Tíminn - 04.04.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1944, Blaðsíða 3
36. blað TÍHIIfVTV. liriðjntlagiim 4. apríl 1944 147 Áttatíu ojí' flmm ára: Ingveldur Sigurðardótftir Knáts PRAMHALD saga Rasmussens Heggsstöðnm. Ingveldur Sigurðardóttir að Heggsstöðum í Kolbeinsstaðar- hreppi varð 85 ára gömul 3. þ. m. Ingveldur er fædd 3. apríl 1859 að Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi í Mýrasýslu. For- eldrar hennar voru þau Sigurð- ur Sigurðsson og Guðríður Sig- urðardóttir. Bjuggu þeir Sig- urðarnir, faðir hennar og föð- urafi, allan sinn búskap að Val- bjarnarvöllum. Guðríður, móðir Ingveldar, var dóttir Sigurðar þess, er fyrstur byggði að Selkoti í Þing- vallasveit. Sigurður sá var ætt- aður frá Stíflisdal, varð fjör- gamall maður, fæddur árið 1800 og dó árið 1900, vantaði nokkra mánuði upp á að verða 100 ára gamall. Hann var smiður góður og eftir að hann var orðinn blindur var byggður upp bærinn að Selkoti og vann Sigurður alla innivinnu. Þegar Ingveldur var 19 ára flyzt hún úr föðurgarði, á mynd- arheimilið Svarfhól í Stafholts- tungum, til Björns Ásmundar- sonar, hreppstjóra og Þuríðar Jónsdóttur, ljósmóður konu hans. Þuríður hafði erfitt um- dæmi, bæði Stafholtstungur og Norðurárdal, og var oft lang- dvölum i burtu, reyndi þá mikið á kvenfólkið, það sem heima var, því heimilið var umfangsmikið og börnin mörg eða alls níu. En hvernig líkað hefir við Ingveldi að Svarfhóli má marka á því, að þegar hún fer þaðan burtu til þess að stofna sitt eigið heimili, vildi eitt barna þeirra hjóna fá að fara með henni. Milli hennar og þessa fólks hélzt óslitin vin- átta og helzt enn, og meðan hún hafði ástæðu til heimsótti hún Svarfhólsheimilið á hverju ári. Árið 1882 giftist hún Guð- mundi Hálfdánarsyni frá Flóða- tanga í sömu sveit, mesta dugn- aðar og fyrirmyndarmanni. Hófu þau búskap þá um vorið að Hofs- stöðum í Stafholtstungum og bjuggu þar í fjögur ár, en fluttu þá að Grenjum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fluttu þau að Ytri- Hraundal í Hraunhreppi í sömu sýslu og bjuggu þar til ársins 1907, en þá fluttust þau að Heggsstöðum í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadalssýslu og bjuggu þar til ársins 1920, en þá brugðu þau búi. Ingveldur tók þá að sér stjórn á heimili son- ar síns, er þá tók við af þeim, og hefir hún haft hana á hendi þar til fyrir 6 eða 8 árum síðar. Þau eignuðust fimm börn, af þeim dóu 2 á unga aldri. Dóttur, Sigríði að nafni, misstu þau 18 ára gamla, en tvö eru á lifi, Al- bert bóndi að Heggsstöðum og Sigurrós, gift Birni Kristjáns- syni, bónda að Kolbeinsstöðum. Þau ólu upp þrjá pilta og auk (Framh. á 4. slðu) »i*(k ii gja lie i in i I i Komið hefir upp hreyfing, sem náð hefir inn í bæjarstjórn Reykjavíkur, um að koma upp heimili fyrir óknyttadrengi í Öxney í Breiðafirði. Ekkert skal dæmt um þann stað. En á góðu drengjaheimili er áreiðanlega mikil þörf, því að þeir eru í- skyggilega margir unglingarn- ir í Reykjavík, sem verða spill- ingunni að bráð. Erlendis eru heimili algeng fyrir drengi, sem lenda á refilstigum. Fyrir nokkrum árum var ég gestur á slíku heimili, — að Garnes, sem er nokkuð upp í landi fyrir ofan Bergen. Þetta atvikaðist þannig, að Vest- mannalaget í Bergen (félag þjóðrækinna sögumanna í Nor- egi) hafði beðið mig að flytja erindi á samkomu sinni um heimkynni Snorra Sturlusonar o. fl. frá íslandi, sem Norðmenn þreytast seint á að heyra um. Að því loknu komu ýmsir ágætir Norðmenn til mín og buðu mér heim til sín. Einn af þeim var göfugmannlegur öldungur, Gut- orm Vatnes, forstöðumaður drengjaheimilisins að Garnes. Þáði ég boð hans, þar sem heim- ili hans var á leið minni og dvaldi ég hjá honum í tvær næt- ur við hinar ágætustu móttökur. Mér þótti leiðinlegt að lesa í minningum Kristmanns Guð- mundssonar í vetur, að hann skyldi vera að kasta ónotum að þessum heiðursmanni þar eystra. Þeir, sem ferðast um Noreg, hljóta víðsvegar að rek- ast á Norðmenn mjög vinveitta íslendingum. Einn þeirra er Gutorm Vatnes. Og hann mun hafa verið einn af þeim mörgu Norðmönnum, sem greiddu götu Kristmanns til muna, þegar hann dvaldi meðal þeirra, Drengjaheimilið að Garnes er rekið af Bergensborg. Það stendur á fögrum stað í Arna- héraðinu. Það hefir allmikið land til notkunar og stór og fremur góð húsakynni. Miklar umbætur hafa verið gerðar þarna. Framleiddir eru garðá- vextir, smá-iðnvörur o. fl., af drengjunum, er vinna undir stjórn og tilsögn forstjórans og færustu og elztu drengjanna. Heimilið er fyrirmyndarstofnun, og hefi ég fáa staði komið á, sem mér hafa fundizt jafn á- nægjulegir. Fjöldi drengja, sem lent hafa á villigötum í Bergen, hafa fengið uppeldi á Garnes og gerbreytzt um alla lifnaðar- hætti og orðið hinir allra nýt- ustu menn. Forstöðumaðurinn sagði mér, að sér hefði gefizt bezt að venja drengina við störf. Sér hefði venjulega tekizt að láta þá fá áhuga fyrir störfun- um og að leysa þau vel af hendi.. Þegar því var náð, þá var björn- inn oftasf unninn. Hann sagð- ist jafnan vera drengjunum sem þeirra „stóri bróðir“ og fjöldi þeirra væru búnir að vera um áratugi sínir tryggu og geðþekku vinir, eftir að þeir fóru frá heimilinu sem nær því full- þroska menn. Benti hann mér á marga menn, sem slitið höfðu unglingsskóm sínum að Garnes, verið áður vandræðadrengir í Bergen, en voru nú í áríðandi trúnaðarstöðum víðs vegar um Noreg, og sumir erlendis. Af samtali við drengina sannfærð- ist ég ennþá betur um ágæti heimilisins og hið göfuga og stórmerka starf, sem Gutorm Vatnes hafði innt af hendi fyrir norsku þjóðina. Mér fannst drengjunum m. a. þykja svo vænt um uppeldisheimilið sitt á Garnes eins og bezt gerist um foreldrahelmili. Áreiðanlega væri það þarft verk af bæjarstjórn Reykjavík- ur, ef hún kæmi hugmyndinni um heimili fyrir baldna drengi í góða framkvæmd. Þó að þarft sé að taka drengina út úr bæj- arlífinu til verndunar öðru fólki, þá er hitt þó ennþá þarf- ara og hugljúfara að hjálpa drengjunum til þess að verða að mönnum. En til þess þarf góðan forstöðumann við drengjaheim- ilið, sem er maður til að rækta hug og hönd drengjanna og beina þroska þeirra og kröft- um á rétta leið. „Oft má gera góðan hest úr göldum fola“. Það eru aðstæðurnar, umhverf- ið og verkefnin og einkum hverja umgengizt er, sem ráða úrslitunum, hvort unglingarnir verða vandræðamenn eða nýtir og góðir þegnar í þjóöfélaginu eins og drengirnir frá Garnes. V. G. Það varð að ráði,að þeir sneru heim á leið. Og heim að tjald- inu koinust þeir heilu og höldnu. Þar var allt í uppnámi út af hvarfi drengjanna. Eini maðurinn, sem var fyllilega rólegur, var faðir Knúts, séra Kristján. Það hafði vitnazt, að drengirnir höfðu lagt leið sína í áttina til fjalla, en ekki niður til sjávar, og þá þóttist hann þess fullviss, að þeir rötuðu aftur heimleiðis, þegar sulturinn tæki að sverfa að þeim. Knútur ferðaðist nú með föður sínum sumarlangt. Þeir fóru á litlum bát méð ströndum fram, og var Godman skipstjóri. Fólkið bjó í tjöldum á nesjunum frammi við sjó. Presturinn gekk á land í embættisskrúða sínum og hélt grænlenzka sumar- guðsþjónustu á klöppunum við sjóinn. Hátíðablænum og hrifn- ingunni verður vart með orðum lýst. Brattar klappirnar hæfðu vel þessari helgu athöfn. Úti á fjörðunum voru ísjakar á reki, og yfir öllu þessu hvelfdist himinninn heiður og blár og víður. Víðá voru hjón gefin saman, og stundum varð furðuleg hlé- drægni brúðhjónanna orsök hinna skringilegustu atvika. Oft- ast hefði ókunnugur getað haldið, að brúðhjónunum væri sára- lítið gefið hvort um annað. Þau reyndu að vera eins hirðu- leysisleg hvort gagnvart öðru og frekast var unnt. Brúðgum- Inn slangraði upp að altarinu með hendurnar í buxnavösun- um og brúðurin kom úr annarri átt. Jafnskjótt og vígslunni var lokið hundskuðust þau burt sitt í hvoru lagi, án þes að segja eitt einasta orð eða svo mikið sem líta hvort á annað. Síðan tóku þau sér stöðu meðal áhorfendanna með því hirðuleysis- látbragði, er þeim var frekast unnt. Allir forðuðust að gefa þeim nokkurn 'gaum, því að Eskímóar eru kurteist fólk, og’ þeir beina aldrei athygli að þeim, sem ekki óska þess að eftir þeim sé tekið. Einu sinni lét brúðguminn þess getið, er presturinn beindi hin- um venjulegu spurningum að honum, að hann þekkti alls ekki stúlkuna, sem stóð hjá honum við ferðaaltarið, hefði enga hug- mynd um, hvort hún vildi kvænast honum, en ef prestinum þætti henta, að hér færi fram hjónavígsla, þá væri hann fús til þess að ganga út í þetta. En séra Kristján Rasmussen þekkti sóknarbörn sín og vígði brúðhjónin. Þessi hjón lifðu fram á gamalsár og áttu börn og buru og urðu samfarir þeirra hinar beztu. Þetta sumar kom séraKristján til Karls mágs síns Fleischer. Var móðir Knúts þangað komin á undan þeim með tíu börn sín. Karl var verzlunarstjóri í Qepetak. Enginn maður var eins góður heim að sækja sem hann. Hann var kvæntur grænlenzkri konu, Ágústínu að nafni, frábærlega gestrisinni myndarkonu. Hún átti ávallt gnægð grænlenzks matar í búri sínu og skemmu: harðfisk, skerpikjöt, hreindýratungur og reyktan lax. Þar var hægt að sannfærast um það, hvílíkt lostæti ósvikinn græn- lenzkur matur er. Ef til vill eru Grænlendingar ekki alltaf jafn þrifalegir eins og gerist um siðmenntaðar þjóðir, en það á að öllu leyti rót sína að rekja til þess, að enginn kostur er á bað- húsum og oft mjög erfitt að fá vatn til þvotta að vetrarlagi. Móðurbróðir Knúts var frábær skytta. Hvenær sem gest bar að garði, voru byssurnar teknar fram og efnt til skotkeppni. í þessum skotkeppnum var það, að Knútur beið sína fyrstu ó- sigra í lífinu, því að þótt hann kynni snemma vel með skot- vopn að fara, gat hann ekki haldið til jafns við frænda sinn. Eldspýtnastokkur var settur á stein, en það var ekki nóg að hitta myndina af Tordenskjold með riffli: Það varð að hitta beint í nefið. Gestir Karls urðu að hengja krítarpípur sínar á nagla í girðingarstaur, og ekki lauk skotkeppni fyrr en þær höfðu verið skotnar sundur. En svo bætti Karl þeim skaðann með því að leiða þá í búð sína og láta þá velja sér þar nýjar pípur. í Tarsúkatekfirði, þar Qepetakbyggð er, bjó fólk, er sagt hafði Knúti marga furðulega hluti. Þetta fólk hafði lifað í mikilli einangrun og hafði kynlegar skoðanir á ýmsu. Þá var skóla- menntun ekki orðin jafn mikil sem nú. Þarna var margt, sem írjóvgaði ímyndunaraflið. Veturnir voru langir og dimmir, jök- ultungur hröpuðu í sjó fram með miklu buldri. Þarna voru á hvers manns vörum sögur um fólk, er .flúði til fjalla og varð að ferlegum vofum. Þegar það var komið svo langt burt frá kirkj- unni, að guðs orð náði ekki lengur að vernda það, kom djöfull- inn og tók það á vald sitt. í rauninni voru þetta geðmiklir menn, sem hlaupið höfðu brott úr byggðinni og áttu síðan engrar afturkomu auðið. Ef slíkir útilegumenn leituðu heim aftur, voru þeir tafarlaust skotnir, því að allir trúðu því statt og stöðugt, að þeir væru haldnir af illum öndum og hvers kyns ógæfa fylgdi í slóð þeirra. Þessu líkir atburðir gerast raunar enn í hinum norðlægu byggð- um. Fólk þorir ekki að hafa neitt saman við þá að sælda, er gist hafa fjöllin. Þeir eru orðnir þrælar djöfulsins og hættir að vera guðs börn. Gömul kona sagði Knúti sögu af manni, er hún hafði sjálf þekkt fyrir fáum árum. Hann missti börn sín með þeim hætti, að ísskriða féll úr jökulbakkanum ofan á bát, sem þau voru í. Þetta sama sumar hljóp hann til fjalla og lagðist út. Tíu dög- um síðar fannst hann dauður, og var þá andlit hans þakið svörtum hárum og vinstri fóturinn visinn. Það var talið upphaf þess, að á hann yxi hreindýrsklauf, en þannig átti djöfullinn að merkja fórnarlömb sín. Þannig er djöfullinn' sjálfur vaxinn í vitund grænlenzkra Eskimóa. S Ferðir tíl Akraness og Borgarness í páskavikunni Frá Rvík Frá Akran. Frá Borgarn. Miðvikudagur 5/4 11,30 15,00 Fimmtudágur 6/4. (Skírdagur) 9,00 11,00 17,00 Laugardagur 8/4. 11,30 15,00 Mánudagur 10/4. (2. pá?skad.) 11,30 15,00 Vörur, sem sendast eiga til Borgarness á skírdag skulu afhend- ast síðdegis á miðvikudag. Skipaútgerð ríkísíns. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tilkynning frá ísafoldarpreiitsmiðju. Vegna tilkynningar í Ríkisútvarpinu á föstudagskvöldið var frá Máli og Menningu,, tilkynnist hér með, að bókina Óður Bernadette (The Song of Bernadette) er ísafoldarprentsmiðja h.f. að gefa út. Bókin er nú í prcntun og kemur í næsta mánuði. Til þess að fyrirbyggja misskilning um það, að hér sé um kapphlaup að ræða af hálfu ísafoldarprentsmiðju h.f., skal það tekið fram, að sumarið 1942 fól ísafoldarperntsmiðja h.f. próf. Guðbrandi Jónssyni að þýða þessa bók á íslenzku, en þegar komið var fram á yfirstandandi ár (1944) og þýðingunni enn ekki lokið, var öðrum falið að þýða bókina. Þeirri þýðingu er nú lokið og bókin er í prentun. Útsvor 1944 Samkvæmt lögum nr. 100, 31. desember 1943, ber útsvarsgjaldendum í Reykjavík að greiða fyrir- fram upp í útsvör 1944, sem svarar 40% af útsvari þeirra, eins og það var ákveðið árið 1943, á 3 gjald- dögum, 1. marz, 1. apríl og 1. maí, ca. 13% af út- svarinu 1943 hverju sinni. Annar gjalddagi er því nú um mánaðamótin, 1. apríl, og ber gjaldendum þá að greiða ca. 13% af út- ÆVari sínu 1943, en ca. 26% þeim, sem ekki hafa greitt fyrsta hlutann nú þegar. Greiðslur skulu standa á heilum eða hálfum tug króna. Tekið er við greiðslum í skrifstofu bæjargjald- kera virka daga kl. 10—12 og kl. 1—3 (laugardaga kl. 10—12. Skrifstofa borgarstijóra. Leigugarðar bæjaríns Þeir garðeigendur, sem enn hafa ekki gert aðvart um, hvort þeir óski eftir að nota garða sína í sum- ar, eru hér með áminntir um að gera það hið fyrsta, og greiða leiguna í skrifstofu minni. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 og 1—3 nema , laugardaga aðeins kl. 10—12. Bæjarverkfræðmfrur, Tilkynnmg um sölu og aihendingu tóhaks til barna. Hér með er brýnt fyrir hlutaðeigendum, að bann- að er, innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, að selja börnum og unglingum, innan 16 ára aldurs, tóbak, hverju nafni sem nefnist, gefa þeim það, láta það þeim í té á nokkurn hátt eða stuðla að því, að þau neyti þess eða hafi það með höndum. Brot gegn þessu varða sektum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 31. marz 1944. Agnar Kofoed-Hansen. é I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.