Tíminn - 01.08.1944, Blaðsíða 3
74. blatS
TÓIITVX. þrlgjndagin 1. ágúst 1944
295
Scxtngur;
Magaós Kristjánsson
Sandhólum, Eyjafirdi
Magnús Kristj ánsson bóndi í
Sandhólum í Eyjafirði átti sex-
tugsa-fmæli 7. júní s. 1. — Heim-
sóttu hann þá nokkrir vinir hans
og ættingjar, nutu gestrisni
hans og árnuðu honum heilla.
Magnús er fæddur 1884 á Ker-
hóli í Sölvadal. Bjuggu þá for-
eldrar hans þar, Kristján Jón-
asson, Tómassonar og kona
hans, Sigríður Ólafsd. frá Ána-
stöðum, Stefánssonar. En Tóm-
as afi Kristjáns var faðir Krist-
ínar móður Páls Árdals skálds.
Frá 15 ára aldri var Magnús
á ýmsum stöðum, en þó lengst
af á Möðruvöllum. Síðar fór
hann að læra myndasmíði hjá
Jóni Dahlmann ljósmyndara á
Akureyri og stundaði þá iðn
nokkur ár, þar til hann kvænt-
ist 1917 Rut Lárusdóttur, hálf-
systur Hjálmars Þorlákssonar í
Villingadal, en alsystir Elín-
borgar Lárusdóttur skáldkonu.
— Keypti hann um þetta leyti
jörðina Sandhóla og hefir búið
þar síðan. — Til ýmissa mála
hefir hann verið kvaddur fyrir
sveit sína; verið í stjórn Bún-
aðarfélagsins nokkur ár, full-
trúi á Ræktunarfélags-fundum,
fél.ráðsmaður við K.E.A og full-
trúi á aðalfundi K. E. A., einnig
tvisvar í sóknarnefnd og safn-
aðarfulltrúi. —
Hann átti og frumkvæði að
því að koma á fót tveim ung-
mennafélögum í hreppnum, var
formaður þeirra um tíma, en nú
heiðursfélagi. Magnús hefir far-
ið 18 sinnum suður á Öræfi úr
Eyjafirði, bæði sem leitarstjóri
og einnig sem leiðsögumaður
ferðamanna. — Á yngri árum
átti hann góða hesta og var
tamningamaður. Kom það sér
oft vel, því að margir leituðu til
hans, er lækni þurfti að sækja,
og tók hann sjaldan eða aldrei
borgun fyrir. —
Þegar Magnús keypti Sand-
hóla 1917 gaf jörðin af sér 50—
60 hestburði, og þótti sumum
sveitungum hans hann djarfur
að kaupa þetta kot fyrir hálft
fjórða þúsund kr. —
Kunningi hans einn var nokk-
uð> efagjarn að þetta ráðalag
Magnúsar bæri ávöxt, en Magn-
ús sagði, að „eftir nokkur ár
skulu Sandhólar gefa af sér jafn
mikið af töðu og Möðruvellir
gefa af sér nú.“ — Hefir þetta
gengið eftir þrátt fyrir erfiðar
kringumstæður, mest hefir hann
fengið 300 hestburði. —
Magnús var einn af þeim fyrstu
i Saurbæjarhreppi, er keypti bil.
Annaðist hann flutninga fyrir
hreppsbúa um nokkurt skeið. —
Verkstj. við vegavinnu í hreppn-
um hefir hann verið í mörg ár.
Magnús er sjálfmenntaður mað-
ur, er hefir af sjálfsdáðun aflað
sér þekkingar, og hann hefir
ætíð haft mikinn áhuga á
fræðslumálum sveitar sinnar.
Hann hefir fyrir löngu viljað
koma upp fullkomnum barna-
skóla í hreppnum og hefir það
alltaf verið hans hugsjónamál,
þó að sumum öðrum hafi ekki
þótt það tímabært.
Magnús hefir ekki farið var-
hluta af erfiðleikum og raunum
í lífinu. 1924 missti hann hina
ágætu konu sína frá 4 ungum
börnum og síðan, er þau voru
uppkomin, hefir hann misst 3
af þessum efnilega barnahóp.
En Magnús hefir aldrei kvartað,
þrek hans og bjartsýni hefir al-
drei bilað og áhugi hans á öllum
velferðarmálum er samur og
jafn. Hjálpsemi hans er við-
brugðið. Hann mundi eiga erfitt,
ef hann gæti ekki á einhvern
hátt greitt fyrir þeim, sem leita
hjálpar hans. Að launum spyr
hann ekki. Við vinir hans ósk-
um, að við megum enn um stund
njóta samvistar þessa bjartsýna
og drenglynda manns.
P.
íslendiugahvöl
Þjóð, í landi íss og elda,
ógnum reynda, kúgunhrelda,
frjáls nú fagna máttu!
Frelsið áður fórst með blóöi.
Fyrst það vanst án blóðs — í hljóði
liœrra hlutverk áttu.
Strengdu þá heit þín há
heiðursdegi á:
— Sœk í raun, í list, í Ijóði
lengra en vonir ná.
Vökul dáð og víðsýnn andi
verði þér í fögru landi
aðall bezti og auður.
Tœkni nýja tímans veri
töfrasproti, er ótœkt geri
þegn hér þekkist snauður.
Hugsjón merk veki verk,
vefi landsins serk.
Frelsismerkið fremst upp beri
fámenn þjóð — en sterk.
Leidd af manndóms stefnu í stafni
stafi Ijómi af þínu nafni
meðal merkra þjóða.
Vit og göfgi, friður, festa
fast þitt móti hlutverk mesta
— giftuháttinn góða.
Sigri prjál, sundrung, tál
samtök þín — og mál.
— Haltu jafnan hlutnum bezta
lieil í starfi — og sál.
— Minning hans og mynd þér sýni,
merkið þinni í vitund skíni
frelsisforingjans.
Vilji svika blikur buga,
bendi þér að vaka — duga
lietjudœmið hans.
Alla stund íslenzk lund
eigi þá hans pund:
Þorið mest og þolinn huga,
þegar lokast sund.
KOLBEINN HÖGNASON
Gullbráðkatip
Hjónin Halldór Magnússon og
Rannveig Jónsdóttir, Ásakoti í
Biskupstungum áttu 50 ára hjú-
skaparafmæli 5. júní siðastl.
Þau hafa dvalið allan sinn
aldur i Biskupstungum. Rann-
veig er fædd 21. jan. 1865 að
Drumboddsstöðum og ólst þar
upp, en Halldór er fæddur 26.
jan. 1866, að Miðhúsum, en ólst
upp í Bræðratungu hjá föður-
systur sinni og manni hennar
Halldóri Þórðarsyni. Þau Jiófu
búskap í Ásakoti árið 1893 og
hafa dvalið þar síðan. Fyrst við
búskap í full 40 ár, en síðan hjá
einkadóttur sinni og tengdasyni.
Þau byrjuðu búskap með litl-
um efnum, en búið blómgvaðist
hjá þeim og varð að lokum með
stærri búum í sveitinni. Þau
hafa jafnan verið vinsæl og vel
látin af sveitungum sínum,
enda gestrisin og greiðvikin í
bezta lagi. Sveitungar þeirra og
vinir munu senda þeim beztu
hamingjuóskir á þessum merk-
isdegi i lífi þeirra. K.
Ný margföldunarvél
einfaldari og hagnýt-
arí en eldri gerðir
Árni Sigurðsson, eini íslenzki
vélfræðingurinn í Chicago, hefir
nýlega lokið við smíði á nýrri
gerð margföldunarvélar, sem er
einfaldari og hagnýtari en eldri
gerðir. Árni hefir starfað að
smíði vélarinnar í nokkur ár.
Velþekkt fyrirtæki í Cleveland,
Ohio, sem hefir alls kyns skrif-
stofuvélar á boðstólum, hefir
fest kaup á vél Árna.
Árni er 36 ára að aldri, fædd-
ur í Kanada, sonur Sigurðar
Árnasonar, forseta íslendinga-
félagsins í Chicago. Árni hefir
starfað við vélfræði síðastliðin
16 ár. Nýlega lauk hann við um-
bætur á vél, sem smíðar vír-
kaðla. Tveir bræður Árna eru í
Bandaríkjahernum i Normandí.
(Frá amer. blaðaflltrúanum).
Leldréltmg1
í klaufalega skrifaðri oflofs-
(eða grín?) grein um Óskar
Halldórsson, í síðasta hefti „Vik-
ings,“ finnur Sveinn Benedikts-
son ástæðu til að kasta að mér
nokkrum hnútum og rangfærsl-
um, sem ég sé ekki ástæðu til
að láta óleiðrétt, þó um ómerkan
höfund sé að ræða, enda myndi
ég nú eins og endranær'hafa
látið heimildarfalsanir hans ó-
leiðréttar, hefði hann ekki
blandað inn í rangfærslur þess-
ar málefni, er snertir minningu
látins heiðursmanns, Magnúsar
Krist j ánssonar, alþingismanns,
og afskipti hans af byggingu
síldarverksmiðju ríkisins, sem
Sveinn nú að öllu leiti eignar
Óskari Halldórssyni.
Það verður erfitt fyrir ritpeð
eins og Sv. B. að draga þann
heiður af Magnúsi Kristjánssyni
að hann sé höfundur að síldar-
bræðslum rikisins og get ég vel
um það borið, því að ég var ein-
dreginn fylgismaður Magnúsar
í því máli og átti oft samræður
við hann um það, og það er einn-
ig rétt, að Óskar Halldórsson
fylgdi því einnig fast eftir, að
ríkið léti byggja síldarbræðslur
en þar skildu leiðir þeirra
tveggja, eins og eðlilegt er, því
að Magnús vildi láta starfrækja
verksmiðjurnar á samvinnu-
grundvelli, og greiða sannvirði
síldarinnar i hlutfalli við af-
urðaverðið, og taldi, að með því
móti myndi verða hægast að
halda bræðslusíldarverðinu sem
hæstu.
Óskar Halldórsson vildi aftur
á móti láta ríkið leigja eða selja
útgerðarmönnum verksmiðj -
urnar eða þá að öðrum kosti að
kaupa síldina kostnaðarverði á
hverjum tíma.
Tilfærð ummæli um Óskar
Halldórsson eru því ranglega
eignuð mér, þar sem ég var
fylgismaður þeirra Magnúsar og
Óskars í þessu máli, en aftur á
móti minnist ég þess, að Jón
heitinn Ólafsson lét ummæli
falla á umræddum fundi,-sem
skilja mátti á þennan veg, þó
að ég muni ekki nákvæmlega né
hvernig þau voru orðuð.
Með þökk fyrir birtinguna.
Kristján Bergsson.
Veízlan í Moskvu
Að tilhlutun ríkisstjórnarinn-
ar hélt Pétur Benediktsson
sendiherra mannfagnað í
Moskvu 17. júní síðastl. i tilefni
af gildistöku lýðveldissjórnar-
skrár og embættistöku fyrsta
forseta íslands. Meðal innlendra
gesta voru herra Vyshinsky,
varaforsætisráðherra með frú
og dóttur, hera Maisky, herra
Dekanosov, herra Litvinov, herra
Kavtaradze, herra Losovsky og
herra Aliev, aðstoðarutanríkis-
þjóðfulltrúar og frúr þeirra. Ut-
anríkisþjóðfulltrúinn, herra
Molotov, gat ekki komið því við
að mæta, sökum anna.
Einnig voru boðnir allir
helztu fulltrúar erlendra ríkja,
og mættu allir, sem eigi voru
staddir utanbæjar, og sendu
flestir þeirra sérstakar heilla-
óskir. Meðal þeirra, sem við-
staddir voru, má nefna ambassa-
dor Breta og sendiherra Breta,
sendiherra Bandaríkjanna, anV
bassador Kanada, .Grikklands,
Iran, Afganistan, Noregs, Hol-
lands, Tékkóslóvakíu, Tyrklands
og Júgóslavíu, sendiherra Ástra-
líu, Abessiníu, Frakka og E-
gyptalands og sendifulltrúa
Belgíu, Svíþjóðar og Ítalíu.
Var boðið mjög fjölmennt og
fór vel fram.
Leiðabók
Póst- og símamálastjórnin hefir ný-
lega gefið út Leiðabók II., þar sem
gefnar eru upplýsingar um áætlanir
sérleyfisbifreiða og bifreiða með und-
anþágu, á tímabilinu 1. júní 1944 til
31. maí 1945, Er bók þessi hin hand-
hægasta fyrir alla þá, sem eitthvað
þurfa að ferðast. í þessari bók má fá
vitneskju um allar áætlunarferðir, sér-
leyfishafa, afgreiðslur bílanna, vega-
lengdir og verð á leiðunum, viðkomu-
staði, póstferðir o. fl. Er þessi bók bráð-
nauðsynleg fyrir alla ferðamenn. Hún
fæst á póststofunni og kostar eina
krónu.
íþróttafréttir
Tímans
(Framh. af 2. síðu)
Flesta vinninga hlaut Stef-
án Ásgrímsson Borg.
Sigurður Finnsson iþrótta-
kennari stjórnaði íþróttakeppn-
inni.
Mótið fór ágætlega fram og
var sótt af miklu fjölmenni úr
nærliggjandi sveitum. Var talið,
að yfir eitt þúsund manns hefðu
sótt mótið. Veðurblíða var allan
daginn.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN!
Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar.
Biðjið kaupfélag yðar að annást vátryggingu.
Héraðsmót Ungmeima-
sambands Kjalar-
nessþlngs
Tíðindi írá 7. flokksþingí
var háð á Sólvallarbökkum í
Mosfellssveit 16. júlí. Formaður
sambandsins, Gísli Andrésson
Hálsi, setti mótið. Leikstjóri var
Stefán Runólfsson Reykjavík.
Lúðrasveitin Svanur lék. Kepp-
endur voru frá öllum félögum
sambandsins, en þau eru þessi:
Umf. Drengur í Kjós, Umf.
Kjalnesinga, Umf. Afturelding
Mosfellssveit og Umf. Reykja-
víkur.
Úrslit urðu þessi:
100 m. hlaup: Janus Eiríksson
(A) 11,6 sek., Gunnar Helgason
(R) 11,6 sek.
400 m. hlaup: Sveinn Guð-
mundsson (A) 60,0 sek., Axel
Jónsson (D) 62,2 sek.
3000 m. hlaup: Gunnar
Tryggvason (K) 10,46 mín.,
Sigurður Jakobsson (A) 11,23
mín.
Langstökk: Janus Eiríksson
(A) 6,10 m„ Gunar Helgason
(R) 6,09 m.
Hástökk: Halldór Lárusson
(A) 1,60 m„ Janus Eiriksson (A)
1,53 m.
Þrístökk: Halldór Lárusson
(A) 11,79 m„ Gunnar Helgason
(R) 11,60 m.
Kúluvarp: Halldór Lárusson
(A) 10,72 m„ Axel Jónsson (D)
10,64 m.
Kringlukast: Njáll Guðmunds-
son (D) 30,62 m„ Eiríkur Sigur-
jónsson (D) 29,03 m.
Spjótkast: Halldór Lárusson
(A) 37,40 m„ Njáll Guðmunds-
son (D) 36,70 m.
Sund, 100 m. frjáls aðferð
karla: Sveinn Guðmundsson (A)
1,17,5 mín„ Jón Guðmundsson
(A) 1,25,5 mín.
Sund, 60 m. frjáls aðferð
kvenna: Valborg Lárusdóttir
(A) 56,8 sek„ Ljósbjörg Magn-
úsdóttir (A) 57,0 sek.
Flest stig hlaut Halldór Lár-
usson (A), alls 22. Annar varð
Janus Eiríksson (A) með 11
stig.
Mótið fór vel fram og voru
veðurskilyrði hin beztu.
Héraðsmót liéraðssam-
F ramsóknarmanna
ásamt greluargcrð eftlr Hermaun Jónassou
formann Framsóknarflokkslus
og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík
og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt
gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhús-
inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00.
Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit.
P A L
Rœstitluft —
é
er fyrir nokkru komið á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, því
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
IVotlð
O P A L rœstiduft
7
Raítækjavinnustofan Selíossi
bands S.-Þingeylnga
framkvæmlr aUskonar r a f v i r k j astörf.
var haldið í Mývatnssveit 25.
júni. Þessi félög tóku þátt í mót-
inu: Umf. Mývetningur, Mý-
vatnssveit, Umf. Efling, Reykja-
dal, og íþróttafél. Völsungur,
Húsavík.
Úrslit uryðu þessi:
800 m. hlaup: Rafn Eiríksson
(E) 2J6 mín„ Hákon Sigtryggs-
son (V) 2,25 mín.
3000 m. hlaup: Rafn Eiriks-
son (E) 10,36 mín„ Kristinn
Jónsson (E) 10,55 mín.
Stangarstökk: Steingr. Birgis-
son (V) 2,85 m.„ Sverrir Sig-
urðsson (M) 2,65 m.
Langstökk: Rafn Eiríksson(E)
5,91 m„ Stefán Sörensen (V)
5,79 m.
Þrístökk: Óli Kristinsson (V)
12,70 m„ Stefán Sörensen (V)
12,65 m„
Spjótkast: Lúðvík Jónasson
(V) 48,10 m„ Stefán Sörensen
(V) 45,10 m.
Kringlukast: Gunnar Sigurðs-
son (V) 33,75 m„ Lúðvík Jónas-
son (V) 33,45 m.
Kúluvarp: Gunnar Sigurðsson
(V) 12,94 m„ Kristinn K. Al-
bersson (V) 10,77 m.
Hástökk: Gunnar Sigurðsson
(V) 1,67 m„ Stefán Sörensen
(V) 1,65 m.
Völsungur í Húsavík vann
mótið.
Vinlr Tírnans
Útvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það sem
fyrst.
Áskriftargjald Timans
utan Rvíkur og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
GÆFAN
fylgir trúlofunarhringunum
frá
SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4.
Sent mót póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.