Tíminn - 20.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLiOKKURINN. PP.ENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Sírrar 2353 og 437" AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKT.:-7_DFA: FDDUIIÚSI, ' indargötu 9A. Síml 2323. 2il. árg. Heykjavík, laugardaginu 20. maí 1044 Erlent yfirlit: Styrjöldín um Ledo-vegínn „Japanir munu taka Indland, Bandamenn munu taka Burma“. Þannig hljóðaði ný- lega fyrirsögn í amerísku blaði og mátti hana að nokkru leyti til sanns vegar færa. Japanir hafa gert innrás í Indland, eins og lýst var fyrir nokkru hér í blaðinu, og hafa nú orðið stóran hluta Manipurhéraðsins á valdi sínu og eru langt komnir að umkringja höfuðborg þess, Imphal. Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa gert innrás í Norður-Burma, undir stjórÁ Stillwell hershöfðingja, og orð- ið allvel ágengt. Bandaríkja- menn hafa flutt lið sltt í flug- vélum og látið það lenda í fall- hlífum að baki óvinanna. Heí þessi hefur síðan fengið vistir og vopn loftleiðis. Hernaður þessi hefir borið góðan árang- ur, að því undanskildu, að fræg- asti frumskógaherforingi Breta, Wingate hershöfðingi, fórst í flugslysi, er varð á þessum slóð- um. Tilgangurinn mð þessum inn- í-ásum beggja stríðsaðila virt- ist hinn sami. Japanir vilja ekki fyrst og fremst ná Imphal, held- ur vilja þeir stöðva flutninga um Assamjarmbrautina, en frá endastöð hennar hafa Banda- menn komið upp hínum svo- nefnda Ledovegi, sem liggur inn I Kína. Hann er nú helzta flutn- ingaleiðin milli Kína og Ind- lands. Tilgangurinn með sókn Bandaríkjamanna og Kínverja 1 Norður-Burma er hinsvegar sá, að treysta þessa flutningaleið. Auk umræddra styrjaldarat- burða á þessum slóðum, hefir það vakið sérstaka athygli í þessu sambandi, að Mount- batten lávarður, sem á að stjórna aðalsókn Bandamanna þarna eystra, hefir flutt bæki- stöð sína til Ceylon. Það sýnir í fyrsta lagi, að Bandamenn telja ekki innrás Japana í Ind- land hættulega, þar sem Mount- batten flytur þaðan, þótt einn- ig geti það stafað af því, að vörn Indlands heyrir ekki undir hann, heldur Auchinleck hers- höfðingja, sem stjórnar Ind- landshernum. í öðru lagi gefur þetta til kynna, að herstjórn Bandamanna hafi ákveðið að sækja Japani sjóleiðina, en ekki landleiðina. Er talið, að um þetta hafi verið deilur milli Breta og Bandaríkjamanna. Þeir síðarnefndu hafa talið landleið- ina ófæra. Til þess að sækja frá Indlandi inn í Burma eru hvers konar náttúruhindranir. Engir vegir liggja þá leið, Allir fjall- garðar, dalir og vatnsföll liggja frá norðri til suðurs, en engir í vestur eða austurátt, og eins hagar til með vegina. Leiðin inn í Burmá liggur yfir háfjöll, stór- fljót, um frumskóga og algerar vegleysur. Til þess að komast sjóleiðina til Burma eða Malakkaskagans þarf vitanlega mikinn sjóher og flugher. Þetta, lið mun Mount- batten nú vera að safna um sig á Ceylon. Seinustu fréttir Bandamönnum miðár vel á- fram á Ítalíu. Þeir hafa rofið svokallaða Gústavlínu Þjóðverja og tekið Cassino og fleiri bæi. Bardagar hafa verið mjög harðir. Stjórnir Noregs, Belgíu og Hollands hafa undirritað samn- ing við Bretland, Bandaríkin og Rússland þess efnis, að þeir fái strax Jiina borgaralegu stjórn landa sinna í hendur, jafnótt og Þjóðvrjar eru reknir úr þeim. 52. blað ENDAIOK VEGAVINNUVERKFALLSÍNS Alþýðusambandíð féll alveg frá kröfunni um forgangsréttinn Jafnframt féllst það á 10 klst. vínnudag á fjallvegum Ofmetnaður og yfirgangssemi kommúnista í stjórn Alþýðusambands íslands hefir beðið' verð- skuldaðan hnekki í vegavinnudeilunni. Þeir hófu hið ólöglega verkfall sitt í þeirri trú, að þeim væru allir vegir færir, líkt og tíðkast hafði í kaupdeilum hin síðari ár. Með lögleysum og ofbeldi ætluðu þeir að knýja kröfur sínar fram. Þetta hafði heppnazt stuhdum áður, en nú brást þeim bogalistin, því atvinnumálaráðherra tók á móti þeim af fullum manndómi. Hann lagði hið ólöglega verkfall undir úrskurð dómstólanna og hafði hótunina um ný ólögleg samúðarverkföll við Skipaútgerðina og síldarverksmiðjurnar að engu. Þegar hér var komið, fundu kommúnistar, að þeir voru komnir út á hálan ís. Þeir reyndu eftir megni að hindra dómsuppkvaðningu i Félagsdómi. Þeir létu hótanir sínar um samúðarverkfall ekki koma til framkvæmda. Þeir féllu að lokum frá aðalkröfu sinni, forgangsréttinum, og gengu inn á 10 klukkustunda vinnudag í fjallvegavinnu, sem þeir máttu ekki heyra nefndan í fyrra. Sættir tókust því í málinu. V var dæmt ólöglegt Félagsdómur kvað upp í gær- morgun dóm í máli ríkisstjórn- arinnar gegn Alþýðusamband- inu í tilefni af vegavinnuverk- fallinu, sem það fyrirskipaði 3. maí síðastl. Krafðist ríkisstjórn- in þess, að verkfallið yrði dæmt ólöglegt, þar sem Alþýðusam- bandið hefði eigi haft heimild til að fyrirskipa það. Dómur Félagsdóms féll á þá ieið, að verkfallið væri ólöglegt og var Alþýðusambandið dæmt til að greiða málskostnað. — Enginn ágreiningur var í Félags- dómi um þessa dómsniðurstöðu. Dómsniðurstaða Félagsdóms byggist á því, að Alþýðusam- bandið hafi eigi lagaheimild til að fyrirskipa verkfall, nema því hafi verið veitt umboð til þess af hlutaðeigandi verklýðsfélagi eða verklýðsfélögum með lög- legri atkvæðagreiðslu innan þeirra um verkfallið. Þetta um- boð hafði Alþýðusambandið ekki. Þótt þessi dómur Félagsdóms nái aðeins til vegavinnuverk- fallsins, virðist hann sýna það jafnglöggt, að samúðarverkföli- in, sem Alþýðusambandið fyrir- skipaði síðar við síldarverk- smiðjurnar og Skipaútgerðina, hafi verið ólögleg, því að það hafði þar ekki heldur umboð hlutaðeigandi félaga til að fyr- irskipa vinnustöðvun. Krafa ríkisstjórnarinnar um skaðabætur féll niður, þar sem samkomulag var fengið i deií- unni og stjórnin hafði því fallið frá henni. Eins og kunnugt er, báru kommúnistar fram nokkrar nýj- ar kröfur, þegar samningar hóf- ust um vegavinnuna í vor, og var sú helzt, að félagsmenn í félögum Alþýðusambandsins hefðu forgangsrétt í vega- og brúarvinnu. Þá báru þeir fram þá kröfu, að verkamenn mættu vinna 10 klst. á dag fimm daga vikunnar, en fengju þá frí á laugardögum. Hugðust þeir með þessu að draga úr þeirri óá- nægju, sem reis út af 8 klst. vinnudeginum, er þeir þröngv- uðu upp á verkamenn í fyrra. Ýmsir verkamenn, sem 'stunda smábúskap, hafa líka látið í Ijós ósk um þetta fyrirkomulag. Rík- isstjórnin hafnaði strax for- gangskröfunni, þar sem hún gat útilokað bændur og aðra ófé- lagsbundna menn úr vega- vinnunni, en var fús til samkomulags um 5 daga vinnu- vikuna, þar sem það átti við og verkamönnum var hagur í því en vildi þá jafnframt verða við óskum þeirra verkamanna, sem vinna í fjallvegum og óska eftir 10 klst. vinnu alla virka daga. Á þetta mátti Alþýðusambands- stjórnin ekki heyra minnst. Þannig stóðu málin, er Alþýðu- sambandsstjórnin hóf hið ólög- lega verkfall sitt. Vafalaust eru ] kommúnistarnir þar ekki svo 1 skyni skroppnir, að þeir hafi ekki ! vitað, að verkfallið væri ólöglegt. En þeir treystu orðið á, að vald Alþýðusambandsins mætti sín meira en lögin. Þegar ríkis- stjórnin bognaði ekki fyrir þessu ofbeldi og vísaði verkfallinu til úrskurðar. Félagsdóms, átti að hræða hana til uppgjafar með enn meiri valdbeitingu Alþýðu- sámbandsins, og var því fyrir- skipað samúðarverkfall við síld- arverksmiðjur ríkisins og Skipa- útgerðina frá 16. þ. m. Þessi verkföll voru fyrirskipuð, án lagaheimildar eða umboðs hlut- aðeigandi verklýðsfélaga, alveg eins og vegavinnuverkfallið. Ríkisstjórnin lét þessa ofbeldis- hótun ekkert á sig fá og málið hélt áfram sinn venjulega gang hjá Félagsdómi. Þegar kommúnistar sáu, að full alvara var í mótstöðunni, varð þeim ekki um sel. Meðal vegavinnumanna um allt land rikti lika megn óánægja yfir framferði þeirra. Verkamenn, er áttu að hefja samúðarverkföllin, höfðu við orð. að hafa hinar ó- löglegu fyrirskipanir að engu. Kommúnistar fóru því aldrei þessu vant að tala um sættir og Greínargcrd frá ríkisstjórninni um vegfavinnuverkfallið Tímanum hefir borizt eftir- farandi greinargerð frá ríkis- stjórninni um vegavinnudeil- una: í lok marzmánaðar hófust umræður um kaup og kjör í vegavinnu milli vegamálastjóra f. h. ríkisstjórnarinnar og samn- ingsnefndar, er Alþýðusamband- ið tilnefndi. Hinn 2. maí slitn- aði upp úr samingaumleitunum og var þá ágreiningur um eftir- farandi þrjú atriði: 1. Alþýðusambandið gerði kröfu til að meðlimir allra fé- laga innan sambandsins skyldi hafa forgangsrétt til allrar vinnu við vegagerð og brúar- smíði. Ríkisstjórnin neitaði þessu skilyrðislaust, þar sem hún gat ekki viðurkennt þá meginreglu, að allir landsmenn ætti ekki jafnan rétt til vinnu hjá rík- inu. Þar að auki er þess að gæta, að meira en helmingur þeirra, sem unnið hafa að vegagerð eru ófélagsbundnir menn úr sveitum landsins, sem með þessu hefði verið gerðir réttlægri en aðrir og átt algerlega undir högg að sækja með vegavinnu. 2. Á síðastliðnu ári krafðist Alþýðusambandið þess, að hvergi væri unnið á dag lengur en 8 stundir fyrir dagkaup. Nú krafðist sambandið hins vegar, að unnið væri nærri 10 stundir daglega með dagvinnukaupi 5 daga vikunnar, laugardagurinn frí, þegar verkamenn óskuðu og unnið væri svo langt frá heimilum, að ekki þætti henta að þeir færi heim daglega. Afstaða ríkisstjórnarinnar til þessarar kröfu var, að til þess að komast hjá mjög almennri óánægju meðal vegavinnu- manna, sem áberandi var síð- asta ár, sérstaklega á fjallveg- um, með 8 stunda vinnudaginn. Krafðist ríkisstjórnin þess, að vegavinnumönnum væri það í sjálfsvald sett, hverjum hóp fyr- ir sig, og skyldi meiri hluti ráða, hvort unnið væri. a) 10 stundir á dag í 6 daga, b) nærri 10 stundir á dag í 5 daga,eða c) 8 stundir á dag í 6 daga, allt með dagvinnukaupi. 3. Alþýðusambandið gerði kröfu til, að sama fyrirkomulag yrði um kaupgreiðslu og svæða- skiptingu og var síðastliðiö ár, þannig að greitt væri gildandi kaup verklýðsfélaga á hverju félagssvæði, en utan þeirra væri greitt kaup þess verklýðsfélags, sem næst væri, en þó með viss- um takmörkunum. Rikisstjórnin var fús til að greiða gildandi kaup verklýðs- félaga á félagssvæði þeirra og sama kaup og síðastliðið ár ut- an félagssvæðanna, en jafn- framt bauð hún kaupjöfnun á átóru svæði, sem fól í sér veru- lega hækkun frá fyrra ári sök- um þess, að hún hefir talið sam- ræmingu vegavinnukaupsins í sveitunum réttmæta og æski- lega. Meðan að samningarnir stóðu yfir, gaf Alþýðusamband- ið út yfirlýsingu um það, að verkfall yrði hafið í vegavinnu um allt land 3.maí,ef samningar hefðu þá ekki tekizt. Verkfalli var einnig lýst við vitabygging- ar, þótt ekki væri ríkisstjórninni kunnugt um að ágreiningur væri um kaup og kjör í slíkri vinnu. Þrátt fyrir þessa hótun í garð ríkisstjórnarinnar, leyfði hún vegamálastjóra að halda á- fram samningaumleitunum. Að kvöldi 2. mai var útséð um, að Alþýðusambandið vildi eng- ar verulegar tílslakanir gera á ofangreindum atriðum og næsta dag átti að hefjast verkfall, sem ríkisstjórnin taldi vera ólöglegt. Áleit hún sér því skylt að slíta (Framh. á 4. síöu) drógu úr hótunum sínum. Rík- isstjórnin fór sér hins vegar hægt, þar sem hún vildi bíða eftir úrskurði Félagsdóms áður en sáttaumleitanir yrðu hafnar. Hinn 16. maí rann upp og ekkert varð úr samúðarverkfallinu. Sáttasemjari hóf umleitanir um sættir, enda munu kommúnistar hafa látið á sér skilja, að þeir væru fúsir til afsláttar. Samn- ingaumleitanir reyndust, þegar hér var komið, næsta auðveldar. Allur m'óðurinn var úr kom- múnistum. Þeir féllu frá for- gangskröfunni skilmálalaust. Þeir féllust á 10 klst. vinnudag- inn í fjallvegum. Þeir fengu hins vegar fram nokkrar breyt- ingar, sem stjórnin myndi strax hafa fallizt á, ef þá hefði eigi böggull fylgt skammrifi. Ríkisstjórnin féll frá skaða- bótakröfunni, eins og venja er, þegar slíkir samningar eru gerðir. Ríkið hefir ekki heldur skaðast neitt teljandi á deilunni. Öðru máli gegnir um verka- mennina, sem kommúnistar héldu vinnulausnum í 15 daga með hinu ólöglega verkfalli sínu. Þeir eiga orðið góða hönk upp í bakið á hinum ógætnu og ofsafengnu forráðamönnum sínum. ' Það er ekki ótrúlegt, að kommúnistar hafi lært tals- vert á þessu frumhlaupi, er bakað hefir Alþýðusambandinu álitshnekki og unnið hefir hundruðum verkamanna veru- legt tjón. Þess ætti að mega vænta, að þeir sýndu meira hóf framvegis. Sérstaklega ætti þó að mega vænta þess, að verka- menn lærðu af þessari fram- komu kommúnista, að þeim er nauðsynlegt að fá sér ábyrgari forráðamenn, er beita verkalýðs- samtökunum aðeins til hags verkalýðnum, en eigi til að auka glundroða og upplausn í þjóð- félaginu, sem er til jafnmikils skaða fyrir verkamenn sem aðra. Höfðingleg gjöí til kvennaskóla í N,- Þíngeyjarsýslu Norður-Þingeyingar hafa um jskeið haft í huga að setja á stofn húsmæðraskóla í héraði sínu. Hefir það mál fengið góð- an byr, þótt ekki hafi enn orð- ið af framkvæmdum. Nýlega hefir Þingeyingur, sem búsettur er í Reykjavík, Sigur- jón Guðmundsson skrifstofu- stjóri, orðið til þess að leggja málinu lið á mjög höfðinglegan hátt. Hefir hann fært fram- kvæmdanefnd skólabyggingar- innar 5000 krónur að gjöf til hins fyrirhugaða skóla. Á víðavangi VERÐMÆTI PENINGANNA OG PÉTUR MAGNÚSSON. í bréfi til Tímans frá sunn- lenzkum bónda segir m. a.: „Sjaldan hefi ég heyrt hneyksl- unarverðari ræðu í útvarpinu en þá, sem Pétur Magnússon bankastjóri flutti nýlega. Hann talaði fjálglega um það, að ó- hætt væri að treysta verðgildi peninganna. Hver skyldi taka mark á Pétri? Ég tek sjálfur dæmi af 'mér. Ég hefi jafnan reynt að vera sparsamur frekar en það gagnstæða. Mér hefir þótt það góð dyggð, þótt hún sé kannske ekki „móðins“. í árslok 1941 hafði ég reitt saman nokk- ur þúsund kr. Fyrir þessa skild- inga hefði ég getað veitt mér ýmislegt þá. En hvernig er nú komið? Þeir eru áreiðanlega orðnir meira en helmingi verð- minni en þá. Hvers vegna? Vegna þess, að Pétur -Magnús- son og aðrir áhrifamenn-Sjálf- stæðisflokksins rufu samkomu- lag við Framsóknarflokkinn um dýrtíðarráðstafanir, mynduðu stjórn með stuðningi kommún- ista og slepptu öllu lausu. Dýr- tíðin tvöfaldaðist og verðgildi peninganna minnkaði að sama skapi. Ég sé ekki að dýrtíðar- pólitík Sjálfstæðisflokksins sé enn neitt hyggilegri en vorið 1942. Þvert á móti sýnist mér á ísafold, að stefnuleysið. og hringlandaskapurlnn hafi aldrei verið meira. Svo segja þessir menn, að óhætt sé að treysta verðgildi peninganna, þótt öll þeirra starfsemi beinist að því að láta dýrtíðina leika áfram lausum hala og peningana rýrna að sama skapi. Ég vil at- hafnir, en ekki innantóm orð og marklaus fyrirheit. Þess vegna gat ég ekki annað en hneyksl- ast á ræðu Péturs“. GÓÐ UNDANTEKNING. Óvenjulega heilbrigð og góð grein birtist í Þjóðviljanum s. 1. fimmtudag, eftir Björn Sigfús- son. Kveður þar við allt annan tón heldur en venjulega hjá kommúnistum. Höf. talar m. a. um að „þrátt fyrir unnið sjálf- stæði eigum við eftir að hertaka drjúgan hluta landsins frá veldi auðnanna“.Hannharmar að ýms býli skuli fara í auðn, vill klæða landið skógi og gróðri, líka í strjálbýlinu og upp til fjálla. Það er gleðiefni að „kaupstaða- kraga“-stefnan og landauðnar á þó ekki óskipt fylgi meðal þeirra, sem í rit kommúnista skrifa. BORGARALEGT SAMSTARF. \ .Þeirri skoðun er nokkuð hald- ið fram, að fyrst allir borgara- legir menn geti séð hættuna af kommúnistum, ættu þeir að geta haldið saman og myndað stjórn. í þessu er fólginn talsverður misskilningur. Það er ekki hægt að mynda stjórn um það eitt að vera á móti kommúnistum. Stjórnarsamvinna verður að byggjast á framkvæmd já- kvæðra málefna. Einstakir borgaralegir stjórnmálaleiðtog- ar vilja fá stjórnarsamvinnu til þess eins að treysta og auka völd og fjármagr* stórgróðamanna. Slík stjórn myndi aðeins verða til að efla kommúnismann. Fyrir umbótamenn er ekki hægt að fallast á slíka stjórn. Þeir vilja hvorki efla stórgróða- menn eða kommúnista. Þeir vilja vinna fyrir almannahag. Meðan áhrifamiklir foringjar hinna borgaralegu flokka hugsa eingöngu um hagsmuni stórgróðamanna, standa þeir í vegi allrar heilbrigðrar borgara- legrar samvinnu. Aðeins sam- starf um umbætur og efnalegt örygggi allra er leiðin til að tryggja frjálst og réttlátt þjóð- fálag og útrýma öfgastefnum eins og kommúnismanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.