Tíminn - 04.07.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ' ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDÍ: PRAMSÓKNARPIiOKKURINN. ^ \ PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. j í Simar 3948 og 3720. \ 1 \ ÍRITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 3948 og 3720. | AFGREIÐSLA, INNTTETMTA j OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ( EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. í Síml 2323. < 28. árg. Reyltjavík, þriðjudaginn 4. júlí 1944 66. Mað Erlent yfirlit: Styrjöldin á Ítalíu Innrásin í Normandí og síðar sókn Rússa í Hvíta-Rússlandi hafa .orðið þess valdandi, að styrjöldinni á Ítalíu hefir verið gefinn minni gaumur en ella. Þó getur hæglega svo farið, að úrslitin þar eigi eftir að hafa hin örlagaríkustu áhrif á úrslit sj álfrar Evrópustyrj aldarinnar. Síðan Bandamenn brutust í gegnum Gustavslínuna og Hitl- erslínuna sunnan við Róm og tóku hina fornfrægu borg her- skildi, hefir sókn þeirra norður á bóginn verið allhröð og mót- spyrna heldur lítil af hálfu Þjóðverja. Þjóðverjar guldu mik- ið afhroð í orustunni um Róm, manntjón þeirra mun hafa skipt nokkrum tugum þúsunda og hergagnatjónið varð geysilegt. Kesselring marskálkur mun því hafa séð það ráð vænst að,koma leifum her síns undan til hinn- ar nýju varnarlínu Þjóðverja, gotnesku línunnar svokölluðu, en hún liggur milli borganna Pisa á vesturströndinni og Re- mini á austurströndinni. Til þessarar varnarstöðvar hafa Þjóðverjar einnig flutt megnið af þeim her, sem þeir höfðu í Norður-Ítalíu. Það er alllangt síðan að Þjóð- verjar byrjuðu að byggja gotn- esku línuna, og er hún talin all- öflug. Hálendi og fleiri nátt- úruhindranir skapa þar allgóð varnarskilyrði. Einna veikust eru varnarskilyrðin talin með- fram járnbrautinni frá Rímini til Bologna. Allmiklu norðar hafa Þjóðverjar komið sér upp annari varnarlínu meðfram Pó- fljóti. Her Bandamanna nálgast nú óðum gotnesku línuna. Hann er kominn að Livorno á vest- urströndinni og að Ancona á austurströndinni. Florenz hefir verið lýst óvíggirt borg og munu Bandamenn sennilega taka hana fljótlega. Þegar Bandamenn hafa yfir- bugað þessar tvær seinustu varnarlínur Þjóðverja, er þeim vegurinn opinn, hvort heldur er inn i Suður-Frakkland eða á Balkanskaga. Margir telja lík- (Framh. á 4. Siðu j Selnustu fréttir Allsherjarverkfall hefir verið í Kaupmannahöfn undanfarna daga, og hefir nú breiðst til /leiri danskra borga. Til- drög verkfallsins voru þau, að í nokkrum verkamannahverfum var ekki hlýtt umferðabanni Þjóðverja á Jónsmessunótt og kom þá til átaka milli hersins og öbreyttra borgara. Féllu nokkrir Danir í þessari viður- eign, en margir særðust. Þjóð- verjar veittu eftir þetta nokkra tilslökun á banninu, en byrj- uðu að handsama ýmsa foringja verkalýðsins. Handtökunum var svarað með verkfalli, sem náði til flestra atvinnugreina. Hefir komið oft til óeirða síðan og er talið að 100 Danir hafi fallið, en 1000 særzt.Annars eru fregnir af þessum atburðum enn óljósar. Sókn Rússa í Hvíta-Rússlandi . miðar hratt áfram. Þeir hafa tekið allar helztu varnarstöðvar Þjóðverja þar, seinast höfuð- borgina Minsk í gærdag. Á nokkrum stöðum eru þeir komn- ir inn i Pólland. Manntjón Þjóð- verja er sagt gífurlegt. í Normandí hefir verið minna barist undanfarna daga en áð- ur, og engar breytingar orðið á vígstöðvunum. Báðir aðilar safna að sér liði til sóknar. Franskir skæruliðar vinna Þjóð- verjum mikið tjón. Merkileg ræktimar- samþykkt ísf. bænda Fréttir úr Nauteyrarhr. Bændur í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp hafa ákveð- ið að vinna að því, að innan 10 ára verði hægt að stunda allan heyskap þar í sveitinni á véltæku landi og hvert býli geti a. m. k. aflað 500 hesta af heyi á þann hátt. Var þetta samþykkt á fundi búnaðarfé- lags sveitarinnar í vetur, og hefir verið unnið mikið að jarðræktarframkvæmdum í vor og verður þó sennilega unnið enn meira í haust. Til þess að ná þessu marki þarf til jafnaðar að bæta einum ha. ræktaðs lands við hvert býli í sveitinni. Nokkur býli þurfa enga viðbót, en önnur aftur á móti talsvert mikla. Það dreg- ur úr framkvæmdum, að vöntun hefir verið á nógu góðum verk- færum. Þessi ákvörðun bænda við ísa- fjarðardjúp sýnir, að þeir eru framtaksmenn miklir, sem og reyndar var áður kunnugt. Heimavistarskóli þeirra á Reykjanesi er þegar þjóðkunnur orðinn og þeir standa mjög framarlega á mörgum öðrum sviðum. í Nauteyrarhreppi eru nú vindrafstöðvar á 16 býlum af 23* útvarp er á hverjum bæ og sími á 7 bæjum. Það, sem einna mest háir nú búskap bænda viðísafjaröardjúp er fólksekla. Eru horfur mjög ískyggilegar, ef ekki verða þar ráðnar bætur á. í ár hafa tvær jarðir, sem liggja vel við sam- göngum, lagzt í eyði í Nauteyr- arhreppi, því að enginn ábúandi hefir fengizt og nýlega hafa fjórar jai’ðir lagzt- í eyði í Snæ- fjallahreppi. Skepnuhöld hafa verið sæmi- leg við Djúpið í vor og vetur. Maður, sem er nýlega kominn þaðan að vestan, sagði að tún- spretta væri oi’ðin þar betri en sér hefði virzt hún í Dölum og Borgarfirði. Lýðveldishátíð að Reykjanesi. Sunnudaginn 18. júní síðastl. var haldin lýðveldishátíð að Reykjanesi og sóttu hana um 400 manns. Hún hófst með guðs- bjónustu sóknarprests, en síðar fluttu ræðurAðalsteinnEiríksson skólastjóri, Jón H. Fjalldal á Melgraseyri og BaldurBjarnason frá Vigur. Kór og lúðrasveit frá ísafirði skemmtu. Hátíðin fór hið bezta fram. Aukaþing Kvenfél.- sambands Islands Kvenfélagasamband íslands (K. í.), hélt aukaþing 26.—28. f. m., þar sem aðallega var rætt um skipulagningu á aukinni starfsemi sambandsins. Á sein- asta Alþingi var K. í. veittur 100 þús. kr. styrkur á fjárlögum lil starfsemi sinnar og gerir hann því kleift að auka hana til muna, en aðalstarfsvið þess eru heimilisiðnaðarmálin. K. í. hefir þegar ráðið framkvæmdastjóra — heimilisráðunaut — og mun ráða sér fleiri starfsmenn á næstunni. Þá var rætt um húsmæðra- fræðsluna. Nefnd, sem var starf- andi í málinu (Sigrún Blöndal, Hulda Stefánsdóttir og Aðai- björg Sigurðardóttir) lögðu fram ýtarlegar tillögur um húsmæðra- fræðsluna og voru þær sam- þykktar. Samþykktar voru áskoranir þess efnis, að Alþingi láti rann- saka, hvaða vélar og tæki séu hentugust til aukinnar iðju á heimilum, og hvernig sé bezt að (Framh. á 4. síðu) Gíldandi ínnflutníngsreglur eyðíleggja verzlunarfrelsið Blekkingum viðskíptamálaráðh. um innflutning S. I. S. hrundið Hér í blaðinu hafa verið birtar nokkrar greinar um reglur þær, sem núverandi viðskipta- málaráðherra hefir sett um sliiptingu innflutnings. í greinum þessum hefir verið sýnt fram á, að reglur þessar séu hinar skaðlegustu fyrir alla heilbrigða verzlun og afnemi raunveru- lega verzlunarfrelsi almennings, ef þeim sé beitt til hlítar. Sérstaklega hefir verið sýnt fram á, að þær séu skaðlegar samvinnuhreyfingunni, því að þær stöðvi eðlilegan vöxt og viðgang hennar. Málgagn viðskiptamálaráðherrans, heildsalablaðið Vísir, hefir ekki treyst sér til að svara þessára gagnrýni þar til fyrir nokkrum dögum, er það birti viðtal við ráðherrann um málið. í viðtali þessu reynir ráðherrann þó ekkert til að mæta gagnrýni Tímans með rökum, en hyggst hins vegar að réttlæta málstað sinn með blekkingu, sem jafnframt mun eiga að kasta rýrð á Samband ísl. samvinnufélaga og starfsmenn þess. Er þessi málfærsla viðskiptamálaráðherrans hin fullkomnasta sönnun þess hversu lélegur málstaður hans er. Tvenns konar \ fraaiikvæmd Iiuifliitieiiigshafta Áður er horfið verður að því að hnekkja blekkingu ráðherr- ans, þykir rétt að fara nokkrum orðum almennt um tilhögun innflutningshafta. Hún getur verið mjög mismunandi eftir því, hvort þeir, sem ráða henni taka meira tillit til neytenda eða kaupmanna. Innflutningshöft er hægt að framkvæma án verulegrar skerðingar á verzlunarfrelsi al- mennings. Þó þarf að taka sem fyllst tillit til þess, hvert neyt- endur vilja beina viðskiptum sínum. Eitt ljósasta dæmi þess er félagsmannatala kaupfélag- anna. Fjölgi félagsmönnum á innflutningur félaganna að vaxa, en fækki þeim á hann að minnka. Talsvert má og fylgjast með því, hvert viðhorf neytenda er til einkaverzlana. Séu inn- flutningshöftin byggð á þessum grundvelli, skerða þau ekki þann höfuðkost verzlunarfrelsisins, að veita neyténdum aðstöðu til að velja milli verzlana og skapa þannig milli þeirra heilbrigða samkeppni um vöruverð og vöru- gæði. Innflutningshöftum er einnig hægt að béita þannig, að þau raunverulega afnemi verzlunar- frelsið. Það er hægt með því að taka eitt eða fleiri ár, sem liðin eru, og segja: Innflutningnum skal skipt milli innflytjenda eft- ir sama hlutfalli og var á þessum tíma. Með þessum móti er vilji fastur, og fá sig hvergi hrært. Iiinfliitiiingsregliir Björns Ólafssonar. neytendanna gerður engu ráð- neinum skilyrðum. Þeir fá sinn andi og öll heilbrigð samkeppni gamla hluta af innflutningnum, er úr sögunni. Neytandinn getur | hvernig sem verðlagið eða vöru- ekki flutt viðskipti sín milli gæðin eru. Og neytendunrir eru verzlana frekar en Hólmfastur j bundnif á klafann eins og Hólm- forðum. Verzlunin, sem hann sæi sér hagkvæmara að fara að skipta við, getur ekki fullnægt honum. Hún fær ekki hlutfalls- lega meiri innflutning en áður. Það er ekki lengur neitt keppi- kefli fyrir verzlunarfyrirtæki að bjóða lágt verð og góðar vörur, því að verzlún þess ykist ekki neitt við það. Það fær sitt gamla hlutfall og ekki meira. 'Verzlun- arfyrirtæki, sem hefði þurft að bæta verzlunarmáta sinn eða heltast úr lestinni ella, barf ekki lengur að hafa neinar á- ^yggjur út af því. Það fær á- fram sitt gamla hlutfall, hvernig sem verzlun þess er. Verzlunin er bundin í fjöti’a, sem stöðvar vöxt allra heilbrigðra fyrir- tækja, en tryggir okrara og ó- nytjunga í sessi.Raunverulega er þetta versta tegund einokunar, þar sem lélegustu verzlunum er tryggður viss hluti innflutn- ings og almenningur er neyddur til að skipta við þær, vegna tak- markananna á innflutningnum. Ef slíkar innflutningsreglur giltu lengi, myndu þær hafa í för með sér hinar verstu bú- sif j ar fyrir allan Innflutningsreglur þær, sem Björn Ólafsson setti á síðastl. ári, byggjast á þeirri grundvall- arreglu, að innflutningnum skuli skipt milli innflytjenda eftir sama hlutfalli og var fyrstu stríðsárin og seinustu árin fyr ir stríðið. Þær hafa því alla þá ókosti, sem lýst er hér á undan, að fylgi slíkum reglum. Það gerir þessar reglur enn skuggalegri, að farið er eftir verðupphæð innflutningsins á undanförnum árum en ekki vörumagni,þegar fundin er hlut- deild verzlunarfyrirtækja í inn- flutningnum. Með þeim hætti eru þeir beinlínis verðlaunaðir, sem gért hafa lökustu innkaup- in, en hinir verða harðara úti, sem gert hafa hagkvæmustu kaupin. Skýrslurnar gefa ekki heldur rétta mynd af verzluninni, eins og hún hefði verið undir eðli- I legum skilyrðum, þar sem , . í nokkuð af skýrslutímanum eru a m,enn!ng' i stríðsár, þegar ýms fyrirtæki urðu einokunarkaupmennirnir oft að fullnægja vissum skilyrð- um til hagsbóta fyrir neytend- ur. Samkvæmt þessum reglum þurfa þeir ekki að fullnægja Fluggæzla frá Islandi . . J ÍÍÉ» ÍlIllAliliÍ Þær myndu sízt reynast betri en j urgu fyrir ófyrirsjáanlegum ó- emokunm i gamla daga. Þá | höppum af völdum markaðslok_ unar, flutningaerfiðleika o. fl., en önnur hlutu líka sérstök höpp. Þetta, sem hér hefir verið nefnt, ásamt ýmsu fleiru, gerir það að verkum, að mörg heil- brigðustu fyrirtækin, eins og t. d. samvinnufélögin, fá ekki einu sinni það hlutfall, sem þeim ætti að bera samkvæmt reglum Björns, heldur miklu minna. Má nefna þess allmörg dæmi, eins og síðar verður vikið að. Inn- flutningsreglur Björns Ólafs- sonar stöðva því ekki aðeins vöxt heilbrigðrar verzlunar, heldur minnka hana oft hlut- fallslega- frá því, sem áður var. Blokking viðskipta- má 1 a r á ðher r a. í viðtali viðskiptamálaráð- herra við Vísi, sem áður er-skýrt frá, reynir hann að bera fyrir sig þá blekkingu, að innflutn- ingsreglur hans hafi síður en svo skert innflutning S. í. S., þar sem það hafi um síðastl áramót átt ónotuð innflutnings- leyfi, sem námu samtals 4.2 milj. kr., fyrir vefnaðarvörum, skó- fatnaði og búsáhöldum, en það séú þær vörur, sem helzt sé skömmtun á. Ef hörgull sé á þessum vörum hjá kaupfélögun um, hljóti það að vera ódugnaði S. í. S. að kenna, en sé ekki af lelðlng innflutningshaftanna. Þessari fullyrðingu ráðherr- (Framh. á 4. síðu) Frá íslandi hafa Bandamenn haldið uppi jluggœzlu á Atlantshafi með hinum stóru Liberatorflugvélum sinum. — Hér á myndinni sést ein slik flugvél vera að leggja upp í gœzluferð. A víðavangi „VERZLUN“ UM SKATTAMÁL. Þjóðviljinn er mjög reiður yfir þeim upplýsingum Timans, að þingmenn kommúnista hafi hjálpað ihaldinu til að fella úr dýrtíðarlögunum veturinn K43 ákvæði um afnám á skatthlunn- indum gróðafélaga. í forustu- grein blaðsins síðastliðinn laugardag eru Framsóknar- menn mjög hrakyrtir fyrir að verzla við Sjálfstæðismenn um skattamál, en síðan segir orð- rétt: „En eitt sinn brást þeim boga- listin í verzlunarbraskinu. Stjórnarfrumvarp lá fyrir þing- inu um dýrtíðarráðstafanir. Samkvæmt því skyldu laun allra verkamanna á landinu lækka um 12—13% og aukinn skattur á miðlungs tekjum..... Enn var ákvæði um að draga skyldi úr varasjóðshlunnindunum. Sósírlistaflokknum tókst að komast að samkomulagi um það, að öll kauplækkunarákvæði skvldu niður falla úr frumvarp- inu, sömuleiðis skattaukinn á læs;ri gjaldendurna, en 3 milj- ónir króna skyldu veittar auk- reitis til að endurbæta. alþýðu- irygg-insrarnar. Hins vesrar skyldu skattoákvæðin tekin út úr dýr- tíðarfrumvarpinu.“ (Þ. e. á- kvæðið um afnám varasjóðs- hlunnindanna). Þessi frásögn Þjóðviljans sýn- ir bezt, að það eru þingmenn kommúnista, er „verzlað" hafa við íhaldið um skatthlunnindi fyrir stórgróðafélögin. Sann- leikurinn er lika sá, að kommún- istar fengu miklu minna fvrir bessa „vei’zlun", en Þióðviljinn vill vera láta, því að áður en hessi ,.verzlun“ var gerð, var búið að fella úr frv. svokölluð kauplækkunarákvæði og skatt- aukann á lægri tekjur. Fram- sóknarfl. bauð líka, að allur gróði ríkisins af afnámi skatt- hlunninda gróðafélaga skyldi renna til alþýðutrygginganna og stóð kommúnistum bannig til boða að fá meiri tekjur handa tryggingunum en þeir fengu með .,verzluninni“ við íhaldið. Sú afsökun kommúnista er vitanlega hrein markleysa, að beir hafi síðar á sama bingi flut.t frv. um afnám skatthlunn- indanna. Með samningnum við í- haldið í sambandi við dvrtíðar- löein voru beir búnir að binda hendur sínar, svo að frv. þeirra .var flutt til þess eins að sýnast, enda svo seint fram borið, að enginn tími var til að afgreiða bað. Það er alveg eftir „kokkabók- um“ kommúnista að ásaka aðra íyrir „verzlun“ um skattamálin. Eitt aðalboðorð þeirra er að skamma aðra fyrir það, sem þeir eru sekastir um sjálfir. „FASISMI“ þjóðviljans. Þjóðviljinn er enn að tönglast á því, að það sé afturhaldsstefna og fasismi, að vilja láta kjósa alla þingmenn í einmennings- kjördæmum. Eftir þessu að dæma er ríkjandi fasismi í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem allir aðalflokkarnir eru sammála um þessa stefnu. Verður ekki annað sagt, en að kommúnistar gangi nú orðið meira en langt í þvi að stimpla allt, sem þeim er andstætt, aft urhald og fasisma, þar sem helztu forvígismenn lýðræðisins í heiminum, eins og Roosevelt, Churchill, Attlee og Cripps fá einnig þann stimpil á sig. BÓKAAUGLÝSINGAR í ÚTVARPINU. Bókamaður skrifar: Fátt sær- ir mig meira en hinar skrum- miklu bókaauglýsingar í út- varpinu. Þær eru sannarlega til skammar þeim, sem útvarpinu ráða. Varla kemur svo út þýdd bók, hversu ómerkileg, sem hún er, að hún sé ekki sögð heims- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.