Tíminn - 11.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGKPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720, RITSTJÓRASKRIFSTOPUR: EDDTJHÚSI, Lindargötu 9 A. Sfarar 2353 og 437Í AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKT.r-r^OFA: FDDUITÖSl, Mndargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, fimmtudagtnn 11. maí 1944 49. blað Sjötugur lístamaður í dag hylla íslendingar einn gofgasta son þjóðarinnar sjö- tugan. Það er Einar Jónsson myndhöggvari, hinn mikli and- legi höfðingi og brautryðjandi íslenzkrar höggmyndalistar. Einar er sem kunnugt er, fæddur að Galtafelli í Hreppum, sonur Jóns bónda Bjarnasonar og Gróu Einarsdóttur, konu hans, er þar bjuggu röskan mannsaldur. Einar Jónsson, myndhöggvari. Haustið 1891 fór hann að heiman í fyrsta skiptið og dvaldi þá um veturinn við verzlunar- skólanám í Reykjavík. Ári síð- ar, veturinn 1893, sigldi hann til Kaupmannahafnar og hóf list- nám þar. Höfðu listrænir hæfi- leikar hans komið snemma í ljós og hugur hans mjög hneigzt í þá átt. Var hann hin næstu ár i Kaupmannahöfn og stundaði bæði nám í listaháskólanum og hjá S. Sinding, er þá þótti á- gætastur myndhöggvari á Norð- urlöndum. Árið 1902 tókst hann ferð á hendur til Rómaborgar, og lagði þaðan leið sína um Vín, Ung- verjaland og Þýzkaland. Hafði hann þá þegar getið sér góðan orðstír, og hlaut hann á þessum misserum meðal annars þá við- urkenningu, að höggmynd eftir hann var sýnd í Vínarborg meðal listaverka hinha færustu lista- manna álfunnar. Árið 1903 bjó hann ferð sína til Lundúna, og sama ár dvaldi hann um skeið í Hollandi. Árið 1911 kom hann heim til íslands til þess að gera styttu Jóns Sigurðssonar, er nú stendur á Austurvelli. Þrem árum síðar, um það bil, er heimsstyrjöldin fyrri skall á, flutti hann búferl- um heim til íslands, eftir að hafa gefið landinu listasafn sitt. Hann sat þó skamma stund um kyrrt að því sinni. 1917 fór hann til Vesturheims til þess að gera minnismerki Leifs heppna. Var hann vestra nokkuð á þriðja ár, lengst af í Fíladelfíu,og síðan hálft ár í Danmörku, eftir að hann kom aftur austur um haf- ið. Árið 1920 kom hann loks al- kominn heim til íslands. Hafði hann þá þrjátíu ár ævi sinnar sinnar lifað lengst af í framandi löndum í tveim*heimsálfum. Hér er ekki kostur að lýsa listamannsafrekum Einars. Þau eru bæði mikil og sérstæð og hafa kostað hann langa, harða linnulausa baráttu og mörg von- brigði, sem jafnan fylgja slíkri baráttu og hljóta að hafa orkað á jafn næmgeðja mann sem hann. Sigurinn hefir orðið dýr- keyptur — en þó sannarlega þess verður, er hann hefir kostað. Þó væri freklega hallað réttu máli, ef sagt væri, að íslendingar hefðu ætíð búið vel að Einari Jónssyni' og listaverkum hans, er hann gaf þó þjóðinni til þess að firra hana þeirri skömm og því tjóni, að þau dreifðust um allar jarðir meðal framandi manna. Nú um langt skeið hefir safnið verið lokað almenningi, og þeir, sem til þekkja, segja, að málning öll sé dottin af veggjum og lista- verkin skjöldótt af leka og slaga. (Framh. á 4. síðu) Frjálsir Danír höíðu engín afskipti af konungsskeytínu Ríkisstjórnin hefir sent blöð- unum svohljóðandi tilkynningu til birtingar: „Vegna orðróms, sem gengur hér, um að fundur danskra sendiherra og frjálsra Dana f London kunni að hafa átt þátt í orðsendingu konungs, sem hingað barst 4. maí, leyfir ríkis- stjórnin að hafa eftir sér, að hún hefir fengið fulla vissu um að fundur þessi hefir engan þátt átt í því að nefnd orðsending var gefin út." í viðbót við þessa tilkynningu ríkisstjórnarinnar, þykir rétt að skýra frá því, að „Dansk Tid- end" í London hefir skýrt frá því, að á' umræddum fundi hafi verið minst á sjálfstæðismál íslendinga, og hafi formaður frjálsra Dana, Christmas Möller, þá m. a. sagt, að Danir yrðu að líta svo á, að íslendingar gerðu það, sem þeir sjálfir álitu rétt- ast, og sambúð þjóðanna myndi enn batna að stríðinu loknu. Mikil vanþekking sænskra blaða á sjálfstæðismálum íslendinga Þekkingarlaus skríf erlendra blaða mun engu breyta um ákvarðanir íslenzku þjóðarinnar Nýlega hafa borizt hingað ummæli þriggja sænskra blaða, þar sem gætir hins fyllsta. þekkingarleysis á sjálfstæðismálum ís- lendinga. Eru ummælin glöggt dæmi þess, hve norrænni samvinnu er enn áfátt, því að ekkert samstarf getur verið traust án gagn- kvæmrar þekkingar og skilnings. Mættu þessi ummæli vel verða til þess, að unnið yrði að öflugri kynningu hinna norrænu þjóða að stríðinu.loknu, því að þar verður að finna traustasta grund- völlinn fyrir samstarfi þessara þjóða. Hin umræddu ummæli sænsku blaðanna fara hér á eftir: Æskulýðsfundur um lýðveldismálíð Almennur útifundur um lýð- veldisstjórnarskrána og sam- bandsslitin verður haldinn n.k. sunnudag hér í Reykjavík og hefst hann kl. 4 e. h. við Alþing- ishúsið. Fundurinn er boðaður af eftirtöldum félögum: Ung- mennafélagi Reykjavíkur, Stúd- entaráði háskólans, Félagi ungra Framsóknarmanna, Fél. ungra jafnaðarmanna, Heimdalli og Æskulýðsfylkingunni. Ræðu- menn verða auglýstir síðar. Af hálfu Fél. ungra Framsóknar- manna talar Friðgeir Sveinsson kennari. Fulltrúar félaganna tala af svölum Alþingishússins, en Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á milli ræðanna og í upphafi fundar. Æskufólk Rvíkur mun vafa- laust fjölmenna á fund þennan til þess að láta í ljós vilja sinn í þessum málum. SVENSKA DAGBLADET, sem er íhaldsblað, gerir fyrst hernám íslands og Danmerkur að um- talsefni og segir síðan: „Hernám landa getur verið ó- líks eðlis, en það felur þó allt af í sér óþolandi ok á sjálfsákvörð- unarrétti þjóðanna. Það er eins og það hafi átt að vera einhver sálræn fróun í því fyrir fslend- inga undir slíkum 'kringum- stæðum að losna við sambandið við Danmörku. Það var augljóst mál, að innrás Þjóðverja í Dan- mörku myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir sambandið milli íslands og Danmerkur." Því næst skýrir blaðið frá gangi sjálfstæðismálsins og samþykktum Alþingis í því; en þar á eftir segir það orðrétt ¦ „Hvað ísland snerti voru þær (samþykktir Alþingis) ekki á neinn hátt óvæntar eða drama- tískar; en fyrir Danmörku fólu þær í sér vissan sársauka. Sú mikla óánægja, sem þessi vott- ur íslenzkrar skilnaðarhreyf- ingar vakti í Danmörku, og jafn- vel varð vart í Svíþjóð, hefir ekki haldið aftur af íslending- um í því að fylgja málinu eftir." Síðan segir blaðið um orð- sendingu konungs: „Kristján konungur neytir með öðrum orðum neitunarvalds síns á móti fyrirætlunum íslenzkra stjórn- arvalda, sem þar af leiðandi verður að líta á sem stjórnar- skrárbrot, mjög líkt því, sem frámið var 7. júní 1905. Það er enginn efi á, að konungurinn hefir stuðning dönsku þjóðar- innar í þessu máli og svo mikið er hægt að segja, að í Svíþjóð skilja menn og viðurkenna til- finningar dönsku þjóðarinnar og finna í þessu sambandi ekki til neinnar meinfýsi vegna þeirrar afstöðu, sem Danmörk tók 1905. Það er líka sorglegt á þessum tímum, þegar allir tala um nán- ari norræna samvinnu í framtíð- inni, að þau tengsl, sem fyrir hendi eru, skuli vera slitin að því er virðist að ástæðulausu." STOCKHOLMSTIDNINGEN, sem er íhaldssamt blað, segir: „Þrátt fyrir alla þá gömlu og sterku samúð, sem við Svíar höfum haft og höfum með ís- landi og frændþjóð okkar þar, verður þó að segja, að við lít- um sömu augum á þetta mál og Kristján konungur og Danir. Það hefir vakið undrun okkar og komið illa við okkur, hvað fslendingar hafa gert sér mikið far um, að flýta þróuninni, því að við getum ekki séð neinar raunhæfar ástæður til þess með því að enginn íslendingur læt- ur sér sennilega detta í hug að danska þjóðin og hinn sameigin- legi konungur hennar og þeirra sé með neinar ráðagerðir um Vörusala Kaupfélags Borgiírðínga nam 10.7 miljóuum kr. síðastliðið ár Aðalfundur Kaupfélags Borg- firðinga var haldinn í Borgar- nesi dagana 28. og 29. apríl s. 1. Fundinn sátu 45 fulltrúar, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og endurskoðenda, svo og nokkrir gestir. Öll vörusala félagsins og starfsgreina þess, bæði aðflutt- ar vörur og framleiðsluvörur félagsmanna nam samtals 10.7 milj. króna. Mjólkursamlagið tók á móti rúml. 2.5 milj. lítrum af nýmjólk, og hafði mjólkurmagnið aukizt nokkuð frá árinu áður. Meðal- fita mjólkurinnar reyndist 3.609%. Úr mjólkinni var framleitt: 7659 kassar dósamjólk, 148.2 smál. af skyri, 82 smál. af rjóma, 27.7 smál.- af smjöri, 47 smál. af mjólkurosti, 7 smál. af mysu- osti. Vörusala Mjólkursamlagsins nam 4 milj. króna samtals. Mjólkin var greidd með 26 aur- um pr. fitueiningu allt árið, og höfðu þá innleggjendur fengið um eina krónu fyrir hvern innl.t lítra meðalfeitrar mjólkur í árs- lok. Fundurinn ákvað 22 aura uppbót af eftirstöðvum mjólk- urreiknings, á hvern lítra, og verður þá endanlegt verð til framleiðenda að meðaltali 121.67 I aurar á lítra. Fjárslátrun s. 1. haust varð | mun meiri en árið áður, eða nál. 16 þús. fjár, og áætlunarverð þeirra afurða nam 1,5 milj. króna. Innlögð ull var 27 smál. og áætlunarverð hennar um 100 þús. kr. * Allar uppbætur, sem félagið greiddi á f ramleiðsluvörur bænda frá árinu 1942, námu 868 þús. króna, e$ greiddi arð og í stofnsjóð félagsmanna 222 þús. kr. Skuldir ajlra viðskiptamanna félagsins við það í árslok voru 62 þús. kr. Innieignir þeirra í reikningum námu 1840 þús. kr. og höfðu aukizt á árinu um 600 þús. kr., en auk þess höfðu inn- stæður manna . í Innlánsdeild vaxið um 845 þús. kr. Allar inn- stæður viðskiptamanna í reikn- ingum, innlánsdeild og stofn- sjóði voru samtals 3770 þús. kr. Hagur þeirra gagnvart félaginu hafði batnað á árinu um 1.5 milj. krónur. Sameiginlegir sjóðir voru 420 þús., en stofn- sjóður félagsmanna 438 þús. kr. Fundurinn samþykkti að greiða skyldi 3% í stofnsjóð fé- lagsmanna af vöruúttekt þeirra og 7% af ágóðaskyldum vörum í reikninga þeirra. Ennfremur var samþykkt að leggja fram 100 þús. kr. hlutafé til h.f. Skallagríms, ef keypt yrði skip á þessu ári eða ráðizt í byggingu nýs skips til flutninga í stað m. s. Laxfoss. Voru samgöngumál héraðsins ýtarlega rædd á fund- inum og eftirfarandi tillaga samþykt einróma: „Aðalfundur K. B. lýsir yfir því, að hann telur þær sjósam- göngur, sem ríkisstjórnin virð- ist ætlast til að haldið sé uppi milli Borgarness og Reykjavík- ur, algerlega óviðunandi, bæði vegna farþega og vöruflutninga. Undanfarin ár hefir Borgarnes verið miðstöð verzlunar Borgar- fjarðarhéraðs innan Skarðs- heiðar og nokkurs hluta Snæ- fellsness, og um það hefir aðal- samgönguæðin til Vestur- og Norðurlandsins legið, mörg und- anfarin ár. Telur fundurinn al- gerlega óvérjandi að gera ráð- stafanir til þess að gerbreyta þessu í einni svipan, enda virð- ist afkomu- og atvinnumögu- leikum íbtía Borgarness og hér- aðsins í kring stefnt í beina tvl- sýnu með því. í tilefni af þessu telur fundurinn æskilegt, að sýslunefndir Mýra-, Borgar- (Framh. á 4. síðu) að koma í veg fyrir óskir þeirra um sambandsslit, þvert ofan í gefin loforð. Við lítum svo á, að af eðlilegu tilliti til konungsins og bræðra- þjóðarinnar hefðu þeir átt að forðast þá meðferð málsins, sem nokkurn grun gæti vak- ið um að þeir vildu nota sér neyð hins aðilans, sjálfum sér ungs, sem heldur sér strengi- lega innan takmarka hinna stjórnarfarslegu réttinda sinna, verði til þess að stjórnarvöldin í Reykjavík hugsi sig um og hætti við að stíga síðasta skref- ið nú. Við vildum svo gjarnan mega vona það. Að öðrum kosti hryggir það okkur, ef sundrung og beizkju verður sáð milli tveggja norrænna þjóða, sem meira en nokkru sinni' áður þyrftu að varðveita bróðurþel- ið hvor til annarrar. Danmörk á það ekki skilið að vera tor- tryggð; og Kristján konungur er allt of góður til þess að vera rekinn úr hásæti, sem hann'er reiðubúinn til að stíga niður úr af frjálsum vilja." NYA DAGLIGT ALLEHANDA, sern^er íhaldsblað, segir: „Sú braut, sem ísland er nú að leggja út á, kemur engum á óvart á Norðurlöndum, og eng- inn, allra sízt Danir, munu vilja koma í veg fyrir að barátta frændþjóðarinnar fyrir full- komnu sjálfstæði beri árangur. Frá lagalegu sjónarmiði er held- ur ekki hægt að segja, að fs- lendingar hafi brotið rétt á neinum nema hinum danska konungi, því samkvæmt sam- bandslagasáttmálanum er ekki hægt að afnema hið sameigin- lega konungsvald með einhliða ákvæðum íslendinga, heldur að- eins með því að konungurinn segi af sér af frjálsum vilja." ræða." Greinin endar á þessum orð- um: „Framkoma íslands er líkleg til þess að skilja eftir brodd í hjörtum dönsku þjóðarinnar — og nokkra andúð meðal annara þjóða á Norðurlöndum." Tíminn hefir feitletrað nokk- ur ummæli sænsku blaðanna, þar sem þekkingarleysið á mál- um íslendinga er mest áberandi. Svenska Dagbladet gefur í skyn, að hernámið sé einn helzti þátt- urinn í skilnaðarákvörðun ís- lendinga, því að þeim finnist hún einhver „sálræn fróun" og Stockholmstidningen talar um, „hvað íslendingar hafa gert sér mikið far um að flýta fyrir þró- uninni". Hvorugt þessara blaða virðist vita, að það var marg- yfirlýst af íslendingum löngu fyrir stríð, m. a. á Alþingi 1928 og 1937, að nota sér uppsagnar- ákvæði sambandslaganna tafar- laust eða ekki síðar en á þessu ári. Hernámið eða aðrir atburðir seinustu ára hafa því eigi að neinu leyti flýtt fyrir ákvörð- unum íslendinga eða haft ein- hver áhrif á þau. Stockholmstidningen gefur ennfremur í skyn, að fslend- ingar hafi eigi forðast „þá með- ferð málsins, sem nokkurn grun gæti vakið um að þeir vildu notá í hag. Vera má að aðvörun kon- sér neyð hins aðilans sjálfum sér í hag". Þessi tilhæfulausa ásökun getur vart byggzt á öðru en því, að blaðið hefir vanrækt A víðavangi HVf MEGA EKKI BÆNDUR HAFA SAMA RÉTT OG VERKAMENN? Fyrir nokkru kom hingað amerískt smjör, sem selt er nokkru hærra verði en þyrfti að vera, svo að verð á því sé hið sama og á íslenzka sjörinu. Á- lítur mjólkurverðlagsnefnd það hættulegt fyrir smjörframleiðsl- una í landinu, ef erlent smjör er selt hér lægra verði en innlenda smjörið. Út af þessu hafa verkalýðs- blöðin gert hinn mesta úlfa- Þyt. í tilefni af því, er rétt að hugsa sér hliðstætt dæmi: Hingað væru fengnir erlendir verka- menn, sem byðust til að vinna fyrir miklu lægra kaup en ís- lenzkir verkamenn. Hvað myndu þá verkalýðsfélögin gera?Myndu þau horfa þegjandi á það, að vinnumarkaðurinn yrði tekinn frá þeim af útlendingum? Á- reiðanlega ekki. Þau myndu heimta, að þeir ynnu fyrir taxta verkalýðsfélaganna og verka- mannablöðin myndu alveg rifna af vandlætingu, ef þeirri reglu væri ekki fylgt. Með því að bera saman þessi tvö hliðstæðu dæmi, má vel marka hug umræddra blaða til bænda. Þau unna þeim ekki sama réttar og verkamönnum. Þeim er sama þótt útlendingar „undirbjóði" framleiðslu þeirra. En vinnu verkamanna mega þeir ekki „undirbjóða". Hvenær ætla hin gætnari verkamannablöð að hætta því að mismuna þannig verkamönn- um og bændum? Því vilja þau ekki unna báðum þessum meg- instéttum þjóðfélagsins sama réttar? Til kommúnistafor- sprakkanna verða hvorki gerðar kröfur um réttlæti í þessum eða öðrum efnum. að kynna sér, að íslendingar hafa fullan samningslegan rétt til sambandsslita á þessu ári og hafa löngu áður en Danmörk var hernumin lýst yfir því, að þeir myndu nota sér hann. Þá talar Svenska Dagbladet um, að lýðveldisstofnunin sé „stjórnarskrárbrot", líkt og sambandsslit Noregs og Svíþjóð- ar 1905. Þetta er misskilningur. Lýðveldisstofnunin byggist á stjórnarskrárbreytingu, er gerð var 1942 og þá var undirrituð af ríkisstjóra. Kristján konungur hefir viðurkennt skipun ríkis- stjórans og hefir engum athuga- semdum hreyft við þessari und- irskrift hans. Á sama hátt eru röng ummæli Nya Dagligt Alle- handa „að íslendingar hafi brot- ið rétt á hinum danska kon- ungi" og íslendingar geti aðeins stofnað lýðveldi „með því að konungurinn segi af sér af frjálsum vilja." En jafnvel þótt stjórnarskrár- breytingunni frá 1942, er heim- ilar lýðveldisstofnunina, væri eigi til að dreifa og íslendingar færu að eins og Norðmenn 1905, líkt og Svenska Dagbladet vitn- ar til, þá gætu íslendingar eigi viðurkennt, að þeir fremdu neitt lagabrot eða órétt. Nú orðið er vonandi leitun á þeim hugs- andi Svía, er telur Norðmenn hafa framið órétt 1905, og setur þannig forneskjulegar hug- myndir um helgi erlends kon- ungdóms ofar sjálfsákvörðunar- rétti og lýðfrelsi hlutaðeigandi þjóðar. Ekki sízt vegna þess, að nokkuð bryddir á þessari aftur- haldsskoðun í ummælum hinna sænsku blaða, verða íslending- ar að líta svo á, að þau túlki eigi skoðanir hinnar frjálshuga, sænsku þjóðar, heldur nokkurra, afturhaldsmanna hennar. Furðuleg eru þau ummæli Svenska Dagbladets^ að hyggi- legt sé, að slíta eigi þau bönd, er tengt hafi Norðurlönd saman, (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.