Tíminn - 04.07.1944, Page 3

Tíminn - 04.07.1944, Page 3
66. blað TÍMIJVIV, þrlðjudaginn 4. júlí 1944 263 Á íslcnzk tónlist engu lilutverki að gegna? (Framh. af 2. síðu) nytsöm verðmæti, því að þá mun hana aldrei skorta einstaklinga til að skapa þau, ef þeir aðeins finna, að þau eru vel þegin, jafnvel hvað illa, sem þau eru launuð í tímanlegum verðmæt- um. Það er þess vegna í tvöföld- um skilningi, að mér er annt um, að þjóð mín hagnýti alla beztu krafta allra góðra ein- staklinga á hverjum þeim nyt- sömum vettvangi, sem þeir kraftar standa til. Nú er það einkum þrennt, sem megnar að vekja á okkur alheims-athygli. Það eru bókmenntir, vísindi og listir. Þess vegna ber sérstök nauðsyn til að vekja áhuga þjóðarinnar á þessum lífsins lindum hennar sjálfrar, svo að skapazt geti jarðvegur fyrir sérgáfaða einstaklinga til að vaxa upp úr og dafna í. Það er með þessar grundvallarskoðanir fyrir augum, að ég hefi deilt á útvarpið og ykkur, forkólfa þjóðarinnar á vettvangi tónlist- armálanna, en ekki endilega af því, að ég þættist þar sérstak- lega afskintur. Tek ég þetta fram sökum þess, að vegna að- stöðu minnar sem tónskálds gætu bæði þú og aðrir lagt að- finslur mínar þannig út, að fyr- ir mér vekti einungis að koma mínum eigin verkum á fram- færi. En í því falli geri ég engar meiri kröfur mér til handa en ykkar hinna. Fyrir mér vakir einungis sá möguleiki, að út- varpið gangi^okkur í útgáfu- stað með því að kynna þjóðinni verk okkar, en annars sé öllum gert jafnt undir höfði, hvað það snertir. Og enda þótt það geti orkað mjög tvímælis, að svo hafi verið gert í tónflutningsstarfi útvarpsins hingað til, nenni ég ekki að fara frekar út í það að sinni“....Og ennfremur: „Ég hefi hér í fásinninu, og einkum á sumrin, góðan tíma til að hug- leiða ýmislegt í fari og athöfn- um þjóðarinnar, sem mér geðj- ast ekki að. Og það, sem ég kynni að koma auga á snert- andi þinn verkahring, er til úr- bóta mætti verða, er þér .meira en velkomið til athugunar og afnota, án frekari greinargerða eða heimilda. Okkur deilir sjálf- sagt á um margt, en við viljum báðir vel, og einmitt þess vegna er ádeilan nauðsynleg. Þú sagð- ir mér t. d., að íslenzkar hljóm- plötur væru svo illa uppfærðar, að þær væru naumast boðlegar í útvarpinu. Þarna erum við að sumu leyti sammála, en ekki samdóma. Þær eru að vísu lé- legar sumar hverjar, frá okkar sjónarmiði, en misjafnar þó og allar betri en ekki, því að þær gefa þó oftast nokkra hugmynd um það, sem á þeim er. Al- menningur prúttarekkisvo mjög um, hvernig þær eru, en hann getur lært af þeim lögin, og það er aðalatriðið, enda eru það eng- anveginn beztu plöturnar, sem oftast eru leiknar í útvarpið, að því er mér hefir virzt. Annars er of hörð og hótfyndin gagn- rýni, a. m. k. í orði, eitt af því, sem ég finn sumum ykkar þarna syðra til foráttu. Sanngjörn og hófleg gagnrýni er þroskandi og gagnleg mönnum og málefnum, en sé hún yfirborðskennd og ill- úðug hundrotar hún vísast sér- hverja góða viðleitni, og fer það mjög að sköpuðu......íslenzku hljómplöturnar geta komið þjóðinni að tilætluðum notum þrátt fyrir allt. Og svo er ann- að: íslenzk sönglög er alhægt að leika á sólóhljóðfæri, svo sem fiðlu eða celló, fáist þau ein- hverra hluta vegna ekki sungin. Þá hlýtur líka að vera til tals- vert af smálögum fyrir hljóð- færi, sem gera mætti af keðju fyrir útvarpshljómsveitina; ég er t. d. búinn að eiga fjörutíu Hljómblik hjá ykkur síðan í fyrrahaust, og af þeim hafa að- eins sjö verið leikin einu sinni af sérstöku tilefni, og það var síð- ur en svo nokkurt úrval. Því ekki að nota þá syrpu frekar? Þá geri ég ráð fyrir, að þú eigir sjálfur talsvert af hljóðfæra- tónsmíðum. Því ekki að hag- nýta þær? Og hvað um Svein- björn? Er ekki hægt að flýta ögn fyrir því að fá hann grafinn upp? Og hvað um alla hina? .. . . Sem sagt, það eru fyrir hendi ótal útvegir til að vekja þjóð- ina til lífs og méðvitundar á þessum vettvangi, en það verð- ur ekki gert með óviðeigandi tómlæti gagnvart tónsmíðavið- leitni okkar, síður en svo. Þú tókst það fram um kantötuna, að hún væri góð sem æskuverk. A. m. k. það, að hún' sé æsku- verk, er alveg rétt. En ég vil bara meina, að öll okkar tónlist að svo komnu sé æskuverk. Það verður í bezta falli næsta kyn- slóð, sem kemst af æskuskeiðinu í þessum efnum. Spurningin um gildi kantötunnar fyrir þjóðina er því einungis það, hversu hún sómir sér meðal æskuverkanna, hvort hún er spor upp á við eða gagnstætt. En með því að kynna þjóðinni æskuverkin flýtum við mest og bezt fyrir unglings- þroska hennar, og svo koll af kolli.“ Við þetta hefi ég í öllu veru- legu litlu eða engu að bæta. Það sýnir í aðalatriðum viðhorf mitt til þessara mála, eins og það var fyrir fimm árum síðan, er enn og hefir raunar alltaf verið. Og það ætti ennfremur að geta sannfært hlutaðeigendur um, að hér er hvorki talað af gorgeir né illúð, heldur einung- is þjóðnauðsynlegri vandlæt- ingu. Það má svo heita, að við, sem nú lifum, séum fyrsta kyn- slóð væntanlegrar tónmenning- ar íslendinga, og þess vegna er það þjóðarnauðsyn, að við, starfsfólkið í víngarði þessarar háleitu listar, séum einhuga og samtaka í starfinu. Sjálfsagt eigum við rétt á því, að okkur fyrirgefist margt sak.ir ungæðis- háttar og reynsluskorts. Og það er meðfram vegna þess, að ég vil í lengstu lög skirrast við að stinga á illkynjuðustu mein- unum 1 okkar tónlistræna at- hafnalífi, að ég veit, að sum þeirra eru hugsunarlaust tímans tákn, og svo líka af því, að þá verður ekki komizt hjá per- sónulegum ádeilum, en þær verða oftast bæði særandi og villandi og eru því ekki góðum málstað sæmandi, auk þess sem þær eru eins konar fjörefni hvers konar misskilnings og sundrungar, ódrenglundar og illúðar, og orka þess vegna mjög tvímælis sem kostnaðarsvarandi málaflutningur. Hins vegar væri rangt að láta þessi mál afskiptalaus, og til að árétta það vil ég gefa nær- tækt dæmi, án þess þó að fyrir mér vaki að blanda mér nokkuð inn í þær deilur. Eins og frægt er orðið lét S. f. S. urða nokkrar smálest- ir af saltkjöti, sem hafði skemmzt í vörzlum þess. Nú er það sjálfsagt öllum augljóst, að fyrirmenn SÍS eru engir ráð- leysingjar, og eins hitt, að salt- kjöt lætur misjafnlega að geymslu. T. d. hefi ég með hálf- tunnu vetrarforða gengið úr skugga um óskiljanleg áraskipti að því, hve saltkjöt frá sömu verzlun, saltað af sama manni eftir sömu reglum og geymt í sama húsi, hefst misjafnlega við yfir veturinn, enda fór líkt fyrir mér og SÍS s. 1. vetur; og tek ég þetta fram sem máls- bætur án frekari íhlutunar, svo sem fyrr er sagt. Eigi að síður er ég þeirrar skoðunar, að slíkir atburðir sem þessi verðskuldi athygli og rétt- láta gagnrýni. En út af þeim hafa flest blöð landsins fundið ástæðu til að ráðast með ein- hliða hlífðarleysi á jafnvel mannorð ýmissa mætustu manna þjóðarinnar, þeirra manna, sem á síðan munu standa einna fremstir í hennar athafnalegu KRAFTAVERKA- sögu síðasta aldarþriðjung, manna, sem þjóðin mun tigna því meir sem guð gefur henni meira vit og almennilegri þjóðarheilsu. En er þá nokkur ástæða til að láta það liggja í eilífu þagnargildi, að listiðja þjóðarinnar sé ámælislaust lát- in grotna niður fyrir hand- vömm og ráðleysi viðkomandi starfskrafta og athafnavalds? Vísifalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa nú reiknað út vísitöluna 1. júní og reyndist hún vera 268 stig, þ. e. tveimur stigum lægri en 1. maí. Lækkunin stafar af hinum lækkuðu farmgjöldum og myndi hafa orðið meiri, ef hækkun hefði ekki orðið á einstökum útgjaldaliðum, svo sem fatnaði. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Þeir Knútur og Pétur lifðu nú áhyggjulitlu lífi í Týli í þrjú ár. Árið 1912 tókust þeir ferð á hendur yfir Grænlandsjökla til; austurstrandarinnar. Þeim hafði borizt til eyrna, að Einar Mikkel- sen væri ókominn úr leiðangri sínum til austurstrandar Græn- lands, og þess var getið, til, að hann hefði freistað að brjótast vestur yfir Grænlandsjökla. Þeir bjuggu ferð sína í skyndi og lögðu af stað í þessa áhættu- sömu ferð, vel búnir að kjöti og spiki, en fátæklega að útlendum vistum. Yfirleitt stóðst ferðaáæltunin ekki að neinu. Þeir lögðu af stað með 45 sleða og 375 hunda og marga fylgd- armenn. Á hverjum degi voru nokkrir sleðar og ökuþórar sendir til baka. Að síðustu voru þeir aðeins fjórir eftir, Knútur, Pétur og Iveir Eskimóar. Um þetta ferðalag skrifaði Knútur bók — „Ferðadagbók mín“ myndi hún nefnd í orðréttri þýðingu á íslenzku —, er varð lengi síðan meðal eftirlætisbóka danskra æskumanna. Sú bók lýsir vel ferðalagi þeirra félaga, en það er eitt, sem þar er að engu getið, og það er hinn undraverði dugur Knúts sjálfs, er að lokum skilaði þeim heilum til byggða. Köldustu morgnana, þegar þeir skulfu allir eins og hundar í svefnpokum sínum á jöklinum, söng hann vísur Drachmanns, dillaði sér og hló. Sæmilegir veiðimenn geta auðveldlega lifað góðu lífi á norður- slóðum, þótt þeir hafi litlar birgðir matar, ef þeir mega vera að því að sinna veiðiskapnum. En þeir Knútur höfðu ákveðnu verk- efni að gegna og urðu að hraða för sinni. Þeir gátu þvi ekki gefið sig að veiðum, nema ef svo bar til, að einhver veiðidýr yrðu á leið þeirra. Stöku sinnum bar þó við, að þeir fengu gnægð kjöts, helzt ef sauðnautaflokkar urðu á vegi þeirra. Þau dýr eru einkennileg að því leyti, að þau flýja aldrei. Ef þau verða óvina vör, skipa þau sér í hring, og þá er ekki um annað að velja en skjóta þau öll niður, þótt menn þurfi ekki nema á einu dýri að halda, því að þau lifandi verja dauðu skrokkana meðan þau standa uppi. | -Þannig minntust þeir Knútur þess með hryggð og hryllingi, að þeir urðu eitt sinn í þessari ferð að skjóta niður stóra hjörð, þótt þeir gætu aðeins haft á brott með sér lítið eitt af kjöti. Margt fleira hörmulegt gerðist í þessari jökulferð. Sumir hund- : anna dóu úr vosbúð og þrældómi, aðrir létu lífið á viðbjóðslegan 1 hátt á hornum sauðnautanna, nokkrir í beljandi Jökulelfu, sem ! þeir urðu að brjótast yfir. En hversu mjög sem að þeim kreppti, var kjarkur Knúts óbugandi. Þeir lögðu á sjálfan jökulinn við svonefndan Schmelckhöfða. Það var mjög erfitt að komast þar upp, og sóttist ferðin því seint. Tók það fimm daga — fimm langa og lýjandi daga — að komast upp á jökulbrúnina. Þá voru kjötbirgðir þeirra þrotnar, og allt, sem þeir höfðu matarkyns, voru sjö tvípund af hafra- mjöli í gömlu koddaveri, tuttugu búðingspakkar og dálitið af kandíssykri. Knútur bannaði harðlega, að snert yrði við hafra- mjölinu, því að það var varaforði þeirra. Þeir nærðust þess vegna eingöngu á búðingi næstu dægur. Þeir höfðu báðir viðbjóð á búð- ingi upp frá því. Uppi á jöklinum skaut Knútur fáeina héra og nokkrar rjúp- ur. Rjúpurnar átu þeir sjálfir, en gáfu glorsoltnum hundunum hérana. Að lokum brutust þeir yfir kolmórauða og straumharða jökulá ; og komust niður í Valmúadalinn. Þar voru hópar sauðnauta, og þar hvíldust þeir eftir ferðavolkið, fituðu hundana og þurrk- uðu handa sér kjöt. Úr Valmúadalnum lá leiðin yfir jökla og ófærur. Margar straumharðar og vatnsmiklar ár urðu á leið þeirra. Yfir þær fóru þeir á þrem samanbundnum sleðum. Loks komust þeir til Veiðilandsins mikla. Þar voru þeir um kyrrt um hríð og öfluðu sér kjötbirgða til heimferðarinnar. Skáru þeir kjötið af beinunum og reyrðu utan um það sauðnauta- húðir. Síðan störfuðu þeir um hrið að því að bera kjötið upp á jökulbrúnina. Það var erfitt verk. Þessa daga var mikill hiti, svo að kjötið úldnaði í belgjunum og varð að lokum fagurgrænt á litinn. Pétur lét í ljós ótrú sína á þessari kjötverkun. En Knútur svaraði: „Það verður þægilega meyrt, þegar það er búið að frjósa.“ Bæjarskriístoiurnar í Austurstræti 16 (Pósthússtræti 7) verða fyrst um sinn opnar til al- mennrar afgreiðslu frá kl. 9—12 f. h. og kl. 1—3 e. h. Á laugardögum einungis kl. 9—12 f. h. Alla virka dagá, aðra en laugardaga, verður tekið við bæjargjöldum í afgreiðslu bæjargjaldkera frá kl. 9 f. h. til kl. 4i/3 e. h. Viðtalstímar borgarstjóra og annara starfsmanna eru hinir sömu og áður. Borgarstjjórinii. Að geínu tílefni skal það tekið fram, að hr. Karl Friðriksson, verk- stjóri hjá Reykjavíkurbæ, er til viðtals vegna bæjar- vinnunnar alla virka daga kl. 10—11 f. h. í síma 1797, en ekki á öðrum tímum. Bæjarverkfræðingur. TÍ MINN er víðlesnasta auglýsingablaðið! Samband ísl. sanivinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Motiðl O P 4 L rœstiduft TilkynniDg et fyrir i—kkru komið t> — .irkaðlrm og h"fir þegar iUotið hið mesta lofsorð, því vel ci til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti. cr ræstiduft þarf að haía, — það hreinsar án þess að rlspa, er mjög drj’igt, og er nothæft á aiiar tegondir búsáhalda op elrt- húsáhalda O p A L Rœstiduft — Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu í til- efni af fráfalli sonar okkar Sæniiuidar, er fórst með m/b. „Frey“ frá Vestmannaeyjum. MARGRÉT LOFTSDÓTTIR. ÁRNI SÆMUNDSSON, Bala, Þykkvabæ. firá Þjódhátíðarnefind Reikningar á Þjóðliátíðarnefnd verða greiddir í skrifstofu ncfndarinar í Alþingis- hásinu 3. og 4. jálí kl. 10—12 og kl. 1—3, báða dagana. Raítækjavínnustoían Seliossi framkvæmir allskonar rafvárkjastörf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.