Tíminn - 29.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.04.1944, Blaðsíða 2
174 TÍMIM, laiigardaginn 29. apríl 1944 45. blað Laugurdagur 29. apríl Svíkráð kommúaísta við lýðræðíð íslenzku kommúnistaforingj - unum og eiturbyrlurunum hins forna tíma er ekki 61íkt farið. Eiturbyrlararnir hræsnuðu mest fyrir höfðingjum sínum og vel- gerðarmönnum, er þeir voru að brugga þeim hin dulbúnu bana- ráð. Kommúnistar þykjast vera hinir einu sönnu vinir og vernd- arar lýðræðisins á sama tíma, er þeir láta ekkert ógert til að vinna að álitsleysi þess og eyði- leggingu. Kommúnistar þykjast hafa fengið nýtt „áhugakast" í þess- um málum í tilefni af sam- þykktum 7. flokksþings Fram- sóknarmanna um stjórnskip- un framtíðarinnar. Blað þeirra hefir belgzt út dag eftir dag af hinni sárustu vandlætingu. yfir þeim einræðissinnuðu stjórn- skipunartillögum, sem flokks- þingið hafi samþykkt! Einkum .eru það þó tvö atriði, sem eru hinn beitti fleinn í holdi blaðs- ins. Þau eru: 1. Að landinu verði skipt í ein- menningskjördæmi, allir þing- menn verði kjördæmakosnir og þingmönnum verði fækkað. 2. Að tekið verði til sérstakrar athugunar við . endurskoðun stjórnarskrárinnar, að forseti verði þjóðkjörinn og geti skipað ríkisstjórn með sérstöku valdi, ef ókleift hefir reynzt að mynda þingræðisstjórn, enda víki hún fyrir stjórn, er styðst við meiri- hluta Alþingis. Athugum þessar tillögur nokkuð nánar. Það er vafalaust hverjum skynbærum manni ljóst, að lýð- ræðið á skamma framtíð hér á landi, ef núverandi kosninga- fyrirkomulag helzt til lengdar. Það virðist eins og sett með það fyrir augum að skapa sem mest yfirboð, ábyrgðarleysi og glund- roða, enda er þar að finna frum- orsök þess stjórnleysis, er nú ríkir á Alþingi. Það gerir flokk- ana ábyrgðarlausa í vali þing- mannsefna sinna, (uppbótar- sætin, minnihlutasætin), getur svipt stóra landshluta öllu póli- tísku valdi (tvímenningskjör- dæmin), hvetur til óeðlilegra at- kvæðaveiða og yfirboða (upp- bótarsætin), ýtir undir flokka- fjölgun og sundrungu á annan hátt. Þessir gallar eiga þó eftir að koma enn betur í ljós og mun ekki þurfa langan tíma til að eyðileggja tiltrú lýðræðisins og skapa jarðveg fyrir einræði og ofbeldisstjórn. Það er því brýn og óhjá- kvæmileg nauðsyn, ef bjarga á lýðræðinu og hindra einræðis- stjórnarfar, að vinna að endur- bótum kosningafyrirkomulags- ins. Önnur oreyting getur þar vart reynst æskilegri en að koma því í það horf, sem annars staðar hefir reynst lýðræðinu farsælast og er í mestu sam- ræmi við stjórnskipun þjóðar- innar frá fyrstu tíð. Einpienn- ingskjördæmi samrýma báða þessa höfuðkosti. Þar sem lýð- ræðinu hefir farnazt bezt og er traustast í sessi, í Bretlandi og Bandaríkjunum, er lýðræðið byggt á þessu fyrirkomulagi. Þess vegna hafa bæði þessi ríki sloppið við þá ringulreið og f'Iokkamergð, sem spillt hefir lýðræðinu annars staðar. Lín- urnar hafa orðið hreinni, flokk- arnir færri og sterkari og öfgahreyfingar átt örðugra með að skjóta rótum. Vegna þeirrar festu í stjórnmálalífinu, sem einmenningskjördæmin hafa skapað, hafa Bretar og Banda- ríkjamenn orðið forustuþjóðir lýðræðisins og forráðamenn þeirra mótmæla engum árásum á lýðræðið eins harðlega og á- rásunum á einmenningskjör- dæmin. Má þar seinast minna á umræður í enska þinginu í vet- ur, er Eden og sá verkamanna- foringinn, sem er stjórninni einna andstæðastur, Greenwood, stóðu hlið við hlið og héldu fram kostum einmenningskjördæm- anna. Kosning allra þingmanna í einmenningskjördæmum er tví- Björn Guðmnndsson Irá Fagradali M ínníng Bækur og bóklestur Á síðustu árum hafa nokkrar | nýjar prentsmiðjur verið teknar í notkun hér á landi og þær eldri endurbættar með nýjum vélum, sem hafa stórum aukið afköst þeirra. Þessara endur- bóta og aukninga hefir líka verið full þörf, að því er virðist, og enn sem komið er hefir þær ekki skort verkefni. Þessi fyrir- tæki hafa skilað góðum arði á stríðsárunum og hlutabréf þeirra hafa margfaldazt í verði. Bókaútgáfa hefir stórum færzt í vöxt og hún byggist aftur á móti á auknum bókakaupum, sem skapast af aukinni kaup- getu. Margir hafa reynt þennan at- vinnuveg síðustu tvö árin. Fjöldi nýrra útgáfufélaga hefir sprott- ið upp hér og þar á landinu. Flest munu útgáfufélög þessi hafa verið stofnuð í gróðaskyni, enda var bókaverð orðið svo hátt á síðastliðnu hausti, að verðlagsstjóri kvað sig tilneydd- an að grípa í taumana og fyrir- skipaði almenna verðlækkun á nýjum bókum. Síðan hefir verð- ákvörðun bóka verið gerð í sam- ráði við verölagsstjóra. Með þessu bókaflóði hafa bor- izt á markaöinn margar úrvals- 1 bækur eftir íslenzka og erlenda höfunda. En eðlilega eru þær nokkuð misjafnar að gæðum. En eitt er eftirtektarvert í sam- bandi við bókaútgáfu okkar, hve frágangur flestra íslenzkra bóka er miklum mun lakari en er- lendra bóka, hvort sem þær eru bundnar eða óbundnar, ef um vélavinnu er að ræða. Vonandi á þetta eftir að batna áður en langir tímar líða. ❖ Við íslendingar höfum oft ver- ið taldir nokkrir málamenn og staðið öðrum þjóðum framar í því efni. Mun því ekki sízt valda það, hve fáir skilja okkar mál. Ýmsir útlendingar hafa undrazt þaö, er þeir hafa komið á íslenzk heimili og séð þar bæk- ur á ýmsum erlendum tungu- málum. Mikill fjöldi fólks gat — fyrir stríðið og hernámið — lesið dönsku og ensku sér til gagns og bjargað sér í þessum málum. Þó voru þeir þá miklu fleiri, sem lásu dönsku heldur en ensku, enda var danskan jafnvel komin inn í barnaskól- ana. Nú hefir hlutfallið' breytzt. Nú mun engu minni fjöldi geta lesið og talað ensku að meira eða minna leyti. Hernámið hefir að vonum skapað áhuga fyrir málinu, enda hafa mörgum gef- izt óvenjuleg tækifæri til að tala málið og skilja hið talaða mál. Þar að auki hefir nokkur kunnátta í málinu orðið mörg- um nauðsyn, bæði konum og körlum, vegna ýmissa viðskipta við setuliðið og stórum aukinna viðskipta við enskumælandi þjóðir. Er það vel, þar sem | enskan er nú eina virkilega al- heimsmálið, útbreiddasta lifandi málið. Fjölmargir íslendingar hafa lagt fyrir sig þýðingar úr er- lendum málum og hafa á þann hátt mörg ritverk erlendra önd- vegishöfunda komizt fyrir al- menningssjónir hér á landi og er ánægjulegt til þess að vita. Allmikill hluti þessara þýðinga mun að meira eða minna leyti vera tómstundavinna eða auka- vinna, og ekki gerðar fyrst og fremst vegna mikillar kunnáttu í erlendum málum, heldur miklu fremur vegna þess, hve margir íslendingar hafa gott vald á sínu eigin máli. En vitanlega eru þýðingarnar misjafnlega vel gerðar, sumar vandvirknislegar, aðrar virðast inntar af höndum með það fyrir augum að afköst- in verði sem mest á sem stytzt- um tíma. Að slíkum þýðingum er lítill fengur. ■* Fyrir stríðið voru fluttar hér inn bækur frá Þýzkalandi og Norðurlöndum, auk enskra bóka. tekt meðal íslenzkra útvarps- Nú flytjast eingöngu inn enskar bækur og í allstórum stíl. Allar betri bækur hverfa fljótt eftir að þær eru teknar upp í bóka- verzlunum. Lélegri bækur, sem aðallega virðast vera gefnar út fyrir Ameríkumarkað, ganga seinna út. Eru það t. d. leyni- lögreglusögur og glæpareyfarar og kúrekasögur eftir ýmsa höf- unda. Mestu reyfarahöfunda má vafalaust telja Agatha Christie og David Hume. Marg- ar þessar bækur eru mjög ódýr- ar á okkar mælikvarða — og það eru rnargar góðar bækur líka — enda munu fáir kaupá þær með það fyrir augum að halda upp á þær, heldur henda þeim þegar eftir lestur. * Bækur ýmissa merkra höf- unda hafa borizt hingað til lands og unnið höfundum þeirra álit og kynnt þá fyrir íslenzkum lesendum. Mörg ár eru nú liðin síðan amerísk-kínverska skáldkonan Pearl S. Buck varð íslenzkum lesendum kunn. „Gott land“ átti miklum vinsældum að fagna og „Austan vindar og vestan“ ekki síöur. Hún er allmikilvirkur rit- höfundur og er alltaf öðru hverju að senda frá sér nýjar bækur og er síður en svo, að hún sé að falla í áliti. Ein af nýjustu bókum hennar, „China Sky“, sem gerist í kínversk-japönsku styrjöldinni, sem nú er í al- gleymingi og staðið hefir í mörg ár, kemur væntanlega út í íSlenzkri þýðingu bráðlega. Pearl S. Buck er eins og kunn- ugt er mikill vinur aðdáandi Kínverja og kínverskrar menn- ingar og eins konar útvörður mælalaust öruggasta og réttlát- asta úrræðið til að tryggja framtíð lýðræðisins hér á landi. Þetta sjá líka kommúnistar og þess vegna verður þetta til að sýna hina raunverulegu stefnu þeirra í réttu ljósi. Þeir vilja viðhalda ríkjandi kosningafyrir- komulagi eða öðru álíka (land- ið eitt kjördæmi), því að þeir vita, að það getur ekki leitt til annars en hruns lýðveldisins. Þeir vilja hindra þær breyting- ar, sem þeir sjá að treysta lýð- ræðið í sessi. Þeir fara að eins og eiturbyrlararnir. Þeir vita, að vitlaust kosningafyrirkomu- lag er hið fljótvirkandi eitur, sem muni granda lýðræðinu, og meðan þeir eru að byrla því þetta eitur, látast þeir vera hinir einu vinir þess og vernd- arar. Mótstaða kommúnista gegn auknu forsetavaldi, þegar þingið getur ekki myndað stjórn, er af sama toga spunnin. Reynsla þessa kjörtímabils hefir sýnt, að það getur komið fyrir, þótt það heyri til undantekninga, að þingið getur ekki myndað stjórn né sameinazt um neina ábyrga stjórnarstefnu. Þá virðist aðal- lega um tvennt að velja, stjórn- leysi, svipað því sem nú er eða enn verra, ellegar aukið vald forseta meðan þetta starfsleysi þingsins varir. Það síðarnefnda er síöur en svo brot á lýðræði, þar sem forsetinn yrði þjóðkjör- inn og því engu síður fulltrúi þjóðarviljans en þingið. Þessi varatilhögun ætti þvert á móti að treysta og efla lýðræðið, ætti að tryggja, að það yrði alltaf starfhæft. Kommúnistar kjósa því ekki í þessu tilfelli heldur stjórnleysi en forsetastjórn, vegna umhyggju fyrir lýðræð- inu, heldur vegna þess, að þeir vilja lýðræðið feigt, vilja geta hrópað í blöðum og á gatnamót- um: Þetta er óhæft stjórnarfar, kommúnisminn er eina lausnin. Þeir eru hér enn einu sinni undir yfirskyni lýðræðisvinátt- unnar að brugga lýðræðinu banaráð, að byrla því eitur með- an þeir halda tárfellandi ræð- ur um sjálfa sig sem vini þess og verndara. Framsóknarmenn geta vissu- lega verið ánægðir yfir þeim undirtektum, sem stjórnar- skrártillögur þeirra hafa fengið í málgagni kommúnista. Ekk- ert sýnir betur en þessi fjand- skapur mannanna, sem sitja á svikráðum við lýðræðið, að til- lögurnar stefna í rétta *átt og herða þarf baráttuna fyrir framgangi þeirra. Þ. Þ. þeirra í Bandaríkjunum og ör- uggur málsvari. * Þýzki rithöfundurinn Emil Ludwig, sem nú er landflótta í Ameríku, er orðinn íslenzkum lesendum vel kunnur. Síðan Stephan Zweig dó, hefir hann verið talinn einhver merkasti ævisöguritari og sagnfræðingur, sem uppi er. Margar bækur hans hafa veriö hér á boðstól- um, svo sem „The Nile“, „The Mediterranean“ og fleiri mjög merk sagnfræðirit. Hann hefir ritað ævisögur ýmissa merkra manna, þar á meðal Roosevelts, Napóleons, Bolívars og Kleó- pötru, auk skáldsagna og leik- rita og rita og ritgerða um ýmis efni. „The Mediterranean“, sem fjallar um Miðjarðarhafið og líf þjóðanna, sem búið hafa um- hverfis þaö frá því að sögur hófust, er vafalaust eitt hið merkasta rit á sínu sviði. Höf- undurinn dvaldi lengi við Mið- jaröarhafið og þar byrjaði hann að skrifa þessa bók árið 1939, en lauk henni í Kaliforníu. Hann er sem kunnugt er landflótta í Ameríku og á vafalaust ekki upp á háborðið hjá sumum sam- löndum sínum heima í Þýzka- landi. Hann hefir tekið mjög ákveðna afstöðu gegn prúss- neska hernaðarandanum og hinni „nazistisku nýskipun" í Evrópu Hitlers. Hann vill láta skipta Þýzkalandi eftir stríðið, þannig, að Prússland verði al- veg sérskilið frá öðrum hlutum ríkisins. Andi útlaganna og nöfn þeirra munu lifa lengur en nazistiska herveldið og andinn, sem það byggist á. Með heimkomu útlag- anna hefst endurreisnin í und- irokuðu löndunum. * Einn af kunnustu rithöfund- um Bandaríkjanna er tvímæla- laust John Steinbeck. Ekki hefir hann heldur þurft að kvarta yf- ir móttökunum hér á landi. All- ir kannast nú við bókina „Mán- inn líður“, sem flestir telja, að tákna eigi innrás Þjóðverja í Noreg og flutt var nýlega í Rík- isútvarpinu sem leikrit. Nú hefir „Mál og menning" gefið út einhverja beztu bók hans, „Þrúgur reiðinnar", mikið á- deilurit í raunsæisstíl, og áður er útkomin sagan „Mýs og menn“, í þýðingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar rithöfundar, er jafnframt var snúið í leikrit og flutt í útvarp. Leikrit þetta vakti svo mikla eftir- hlustenda, að það var leikið tvisvar í Ríkisútvarpið, vegna áskorana. Mér finnst blátt áfram unun að lesa „Þrúgur reiðinnar“ (Grapes of Wrath) — á frum- málinu — og vildi ég ráðleggja hverjum, sem getur lesið ensku, að lesa þessa bók. Svona bækur njóta sín ekki til fulls í þýð- ingu, enda þótt þýðandinn sé vel fær og leggi sig fram. Bókin er meistaralega vel skrifuð, þótt sumar lýsingarnar séu heldur ömurlegar. En hvernig ætti ann- að vera? Höfundurinn þekkti líf þessa fólks og skildi aðstæður þess og erfiðleika og lýsingar hans eru raunsæjar lýsingar á lífi amerískra hjáleigubænda og fjölskyldna þeirra, baráttu þeirra fyrir lífinu, baráttu við náttúrlegar andstæður, sem öllu ætluðu að granda, svo sem storma, sólbruna og stórrigning- ar í miklu stórkostlegri stíl en við þekkjum, baráttu við stór- eignamennina, sem gengu svo nærri leiguliðunum, sem þeir töldu sér hag í, og loks baráttu fyrir auknum mannréttindum þótt á mjög frumlægu stigi væri. Þekking almennings á með- fæddum rétti einstaklingsins til lífsins og jarðarinnar var af skornum. skammti. Kröfurnar voru því ekki háar, aðeins þær, að geta dregið fram lífið. * Vonandi eigum við eftir að fá að lesa mörg verk Steinbecks. Með þýðingu og útgáfu bók- arinnar. „Frelsisbarátta manns- andans“, sem á frummálinu heitir „Tolerance“, var vakin at- (Framh. á 3. síSu) Konráds Arngrímssonar Konráð Arngrímsson, bóndi að Ytri-Brekkum í Skagafirði, andaðist að heimili sínu 20. marz s. 1. eftir langvarandi veik- indi og var jarðsettur að Hof- stöðum 3. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Hann var fæddur að Kjartansstöðum í Skagafirði 12. janúar 1856, sonur Arngríms Jónssonar, og konu hans Guð- ríðar Gísladóttur Magnússonar prests að Fagranesi. — Arn- grímur var sonur Jóns bónda að Hólkoti, Jónssonar bónda að Sauðá — alkunns manns á sinni tíð, Einarssonar bónda á sama stað, Arngrímssonar lögréttu- mans.að Syðri-Brekkum, Tóm- assonar lögréttumanns að sama stað, Arngiímssonar prests að Ríp, Jónssonar prests að Barði, Arngrímssonar prests að Hólum. Konráð var því kominn af merkum og þekktum skagfirzk- um ættstofni. Þegar Konráð var 6 ára gam- all, var hann tekinn í fóstur af þeim hjónum, Ragnheiði Bene- diktsdóttur og Einari umboðs- manni Stefánssyni á Reynistað. Það gat ekki dulizt þessum merku hjónum, að drengurinn var gæddur alveg óvenjulegum gáfum. Þau munu því hafa á- kveðið að kosta Konráð til náms í Latínuskólanum. En þegar þetta var ráðið og ferðakoffort- in til suðurferðar jafnvel full- smíðuð, féllu fósturforeldrar Konráðs frá. Hann fór þá til vandalausra og hinar glæstu fyrirætlanir urðu að engu. Ég hygg, að þessar misfarir um námsfyrirætlanir Konráðs Arngrímssonar hafi verið sár- ustu vonbrigðin í lífi hans. Síð- ar fór hann í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann gerðist síðan kennari og stund- aði kennslu um stund sem að- alstarf, og síðar, eftir að hann byrjaði búskap, sem aukastarf um 30—40 ára skeið. Hann bjó mig og marga aðra nemendur undir Menntaskólann. Mér er það minnisstætt, að er við kom- um heim á vorin, spurði hann okkur ýtarlega um námið í skól- anum. Brá þá stundum fyrir í hinu glaðlega andliti gamla kennarans skuggum gamallar sorgar. — Misfarirnar gömlu um námsfyrirætlanir hans og æsku- vonbrigði urðu ævisorg / þessa gáfaða manns. Konráð Arngrímsson var mik- ill kennari, ekki aðeins vegna menntunar sinnar og víðtækrar þekkingar, sem hann jók við alla ævi, heldur og vegna af- burða hæfileika til að vekja á- huga nemenda og virðingu fyrir námsgreinunum, halda þeim að náminu og glæða til þess ýtrasta kosti hvers nemanda. Þessi eig- inleiki var honum meðfæddur. Ég hygg, að við, sem nutum kennslu hans, verðum fæst svo gömul, að við minnumst ekki Bóka RITSAFN KRISTLEIFS Á KROPPI. Meðal merkisrita, sem vænt- anleg eru á þessu ári, er stór og vönduð bók, nokkuð á fjórða hundrað blaðsíður í stóru broti, eftir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi, fræðiþulinn borg- firzka. Er það ísafoldarprent- smiðja, sem gefur bókina út. Nefnist hún „Úr byggðum Borg- arfjarðar“, og -hefir að geyma safn margs konar frásagna, minninga, þjóðlífslýsinga og rit- gerða, er sumt hvað hefir birzt á víð og dreif í ýmsum blöðum og tímaritum, en sumt legið ó- prentað í fórum Kristleifs. Verðr ur í þessari bók allt það, sem hann hefir skrifað, að undan- skildum þáttum hans í fyrsta og öðru bindi „Héraðssögu Borgar- fjarðar." Sonur höfundarins, Þórður Kristleifsson, kennari að Laug- arvatni, hefir búið bókina undir prentun og ritað stuttan for- mála, en Þorsteinn Jósepsson blaðamaður býr hana mörgum og góðum mýndum. Kristleifur á Kroppi er fyrir löngu þjóðkunnur orðinn, enda hefir hann um langt skeið sinnt gamla kennarans^okkar, hvern- ig hann með snöggu tilliti, stuttri setningu eða jafnvel þögninni einni gat refsað okkur réttlátlega og á áhrifaríkan hátt fyrir yfirsjónir. Og við vild- um mikið á okkur leggja til þess, að það þyrfti sem sjaldnast að koma fyrir. KONRÁÐ ARNGRÍMSSON Konráð Arngrímsson var fast- ur maður fyrir og gat verið þungur á bárunni, þegar því var að skipta. Það vissum við nem- endur hans og vinir, og það duldist heldur engum, sem sá hann. Hátt enni og hvelft, stór dökkbrún augu báru vott um, ekki einungis miklar gáfur, heldur vitnaði svipmótið allt um óvenjulega sterka skapfestu. Þó var sérkennilegast í skapfari hans frábær gleði og leikandi glettni, bæði í óbundnu máli og bundnu, því að hann var maður ágætlega hagmæltur. Konráð var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Ég minnist þess eitt sinn, að maður kom til mín á • fjölmennri útisamkomu í Skagafirði, þar sem Konráð var staddur. Maðurinn var að leita Konráðs og spurði mig, hvort ég hefði séð hann. Rétt í sama mund heyrðum við mikla glað- værð og hlátur í einum hóp skammt frá. „Nú þarf ég ekki að láta segja mér hvar Konráð er,“ sagði bóndinn, og gekk til hinna glaðværu manna. Konráð Arngrímsson kvæntist árið 1889 Sigríði Björnsdóttur frá Hofsstöðum, gagnmerkri gáfukonu, og lifir hún mann sinn. Hann byrjaði þá búskap að Miklabæ í Óslandshlíð, flutti 6 árum síðar að Ytri-Brekkum og bjó þ^r til æviloka. Meðal fjögurra núlifandi barna þeirra hjóna er Björn, ráðsmaður á Vífilsstöðum. Konráð bjó lengst af meðalstóru búi, var einatt bjargálna og seinustu árin dável efnaður. Nú er þessi sérkennilegi mað- ur horfinn. Við söknum hans (Framh. á 3. síðu) ritstörfum og fræðimennsku af óbugandi elju og natni. Er það KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, á Stóra-Kroppi ósmár skerfur, er hann hefir lagt að mörkum til þess að bjarga frá gleymsku margvísleg- um fróðleik um menn og mál- efni á síðari hluta 19. aldar, og líf og háttu fólks á þeim tímum. Þessi bók, „Úr byggðum Borg- arfjarðar“, verður ein hin gagn- merkasta heimild á því sviði. bálknr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.