Tíminn - 20.05.1944, Blaðsíða 2
206
TÍMIM, langardagimi 20. maí 1944
52. bla»
^tmtnn
HERMANN JÓNASSON:
Luugardagur 20. maí
„Íslendíngar viljum
Frelsið og landgræðslan
vér allir ve^a**
Á mestu þrautatímum íslenzku
þjóðarinnar, þegar kúgunar-
myrkur framandi valds grúfði
yfir henni, fann hún sér fró-
un í heimi ævintýranna og
skapaði þar tvær aðalpersónur,
sem túlkuðu fegursta draum
hennar og heitustu þrár. Þær
voru konungsdóttirin, er var í
tröllahöndum, og kotungssonur-
inn, er barg henni með hug-
rekki sínu og fræknleik og hlaut
bæði hana og ríkið að launum.
Ævintýrið varð þannig mynd af
lífi þjóðarinnar og framtíðar-
óskum. Frelsið var konungs-
dóttirin í tröllahöndum, trölla-
hendurnar erlenda valdið og
kotungssonurinn þjóðin sjálf.
Þrátt fyrir kúgunina og illærin,
dreymdi þjóðina um sigra og
endurreisn og lét þann draum
sinn rætast í heimi ævintýr-
anna.
í dag lifa íslendingar þá sögu-
legu stund, að frelsi þeirra verð-
ur til fulls hrifið úr tröllahönd-
um. Draumur ævintýrsins er
orðinn veruleiki. Kotungssonur-
inn hefir bæði unnið konungs-
dótturina og ríkið.
Þessi mikli sigur er árangur af
starfi margra liðinna kynslóða.
Hann var* grundvallaður af
„frjálsræðishetjunum góðu“, er
eigi þoldu órétt og ófrelsi og
sóttu því hingað „austan um hyl-
dýpis haf“. Hann er árangurinn
af starfi þeirra mikilmenna, er
barizt hafa fyrir frelsi þjóðar-
innar á kúgunartímanum. Jafn-
vel Kópavogsfundurinn, þar
sem niðuriægingin varð dýpst,
hefir verið hvatning til sigra og
dáða, því að „aldrei til eilífðar
getum vér gleymt grátstaf vors
bezta manns“. Hann er jafnt
árangurinn af starfi þeirra, sem
fáguðu hvatningarljóð sín í
einrúmi og gerðu þau að björt-
ustu perlum íslenzkra bók-
mennta, og þeirra, sem létu lífið
á höggstokknum í baráttunni
við hið útlenda vald. „Til þess
-orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til
þess er Jón Arason dáinn“, að
þjóðinni mætti að lokum auðn-
ast hinn lengi þráði sigur. Hann
er árangurinn af starfi Skúla
fógeta, Baldvins Einarssonar,
Fjölnismanna, Jóns forseta og
margra annarra forvígismanna,
sem oflangt yrði .upp að telja.
Siðast, en eigi sízt, er hann þó
árangurinn af hinu hljóða land-
varnarstarfi gleymdra alþýðu-
manna og kvenna, sem aldrei
létu tælast af vegi þjóðrækn-
innar, þótt fyrirmenn henti
að blekkjast um of af „kóngs-
ins Kaupmannahöfn". í þakk-
lætinu til „frjálsræðishetjanna
góðu“ og forvígismanna sjálf-
stæðisbaráttunnar, má aldrei
láta sér sjást yfir „hina, er
lýðs í þyngstu þrautum þjóð-
ernisins hafa gætt, þennan
ljóma lands og sóma létu til vor
ganga í ætt“. Það eru slíkir
menn og konur, sem heyja þjóð-
ræknisbaráttuna í Noregi í dag,
hafa háð hana í sjö aldir á ís-
landi, og verða alltaf lífverðir
þjóðernisins. Án þeirra getur
engin þjóð verið til.
Það væri undarlegt, ef þess
væri þörf að hvetja menn til að
sækja atkvæðagreiðsluna í dag
og næstu daga. Ef okkur þætti
nokkuð á bjáta, væri það sama
og hjá Alexander mikla, sem
grét í æsku,vegnaþess að honum
fannst að búið væri að vinna
allá sigra fyrir sig. Sú hlutdeild,
sem okkur er ætluð, er svo fyr-
irhafnarlítil og laus við alla
fórn. Okkur er raunverulega lagt
allt upp í hendurnar. Við þurf-
um aðeins að gera tvo blýant^-
krossa. Ef til vill er það vegna
þessá, sem ýmsum finnst ekki
nægur ljómi yfir lýðveldisstofn-
uninni, því að enginn sigur, sem
er unninn án fórna, veitir mikla
gleði. Ef við gerðum atkvæða-
greiðsludagana að sönnum há-
tíðardögum, gæti það helzt orðið
vegna þess, að við gerðum þá
heitstrengingu að standa vel á
verði um fengið frelsi og þola
fyrir það raun og fórn, ef kraf-
izt verður. Þess kann að verða
Það er ráðið að stofna land-
græðslusjóð Skógræktarfélags
: íslands með samskotum, er hefj-
i ast eiga samtímis þjóðar-
! atkvæðagreiðslunni um stofnun
| lýðveldis. Þetta tel ég góða hug-
mynd.
Fyrir 3—4 áratugum stofnuðu
ungir menn félög, héldu fundi,
settu sér takmörk: „Ræktun
' lands og)lýðs, „að klæða landið“,
„að endurvekja íþróttir meðal
landsmanna, „alfrjálst ísland“.
Eitt af góðskáldum íslendinga
ávarpaði vormenn íslands —
ungmennaf élagana:
„Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar, sendna strönd.“
„ísland frjálst og það sem fyrst!
Þetta er helgum rúnum ritað,
röska sveit, á skjöldinn þinn.“
Þannig hugsuðu vormenn ís-
lands og hugsjónamenn. Þannig
voru þeirra markmið. Frelsi
landsins og græðsla þess. En
margir brostu góðlátlega, köll-
uðu þetta skýjaborgir og draum-
óra óraunsærra manna. Þannig
var það. Nú tala staðreyndir.
Draumóramennirnir voru hinir
raunsæju menn, en það sem al-
mennt var þá kallað raunsæi,
var glámskyggni. Svo mun þetta
verða oft ennþá, að „þegar
grónar grafir skýla gráum hær-
skemmra að bíða en margur
hyggur nú. Þótt við höfum eigi
unnið sigrana í sjálfstæðisbar-
áttunni, sem nú lýkur, getum
við unnið . engu minni sigra í
sjálfstæðisbaráttunni, sem er að
hefjast, — baráttunni fyrir því,
að frelsið lendi eigi aftur í
tröllahöndum. Okkar bíða vissu-
lega stór verkefni, engu síður
en Alexanders mikla.
í dag fagnar hinn íslenzki
kotungssonur miklum sigri.
Kóngsdóttirin er frelsuð, ríkið
er hans. Nú er að gæta kon-
ungsdótturinnar og ríkisins. Nú
er að gefa gætur og varast nýj-
ar tröllahendur. Þótt við deilum
oft hart og óvægið, þá látum
það sannast, að á öllum örlaga-
stundum komandi tíma þekkja
íslendingar aðeins ein lög og
einn vilja. Það eru lög Fjölnis-
manna, er létu það vera fyrstu
grein laga sinna, að „íslending-
ar viljum vér allir vera“.
Þ. Þ.
um nútímans", mun margt af
skýjaborgum dagsins í dag verða
að raunveruleika.
Hugsjónamönnum er af for-
sjóninni gefin skyggnigáfa til að
sjá í gegnum holt og hæðir
framtíðarinnar — inn í ókom-
inn tíma, eins og lýsir sér í
kvæði Bólu-Hjálmars um fyrsta
búnaðarfélag á íslandi. Hvar-
vetna eru draumar hugsjóna-
mannanna að verða að veru-
leika, eða markmiði skammt
undan. Skíðabrautin er að vísu
ekki í Öskjuhlíðinni, en há fjöll
íslands og jöklar eru skíða-
brautir æsku íslands í dag, enda
kom bifreiöin til sögunnar. í-
þróttalífið í höfuðstað landsins,
sundlaugar, héraðsskólar, í-
þróttalögin, íþróttamótið á
Hvanneyri — allt talar þetta
skýru máli raunveruleikans.
Lítið á - sandgræðslusvæðin.
Þar sem áður var örfoka land,
eru frjósöm garðlönd og góð
slægjulönd. Ræktað land meira
en tvöfaldað. Sandgræðslu-
svæð.in orðin jafnstór hinu
ræktaða landi. Sandurinn ekki
lengur óstöðvandi óvinur. Hann
hefir verið stöðvaður alls stað-
ar þar sem ráðizt hefir verið
gegn honum með þekkingu
þeirri og tækni, sem nútíminn
ræður yfir. í sandinum á Rang-
árvöllum hefir Klemenz á Sáms-
stöðum ræktað nytjajurtir með
sama árangri og í sjálfri Fljóts-
hlíð.
Það hefir ekki tekizt að upp-
ræta björkina, þótt hún hafi
verið höggvin, brennd og bitin.
Það tré, sem ekki er hægt að
uppræta, er áreiðanlega hægt að
rækta. Síðastliðið vor sá ég
unga björk lifa, án þess að kala,
þótt grasið sölnaði í frost-
stormi. Ég sá Alaska-greni, sem
hér er að nema land, standa af
sér vorkuldann, án þess að það
sakaði. Það er auðvelt að í'ækta
skóg á íslandi og margskonar
trjágróður í skjóli bjarkarinnar.
í dag er landgræðslan fram-
kvæmanleg. Það vitum við. Ó-
hrekjanlegar vísindalegar stað-
reyndir hafa staðfest það. Nú er
það komið undir okkur — komið
undir áhuga og fjármagni —
hvort þetta verður gert og hve
hratt því verki miðar áfram. Á-
hugi okkaríslendinga fyrir rækt-
un og landgræðslu, fyrir því að
prýða landið, hefir aukizt mikið
síðustu ár, enda er árangurinn
víða auðsær. Skógrækt ríkisins
hefir um 30—40 þús. trjáplönt-
ur til sölu árlega. Það er y3 úr
trjáplöntu á hvern landsbúa, í
skóglausu og einu strjálbýlasta
landi veraldarinnar. Þetta starf
og landgræðslan yfirleitt, þarf
að margfaldast. Við þurfum
landgræðslusjóð með miklu fjár-
magni. Hann mun verða notað-
ur' til þess fyrst og fremst að
græða og prýða landsvæði, sem
yrðu almenningseign.
íslendingum hafa nú áskotn-
azt.nokkrir fjármunir. Það verð-
ur auðvelt að leggja það fé í
ýms gróðafyrirtæki. Fegrun
landsins og græðsla gefur ef til
vill ekki hina hæstu vexti. En
ég fullyrði, að hún muni skila
landsmönnum annarri tegund
af auði, sem er öllum fjármun-
um betri. Og einhvern veginn
hefir það orðið að sannfæringu
minni, að ást á gróðri land^ins
og fegurð, ást á öllu, sem þess
er, hafi löngum verið í samræmi
við hinn sanna sjálfstæðisvilja
þjóðarinnar á hverjum tíma.
Það er oft talaö um, að íslend-
ingar gamla lýðveldisins hafi
verið í'ányrkjumenn. En sann-
leikurinn . er sá, að þeir voru
miklir ræktunarmenn á þess
tíma mælikvarða. Og örnefnin
á íslandi sýna, ásamt mörgu
1 öðru, hve næma tilfinningu þeir
höfðu fyrir fegurð landsins og
þeirri tungu, sem þeir töluðu.
Það mætti því vel svo verða, aö
saman færi lán og langlífi lýð-
veldisins og það, hvernig þessari
hugmynd, Landgræðslusjóðnum,
verður tekið nú og framvegis.
Frá í. S. í.
Ný félög: Ungmennasamband
Bórgarfjarðai' hefir sótt um
upptöku í í. S. í. Félagsmenn
eru 540 og sambandsstjóri er
Björn Jónsson, Deildartungu. Er
verið að ganga frá smáatriðum
í sambandi við upptöku U. M.
F. B. í í. S. í.
Ævifélagar í. S. f.: Nýlega
hefir Færeyingurinn Sámal
Davíðsson frá Tórshavn gerst
ævifélagi í. S. í. og eru nú ævi-
félagar sambandsins 280 að tölu.
íþróttaheimili í. S. í. Áheit að
upphæð kr. 500,00 hefir oss bor-
izt til íþróttaheimilis, frá hr.
Henry Aaberg, rafvirkjameist-
ara í Reykjavík.
Viglús Guðmundsson:
Endurmmningar irá
Þíngvöllum 1907
Árið 1874 var þjóðhátíð mikil haldin að Þingvöllum,
þegar Kristján konungur IX. koin hingað, fyrstur Dana-
konunga, með „frelsisskrá í föðurhendi“. Minningin um
þessa hátíð vermdi lengi hugi landsmanna, enda táknar
hún tímamót í sögu landsins. Engin hátíð hafði verið
haldin á síðari öldum, er kæmist til jafns við hana, að
mannfjölda og glæsibrag, þar til sumárið 1907, er Friðrik
VIII. kom hingað til lands. Fjórtán árum síðar, sumarið
1921, var enn gestkvæmt á Þingvöllum við komu Kristjáns
konungs X. Loks er svo alþingishátiðin 1930, sem sjálf-
sagt verður mesta hátíð í sögu landsins um mjög langt
skeið.
Nú, þegar ný stórhátíð á Þingvöllum stendur fyrir dyr-
um, er í senn skemmtileg't og fróðlegt að rifja upp, hvað
gerðist á hinum fyrri Þingvallahátíðum, sem mjög eru
teknar að fyrnast í vitund flestra.
í grein þeirri, sem hér birtist, rekur Vigfús Guðmunds-
son gestgjafi, einn hátíðargesta á Þingvöllum 2. ágúst 1907,
það, sem þar gerðist þá.
Þegar ég var unglingur, heyrði
ég oft talað með mikilli hrifn-
ingu um þóðhátíðina á Þing-
völlum 1874. Ljóminn yfir Þing-
völlum var þó einkum frá lestri
íslendingasagnanna á löngum
vetrarkvöldum á barnsárum
mínum.
Sumarið 1907 rann upp. Þá
var mikið farið að tala um, að
Friðrik VIII. myndi nú koma og
það skyldi verða þjóðhátíð á
Þingvöllum í tilefni þess. Þetta
kveiktí áhuga hjá mörgum að
fara á Þingvöll..
Sumarið var kalt og graslítið.
Við eldri bræðurnir, sem þá vor-
um unglingar, vorum að slá
snöggar mýrar 1. ágúst, ásamt
föður okkar, eins og venjulega
flesta daga sláttarins.
Þótt reynt væri að nota flest-
ar stundir við heyskapinn, þá
hafði ég nú ákveðiö að eyða 2.
ágúst á Þingvöllum. En til þess
að missa sem minnst af slættin-'
um, fór ég ekki fyrri en undir
kvöld 1. ágúst af stað. Var þá
bjart og gott veður, er hélzt þar
til ég var kominn austur að
Tröllhálsi, þá byrjaði rigning.
Enginn fór úr dalnum mínum,
nema ég einn. Bjóst ég við að
fá samfylgd í Lundarreykjadaln-
um, en þegar þangað kom voru
allir farnir, sem fara ætluðu, og
mér var sagt, að stórir hópar
fólks að vestan og norðan hefðu
farið þar um þann dag og dag-
inn áður.
Allir komnir austur á Þing-
völl! Ekki dugði að láta þetta
á sig fá. Ég reið inn allan Lund-
arreykjadalinn og austur yfir
Uxahryggi -um nóttina og var
kominn á Þingvöll árla morguns
2. ágúst.
Hátíðisdagur! Hvílíkt undra-
land opnaðist ekki þarna í fyrsta
sinn fyrir sjónum mínum. Og
allt hvítt og rauðflekkótt af
tjöldum og rauðum fánum með
hvitum kross.
Þokuúði var á og spillti það
nokkuð. Alls staðar var fullt af
fólki. Flest hafði það komið á
Þingvöll kvöldinu áður og slegið
tjöldum. Árla þennan morgun
höfðu verið talin 148 tjöld á
Völlunum, í Almannagjá og á
Þingvallatúni. Var þetta sú
langstærsta tjaldbreiða, sem ég
sá á fyrri árum ævinnar, þótt
stundum hafi hún orðið stærri
umhverfis mig á síðustu ár-
unum.
Þegar fólkið var seinna um
daginn talið, er það gekk frá
Lögbergi yfir brúna á Öxará,
reyndist það vera 4900, en tals-
vert var þá í tjöldum, vegna
Morðmenn
Noregsvinir höfðu ákveðið að gefa út sérstakt blað á
hátíðardegi Norðmanna 17. þessa mánaðar og hafði verið
beðið um meðfylgjandi grein í það. Þegar til Icom, reynd-
ist óframkvæmanlegt að koma blaðinu út í tæka tíð og
birtist því greinin hér.
Um líkt leyti og vopnavið-
skiptin í Noregi voru að enda
og konungur Noregs og ríkis-
stjórn höfðu orðið að flýja land,
til þess að geta haldið áfram
baráttunni gegn Þjóðverjum,
var ég kvöld eitt ásamt all-
mörgum íslendingum staddur í
samkvæmi með mörgum útlend-
ingum frá ýmsum þjóðum. Það,
sem menn töluðu um, var eins og
gefur að skilja ekki sízt þetta:
Hvernig myndi fara í Noregi?
Myndu Norðmenn hætta mót-
stöðunni heima fyrir og beygja
sig fyrir ofurvaldi nazismans?
Enginn var þeirrar skoðunar.
En einn útlendinganna hafði
orð á því síðar við mig, hvað
allir íslendingarnir voru hjart-
anlega. sammála og sannfærðir
um það, að Norðmenn mundu
ekki aðeins sýna mótþróa, held-
ur mundi andstaða þeirra og
barátta sýna slíkt viljaþrek og
dirfsku, að Þjóðverjar mundu
hvergi komast í hann krappari
hjá neinni þjóð, sem þeir reyndu
að undiroka.
Hinn sannfærandi þungi, sem
kom fram í þessari skoðun og
vakti athygli, er' ofur eðlilegur.
Okkur íslendingum var hetju-
dáð Norðmanna fyrirfram vituð.
Við vissum það nokkurnveginn
með sama móti og fullveðja son-
ur hefir hugboð um hvað faðir
hans muni gera, ef á hann væri
ráðizt og reynt yrði að kúga
hann.
Við þekkjum sögu Noregs.
Þótt menn hafi ekki lesið annað
en Heimskringlu, vita þeir
hvaða blóð rennur í æðum hins
norska kynstofns. Hin sérstæða
víkingslund og hin þróttmikla
skapgerð er neitar að beygja sig
fyrir ofbeldi hefir einkennt
sögu Noregs fram á þennan dag.
Siglingar hinnar fámennu
norsku þjóðar um öll heimsins
höf, eru á þessari öld nýtízku
víkingaferðir þróttmikillar en
friðsamrár þjóðar. í afrekum
Nansens, Amundsens og Sver-
drups sjáum við einnig hið ólg-
andi víkingseðli, sem leitar að
viðfangsefnum, er talin höfðu
verið óframkvæmanleg.
Þjóð, sem átt hefir hliðstæða
víkinga á sviði andans, hlaut að
gera það sem hún hefir gert, og
mun halda því áfram. Um það
þurfti ekki að lesa sér til. Það er
alveg nóg að hafa skoðað svip-
inn á honum Leifi heppna á
Skólavörðuhæðinni eða andlits-
þokuúðans. Var álitið að 5500
manns hefðu sótt hátíðina alls.
Rétt sunnan við gróðrarstöð-
ina, þvert fyrir völlunum, hafði
verið reistur gildaskáli, 50 álna
langur og 24 álna breiður. Eftir
honum var endilangur borðsal-
ur í miðju (12X50 álnir) og
rúmaðist þar 200 manns við
borð. Kvistur, 12 álna breiður,
var á framhlið hússins og í hon-
um forstofa að salnum, en svefn-
klefar voru tveim megin salsins,
12 öðru 'megin, en 8 hinu megin,
og voru þar svefnrúm fyrir 58
menn. (Hér er stuðzt við prent-
að mál frá 1907). Hásæti var
konungi búið í salnum, og var
það, ásamt hurðum og vind-
skeiðum hússins, útskorið af
miklum hagleik, af hinum odd-
haga listamanni, Stefáni Ei-
ríkssyni.
Annað hús (13X18 álnir)
hafði verið reist fyrir konung-
inn til þess að sofa í. Það var
neðst í brekkunni á völlunum
efri, spölkorn fyrir sunnan
gróðrarstöðina.
Reistur hafði verið pallur að
Lögbergi. Á honum var ræðu-
stóll og bekkir, þar sem setið
gátu um 30 manns. Þetta voru
helztu mannvirkin, sem gerð
höfðu verið á Þingvöllum fyrir
þessa hátíð. Einnig hafði verið
reistur mikill bogi yfir veginn
á vestri barmi Almannagjár, þar
sem vegurinn liggur niður í
gjána. Var hann fagurlega
skreyttur og á hann letrað:
„Stíg heilum fæti á helgan
völl“. — Svo má ekki gleyma
danspalli (25X25 álnir), sem
settur hafði verið undir brekk-
drætti Norömannsins Ingólfs
Arnarsonar, þar sem hann
stendur og horfir með óbifan-
legri ró, en sterkur og þótta-
mikill, út yfir hafið, af Arnar-
hóli.
Já, viöhorf okkar íslendinga
til Norðmanna, er máske ekki
ósvipað viðhorfi fullveðja sonar
til föðurs. Það er sjaldan mikið
um blíðskaparmál milli þótta-
mikilla norrænna feðga, hvorki
í dag eða í gömlum sögum. En
undir stoltinu er strengur, er
ætíð reyndist sterkur, er mest
var á hann reynt.
Ég segi að lokum, að mér hefir
oft í þessari styrjöld, þegar ég
hefi heyrt fréttirnar frá Noregi,
komið í hug kvæði Henrik Ibsen,
Þorgeir í Vík. í þessari styrjöld
er norska þjóðin öll Þorgeir í
Vík. Það er því líkast, sem hið
mikla og forspáa skáld hafi ver-
ið aö lýsa hetjubaráttu Nor-
egs í þessu stríði — sál hinnar
norsku þjóðar í persónugerfi
Þorgeirs í Vík.
Heima í Noregi hafa Norð-
menn fyrir löngu höggvið þetta
kvæði í stein. í þessari heims-
styrjöld hefir það greypzt í
hverja sál.
Og engum kæmi á óvart þótt
lokahefnd Noregs, að unnum
sigri, yrði hefnd Þorgeirs í Vík.
Slík þjóð, sem Norðmenn, hlýt-
ur að eiga stórt hlutverk í hin-
um nýja heimi framtíðarinnar.
Hermann Jónasson.
Kappglíma
Kjósarsýslu
Ungmennasamband Kjalar-
nesþings hélt kappglímu Kjós-
arsýslu s. 1. laugardag að Brú-
arlandi.
Úrsliti glímunnar ur.ðu þau,
að Davíð Guðmundsson varð
sigurvegari og vann til eignar
verðlaunagrip þann, sem keppt
var um. Hann hlaut einnig 1.
verðlaun fyrir fegurðarglímu.
Annar varð Njáll Guðmundsson,
og hlaut-' 2. fegurðarverðlaun.
Þriðji varð Eiríkur Sigúrjóns-
son. x
í sambandi við glímuna fluttu
Kjartan Bergmann og Stefán
Runólfsson frá Hólmi eriridi um
íþróttir. Ræddi Kjartan um
glímuna, en Stefán um íþróttir
almennt. Var erindum þeirra vel
tekið.
una suður af húsi konungs. Og'
fánastengur voru óhemju marg-
ar. Voru þær m.. a. beggja
megin meðfram öllum veginum
eftir Almannagjá, alla leið að
gildaskálanum, og frá gilda-
skálanum að ræðupallinum á
Lögbergi og umhverfis hann. Á
öllum þessum mörgu stöngum
blöktu stórir danskir fánar og
einnig víða hjá tjöldum ein-
staklinga.
En það, sem hafði einna mest
áhrif á mig þarna á Þingvöllum
og er mér minnisstæðast, voru 3
íslenzkir fánar, sem sáust sinn á
hverjum stað innan um alla
fánamergðina. Þeir voru hjá
tjaldi Skúla Thoroddsen, rit-
stjórum Ingólfs, en þeir voru
Benedikt Sveinsson og Ari Jóns-
son (báðir kosnir á Alþing árið
eftir í fyrsta sinn, Ari í Stranda-
sýslu en Benedikt í N.-Þingeyj-
arsýslu) og þriðji fáninn og sá
stærsti, var hjá tjaldi fulltrúa
frá sjö Ungmennafélögum, sem
voru nú að stofna U. M. F. ís-
lands.
Þarna blöktu þessir fögru, blá-
hvítu fánar, nývígðir með hinu
fagra kvæði stórskáldsins Ein-
ars Benediktssonar: „Rís þú
unga íslands merki“. Og það
streymdi með undra afli gegn-
um sál okkar æskumannanna:
„Skín þú fáni eynni yfir *
eins og mjöll í fjallahlíð;
fangamarki'ð fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist hvar, sem landinn lifir,
litir þínir alla tíð“.
Þá var ekki kominn neinn
rauður kross inn í fánann, sem
l