Tíminn - 27.02.1945, Qupperneq 5
16. Mað
TÍMIXN, þrigjadaginn 27. febr. 1945
5
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR
LITIR O G LUNDARFAR
Vísindamenn segja, að litaval
manna sýni lundarfar þeirra og
eðli betur en nokkuð annað.
Sjálfshyggjumönnum geðjast
bezt kaldir litir, en heims-
biyggjumönnum hlýir litir; í-
þróttamenn velja rauða litinn,
„andans menn“ þann gula eða
bláa, glaðlyndum mönnum líkar
bezt við rauðgula litinn, en
eigingjörnum mönunm greini-
lega við þann gula. Sælkerinn
vill helzt hlýja liti, rauða, dökk-
brúna eða rauðgula, en hann
hefir andúð á bláifm, gulgræn-
um og fjólubláum litum.
Spyrjir þú kunningjana að
því, hvaða litir þeim líki bezt,
svara þeir oftast tafarlaust.
Einnig eru þeir til með að nefna
nokkra liti, sem þeir hafa sér-
lega andúð á. En með því að
svara þessarri einföldu spurn-
ingu, hafa þeir gefið þér gott
færi á því að kynnast innræti
þeirra og lundarfari.
Það er eftirtektarverð stað-
reynd, að þeir, sem hafa sömu
skapgerðareinkenni, h'afa líka
sama smekk í litavali sínu' og
sömu andúð á vissum litum.
Flestir eru hrifnir af rauða litn-
um, en einkum fellur hann þó í
geð því fólki, sem er kraftmikið,
fjörugt og — fljótfært. Því er
ekki tamt að beita kænsku-
brögðum. Það er blóðheitt og til-
finningaríkt. Það er ágætt efni
í hermenn eða íþróttamenn, en
það verður að læra að hafa
stjórn á geði sínu. Fólk af þess-
ari tegund er eirðarlaust og á
því erfitt með að bíða lengi. En
þrátt fyrir óstö.ðuglyndið fórnar
það öllu fyrir góðan málstað og
samúð þess er takmarkalaus.
Þeir, sem velja rauðgula lit-
inn, eru matmenn, góðir félagar
og hafa ánægju af því að vera
á meðal höfðingja. Þeir eru oft
aðlaðandi og ræðnir mjög, en
slá fljótt undan í rökræðum til
þess að forðast óþægindi.
Þeir, sem velja blágræna lit-
inn, hafa oftast hlotið strangt
uppeldi og góða menntun. Þeir
eru kaldlyndir og kröfuharðir
nokkuð. Fólk af þessum „litar-
flokki“ lendir oft í hjónaskiln-
aði.
Þá er komið að græna litnum.
Þú finnur „áhangendur" hans
meðal vina þinna og góðkunn-
ingja. Þeir, sem honum unna,
eru frjálsmannlegir í framkomu,
ástúðlegir, ágætir nábúar og
vinmargir. Þeir berjast stöðugt
fyrir meiri menningu og betri
lífskjörum, en kunna þó bæði
að gefa og taka. Þeir eru oft
sannir listamenn í þess orðs
fyllstu merkingu. Þeir geta öðl-
ast heimsfrægð, en verið þó góð-
ir vinir vina sinna. — „Andans“
mennirnir, sem líkar guli litur-
inn bezt, eru stundum hug-
sjónamenn miklir. Þeir reyna
árangurslaust að ráða örlögum
mannkynsins og er það einkum
því að kenna, að þeir hafa lítinn
vilja á því að leggja nokkuð á
sig til þess að skilja meðbræð-
ur sina. Þeir eru kaldlyndir og
svo hrokafullir, að þeir viður-
kenna engin önnur sjónarmið
en sín eigin. Þeir hafa í stuttu
máli ekki áhuga á neinum nema
sjálfum sér.
Blái liturinn er uppáhaldslit-
ur íhaldssamra manna. Þeir líta
alvarlegum augum á tilveruna
og eiga erfitt með að taka glensi
og gamni og þrályndir eru þeir.
Samt eru þeir oftast stjórnmála-
menn eða forystumenn í þjóð-
félagi sínu, því að þeir hafa
mikla andlega hæfileika, og oft
eru þeir mjög trúhneigðir. Þeir
hafa góða stjórn á skapi sínu
og rasa ekki um ráð fram.
Þeir, sem kjósa brúna litinn
öðrum fremur eru áreiðanlegir
og fastir fyrir. Þeir eru hæg-
gerðir og stöðuglyndir, en ör-
uggir í framkomu. Þeir eru
framkvæmdamenn, kunna vel
að halda uppi góðum aga, og
réttlátir eru þeir. En samt forð-
ast þeir alla óþarfa áreynslu,
andlega og líkamlega.
Hárauði liturinn (blóðrauði)
er litur þeirra, er þjást með ná-
unganum, en gera samt enga
tilraun til þess að þerra tárin
eða lina þjáningarnar. Fólk
þetta er oft heimspekilegt í
hugsun og listrænt. Það hefir
góða aðlöðunarhæfileika,o: hæfi
leika til þess að samlagast um-
umhverfi sínu. Hárauði liturinn
er oft látinn tákna valdið. Því
eru áhangendur hans oft valda-
menn.
Nú geta lesendur greinarinn-
ar gert „sálkönnun“ á sér og
vinum sínum. Komi sú könnun
nú ekki heim við það, sem hér
er staðhæft er það víst, að við-
komandi hefir ekki sagt rétt til
um uppáhaldslit sinn!
(Lausl. þýtt).
„Kvcniesf
r ö h v í s i “
„Hvað er þýðingarmest í lífi
yðar,“ spurði frægur rithöfund-
ur konu eina.
„Karlmenn, börn og klæði,“
sagði konan.
„Hvers vegna eru karlmenn-
irnir svona þýðingarmiklir,“
spurði hann.
„Nú, án þeirra gæti ég ekki
átt börn!“
„Og hvers vegna viljið þér
endilega ■ eiga börn?“
„Af því að aðrar konur eiga
þau!“
„Og hvers vegna eru þá fötin
svo þýðingarmikið atriði í lífi
yðar?“
„Það er nú vegna karlmann-
anna? Tilgangur fatanna er sá
að láta karlmennina brjótá heli-
ann um, hvort konan sé dyggðin
sjálf hjúpuð flíkum syndarinn-
innar eða syndin hulin sakleys-
ishjúp."
Rithöfundurinn hristi höfuð-
ið og hvarf á brott.
(Þýzk sögusögn).
S v o v u r u m
honur hve&ið
Hvar er dygðuga konu að
finna? Verðmœti hennar er
meira en dýrustu rubinsteina.
Salomon
Kona, fagra koha! Móðir átt-
úra skóp þig til þess að freista
karlmannsins. Án þín vœrum við
ruddamenni.
Thomas Otway (enskt skáld)
Ástin er aðeins hluti af œvi-
sögu karlmannsins, en öll œvi-
saga konunnar.
Madame de Stael
Maðurinn þráir kcnuna, en
konan þráir það eitt að vera
þráð af honum.
Coleridge
Karlmannsþrá er, vitum vér
að vefja $vanna fangi.
En kvenmanns þráin eink-
um er
að hann til þess langi.
Hannes Hafstein
Ástfangin kona er eins og
harpa, sem aðeins opinberar
leyndarmál sín þeim, er kann
að handleika strengi hennar.
Honoré de Balzac
Mesta sœla konunnar er sú,
að vita sig eina elskaða af
manni, sem allar aðrar elska.
Pascal
Allar konur eru eins í ást
sinni.
Montesquie
Þegar konur elska okkur, fyr-
irgefa þœr ckkur allt — jafnvel
glœpi, en — þegar þœr elska
okkur ekki, finna þær ekkert
okkur til málsbóta, ekki einu
sinni .dyggðir okkar.
Balzac
„Getur það verið, góðir háls-
ar, að skírlífi konu blekki .oss
meira en léttúð hennar?
Shakespeare
Vilhelm Mxtberg:
Eiginkona
FRAMHALD
skiptið, sem þeirra gat beðið, var, að bæði yrðu ryktuð, fengju
á sig óorð. Hún var viss um, að allir myndu fyrirlíta hana. Aldrei
framar myndi vingjarnlegt tillit mæta henni í þorpinu. Þau
yrðu bæði að hrekjast héðan, ef þau vildu öðlast frið og ró.
En þetta hafði Margrét ekki hugsað sér. Hún hafði skilið bet-
ur en hann, að hún gat ekki flutt sig til Hákonar og lifað í
hneykslanlegri sambúð við hann. Nei, það hafði henni aldrei
flogið í hug. Þegar hún ympraði á því, að þau gætu bara verið
hér, átti hún við það, að hún héldi áfram að vera kona Páls.
— Hvert eigum við að fara?
— Þú ætlar þá að fylgja mér? Hann andar oröunum inn í
opinn munn hennar.
— Hvert? Segðu fyrst hvert.
— Treystir þú mér ekki?
— Á ég að rjúka af stað með þér eins og ég stend — berfætt?
— Þú átt að svara af alvöru, þegar spurt er af alvöru.
— En við eigum hvergi athvarf.
Þá fór Hákon að tala um ráðagerðir, sem hann hafði búið yfir.
Hann talar um Ingjald sterka, alkunnan mann í ætt sinni, sem
hvorki hræddist verzleg né geistleg yfirvöld. Þegar hann fékk ekki
það, sem hann vildi fá, rændi hann konunni og flúði til skógar.
Þar veiddi hann sér til matar, og þar var hann til æviloka. Og
þannig fóru þeir alltaf að fyrr á tímum, mennirnir, sem ekki
áttu griðland í byggðinni. Og nú var hann sjálfur, Hákon, kom-
inn í þeirra hóp. Hann gat ekki átt lengur heima í Hegralækjar-
þorpi, því að hann vildi eiga hana einn. Og hér var hann ekki
rótgrónari en það, að hann gat farið frá öllu, hvenær sem var,
því að kaupverð býlisins skuldaði hann enn, og hann gat yfir-
gefið það án minnsta sársauka, enda þótt hann ætti það. Og það
var af því, að hann vildi fá að lifa með henni á frjálsan hátt.
Hákon hugsar sér, með öðrum orðum, að fara að dæmi Ingj-
alds sterka og flýja til skógar með hana. Þau gætu farið langt
langt inn í óbyggðir, eitthvað út í buskann, leitað sér. athvarfs
einhvers staðar uppi í norðurbyggðunum, þar sem þau gátu lif-
að í friði og griðum. Hún gat verið alveg róleg — þau myndu
áreiðanlega sjá sér farborða, þau myndu ekki verða úti í skóg-
unum. Vildi hún fylgja honum? Þau urðu að hafa hraðan á
að tygja sig — þau uröu að vera farin burt áður en Páll kæmi
heim frá Dynjanda.
Margrét hlustaði á hann af vaxandi undrun. Aldrei hefði hún
trúað því, að svona hugsanir gætu fæðzt í heila Hákonar, og því
lengur sem hún hlustaði á hann, þeim mun vissari og sannfærðari
varð hún um það, að þetta var hreint og beint brjálæðishjal,
sem hún hlustaði á: Þau áttu að flýja, eins og þau stóðu, slypp
og allslaus! Það var kannske freistandi, eins og hann reifaði það
þarna í hlýju náttmyrkrinu, sem umlukti þau, en þetta var
ráðagerð, sem ekki þoldi að sjá ljós dagsins.
Henni dettur í hug orðtak föður síns: Það er gaman að dansa
berfættur, því að aldrel gengur dansinn eins dátt — en það
geta stungizt ónotalegar flísar í iljarnar!
Það var í þess háttar berfætlingadans, sem Hákon var að
bjóða henni. En því góða boði varð hún að hafna. Hún hefir
verið því vönust, allt frá barnæsku, að sjá fótum sínum forráð.
Hún vildi vita, hvar hún átti að fá mat, hvar hún átti að fá þak
yfir höfuðið að næturlagi. Það fólst engin fullvissa í öllum þess-
um fyrirheitum Hákonarr Ef hún lét að orðum hans og strauk
frá Páli, var hún ofurseld algerri óvissu.
— Flýja út í skóg? Brjálæði!
— Skógarmaðurinn er frjáls.
— Þangað til sulturinn rekur hann heim í þorpið, já.
— En við eigum ekki annars úrkostar, Margrét!
— Jú! Við höfum þó hvorki framið morð né stolið.
Hann ætlaði að segja henni, að hórdómur væri talinn stór og
svívirðilegur glæpur, en hætti við það. Hórdómur — nei, hann
ætlaði að hlífa henni við því orði. Ef til vill vissi hún ekki, að
þau höfðu framið verknað, sem við lá smánarleg hegning: gapa-
stokkur, húðstrýking, tukthúsvist, ef til vil höggstokkurinn.
Hún varð fyrri til máls: Hann mátti ekki minnast á það fram-
ar, að þau ættu að flýja út í skóg og lifa þar eins og villidýrin.
Það gerðu menn reyndar fyrr á tímum, en það var meira en
heil öld síðan, og nú voru þess engin dæmi, að heiðarlegt fólk
leggðist út. Glæpamenn flúðu út á víðavang til þess að láta ekki
klófesta sig, en bóndi og bóndakona, sem ekkert illt höfðu að-
hafzt, gengu ekki þeim vesölu lífskjörum á vald.
— Minnstu ekki einu sinni á það, Hákon.
Nú komst hún að raun um, hve friðlaus hann var. Þess vegna
ætlaði hún að sefa hann.
Og munnur hennar straukst yfir andlit hans. Það var heitt
konunef sem gróf sig niður í hrjúfa kinn karlmannsins. Hún þráði
blíðuhót hans, hún sárbað hann að opna faðminn. Og hún vildi
fá að vita: hvað fannst honum vanta? Var hún honum ekki
nóg? Hún var þó hér. Hvað vildi hann'meira? Gátu þau ekkl
verið frá sér numin af gleði? Hvers vegna áttu þau að hlaupa
umsvifalaust til skógar, þegar allt lék svona í lyndi? Ef þau gættu
þess bará, að ekki kæmist upp um þau — hvað viltu þá meira?
Hún sagði fyrir sig: Hún óskaði þess eins, að þau fengju að
njóta þessarar sælu — að þau gætu notið hennar áfram.
— Ertu ekki ánægður?
Hákon lét eftir henni að svara. Honum var líkt innan brjósts
og henni. Hún var honum nóg, já, hún átti allan hans hug —
hann saknaði ekki neins, þegar hann var hjá henni. En hann
myndi ekki öðlazt sálarfriö, samvizkan myndi kvelja hann, ef
hann héldi áfram að búa í þorpinu. Hann gæti ekki gengið hér
út og inn og staðizt augnaráð Páls. Þess vegna vill hann, að þau
slíti af sér hlekkina — hlekkina, sem aðrir leggja á þau.
— Og mundu það: Ég vil ekki eiga þig hálfa. Ég sætti mig ekki
við það!
Þetta hefir hann sagt áður, svo að hún veit það. Nú vill hún
bara minna hann á, að hún er hér hjá honum, og allir þorpsbúar
eru í Tastasvefni og engin hætta nálæg. Hann verður svo óró-
legur annað veifið, hlustar á skrjáfrið í greinum eplatrésins við
gluggahlerana. Og þegar byrjar að elda aftur, fer hann allt í einu
að tala um hatt Páls, sem hann sér hangandi á snaga gegnum
rifu á rekkjutjöldunum. Honum virðist vera ami að því að sjá
hattkúfinn. Hann segist sjá andlit undir hattbarðinu, og þetta
andlit snýr að þeim þarna í rúminu, þungbúið og ásakandi.
JÚLLI OG DÚFA
Eftir JÓA SVEINSSON.
Þetta var húsmóðirin, sem kallaði á okkur. Hún þorði
ekki að láta okkur vera lengur úti í kuldanum.
Við hlýddum tafarlaust, klifruðum niður skaflinn og
fórum inn í hlýjuna..
Nú loguðu engin ljós inni. Dagsbirtan var komin aft-
ur. Snjónum hafði verið mokað af gluggunum á þekj-
nnni og lagður ís á rúðurnar svo að þær hrímuðu ekki:
Og nú streymdi birtan inn í hvern krók og kima.
Húsmóðirin gaf okkur alls konar góðgæti að borða
og heita mjólk að drekka. En matarlystin okkar var bág-
borin Stúrin og kvíðafull sátum við kringum borðið. Við
höfðum enga eirð á að borða.
Alltaf öðru hvoru fór einhver út og upp á snjóskafí-
inn til þess að gá að, hvað fram færi uppi í fjallinu.
En allir sögðu það sama, alltaf það sama.
Þessu fór fram í nokkrar klukkustundir.
Loksins eftir langa mæðu kom Valdi, sem sendur var
út, hlaupandi inn aftur og kallaði hástöfum, að maður
kæmi á skíðum niður fjallið, en hinir stæðu allir sam-
an eftir í einum hóp.
Síðan hljóp Valdi út aftur.
Við þustum út á eftir honum og hlupum upp á skaflinn.
Valdi benti okkur í áttina, og við komum undir eins
auga á manninn.
, Hann var kominn miðja vegu heim til bæjar.
Hann stóð vel á skíðunum og rann niður fjallið eins
og ör. Staf hafði hann í hendi og stýrði fimlega fram
hjá öllu, sem orðið gat til farartálma Hann kom nær
og nær á fleygiferð.
Eftir örlitla stund brunaði hann til okkar, sneri sér
snögglega í hálfhring og nam staðar.
Hann sagði frá því í mesta flýti, að mennirnir fjórir
væru ófundnir ennþá, en fjárhópurinn væri fundinn og
sumir væri byrjaðir að grafa hann úr fönninni, en aðrir
liéldu áfram leitinni að mönnunum. Sjálfur sagðist hann
vera sendur af húsbóndanum til þess að sækja mat og
drykk handa leitarmönnunum.
Að svo mæltu fórum við inn.
Dáðir voru
drýgðar
Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá
margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og
hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum
og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum
jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háfjallanna í TI-
bet og sólheitra stranda Arabíu. .
Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin-
týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar".
Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beixt
frá útgefanda.
Bókaúígáfan Fram
Lindargötn 9 A — Reykjavík — Sími 2353
L----—----------------— ----------------—-----i
S p a ð k j öt
Eigum enn óselt nokkuð af úrvalsdllkakjöti í smáílátum.
Verð: 25 kg. kútur kr. 155,00
28 kg. kútur — 175,00
30 kg. kútur — 186,00
Kjötið er flutt heim kaupendum að kostnaðarlausu. Þeir, sem
vilja tryggja sér þetta ágæta kjöt, ættu að senda pantanir sem
fyrst, því birgðir eru litlar.
Samband ísl. samvinnufélaga
Símar 1080 o«* 2678.