Tíminn - 11.05.1944, Síða 2

Tíminn - 11.05.1944, Síða 2
190 TÍMIXIV. fimmtndagmn 11. mai 1944 49. blað 'gítminn Fimmtudagur 11. maí f I spellvírkjahöndum Vegavinnuverkfallið, sem nú stendur yfir, er talandi tákn þess, að yfirstjórn verkalýðs- samtakanna hefir lent í hönd- um spellvirkja. Ef verkamenn hefðu almennt fengið að ráða, myndi eigi hafa verið beitt þeim „gangster“-aðferðum, sem nú eiga sér stað í þessu máli. En verkalýðssamtökin urðu fyrir því óhappi, að kommúnistar höfðu undirtökin á síðasta Alþýðu- sambandsþingi, völdu meira- hluta stjórnarinnar úr innsta hring sínum, en gáfu Alþýðu- flokknum síðan kost á að skipa minnahluta stjórnarinnar at- kvæðalausum mönnum. Reynd- ir verkalýðsleiðtogar, sem höfðu sjálfstæðar skoðanir, líkt og Sigurjón Á. Ólafsson, máttu eigi heyrast nefndir. Alþýðu- flokksmenn gengu að þessum hörðu kostum, og þannig tókst kommunistum að lokka Alþýðu- flokkinn í einskonar samábyrgð. Hinir „þægu“ Alþýðuflokksmenn í stjórn Alþýðusambandsins hafa reynzt „samkvæmt áætlun“ kommunista, jafnvel látið bjóða sér, að þeim væri bannað að skrifa í Vinnuna, tímarit sam- bandsins. — Kommunistarnir Björn Bjarnason og Jón Rafns- son hafa ráðið öllu því, sem þeir hafa viljað, en þeir hafa tekið fyrirmæli frá „félaga" Brynjólfi. Þannig hefir Alþýðusambandið lent í höndum hinna verstu kommúnistisku spellvirkja, eins og vegavinnuverkfalíið sýnir gleggst. Ef það hefði eigi verið tilgang- ur hinna kommunistisku spell- virkja í Alþýðusambandinu að koma illu af stað í vegavinnu- málinu, hefðu þeir látið sér nægja, að gera sömu kröfur og í fyrra. Þá fengu þeir framgengt þeirri kaupsvæðaskiptingu, er þeir óskuðu eftir, og hinn lang- þráða 8 klst. vinnudag viður- kenndann. En þeir þurftu að koma illu af stað og þess vegna varð að bera fram nýjar ósann- gjarnar kröfur. AÖalkrafan var sú, að meðlimir Alþýðusam- bandsins hefðu forgangsrétt í vegavinnunni, en slíkt gæti þýtt, að bændur og vandamenn þeirra yrðu útilokaðir frá vegavinnu, í byggðalögum sínum. Þá var borin fram krafa um fimm daga vinnuviku, er getur verið réttlætanleg undir vissum kring- umstæðum, en hins vegar var- hugavert fyrir ríkið að skapa fordæmi fyrir henni. Aðalkrafa Alþýðusambands- ins, sem raunverulega getur þýtt útilokun sveitamanna úr vega- vinnu, er eins ósanngjörn og hugsast getur. Á sama hátt og eðlilegt er, að meðlimir verka- lýðsfélaga hafi forgangsrétt um vinnu á félagssvæðum þeirra, er það ranglátt, að þeir hafi for- gangsrétt í fjarlægum byggðar- lögum og heimamenn þar verði að víkja fyrir þeim. Það er sams konar óréttur af Alþýðusam- bandinu að nota samtakamátt sinn til þess að knýja slíkt fram, og ef Dagsbrún í Reykjavík notaði styrk sinn til að knýja fram forgangsrétt meðlima sinna fyrir vinnu í Keflavík, á Akranesi og Eyrarbakka, og verkamenn þar yrðu að þoka fyrir þeim. Tilgangur kommunista með þessari ofbeldiskröfu er auðsær. Það á enn að þrengja kost bænda og vandafólks þeirra. Vega- vinnan hefir verið sveitunum mikil atvinnubót.Nú á að skerða, jafnvel eyðileggja, þennan at- vinnumöguleika þeirra. Jafn- hliða skapar þetta nýtt sundr- ungarefni milli bænda og verka- manna, en kommunistum er ekkert meira áhugaefni en fjandskapur þessara stétta, því að þeim er ljóst, að byltingar- draumur þeirra er úr sögunni, ef umbótasamvinna tekst milli bænda og verkafólks. Til þess að koma fram þessu ^pellvirki sínu, beita kommun- istar aðferðum, sem aðeins tíðk- ast hjá amerískum „gangster- um“, er hafa kúgað atvinnurek- endur og vérkalýðsfélög til að greiða sér mútur, ýmist með hótunum um verkfall, eyðilegg- Vigfus Guðmundssoni Einmenningskjördæmín tryggja þíngrœðíð, og anka einstaklíngsfrelsid Síðan flokksþingið ákvað, að Framsóknarmenn skyldu keppa að því, að eingöngu verði ein- menningskjördæmi í landinu og fækka skyldi þingmönnum, hef- ir mátt sjá hinar illvígustu á- rásir á þessa ákvörðun í tveim aðalmálgögnum stærstu flokk- anna, sitt hvoru megin við Framsóknarflokkinn. Morgunblaðið og Þjóðviljinn virðast hjartanlega sammála um að einmenningskjördæmi stefni í þá átt að eyðileggja lýð- ræðið í landinu, og ætlunin með þeim sé að skapa Framsóknar- flokknum sérréttindi! Verði nú kjördæmin eitthvað misstór, hvaða trygging er þá fyrir því að Framsóknarmenn vinni fremur minni heldur en stærri kjördæmin? Hafa ékki „Sjálfstæðismenn“ einmitt nú sum allra minnstu kjördæmm, t. d. Dalasýslu og Seyðisfjörð? Einhver helztu frambærilegu rökin á móti einmenningskjör- dæmum eru þau, að nokkur hætta geti verið á að einstaka fjársterkir menn eða félög keyptu upp kjördæmi, einkum væri það lítið. Og þá vita allir hvaða flokki það kæmi helzt til góða. Getur nokkur maður fært rök , fyrir því, að það væri skerðing i á lýðræði, þó að t. d. kjördæmin ingu vinnutækja eða útvegun verkfallsbrjóta og kauplægra verkafólks. Slík glæpamennska var um skeið mjög þekkt í Bandaríkjunum, en er nú upp- rætt þar að mestu síðan verkg.- lýðssamtökin þroskuðust og efld- ust. í anda þvílíkra vinnubragða fyrirskipa kommunistar verk- fall við végavinnu, sem virðist skýlaust brot á vinnulöggjöf- inni. Það er ekki heldur nóg með það. Áður en dómur ér falíínn um lögmæti verkfallsins, aug- lýsa þeir að hafið verði verkfall við strandferðaskip og síldar- verksmiðjur ríkisins fyrir tiltek- inn tíma, ef eigi hafi verið fall- ist á kröfur þeirra. Það á þannig ekkert tillit að taka til þess, þótt verkfallið verði úrskurðað ólöglegt. Þá á aðeins að bæta gráu ofan á svart, fjölga ólög- legum verkföllum, til að koma fram ofbeldiskröfunni gegn sveitamönnum. Engin heiðarlegur verkalýðs- félagsskapur í siðuðu þjóðfélagi myndi haga sér á þennan hátt. Það ríkisvald, sem léti bugast fyrir slíku ofbeldi, væri hætt að vera til. Brezka stjórnin hefir heldur kosið vinnustöðvun í kolanámunum, þótt þær væru þýðingarmesta lífæð styrjaldar- rekstursins, en að beygja sig fyrir ofbeldismönnum þar. Svip- að verður kannske að gerast hér. Það getur orðið betra að láta strandferðirnar og síldveiðarn- ar stöðvast og lofa verkamönn- um að kynnast til fulls fram- ferði forráðamanna sinna en að gera lögleysur þeirra og ofbeldi að raunverulegum lögum í land- inu. Þeim verkamönnum fer áreið- anlega fjölgandi er sjá að hin þýðingarmiklu samtök þeirra hafa lent í spellvirkjahöndum. Fleiri og fleiri verkamenn eru að opna augun fyrir því, að núver- andi forráðamenn þeirra nota ekki samtökin til ja,S bæta hag verkamanna og vinna að batn- andi sambúð þeirra við aðrar vinnandi stéttir, heldur til að auka upplausn í þjóðfélaginu og hjálpa til að skapa farveg fyrir byltingu. Alþýðusambaridið er tæpast lengur hagsmunatæki verkamanna, heldur byltingar- tæki kommúnista. Ef eigi á illa að fara, verða verkamenn að bregða fljótt við og bjarga hin- um dýrmætu samtökum sínum úr höndum spellvirkja, úr hönd- um Björns Bjarnasonar, Jóns Rafnsson?ir og Brynjólfs. Verka- menn verða að frelsa sig úr klóm illræðismanna. Nú gildir það eins og endranær, að frels- un verkalýðsins verður að vera hans eigið verk. Þ. Þ. í Reykjavík væru höfð eitthvað fjölmennari en annars staðar? Hefir ekki einmitt Reykjavík svo góða aðstöðu nú til áhrifa á Alþingi og þjóðfélagið í heild, að nálgist einræði hennar í landinu? Svo er það lýðræðið, sem margir eru nú á dögum að slá sig til riddara á, að þurfi að auka sem mest. Það hefir líka sínar veiku hliðar eins og það er túlkað og reynt að úthverfa því. Margir þeir, sem hæst láta um aukningu lýðræðisins eiga við flokksræði og innan flokksins ráði þá fámenn klíka eða jafnvel aðeins einn maður. Úr þessu verður svo oft hin versta skrípamynd af lýðræði. Eftir því sem kosningarnar verða meira bundnar við flokkshags- muni, eftir því ráða þessir örfáu menn innan flokkanna meira um hverjir eru þingmenn. Væru t. d. eintómar hlutfallskosning- ar, myndu örfáir menn í Rvík geta enn betur ráðið hverjir yrðu í kjöri. Þá er hægara að velja nógu þæga menn á list- ana. En flokksforingjunum er — eins og máske er eðlilegt — heldur lítið um menn, sem fara sínar eigin götur, eftir málefn- um og sannfæringu sinni á hverjum tíma. Vafalítið hefðu t. d. ráðamenn íhaldsfl. á Eng- landi gjarnan viljað fella Chur- chill frá kosningu um eitt skeið. Sé landinu skipt í einmenn- ingskjördæmi, eru miklu meiri líkur fyrir því, að á Alþing velj- ist menn, sem eru að skapi kjós- endanna, sem þingmennirnir eru umboðsmenn fyrir. Og ef þingmenn eiga umboð sitt und- ir kjósendum, en ekki örfáum ráðamönnum í einhverjum flokkum í Rvík, þá eru miklu meiri líkur fyrir, að þeir vinni dyggilegar fyrir almenning, heldur en að þeir gerist flokks- þrælar. Flokkur getur verið á- gætur sem tæki til þess að koma ýmsu fram, en það má varast að auka veldi flokkanna á kostnað lýðræðis og almenns einstaklingsfrelsis. Löggjafarnir eigá fyrst og fremst að hafa útsýn yfir þjóð- ina alla og þar næst hver þing- maður yfir það kjördæmi, sem falið hefir honum þingmennsku- umboðið. í 3. röð komi svo flokk- urinn hans. Eins og nú er með „fylgidrauga" og hlutfallskosn- ingarnar og hvað fer lengra í þá átt, er stutt að flokkastrefinu á kostnað þjóðarinnar í heild. Það á ekki að hafa kosningaskipan- ina þannig, að hún knýi fram: flokkurinn fyrst, þjóðin númer tvö eða þrjú. Þó að færri kjósendur séu í einhverju kjördæmi þetta árið, getur fjölgað- í því næstu árin og jafnvel fækkað í hinu kjör- dæminu. Þeir mega líka gjarnan verð- launast með einhverju, sem halda byggðinni við á afskekkt- um en byggilegum stöðum landsins og vinna með því á móti því, að landið smækki, eins og Nordal sagði svo vel um Öræfingana fyrir nokkru síðan. Ýmsir vandlætarar hrópa: „Það er verið að ráðast á lýð- ræðið“, séu höfð misstór ein- menningskjördæmi. En hvað segja þeir um það, að hundruð þúsundir manna (nokkrum sinnum fleiri en íslenzka þjóð- in öll), sem búa í höfuðstað Bandaríkjanna, fá ekki einu sinni að kjósa einn einasta þing- mann? Hvað segðu þeir, ef Reykvík- ingar fengju ekki að kjósa til Alþingis? Annars er svona „misrétti“ mjög algengt alls staðar. í því kjördæmi, sem sá, er þetta rit- ar, hefir lengi átt heima í, er t. d. einn hreppurinn miklu fjöl- mennari heldur en þrír fámenn- ustu hrepparnir samanlagt. Hver hreppur hefir þó aðeins einn fulltrúa í sýslunefndinni, til þess að ráða ráðum héraðs- ins. Fjölmenni hreppurinn hefir aðstöðu í héraðinu til þess að ráða þar nokkuð í áttina eins og Reykjavík öllu landinu. Sjálfsagt væri þó að reyna sem víðas.t að hafa kjördæmin sem jöfnust að fólksfjölda, þótt lítilsháttar yrði að taka tillit til staðhátta sums staðar. En í Reykjavík ættu þau að vera langfjölmennust, vegna sérstöðu Reykjavíkur til áhrifa á .Alþingi og allt þjóðfélagið. Einhver allra stærsti kostur við einmenningskjördæmin er sá, að það er miklu meiri trygg- ing fyrir því, að með því skipu- lagi verði færri flokkar á Al- þingi og það þá fremur starf- hæft. Þegar kosið er í einmennings- kjördæmum um land allt, og ekkert hugsað um atkvæðareit- ing til þess að safna á uppbóta- menn einhverra flokka, þá eru meiri likur fyrir því, að menn með svipaðar lífsskoðanir fylki sér saman um frambjóðandann. Þetta hefir reynslan orðið í hin- um helztu þingræðislöndum heimsins. En hlutfallskosning- arnar og uppbótarsætin til flokkanna gefa nýjum flokkum og smáflokkum byr undir báða vængi. Þeir eyðileggja svo aft- ur þingræðið. Hér eiga alls ekki að vera meira en þrír flokkar, en ekki ósennilegt, að með sama áframhaldi og upp- Erlendir þaettir; Stoínenska Á síðari áratjrgum hefir margt verið rætt um nauðsyn þess, að til væri eitt alþjóðlegt tungur mál, sem flestar eða allar þjóðir ættu auðvelt með að nema og notuðu í samskiptum hver við aðra. Hafa ýmsir talið, að hin ólíku tungumál torvelduðu mjög samskipti þjóðanna pg myndi eitt sameiginlegt alþjóðamál geta áorkað miklu í þá átt að bæta sambúð þeirra. Þessar skoðanir hafa ekki sízt rutt sér til rúms allra seinustu ártn, þar sem ljóst þykir, að samvinna þjóðanna muni mjög aukast í öllum greinum að styrjöld þess- ari lokinni. Hingað til hefir þótt óheppi- legt, að eitthvert hinna eldri tungumála yrði gera að alþjóða- máli og hafa því verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að finna upp nýtt, nothæft al- þjóðamál. Mun Esperanto sú þessara tilrauna, sem kunn- ust er og náð hefír mestri út- breiðslu. Fyrir nokkrum árum kom hin svokallaða stofnenska (Basic English til sögunnar, en hún og Interglossa byggist á nokkrum hundruðum enskra orða. Formælendur hennar töldu, að hún væri full- komlega nothæf sem sjálfstætt tungumál, þótt eigi væri hún orðfleiri. Jafnframt töldu þeir, að hún hefði þann kost sem al- þjóðamál, að allir þeir, er kynnu ensku, sem/ nú er lang- samlega fjöltalaðasta tungumál heimsins, næst kínversku, ættu að geta notfært sér hana, án teljandi fyrirhafnar. Stofnensk- an fékk þegar nokkurn byr í seglin, en þó hvergi nærri nógan til þess að vinna sér almenna viðurkenningu. Það hefir nú. á ný vakið at- hygli á stofnenskunni, að brezka ríkisstjórnin undir forustu Churchills hefir ákveðið að beita sér fyrir útbreiðslu hennar með það fyrir augum, að hún gæti orðið notuð í alþjóða- viðskiptum. Hinum hálfopin- bera menningarfélagsskap, British Council, sem annast menningarleg skipti við önnur lönd og er góðkunnur hér á landi, hefir verið falin forusta þessarar útbreiðslustarfsemi. lausn eins og nú er, að þeir verði bráðlega fimm eða sex. Þegar verið er að ræða um framtíðarskipulag Alþingis, er varla leyfilegt að ganga alveg framhjá reynslu annarra þjóða, þó að Mbl. og Þjóðv. kalli það brennimark afturhaldsins. Nei, það er brennimark múg- mennskunnar og afturhaldsins að forsmá vitsmuni, verk og reynslu þeirra, sem áður hafa lifað og starfað, og það bæri vott um mikla grunnhyggni vor ís- lendinga, að hafa ekki til hlið- sjónar það, sem bezt hefir reynzt hjá mestu menningar- og þing- ræðisþjóðum heimsins. Bretar og Bandaríkjamenn úthella nú blóði sinna beztu sona og verja öllum sínum kröft- um til þess að berjast fyrir ein- staklingsfrelsi, lýðræði og þing- ræði í heiminum. Og við hér horfum á og njótum góðs af þessari baráttu þingræðisþjóð- anna, er þær heyja upp á líf og dauða. En þá koma málgögn kommúnista _ og _ íhaldsins hér norður á íslandi og hrópa að efni til: Barátta þessara þjóða er brennimark aftur- haldsins. Já, Churchill og Rose- velt bera brennimark aftur- haldsins, að dómi þessara blaða. En Valtýr, Brynjólfur og Ólafur Thors eru ímynd lýðræðisins með sínar hlutfalls- og fylgi- draugakosningar, sem eru að eyðileggja þingræðið hjá elztu þingræðisþjóð heimsins ! ! Eina hálmstráið, sem Mbl. reynir að fljóta á er, að réttlæt- ið sé svo mikið í hlutfallskosn- ingum. En eftir að ritstjóri Tímans er rækilega búinn að hrekja þá firru blaðsins, m. a. með birtingu á atkvæðatölum frá kosningum í Reykjavík, þá getur Mbl. ekkert nema hrópað: Beinar kosningar eins og í Bandaríkjunum og Englandi eru brennimark afturhaldsins! Hvílík rök! Geta nú ekki greindari menn, sem kosið hafa með kommúnist- um og íhaldinu undanfarið, ver- ið ásáttir um, -að lofa Valtý og Brynjólfi að hvíla sig saman í „fylgidrauga“-sænginni á með- an þeir taka höndum saman við aðra menn í landinu til þess að reyna að gera Alþingi íslend- inga starfhæft? í hlutfalls- og uppbótarsæta- kosningum eru menn að kjósa einhverja þingmenn, sem þeir vita oft ekkert hverjir eru. Skol- ast þannig inn á þing ýmsir hálfgerðir vandræðamenn, sem einhverri ráðandi flokksklíku hefir þóknast að velja á lista einhvers staðar, í þeirri von, að fá þar þægileg verkfæri handa sjálfri sér. Þó að rakalítið sé hjá Mbl. og Þjóðv. á móti einmenningskjör- dæmunum, þá hefir þó Þjóðv. bent á eitt dæmi, sem í fljótu bragði virðist vera til stuðnings hans málstað. Þetta er, hvað verkamannaflokkarnir fengju fáa kosna á þing í einmennings- kjördæmunum eins og nú er. En þegar betur er að gætt, þá er þetta hin mesta blekking. Af því að fámenn klíka hefir Mun hún m. a. fólgin í því að kynna stofnenskuna, gangast fyrir námskeiðum, þar sem hún er kennd, útvega upplýsingar og kennslubækur o. s. frv. Þá verð- ur unnið að því, að þýða fræg skáldrit og önnur rit á stofn- ensku. Þegar Churchill skýrði frá þessum fyrirætlunum stjórnar- innar á þinginu í vetur, talaði hann af miklum áhuga fyrir framgangi stofnenskunnar. Ýmsir þingmenn létu þó uppi efasemd um, að hún gæti komið að tilætluðum notum, og einn gerði Churchill þann óleik, þeg- ar hann var að hrósa henni, að biðja hann að snúa At- lantshafsyfirlýsingu þeirra Roosevelts á stofnensku. Chur- chill vafðist þá tunga um tönn, þótt slíkt sé eigi vani hans, og óskaði eftir að einhver annar, sem væri sér færari í stofnensku, leysti úr fyrirspurninni. Var það gert og létu þingmenn misjafna hrifningu í ljósi. Stjórn Bandaríkjanna hefir enn ekki tekið neina opinbera afstöðu til stofnenskunnar. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi gætir þeirrar skoðunar, að stofnenskan sé vart nothæf sem sjálfstætt mál og sé því hyggi- legra að vinna beint að notk- un enskunnar sem alþjóðamáls. elt í blindni eitt erlent stórveldi og metið meira eigið valdabrölt og neikvætt niðurrif, heldur en að bæta og auka áhrif eins ó- klofins verkalýðsflokks, sem starfaði að jákvæðum umbótum fyrir verkalýðinn — þá getur þessi klíka eins og nú er, bent á, að verkalýðsflokkarnir hefðu fáa menn á þingi, væru allt ein- menningskjördæmi. En hvílík vantrú gægist ekki þarna fram á íslenzkum verkalýð framtíðar- innar! Myndu ekki verkamenn og menn náskyldir þeim í lífsaf- komu og aðstöðu allri, verða í yfirgnæfandi meirihluta í svo að segja hverju einasta einmenn- ingskjördæmi? Verkamenn, sjó- menn og bændur eiga svo margt sameiginlegt, að þeir ættu auð- vitað að vinna sem mest saman. Jú, einmenningskjördæmin væru einmitt miklu meiri trygg- ing fyrir, að hið vinnandi fólk í landinu réði á Alþingi og þau ættu m. a. að flýta fyrir því, að nokkurir sniðugir „spekulantar" í Reykjavík misstu völdin yfir almenningi, hvort sem þeir heita nú Garðar, Brynjólfur, Ólafur eða eitthvað annað. Oss vantar meiri einstaklings- þroska í öllu þjóðlífinu, en höf- um alveg nóg af múgmennsk- unni. Þessar stöðugu upphróp- anir um aukið lýðræði, eru oft slagorð, sem vinsæl eru til þess að hóa lýðnum saman, þegar á að leiða hann út í einhverja ó- færuna. En það vantar menn, sem hugsa og álykta sjálfir og eru ekki bundnir á klafa ein- hverra ráðamanna, sem máske eru að úthverfa lýðræðinu. En úthverfa lýðræðisins fæst með því að blöð og ráðamenn skrifa og tala sí og æ þannig, að reyna að þóknast þeim, sem minnst hugsa og grynnst álykta — í von um að geta hóað þeim að kjörborðinu sér til stuðnings. Slíkt lýðræði, sem þannig skapast, er verið að þróa nú á tímum. Það má varla á milli sjá, hvort Mbl. eða Þjóðv. eru snjall- ari í uppeldinu. En þau eru hjartanlega sammála um hróp- in: lýðræði, lýðræði! En athug- ulum áheyranda heyrist að á bak við hljómi hjá þessum upp- alendum: meiri múgmennska, gröfum undan þingræðinu, stefnum að einræði handa okk- ar mönnum. En villum um til- ganginn með enn hærri hróp- um: meira lýðræði! meira lýð- ræði! Einmenningskjördæmi og færri þingmenn, einfaldari og ódýrari rekstur þjóðarbúsins, skipulagning framleiffslunnar og vinnuaflsins, laun eftir afköst- um launþeganna og trygging fyrir nógri atvinnu og sæmilega góðri lífsafkomu allra, sem vilja vinna og vera ráffdeildarmenn. Þetta eru einhver mest áríðandi málin, sem framundan eru, ef vor litla þjóð á að þroskast og lifa farsælu lífi. En til þess að Alþingi geti haft örugga forustu í þjóðmálunum, þarf að gera það sem bezt starf- hæft. V. G. Aðrir telja stofnenskunni það helzt til gildis, að hún hvetji menn til enskunáms. Meðal þeirra, sem eru van- trúaðir á stofnenskuna er hinn kunni brezki vísindamaður og rithöfundur Lancelot Hogben. Hefir hann því komið fram á sjónarsviðið með alveg nýtt tungumál, er hann hefir sjálfur samið og nefnir Interglossa. Flesta orðstofnana hefir hann sótt í latínu eða grísku og rök- styður hánn það m. a. með því, að flest alþjóðleg tækniorð séu þaðan fengin, en tæknin muni einkenna <hinn komandi tíma. Hann telur að mál sitt sé mjög auðvelt fyrir allar þjóðir, er nota tungumál af grískum eða latneskum uppruna, en saman- lagt munu þær engu fámennari en enskumælandi þjóðir. Þá tel- ur hann mál sitt muni verða auðvelt ýmsum stórum tungu- málaflokkum, t. d. Kínverjum. Enn er svo stutt síðan að Interglossa koma til sögunnar. að fræðimenn hafa ekki al- mennt fellt dóm sinn um það Eins og ástatt er verður engu spáð um framtíð stofnensk- unnar eða Interglossa, en hitt má telja víst, að þeirri hreyf- ingu muni enn stórum vaxa fylgi, að reynt verði að ná sam- komulagi um eitt alþjóðamál.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.