Tíminn - 27.02.1945, Page 4
4
TlMEVX. þriðjndagiim 27. febr. 1945
16. blað
Úr mínum bæjardyrum
* Efiir Karl í Koii *
KtiuplœUkun.
Þegar átt er tal við verka-
mann, sem aðhyllist stjórnar-
flokkana, og launamálið ber á
góma, þá er oftast höfuð-ásök-
unarefnið á hendur Framsókn-
armönnum, að aðalmál þeirra sé
lækkun á kaúpi allra þeirra, er
taka ákveðin laun fyri'r störf
sín. Svona hefir einhliða áróður
blaða og forsprakka verka-
mannaflokkanna villt mönnum
sýn. Það, sem mér hefir alltaf
skilizt á Framsóknarmönnum í
þessum málum, er það, að þeir
vildu halda fyrst og fremst allri
verðbólgu í skefjum, a. m. k.
síðan seint á árinu 1941. Hvað
er krónufjöldinn hjá launa-
mönnunum mikils virði, ef allt
hækkar jafnóðum í verði, sem
þeir nota? Er verkamaðurinn
nokkuð sælli með 1500 kr. á
mánuði heldur en 750 kr., ef
hann fær nákvæmlega jafn
mikið fyrir þær?
Krónufjöldinn villir launa-
mönnunum sýn, illu heilli. Það
er verðmætið, sem skiptir aðal-
lega máli. Það er ráðleysingja-
háttur að gera allt vitlaust með
látlausri krónufjölgun, og
verkamenn og launamenn eru
blekktir með því, að afkoma
þeirra verði tryggari og betri
með krónufjölgunarstefnunni.
Genfiislœhkun.
Þegar herliðið fer héðan og
aðrar þjóðir fara að veiða sjálf-
ar neyzlufisk sinn og fiskurinn
fellur jafnframt í verði, verð-
ur ómögulegt að reka atvinnu-
vegina með núverandi krónu-
fjölgunarpólitík, nema að stór-
fella gengið.
En hringl og svik með mynt
þjóðarinnar er alltaf hið v'ersta
neyðarúrræði. Og í raun og
veru er ekkert betra fyrir launa-
mennina að fá verðminni krón-
ur eftir krónufellinguna heldur
en færri krónur áður. En það
tekst sennilega með nógum á-
róðri að blekkja menn áfram
með krónufjöldanum.
Þeir, sem mest myndu græða
á gengisfalli, eru aðallega stór-
eignamennirnir, sem hafa komið
fjármunum sínum í eitthvað
annað en peninga, eins og fiestir
stóreignamenn gera. Þeir, sem
einkum eiga spariféð.í bönkum
og sparisjóðum, eru efnaminni
fólkið.
Fjöldi launamanna, sjómanna
og bænda eiga nokkrar þúsund-
j ir króna eða jafnvel örfáa' tugi
!þúsunda í sparisjóði, sem þeir
ætla sér að verja til margs kon-
, konar umbóta eða sér og sín-
i um til tryggingar að stríðinu
I loknu. Þessir menn hafa dregið
saman dálitla fjárhæð með
,vinnu sinni og ráðdeildarsemi í
! góðri trú á að treysta mætti
mynt þeirri, sem allt þjóðfélag-
ið stendur á bak við.
Það er af þessum mönnum,
sem aðallega verður reitt með
gengisfellingunni, og svo auð-
vitað áfram ^af öllum þeim, sem
laun taka. Þeir ríkari verða
gerðir ríkari, en þeir fátæku fá-
tækari. Og sárast er, að með
krónufjölgunarstefnunni eru
launamennirnir blekktir til þess
að grafa sína eigin gröf sjálfir.
Hl utdrœfini -—
ranglœti?
Nýlega hefir verið úthlutað
skáldalaunum. Gnæfir þar hæst
Halldór Kiljan Laxness. Líklega
er hann verðlaunaður fyrir að
v§ra duglegastur að prédika
þjóðinni að leggja landið í auðn,
svívirða þá, sem yrkja það —
og ráðleggingar um að flytja
sem mest frá öðrum löndum af
því, sem ibúar kaupstaðanna
þurfa að nota, en má framleiða
á landinu, sé gróðurmoldinni
sómi sýndur.
Þá er varla betra dæmi að
setja Stein Steinarr með allt
sitt þrugl — þótt neistar fljóti
| með — upp fyrir hið ágæta
ljóðskáld Guðmund Böðvarsson.
Mörg slík dæmi eru fleiri óaf-
'sakanleg í þessari ranglátu út-
hlutun.
Ekki er t. d. nokkrum íslend-
ingi erlendis veitt ein einasta
króna, nema Guðmundi Kamb-
' an. Er þó tæplega nokkur
' maður í efa um, að ýmsir þeirra
verðskulda ekki síður að vera
1 nefndir heldur en t. d. Jón úr
Vör!
' Eitt allra versta dæmið um
þessa vandræða úthlutun er þó
það, að þurrka Guðmund Inga
l alveg út. En það er máske af
' því að hann kveður um sveita-
1 lífið, moldina, búféð, heyskap-
inn, starfið og stríðið í daglegu
lífi? Kvæði hans eru þrungin
'af skilningi á störfum og bar-
áttu almennings,-bjartsýni, feg-
[ urð og umbótaþrá — þau bera
1 vott um hressandi og heilbrigða
I lífsgleði.
Kvæði Guðm. Inga eru and-
1 stæða við vílið og volið, sorp-
leitina, tómleikann og bölsýnina,
sem úthlutunarnefndinni virð-
ist vera kærast að verðlauna.
Það hefir heyrzt, að von væri
á nýrri ljóðabók bráðlega eftir
Guðmund Inga. Eftir henni bíð-
ur ljóðelskt alþýðufólk opnum
örmum, og það mun sanna með
viðtökunum, hve niðurrifs-
mönnum þjóðfé^agsins eru mis-
lagðar hendur, þegar þeir eru
að meta verðgildi bóka fyrir ís-
lenzku þjóðina.
Stormur.
Nýlega rakst ég á blaðið
Storm, 1. tölublað 1945. Hélt þó
að Stormur væri dauður fyrir
löngu — að hann hefði sálazt
rétt á eftir Harðjaxli, Hádegis-
blaðinu og öðru álíka dóti. En
viti menn, nú er aðalefni þessa
nútíma-Storms að prenta kafla
upp úr Ófeigi og dást jafnframt
að því, hve ritstjóri Ófeigs skrifi
vel og réttilega um Framsóknar-
flokkinn og helztu trúnaðar-
menn hans!
Já, tvennir eru tímarnir.
Hér fyrr virtist það vera hið
eina áhugamál Storms að níða
og ófrægja ritstjóra Ófeigs, er
þá stóð ótrauður og ósérhlífinn
í fararbroddi umbótamanna
landsins, sem flestum og mest-
um framförum hafa komið á
þjóðinni til heilla.
Gáinn.
Aðra afturgöngu í þjóðmál-
unum rakst ég á nýlega og var
hún i „kápu Krists að ofan, en
klædd í skolla-buxur neðan“.
Einhvern skræk rak hún upp
utan við bæjardyr mínar. En
vonlaust er fyrir vofu þá um
nokkurt æti á mínum bæ. Ég
get ekki gert að því, þó að þessi
stjórnmálaglámur hrökklist
flokk úr flokki og verði öllum til
skaða og leiðinda meðan hann
staðnæmist hjá þeim. Og ekki
heldur, þó að hann verði af
æti, er hann borgar með sál og
sannfæringu fyrirfram.
Þegar ég minnist þessarar
farandveru í íslenzkum þjóð-
málum, dettur mér í hug gam-
alt vísubrot:
„Gekk hann ekki glæpaveg,
en götuna meðfram honum.“
Vondar fnlfijur.
Fylgjurnar voru ein tegund
drauga. Fylgdu þær ættunum
og voru nefndar Mórar, Skottur
og ýmsum fleiri nöfnum. Ef
ættin kvíslaðist, þannig að lak-
ari hlutinn rann saman við lak-
ara hluta annarrar ættar,
mögnuðust Mórarnir og gengu
ljósum logum í fylgd með af-
sprenginu.
Einn slíkur Móri virðist þríf-
ast vel nú í íslenzkum stjórn-
málum. Þegar hann komst fyrst
inn á Alþing púaði hann sí og æ
á strætum og gatnamótum um
bitlinga annarra manna, fjár-
austur úr ríkissjóði og spillingu
í landsmálum. Nú er þetta orðin
ein gráðugasta bitlingahítin,
mesta eyðsluklóin og sjálfsagð-
asti verjandi alls þess, sem mið-
ur fer.
Eins og fylgjurnar mögnuð-
ust í gamla daga, þegar ættun-
um hnignaði, eins fitnar þessi
Móri stjórnmálanna nú meira
og meira á fjósbitanum, eftir
því sem fúlla verður í stjórnar-
fjósinu.
Stormur, Móri og Gáinn. —
Það er engin stjórnarsamsteypa
öfundsverð að hafa slíka aftur-
göngu-þrenningu í fylgd með
sér.
Ódrenpskapur.
Eitt af því einna ódrengileg-
asta, sem menn rekast á í
stjórnarblöðunum, er þetta sí-
fellda japl þeirra, einkum þó
Mbl., um að nýju skattarnir séu
lagðir á til þess að greiða með
þeim verðuppbætur til bænda.
Fyrst er þetta rangt, að niður-
greiðslan á landbúnaðarvörum
sé fyrst og fremst uppbætur til
bænda og ekki sízt nú, þar sem
allt eða nær allt kjötið selzt í
ár innanlands og þarf því ekki
að greiða útflutningsuppbætur
á það. Niðurgreiðslan á land-
búnaðarvörur er fyrst og fremst
til þess að gera þær ódýrari fyrir
neytendurna og þar með að
halda vísitölunni í skefjum,
svo að m. a. útgjöld ríkissjóðs
fari ekki upp úr öllu valdi og
verði strax óviðráðanleg.
Eftir að samkomulag varð síð-
astliðið sumar milli stjórnmála-
flokkana um þessar niður-
greiðslur, vissi stjórnarliðið al-
veg af þ>eim eins og öðrum út-
gjöldum ríkissjóðs og var ekkert
nema fláræði og ódrengskapur
að ætla þeim gjöldum ekki rúm
á fjárlögum eins og öðrum gjöld-
um, sem vitað var um. Því er
klínt á bændurna, að það sé
stofnað til nýrra óverjandi
skatta, þeim til smánar. En það
er eins og engar tekjur þurfi í
öll önnur útgjöld, sem stjórnar-
liðiö stofnar til, til dæmis hækk-
unina alla, er nýju launalögin
valda. Það væri þó nær að
segja, að til dæmis veltuskatt-
urinn væri lagður á til þess að
mæta þeim 8—9 miljón króna
nýju útgjöldum, sem launalög-
in koma til með að kosta ríkis-
sjóð.
Trúin a flamlið
Þjóðin hefir trúað á landið. í
margar aldir hefir hún erjað
móður jörð, og alltaf fengið ein-
hvern ávöxt. Stundum ríkuleg-
an, en oft lítinn og ömurlega
fátæklegan. En þó nægjanlegt til
frumstæðustu þarfa. Og hún
glataði aldrei þeirri guðsgjöf,
sem meira virði var en allt ann-
að. En það var trúin á landið.
Því að engin þjóð getur lifað
Vt úr ófiöntiunum.
Öllum þeim, sem eitthvað
hugsa um almenn mál, sýnist
að ljótar blikur séu þar á lofti,
séu þeir ekki sanntrúaðir og
„frelsaðir" í einhverjum „ism-
anum“, líkt og heittrúaðri hvíta-
sunnusafnaðarkonu finnst hún
vera frelsuð frá djöflinum og
öllum hans útsendurum.
Ekki er að neita því, að ýms-
ar þessar nýju stefnur hafa ým-
islegt heillandi við sig: skipu-
lag, form, sterka stjórn, öfl-
ugt ríkisvald o. s. frv. En hvers
virði verður lífið, þegar allt
steypist í sama form? Eru það
ekki einstaklingseinkennin og
einstaklingsfrelsið, sem er dýr-
mætast, þegar allt kemur til
alls? En aðeins að einstaklings-
eigingirnin og frelsið skaði ekki
aðra menn. Þess vegna sýnist
vera brýn nauðsyn að finna
það form á sambúðarhætti
mannanna, að það mikla afl,
sem eigingirnin er í hverjum
manni, sé virkjað, þannig, að
aðrir hafi líka gott af því. Helzt
er þetta með frjálsri samvinnu.
Segjum t. d., að margir menn
vinni í verksmiðju, sem sam-
vinnufélag rekur. Nú er sérstak-
ur skortur á vinnugleði og góð-
um vinnuafköstum yfirieitt,
meðal annars af því, að engin
hvöt er fyrir fólk að vinna vel.
Það er ekki séð við það á neinn
hátt.
Látum nú þessa mörgu menn,
sem í samvinnuverksmiðjunni
vinna, fá allríflegan ágóðahlut.
Með því eru þeir orðnir þátttak-
endur í rekstrinum og farnir að
vinna fyrir sjálfa sig. Að vinna
vel, er þá orðinn þeirra eigin
hagur og verður þá um leið
hagur allra, sem i samvinnufé-
laginu eru. Þannig mætti telja
upp mörg dæmi, þar sem sam-
vinnan væri bezta leiðin út úr
margháttuðum ógöngum ein-
staklinga og þjóða.
Sambúðin er stærsta mál
þjóðanna. Hvað gagna allar
vélar, tækni og nýsköpun, ef
sambúðarhættir manna eru í
mesta ólagi?
bentu á, að ihlutun kæmi því
aðeins til greina, að öðrum
löndum gæti stafað hætta af
því, ef slíkt væri látið undir
höfuð leggjast. Önnur blöð tóku
dýpra í árinni. Þau bentu á,
hve rangt það væri af hinum
amerísku gagnrýnendum að
veitast að þjóð, sem hefði öllu
fórnað og um skeið staðið ein
uppi i baráttunni fyrir frelsi
heimsins.
Raunverulega er það ekki loka-
takmarkið, heldur starfshætt-
irnir og aðferðirnar, sem valda
mun ágreiningi milli hinna
tveggja engilsaxnesku þjóða.
Orðaskipti sem þessi eru, þeg-
ar allt kemur til alls, nauðsyn-
leg, því að þau hreinsa loftið,
eins og sagt er. Það er miklu
heppilegra, að þessi skoðana-
munur komi nú þegar í ljós
heldur en að hans gæti ekki
fyrr en eftir styrjöldina. Það
var nefnilega það, sem átti
mestan þáttinn í því að gera
friðinn eftir heimsstyrjöldina
fyrri að stundarhléi einu.
Fyrir skömmu síðan var sýnd
í fyrsta skipti í Lundúnum
kvikmyndin um Wilson Banda-
ríkjaforseta. Hún kom á réttri
stundu, því að þar kemur svo
mætavel í ljós, hve harða bar-
áttu Wilson háði fyrir því, sem
hann trúði að orðið gæti bjarg-
ræði mannkynsins. Hún lýsir
því, hvernig barátta hans fyrir
Þjóðabandalaginu var lömuð af
þjóðernissinnuðum stjórnmála-
mönnum í Norðurálfu, og ár-
angrinum loks stórspillt af
andstæðingum hans heima
fyrir, er notfærðu sér hleypi-
dóma fólks um Evrópu. En henni
lýkur með því, að Wilson spáir
því, banvænn og yfirbugaður,
að þessi hugsjón muni samt
sigra að lokum.
Þessi kvikmynd gefur vita-
skuld einhliða hugmynd um
Wilson og skýrir ekki til hlítar,
hvers vegna hann beið ósigur.
Hann var án efa mikill stjórn-
málamaður, sem horfði langt út
yfir framtiðina, en hann var of
ósveigjanlegur, ekki nógu tillits-
samur, og hann hafði ekki
látið hugmyndina þróazt í
hugum manna áður en hann
reyndi að knýja hana fram.
Hann byrjaði ekki á því að
ryðja henni veginn. Hann kúg-
! aði bandaþjóðir sínar til þess að
'samþykkja hinar fjórtán grein-
1 ar, með því að hóta þeim að
jsemja ella sérfrið. Þess vegna
; kom allur ágreiningurinn og
! skoðanamunurinn fram eftir á,
; og það eitraði friðinn. Hann
hafði ekki meirahlutafylgi á
þingi, hann ráðfærði sig ekki
við forustumenn andstæðinga
sinna og barðist fyrir þessu
máli sem flokksmaður. Þess
vegna snerust andstæðingar
hans í stjórnmálum gegn hon-
um, og Wilson var alls ófáan-
legur til þess að fallast á breyt-
ingar, er orðið hefðu getað til
þess að koma málinu heilu í
höfn.
Af þessum sökum fór svo, að
Bandaríkjamenn kusu fremur
allsherjar glundroða heldur en
alþjóðasamstarf. „Við gáfum
upp vonina að bæta friðinn, af
því að við höfðum ekki kjark til
þess að taka á herðar okkar byrð
ar þessa ófullkomna heims. Við
megum ekki láta það sama koma
fyrir aftur, því að þá verðum
við enn að ganga sömu slóðina
og heyja þriðju heimsstyrjöld-
ina.“
Rooseveít var lærisveinn Wil-
sons, átti sæti 1 stjórn hans og
er nú sami vandi á höndum.
Hann er hugsjónamaður og
hann hefir lært af mistökum
fyrirrennara síns. Hann hefir
komizt að raun um, að það er
ekki á svipstundu hægt að koma
á stórkostlegri breytingu, heldur
skiptir mestu að heyja þrotlausa
baráttu, þar til markinu er náð.
Hann reynir lika að sækja fram
skref fyrir skref. Hann veit, að
j hann fær engu áorkað nema
hann njóti fylgis Bandaríkja-
þings og öll þjóðin standi á bak
við hann. Það er vandinn mesti.
Þess vegna lagði hann í boð-
skap sínum til þingsins nú ný-
lega áherzlu á núverandi erfið-
leika og úrræði þau, sem stuðl-
að gætu að lausn þeirra. Hann
talar eins og hygginn og athug-
ull læknir, sem fundið hefir or-
sök sjúkdómsins og sér einnig
læknisráðið. Þessi boðskapur var
raunhæfur, og hann á erindi til
allra hinna sameinuðu þjóða.
Roosevelt minnti á þá miklu
sigra, sem Bandamenn hefðu
unnið, en hann gat einnig und-
anhaldsins. Við megum ekki
gera okkur seka um það gáleysi
að telja Þýzkaland sigrað fyrr
en síðasti nazistinn hefir gef-
izt upp. Árásunum verður því að
halda áfram stanzlaust, og það
kostar miklar fórnir. Fram-
leiðslan má ekki ganga saman,
og það má ekki slaka á hervæð-
ingunni.
Hann varaði sérstaklega við
hinum magnaða áróðri fjand-
mannanna. Hann á að rjúfa
einingu Bandamanna. Óteljandi
sögur eru spunnar upp í Þýzka-
landi, og þeim verður að mæta
af sama harðfengi og brynvörð-
um herdeildum. „Það er nauð-
synlegt,“ sagði hann, „að við
stöndum ekki aðeins saman
þar til sigri er náð, heldur einn-
ig eftir að friður er fenginn.
Það er miklu fremur hin sam-
eiginlega von heldur en sameig-
inleg hætta, sem á að tengja
okkur saman. Skilyrðislaus
uppgjöf er fyrsta grundvallar-
atriði friðarins, en það er heldur
ekki meira. Friður getur því að-
eins haldizt, að þjóðirnar séu
fúsar til þess að hjálpa hver
annarri og vinna saman að
viðreisninni og hinni nýju sam-
hæfingu. Það er ekki að efa, að
mörg vonbrigði og mistök bíða
okkar. Það munu rísa upp á-
greiningsatriði, sem ekki verða
leyst á svipstundu. En við meg-
um ekki eyða of mikilli orku í
deilur, heldur leggja áherzlu á
að lægja þær. Umfram allt meg-
um við ekki láta þær sundra
okkur. Enginn þjóð á ein alla
heimsins vizku í fórum sínum
og skoðanir manna eru alltaf
sundurleitar, af því að menn
hugsa svo ólíkt.“
Hann endurtók það loforð, að
hinar sameinuðu þjóðir myndu
gera Atlantssáttmálann að veru-
leika. Hann beindi líka ávítun-
arorðum til þeirra skefjalausu
flokksafla, sem að verki hefðu
verið í hernumdu löndunum.
Hann lagði þó áherzlu á rétt
sérhverrar þjóðar til þess að á-
kveða stjórnarfyrirkomulag
sitt, en meðan mikill fjöldi
manna væri í þýzkum fanga-
búðum, væri oft vandséð, hvaða
stefnu þessar þjóðir aðhylltust.
Það væri skylda Bandamanna
að koma í veg fyrir, að þessir
menn yrðu sviptir íhlutunar-
rétti sínum.
i En þessi vandamál mega þó
alls ekki verða til þess, að ekki
, sé sleitulaust unnið að því að
, undirbúa friðinn. Það ríður á
að mynda skipulag, sem hæfir
áframhaldandi samvinnu. Ýms
, fjárhagsvandræði, sem ekki
verða leyst nema með stórfeng-
legri samhjálp, munu koma til
! sögunnar. En þó er það öryggið,
er leggja verður megináherzlu á.
Fyrir þessa hugsjón hafa miljón-
• ir manna barizt og fallið, og því
'aðeins eru allar þjáningar
í stríðsins réttlætanlegar, að
j þessu marki verði náð.
Til þess að hrinda þessu á-
leiðis hefir Bandarikjaforseti
þegar gert ráð fyrir, að miklu
fé verði varið af hálfu Banda-
ríkjanna til alþjóðasamhjálpar.
„Hlutverki okkar í Norðurálfu
er ekki lokið, þótt vopnavið-
skiptin hætti. Sigurinn vinnst
aldrei, nema við tökum á okkar
bak hluta af viðreisnarkostn-
aðinum og hinni fyrstu hjálp
til handa hernumdu þjóðunum.
Útgjöldin munu slaga upp í
kostnaðinn við styrjaldarrekst-
urinn.“
Þessum orðum Roosevelts hef-
ir verið mætavel tekið i Bret-
landi. Nú kemur senn að því
að gera þau að veruleika. Fyrsta
sporið í þá átt var fundur Chur-
chills, Roosevelts og Stalins.
í þeim heimkynnum, sem hún
hefir tapað trausti á.
En nú er þetta að breytast.
All stór hluti þjóðarinnar er
að taka nýja trú. Það er ekki
trúin á bændabýlin þekku. Nei,
það er trúin á þorskinn, og það
er trúin á peningana.
Því er haldið að oss í ræðu og
riti með sannfæringarkrafti nú-
tíma áróðurs, að færa eigi
byggðina saman, leggja af-
skekkt býli og jafnvel heilar
sveitir í eyði. Dæmi eru til-þess,
að ríkislaunaðir ver.kamenn á
sviði blekiðnaðarins, virðast
hafa fengið það á heilann, sem
sitt lífstakmark, að framkalla
skuggamyndir sveitalífsins, og
verða að taka skáldmenntina í
sína þjónustu til að fá mynda-
safn sitt enn ömurlegra, vesalla
og ógeðslegra en raunveruleik-
inn hefir nokkuru sinni verið.
Það er talað um erfiðleikana,
að búa á þessum jörðum og í
þessum sveitum. Og þetta er
sönn og mjög rétt ályktun frá
sjónarmiði þeirra manna, sem
blindir á sína eigin skammsýni
eru að koma þeirri lífsskoðun
inn hjá þjóðinni, að vinna og
erfiði sé böl.
• En þetta er kotungs hugsun.
Landið á að rækta. Og landið
verður ræktað. Þá þéttist byggð-
in. Og ræktunin leggur undir sig
stærri og stærri svæði. Og sú
kemur tíð og hún nær til býl-
anna afskekktu og sveitanna,
sem margir nútíma áróðurs-
menn telja sjálfsagt að leggja
í eyði.
En áróðurinn hefir áhrif.
Trúin á þorskinn nær til afdala.
Fjármagninu er beint þangað.
Og fljóttekinn gróði er menn-
ingartakmark það, sem um skeið
er haldið að þjóðinni. Og jarð-
irnar leggjast í eyði.
En tímar líða. Viðhorfin breyt-
ast og þjóðin athugar sögu sína
og framtíð. Ef til vill þarf að
fara í gegnum þrengingar, eins
konar hreinsunareld. En þá
verða ljós lífssannindi hverrar
þjóðar, að æðsta takmark þeirra
er að eiga mikið af sjálfstæðum
og áhugasömum mönnum, sem
ekki telja vinnu og erfiði böl,
heldur hin mestu gæði lífsins.
— Og þá mun þjóðin telja það
gæfu sína, að sem mest af af-
skekktu býlunum og sveitunum
hafi auðnast að lifa. Þau hafa
verið og eru útverðir menning-
arinnar hér á landi. Þá silfur-
peninga, sem þjóðinni nú á-
skotnast, við að leggja þau í
eyði, verður hún að gjalda marg-
földu verði 'í framtíðinni.
íslendingar hafa lifað sem
landbúnaðar-þjóð í þúsund ár.
Oft hefir blásið á móti og erfið-
leikarnir verið miklir, svo miklir
að enginn mannlegur máttur
virtist geta yfirstígið þá. En
harðindi, eldgos og drepsóttir
biðu þó alltaf ósgiur að lokum.
Alltaf var einhver guðsneisti,
sem reyndist ódrepandi.
Vér, sem nú lifum, eigum þess-
um mönnum skuld að gjalda. Og
það er óskilið mál hvort sem
heimilið er nú í sveit, þorpi eða
stærri kaupstað. Þeir hafa unn-
ið til minnismerkis, engu síður
en konungar, skáld eða stjórn-
málamenn.
Og þetta getum vér og börn
vor. Vér eigum að reisa þeim
minnismerki, sem bæði er veg-
legra og óbrotgjarnara en þau,
sem steypt eru í brons og standa
á torgum og gatnamótum.
Vér eigum að rækta landið
milli fjalls og fjöru, svo búsæld-
arlegt verði um gervalla byggð,
og þjóðin þurfi aldrei framar að
lifa við jafn kröpp kjör og á
liðnum öldum.
Þetta er stærsta verkefni
framtíffarinnar og glæsilegasta.
B. G.
TÍMINN
Þeir, sem fylgjast vilja með
almennum málum verffa aff lesa
Tímann.
Áskriftarverff í Reykjavík og
Hafnarfirði er 4 kr. á mánuffi.
Áskriftarsími 2323.
Askriflargjald Tímnns
utan Rvikur og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
/