Tíminn - 27.02.1945, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Símar 2353 Og 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSLNGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
29. árg.
Reykjavík, þriðjudaglun 27. febr. 1945
16. blatt
Dettifiossi sökkt
á heimleið
Berta Zoéga Guðrún Jónsdóttir Vilborg Stefánsdóttir
CSSTi-T::'.
Tólf skípverja og þríggja farþega er saknað
Síðastl. föstudag voru oplnberlega tilkyimt
þau miklu harmatíðindi, að e.s. Dettifoss hafi
farizt í liafi, en haim var á leið til tslands.1
Jafnframt var tilkyimt, að 15 manns væri
saknað, þriggja farþega og tólf skipverja, en
alls var á skipinu 45 manns, 14 farþegar og
31 skipverji. Þeir, sem björguðust, voru þá
komnir til skozkrar hafnar og leið sæmilega.
IVánar hefir það enn ekki verið tilkynnt
hvernig eða livenær þetta sorglega slys har
að höndum, en telja má líklegt, að hér hafi
þýzkir kafbátar verið cnn einu sinni að
Davíð Júlíus Gíslason Jón Bogason Hlöðver Ásbjörnsson
Gísli Andrésson Stefán Hinriksson Guðm. Eyjólfsson
Jón Guðmundsson Helgi Laxdal Jóhannes Sigurðsson
Ragnar Jakobsson Ragnar G. Ágústsson Jón Bjarnason
Slyssins minnzt á Alþingi
verki.
Með þessu hörmulega slysi hefir enn verið
aukinn liópur þeirra vösku inaniia, sem
íslcndingar liafa misst af völdum styrjaldar-
iniiar, og þungur harmur verið húiim mörg-
um þeim, er eftir lifa. ÖIl þjóðin harmar
þaim mikla missi, er hér hefir að höndum
borið, og vOttar aðstandendum þeirra, er
■ látizt hafa, fyllstu samúð og hluttekningu.
Hér koma á eftir nöfn þeirra, sem saknað
| er, og svo þeirra, er af koniust:
Dettifoss var yngsta skip Eimskipajélagsins, 2000 smál. að stœrð, smíð-
aður í Danmörku 1930. Hann liafði farþegarúm fyrir 18 manns á fyrsta
farrými og 12 manns á öðru farrými. Frystivélar voru settar í hann 1937.
Einar Stefánsson var lengst af skipstjóri á Dettifossi, en síðustu árin
hefir Pétur Björnsson verið skipstjóri á skipinu. Hann- var í leyfi í
landi að þessu sinni.
Afstaða Framsóknarílokks-
ins til launalagafrumvarpsíns
Flokkurinn getur ekki fylgt frumv., því að
stjórnarliðið hefir fellt allar umhótatillögur
hans
Þriðja umræða um launalagafrv. lauk síðastl. föstudag og
lágu þá fyrir ekki færri en 32 þingskjöl með fjölda breytingatil-
lagna. Má bezt á því sjá, hve skiptar eru skoðanir um einstök á-
kvæði frv., enda má óhætt segja, að næsta margt sé ákveðið
þar af handahófi. Atkvæðagreiðsla hefir enn ekki farið fram um
frv., en verður sennilega fyrir hádegi í dag.
Við þessa umræðu skýrði fulltrúi Framsóknarflokksins í fjár-
hagsnefnd deildarinnar, Skúli Guðmundsson, frá því, að vegna
þeirrar meðferðar, er málið hefði hlotið í þinginu, gæti flokkur-
inn ekki fylgt því og myndi því greiða atkvæði gegn því við
þessa umræðu.
Sameinað Alþingi minntist
þessa sorglega atburðar síðastl.
laugardag. Varaforseti þingsins,
Bjarni Ásgeirsson, stjórnaði
fundi og flutti ræðu þá, sem hér
fer á eftir:
„íslenzku þjóðinni hefir nú
borizt ein harmafregnin enn.
Eitt bezta skip hins litla ís-
lenzka siglingaflota, gufuskipið
Dettifoss, hefir nú farizt af
hernaðarvöldum, er það var á
heimleið frá erlendum höfnum
með farm og farþega. Þrír far-
þegar — íslenzkar konur — og
tólf vaskir fardrengir hafa týnzt
þar, — til viðbótar öllum þeim,
er áður voru frá okkur horfnir
af sömu sökum.
Það er ekki lengra en röskir
þrír mánuðir síðan við íslend-
ingar urðum að sjá af öðru skipi
flotans, Goðafossi, er fórst með
sama hætti, ásamt mörgum fs-
lenzkum mönnum, bæði far-
mönnum og farþegum, — og er
því nú skammt látið stórra
höggva á milli í garð okkar fá-
mennu þjóðar og stórt skarð
höggvið í okkar litla skipastól.
Má nú fullyrða, að manntjón ís-
lenzku þjóðarinnar á styrjaldar-
árunum, sé sambærilegt orðið
við manntjón margra þeirra
(Framhald á 8. síðu)
Þau, sem saknað er:
Farþegar:
Vilborg Stefánsdóttir, hjúkr.k.,
Hringbrg,ut 68, f. 29. júní ’95.
Berta Steinunn Zoéga, húsfrú,
Bárugötu 9, f. 8. júlí ’ll, 1
barn 10 ára.
Guðrún Jónsdóttir, skrifst.st.,
Blómvallag. 13, f. 17. apríl ’ll,
hjá foreldrum.
Skipsmenn:
Davíð Gíslason, 1. stýrimaður,
'Njarðargötu 35, f. 28. júlí ’91,
kvæntur, 5 börn: 12, 10, 8, 6
og 3ja ára.
Jón S. K. K. Bogason, bryti, Há-
vallagötu 51, f. 30. maí ’92, kv.
1 barn 10 ára.
Jón Guðmundsson, bátsmaður,
Kaplaskjólsveg 11, f. 28. ág.
’06, kv., 1 barn á öðru ári.
Guðmundur Eyjólfsson, háseti,
Þórsgötu 7 A, f. 23. júlí 1915,
kv., 1 barn á öðru ári.
Hlöðver Oliver Ásbjörnss., hás.,
Brekkustíg 6 A, f. 21. maí ’18,
ókvæntur.
Ragnar Georg Ágústsson, hás.,
Sólvallag. 52, f. 16. júní 1923,
ókvæntur, hjá foreldrum.
Jón Bjarnason, háseti, Berg-
staðastr. 51, f. 23. nóv. 1909,
kvæntur, barnlaus.
Gísli Andrésson, háseti, Sjafn-
argötu 6, f. 22. sept. ’20, ókv.
Jóhannes Sigurðsson, búrmaður,
Njálsgötu 74, f. 23. okt. ’06,
ókv.
Stefán Hinriksson, kýhdari,
Hringbraut 30, f. 25. júní ’98,
ókv.
Helgi Laxdal, kyndari, Tungu,
Svalbarðsströnd, f. 2. marz ’19.
Ragnar Jakobsson, kyndari,
Rauðarárstig 34, f. 27. okt. ’25,
ókv. hjá móður sinni.
Þau, sem komust af:
Farþegar:
Ólafur Björn Ólafsson (Björns-
sonar, Akranesi).
Páll Bjarnason Melsted, stór-
kaupmaður.
Skúli Petersen, Laufásveg 66.
Bjarni Árnason.
Sigrún Magnúsdóttir, hjúkrun-
arkona.
Eugenie Hallgrímsson Bergin,
frú, Miðtúni 7.
Davíð Sigmundur Jónsson.
Lárus Bjarnason, Bárugötu 16.
Erla Kristjánsson, Hólavallag. 5.
Ragnar Guðmundsson.
Theódór Helgi Rósantsson,
Laufásvegi 41.
Skipsmeim:
Jónas Böðvarsson, skipstjóri.
Ólafur Tómasson, 2. stýrimaður.
Eiríkur Ólafsson, 3. stýrimaður.
Hallgrímur Jónsson, 1. vélstjóri.
Hafliði Hafliðason, 2. vélstjóri.
Ásgeir Magnússon, 3. vélstjóri.
Geir J. Geirsson, 4. vélstjóri.
Valdemar Einarsson, loftskeyta-
maður.
Bogi Þorsteinsson, lofskeyta-
maður.
Kristján Símonarson, háseti.
Erlendur Jónsson, háseti.
Sigurjón Sigurjónsson, yfir-
kyndari.
Kolbeinn Skúlason, kyndari.
Sigurgeir Svanbergsson, kyndari.
Gísli Guðmundsson, 1. matsv.
Anton Líndal, matsveinn.
Tryggvi Steingrímsson, þjónn.
NÍkolína Kristjánsdóttir, þerna.
Baldvin Ásgeirsson, þjónn yfir-
manna.
ísland og I. L. O.
ísland er í þann veginn að
ganga í ILO — alþjóða verka-
málaskrifstofuna. — Forstjóri
einnar deildar félagsskaparins,
David Vaage, hefir dvalið hér á
landi nokkra daga og undirbúið
þátttöku íslands.
Meðlimir ILO eru nú um 50
að tölu en stjórnina skipa 32
menn, eru 16 þeirra fulltrúar
ríkisstjórna, átta frá atvinnu-
rekendum og átta frá verkalýðs-
samtökum.
Kostnaðurinn. við þátttöku ís-
lands mun verða um 5—6 þús.
dollarar á ári, uuk kostnaðar við
þátttökp í alþjóðafundum, en
þangað sendir hver þjóð fjóra
fulltrúa.
* \
I DAG
birtist á 3. síðu síðari grein
Jens Hólmgeirssonar um
úrlausnir í lóðamálunum.
Á 4. síðu eru greinar
Karls í Koti og á 6. síðu
grein um verðlag á smjöri
eftir Gunnar Þórðarson,
bónda í Gráenumýrar-
tungu.
--------------------------j
Greinargerð Skúla fyrir þess-
ari afstöðu flokksins var í að-
alatriðum á þessa leið:
— Framsóknarflokkurinn telur,
að þörf sé nýrrar löggjafar um
starfsmenn ríkisins og laun
þeirra, og þess vegna gerðist
einn af þingmönnum flokksins,
1. þm. Eyf., meðflutningsmaður
að launalagafrumvarpinu, þegar
það var lagt fyrir Alþingi í
septembermánuði s. 1. Að vísu
var þingmönnum flokksins þá
strax ljóst, að málið var eigi
svo vel undirbúið sem skyldi og
frumvarpið gallað, enda hafði
fulltrúi flokksins í milliþinga-
nefndinni gert um það ágrein-
ing, en þess var vænzt, að tak-
ast mætti að koma fram nauð-
synlegum lagfæringum á frv.,
við meðferð þess í þinginu, enda
áskildu flutningsme'nn sér ó-
bundin atkvæði um málið, eftir
því hvernig tækist um afgreiðslu
þess á Alþingi.
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins telja þær launaupphæðir,
sem ákveðnar eru í frv., of háar,
miðað við tekjur landsmanna
yfirleitt, einkum þeirra, er vinna
að framleiðslustörfum. í efri
deild þingsins gerði fulltrúi
flokksins í fjárhagsnefnd til-
raun til þess að lækka útgjöld
ríkissjóðs vegna frumvarpsins,
en tillögur hans um það voru
felldar af stjórnarflokkunum.
Þá flutti einn af þingmönnum
Framsóknarflokksins í efri deild
einnig tillögu um það, að launa-
lögin skyldu ekki koma til fram-
kvæmda fyrr en sett hefðu ver-
ið lög um skyldur og réttindi
embættis- og starfsmanna, en
frumvarp um það yrði undir-
búið fyrir næsta þing, og jafn-
framt gerðar ráðstafanir til að
(Framhald á 8. síðu) .
Skorað á ísland
að fara í slríðið
Samkvæmt upplýsingum, sem
tyrkneski utanríkismálaráð-
herrann hefir birt, var sam-
þykkt á Krímarfundinum að
skora á 8 hlutlaus ríki að segja
Þjóðverjum og Japönum stríð á
hendur og setja það, sem skil-
yrði fyrir því, að þau fengju að
taka þátt í hinni fyrirhuguðu
ráðstefnu í San-Fransisco, að
þau yrðu við áskoruninni.
Þessi ríki voru: Tyrkland, E-
gyptaland, Paraguay, Equador,
Venezula, Peru, Chile og ísland.
Orðsending um þetta efni
mun þegar hafa borizt íslenzku
ríkisstjórninni og hafa menn
sett þá lokuðu þingfundi, er
haldnir hafa .verið undanfarið,
í samband við þetta mál.
Nýr bæjarstjóri
í Hafnariirði
Á bæjarstjórnarfundi í Hafn-
arirði síðastliðinn laugardag
var samþykkt með samhljóða
atkvæðum að ráða Eirík Pálsson
lögfræðing fyrir bæjarstjóra
kaupstaðarins.
Eiríkur Pálsson lögfræðingur
er 33 ára að aldri, fæddur að
Ölduhrygg í Svarfaðardal I
Eyjafjarðarsýslu 22. apríl 1911.
Stúdentsprófi lauk hann frá
menntaskóla Akureyrar árið
1935, en lögfræðiprófi lauk hann
frá háskólanum árið 1941.
Á námsárum sínum vann
(Framhald á 8. siðu)