Tíminn - 09.08.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.08.1944, Blaðsíða 4
304 TÍMEVN, miðvikndagiim 9. ágúst 1944 76. MafS tR BÆNUM Melaskóli. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í vetur, hefir það verið í ráði að reisa nýjan barnaskóla handa börnum úr vesturbænum á melunum vestan við í- þróttavöllinn. Er það mikil bygging, sem ráðgert er, að þar rísi upp og mun kosta rösklega hálfa aðra milljón kr. Nú er byrjað að grafa fyrir grunni þessa stórhýsis. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þórdís Guðjónsdóttir, Litlu-Há- eyri, Eyrarbakka og Ögmundur Kristó- fersson, Stóradal, V.-Eyjafjallasveit. Blaðið Eining, júlíblað, er nýkomið út. Það er sem kunnugt er, gefið út af samvinnunefnd Stórstúku íslands, íþróttasambands ís- lands, Ungmennafélags íslands og Sambands bindfndisfélaga í skólum. Efni blaðsins er: Prjáls og sjálfstæð þjóð, 20 námsmeyjar í ræðustólnum, — kaflar úr ræðum, sem námsmeyjar í Kvennaskóla Árnýjar Filippusdóttur i Hveragerði fluttu við skólauppsögn síðastliðið vor — Forsetinn, Stórstúku- þingið á Akureyri, Hin heilaga glóð, — ritningarkaflar og grein, — Drykkju- veizlur höfðingja, Árið 1944 og Hvöt til stúkunnar Akurblóm á Akranesi — kvæði eftir Hallbjörn E. Oddsson o. fl. Póstmannablaðið, 1. tbl. 7. árgangs, hefir verið sent Tímanum. Greinar í því eru: Ávarp frá stjórn Ppstmannafélags íslands, Póstmannafélags íslands 25 ára eftir Kristján Sigurðsson, Aldarfjórðungur eftir Sigurð Baldvinsson, Við vegámót eftir Einar Hróbjartsson, Bréfberar í Reykjavík eftir Sigurð Guðmundsson, tvær afmælisgreinar, Guðmundur Bergsson 75 ára og Haraldur Sigurðss. 50 ára, 17. júní, kvæði eftir Ingólf Jóns- son frá Prestbakka, Skýrsla formanns Póstmannafélags íslands um starfsemi félagsins árið 1943—1944, Móti sumri og sól, kvæði eftir Ingólf frá Prest- bakka. Meðlog með óskíl- getnum börnum næsta ár í síðasta Lögbirtingablaði birt- ist auglýsing frá félagsmála- ráðuneytinu um meðal-meðgjöf af hálfu barnsfeöra með óskil- getnum börnum frá 1. ágúst 1944 til jafnlengdar 1945. Hæst skulu meðlögin vera í Reykjavík. Þar eiga barnsfeður að greiða 680 krónur á ári, að viðbættri dýrtíðaruppbót eins og hún er hvern mánuð, þar til börnin eru fullra fjögurra ára, 570 krónur til fullra sjö ára ald- urs, 680 krónur til 15 ára aldurs og 340 krónur til fullra sextán ára aldurs. í Hafnarfirði, Vestmannaeyj- um, Siglufirði, á Akranesi og ísa- firði skulu barnsfeður greiða 570 krónur að viðbættri dýrtíð- aruppbót, þar til börnin eru fullra fjögra ára,465 krónur á aldrinum 4—7 ára, 570 á aldrin- um 7—15 ára og síðasta árið 285 krónur í Gullbringusýslu skulu barns- feður greiða 545 krónur, að við- bættri dýrtíðaruppbót, með ó- skilgetnum börnum, þar til þau eru fullra fjögra ára, 440 krónur á aldrinum 4—7 ára, 410 á aldr- inum 7—15 ára og 275 kr. síð- asta árið. Á Akureyri greiðist 480 króna meðlag, að viðbættri dýrtíðar- uppbót, þar til börnin eru fullra fjögra ára. 410 krónur á aldrin- um 4—7 ára, 480 krónur 7—15 ára og 240 síðasta árið. í Neskaupstað og á Seyðisfirði greiðast 440 krónur auk dýrtíð- aruppbótar, þar til börnin eru fullra fjögra ára, á aldrinum 4—7 ára 370 krónur, á aldrinum 7—15 ára 440 krónur og 220 krónur síðasta árið. í Árnessýslu og Kjósarsýslu greiðist, auk dýrtíðaruppbótar, 410 króna meðlag, þar til börn- in eru fullra fjögra ára, á aldr- inum 4—7 ára 335 krónur, 7—15 ára 410 krónur og síðasta árið 205 krónur. Annars staöar á landinu greiði barnsfeður 370 krónur, auk dýr- tíðaruppbótar, þar til börnin eru fullra fjögra ára, 4—7 ára 300 krónur, 7—15 ára 370 krónur og 185 krónur síðasta árið. Refjist barnsfaðlr um að borga tilskilin meðlög á réttum gjald- daga, er það réttkræft af sveit eða bæ hlutaðeigandi manns. Þessa dagana er mest talaö um bardagana í Frakklandi og á austur- vígstöðvunum. En í Austurálfu er einnig barist af miklum móði, þótt ekki gerist þar aðrir eíns stórviðburðir og á vígvöllunum í Evrópu. — Á mynd- inni sjást tveir kínverskir hermenn, ásamt tveim amerískum flugmönn- um lijá flugvél þeirra. Á bak amerísku flugmannanna er fest kínversk áletrun. Er það gert í varúðarskynl, ef þeir kynnu að verða að nauölenda i þeim hlutum Kínaveldis, þar sem engin von er til, að íbúarnir skilji aukatekið orð íenskri tungu. Ályktanir frá Stórstúku- þingínu . Á stórstúkuþinginu, sem háð var á Akureyri 20.—30. júní síffastliðinn, voru meffal annars samþykktar í einu hljóffi þessar tillögur: A. Þar sem séð er og sannan- legt að áfengisneyzla og áfengis- kaup .landsmanna fer stöðugt vaxandi, þrátt fyrir alla bind- indisstarfsemi margra góðra krafta í landinu, á meðan sala og afgreiðsla á áfengi er eins og nú á sér stað, þá felur Stór- stúkuþingið framkvæmdanefnd sinni að vinna kappsamlega að því sem allra fyrst, að bæjar- stjórnir landsins fari að dæmi bæjarstjórna Re^kjavíkur og ísafjarðar og samþykki áskor- anir til ríkisstjórnar og Alþingis um algera lokun áfengisútsal- anna. 2. Stórstúkuþingið felur fram- ktæmdanefnd sinni að halda áfram samstarfi við ríkisstjórn- ina um það, að lögin um héraða-. bönn komi til framkvæmda sem allra fyrst. Ennfremur ■ sjái framkvæmdanefndin um, að á öllum stjórnmálafundum, þar sem tillögur eru samþykktar til Alþingis, verði borin fram til- laga um að skora á ríkisstjórn- ina að láta lögin um héraðabönn koma þegar til framkvæmda. 3. Þar sem það er á allra vit- orði, að allmikil brögð séu að leynisölu áfengis og löggæzlan hvergi nærri nægilega vel fram- kvæmd, þá felur Stórstúkuþing- ið framkvæmdanefnd sinni að vinna að því, að hert verði sem allra mest á löggæzlunni, svo að tekið verði fyrir þetta vand- ræðaástand. 4. Stórstúkuþingið felur fram- kvæmdahefnd sinni að vinna að því, að hert verði sem mest á þeirri kröfu bindindismanna í landinu, að stjórnarvöld þjóðar- innar sjái til þess, að embættis- menn hennar og aðrir menn í ábyrgðarmiklum stöðum, svo sem -skipstjórar, stýrimenn, loftskeytamenn og vélstjórar séu bindindismenn. 5. Stórstúkuþingið beinir þeim tilmælum til áfengismálaráðu- nauts ríkisins, að hann hvetji alla forstöðumenn skóla í land- inu til að láta bindindisfræðslu fara fram í skólum sínum, svo sem lög standa til, og sjái jafn- framt um, að allir kennarar fái í hendur handbók um bindindis- fræðslu, þeir, sem ekki hafa þeg- ar fengið hana. 6. Þótt telja verði að viðeig- andi sé, að templarar mæti sam- kvæmisklæddir við hátíðleg tækifæri innan Reglunnar, á- lyktar Stórstúkuþingið að órétt- mætt sé og ekki í samræmi við jafnréttis- og bræðralagshugsjón Reglunnar, að sérstakur klæðn- aður sé fyrirskipaður eða gerður að skilyrði fyrir þátttöku í sam- kvæmum, sem Reglán eða stúkur hennar halda, og beinir til reglu- félaga að hafa þetta jafnan í huga. Kosin voru í framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar fyrir næsta' kjörtímabil: Stórtemplar: Kristinn Stefáns- son, cand. theol., Stór-kanslari: Árni Óla, blaðamaður, Stór- varatemplar: Þóranna Símónar- dóttir, frú, Stór-ritari: Jóhann Ögm. Oddsson, kaupm., Stór- gjaldkeri: Jón Magnússon. yfir- fiskimatsmaður, Stór-gæzlum. ungl.starfs: Hannes J. Magnús- son, kennari, Stór-gæzlum. löggj. starfs: Pétur Sigurðsson, erind- reki, Stór-fræðslustjóri: Eiríkur Sigurðsson, kennari, Stór-kape- lán: Sigfús Sigurhjartarson, al- þingism., Stór-fregnritari Gísli Sigurgeirsson, verkstjóri, Fyrrv. stórtemplar: Friðrik Á. Brekkan, rithöfundur. Umboðsm. hátempl ars næsta ár, var mælt með Jóni Árnasyni, prentara. Næsti þingstaður var ákveðinn í Reykjavík. Þakkarkveðja (Framh. af 3. síðu) „í ævinnar vafstri og ver- aldar sveim þú varst í því liðna til hálfs. Ég óska þér fararheilla heim til Hómers, Virgils og Njáls“. f sama þakkardálk skipa ég góðvini mínum Kolbeini Krist- inssyni frá Skriðulandi, er mig hefir séð ofsjónum að því er mér sjálfum virðist, en af mildum vinarhug. Þá má ég að lokum ekki gleyma að þakka æsku- vini mínum Brynleifi Tobías- syni, er reit ævisögu mína, og mært hefir mig af langvinnri góðvild og lýst mér þannig, að litlu munar, að Arnór skáld hafi lýst Magnúsi Ólafssyni betur. Stefáni vini mínum Vagnssyni sendi ég „(ultirno)" kæra kveðju, sletti latínu, sem mér þó ekki ferst og mæli að lokum: (tres faciunt collegium), þú skilur. Drottinn blessi ykkur alla, vinir mínir! H. Thorlacius. Heyrnar og málleysi (Framh. af 3. síðu) ólán steðjar að, er ekkert annað að gera enhjarga því, sem bjarg- að verður, og gera allt, sem mögulegt er, til þess að einstakl- ingurinn týni ekki málinu og læri sem allra fyrst varaaflestur. Heyrnar- og málleysingjar hafa verið til á öllum öl'dum, en flestir hafa lítið um þá vitað. Þó eru þess ekki fá dæmi, að einstaklingar meðal þeirra hafi orðið þekktir menn. Víða hefir mikið mannúðarstarf verið unn- ið fyrir þá, en sjaldan þannig, að það veki athygli almennings. Kennsla heyrnarleysingja á sína þróunarsögu, en framfarir á sviði hennar hafa venjulega gengið svo hægt, að þær hafa verið einskis virði sem fréttir í frétta- dálkum dagblaðanna. títbrelðið Tímaiui! Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. —TJARNARBÍÓ PILTAGULL (The Strawberry Blonde) Amerískur sjónleikur frá aldamótaárunum. JAMES CAGNEY, OLIVIA DE HAVILLAND, RITA HAYWORTH. Sýnd kl. 5—7—9. * Nemandi í útvarpsvirkjun óskast. Nokkur kunnátta í ensku, dönsku og reikningi nauðsynleg. Aðeins áhugasamir reglumenn á aldrinum 16—22 ára koma til greina. \ * Umsóknir sendist fyrir 1. september til VIÐTÆK.TAVINNUSTOFUNNAB Grettisgötu 76, Reykjavík, Sími 2674. Seinnstu fréttir Sókn Rússa heldur áfram. í Karpatafjöllum eru hersveitir Þjóðverja á stöðugu undanhaldi og mikilvæg olíuvinnsluborg, sem Borislav heitir, hefir gengið þeim úr greipum og sömuleiðis Stanislawov, þýðingarmikil sam- göngumiðstöð.'Til Kraká í Pól- landi eiga rússneskar hersveitir ekki ófarna nema 30—40 kíló- metra. Þá er Austur-Prússland í.bráðri hættu, og er skothríð hafin á stöövar innan þýzku landamæranna. Allir, sem vettl- ingi valda hafa verið kvaddir í þjónustu varnarhersins, því að nú vofir voðinn yfir. Rússnesku herirnir eru sagðir um 100 kíló- metra frá Tilsit, sem er mikil- væg samgöngumiðstöð innan prússnesku landamæranna, og álíka langt eru þeir frá Memel. í Lithauen þokast Rússar einnig áfarm og norður í Lettlandi eru úrslitaorustur hafnar um höf- uðborgina Ríga, þar sem Þjóð- verjar verjast af mikilli hörku. Búlgarar eru sagðir leita fyrir sér um friðarkosti, og hafa Tyrkir meðalgöngu um þær um- leitanir. Vilja þeir fá að halda landamærunum frá 1939 ó- breyttum, en bjóða gegn því að kveðja hersveitir sínar heim frá Júgóslaviu og Grikklandi og leyfa flugvélum Bandamanna að fljúga yfir búlgörsk lönd. í Tyrklandi hefir verið ákveð- ið að kveðja til landvarnaæfinga alla karlmenn 16—60 ára og all- ar konur 20—45. Skulu þær æfa vopnaburð jafnt sem karlmenn. Fyrirskipuð hefir verið myrkvun helztu borganna, Miklagarðs, Ankara og Smyrnu, og börn, gamalmenni og lasburða fólk verður flutt þaðan brott. Þýzkur herréttur kvað upp dauðadóm yfir átta þýzkum her- foringjum fyrir þátttöku í sam- særinu gegn Hitler. Voru þeir allir skotnir samdægurs. Fimm háttsettir foringjar eru sagðir bíða dóms fyrir launráð, er þeir eru sakaðir um. Mannerheim hefir kvatt Finna til þess að halda áfram að berj- ast af sömu þolinmæði og þraut- seigju og hingað til. .■■.—■GAMLA BÍÓ, Orlof flugmaiiiisins („The Sky Is The Limit“) FRED ASTAIRE, JOAN LESLIE. Sýnd kl. 7 og 9. „Dr. Broadway44 MACDONALD CAREY, JEAN PHILLIPS. Sýnd kl. 5. Bönnuff yngri en 16 ára. . — nýja * Listamaimalíf (Hello, Frisco, Hello) Skemmtileg músikmynd í eðlilegum litum. Aðalhluverk: ALICE FAYE, JOAN PAYNE, LYNN BARI, JACK OAKIE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mýr ikéli Næstkomandi vetur (1944—1945) verffur aff öllu forfallalausu starfræktur kvennaskóli aff Löngumýri í Skagafirði. Þar verffa kenndar bóklegar og verklegar námsgreinar, s. s. fatasaumur, útsaumur, vefnaður og matgerff. í bóklegum grein- um mun aðaláhérzla lögð á íslenzku, uppeldisfræði og fæðuefna- fræði. Matarfélag verffur í skólanum. Mun hann aff þessu sinni taka til starfa um veturnætur. Nemendur hafi meff sér rúmfatnaff, efni til vélsaums og saumavélar. Forstöðukona skólans verður ungfrú Ingibjörg Jóhannsdóttir, Löngumýri, sem veitt hefir forstöffu húsmæffraskólanum aff Staffarfelli í undanfarin sjö ár. Mun hún veita umsóknum mót- töku og gefa nánari upplýsingar um námstilhögun, ef óskaff er. lkri(§tofa okkar er flutt í Halnarstræti 10—12 (3. hæð) hsrbergi nr. 9. — Sími 5777. Samband velnaðárvörumnflytjenda. Með því að ég hefi ráð á nokkrum stórum amerískum hermanna- skálum með venjulegum trégólfum, nýlegum og vönduðum, sem vel væru fallnir til að nota, sem samkomuskála m. a., vil ég gefa þeim, sem þess kynnu að óska, kost á að fá þá í heilu lagi áður en að þeir verða rifnir og seldir. Stærstu skálarnir geta rúmað 5—600 manns í sætum. Þeir, sem þessu víldu sinna, þyrftu að gera mér aðvart sem fyrst. Bjarni Ásgeirsson Reykjum, Mosfellssveit. Reykjavik. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. - Frystihás. Mðursnðnverksmiðja. - BJúgnagerð. ^s* Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiÖur- aoöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og aUs- konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. FrosiÖ kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanix afgreiddar um allt land. Egg frá EggjBSðlasamlafð Reykjavíknr. Herskáff kvenfólk Fyrir nokkru bar það við, að þrjár stúlkur komu akandi í bif- reið að einni herstöð ameríska setuliðsins og kröfðust þess að fá að tala við hermann, sem þær nafngreindu. Hermaður, sem stóð vörð við hlið herstöðv- arinnar, vildi ekki hleypa þeim inn, en þær létu þau málalok sér ekki lynda, heldur veittu honum atgöngu. Gerðust þær svo aðsópsmiklar, að varðmað- urinn varð að kalla á tvo félaga sína sér til fulltingis í viður- eigninni við hinar herskáu stúlkur. Tókst þeim sameigin- lega að hrinda áhlaupinu, og óku stúlkurnar brott. En þá kom í ljós, að skammbyssa varðmanns- ins var horfin. Lögreglan hefir að undan- förnu leitað þessara innrásar- Sundlaug . . . (Framh. af 1. síðu) íþróttasjóður mun greiða % byggingarkostnaðar. Aðsókn að lauginni var mjög mikil, strax og vatni var hleypt í hana, og kom fólk jafnvel alla leið innan af Blönduósi til þess að synda og busla í henni. Mikill áhugi er meðal ungs fólks á Skagaströnd og þar í grennd fyrir að læra sund og nota hina nýju laug sem bezt. kvenna og vopnsins, sem þær rændu af hermanninum, og er nú hvort tveggja komið í leit- irnar. Höfðu þær falið skamm- byssuna í spýtnahrúgu að húsa^ baki við Vesturgötu. Hvaar verður Þjóðmanjasafmð ? Bæjarráðsfundur var haldinn s. 1. föstudag og gerðist meðal annars þetta: Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti, að þjóðminjasafnsbygging verði reist á Háskólalóðinni. Há7 skó.laráðið hefir boðið lóð undir væntanlegt hús þjóðminjasafns- ins á lóðinni fyrir vestan Gamla Stúden^agarðinn á mótum Mela- vegs og Hringbrautar og tel- ur byggingarnefnd þjóðminja- safnsins að þessi lóð geti komið til greina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.