Tíminn - 09.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 23S3 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 9. ágúst 1944 76. blað Erlent yfirlit: Sókn Bándamanna í Frakklandi Mikil og hörð átök hafa átt sér stað í Frakklandi síðustu dagana. Bandamenn hófu sókn suður yfir Bretagneskaga og tókst að vinna bug'á andstæð- ingum sinum eftir skamma en harða viðureign. En áður en sá sigúr er unninn til fullnustu og mótstaða Þjóðverja á þeim slóð- um brotin á bak affrar til hlítar, er ný og enn stórfenglegri sókn hafin. Frá borginni Rennes, sem er alllangt inni í landi, fyrir miðjum Bretagneskaga, stefna miklar hersveitir í áttina til sjálfrar Parísarborgar. Þær virð- ast fara hratt yfir, og. fregnir af framsókn þeirra séu enn óljósar virðast þær hafa tekið borg- ina Le Mans, sem er þýðingar- mikil samgöngumiðstöð og stendur 'við . fljótið Sarthe, er fellur suður í Loire, eða farið á snið við hana, því að fremstu vélahersveitirnar er ekki nema 160 kílómetra frá París. Jafnframt hafa Kanadamenn byrjað stórsókn hjá Caen, að undangengnum gífurlegum left- árásum. Hörðum og áhættusömum • gagnáhlaupum, sem Þjóðverjar gerðu fyrir botni St. Mikaels- flóa, er skerst inn milli Bre- tagne-skaga og Normandí, í von um að geta brotizt þar til sjávar og klofið heri Bandamanna á Frakklandi í tvennt, hefir verið hrundið eftir harða viðureign, er kostaði þýzka herinn tilfinn- anlegar fórnir. Er það í frásögn fært, hve mikið af vélahergögn- um hafi ónýtzt í þessari örvænt- ingarfullu gagnsóknartilraun, og *mátti hann þó sízt við að missa þau nú. Yfirburðir Bandamanna liggja ekki hvað sízt í þvi, hve miklu meira af flugvélum þeir hafa á að skipa. Þegar ofan á það og alla aðra erfiðleika Þjóðverja bætist vaxandí ótrú þýzkra her- manna sjálfra á sigurlíkurnar í viðureigninni við Bandamenn á þessum slóðum, þá er 'það ekki ótrúlega tilgetið að enn stór- fenglegri atburðir heldur en enn hafa gerzt séu í aðsigi í Frakk- landi. Baridamenn finna nú auðsjá- anlega mátt sinn, því að sókn þeirra er mjög djörf, og í raun- inni er víða ekki um neina sam- fellda víglínu- að ræða. "Gætnir herforingjar myndu ekki láta hersveitir vaða áfram, eins og Bandamenn gera nú, með fjöl- menna þýzka herflokka á víð og dreif um bardagasvæðin, ef þeir teldu ekki eiga alls kostar við óvinina. " Sjálfir eru Frakkar mjög víg- reifir. Franskur her, sem kvað mjög öflugur og vel vopnum bú- inn, kemur hvað úr hverju til skjalanna í Frakklandi, og í þeim svæðum Frakklands, sem Þjóðverjar drottna enn yfir, grípa miljónir manna hvert tækifæri til þess að vinna Þjóð- verjum og þjónum þeirra það ógagn, sem unnt er. Enginn -harðstjórn megnar að * hamla gegn því. í Normandí og öðrum frönskum héruðum, sem Banda- menn hafa þegar náð á sitt vald, einbeita íbúarnir allri orku sinni að því að stuðla að sem skjót- ustum sigri. Vonin um það, að senn birti aftur yfir hinu gamla fósturlandi frelsishugsjónanna, hefir blásið hverjum góðum Frakka í brjóst óbugandi bar- áttuhug, og það er eitt af því, sem ekki hvað sízt auðveldar herjum Breta og Bandaríkja- manna sóknina. Og mikill há- tíðisdagur verður það, ekki að- eins Frökkum, heldur og öllum öðrum, er frelsinu unna, er Parísarborg verður hrifin úr heljargreipum nazisníans eftir fjögurra ára ánauð og hörm- 1 - ungar. Ríchard Beck kom- ínn vestur um ha! Utanríkismálaráðuneytið hef- hefir sent Tímanum svohljóð- andi tilkynningu um ferðir Richards Becks prófessors: „Prófessor Richard Beck er kpminn til Washington og hef- ir sent þaðan alúðarfyllstu kveðjur til allra íslendinga með þökk fyrir samveruna í júní og júlí í sumar. Á mánudaginn, (þ. e. síðastliðinn mánudag), mun prófessor Beck halda aðalræð- una á þjóðhátíðarsamkomu Vestur-íslendinga að Gimli í Manitoba og skýra þá ýtarlega frá lýðveldishátíðinni og mót- tökunum á íslandi." Heiman frá íslandi fylgja Richard Beck hinar hlýjustu kveðjur og beztú þakkir fyrir komu hans til ættlandsins og 'dvöl hér á'þessu sumri. Með ljúfmennsku og skörúngsskap í senn vann hann hug hvers manns, er af honum hafði kynni. Tengslin milli íslendinganna austan hafs og vestan hafa stór- um treystst við* hingaðkomu hans og munu lengi búa að henni. Kvennaskóli stofn- aður í Skagafírðí Stoínandi og forstöðu- koisa hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir irá Löngumýri Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri, sem undanfarin sjö ár hefir veitt kvennaskólanum á Staðarfelli forstöðu, hefir ákveð- ið að stofna í haust kvennaskóla að Löngumýri í Skagafirði. Hef- ir hún haft þar barnaheimili undanfarin sumur, og eru þar til dæmis í sumar 25 reykvísk börn. Hyggst hún að halda þess- ari starfsemi áfram og nota húsakynni hins nýja kvenna- skóla síns sem sumarheimili fyr- ir börn. í sumar hefir Ingibjörg látið vinna að nýbyggingum ýmsum vegna skólahs. Eins og áður er sagt, á skólinn að taka til starfa í haust. Verða kenndar allar þær námsgreinar, bæði verklegar og bóklegar, sem kíenndar eru í öðrum samsvarandi kvennaskól- um, svo sem fatasaumur, út- saumur, vefnaður, matargerð, íslenzka, uppeldisfræði, fæðu- efnafræði og fleira. Umsóknir um skólavist munu þegar vera farnar að berast Ingibjörgu. \ __________________. Kommúnístar hafa fest kaup á meira en 30 ára gömlu skipi, sem þeir gera út til ágóða iyrir ílokkssjóðínn Þeir nota pað til fiskflutninga héðan, en er svo lélegt, að Jjað fengíst ekki skrásett samkvœmt íslenzknm lögum í Alþýðublaðinu birtist síðastliðinn sunnudag grein, er vakið hefir mikla athygli. Var þar frá því skýrt, að all- margir forsprakkar kommúnista hér í bænum, þar á meðal tveir þingmenn, hefðu fest kaup á færeysku skipi, sem er svo lélegt í alla staði, að það fullnægir alls ekki íslenzk- um siglingalögum, og láti færeyska sjómenn, er gera minni kröfur en íslendingar um kaup og öryggi, sigla því milli landa til ágóða fyrir flokkssjóð kommúnista. Meðal annars er skipið tuttugu árum eldra en skip mega vera til þess, að þau fáist skrásett hér. Þrír uinsækjendur Umsóknarfrestur um dósents- embættið við guðfræðideild Há- skóla íslands er nú útrunninn. Þrír prestar hafa sótt um embættið, þeir séra Björn Magn- ússon, prófastur að Borg á Mýr- um, séra Sigurbjörn Einarsson, prestur í Reykjavík, og séra Gunnar Árnason á Æsustöðum. í vefur, þegar umræður urðu um skort á öryggi íslenzkra skipa og ónógt eftirlit með því, að ís- lenzkum lögum væri í hvívetna fylgt um styrkleika og útbúnað þeirra, voni-blöð kommúnista í hópi þeirra, er víttu harðlega vanrækslu og misbresti, er átt höfðu sér stað. Það kemur mönn- um því undarlega fyrir sjónir, að komast nú að raun um að þeir hafa, ef til vill um svipað leyti, verið að festa kaup á margra áratuga gömlum mann- drápsbolla, sem þeir láta síðan erlenda sjómenn sigla á um út- höf til þess að afla flokkssjóðn- um peninga til áróðurs, af því að þeir geta ekki komið honum undir íslenzkan fána, sökum þess, hve lélegur hann er. Lesendum Tímans til betri glöggvunar á þessu útgerðar- ævintýri birtist grein Alþýðu- blaðsins hér í heilu lagi. „Kommúnistaflokkurinn hefir keypt erlent skip og hafið útgerð á því. Skipið er svo ófullkomið og úrelt,aðþað myndi ekki kom- ast undir íslenzkan fána. Hefir flokkurinn ráðið Færeyinga á það, en Færeyingar gera miklu minni kröfur til hæfni skipa en við og gera minni kaupkröfur. Skipið tekur fisk til útflutnings og er nú í utanlandssiglingu. Kommúnistaflokkurinn lætur nokkra af höfuðpaurum sínum standa fyrir útgerð þessari og bera ábyrgð' á henni. Meðal þeirra eru tveir þingmenn þeirra og tveir bæjarfullrúar þeirra hér í Reykjavík. Þessir menn eru: Áki Jakobsson alþingismaður, Sig. Thoroddsen alþingismaður, Steinþór Guðmundsson bæjar- fulltrúi.Björn Bjarnason, bæjar- fullfcrúi og auk þeirra: ísleifur Högnason*forstjóri KRON og Er- ling Ellingsen, verkfræðingur. Þessir" menn skipa nokkurs konar fjármálastjórn flokksins, enda á „fyrirmyndarútgerð" þeirra að sigla inn nokkur hundruð þús., seiri' eiga síðan að standa straum af áróðri flokks-' ins, ferðalögum erindreka og undirróðursmanna um landið og blaða- og bæklingsútgáfu hans. Þetta björgunarskip komm- únistaflqkksins heitir „Falkur". — Nafnið minnir svolítið á ís- lenzkuna í Þjóðviljanum stund- um. Það er byggt í Noregi fyrir 32 árum, úr járni, er 151 smálest með 500 hestafla gufuvél. Kom- múnistar keyþtu skipið af Fær- eyingum. Sjómaður, sem skoð- aði skipið, þegar það kom hing'- að til Reykjavíkur fyrir nokkru, sagðist kannast við það frá því ,að það var í eigu Færeyinga, það væri mjög úr sér gengiðog allt að því eins dæmi í-íslenzka flot- anum fyrir lélegan útbúnað. Skipið myndi heldur ekki nánd- ar nærri fullnægja íslenzkum siglingalögum, hinni svokölluðu „Sigurjónsku". íslenzkir sjó- menn myndu neita að sigla á því. í þessari útgerð sinni virð- ist eins og kommúnistarnir hafi farið eftir ráðleggingum Magn- úsar Jónssonar guðfræðiprófess- ors, því að „Falkur" er alveg eins og „Fulton" gamli, sem Klukkan níu að kvöldi 11. maí í vor sendi Alexander hershöfSingi 5. og 8. herinn til fyrstu árása á hina ramgeröu Gústafslínu Þjóðverja sunnan við Cassino. Áður en árásirnar hófust hafði hann sent liði sínu sérstaka dag- skipan. — Á þessari mynd sést hershöfðinginn fylgjast með framsókn manna sinna frá stöðvum 8. hersins. Magnús sigldi á, þegar hann rit- aði hina frægu grein sína um Sigurjónskuna. Skipinu er og fyrst og fremst ætlað það hlut- verk að sigla inn peninga handa Kommúnistaflokknum. Annað skiptir þá heldur ekki svo miklu máli. Kommúnistar telja, að þeir hafi keypt skipið fyrir 215 þús- undir króna — og trúi þeir því sem vilja.- Tilgangurinn helgar meðalið. Það er trúarjátning kommún- ista. Flokkinn vantar peninga! Fyrir nokkru birtist í Þjðð- viljanum kvæðisómynd eftir kommúnista. Eitt erindið er svona: „Og árin líða við nyrzta haf. Þeir lögðu frá ströndinni 30 ungir menn á hripleku skipi; og 30 unnustur og 14 mæður stóðu í frostinu og horfðu á eftir hinu hripleka skipi." Og síðasta erindi í þessum kommúnistiska sálmi hljóðar þannig: ,,Löngu síðar rísa 30 ungir menn upp af freðnum sandinum, þeir brjóta skrifstofuhurðina og kyrkja kúluvambann." Þetta er ekki birt hér vegna þess að það sé svo fallegt, — En það var birt í skrautramma í Þjóðviljanum. Nú er kommúnistablaðið hætt að birta slík ljóð." Svo hljóðar frásögn Alþýðu- blaðsins. Við hana er litlu að bæta að svo stöddu. En ef til vill gefst síðar tsekifæri til þess, að ræða þessá útgerð kommún- ista, sem fyrir fáum mánuðum þóttist jafnvel öðrum fremur yera einhverjir forsvarsmenn í öryggismálum þeirra, sem sigla um höfin. Sundlaug byggð á Skagastrðnd U.M.F. Fram gekkst fyrir byggingu hennar Síðastliðið sumar hófst ung- mennafélagið „Fram" á Skaga- strönd handa um byggingu sundlaugar þar í kaupstaðnum. Var henni valinn staður út und- ir höfðanum, skammt frá hrað- frystihúsi kaupfélagsins, og skyldi nota kælivatn frá frysti- vélunum til þess að ylja vatnið í sundlauginni. Nú í júlímánuði var verkinu svo langt komið, að unnt var að hleypa vatni í laugina. Er þó eftir að byggja búningsklefa, koma fyrir steypiböðum og laga til umhverfis laugina. Að því er nú unnið. Stærð laugarinnar er 15X5 metrar. Búizt er við, að sundlaugin muni kosta nálægt 70 þúsund krónum, þegar búið er að ganga til hlítar frá henni og mann- virkjum í sambandi við hana. (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi RÁÐHERRAR f DÝRTÍÐAR-" MÁLUM. í hvert sinn, er kommúnstar hafa komið á verkfalli, hækka atvinnurekendur kaupið, velta síðan verðhækkuninni á bak neytenda — kaupið hækkar á ný o. s. frv. Þannig hefir það geng- ið án afláts, síðan 1942, að Ólaf- ur gerði þann samning við kommúnista, að þeir Veittu hon- um hlutleysi sem forsætisráð- herra gegn því, eins og hann sjálfur skýrði frá síðar, að hann gerði engan ágreining í stærri málúm, sízt af öllu í dýrtíðar- málum. — Kommúnistar voru raunverulega gerðir að ráðherr- um í dýrtíðarmálum vorið 1942 og þeir reyndust fastari í sessi en stjórn Sjálfstæðisflokksins-* Þeir eru „ráðherrar" enn, það sýna hin daglegu verkföll. Mbl. skrifar við hverja kaup- hækkun um hrunið, sem af þessu muni leiða, svo er það búið. — Verkfall er nú í flestum iðn- greinum, verðlagseftirlitið neit- ár atvinnurekendum um hækk- un vöruverðs,efþeir hækki kaup- íð. Mbl. er bálreitt. „Verðlags- eftirlitið er hér komið út fyrir verksvið sitt," segir það. Þetta hefir þær afleiðingar, að Sjálf- stæöismenn geta ekki hlýtt fyr- irskipunum „ráðherranna í dýr- tíðarmáium" með viðeigandi hraða! NAUÐSYNLEG FRAMKVÆMD. Atvinnumálaráðherra hefir mælt fyrir um eftirlit með hrað- frystihúsum, fiskinum, sem þau frysta.og fleira, er lýtur að vöru- vöndun í þessari grein. Ennfrem- ur hefir hann sett reglugerðar- ákvæði um mat a fiski, sem sett- ur er i skip við land og isvarinn til útflutnings. En um þetta sam- þykkti Framsóknarflokkurinn á- lyktanir á síðasta flokksþingi sínu. Var honum það ljóst, að ættu þessar fiskverkunaraðferðir að eiga framtíð, þá þyrfti að vanda betur vöruna og alla með- ferð hennar, en stundum hefir átt sér stað á undanförnum ár- um. Fyrst um sinn hefir eftirlit. með hraðfrystihúsunum, af kostnaðarástæðum, verið falið verkstjórum eða öðrum völdum starfsmönnum hraðfrystihúá- anna. En fari svo, að áfram haldi umkvartanir frá kaupend- um má ekki horfa í að setja í þetta mat sérstaklegaN valda menn og með öllu óháða. Er ekki seinna vænna að vinna hrað- frysta fiskinum allt það álit, sem þessi mikilsverða útflutnings- vara okkar á skilið. MAKKIÐ UM FORSETA- KOSNINGUNA. Dagblaðið Vísir ræðir tilraunir, sem gerðar yoru fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins, til að mynda stjórn fjögurra flokka. Blaðið segir, að sumir þingmenn hafi látið í veðri vaka, að þeir vildu láta af „stefnu sinni og vilja" til að ná samkomulagi við kommúnista. Það er rétt, að það komi ótvírætt fram, hvert þessi tilvitnuðu ummæli eru sótt. Þau stóðu sem sé í Morgunblaðinu fyrir fáum dögum. Þá segir Vísir, að kommúnistar hafi boðið flokknum samstarf síðastiiðið vor, ef núverandi forseta væri vikið frá völdum. Um þetta stóðu aldrei neinir samningar við Framsóknarflokkinn. En Vísir veit mæta vel, að samningar um þetta stóðu lengi milli kommún- Ista og Sjálfstæðismanna. Það samkomulag hefði áreiðanlega náðst, ef nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki gert „uppreisn." —. Það er alls óþarft að blanda öðrum flokkum inn í þessa saiíihinga. Frekar skal ekki um þetta rætt nú, en Tíminn er fús til að ræða málið nánar og gefa frekari upplýsingar, ef tilefni verða til þess gefin. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.