Tíminn - 23.02.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1945, Blaðsíða 7
15. blað TlMIHm?, föstndajgimi 23. fcbr. 1945 7 -----c------------ Happdrætti templara I til ágóða fyrir laudnámið að „Jaðri44 og aðra starfsemi Góðtemplararegl- unnar. 102 vínníngar. Dagstofusett. Dagstofusett, Borðstofusett, * Svefnherbergissett, Hrærivél, Ryksuga, Rafmagnseldavél, Jörðín Þverá í Fremri Torfastaðahreppi, Miðfirði, með ný uppbyggðum bæ og gripahúsum, sem og hlöðu, er til sölu. Laus til ábúðar í fardög- um. Jörðinni fylgja lax- og silungsveiði í Núpsá. Einnig er silungsveiði (bleikja) í Kvíslarvötnum um 3 kílómetra frá bæn- um. Tilvalið tækifæri fyrir ung framtakssöm hjón. Tilboðum veita móttöku, Stefán Ásmundsson, Mýrum, Miðfirði og undirritaður, sem einnig gefa allar upplýsingar. SIGBJÖRN VRMAiSI*. Símar 3244 og 2400. Varðarhúsið, Reykjavík. Tilkynning: frá ríkisstjórniimi. Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. marz 1945 ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavik hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice- konsúlnum. Atvinnu- or/ satngönaumálaráðuneytið9 19. febrúar 1945. Leirmunir eftir Guðmund frá Miðdal, Matar- og kaffistcll. Tjöld, Kerrupokar, Svefupokar, OHulitaðar Ijjósmyndir, eftir Sigurð Guðmundsson, Ijósm. Bækur. Ýmsar beztu bækur, sem út hafa komið síðustu mánuði, o. fl„ o. fl. Munirnir verða til sýnis í sýnintfar- fflutftfum húsffagnavcrzlunar Guðmund- ar Grímssonar, Lauf/av. 100 þesstt viku. Dregið verður 15. maí Sujóflóðið mikla . . . (Framhald af 5. síðu) inamissi og biðu eignatjón eða annan skaða. Að vísu geng- ust mætir menn fyrir fjársöfn- un til handa þeim, sem harðast urðu úti, en það er bara svo fjarskalega lítið, sem hægt er að gera, þegar svona voðavið- burðir dynja yfir. Tíminn er eini læknirinn, sem megnar að græða slík sár. Blóma og matjurtairæið komið Sendum gegn póstkröfu um land allt. Blómabúðin GARÐUR Garðastræti 2. — Sími 1899 Gamlar minningar. (Framhald af 5. síðu) það hafði brotnað svo myndar- lega stútur af þriggja pela flösku, sem var jafnbola, aðeins 'víðari í annan endánn. Hann var hafður fyrir kertaform. En sú gleði í litlu baðstofunni þröngu með moldargólfinu, þeg- ar búið var að kveikja á ellefu kertum á aðfangadagskvöldið! Hvað kertaljósin yfirgnæfðu birtuna af lýsislampanum! Eitt sinn sem oftar var lítið um tólg á Arnarhóli, og mamma sagði, að við gætum ekki fengið kerti um jólin. Við krakkarnir buðumst til að éta þurran mat- inn eina viku til þess að geta fengið kerti. En einhvern veg- inn fór það svo, að við fengum kerti, og átum aldrei þurran matinn. En aldrei var meiri gleði yfir að fá jólakerti en ein- mitt þá. -Á þeim árum voru framtíðarvonirnar svo bjartar, framtíðin virtist svo torfærulítil — vonin um að verða maður með mönnum svo rík. í barnslegri einfeldni minni kom ég stundum út á aðfanga- dagskvöldið og leit í austur, ef ég skyldi nú sjá jólastjörnuna yfir jötunni í Betlehem, — stjörnuna, sem lýsti fjárhirð- unum og talað var svo mikið um í jólalestrinum, og mamma hafði oft sagt okkur um og skýrt fyrir okkur. Hún hlyti þó að vera þarna einhvers staðar yfir austurfjöll- unum eða bak við þau. En nú þarf ég ekki að koma út og líta í austur, nú gæti ég séð jóla- stjörnuna, hvar sem ég er staddur, hvort heldur er úti eða inni, eða ég væri að flækjast á hafi úti eða að villast á fjöllum uppi eða við vinnu mína, bara ef ég hugsaði nokkuð um það. En því miður er svo mik- ill misbrestur á því. Mér er hlýtt til allra þeirra, sem ég hefi kynnzt á lífsleið- inni, og ég þakka þeim öllum viðkynninguna. En umfram allt vil ég þakka góðum guði mín- Auglýsið í Tímannm! Þarf að lciðbeina . . . (Framhald af 4. síðu) ins og viðhorf hans til pólitískra flokka. Engum ætti að dyljast að stjórnin hefir í hvívetna sýnt trúnað í starfi sínu og lagt fram mikla vinnu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þar sem hún er all-dreifð. En slikt hlýtur jafnan að verða, þar sem meg- instoðir félagsstarfsins eru út um land og æskilegast að stjórn- in sé í sem lífrænustu sambandi við félagsstarfið og æskuna. Það þarf því ekki að vera nein- um undrunarefni að einn merk- asti héraðsskólastjórinn í land- inu skuli vera valinn sem aðal forustumaður U.M.F.Í. Hitt leiðir af sjálfu sér eftir því sem starfsemi U.M.F.Í. eykst og því vex á annan hátt fiskur um hrygg, verður það að setja upp skrifstofu í Reykjavík og ráða sér framkvæmdastjóra, þar sem stjórninni verður þá ekki kleift að vinna þau verk, eins og hún gerir nú. Engum er þetta betur ljóst en stjórninni sjálfri, enda hefir hún rætt um það mál. En það mun ekki verða tekið með þökk- um af ungmennafélögunum, að forvígismenn þeirra, sem af einlægni og óeigingirni vinna þeim vel, séu að tilefnislausu svívirtir af óviðkomandi mönn- um, fyrir það eitt, að fórna tómstundum sínum í þágu fé- laganna. - Vísítalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út framfærsluvísi- töluna í febrúarmánuði, og er hún 274 stig. um fyrir handleiðsluna á mér og mínum á liðnum árum. Skrifað um jólaleytið 1944. Eínagerðín Njáll Reykjavík Tflkynnir: Læknfsvottorð um krnclur, sem lækninga- tilraunir voru gerðar meÖ í byrjun ársins 1944. með mæðiveikismeðalinu Ála. Kindurnar voru mikið mæðiveikar. Kind nr. 1: Þéttingur neðan til í hægra lunga. Vinstra lunga virðist' allt meira og minna skemmt. Staddur á Álafossi 6. jan. 1944. (Sign.) Sig. E. Hlíðar. Kind nr. 1: Stórar breytingar til batnaðar við það sem áður var í vinstra lunga, sem mestu skemmdirnar voru í, eru nú komnir stórir holir blettir, sem virðast vera öndunarfærir. Hér virðast því hafa orðið stórfelldar breytingar til batnaðar. Hægra lungað virðist líka vera á bata vegi. Álafossi, 15. janúar 1944. (Sign.) Sig. E. Hlíðar. Kind nr. 1: Hægra lungað virðist vera alveg hreint. Vinstra lungað ofan til og framan til hreint, — háfaðinn af lunganu í lagi. Álafossi, 24. september 1944. (Sign.) Sig. E. Hlíðar. . .Kind nr. 4: Bæði lungun stórskemmd af mæðiveiki. Kind nr. 6: Mæðiveikisskemmd í hægra lunga og einnig í því vinstra. — Lungun full af slími. Álafossi, 19. janúar 1944. (Sign.) Ásgeir Einarsson, dýralæknir. Kind nr. 9: Mikil mæðiveiki i báðum lungum. Álafossi, 17. febrúar 1944. (Sign.) Ásgeir Einarsson, dýralæknir. 19. marz 1944 kom Ásgeir Einarsson dýralæknir og skoðaði eftirtaldar kindur: Nr. 4: Er í dag laus við allt slím 1 lungum og hefir óþvingaða öndun og finnst ekki mæðiveiki. Nr. 6: Er laus við slím í lungum, andar létt og óþvingað og finnst ekki mæðiveiki í henni. Nr. 9: Er laus við slím í lungunum og laus við mæðiveikina. Þéttingar sem eftirstöðvar. Álafossi, 19. marz 1944. (Sign.) Ásgeir Einarsson, dýralæknir. 22. sept. 1944 skoðaði Ásgeir Einarsson, dýralæknir eftirtald- ar kindur: Kind nr. 1: Heilbrigð lungu. Kind nr. 4: Heilbrigð lungu. Kind nr. 6: Lítið eitt af slími fremst í hægra lungnablaði. Ann- ars frí við mæðiveikina. Kind nr. 9: Hrein lungu báðum megin. Álafossi, 22. sept. 1944. (Sign.) Ásgeir Einarsson, dýralæknir. Herra Sigurjón Pétursson, Álafossi. Ég vil hér með gefa þér stuttorða skýrslu, sem framhald skýrslu þeirrar, er ég sendi þér í sumar, um lækningatilraunir á mæði- veiku fé, með meðalinu Áli. í haust virtust báðar ærriar, sem ég notaði meðalið við, hafa tekið mjög eðlilegum og góðum sumar- framförum, og eins lömb þeirra. Skal minnst á þær nánar hvor um sig: 1. „F“ (Fetta) átti og gekk með í sumar tvo hrúta. í haust vóg annar 40 kg. og hinn 42 kg;, en hún sjálf 65 kg„ hefir hún áður venjulega vegið á haustin 65—68 kg. Nú er hún 6 vetra, og að byrja að láta á sjá fyrir aldurs sakir, enda tvílembd á hverju ári. Hún er svipgóð, fjörleg og vel útlítandi á allan hátt. Andardráttur alveg eðlilegur. Hún virðist þola hlaup og áreynslu eins og heil- brigð væri. 2. „K“ (Korga) átti eina gimbur. Hún var mjög feit, vóg 50 kg„ en er ekki stór. Ærin hefir ekki verið vigtuð, en ég sé, að hún er með þyngra móti. Hefir áður vegið 70 kg. Hún er feit og falleg útlits, en stundum sést, að herðarnar hnykkjast ögn til eða lyftast meir en eðlilegt er, og ef hún mætir hlaupum eða stympingum mæðist hún mjög fljótt, en mæði sú hverfur strax þegar áreynslan er búin. Ærin lítur að öðru leytf1 út sem heilbrigð skepna með beztu sumarþrifum. Hún er búin að vera veik frá því snemma í janúar (á 4 mánuð) og veikin komin á hátt stig, þegar ég gaf inn meðalið. Ég geri ráð fyrir, að þá hafi lungun verið orðin svo stórskemmd , að af þeirri ástæðu þoli hún ekki að verða fyrir sérstakri áreynslu. En heilsa hennar er þó slík, að hún hefir eðlileg þrif. Ég setti ær þessar báðar á í vetur. Tók þær i hús fyrir nokkru, en beitti þeim daglega. Þær eru bústnar og þrífast vel. Virðingarfyllst. Arnarvatni, 12. nóvember 1944. Sigurður Jónsson (sign.). Skýrslur liggja nú fyrir frá ábyggilegum bændum, sem reyndu lækningamátt mæðiveikismeðalsins Áli á árinu 1944, er sýna, að það eru 118 kindur vel lifandi, er voru mikið mæðiveikar og 6 lifandi, er voru garnaveikar, — en eru nú allar vel hressar og frísklegar. Sauðfjársjúkdómanefndin, hefir með bréfi 17. þ. m. óskað eftir því, að við gefum þeim bændum, sem vilja gera tilraunir með mæðiveikismeðalið Ála, á þessum vetri, kost á að fá meðalið. Þar sem að birgðir eru mjög takmarkaðar óskum við eftir því, að þeir bændur, sem áhuga hafa á málinu, láti okkur vita sem fyrst. Efnagerðin Njáll, Reykjavík. Sími 2804, pósthólf 404.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.