Tíminn - 01.08.1944, Page 1

Tíminn - 01.08.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURIN N. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 1. ágúst 1944 74. Iilað Erlent yfirlit: Gjo! Þjóðræknísíélagsins til íslenzka lýðveldisíns Sveínn Björnsson iorseti á ferðalagi um landið Hlýtur hvarvetna hjartanlegustu móttökur Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, hefir ákveðiff að ferff- ast víða mn land í sumar. Lagði hann af staff á sunnudaginn var og átti þá viffdvöl á Akranesi og í Borgarnesi. Þjóðverjar í úlíakreppu í lok þess mánaðar, sem nú er að byrja, eru fimm ár liðin síð- an heimsstyrjöldin hófst. í fimm ár hafa þjóðir barizt hatrammri baráttu, ef til vill hatrammari heldur en nokkur dæmi eru um í sögu mannkynsins. Hundruð miljóna hafa I fimm löng ár búið við ægilegri þjáningar en þeir geta gert sér í hugarlund, er búa svo fjarri hörmungun- um sem við íslendingar. Manndráp og misþyrmingar, hungur og þrældómur, hugar- víl og hvers konar þrautir hafa verið þeirra daglegt brauð. En nú er það von manna, að brátt fari að rofa til og þján- ingabikar þjóðanna í Evrópu sé senn tæmdur í botn. Á hverj- um degi berast fregnir um nýja sigra Bandamanna á öllum víg- stöðvum, stóra eða smáa. Öll ít- alía sunnan Arnófljóts er geng- in Þjóðverjum úr greipum og áframhaldandi sókn norður á bóginn í vændum. Á austurvíg- stöðvunum geysast Rússar á- fram. Hver stórborgin og hvert höfuðvígið af öðru er tekið. Mik- ill þýzkur her er svo til innikró- aður í Eystrasaltslöndunum, og hersveitir Rússa nálgast Eystra- salt óðfluga á fleiri en einum stað. Til Ríga eiga þeir að eins ófarna 20—30 kílómetra. Aust- ur-Prússland er í sívaxandi hættu, og sá dagur virðist ekki fjarri, að rússneskar liðssveitir ryðjist yfir landamærin. Þeir eiga aðeins ófarna 10—15—20 kílómetra, og leiðir greiðar frá Kaunas, höfuðborg Lithauen. Varsjá, höfuðborg Póllands, hlýtur fyrirsjáanlega að ganga Þjóðverjum úr greipum innan skamms, og suður við Karpata'- fjöll eru miklir og óvígir herir reiðubúnir að brjótast vestur til Súdettahéraðanna og sækja suður í gegnum fjallaskörðin inn í Tékkóslóvakíu. í Normandí hafa Bandamenn þumlungað sig áfram jafnt og þétt síðan þeir gengu þar á land og sækja nú fram af auknum krafti. Flugsveitir þeirra gera hverja stórárásina af annari á iðjuver, herstöðvar og sam- gönguleiðir af slíku harðfylgi, að Þjóðverjar fá vart rönd við reist. Suður i Júgóslavíu hafa harð- skeyttar hersveitir lagt til atlögu við þýzka setuliðið, sem mjög á í vök að verjast í landi fjand- manna sinna og sennilega er fremur fámennt og vanbúið, því að meira þarf við annars stað- ar. Ofan á þessa sókn úr öllum áttum bætist svo það — sem raunar er jafnframt afleiðing hennar — að skemmdarverk bak við víglínuna magnast mjög. Þjóðverjar sjálfir snúast önd- verðir gegn nazistum og stríðs- rekstri þeirra og hlutlausar þjóðir eins og Tyrkir, eru í þann veginn að slíta við þá öllum samskiptum. Hafa Tyrkir þó fram að þessu haldið fast við hlutleysi sitt, sem þeim er sjálf- sagt vorkunnarmál. En nú þykir þeim sýnt, að til úrslita dragi áður en langt um líður, og fer þá sem oft vill verða, að harð- stjórinú veit fyrst, hve marga óvini hann á, þegar han stendur höllum fæti. Seioustu fréttir Þýzkar fregnir herma, að tyrk- neska stjórnin hafi ákveðið að slít.a stjórnmálasambandi við Þjóðverja. Segja Þjóðverjar þýzku og japönsku sendisveit- irnar albúnar að flytja úr landi og hafa jafnvel við orð, að svo geti farið, að Tyrkir dragist í stríðið. Richard Beck prófessor hefir afhent forseta íslands áletraða eirtöflu aff gjöf til heimaþjóðar- inar frá Þjóffræknisfélagi ís- iendinga í Vesturheimi. Á töflunni er mynd af víkinga- skipi og beggja megin við það þrír fánar, sveipaðir saman, og ártölin '930 og 1944 — stofnár hins forna þjóðveldis og nýjá lýðveldis. Þar fyrir neðan er letrað: íslendingar í Vesturheimi samfagna heimaþjóffinni í til- efni af endurreisn hins íslenzka lýffveldis 17. júní 1944. Guð blessi fsland. „Vér höldum allir liópinn, Á síðastl. vori hóf nýtt tíma- rit um þjófffélagsmál göngu sína. Nefnist þaff Dagskrá og stendur Samband ungra Framsóknarmanna aff útgáfu þess. Markmiff þess er aff flytja sem hlutlausastar og skilmerkilegastar yfirlits- greinar um þjófffélagsmál, bæffi frumsamdar og þýddar. Ritiff mun koma út fjórum sinnum á ári, um 320 blaffsíð- ur alls í Skírnisbroti. Rit- stjórar ritsins eru Hörður Þórhallsson viffskiptafræffing- ur og Jóhannes Elíasson lög- fræffinemi. í formála ritsins er tilgangi þess m. a. lýst með svofelldum orðum: „Þeir, sem standa að tímariti því, er hér hefur göngu sína.telja það eitt meginskilyrði fyrir heillavænlega þróun þjóðmál- anna, að hafizt sé handa gegn hinni vaxandi auglýsinga- mennsku stjórnmálanna og þá sérstaklega meðal yngri manna. Þeir álíta það grundvallaratriði þegnfrelsis og lýðræðis, að reynt sé að þroska þann eiginleika rnanna, að þeir íhugi málin sjálf- ir og myndi sér skoðanir um þau, sem mest af eigin ramleik. Tak- ist eigi að þroska þann eiginleika almennings, verður lýðræðið hér aldrei annað en skrípam^id af lýðræði og sönn menntun aldrei sú almenningseign, sem hún þarf að vera. Þá er lika hætt við því, að íslenzk alþýða eigi fyrir höndum að vera andlegur tjóð- urþræll öfgafullra yfirgangs- manna, er nota sér skoðanaþægð hennar og undirgefni til þess að skara eld að sinni köku, án tillits til annars en þess, sem þeim finnst sjálfum æskilegast. Rúm rits þessa verður notað til að flytja rökstuddar greinai’ um stjórnmál og félagsmál, þar sem hægt er að gera efninu stórum fyllri skil en í blaða- greinum. Það mun verða reynt þótt hafiff skilji löndin“. Undir þessari áletrun, neðst á töflunni.er síðan innsigli Þjóð- ræknisfélagsins. Björn Þórðarson, forsætisráð- herra, og Vilhjálmur Þór, utan- ríkismálaráöherra, voru við- staddir er Richard Beck afhenti forsetanum töfluna. Forseti þakkaði gjöfina í nafni þjóðarinnar og kvaðst viss um, að tekið yrði við henni með sama vinarhug og hún væri gefin. Bað hann dr. Beck að bera kveðjur sínar og allrar þjóðarinnar til Þjóðræknisfélagsins og íslend- inga vestan hafs, og óskaði hon- um fararheilla heim. að leiða athyglina að rökurn og staðreyndum. Það mun verða reynt að hjálpa mönnum til að íhuga málin,- svo að þeim reyn- ist síðan auðveldara að mynda sér sinar eigin skoðanir. Nafni ritsins er ætlað að gefa hugmynd um tilgang þess. Hann er ekki aðeins sá, að ræða þau mál, sem éfst eru á dagskrá, heldur einnig að fá ný mál tek- in á dagskrá hjá þjóðinni, sem henni eru talin nauðsynleg. Þá mun og verða leitazt við að kynna þær þjóðfélagsumbætur og nýjungar, sem efst eru dag- skrá hjá öðrum þjóðum og mættu vera íslendingum til lær- dóms á einn eða annan hátt. Margt bendir til þess, að í ná- grannalöndunum séu í sköpun stórfelldar þjóðfélagsbreytingar, sem hljóti og eigi að ná til okkar, því að þar muni að finna hinn heppilegasta meðalveg milli öfga samkeppnisstefnunnar og komm únismans. Munu að jafnaði birt- ast tvær eða fleiri greinar um þessi efni í hverju hefti. . Meðal annarra þjóða er til margt tímarita, sem flytja rök- ræður um þjóðfélagsmál. Slíkt tímarit vantar hér alveg. Ýmsir hafa talið, að eigi tjáði að gera slíka tilraun hér, því að menn vildu ekki lesa nema stuttar og auðmeltar greinar um þessi mál. Sé þetta satt, er hugsunarhætti þjóðarinnar illa komið, og lýð- ræði hennar á sandi byggt. Þessu verður heldur ekki trúað að ó- reyndu, heldur verður því treyst, að þessi tilraun einmitt sýni það, að almenningi hafi hér verið gerðar rangar getsakir." Efni fyrsta heftis ritsins, er nánar lýst í grein Guðbrandar Magnússonar á öðrum stað hér í blaðinu. í næsta hefti, er koma mun í næsta mánuði, verða m. a. grein eftir Ólaf Jóhannesson, lögfræðing, um endurskoðun stjórnarskrárinnar, grein eftir (Framh. á 4. síSu) í gær fór hann vestur í Dala- sýslu og kom við í Búðardal, og í dag er hans von til Blönduóss. Hefir forsetanum hvarvetna ver- ið fagnað af mikilli innleik, og eru byggðir og bæir skreyttir fánum, þar sem hann fer um. Á Akranesi tók forseti bæjar- stjórnar, bæjarfógeti og bæjar- stjóri á móti forsetanum. Sýndu þeir honum bæinn og nágrenni hans, en síðan var kaffidrykkja í Hótel Akranes. Undir borðum héldu ræður formaður bæjar- stjórnar, forseti íslands og Pet- rína G. Sveinsdóttir. Mannfjöldi hafði safnazt sam- an framan við húsið. Héldu þar ræður forseti íslands og bæjar- stjóri. Bað bæjarstjóri menn að hrópa ferfalt húrra fyrir for- setanum, en í lok ræðu sinnar bað hann menn að minnast Akraness. í Borgarnesi tók Jón Stein- grímsson, sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, á móti hon- um og sat hann kvöldverðarboð hjá sýslumannshjónunum. Kl. 9 um kvöldið var gengið í Skallagrímsgarð, sem er fall- egur skrúðgarður, er Kvenfélag Borgarness hefir komið upp. Þar gengu fyrir forseta iþrótta- ínenp og konur, skátar og skáta- stúlkur og báru 3 islenzka fána, og var forseta heilsaö með fána- kveðju. Síðan gekk ung stúlka fram og afhenti forseta mjög fagran blómvönd. Sýslumaður bauð forseta velkominn til Borg- arness með stuttri ræðu. Forseti heilsaði síðan upp á Hátíðahöld Færcy- inga í Reykjavík á Ólafsvökunní Færeyingafélagið i Reykjavík efndi til hátíðahalda hér í bæn- um á Ólafsvökunni, þjóðhátíð- ardegi Færeyinga, á svipaðan hátt og síðastliðið ár. Að þessu sinni hófust þau með guðsþjónustu i dómkirkjunni, þar sem minzt var feðganna, er fórust út af Siglufirði nú fyrir fáum vikum með hinum svipleg- asta hætti, eins og öllum íslend- ingum er í fersku minni. Séra Jakob Jónssón prédikaði. Tónaði hann á færeysku, en flokkur Færeyinga söng færeyska sálmá við undirleik Kristins Ingvars- sonar organista. Bænina las Færeyingur að nafni Daníel Daníelsson, og var hann í fær- eyskum þjóðbúningi. Úr kirkjunni var gengið suð- ur í kirkjugarðinn við Ljósvalla- götu, og bar Daníel Daníelsson færeyskan fána fyrir fylking- unni. Voru lagðir sveigar á leiði tveggja færeyskra skipshafna, sem fórust hér við land fyrir allmörgum árum og hlutu leg i Reykjavíkurkirkjugarði. Var þar flutt bæn og sungið. Um kvöldið var samkvæmi í Alþýðuhúsinu, og hófst það með borðhaldi. Klukkan 8,45 hófst útvarp, sem Færeyingafélagið stóð að. Ragnar Jóhannesson las erindi Peters Wigelunds, formanns Færeyingafélagsins, um grinda- dráp í Færeyjum, og var felld inn í það Grindavísan, sem jafnan er kveðin í Færeyjum á gleðisamkomum að loknu grindadrápi. Kváðu Færeyingar visuna. (Framh. á 4. síSu) gesti í garðinum, en meðal þeirra voru sýslunefndarmenn, hreppsnefndarmenn Borgar- hrepps, framkvæmdanefnd skrúðgarðsins og ýmsir aðrir. Gisti forseti hjá sýslumanns- hjónunum. Forsetinn mun halda för sinni áfram austur í Þingeyjarsýslu. Er ráðgert, að hann fari um Skagafjörð og komi við á Sauð- árkróki á morgun og Þingeyjar- sýslu 3. ágúst og komi við á Húsavík. Hinn 4. ágúst verður hann á Akureyri. Þar stígur hann á skipsfjöl og verður hinn 5. á Siglufirði. Þaðan fer hann vestur um til Hólmavíkur, og mun verða kominn þangað ár- degis 6. ágúst, en um kvöldiö er ráðgert að hann komi til ísa- fjarðar. 7. ágúst ætlar hann aö vera í Patreksfirði og 8. ágúst í Stykkishólmi. Þaðan fer hann til Reykjavíkur, en eftir nokk- urra dagá hvíld ætlar hann að forfallalausu til Vestmannaeyja og Austfjarða. Síðan ætlar hann að ferðast um sunnlenzku hér- uðin. í fylgd með forsetanum á þess- um ferðalögum verður Pétur Eggerz, forsetaritari. Hörmulegt slys Bjarni Guðmundsson, bóndi að Gaddsstöðum á Rangárvöll- um, andaðist á mjög sviplegan hátt síðastliðinn laugardag. Féll hann á ljá í slægjunni og særð- ist hann svo mjög, að hann dó skammri stundu liðinni. Bjarni heitinn mun hafa ver- ið einn við slátt á túninu. Ætlaði hann að brýna ljáinn, en missti brýnið. Laut hann þá niður til þess að taka það upp, en datt fram yfir sig og stakkst ljárinn í brjóstið á honum. Börn, sem nærstödd voru, gerðu fullorðnu fólki aðvart. Sást þá aðeins lífsmark með Bjarna, en er læknir kom á vett- vang stuttu síðar, var hann ör- endur. Bjarni var tæplega miðaldra og lætur eftir sig konu og þrjú börn ung. Hann var ættaður úr Fljótshlíð og bjó þar um skeið í Vatnsdal, áður en hann fluttist að Gaddsstöðum. Nýir ræðismenn Ríkisstjórnin hefir nýlega út- nefnt fimm kjörræðismenn Ameríku. Eru það þessir: Kolbeinn Thordarson, Seattle, Washington, séra Octavius Thor láksson, San Francisco, ,Kali- forníu, Stanley T. Ólafsson, Los Angeles, Kaliforníu, Hjálmar Björnsson, Minneapolis, Minne- sota, Hálfdán Thorláksson, Van- couver, B.C. Kanada. t Isleozk leikkona lýk ur leiknámi í London Hlaut viðurketmíngu fyrir frammistoðu síná Hildur Kalman, sem stundað hefir leiklistarnám i konunglega leikskólanum í Lundúnum, lýkur námi sínu nú þessa dagana. Hún fór utan árið 1941 og gekk A víðavangi SUNNUDAGSHU GVEK J A MBL.-„MARSKÁLKSINS“. Það er siður Morgunblaðsins að bera á hverjum sunnudegi svonefnd Reykjavíkurbréf á borð fyrir lesendur sína. í þess- um pistlum hefir birzt margt pað, sem hraklegast hefir sézt í 3ví blaði, og er þó ekki hægt að hrósa málflutningi þess al- mennt. Síðastliðinn sunnudag segir meðal annars í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsr itst j órans: „Þeir (þ. e. kommúnistar) heimtuðu, að Framsókn setti formann sinn af. Framsókn beygði sig, rak Jónas Jónsson og setti Hermann í staðinn". Svona ritmennska þarfnast ekki langra athugasemda. Allir vita, að það eru aðrir en kom- múnistar sem ráða málum Framsóknarflokksins til lykta. En þeirri spurningu skýtur upp, hvort óskammfeilni þeirra manna, sem þessa dágana þykj- ast vera sérstakir friðarpostular í þjóðfélaginu, sé svona tak- markalaus og virðingarleysi þeirra fyrir réttu og röngu svona algert, eða hvort þetta sé aðeins blaðamennska af svipuðu tagi og getur að líta á fremstu síðu þessa sama tölublaðs Morgun- blaðsins, þar sem það birtir eft- irfarandi frásögn til aö fræða lesendur sína um atburði í Þýzkalandi og hjálpa þeim til þess að glöggva sig á því, sem þar er að gerast: „Meðal þeirra þýzkra liðsfor- ingja, sem teknir hafa verið af lífi, eru marskálkar, segir í fregnum, sem borizt hafa með ferðamönnum til Stokkhólms. Engir marskálkar, sem gegna störfum í hernum nú, eru þó meðal þeirra, sem líflátnir hafa verið“. ÁBYRGT BLAÐ. Rétt þykir að birta hér kafla úr forystugrein Þjóðviljans síð- astliðinn þriðjudag. Hann hljóð- ar svo: „Þjóðviljinn eyðir í þetta sinn nokkrum orðum að nöldri Morg- unblaðsins, vegna þess að í ýms- um leiöurum blaðsins undanfar- ið hefir það komið fram sem á- byrgt blað, og lagt áherzlu á nauðsyn alþjóðarsamstarfs að bjóðþrifamálum. Hvað eftir annað hefir blaðið bent á, að tvö blöð, Alþýðublaðið og Tím- inn, vinni markvisst að því að tortryggja alla §líka við- leitni áður en hún er reynd (og ekki ætti að gleyma garminum honum Vísi). En í þessum rit- stjórnargreinum hefir Þjóðvilj- inn ekki verið talinn til slíkra skemmdarafla, end^ væri það ekki hægt“. Tíminn óskar svo Valtý til hamingju með það, að kommún- istar kalla Mbl. „ábyrgt blað“ og betra en Alþýðublaðið og Tímann, og eins með það, að hann skuli ekki telja kommún- ista önnur eins skaðsemdaröfl og Alþýðuflokkinn og Fram- sóknarmenn. í þjónustu sendiíáðsins í Lund- únum og hóf leiknám litlu síðar. Hætti hún störfum í sendiráð- inu, er fram í sótti, og helgaði sig einggöngu leiknáminu. Hefir Menntamálaráð veitt henni nokkurn styrk til námsins. í marzmánuði 1 vetur hlaut Hildur viðurkenningarskjal fyr- ir frammistöðu sína við hina ár- legu leikkeppni skólans. Hildur Kalman hneigðist ung að leiklist, enda á hún til þeirra að telja. Var móðir hennar Marta Indriðadóttir (Indriða Einarssonar) góðkunn leikkona og starfaði mikið að leiklistar- málum í Reykjavík. Nýtt fímarit um íélagsmál og stjórnmál

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.