðir árið 1877.“ Hann gengur á land upp í eynni ásamt fylgdarliði sinu, en nær ekki hæsta fjallstindinum fyrir sprungum, gjám og gígum, og hitinn af 30 metra öskulag- inu er óskaplegur. Hann tekur nokkur sýnishorn af steinum og öðrum jarðefn- um, siglir umhverfis eyna og segir síðan; „Hinn nálega 832 metra hái, lóðrétti múr, með yfir 800 metra djúpt dimmblátt hafið fyrir fót- Ég ákæri ■ ■ Mörg ranglætismál hafa verið framin í nafni réttvís- innar, bæði fyrr og síðar. En fá þeirra hafa vakið þvílíka athygli sem Dreyfusmálið svonefnda gerði á sínum tíma. Og enn er það hverjum siðmenntuðum manni minnisstætt, þótt hálf öld sé liðin síðan það var á döfinni. Sá maður, sem átti meginþátt í því, að mál Alfreðs Dreyfusar var tekið upp að nýju og hann fékk að lokum fulla uppreisn, var franska skáldið Emil Zóla. í þessum þætti er Zóla og réttlætisbaráttu hans lýst nokkuð. Orðbragð skáldsins var hreint og beint óguðlegt: „Ég kref de Pellieux hershöfðingja sagna um það, hvort ekki sé unnt að þjóna Frakklandi á marga lund. Einn getur þjónað því með sverði sínu, annar með penna sínum. De Pellieux hers- höfðingi hefir óneitanlega unnið mikla sigra. Ég hefi einnig unnið sigra. Fyrir minn atbeina hefir frægð franskrar tungu víða flogið. Ég eftirlæt komandi kynslóðum að dæma milli de Pellieux og Emils Zóla.“ Hershöfðinginn tók þessum ummælum með ró hins tigna manns. Þessi gráskeggjaði afturkreistingur, sem vogaði sér að áfellast gerðir franska hershöfðingjaráðsins og viðhafa glæp- samleg meiðyrði um æðstu menn hersins, mundi vissulega hljóta sinn dóm. Honum stoðaði ekki að hreykja sér sem einstökum föðurlandsvini né skírskota til afreka sinna í þágu ættjarðar- innar. Allir vissu, að bækur þessa piltungs voru allar með sora- marki spillingarinnar. Allir vissu, að hann var ítalskur í ættir fram, og blöðin voru á góðum vegi að sanna það, að faðir hans hefði verið þjófur og þorpari. Honum hafði að vísu tekizt að vekja heilmikið uppþot með þeirri kröfu, að máli Gyðingsins Alfreðs Dreyfusar yrði tekið upp á ný fyrir borgaralegum dóm- stólum, en sérhver sú hræring, er honum hafði heppnazt að vekja, skyldi koma honum sjálfum í koll. Hinn mikilúðlegi hers- höfðingi þandi aðeins út brjóstið, þar sem hann stóð teinréttur á skínandi einkennisbúningi sínum, og lét tignarmerki sín og heiðursorður færa dómurunum heim sanninn um það, hvor væri verðugri sonur ættjarðarinnar, de Pellieux hershöfðingi eða þessi litli, óstyrki blekbullari, sem aldrei hafði í einkenn- isbúning komið. De Pellieux og þeir aðrir yfirmenn franska hersins, er dæmt höfðu Alfreð Dreyfus sekan en sýknað Esterhazý yfirforingja, unnu málið sitt gegn Emil Zóla. Dómstóllinn kvað upp þann úr- skurð, að hershöfðinginn væri betri sonur Frakklands en skáld- ið. En hversu hlægilegir eru ekki nú þeir vesölu menn, sem þann dóm felldu, og hversu rækilega hefir dómi þeirra ekki verið hrundið! Hinn mikli og óumflýjanlegi dómur sögunnar er fállinn. Eyrir þeim dómstóli var penni skáldsins, ér þorði að segja sannleikann, þyngri á metaskálunum en glæsilegur ein- kennisbúningur og spegilfagur korði, vígafrægð og völdin há. * Það hafði þegar vakið hina mestu athygli um gervalla Norður- álfu, er Emil Zóla kvaddi sér hljóðs í Dreyfusmálinu. Allir biðu nýrra tíðinda. Þegar málaferli hófust, biðu allar siðmenntaðar þjóðir úrslitanna með óþreyju. Aldrei hafa nein dómstörf vakið jafn óskerta athygli um þvera heimskringluna, nema ef vera skyldi réttarrannsóknin út af þinghúsbrunanum í Leipzig og málaferlin frægu í Moskvu. Emil Zóla var ekki stjórnmálamaður og hafði ávallt látið stjórnmál sig litlu skipta. Hann hafði alla ævi sökkt sér niður í ritstörfin og náð mikilli frægð sem rithöfundur. En á öðrum sviðum mannlegs lífs var hann utan gátta. Hann var mjög elju- samur maður og skrifaði jafnan nokkrar blaðsíður á hverjum degi, en var i eðli sinu litill bardagamaður. Hann átti það að vísu til að bregða hart við, ef honum fannst velsæmi og réttlæti misboðið, og hann gat staðið uppréttur andspænis æfum skríl, sem fékk fimm franka að launum fyrir að kasta að honum skemmdum eplum og fúlum eggjum og hrópa: „Niður með Zóla.“ En slíkt tók svo á hann, að hann lá rúmfastur á eftir. Hvað var það eiginlega, sem kom þessum gæflynda manni til þess að ganga í berhögg við þá harðsvíruðustu andstæðinga, er hugsazt gátu meðal samtíðarmanna hans? Hvers vegna rétti þessi mað- ur svo til hönd sína inn í gin úlfsins? Við fyrstu athugun kann mörgum að virðast hann all-ólíklegur til þess að ráðast í slíkt stórræði sem það var að rísa upp gegn frönsku herforingjaklík- unni. En ef betur er að gætt, mun það þó koma í ljós, að slíkt var beinlínis freistandi fyrir mann, er búinn var skaphöfn, réttlætiskennd og sannleiksást Emils Zóla. um sér, hefir ósegjanlega stór- fengleg áhrif. Andspænis þessu ferlíki fær maður fyrst gert sér rétta mynd af steinblökkinni sem sökk, og það verður alveg óþarft að leita annara orsaka til flóðbylgjunnar en þess, að öll þau fe-ikn hurfu í einni svipan í djúpið.“ Síðan eldsumbrot þessi urðu, hefir eyjan dregið mjög að sér athygli grasafræðinganna. Hér er afskekktur staður, fullkom- lega dauðhreinsaður. Allt, sem anda dró, týndi lífinu af hit- anum og glóandi vikrinum, sem þakti eyjuna. Nú vaknaði þessi spurning: „Hvernig myndast aftur gróður á nýmyndaðri eyju með dauð- hreinsaðri jörð, dauðum heimi 41 kílómetra frá Jövu og 37 kíló- metra frá Súmötru?" Hollenzki vísindamaðurinn Treub prófessor, starfandi á Jövu, tókst á hendur ^að hlut- verk að rannsaka hvernig gróð- ur myndast á eyðiey í þess orðs sönnustu merkingu. Hann ferð- aðist til eyjarinnar 1886 og fann 26 mismunandi plöntutegundir. Þær höfðu náð táfestu á strönd- inni, þar sem grotnað þang og þörungar mynduðu hinn nauð- synlega jarðveg. Sjófuglarnir lögðu fram áburðinn og fræin í dritnum frjóið. Stórar leður- blökur höfðust á daginn við í gjánum og gjótunum á eynni og fluttu með sér fræ á sama hátt og fuglarnir. Vindurinn hefir víst líka gert sitt til, og þegar þess er gætt, að í Austur-Ind- íum vaxa 320 plöntutegundir, hverra fræ geta lengi lifað í sjó, er sennilegt, að gróður hafi einnig komið sjóleiðis til eyj arinnar. Þegar Treub prófessor heimsótti eyjuna aftur 1897, fann hann 62 plöntutegundir Árið 1906 fann hann 90 tegund- ir og höfðu sumar náð 12—15 metra hæð. Lífið kemur aftur til eyjar- innar hægt en bítandi, enda þótt jurtaríkið eigl þar fáa fulltrúa samanborið við Jövu og Sú mötru. Jafnvel dýrin leita aftur til~ hinnar uggvænlegu eyju Fuglarnir fá að liggja á í friði Sæskjaldbökurnar að verpa eggjum sinum. Froskar og eðlur hafa ratað þangað og mý morar þar í lofti. „Útkulnaða" eldfjallskrílið Krakatá rymur áfram. Síðan 1883 hefir það hvað eftir annað vakið ótta og óróa, þegar í það hefir færzt helzt til mikið fjör. Og þarna stendur Krakatá mitt i unaði hitabeltisins sem dæmi upp á fallvaltleik fegurð- arinnar og lífsins. Samband ísl. samvinnutélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. S p a ð k j öt Verzlanir, útgcrðarfyrirtæki, matsöluliús, veg’averkstjórar og’ aðrir, sem ætla að fá spaðkjjöt hjá oss, þurfa að Uaupa þtifí sem fyrst, því birgðir vorar þrjjóta innan shamms. Samband ísl. samvinnuf élaga Sími 1080. Happdrætti Háskóla Islands Sala happdrættis- míða ier sívaxandi ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42 ’43 mr:~ í fyrra voru aðcins 11% af miðimum ó- seldir. I fyrra scldust allir lieilmiðar oj»’ liálf- rniðar. f ár eru horfur á, að allt seljist upp. í ár eru síðustu forvöð fyrir uýja við- skiptameim. Vegua mikillar eftirspurnar er nauðsyn- legt og sækja pantaða miða STRAX, ella verða þcir seldii* öðrum. §ala á fræinu er hyrjuð. Höfum allar teguudir af Blóma- og matjurtafræi lUóni & Ávextir Sími 2717. TÍ MIXN er víðlesuasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.