Tíminn - 22.12.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.12.1944, Blaðsíða 6
478 TÍMINiy, föstudagiim 22. des. 1944 107. blað Hér legg ég orð í belg CFramhald af 3. síðu) hvernig flokkur peningamanna og forréttindamanna hér á landi hefir samfellt í 25 ár klifað á þeirri ógn, sem öllum þeim, sem eitthvað ættu, stæði af hinum flokkunum. Síðustu árin hafa ýmsir þeir, sem leita kjörfylgis meðal annarra stétta en bænda, legið á því lúalagi að lýsa bændastéttinni sem óþarfri for- réttindastétt, sem lifði á ölmus- um ,úr ríkissjóði. Er örðugt að hugsa sér annað en að margt sé þá sagt gegn betri vitund. Það er logið af lævísi til að hræða menn með hættunni af bænda- valdinu. Svo ætla þessir óhappa- menn að byggja pólitíska upp- hefð sjálfra sín á hatri launa- stétta og sjómanna í garð bænda. Þeir bjóða sig fram til að heyja frelsisstríð hinna þjáðu og þjökuðu og hrinda af. þeim á- nauð bændanna. Hér ætti ekki að þurfa að dæma þá viðleitni að leita sér valda og áhrifa með því að vekja fjandskap og ríg milli þeirra, sem eiga og þurfa að taka höndum saman. Hún dæmir sig sjálf. Og sögur okkur geyma líka minningu svo margra rógbera þessara ára til varnaðar. Dæmin ættu að kenna sam- tíð okkar að snúa baki við Hildi- ríðarsonunum. Hér skal nefna dæmi um það, hvað rógurinn gegn bændum getur komizt hátt. Nýlega var talað um það í útvarpsumræðum frá Alþingi, að auk annars stæði til að gefa bændum áburðar- verksmiðju. Þessi fullyrðing gef- ur tilefni til að spyrja, hvort útvegsmönnum og sjómönnum hafi verið gefnar síldarverk- smiðjur ríkisins. En til gamans skyldum við hugsa okkur, að rík- ið byggði áburðarverksmiðju og ræki hana fyrir sitt fé og léti bændum áburð í té endurgjalds- laust. Væri það gjöf til bænda? Áður en menn játa þeirri spurningu skulu þeir minnast þess, að framleiðsla bænda er verðlögð af fulltrúum þjóðfé- lagsins eftir þeim reglum, að bændur haldi eftir svipuðum verkalaunum og aðrir vinnandi menn í landinu. Afurðir bænda hækka-og lækka eftir því, sem framleiðslukostnaður breytist. Lækki áburðinn í verði, minnkar framleiðslukostnaður og afurðaverðið lækkar. Fái bændur, eins og málum er nú verður því hagað svo, að neyt- endurnir fái ódýrari mat en bændur halda eftir til eigin þarfa sömu upphæð og áður. Ef ríkið gæfi því nokkrum áburðar- verksmiðju, þá væru það ekki bændur eins og málum er nú komið, heldur neytendurnir, sem hlytu þá gjöf.' Það er því langt gengið í hernaði rógburðarins að reka hann svona. En þetta er aðeins eitt dæmi. Áður en skilizt er við þetta mál er rétt að hugleiða, hvaða þýðingu það myndi hafa, ef rík- ið byggði áburðarverksmiðju. Þáð myndi mjög stuðla að auk- inni ræktun landsins, en aukin ræktun tryggir hvorttveggja í senn, afkomu bændastéttarinn- ar og meiri og ódýrari fram- leiðslu þeirra matfanga, sem þjóðin þarf mest með. Það er því öllum íslendingum til góðs, að áburðarverksmiðjan rísi upp. Leiðtogar fólksins ættu að kenna mönnum að fagna því saman, hvar i stétt sem þeir standa, en ekki að nota það til að villa um ’^öngsýnar sálir og fylla þær hatri og myrkri. Það mun koma í ljós á sínum tíma, hvort kauþstaðabúar á ís- landi eru svo heillum horfnir, að þeir láti ófyrirleitna æsinga- menn espa sig almennt til fjandskapar gegn bændum. En þegar þeim miklast flísin í auga bóndans, ættu þeir ekki að gleyma sínu eigin og fara eins og útvegsmaðurinn, sem var ný- búinn að losa sig við nokkurra þúsunda króna skuld í skulda- skilasjóði og spurði gleiður og rogginn, hvort bændur fengju ekki styrk til að láta taka úr sér botnlangann. V. Má sleppa peningum við bændur? Enn hefir það heyrzt í sam- . bandi við uppbætur ríkissjóðs, P að rangt væri að greiða bændum þessa fjármuni beint fyrir fram- leiðslu sína. Féð ætti að ganga til þess að breyta framleiðsluhátt- um bænda og færa þá í nýtízku- horf, en ekki að verða eyðslu- eyrir. Um þetta er skrifað, og þetta er sagt á sjálfu Alþingi ár eftir ár og er því vert að athuga það.dálítið. Fyrst er þá það, að ef land- búnaður er talinn nauðsynlegur þjóðinni, eiga bændur skýlausa kröfu til sambærilegra launa við aðrar og það til frjálsrar og kvaðalausrar ráðstöfunar eins og aðrar stéttir. Þarf ekki frek- ar að eyða orðum að svo aug- ljósu efni. Annað er það, sem rétt er að draga fram, að bændur fara ekki verr með fé en aðrar stéttir. Því er engin ástæða til að taka þá eina út úr og skipa þeim opin- bert fjárhald, sem ýmislegt mæl- ir með að reynt yrði að einhverju leyti hér á landi. Bændur flestir lifa sparlega og berast lítið á. Þeir kaupa t. d. fæstir púður- dollur og fylgiglingur þeirra fyr- ir marga tugi króna til að gefa vinstúlkum sínum í afmælis- gjafir. Hafi þeir eitthvað aflögu frá brýnustu þörfum daglegs lífs, nota þeir það yfirleitt til lag- færinga á jörðum sínum. Þeir nota það til þess að færa bú- skap sinn í nýtízkuhorf. Þetta er auðvelt að sanna og allir, sem hafa opin augu, vita þetta. Þeir einir, sem ekki fylgjast með því, sem er að gerast í þjóðfélaginu, geta mótmælt þessu í góðri trú fáfræði sinnar. Á þessu ári hafa bændur ís- lands keypt og pantað 200 drátt- arvélar. Kaupverð þeirra allra mun að minnsta kosti vera yfir 2 miljónir króna. Bændur nota ekki þessar dráttarvélar slyppar og allslausar til jarðvinnslunnar. Þeim þurfa að fylgja verkfæri og þau kosta líka mikið fé. Þó er ekki allt fengið með því að kaupa áhöldin. Jarðyrkjan krefst mikils starfs þar að auki, framræslu, grjótnáms o. fl. Auk þess þarf að byggja upp og girða o. s. frv. Þessar 2 milj., sem er vantalið kaupverð dráttarvél- anna, er aðeins lítill hluti þess fjár, sem bændastétt íslands leggur fram þessi árin til þess að færa búskapinn í nýtízkuhorf. Ég fullyrði það, að engin ís- lenzk stétt skilar aflafé sínu bet- ur í atvinnulífið og endurbætur bar en einmitt bændastéttin. Nú kynnu menn að vilja segja, a,ð þótt bændur eyddu miklu^fé í framkvæmdir, væri eftirtekjan lítil, því að þetta væri óvísinda- legt kák og fálm út í bláinn. Slíkir sleggjudómar eru ekki frá- leitari en annað. Víst eru verkin misjafnlega unnin og væri þar börf á endurbótum. En þeir, sem hafa komið í rakabælin reyk- vísku, eins og nefna má Sum ný- leg steinsteypuhús í höfuðborg- inni, og kynnzt vinnubrögðum á götum þeirrar borgar, geta ekki álasað bændum sérstaklega fyr- ir mistök í framkvæmdum. Sanngjarnir menn verða líka að viðurkenna þá staðreynd, að stórreksturinn getur stigið víxl- spor og það eins sá opinberi. í. því sambandi mætti minna á kæliþróna miklu, sem síldar- verksmiðjur ríkisins komu sér app nýlega með ærnum til- kostnaði. Litlar sögur fara nú af notkún þróarinnar, og er það að vonum. Hún ftyndist ónothæf. Þetta er e. t. v. ekkert til að býsnast yfir. Hér var um tilraun að ræða, og hún mistókst. En ill- viljaðir menn gætu kallað þetta óvísindalegt kák og fálm. En öll sanngirni hlýtur að viðurkenna að stórrekstrinum fylgi líka sú hætta að ýmsar framkvæmdir séu/ misráðnar. Menn hafa því fullan rétt til að efast um það, að hann tryggi miklu betur skynsamleg vinnubrögð en smá- reksturinn. Hitt er vist, að hann er að sumu leyti dýrari. Bændur fara yfirleitt ekki með mikið fé í skrifstofukostnað. Ég held, að það ^é ástæðulaust að pína samvizkú sína vegna að bændur fái svipuð fjárráð og aðrir góðir menn, sem vinna bjóðholla erfiðisvinnu. Þegar engir eru sekari um slæma með- ferð peninga á íslandi en bændastéttin nú, þá hygg ég að bessi þjóð þurfi ekki að kvíða fjárhagslegri glópsku. Og fátæk- legt finnst mér það hjá þing- mönnum kaunstaðanna, að afla -,ér atkvæða meö því að deila á bændur fyrir eyðslu og óhóf. Þeir, sem þurfa slík ráð, eru fá- fækir að rökum og fara illa með bau. Og vesöl og aum eru þau oólitísku lífskjör að draga fram lífið á slíku drafi. SAVON de PARÍS mýhir húðina oy styrhir. Gefur henni yndisfayran litblas oy ver hana hyillum. % JVOTIÐ SAVON TÍMIMIV er víðlesnasta anglýsíngablaðið! Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN:' Munið, að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í kaupfélagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofn- sjóð. Innilegt hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, nær % og fjær, sem veittu hjálp og sýndu hluttekningu og vin- semd við andlát og jarðarför ISans Ágústs Kristjúnssonar frá Ketilstöðum í Hörðudal. Guð blessi ykkur öll. Fjölskylda hins látna. §tnlku vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonnnni. Sínii 2319. Sfaínar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefij: þægilegt og hressandi bragð. JVOTIO SJAFAAR TAANKREJI KVÖLDÍ OG HIORGDíA. Sápuverksmiðjan Sjöín Akureyrí Brazilíufararnir t . -N • " ' '-/ ‘ . / . i Bezta bókín, sem pér getið gefid drengjunum í jólagjöf, er hin aiburða vinsæla skáldsaga \ \ Brazilí uf ararnir Athygli skal vakin á því, aö bókin er gersamlega prot- in hjá útgefandanum og eru pví síðustu forvöð að ná í eintak v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.