Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 2
Yukahlað TlMlNN, fimmtudagmn 4. maí 1944 Ankablað Björu Egilsson, Sveinsstöðum: Vegamál í Lýtings Tilkynning staðahreppí Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eitt fyrsta skilyrði til þess, að landbúnaðarfram- leiðslan gangi vel, er góðar sam- göngur. Einkum á þetta þó við um mjólkurframleiðslu. Óvíða á landinu, þar sem vegagerð er auðveld, mun veg- leysi vera jafn átakanlegt og í Eýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Vegleysið er eitthvert mesta áhyggjuefni bsendanna í sveit- inni, enda ekki annað sýnna en að verulegur hlúti af sveitinni leggist í eyði á næstu árum, að óbreyttu ástandi í vegamálum. Á flokksfundi Framsóknar- manna í Lýtingsstaðahreppi 18. marz síðastliðinn var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á þing- menn Framsóknarfl., að beita sér fyrir því á næsta fjárlaga- þingi, að veitt verði fé til byggingar brúar á Svartá, á þeim stað, sem búið er að ákveða, að sýsluvegurinn liggi yfir ána, og ennfremur, að veitt verði veruleg fjárupp- hæð til nýbyggingar á Goð- dalavegi fyrir framan Mæli- fell.“ Goðdalavegur heitir vegurinn, sem liggur frá Varmahlíð að Goðdölum i Vesturdal. Á síðast- liðnu ári var vegurinn á milli Varmahlíðar og Mælifells, tek- inn í tölu þjóðvega, en þessi veg- ur er rúmlega einn þriðji hluti af Goðdalavegi. Forsaga þess máls er sú, að þingmenn Skagfirðinga höfðu þing eftir þing barizt fyrir því, að Goðdalavegur yrði gerður að ríkisvegi. Auk þess var Alþingi send bænaskrá, undirrituð af flestum eða öllum bændum í sveitinni, þess efnis, að Goðdala- vegur yrði ríkisvegur. Þetta mun hafa verið á vetrarþinginu 1942. Svo kom úrlausnin árið eftir, sem olli mönnum mikilla von- brigða, eftir alla þessa þrábeiðni um vegabætur. Aðeins einn þriðji af Goðdalavegi varð ríkis- vegur og það sá kaflinn, sem þegar var lagður að mestu. Samkvæmt tillögunni hér að framan, er farið fram á það, að veitt verði fé úr ríkissjóði til Goðdalavegar fyrir framan Mælifell, sem er sýsluvegur. Þar sem það er ekki venja að veita fé beint úr ríkissjóði til sýslu- vega, er nauðsynlegt, að grein- argerð fylgi þessari kröfu. Lýtingsstaðahreppur er stór sveit. Þar er víða þrí- og fjór- sett bæjaröð. Vegalengdin utan af hreppsenda og fram á fremstu bæi í Skagafjarðardölum er um 40 til 45 km. Fjórir sýsluvegir eru í hreppnum: Goðdalavegur 20 km„ Efribyggðarvegur 13 km„ Dalsplássvegur 6 km. og Vestur- dalsvegur 6 km. Samtals eru þá sýsluvegirnir í sveitinn 45 km. Efribyggðarvegurinn er . veg- leysa, en hinir vegirnir eru ruddir vegir, á móa- og mela- landi, sem eiga að heita færir bifreiðum 2 til 3 mánuði úr ár- inu, þegar bezt árar. Árlega er nokkru fé varið til viðhalds þessum vegarslóðum, en því fé, er sem á glæ kastað, þar sem að vegurinn spillist jafnóðum, af veðri og vatni yí- ir vetrarmánuðina. Fjárveiting Sýsluvegasjóðs Skagafjarðarsýslu til sýsluvega í Lýtingsstaðahreppi er á þessu ári 6500 kr. Þessi fjárveiting hef- ir mjög lítið hækkað á síðustu árum, þó vegavinnukaup hafi margfaldast. Á tveimur síðast- liðnum árum, hefir sveitarsjóð- ur Lýtingsstaðahrepps lagt fram samtals 9000 krónur til viðbót- ar framlagi Sýsluvegasjóðs. Þessu fé hefir nálega öllu verið varið til viðhalds hinum gagns- litlu vegum sveitarinnar. Af þessu verður Ijóst, að fjár- framlag Sýsluvegasjóðs nægir ekki til viðhalds á sýsluvegun- um, hvað þá meira. Bændurnir í sveitinni sjá hvert stefnir. Þess vegna hafa þeir enn á ný beðið um hjálp þess opinbera. Þeir hafa einnig sýnt áhuga sinn á málinu, með því að safnað hefir verið 10 þús. krónum til Goðdalavegar á þessu ári, með frjálsum fram- lögum einstaklinga. Ég hefi átt tal við einn þing- mann um þessa fjárbeiðni Lýt- ingá. Hann taldi öll tormerki á því, að hún mundi fá áheyrn hjá þinginu í þessu formi. Hins vegar væru tvær leiðir, sem bæri að fara. í fyrsta lagi. Að taka í tölu þjóðvega þá vegi, sem lífsnauðsyn væri að leggja sem fyrst. í öðru lagi-: Að auka tekjur Sýsluvegasjóðanna mjög mikið frá því sem nú er. Um vegaþörf í Lýtingsstaða- hreppi er þetta að segja. Fram- leiðsla sauðfjárafurða hefir ver- ið aðaltekjustofn bænda til þessa tíma. En nú er mæðiveik- in gengin í garð og sauðféð hrynur niður í hundraðatali. Hins vegar eru víða hin ágæt- ustu skilyrði til mjólkurfram- leiðslu, ef kleift væri að koma henni á markaðinn. Þar sem vegurinn á að liggja fram Tungusveit, er samfellt gras- lendi 8 til 10 km. á lengd, sem mundi vera ákjósanlegt land- svæði fyrir byggðahverfi. í Vest- urdal eru einnig mjög góð skil- yrði til mjólkurframleðislu. Þar er hvert stórbýlið við annað, 'túnrækt mikil og rennisléttar valllendisgrundir utan túns. Þá er rétt að benda á það, að jarðhiti er á 8 bæjum í Tungu- sveit og 4 bæjum í Vesturdal og er þá ekki talið jarðhitasvæðið á Reykjum. Þar sem jarðhit- inn er, mun vera um mikið verðmæti að ræða þegar búið er að framkvæma nauðsynlegar boranir. Að lokum vil ég segja þetta. Er nokkurt vit í þvi að þessi sveit fari í eyði vegna vegleysis? Hefir þjóðfélagið ráð á því, að leggja í eyði blómlegar byggðir, með hagstæðum framleiðslu- skilyrðum og stórum jarðhlta- svæðum? ■ Þessari spurningu verður væntanlega svarað á næsta fjárlagaþingi. Enn um skipting jarða Herra ritstjóri. í heiðruðu blaði yðar, 26. febr. s. 1„ í grein, er hefir að fyrir- sögn: „Skipting illa setinna stórjarða til að bæta úr jarð- næðisþörfinni," og að undir- titli: „Úr álitsgerð Steingríms Steinþórssonar og Pálma Ein- arssonar,“ er vikið að ábýlis- jörð okkar undirritaðra og hún talin ein þeirra 13 stórjarða í ríkiseign, er komið gæti til mála að „skipta í tvö eða fleiri býli.“ Án þess að gera ofannefnda grein að frekara umtalsefni, sem og síður er þörf eftir hina réttmætu og þakkarverðu at- hugasemd Skúla alþm. Guð- mundssonar í „Tímanum“ 2. þ. m„ leyfum við okkur samt að taka fram eftirfarandi atriði: 1. Möðruvellir í Hör-gárdal eru ekki eitt heldur tvö býli, að- greind og sjálfstæð, og hefir svo verið lengi. Þegar árið 1911 er öllu landi járðarinnar, nema bithaga, sem hélzt sameiginlegur, skipt til helminga. Og má það nærri furðulegt heita, ef hvorki bún- aðarmálastjóra né ráðunaut er þetta kunnugt. 2. Jörðin mun að dómi allra, er til þekkja, kallast fullnytjuð, í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í það orð, enda hefir hún mörg hin síðari ár borið miklu stærri áhöfn en nokkru sinni fyrr. Verður okkur því tæplega, af sanngjörnum mönnum, talið það til ámælis, þó að við hik- laust berum af okkur þá að- dróttun, að þetta fornfræga höf- uðból sé nú svo illa setið eða vansetið, að fyrir þá sök þurfi sérstakra aðgerða við og íhlut- unar af hálfu hins opinbera. Með þökk fyrir birtinguna og virðingarfyllst. Möðruvöllum í Hörgárdal, 14. marz 1944. Davíð Eggertson. Sigurður Stefánsson. tíl innílytjenda í framhaldi af auglýsingu Viðskiptaráðsins, dags. 26. þ. m„ varðandi fyrirgreiðslur íslenzka sendiráðsins í Washington við útvegun útflutningsleyfa frá Bandaríkjunum, tilkynnist inn- flytjendum hér með að hin almenna regla um þessar fyrir- greiðslur gildir ekki um eftirtaldar vörur og vöruflokka: Hrísgrjón og hrísmjöl. Kaffi. Leðurskófatnaður. Leður. Járn og stál. Sápur og sápuduft. Rafhlöður. Bifreiðahjólbarðar og slöngur. Gummiskófatnaður. Vefnaðarvörur, allar tegundir. Saumavélar til heimilisnotkunar Ljósaperur. Varahlutir í bifreiðar. Ávextir og grænmeti. Ritvélar. Baðmullargarn. Landbúnaðarvélar og verkfæri. Flöskuhettur. (Crowncork). Zink. Úthlutun til innflytjenda ofangreindra vara hefir sumpart farið frám, eða fer fram nú á næstunni. Viðskiptaráðið lætur sendiráðinu í Washington í té skrá yfir þessar úthlutanir sér- staklega, og mun sendiráðið því ekki annast fyrirgreiðslur í sam- bandi við þessar ofangreindu vörur nema í samræmi við slíkar skrár. Reykjavík, 28. apríl 1944. viðskiptarAðið. Ten-Test þilplötur (Trétex) iyrírlíggjandí. — Pantanir sækist sem fyrst. Sænsk-íslenzka verzlunarfélagið hi. Rauðará Sími 3150 Sumardvalarnefnd hefir nú opnað skrifstofu í Kirkjustræti 10. Verður þar tekið á móti umsóknum um störf við barnaheimilin, og umsóknum um sumardvalir barna á heimilunum. Skrifstofutími er fyrst um sinn kl. 4—7. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar, er greinir í þingsályktunartillögu sam- þykktri á Alþingi 25. febr. 1944 um niðurfellingu dansk- íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og í stjórn- skipunarlögum frá 15. desember 1942, fer fram í Reykja- vík í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti (uppi) hvern virkan dag frá og með n. k. þriðjudegi kl. 10—12 og kl. 13—16 og í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli sömu daga kl. 17—19 og kl. 20—22. Reykjavík, 29. april 1944. Yf irkj ör st jór nin. Tilkynning um atvmnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á ráðningarstofu ^Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 2., 3. og 4. maí þ. á. Og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 1—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 29. apríl 1944. Bortfarstjjórinn í Reykjjavíh. Auglýsing frá ríkísstjórninni Alþingi hefir ályktað að fela ríkisstjórninni m. a. „að hvetja bæjarstjórnir, sýslunefndir og hreppsnefndir um land allt og félög og félagasamtök, er vinna að menn- i ingar- og þjóðernismálum, til þess að beita áhrifum sín- um í þá átt, að sem flest heimili, stofnanir og fyrirtæki eignist íslenzkan fána, komi sér upp. fánastöngum og dragi íslenzka fánann að hún á hátíðlegum stundum". Ríkisstjórnin beinir því hér með mjög eindregið til allra ofangreindra aðila, að stuðla að þvf, að svo megi verða sem í framangreindri ályktun Alþingis segír. Forsætisráðlierraim, 29. apríl 1944. Reykjavík - Kjalarnes - Kjós Frá Reykjavík: Sunnudaga og helgidaga kl. 8, 17 og 22. Mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 18 og laugardaga kl. 14,30. Frá Laxá: Sunnudaga og helgidaga kl. 10 og 19,30. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 7 og laugardaga kl. 19. JÚLÍIJS jövssov, b. s. r. Kanpnm tuskur allar tegnndir, hœsta verdi. Húsgagnavínnustoían Baldursg. 30 Sími 2292.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.