Tíminn - 23.02.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1945, Blaðsíða 2
2 15. bla« TÍMINIV, föstndagimi 23. felir. 1945 Föstudagur 23. febr. Kveðja Mbl. tíl Búoaðarfjingfs Aðalmálgagn ríkisstjórnarinn- ar, Morgunblaðið, sendi þingi bændanna, - Búnaðarþingi, kveðju sina og ríkisstjórnarinn- ar í forustugrein, sem birtist í blaðinu 20. þ. m. Höfundur kveðjunnar var, eins og vænta máttl, „bændaritstjóri" blaðsins og ríkisstjórnarinnar, Jón Pálmason, sem í þingsölunum og víðar hefir hlotið nafnið „rauða akurliljan", vegna fylgi- spektar sinnar við afleggjara rússnesku stefnunnar hér á landi. Efni kveðjunnar var í megin- atriðum þríþætt. í fyrsta þætti var Búnaðarþing ásakað fyrir „þröngsýni og afturhald á und- anförnum árum“, sem væri þess valdandi, að landbúnaðurinn væri „orðinn aftur úr öðrum atvinnuvegum". í öðrum þætti var það áminnt um, að „verkefni þess sé ekki að semja lög, ekki að gera kröfur, sem byggðar séu á þröngsýni og klíkuskap". í þriðja þætti var Búnaðarþing svo áminnt um, „að leita eih- lægrar samvinnu við núverandi ríkisstjórn og hennar stuðnings- lið“ og því ógnað með, að „ella gæti sameiginlegt álit frá þess- ari stoí'nun verið hinn mesti háski“. Hjá því getur ekki farið, að þessi kveðja Morgunblaðsins og ríkisstjórnarinnar til Búnaðar- þings veki óskipta athygli bænda um land allt. Tvö stétt- arþing önnur hafa verið haldin síðan núv. ríkisstjórn kom til valda, þing Alþýðusambandsins og þing bandalags opinberra starfsmanna, án þess að aðal- málgagni stjórnarinnar þætti þá hlíta að gefa leiðbeiningar um að varast „þröngsýni og klíkuskap". 'Þvert á móti var blaðið þá fult auðmýktar og elskulegheita. En þegar þing bændanna kemur saman, kveð- ur það sér hljóðs með miklum myndugleik, varar við þröngsýni og klíkuskap og hefir í hótunum, ef ekki sé aðeins leitað sam- vinnu við ríkisstjórnina, heldur einnig við stuðningslið hennar og þá vitanlega ekki sízt við kommúnistana. Bændur mættu vissulega vera skilningslitlir, ef þeir gerðu sér ekki ljóst, hversu hér er öðru, vísi að þeim búið en öðrum stéttum. Stéttarþingum launa- fólksins er tekið með auðmýkt og undirgefni. Stéttarþingi bændanna er tekið með brigsl- um, fyrirskipunum og hótunum. Þó hafa vissulega engin stétt- arsamtök síður til þess unnið að sæta slíkum árásum, en sam- tök bænda og Búnaðarþing þó alveg sérstaklega. Samtök bændanna verðskulda það vissulega ekki, að þeim sé brigslað fyrir viljaleýsi um um- bótamál landbúnaðarins, því að þær stórstígu framfarir, er hér hafa orðið seinustu áratugina á því sviði, eru að miklu leyti árangurinn af starfi þeirra. Fer líka vissulega mjög fjarri því, að landbúnaðurinn sé „aftur úr öðrum“ atvinnugreinum, eins og segir í kveðju Mbl., heldur þolir hann vissulega betur saman- burð við erlenda atvinnuvegi en bæði iðnaður og sjávarútvegur. enda er ætlað margfalt meira fjármagn í stefnuskrá núv. stjórnar til nýsköpunar sjávar- útvegsins en landbúnaðarins. Stafar það réttilega af því, að sjávarútvegurinn stendur enn aftar á þessu sviði en landbún- aðurinn. Þrátt fyrir þetta þarfn- ast landbúnaðurinn samt enn mikilla umbóta, enda mun engum það Ijósara en, bændum sjálfum. Þeir hafa því enn hert baráttuna fyrir aukinni nýsköp- un landbúnaðarins og setur það vissulega sízt á þeim, sem hafa á yfirstandandi þingi verið að eyðileggja slík nýsköpunarmál, eins og áburðarverksmiðjumálið og jarðræktarlagafrumvarpið, að ásaka bændasamtökin fyrir viljaleysi í þessum efnum. Einna ranglátast og fjarstæð- ast af öllu er þó það, að vara búnaðarþlng eitt stéttaþinganna við þröngsýni og klíkuskap, þar ERLENT YFIRHTi „Innsta virkid“ Tvær stefnur. Síðastl. laugardag birti Mbl. svohljóðandi fréttaskeyti frá fréttastofu Reuters: „í dag bar fjármálaráð- herra Breta fram frumvarp um það, að lækka skyldi tekjuskatt á framleiðendum landsins, til þess að þeir gætu umbætt verksmiðjur sínar og atvinnutæki eftir hið mikla slit, sem orðið hefir á öllu styrjaldarárin. Þá verður þetta einnig gert í því augna- miði, að atvinnuveitendur geti haft betri fjárráð til þess að reisa nýjar verksmiðjur og afla sér nýrra véla. Ennfrem- ur er þetta gert með það fyrir augum, að fyrirtæki geti auk- ið starfrækslu sína og lagt í nýjar framkvæmdir. Talið er víst samþykki frumvarps þessa.“ Þetta fréttaskeyti sýnir næsta glöggt, að Bretar undirbúá ný- sköpunina með öðrum hætti en íslenzka ríkisstjórnin. Þeir lækka skatta á framleiðendun- um og létta þannig rekstrar- kostnað þeirra. íslenzka ríkis- stjórnin hækkar skattana á öll- um atvinnurekendum, að mesta stórgróðafyrirtæki landsins einu undanskyldu, og eykur fram- leiðslukostnaðinn með kaup- hækkunum og ýmsu öðru móti. Menn ættu auðveldlega að geta gert sér þess grein, hvor stefn- an er líklegri til að hrinda fram nýsköpun atvinnuveganna. Fjársóunin mikla. Það væri að vísu sök sér, þótt ríkið legði á háa skatta, ef skattarnir færu til þess að efla atvinnuvegina og styrkja félög til að eignast atvinnutæki. En ilíku er ekki að heilsa. Af skattaálögunum, sem ríkið eitt 'eggur á skattþegana á þessu ári og nema um 130—140 milj. króna, verður ekki einum eyri varið til kaupa á fiskiskipum, aukinnar jarðræktar, nýrra raf- orkuvera, nýrra verksmlðja og -annsókna á gæðum landsins. Allt fer þetta mikla íé til venju- 'egrar starfrækslu ríkissjóðs og aukinna launaútgjalda, er leiða if fjármálastefnu stjórnarinn- ar. Það ætti vissulega ekki að burfa mikla skarpskyggni til að sjá það, að þetta er ekki veg- irinn til nýsköpunarinnar. Hér er verið að sóa taumlaust því fjármagni, er nota átti til efl- 'ngar atvinnuvegunum, og verði bannig haldið áfram, verður bess ekki langt að bíða, að ekk- ert fé'verði eftir til viðreisnar, begar loksins á að hefjast handa um hana. Kvikmyndataka á Alþingi. Nýlega var tekin kvikmynd af þingmönnum. Allt fór fram neð friði, þangað til í lokin. >eír Ólafur Thors og Jónas Tónsson stóðu út í einu horn- inu og voru að hvíslast á. Ljós- nyndarinn beindi vélirmi að beim Ólafi og Jónasi og tók nokkrar augnabliksmyndir. — Ólafur varð þá miður sín af reiði; hann sleppti alveg taum- haldi á sjálfum sér og varð ó- kvæða. Fyrst skammaöi hann forseta, Gísla Sveinsson og kvaðst ekki ætla að leika neina „grínfigúru“ (það er nú einmitt það, sem hann ekki þarf að leika). Forsetinn vísaði frá sér, glotti við og sagði: „Öðruvísi mér áður brá.“ Ólafur réðist þá að mynda- tökumanninum og kvaðst mundi láta taka þessar myndir (þ. e. myndirnar af Jónasi og Ólafi) af honum með lögregluvaldi, ef hann vildi ekki afhenda þær með góðu. — ^ Þingmenn brostu góðlátlega, sumir hristu höfuð dálítið, en flestir munu hafa hugsað sem svo, að íslenzka þjóðin ætti ekki aðeins forsætisráðherra, sem væri orðheldfnn og sannsögull, heldur einnig greindur og prúð- ur — svo sómi væri að. — Sannanir Mbl. Morgunblaðið þykist hafa lagt á borðið ótviræðar sann- anir fyrir því, að rétt sé að veita Eimskipafélaginu fullt skatt- frelsi. Þessar sannanir eru tvö bréf, sem félagið hefir skrifað ríkisstjórninni og nýbyggingar- ráði' þess efnis, að það hafi fyr- irhugað að kaupa ný skip. Ætla þau fyrirtæki myndu ekki verða nokkuð mörg, sem myndu fúslega undirgangast að verja ríflegum hluta af tekju- afgangi sínum til kaupa á fram- leiðslutækjum, ef þau fengju skattfrelsi í staðinn? Og ætla að Mbl. finnist að slík fyrir- heit af hálfu samvinnufélag- anna gætu réttlætt það, að veita þeim fuilt skattfrelsi? Rógurinn um Samsöluna. í seinasta Reykjavíkurbréfi Mbl. er enn einu sinni verið að hnjóða í Sveinbjörn Högnason og Mjólkursamsöluna. M. a. er henni borin á brýn „sleifarlag og kyrrstaða". Það er von, að mennirnir, sem bera ábyrgð á rafmagnsskortinum og vatns- skortinum í Reykjavík, þykist geta talað digurbarkalega um ódugnað annarra. Má vel marka það á þessu, að þeir myndu þykjast miklir menn, ef þeir stæðu fyrir jafn myndarlegri framkvæmd til að tryggja neyt- endum góða og vandaða vöru og byggingu hinnar stóru og fullkomnu Mjólkurstöðvar, sem Samsalan er að láta reisa. Annars ætti Valtýr að hafa lært af ráðningu þeirri, sem hann fekk hjá Ólafi í Brautar- holti uip áramótin, að honum verður það hvorki til lofs né frægðar að halda uppi rang- færslum og rógi um fyrirtæki bænda, sem bæði hefir orðið þeim og neytendum til ávinn- ings. Hans eigin flokksbræður eru að fá verðskuldaða óbeit á þessum óþverra hans. Jón Pá lýsir húsbónda sínum. j;ón Pá skrifar nýlega eina af sem það er eina stéttaþingið, er hefir slakað til á réttmætum kröfum umbjóðanda sinna, vegna þjóðarhags, meðan öll önnur stéttasamtök hafa verið að herða og auka kröfurnar. Þessar ósanngjörnu og rang- látu aðdróttanir í kveðju Mbl. til Búnaðarþings eru svo kórónaðar með því, að fyrir- skipa því og hafa í hótun- um við það, ef fyrirskipunum er ekki fylgt, að leita einlægrar samvinnu við stuðningslið stjórnarinnar, enda þótt vitað sé að kjarni þess, kommúnist- arnir, séu bændum hinir fjand- samlegustu og slík samvinna því feæpast hugsanleg, nema bænd- ur afsöluðu sér rétti sínum að meira eða minna leyti. Það mætti sannarlega mikið vera, ef slík kveðja til Búnaðar- bings í aðalmálgagni stjórnar- innar vekti bændur ekki til al- varlegrar umhugsunar um, hvar á vegi þeir væru staddir og hvaða veg Búnaðarþingi bæri að velja. Önnur leiðin er, að þingið beygi sig auðmjúklega fyrir fyrirskip- unum Mbl., geri engar kröfur fyrir hönd stéttar’sinnar, hversu réttmætar, sem þær eru, ef stuðningsliði stjórnarinnar þóknast þær ekki, og sé í einu og öllu auðmjúkur þjónn ríkis- valdsins, hversu ósanngjarnt, sem það væri í garð bændanna. Hin leiðin er, að þingið láti eng- ar fyrirskipanir eða ógnanir á sig fá, heldur haldi örugglega fram rétti bændanna og hags- munamálum og gefi ekki upp baráttuna, þótt óbyrlega blási um stund. Fyrri leiðin er áreið- anlega vísasti vegurinn til al- gerrar útrýmingar á frjálsri bændastétt. Hún er leiðin til að gera bændur þjóna allra hinna. Síðari leiðin er áreiðanlega lík- legust til þess að viðhalda rétti og frelsi bænda og kveða niður þá skoðun, að bændur láti bjóða sér minni hlut en öðrum hlið- stæðum stéttum. Á þeim jafn- réttisgrundvelli eiga bændur að vera fúsir til samvinnu við hvern, sem er, en annars ekki, ef þeir ætla að halda sjálfs- virðingu sinni og sjálfstæði. sínum skemmtilega vitlausu greinum. Hann segir: „Valda- girnin er takmarkalaus. Barátt- an lim auð og vald alveg hlífð- arlaus — öllu fórnað til að ná yfirtökum yfir hættulegum and- stæðingi." Þetta á að vera lýs- ing á Sturlungaöld, — en mun minna flesta, er lesa, á feril Ó- lafs orðheldna vorið 1942 og samninga hans og uppgjöf fyrir kommúnistum sl. haust — öllu var fórnað til að geta hreykt sér í valdastólinn um stund og verndað stríðsgróðann. „Slysinn er þrællinn". Jón Pá segir: „Nú ganga víga- ferlin út á það að eyðileggja mannorðið með langvarandi rógburði — “. Þessi ummæli munu minna flesta á Klepps- málið, kollumálið, þjófnaðar- burðinn, sem endurskoðandi íhaldsins var látinn bera á Skipaútgerðina o, f 1., að ó- gleymdu því, er Morgunblaðið lét mála ofan í myndir, er það birti af pólitískum andstæðing- um, til þess að afskræma útlit þeirra. — Nóg að 10 þingmenn spreyti sig við ofaníátið. í umræðunum um Eimskipa- félagsmálið á Alþingi, las Skúli Guðmundsson ýms mergjuð ummæli úr Þjóðviljanum um Eimskipafélagsmálið á síðastl. vori. Fór Þjóðviljinn hinum hörðustu orðum um framferði Eimskipafélagsins og krafðist víðt’ækustu rannsókna á þessu máli. Jafnframt lýst hann yfir þeirri skoðun, að ekki væri ann- að öruggt til fullra umbóta en að. I/ommúnistar fengju fleiri þingmenn og við stjórnarstýrið settist frjálslynd og framsækin ríkisstjórn! Skúli sagði, að kommúnistar væru nú búnir að fá þessa frjálslyndu, og framsæknu rík- isstjórn, er þeir hefðu verið að biðja um, en allur árangurinn af starfi hennar í þessum efnum væri sá, að Eimskipafélagið héldi ekki aðeins öllum gróða sínum, heldur einnig skattfrelsinu á- fram. Meðan svo væri, þá væri vissulega bezt fyrlr kommúnista sjálfa, að þeir eignuðust ekki fleiri þingmenn til að eta ofan í sig, því það væri alveg nóg að 10 þingmenn sætu að slíku borð- haldi. Einn af kunnustu foringjum þýzkra nazista, Ley verkamála- ráðherra, lét nýlega svo ummælt, að styrjöldin væri engan veg- inn töpuð, þótt Þjóðverjar yrðu að hörfa úr Berlín. Við munum aðeins hörfa til öruggari víg- stöðva, sagði hann, og halda uppi baráttunni þaðan, unz sig- ur næst. Mörgum mun finnast, að um- mæli þessi séu næsta borgin- mannleg, en ýmsir herfræðing- ar hafa þó látið uppi þá skoð- un, að þau geti haft við nokk- ur rök að styðjast og menn megi ekki vera of bjartsýnir á það, að styrjöldinni sé lokið, þótt Þjóðverjar tapi Berlín og jafn- vel öllu Norður-Þýzkalandi, en erfitt verður að verja það eftir að Berlín er fallin. Skoðanir þessara manna eru þær, að Þjóðverjar hafi undan- farið verið að undirbúa loka- vörn sína í svokölluðu „innsta virki“. Víglína þessa „innsta virkis“ myndi liggja frá landa- mærum Sviss meðfram Rínar- fljóti allt niður til Frankfurt, en þaðan myndi hún beigja til austurs um Leipzig, Dresden og Görlits, fylgja siðan Suteda- fjallgarðinum, unz hún beigði aftur í suður nokkru austan við Vín og niður til Adriahafs og yfir þvera Ítalíu. Eftir að hafa hopað þannig inn í „innsta virk- ið“ þyrftu Þjóðverjar ekki að verjast nema á ca. 1000 km. víglínu, þegar landamæri Sviss er undanskilin, og njóta hvar- vetna hinna beztu náttúruskil- yrða til varnar. Innan þessa „innsta virkis“ hefðu þeir mörg mikil iðnaðar- og námahéruð, eins og t. d. Bæheim, og auðug landbúnaðarhéruð, eins og t. d. Pódalinn á Ítalíu. Hin harða varnarbarátta, sem Þjóðverjar hafa halclð uppi á Ítalíu, er m. a. skýrð með tilliti til þessara fyrirætlana þeirra. Ef þeir missa Norður-ítaliu, tapa þeir ekki aðeins hinum auðugu landbúnaðar- og iðnað- arframleiðslu þar, sem myndi verða vörninni í „innsta virk- inu“ mikill styrkur, heldur opn- ast jafnframt bakdyrnar að „innsta virkinu, ef svo mætti að orði kveða. Sá mikli herafli, sem Þjóðverjar hafa enn í Jugo- slavíu, er einnig settur í sam- band við þessar fyrirætlanir þeirra. Þeir menn, sem mest hafa rætt um þessa fyrirhuguðu loka- vörn Þjóðverja í „innsta virk- inu“, telja sig hafa allgóðar heimildir fyrir því, að Þjóðverj- ar hafi um alllangt skeið und- irbúið varnirnar þar og þær muni verða svo öflugar, að vafa- samt sé, að það verði fyrr en seint á þessu ári, er unnin verð- ur sigur á þeim þar, þótt Norð- ur-Þýzkaland og Ruhrhéraðið verði hernumið snemma á árinu. Sókn Rússa allra seinustu vikurnar hefir þótt bera þess merki, að þeim væru þessar fyr- irætlanir Þjó'ðverja vel kunnar. Meginsóknin hjá her Konevs virðist nú beinast gegn höfuð- borg Saxlands, Dresden, en með því að komast þangað hefðu þeir brotið sér leið inn í „innsta virkið“ áður en Þjóðverjar væru farnir að hörfa þangað að ráði og ruglað þannig allar áætlan- ir þeirra. Með þessari sókn, ef hún heppnaðist, hefðu Rússar einnig opnað sér leið inn í Bæ- heim, sem samkvæmt fyrirætl- un Þjóðverja er einn þýðingar- mesti hluti „innsta virkisins“. Hinar miklu loftárásir Banda- manna á Dresden virðast og sýna það, að þeim þyki sérstak- lega mikilsvert að styrkja þessa sókn Rússa. Það fer vitanlega mest eftir hernaðarstyrk og hraða Banda- manna og Rússa, hvort þessar fyrirætlanir Þjóðverja heppnast eða ekki. Takmark Þjóðverja nú virðist vera að þvælast sem lengst fyrir andstæðingunum áður en þeir hörfa inn í .innsta virkið“. Vorleysingarnar, sem munu standa yfir næstu vik- urnar, munu verða þeim til nokkurrar hjálpar í þeim efn- um. Þegar þeim lýkur, ættu Bandamenn fljótlega að rjúfa núverandi varnir Þjóðverja, og þá reynir á það, hvort „innsta virkiö“ verður eitthvað meira en örvæntingarfullt hugarsmíð þýzku herforingjanna. Fyrirhuguð vörn Þjóðverja í „innsta virkinu“ er aðallega bundin við það tvennt, að ó- eining skapist meðal Banda- manna og þýzkir hugvitsmenn geti fundið upp ný vopn, sem gerbreytti styrkleikahlutföllum í styrjöldinni. Fyrri vonin hefir vafalaust beðið mikinn hnekki við Krímarráðstefnuna, en jafn- framt má líka vera, að ráðstefn- an hafi eflt baráttuhug Þjóð- verja, þar sem peir Virðast eiga mjög harða friðarkosti í vænd- um. Um síðari vonina geta Þjóð- verjar einir dæmt, en vist" er (Framhald á 8. síðuj í Degi 8. þ. m. er rætt um dýrtíð- irmálin og segir þar m. a. á þessa leið: „Hin fáránlegustu rök hafa verið færð fyrir þvi, að ekki mætti hagga við dýrtíðinni. Allar tillög- ur til lækkunar henni hafa ver- ið túlkaðar sem grimmar árésir á kaupgjaldinu. Framsóknarflokk- urinn hefir verið borið það á brýn, að hann legði einhliða áherzlu á lækkun kaupgjaldsins í tillög- um sínum í dýrtiðarmálinu. Þetta er vísvitandi rógur um stefnu Framsóknarmanna. Þeir hafa ætíð lagt megináherzlu á lækkun kaup- gjalds og afurðaverðs í jöfnum réttlátum hlutföllum jafnframt því, að þelr hafa krafizt, að stríðs- gróðinn yrði tekinn i almanna- þágu. Þessi hefir verið stefna Framsóknarflokksins í dýrtíðar- málunum. Framsóknarmenn hafa og margoft fært óyggjandi rök fyrir því, sem aldrei hefir verið reynt að mótmæla, að hagur laun- þega versnaði ekkert við það, þó laun þeirra lækkuðu að krónu- tölu, ef nauðsynjar þeirra lækk- uðu að sama skapi. Þrátt fyrir þetta sannleiksatriði hafa for- ingjar verkalýðsins jafnan klifað á því, að það væri hið mesta skaðræði fyrir verkamenn og laun- þega, ef kaup þe’irra lækkaði að krónutölu. Þannig hefir eftir megni verlð leitazt við að rót- festa í hugum manna hina fölsku trú á mörgu en verðlitlu krón- urnar.“ Það er vissulega ekki ofsagt, að bessi falska trú á verðlitlu krónurnar, sem kommúnistar hafa reynt að út- breiða, sé enn mesta meinsemdin í dýrtíðarmálunum. Fátt. væri þýðing- armeira fyrir viðreisnina i þeim efn- um en að launastéttirnar létu sér skiljast, að það er kaupmáttur laun- í anna en ekki krónuf jöldi þeirra, sem mest hefur að segja., * * * í Einherja á Siglufirði 8. þ. m. segir svo um tekjuskattsviðauka stjórn- arinnar: „Tekjuskattsviðauki rikisstjórn- arinnar nær til miðlungstekna og vel það, en hún lætur hann ekki ná til stríðsgróðans, þar sem hann ekki er látinn ná til tekna yfir 200.000 kr. ekki látinn ná til þeirra, er breiðust hafa bökin, til þess að bera hann. Sósíalistar og jafnaðarmenn! Hvernig getið þið verið með því að samþykkja, að ’ tekjuskattsvið- aukinn nái ekki til þeirra, er hafi yfir 200.000 kr. tekjur? Hvernig getið þið verið með því, að tekju- skattviðaukinn nái alls ekki til þeirra, er stærstar hafa tekjurn- ar og skatturinn ætti að ná meir til þeirra, er lægri tekjurnar hafa? Já, hverju vilja kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn svara þessu. Það stæði þeim nær en að minna jafnt og stöðugt á hina margsviknu yfirlýs- ingu, að þeir vilji skattana á breiðu bökin. , >1: * * Jón Pálmason skrafar grein í Mbl. síðastl. laugardag, sem veitir athyglis- verðar upplýsingar um innbyrðismál Sjálfstasðisflokksins. Jón segir þar m. a., að ýmsir foringjar hafi fallið á launráðum sinna eigin liðsmanna og nefnir til dæmis gömlu lygasöguna, að Framsóknarmenn hafi með laun- makki bolað Jónasi Jónssyni frá ráð- herradómi 1934. Eftir að hafa kallað slíka framkomu vígaferil metorða- girninnar og öðrum slíkum ónöfnum, segir Jón: „Þetta dæmi af vígaferlum met- orðagirninnar nú á tímum er þess virði, að nefna það á nafn, með- fram vegna þess, að það er nokk- uð einstakt í sinni röð og mætir við eigandi hegningu hérna meg- in grafar, en þó einkum af hinu, að hvað eftir annað hefir verið gerð tilraun til að beita formann Sjálfstæðisflokksins, núverandi forsætisráðherra, sama bragði. Þar hafa sömu menn verið að verki og ef til vill sumir þeir, er áður var við samið. Leitað hefir verið fangs á ýmsum meiri hátt- ar Sjálfstæðismönnum innan og utan þings, en ekki komið að fullu haldi. Má þó segja, að hurð hafi skollið nœrri hælum og ekki trútt um, að sviftibyljir sviplíkra at- vika liafi leikið um gœttir oftar en einu sinni. Hingað til hefir þó Sjálfstæðis- flokkurinn staðiö af sér háska- legustu freistingarnar á þessu sviði, hversu sem síðar kann að verða“. Þessi ummæli Jóns benda ótvírætt til þess, að innan Sjálfstæðisflokks- ins hafi átt sér stað átök um forustu Ólafs Thors, og þau svo mikil, að „hurð hafi skollið nærri hælum“. Þyrfti það heldur ekki að koma nein- um á óvart eftir hina dýrkeyptu stjórnarsamvinnu við kommúnista, er hlotizt hefir af metorðagirnd Ólafs. Er það í samræmi við allt annað hjá Ólafi og Jóni, að ætla að stimpla þá menn verstu illmenni, sem ekki vilja láta valdafíkn Ólafs skapa áfram það ingþveiti í fjármálum landsins, sem veltuskatturinn er gott vitni um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.