Tíminn - 27.02.1945, Blaðsíða 3
16. blað
TlMmN, þrlðjadagiim 27. fcbr. 1945
3
JENS HOLMGEIRSSON:
Þörfin á löggjöf um verð-
lag og leigu lóða
— Síðari greín --
Á það hefir áður verið drepið,
að leiguréttur lóða og landa
gangi sums staðar kaupum og
sölum, með þeim afleiðingum
að landið stórhækkaði í verði,
og það jafnvel án þess að nokk-
ur mannvirki væri á því gerð.
Telja má að hægt sé að útiloka
þetta, með þvi að setja ákvæði
í leigusamningana um að leigu-
rétturinn sé ekki framseljan-
legur nema þegar svo stendur
á, að sala fer fram á húsum á
leigulóðum. Þá verður kaupandi
hússins að hafa ótvíræðan rétt
til þess að ganga inn í lóðar-
leigusamninginn.
Leiguréttur ræktunarlanda
ætti þó alltaf að vera ófram-
seljanlegur. Þegar leigjandi vill
hætta afnotum landsins, skal
hann „segja þvi lausu“ til við-
komandi sveitarstjórnar, eins og
nú er gert samkv. lögum, þegar
ábúendaskipti verða á leigujörð-
um í sveitum. Fær þá sveitar-
stjórnin ráðstöfunarrétt yfir
landinu og leigir það út aftur.
Fráfarandi fái ræktunarmann-
virkin, er hann kann að eiga í
landinu, endurgoldin eftir mati,
sem þarf að vera hámarksbund-
ið með lögum. Hinn nýi leigj-
andi sé svo skyldur til að kaupa
ræktunarmannvirkin fyrir
matsverð.
Þá er ennfremur nauðsynlegt
að í leigusamningana sé sett
ákvæði um að leiguréttur falli
niður, ef landið eða lóðin innan
tiltekins tíma ekki er notuð á
þann hátt, er um var >>amið
þegar leiging fór fram. Þetta
ákvæði á að geta komið í veg
fyrir að lönd og lóðir verði 1
leigingu, án þess að þau séu
hagnýtt, en það hefir víða átt
sér stað til stórtjóns, bæði um
byggingarlóðir og ræktunarlönd.
Þessi ákvæði eru nú notuð í
nokkrum bæjum og þorpum og
hafa gefizt vel, þar sem eftirlit
hefir verið nægjanlegt. Verður
því að telja nauðsynlegt og fylli-
lega tímabært að taka þau upp
í almenna löggjöf um þessi mál.
Þegar frá er talin sú verð-
hækkun á landi og lóðum, er
leiðir af breyttu verðgildi pen-
inga og mannvirkjum, sem á
lóðunum eru gerð, má telja að
verðhækkunin myndist aðallega
vegna fólksfjölgunar og ýmsra
opinberra framkvæmda á land-
inu eða í grennd við það. Þjóð-
félagið leggur árlega fram stór-
fé til samgöngubóta, hafnar-
gerða og annarra almennra um-
bóta. Samhliða þessum fram-
kvæmdum og aukinni tækni í
atvinnurekstri, skapast svo bætt
lífsskilyrði í bæjum og þorpum,
sem hefir þær afleiðingar, að
fólkinu fjölgar á þessum stöð-
um og nytjalaust land breyt-
ist i arðgæfar byggingarlóðir.
Þá verja bæir og þorp árlega
stórum fjárhæðum til gatna-
gerðar, skolp- og vatnsæða, raf-
tauga o. fl., auk alls þess, sem
varið er til annarra mannvirkja
og opinberra framkvæmda. All-
ar þessar framkvæmdir, ásamt
fólksfjölguninni á staðnum, eru
meginorsök að verðhækkun
landsins. Þessa verðhækkun
hefir heildin, samfélagið, skap-
að og er þess vegna réttur eig-
andi hennar. í hlut landeigand-
ans getur því aðeins komið sú
verðmætisaukning, sem fólgin er
í þeim mannvirkjum og umbót-
um, sem hann gerlr sjálfur.
Á það má minna, að þessarar
skoðunar verður vart a. m. k. á
tveimur stöðum í löggjöfinni. í
lögum 61/1917 um framkvæmd
eignarnáms, er svo fyrir mælt
(10. gr.), að við eignarnámsmat
á lóðum og fasteignum í sam-
bandi við framkvæmd skipu-
lagsins í bæjum og þorpum, skuli
taka tillit til þeirrar verðhækk-
unar, sem stafa kann af skipu-
laginu, og draga hana frá,
þegar matsverðið er ákveðið.
Sama hugsun kemur einnig
fram í lögum 55/1921 um skipu-
lag kauptúna og sjávarþorpa
(21. gr.). í þessu felst viður-
kenning löggjafans á því, að
landeigandi eigi ekki þá verð-
hækkun, sem af skipulagsað-
gerðunum leiðir. í framhaldi af
þessu virðist rökrétt að draga
þá ályktun, að öll verðhækkun
á landi og lóðum, sem stafar
frá opinberum framkvæmdum
(ríkis, hreppa og bæja), hvort
sem þær heita skipulagsaðgerð-
ir, hafnarmannvirki, samgöngu-
bætur eða annað — sé réttilega
eign samfélagsins en ekki land-
eigandans.
Hér hafa verið færð nokkur
rök fyrir því, að samíélagið eigi
þá verðhækkun á landi og lóð-
um, sem stafa af félagslegum
ástæðum, þ. e. vegna fólksfjölg-
unar og beint og óbeint af opin-
berum framkvæmdum. í hlut
landeigendanna kemur því ein-
ungis sú verðmætisaukning, sem
felst í þeim mannvirkjum og
framkvæmdum, er þeir gera
sjálfir.
Svo sem fyr er greint, er svo
ástatt nú, að lönd og lóðir í lið-
lega tveimur þriðju hlutum af
öllum bæjum og þorpum á land-
inu, eru nú einkaeign að ein-
hverju eða öllu leyti. Þótt að
því verði væntanlega stefnt, að
landið á þessum stöðum verði
eign viðkomandi bæja og þorpa
jafnskjótt og hægt er að fá það
með hagíelldum kjörum, má þó
gera ráð fyrir, að einkaeign á
landi í þéttbýlinu eigi sér stað
enn um hríð, og að landið haldi
áfram að hækka I verði af fé-
lagslegum orsökum. Til þess að
samfélagið fái réttmætar tekjur
af þeirri verðhækkun, virðist
eigi annað ráð vera fyrir hendi,
en að leggja verðhækkunarskatt
á landið. Má skoða verðhækk-
unarskattinn sem vexti af þeim
hluta af verði lands og lóða, sem
er eign samfélagsins, þótt ein-
stakir menn hafi þessa eign
undir höndum.
Þar eð verðhækkunin, sem
skatturinn hvilir á, á oftast að
mestu rætur sinar í beinum og
óbeinum aðgerðum viðkomandi
bæja og þorpa, svo og búsetu
fólksins á þessum stöðum, virð-
ist fyllilega réttmætt, að bæjar-
og sveitarstjórnir fái skattinn,
hver af sínu svæði.
Verðhækkunarskattinn mætti
leggja á eftir þeim meginreglum
sem hér segir:
Fasteignamatið frá 1942 sé
lagt til grundvallar við álagn-
ingu skattsins. Einungis sé
sköttuð sú hækkun, sem verður
á matsverði landsins, án um-
bóta og mannvirkja, miðað við
fasteignamatið 1942. Hækki
fasteignamatið á lóðum og lönd-
um án mannvirkja og umbóta,
miðað við matið 1942, greiði eig-
andinn ákveðið hundraðsgjald
sem skatt af hækkuninni, er
renni í viðkomandi sveitarsjóð.
Á þann hátt fær hið. opinbera
tekjur af þessari eign sinni svo
sem réttmætt er.
Áður hefir verið um það rætt,
að fasteignamatið væri réttlát-
asti og einfaldasti grundvöllur-
inn fyrir landsleigu í bæjum og
þorpum, bæði á byggingarlóð-
um og ræktunarlöndum. Af því
leiðir, að möt þurfa að fara
fram jafnóðum og ónotað land
er tekið á leigu. Breyting mats-
verðs hlýtur því ávallt að koma
í ljós, jafnóðum og landið er
tekið til nýrrar notkunar.
Gera má ráð fyrir, að á ýms-
um stöðum þurfi að greina fast-
eignamatið frá 1942 í grunnverð
(verð landsins án umbóta) og
mannvirkjaverð (umbæturnar
sjálfar). Þó mun þessi skipting
mjög víða vera fyrir hendi.
Hér að framan hefir verið lagt
til að árleg leiga á löndum og
lóðum í þorpum og bæjum verði
5% af fasteignamatsverði. Er
það sá leigumáli, sem Reykja-
víkurbær hefir nú lögfest á
byggingarlóðum bæjarins. Verði
þessi leigumáli valinn, má telja
hæfilegt að verðhækkunarskatt-
urinn sé 4%. Fær þá landeig-
andinn ys hluta verðhækkunar-
teknanna í sinn vasa. Má skoða
það sem innheimtulaun til hans,
svo og til þess að mæta eignaút-
svari og eignaskatti, sem hann
mun þurfa að greiða, ef hann á
landið skuldlaust.
Til frekari skýringar því,
hvernig verðhækkunarskattur-
inn yrði lagður á, set ég hér
eftirfarandi dæmi:
í litlu þorpi er allt landið eign
sama manns. Samkvæmt fast-
eignamatinu 1942 er samanlagt
mat lands og lóða án mann-
virkja og umbóta, kr. 20.000,00.
Nú fjölgar fólki verulega í þorp-
inu og mörg ný hús eru reist.
Við það breytist arðlítið og arð-
laust land í byggingarlóðir.
Vegna aukinna leigutekna
hækkar fasteignamat landsins
án umbóta og mannvirkja, úr
kr. 20.000,00 í kr. 30.000,00.
Skattskyld verðhækkun er því
kr. 10.000,00. Landeigandi fær
árlega 5% tekjur af verðhækk-
uninni, eða alls 5X10000 : 100
— 500 kr. Af verðhækkuninni
greiðir hann árlega 4% í skatt,
eða alls 4X1000 : 100 = 400 kr.
í sinn vasa fær hann því kr.
100,00 af hinum auknú leigu-
tekjum.
Að lokum skulu hér rifjuð
upp helztu meginatriði þessa
máls:
Engin heildarlöggjöf er til um
verðlag og leigu lands og lóða í
bæjum og þorpum, enda ríkir
um það hið mesta ósamræmi
og handahóf. Lóðaverðið fer
hækkandi, samfara vaxandi
fólksfjölda og auknum almenn-
um umbótum. Einkaeignarrétt-
urinn, sem nú er að einhverju
eða öllu leyti á landi og lóðum
í nálega 50 bæjum og þorpum,
torveldar víða nauðsynlega þró-
un í byggingum, ræktunarmál-
um og öðrum félagslegum um-
UHyJBL
Bör fiorson júníor
bótum. Verðhækkun á landinu,
sem orsakast af félagslegum að-
gerðum, rennur nær því undan-
tekningarlaust til landeigand-
anna. Opinber eign á landi og
lóðum hefir ekki leyst verð-
hækkunarvandamálið, nema á
einstöku stöðum.
Framtíðarskipun þessara mála
á að vera sú, að bæir og þorp
eigi landið innan sinna tak-
marka og leigi það íbúunum
fyrir tiltekið hundraðsgjald af
fasteignamati þess. Framleiga
lands sé bönnuð og skilyrði sett
um niðurfall leiguréttar, ef
landið ekki er notað.
Af verðbólguástæðum er ekki
ráðlegt að kaupa lönd og lóðir
nú. Hins vegar mega almennar,
raunhæfar aðgerðir í þessum
málum ekki dragast. Nú þegar
þarf því að setja heildarlöggjöf
um verðlag, afnot og leigu lands
og lóða í bæjum og þorpum, er
gildi bæði um land í opinberrl
eign og einkaeign, eftir því
sem við á. Löggjöfin tryggi, aö
bæir og þorp geti fengið land til
afnota, eftir því sem nauðsyn
er á, að áliti sérfróðra manna.
Umráðaréttur á einkaeignar-
landi færist eftir þörfum úr
höndum landeigenda, til við-
komandi sveitastjórna. Lands-
leigur byggist alls staðar á fast-
eignamati landsins. Framleiga
sé óheimil og leiguréttur falli
niður, ef landið ekki er hag-
nýtt innan ákveðins tíma.
Hækki einkaeignarland í verði
af félagslegum ástæðum, sé
verðhækkunin sköttuð, og renni
sá skattur í viðkomandi sveit-,
arsjóð.
Ég hefi hér rætt eitt af stærstu
vandamálum þjóðfélagsins og
reynt að benda á nokkur megin-
atriði í lausn þess. Mér er það
ljóst, að margt má að tillögum
þessum finna, og um þær verða
að sjálfsögðu talsvert skiptar
skoðanir eins og gengur. En
aðgerðir í málinu mega ekki
biða. Ef fólksfjölgunin i land-
inu verður með líkum hættí og
undanfarinn áratug, verða
landsmenn um 280 þúsund að
Rikisútvarpið hefir um langt
skeið að jafnaði haldið uppi
þeim góða sið að flytja fram-
haldssögu einu sinni í viku. i
Hafa þær verlð með ýmsu
sniði, sumar gamansamar, aðr-
ar háalvarlegar, nokkrar fáguð
listaverk, fáeinar harðskeytt
ádeilurit. En þótt ýmsir ágæt-
lega orðhagir menn og prýðis-
góðir upplesarar hafi haft
þennan þátt með höndum, þá er
þó einn,. er útvarpshlustendur
hafa tekið langt fram yfir alla
aðra. Það er Helgi Hjörvar. Mun
það ýkjulaust, þótt sagt sé, að
mörgum útvarpshlustendum
raunverulega finnist það í raun
og veru engin útvarpssaga vera,
ef Helgi les hana ekki.
En af öllum útvarpssögum
Helga hafa vinsældir einnar þó
orðið langsamlega mestar. Það
er Bör Börson. Mun aldrei hafa
verið hlustað af jafn mikilli
áfergju á nokkurt útvarpsefni
á þúsundum heimila. Kvað svo
ramt að því, hve fólk var sólgið
í sögu þessa, að í sumum byggð-
arlögum var talið tilgangslaust
að boða til mannfunda þau
kvöld, er hún var flutt, en sjón-
skakkir umvandarar í þjóðfé-
tölu um næstu aldamót. Megin-
hluti nýbyggðarinnar mun
myndast í bæjum og þorpum í
sveit og við sjó. Munu þá rísa
upp mörg ný byggðahverfi til
viðbótar þeim bæjum og þorp-
um, sem nú eru til, og landið
halda áfram að hækka í verði.
Nú eru uppi djarfar fyrirætl-
anir um nýsköpun atvinnulífs-
ins, stórfelldar framfarir, bætt
menningarskilyrði og fullkomn-
ara öryggi fyrir þjóðfélags-
þegnana. Við viljum öll að þess-
ar björtu vonir rætist. Því skyldi
þó ekki gleymt,' að hætt er við
að þær reynist fánýtar í fram-
kvæmd, ef ekki eru jafnframt
gerðar ráðstafanir gegn því, að
fáeinir menn hafi forréttindi til
þess að selja aðganginn að upp-
sprettu lífsgæðanna — landinu
— með óhæfilegu verði, og taka
áþann hátt spón úr hversmanns
aski og bita af hverjum diski.
laginu hristu höfuðið og stundu
mæðulega yfir alvöruleysi og
siðspillingu samtíðarinnar.
En hvað um það. Bör og Lára
ísaksen og Jósefína og Furu-
vallastrákurinn og Óli i Fitja-
koti og allt það lið — þau urðu
öll góðkunningjar svo til hvers
manns um allt land. Flestir áttu
þaraðauki einhverja smá-Börva
í sínu byggðarlagl á þessum
stríðsgróðatímum.
Nú er sagan komin út í bók-
arformi fyrir nokkru. Vafalaust
mun hún einnig njóta mikilla
vinsælda þannig. Hins er þó
ekki að dyljast, að mjög er
hún bragðdaufari aflestrar
heldur en í munni Helga Hjörv-
ars fyrir þá, sem ekki eru slíku
heyrnarminnl gæddir, að þeir
geti látið áherzlur og raddbrigðl
hans klingja í höfði sér við
lesturinn. En síðar meir kvað
von á öðru bindi, og er ekki ó-
líklegt, að marga fýsi að lesa
það, sem þar drífur á daga
Börs.
Annars er það hið mesta af-
rek, sem Helgi Hjörvar hefir
innt af höndum með þýðingunni.
Höfundur sögunnar beitti því
bragði til þess að gefa sögunni
sem kátlegastan blæ, að leggja
söguhetjum sinum í munn alls
konar mállýzkur. En í íslenzk-
unni er slíku ekki til að dreifa,
og varð þýðandi því að leita
annarra úrræða. Var þá ekki í
annað hús að venda en grípa til
ýmissa kringilyrða, og þetta úr-
ræði notfærði hann sér af stakri
prýði, og hefir honum þó oft
verið vandi á höndum um það,
hversu langt skyldi ganga í
þessu efni.
Framan við bókina er alllang-
ur formáli um höfundinn, Johan
Falkberget, og rithöfundarferil
hans eftir Guðmund Gíslason
Hagalín rithöfund. Birtíst for-
máli þessi upphaflega i grein-
arformi í Alþýðublaðinu. Er
hann hinn skilmerkilegasti og
skemmtilegasti, eins og vænta
má af hendi Guðmundar, og því
hinn bezti bókarauki, og það því
fremur sem höfundi mun kært,
að rithöfundarstarf hans sé ekki
kynnt með Bör Börson einum.
Jacob S. Worm-Miiller:
Frá Wilson tíl Roosevelts
Hér birtist grein eftir norska prófessorinn Jacob S.
Worm-Miiller, sem íslendingum er að góðu kunnur. Ræðir
hann hér um tilraunir Þjóðverja til þess að nota sér skoð-
anamismuninn meðal hinna sameinuðu þjóða, víkur að
mistökum þeim, er Bandamenn gerðu sig seka um eftir
heimsstyrjöldina fyrri, og rekur að nokkru boðskap Roose-
velts um væntanlegan frið og friðarsamninga.
Þýzku áróðursmeistararnir
hafa nóg að gera að dreifa út
fölskum orðrómi og notfæra
sér hverja misklíð, sem upp
kemur meðal Bandamanna. Fyr-
ir nokkru síðan fölsuðu þeir
fregnir brezka útvarpsins og
sögðu, að þar hefði verið svo frá
skýrt, að það hefði verið Mont-
gomery, sem tekizt hefði að af-
stýra melri háttar óförum, er
Rundstedt gerði hina miklu á-
rás sína, en Bandaríkjaher-
mennirnir hefðu verið gersam-
lega ráðþrota. Tilgangurinn með
þessu var sá, að æsa Banda-
ríkjahermennina gegn þeim
ensku. Þetta dæmi sýnir, hversu
hinar sameinuðu þjóðir þurfa
að vera vel á varðbergi til þess
aðÞjóðverjumtakist ekki að gera
óvinafögnuð með áróðri sínum.
í nýársræðu sinni hældist
Hitler yfir þessu, og dindill
hans, Quisling, lét orð liggja að
hinu sama og enn á Goebbels
annríkt við að sá illgresinu með-
al hveitisins.
Þetta er í rauninni eitt meg-
inatriðið í hinuih þýzka hern-
aði síðan þeir biðu hinn mikla
ósigur sinn í haust. Þeir veita
eins harðfengilegt vlðnám og
þeir frekast megna í von um
að Bandamönnum vaxi fórnirn-
ar í augum og fallist að lokum
á málamiðlunarsætt, en jafn-
framt reyna þeir að skapa hvar-
vetna óánægju og hamra lát-
laust á því, að frelsun Evrópu-
þjóðanna undan oki þeirra hafi
aðeins í för með sér andlega og
efnalega niðurlægingu.
Við skulum segja það hrein-
skilnislega, að tímarnir hafa
verið erfiðir, enda þótt sam-
starf hinna sameinuðu þjóða
hafi verið ennþá nánara heldur
en í fyrri heimsstyrjöld. Við
berjumst fyrir málfrelsi og get-
um veitt okkur það. En það
hefir ekki verið okkur til traf-
ala, heldur þvert á móti hefir
það eggjað okkur og brýnt til
þess að leysa vandamálin.
Það er ekki vandalaust að
hverfa frá stríði til friðar mitt
í sjálfum heimsófriðnum. Þá
fyrst verðum við einmitt að taka
á okkur öll þyngslin af mis-
gerðum Þjóðverja, tortímingu
þeirra og ránum. Við verðum
að horfast í augu við það, að
eftir fyrstu hrifninguna yfir
frelsinu, getur slegið í bakseglin, |
því að það hefir reynt á taug-
arnar hjá því fólki og hjá þeim
þjóðum, sem ekki hafa mátt
um frjálst höfuð strjúka í fjög-
ur eða fimm ár. Stríðinu er
ekki lokið, og þess vegna er það
ókleift að koma vistum og nauð-
synjum svo fljótt til hins líð-
andi fólks, sem það hefir vænzt.
Þetta veldur vonbrigðum og
gremju. Og eins og gengur
getur ekki hjá því farið, að hin-
ar sameinuðu þjóðir hafi um
ýmsa hluti mismunandi skoð-
anir, sem krefjast gagnkvæmra
fórna og tilslakana. Og ný öld
rennur ekkl upp án þjánlnga.
Hin sálfræðilega skýring er
fólgin i þrá þjóðanna eftir friði,
í talsverðum vonbrigðum yflr
því, að Þjóðverjum skyldi
heppnast að endurskipuleggja
lið sitt eftir hinn mikla ósigur
í ágústmánuði í sumar og hefja
siðar óvænta gagnsókn, er átti
að nokkru rót sína að rekja til
veðurfarsins, en þó framár
öllu öðru til þeirra erfiðleika,
sem voru á flutningl nauðsynja.
Hér við bættust svo erfiðleik-
arnir í Ítalíu og Belgíu, borg-
arastyrjöldin í Grikklandi og
loks árekstrarnir milli Rússa og
Pólverja út af landamærunum.
Þetta vakti hvassa gagnrýni,
þar sem leyft var að ræða mál
á frjálsan hátt, ekki sízt í Eng-
landi. Annan daginn var ráð-
izt á Churchill fyrir afturhalds-
semi í afskiptum sínum af
grískum stjórnmálum, hinn
daginn var hann kallaður „rauð-
liði“ vegna afstöðu sinnar til
Póllandsmálanna.
Og svo dundi yfir gagnrýni
blaða og stjórnmálamanna í
Bandaríkjunum. Að nokkru
leyti getur það hafa verið berg-
mál frá forsetakosningunum.
En það kom samt fyrir sjónir,
eíns og Bandaríkjamenn séu að
byrja að kveinka sér við að taka
á sig ábyrgð mála í Norðurálfu.
Það var eins og áminning um
það, að einangrunarstefnan
væri ekkl liðin undir lok, að hin
gamla amerlska tortryggni í
garð Norðurálfumanna, að ótt-
inn við það að dragast inn 1
deilur handan Atlantshafsins
væri vaknaður á ný. Harðri
gagnrýni var stefnt á hendur
Rússum, en þó urðu Bretar
harðast úti. Það var talað um
heimsveldisstefnu þeirra, yfir-
drottnunarviðleitni, íhlutunar-
semi. Því var líka haldið fram,
að Bandamenn hefðu svikið
Atlantshafssáttmálann. Ein-
angrunarsinnar, eins og öld-
ungadeildarmennirnir Ball og
Wheeler, tóku að ógna með að
kveðja yrði herinn heim frá Ev-
rópu, og Wheeler veittist að
kröfunni um skilyrðislausa upp-
gjöf. Við þekkjum aftur sama
hljóminn í þessum ummælum og
röddum, sem bárust yfir hafið
íyrir tuttugu og fimm árum.
Þetta leiddi til þess, að mörg
ensk blöð með „Times“ í broddi
fylkingar risu upp og vísuðu
ummælunum á bug. „Öll
stjórn“, sögðu þau, „verður að
styðjast að nokkru við vald.
Spurningin er, hvort Banda-
ríkjamenn vilja einnig veita
slíkan stuðning í Evrópu“. Þau