Tíminn - 07.11.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1944, Blaðsíða 4
376 TtmNTC, þrigjndaginn 7. nóv. 1944 94. blað Svik Sjálistæðis- flokksíns .... (Framhald af 1. síðu). hlutlausum manni og Sjálf- stæðismanni falin forustan, myndi hann ekki koma til greina, vegna stjórnar hans 1942 og viðskilnaðar hans við Fram- sóknarmenn þá. Hann vissi pinnig, að Framsóknarmenn •yrðu erfiðari viðfangs fyrir stór- gróðamennina en kommúnistar, því að kommúnistar myndu flest til vinna, ef þeir fengju því framgengt að dýrtíðin héldi á- fram að magnast, því að þeir telja að það búi mest í haginn fyrir sig til frambúðar. Til þess að sjá draum sinn rætast um forsætisráðherratign og velgengni stórgróðamanna enn um stund, þurfti Ólafur því ekki annað að gera eri að fá Sjálfstæðisflokkinn til að yfir- gefa það stefnuatriðl sitt að stöðva dýrtíðina og að kaupa Ai- þýðuflokkinn upp í stjórnar- sængina til íhaldsins og komm- únista. Alþýðuflokkurinn var keyptur með launalögunum og alþýðu- tryggingunum. Sjálfstæðisflokk- urinn var yfirbugaður til að hverfa frá stefnu sinni um stöðvun dýrtíðarinnar með hin- um ólíkustu aðferðum. For- sprakkar hans í kaupstöðunum voru hræddir með því, að sam- vinnan við fulltrúa sveitanna myndi spilla fylgi þeirra. Stór- gróðamönnunum var sýnt fram á, að samvinna Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista yrði þeim hagstæðari en samvinna Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Með þessu móti tókst að fá alla þingmenn flokksins, nema fimm, til að hverfa frá þeirri stefnu að stöðva yrði dýrtíðina. Ólafur Thors gat þannig keypt ráðherratign sína og stundarhag stórgróðamanna því dýra verði, að dýrtíðinni væri á ný sleppt iausri og kaup tekjuhæstu verk- lýðsstéttanna héldi áfram að vaxa. Afleiðlngarnar. Afleiðingarnar af þessari verzlun Ólafs Thors eru nú aug- ljósar orðnar. Launahæstu stétt- irnar í Alþýðusambandinu hafa fengið verulega kauphækkun. Járnsmiðir hafa hækkað úr 20 þús. í 22 þús. kr. árslaun, prent- arar,' handsetjarar og bókbind- arar úr 20 þús. kr. í 21 þús. kr. Sumar þessar stéttir hafa fengið sumarfrí sín lengd þannig, að þau verða 15 dagar eftir 10 ára vinnu og 18 dagar eftir 18 ára vínnu. Aðrar stéttir, sem lakar eru settar, fara nú í kjölfarið. Ólíklegt er t. d., að Dagsbrúnar- menn uni því í mörg ár að hafa 6000 kr. lægri árslaun en járn- smiðir. Það er líka misræmi, sem núverandi ríkisstjórn mun ekki vilja mæla bót. Það er líka mis- ræmi, sem stjórnin getur vart afsakað, að verkamenn, sem hafa unnið í 20—30 ár, fá 12 daga frí, þegar aðrar stéttir í Alþýðusambandinu fá 15—18 daga. Hér hefir verið skapað nýtt misræmi, sem innan lítils tíma mun kalla á kröfur urn allsherjar kauphækkun og alls- herjar lengingu á sumarfrii. Skæruhernaðurinn frá 1942 er aftur kominn í algleyming. Það er þyí ljóst mál, atí búið er að sleppa dýrtíðinni lausri, eins og frekast er hægt að gera það. Frá sjónarmiði allra þeirra, sem nokkuð hugsa um fram- leiðsluna, er það ekki aðeins illt verk, heldur stefnir öllu fjár- hags- og atvinnulífi þjóðarinn- ar í fyllsta voða. Sjálfstæðis- menn, sem fyrir rúmum mánuði síðari stóðu á þeim grundvelli með Framsóknarflokknum, að stöðva þyrfti dýrtíðina og fengu þá bændur til að lækka árslaus sín úr 16.000 í 14.500 kr., en hafa nú yfirgefið þann grundvöll og keppa við kommúnista í Óla- skans-dansí dýrtíðarinnar, mega vel kasta að Framsóknarflokkn- um steini fyrir það, að hann hefir ekki svikið fyrri stefnu sína eins og þeir. Framsóknarflokk- urinn mun halda áfram að vinna að því stefnumáli sínu að stöðva verði dýrtíðina og hann verður ekki fenginn til að svíkja það mál fyrir ráðherradóm eða önn- ur fríðindi. Verði það líka nokk- uð, sem aftrar því að Óla-skans- Sölumíðstöðin er flutt í Lækjargötu 10 B. Hljóðfærí inn á hvert einasta íslenzkt heimili í sveit og við sjó er iakmark hiimar nýstofnuðu „Hljóðfæraverzlunar Tónlístaríélagsíns“ Það hefir lengi staðið til að Tónlistarfélagið komi hér á fót vísi að hljóðfæraverzlun, vegna þess hve . vöntun á góðum hljóðfærum með hóflegu verði, hefir tafið starfsemi félagsins á urídanfömum árum. Nú, er ákveðið hefir verið að færa mjög út kvíarnar á ýmsan hátt, varð naumast hjá því komizt, að hefjast samtímis handa um útvegun góðra, ódýrra hljóðfæra fyrir almenning. Tónlistarfélagið hefir þegar pantað allmikið af hljóðfærum frá Englandi, Ameríku og Svíþjóð og verða þau afgreidd samstundis og eitthvað rýmkast um útflutning og flutninga. Er ef til vill von um að bráðlega verði hægt að ná 1 nokkuð af mjög vönduðum minni píanóum fyrir heimili. Eru það hljóðfæri, sem reynsla er fengin á, hafa meðal annars verið notuð við kennslu við Tónlistarskólann síðastliðin fimm ár, og reynst afbragðs vel. ' Ekki er alveg fullvíst um ver& hljóðfæranna en varla er ástæða til að gera ráð fyrir neinni veru- legri hækkun frá því fyrir stríð, nema sem nemur fragthækkun meðan stríðið stendur. Ág’óði af verzluniimi rennnr til Tónlistarhallarinnar. Pantanir verða afgreiddar eftir röð og geta þeir, sem þess óska, gert samning um að byrja strax að greiða upp 1 hljóðfærin mánaðarlega, þangað til þau koma. Pantanir sendist til Tónlistarfélagsins, Bóx 263. ‘ 1 / Allar nánari upplýsingar gefur ritari félagsins, Björn Jónsson, Vesturgötu 28, sími 3594. TJARNARBlÓ Sonur Greiíans af Monte Christo LOUIS HAYWARD, JOAN BENNETT, GEORGE SANDERS. Sýnd kl. 7 og 9. FRlMERKI ERII VERÐMÆTI. KASTIÐ EKKI VERÐMÆTUM FYRIR BORÐ. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftirjnn- kaupslista. — Duglegir umboðsmenn óskast um allt land til innkaupa á íslenzkum frí- merkjum. — Há ómakslaun! Leitið upplýsinga hjá: Sig. Hclgason, P. O. Box 121 Reykjavík. Npaðkfötið er komið. Ágætar hálftunnur og kútar Sent heim með stuttum iyrirvara. Samband IsL satn vinnuf élaga Sími 1080. Þér skuluff lesa þessa bók. Fylgwt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Timarm. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Síml 2323. dansleikurinn nýi setji hér allt atvinnulíf í rúst og eyðileggi alla víðreisn og nýsköpun, þá verður það viðnámið, sem Framsóknar- flokkurinn og þeim viðreisnar- öflum, er honum vilja fylgja, tekst að veita gegn þvi. Asbestplöiur Þakpappi Krossviður á pök og veggi. 6 tegundir. vatnsbéttur, 8 mm -• í Linoleum Kolaeldavélar og margt fleira A. EINARSSON & FUNK. • >._ m ei ,;Ij iVíiNíi ■QAMLA BÍÓ- Undir okí her- námsíns (This Land is Mine) CHARLES LAUGHTON MAUREEN O’HARA Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgeng. HANN VILDI VERA RIT- * HÖFUNDUR. (Blonde Inspiration) JOHN SHELTON, VIRGINIA GREY. Sýnd kl. 3 og 5. • NÝJA BÍÓ« Á norður- leíðum (Norjthem Pursuit) Spennandi stórmynd frá Kanada. Aðalhlutverk: ERROL FLYNN, JULIE BISHOP. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. ♦— ! 1 FJALLIÐ EVEREST er bók með hrífandi lýs-_ ingum af ævintýralegum ferðum á hæsta fjalli jarðarinnar, prýdd 22 heilsíðumyndum. ________ Fjallið Everest í góðu bandi er tilvalin tæki? færisgjöf. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinarhug á sjötugs afmœli mínu 19. sept. s.l. Lífið heil. TRYGGVI ÓLAFSSON frá Víðivöllum. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum nœr og fjœr, sem heiðruðu mig á sextugs afmœli mínu með veg- legum og kœrkomnum gjöfum, heimsóknum, blómum og skeytum, og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. BJARNI BJARNASON, Skányy. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur vinsemd á sextiu ára hjúskaparafmœli okkar. ÁRNÝ EIRÍKSDÓTTIR SIGVRBERGUR EINARSSON Nýja-Bœ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.