Tíminn - 27.02.1945, Side 7
16. blaS
TÍMEVIV, þriðjadagiim 27. fehr. 1945
7
Á víðavangi
(Framhald af 2. síOu)
arnir, er krefjast þess, að okkur
sem höfum nóg að bíta og
brenna, skuli hér veitt forrétt-
indi á kostnað fólks, sem er að
verða hungurmorða. Eru þessar
kröfur vissulega góður vitnis-
burður um bræðralag og mann-
úð ísl. kommúnista forsprakk-
anna.
En meðal annarra orða: Sé
það slík yfirsjón hjá Jónrívars-
syni að geta ekki fengið kar-
töflur, þar sem þær hafa verið
ófáanlegar, að víkja beri honum
frá starfi, hvað á þá að gera
við sjávarútvegsmálaráðherr-
ann? Hann hefir hvorki getað
útvegað nýja togara frá Bret-
landi eða vélar í nýjar síldar-
verksmiðjur frá Bandaríkjun-
um! Er þá nokkuð annað að
gera en láta hann fara? Það
verður a. m. k. ekki annað séð
en að kommúnistar verði að láta
hann fara, ef þeir ætla að breyta
í samræmi við kröfur sínar um
brottrekstur Jóns ívarssonar.
•
U ppmokstur sskipið,
Þjóðviljinn gefur næsta kynd-
uga skýringu á því, hvers vegna
Áki Jakobsson keypti ekki upp-
mokstursskip fyrir Siglufjarðar-
bæ, þegar honum var falið það,
heldur keypti það handa sjálf-
um sér. Blaðið »segir, að Áka
hafi verið neitað um gjaldeyris-
leyfi fyrir uppmoksturskipi í
Svíþjóð. Fæstum öðrum en Þjóð-
viljanum mun finnast, að það
hefði átt að vera Áka aukin
hvöt til að kaupa uppmokstur-
skipið, sem hann keypti, handa
Siglufjarðarbæ, en ekki handa
sjálfum sér.
Það hefir sannazt í þessu máli,
að þrátt fyrir alla umhyggjuna,
sem kommúnistar þykjast bera
fyrir almannahag, hefir eigin-
girni Áka orðið henni ýfirsterk-
ari í þessu máli. Þess vegna varð
Siglufjarðarbær _ af uppmokst-
ursskipinu, en Áki fékk okur-
gróðann af fiskflutningunum og
virðist una því ágætlega að hafa
þannig arðrænt útvegsmenn og
fiskimenn. Og það, sem hefir
gerzt einu sinni, getur vitan-
lega gerzt aftur.
Erlent yfirlit.
(Framhald af J. síðu)
ingar loftárásanna veikja við-
námskraftinn, þegar til lengdar
lætur. Þótt Bretar þyldu loftá-
rásirnar furðanlega, verður vart
hægt að taka það til saman-
burðar, þar sem þeir bjuggu við
þær í tiltölulega skamman tíma
og þær voru líka miklu minni
en árásirnar, sem gerðar hafa
verið á Þýzkaland.
Árangurinn af loftárásum
Bandamanna verður vitanlega
ekki síður til * að greiða fyrir
sókn Rússa en Bandamanna.
Sú aðstoð, sem loftsókn Banda-
manna hefir veitt Rússum, kem-
ur ekki aðeins fram í því, að
Aðaliundur Búnaðar
samb. Eyjaijarðar
Tillögur um áburðar-
verksmiðjumálið og
jarðræktarlagaírumv.
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar var haldinn í lok
fyrra mánaðar. Þar voru rædd
mörg aðalmál landbúnaðarins
og m. a. eftirfarandi ályktanir
geröar um áburðarverksmiðju-
málið og jarðræktarmálið.
Tillagan um áburðarverk-
smiðjumálið var svohljóðandi:
„Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar, 26. og 27. jan.
1945, telur fulla nauðsyn á að
áburðarverksmiðja sé reist hér
á landi til öryggis fyrir land-
búnaðinn. Hann telur því illa
farið, ef framkvæmdir verks
þessa dragast um óákvéðinn
tíma.
Fundurinn lítur ennfremur
svo á, að samkvæmt framkomn-
um rannsóknum og athugunum
um framleiðslukostnað, sem ekki
hafa verið véfengdar, að áburð-
arverksmiðja muni bezt sett
norðanlands, á Akureyri eða 1
grend við Akureyri.
Fundurinn beinir því þessu
máli til Búnaðarþings, með
áskorun um að það og Búnaðar-
félag íslands taki mál þetta í
sinar hendur og hafi forgöngú
um, að það komizt sem fyrst til
framkvæmda.“
Um jarðræktarmálið var gerð
eftirfarandi samþykkt:
„Fundurinn skorar á næsta
Búnaðarþing að beita áhrifum
sínum til þess að styrkir til
frámkvæmda verði stórauknir,
frá því sem nú er, og nægilegt
fé verði lagt fram til kaupa á
stórvirkum jarðyrkjuvélum, svo
að því marki verði náð á næstu
árum, að allra heyja verði aflað
á ræktuðu og véltæku landi.“
Má vel á þessum tillögum sjá
hinn mikla áhuga bænda fyrir
þessum málum, er stjórnarflokk-
arnir vinna nú að öllum árum
að koma fyrir kattarnef. Veitir
vissulega ekki af því, að bænd-
ur láti uppi álit sitt á þeim að-
gerðum, ef koma á í veg fyrir
að fyrirætlanir stjórnarflokk-
anna takist.
hernaðarstyrkur Þjóðverja hef-
ir verið lamaður, heldur er þar
iðulega um beina samvinnu að
ræða. Hinar miklu loftárásijr,
sem gerðar hafa verið á Berlín
og Dresden undanfarið, hafa
stórkostlega torveldað Þjóðverj-
um vörnina og gert Rússum
sóknina miklu auðveldari en
ella. Er hér bersýnilega um loft
sókn að ræða, sem er samræmd
hernaðaraðgerðum Rússa, enda
hefir nýlega verið tilkynnt að
Tedder flugmarskálkur hafi ver
ið í Rússlandi til að ræða við
foringja rauða hersins um þessi
mál.
Félag Snæfellínga
oS Hnappdæla
Árshátíð félagsins verður haldin að Hótel Borg föstu-
daginn 2. marz og hefst með borðhaldi kl. 19,30. •
Aðgöngumiðar verða afgreiddir í Skóbúð Reykjavík-
ur, Skóverzlun Þórðar Péturssonar og Veiðarfærav.
Verðandi, og sé vitjað fyrir 28. þessa mánaðar.
STJÓRNDI.
Tilkyiming
frá fisHmálanefnd til frystihúsaeigenda
é
Samkvæmt auglýsingu Samninganefndar utanrík
isviðskipta frá 10. jan. síðastl. skulu öll hraðfrysti-
hús senda Fiskimálanefnd vikulega skýrslu um fisk-
kaup frystihússins. Þau hraðfrystihús, sem hafa ekki
sent Fiskimálanefnd upplýsingar um fiskkaup sín í
j^núar, verða tafarlaust að gera það, annars mega
þau búast við að afli sá, er þau hafa keypt, komi ekki
til greina við útborgun verðjöfnunargjalds fyrir jan-
úarmánuð.
Fiskimálanefnd
Tilkynning:
um
píanó-
ínnflutning
Eftir að hafa aflað oss upplýsinga hjá öllum viðkom-
andi aðilum á* Bretlandi, hefir oss með bréfum dagsettum
19. janúar og 1. febrúar 1945 verið endanlega tjáð, að
undantekningarlaust engin brezk hljóðfæraverksmiðja hafi
getað gefið tilboð um afgreiðslu og útflutning hljóðfæra
hingað til, þar eð hvorki efni til framleiðslunnar né nauð-
synlegir statrfskraftar séu fyrir hendi.
Helgi Hállgrímsson. Hljóðfœrahús Reykjavíkur.
Hljóðfœrav. Sigríðar Helgadóttur. Tage Möller.
Hljóðfœrav. Prestó. Sturlaugur Jónsson & Co.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN:
yður fara. Munið að vöruvöndun borgar sig.
Látið aðeins vandaðar framleiðsluvörur frá
SPORT
Föt.
Jakkar,
Buxur,
Sokkar.
Gefjun - Iðunn
Hafnarstræti 4, sími 2838.
Bókin um manninn
Rit þetta kom fyrst út í Berlin 1939 og hefir síðan í ársbyrjun 1943 komið út í tveim geysistórum upplögum í
Ameríku, en þar dvelst Dr. Kahn nú. Fyrir milligöngu íslenzku sendisveitarinnar í New York hefir hann gefið leyfi
til Þess að bókin kæmi út .hér á landi og léð útg. allar frummydir sínar yfir 500 talsins, til þess að gera eftir þeim
mydamót. Ritið er í 10 aðalköflum, sem skiptast í fjölda smærri kafla og er efni þeirra eins og hér segir:
1. kafli: Frumurnar. — Konueggið frjógvast. — Fósturfræði.
2. kafli: Beinagrindin, brjósk, fita og tengivefur. Tennur.
3. kafli: Vöðvarnir (sjálfráðir og ósjálfráðir. Þreyta. Dauðastyrðnun. Hvíld. Þjálfun o. fl.).
4. kafli: Blóðrásin (Bygging hjartans, starfsemi þess og rafmagn. — Æðarnar. Blóðþrýstingur. Æðakölkun. — Blóð-
ið, litarefni þess og storknun. Blóðsjúkdómar).
5. kafli: Öndunin. (Súrefni, köfnunarefni og kolsýra. — Neföndun. Lungun. Raddfærin).
6. kafli: Meltingin. (Matarefnin: — Munnvatn og kinging. — Sköpulag magans og meltingarsafi. — Starfsemi
lifrar. Gall og gallsteinar. — Briskirtillinn. Gerð og verklag þarmanna. — Hægðir og hægðaleysi).
7. kafli: Næringin. (Efnaskipti. Næringargildi matarins. Næringarþörf. Máltíðir. Sérstakt mataræði. Lýst algeng-
ustu matréttum, hollustu þeirra og næringargildi, t. d. brauði, osti, mjólk o. s. frv. — Kúamjólk og konumjólk.
— Steinefni matarins. — Hráefni. Kjöt og jurtafæðá. — Vitam. — Kaffi, te, tóbak og áfengi. -7- Hungur og
þorsti. — Líkamshiti. — Klæðnaður. — Hormónar. Þvagið og starfsemi nýrnanna).
8. kafli: Taugakerfið. (Taugar og taugafrumur. Ósjálfráða taugakerfið. Heili og mæna. — Taugakerfissjúkdóm-
ar, t. d. ristill, mænusótt, stjarfi, heilablóðfall 0. fl. — Svefn og svefnleysi. — Svæfingar og deyfingar).
9. kafli: Hörund og skynfæri. (Gerð hörunds og hára. Fingraför. Hærur. Sviti. Vitamínframleiðsla hörundsins.
Sólböð. Ýmsar húðskynjanir. Smekkur. Þefskynjan). — Eyrað. Jafnvægisstjórn líkamans. Svimi. Sjósótt. Dauf-
dumbir. Heyrnarskynjanin og sköpulag heyrnarfæranna. Augaö. Sköpulag þess og sjónskynjunin. Nær- og fjar-
sýnir. Náttblinda. Það, sem augnlæknirinn sér með augnspeglinum. Litaskynjan og litblinda.
10. kafli: Kynferðislíf. (Eistun. Sæðið. Innvortis kynfæri konunnar. — Tíðir kvenna. Frjóvgun. Þungun og barns-
fæðing. Allsherjar áhrif hormóna úr kynfærunum. Áhrif heiladinguls á eggjakerfin. — Kynférðiseinkenni karls
og konu. Geldingar. Yngingar). ^
Bókin verður 1000—1200 blaðsíður í stóru broti og öll prentuð á myndapappír. Ritstjóri verksins er dr. Gunn-
laugur Claessen, en samstarfsmenn þans við þýðinguna er.u læknarnir Guðmundur Hannesson pr.f., frú Kristín Ólafs-
dóttir, Theódór Skúlason, Ól. Géirsson, Jóhann Sæmundsson og dr. Júl. Sigurjónsson.
lækningabók í venjulegri merkingu, heldur fyrst og fremst
Hér er ekki um að ræða
bóh um manninn, sjúkan og heilbrigðan, bgggingu hans og verklag á öllum aldri
frá vöggu til grafar.
Þetta mikla vísindarit er einstakt 1 sinni röð. Fyrst og fremst fyrir það, hve auðskilið það er hverju mannsbarni:
Bókin um manninn kostar í ensku útgáfunni, sem er um 200 síðum styttri en sú íslenzka, kr. 100,00, en íslenzka út-
gáfan aðeins kr. 150,00 í eins bandi. Hér er-því um að ræða alveg einstakt verð á íslenzkri bók.
Vísindi nútimans hafa sannftert menn um gildi þckkingar fgrir vellí&an og hregsti.
Hamingja yðar og fjölskyldu yðar getur oltið á því að þér kunnið jafnvel skil á sjúkdómum yðar og heilbrigði.
Bókasaín
HELGAFELLS
Garðastræti 17
Bókin um manninn er nauðsynleg á hverju heimili. —
Áskriftarkort í öllum bókabúðum.
Bókasafn Helgafells, Garðastræti 17.
Box: 263.
Undirritaður óskar hérmeð að sér sé send
BÓKIN UM MAMDÍN
er hún er fullprentuð.
Verð: heft 125,00. Rexin 150,00. Skrautbundin í skinn
200,00. — Undirstrikið þá feerð, er þér óskið.
Nafn
Heimili