Tíminn - 27.02.1945, Qupperneq 8
ÐAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um
þjjóðfélagsmál.
Þeir, sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, inn
lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá.
? ANNÁLL
21. febrúar, miðvikudagur:
Sókn Þjóðver ja
við Königsberg.
Austurvigstöðvarnar: Gagn-
sókn Þjóðverja fyrir vestan
Königsberg bar nokkurn árang-
ur. Hörfuðu Rfussar úr nokkrum
þorpum. Annars staðar urðu
ekki verulegar breytingar.
Vesturvígstöðvarnar: Þriðj i
herinn hélt áfram sókninni í
Saar með talsverðum árangri.
Miklar loftársir voru gerðar á
Þýzkaland, xar á meðal Berch-
tesgaden.
Kyrrahafsstyrjöldin: Þriðji
hluti Iwojima er nú á valdi
Bandaríkj amanna.
22. febrúar, fimmtudagur:
Mesti loftárásar-
dagurinn.
Vesturvígstöðvarnar: Meira
en 6000 flugvélar Bandamanna
gerðu loftárásir á Þýzkaland og
hafa loftárásirnar aldrei verið
eins miklar á einum degi. Þriðji
ameríski herinn hélt áfram
sókninni inn í Saar og fór víða
yfir Saarfljót. Hann hefir rekið
seinustu þýzku hersveitirnar úr
Luxemburg. — Kanadamenn
tóku Goch, þrátt fyrir harðn-
andi vörn Þjóðverja á þeim víg-
stöðvum.
Austurvígstöðvarnar: Þjóð-
verjar unnu á norðan við Kön-
igsbergj þar sem þeir reyna að
brjótast til sjávar, en Rússar
unnu á við Breslau. Rússar
þrengdu og hringinn um Danzig.
Þeir töldu her Konievs hafa
náð öruggum stöðvum við
Neissefljót í Brandenburgfylki.
23. febrúar, föstudagur:
Sókn 9. hersins.
Vesturvígstöðvarnar: Níundi
ameríski herinn hóf sókn á
Afstaða Framsóknarfl.
til launalagafrv.
(Framhald af 1. síðu)
fækka opinberum störfum og
gera allt starfsmannakerfi rík-
isins einfaldara og ódýrara en
nú er. Við undirbúning launa-
lagafrumvarpsins hafði alger-
lega verið gengið fram hjá því
að athuga þessi þýðingarmiklu
atriði. Þessi tillaga Framsóknar-
manna var einnig felld.
Við 2. umræðu frumvarpsins
hér í ’háttv. neðri deild bar ég
fram fyrir flokksins hönd breyt-
ingartillögu um það, að launin
yrðu látirt breytast eftir fram-
leiðslutekjum þjóðarinnar ár
hvert, en sú tillaga var felld 1
þingdeildinni.
Framsóknarmenn hafa” flutt
nokkrar breytingartillögur við
frumvarpið, eins og þingmenn
annarra flokka, um tilfærslu
annarra starfsmanna milli
launaflokka, eftir því sem þeir
telja rétt vera,'til þess að þetra
samræmi verði í launagreiðsl-
unum innbyrðis, og við þessa
umræðu munu þeir hafa sams
konar afskipti af málinu. En þar
sem flokkurinn telur, að saman
verði að fara afgreiðsla launa-
laga og ráðstafanir til þess að
ríkissjóði verði fært að standa
undir þeim kostnaði^sem af þeim
leiðir til þess að þau fái stað
ist í framkvæmd, og þar sem
flokkurinn lítur einnig svo á,
eins og þegar er fram tekið, að
ákvæði frumvarpsins séu í ó-
samræmi við þjóðarhag og tekj-
ur þeirra, er vinna að fram-
leiðslustörfum, munu þingmenn
hans greiða atkvæði gegn
frumvarpinu við þessa 3. um-
ræðu. •—
Meðal þeirra tillagna, er fyrir
liggja, er ein frá Skúla Guð-
mundssyni og Páli Þorsteins-
syni um að farkennarar hafi
sömu laun fyrir sömu vinnu, án
tillits til kennaraprófs. Hefir það
rangláta ákvæði komizt inn í
frv., að farkennarar, sem ekki
hafa kennarapróf, skuli vera
mun verr launaðir en hinir, sem
kennarapróf hafa, enda þótt
þeir leysi sömu störf af hendi.
TIMAAS S*
Aachenvígstöðvunum og brauzt
yfir Ruhrána rétt við Dúren.
Virðist sókn þessari stefnt til
Kölnar. Annars staðar urðu ekki
verulegar breytingar. Miklar
loftárásir voru gerðar á Þýzka-
land. - .■
Austurvígstöðvarnar: Rússar
tóku borgina Posnan í Póllandi,
þar sem þýzkt setulið hafði
varizt harðfengilega. Þeir tóku
og nokkur úthverfi Breslau.
Tyrkland: Tyrkneska þingið
samþykkti að segja Þjóðverjum
og Japönum stríð á hendur.
24. febrúar, laugardagur:
Sókiiin til Kölnar.
Vestúrvígstöðvarnar: Her
Bandamanna á Aachenvígstöðv-
unum sótti fram á 35 km. víg-
línu vestan Ruhrfljóts og hefir
viða sótt fram um 8 km. Hann
hefir tekið bæina Dúren og
Júlich. Montgomery stjórnar
þessari sókn. Eisenhower sagði
blaðamönnum, að Bandamenn
hefðu nú hafið sókn til að ger-
eyða þýzka hernum austan
Rínar. _
‘ Austurvígstöðvar nar: Rússar
unnu á við Breslau og tóku
nokkur úthverfi borgarinnar.
Egyptaland: Egypzka þingið
samþykkti að segja Japönum
og Þjóðverjum stríð á hendur.
Þegar forsætisráðherrann' var að
fara af fundi, var skotið á hann
nokkrum skotum og beið hann
strax bana. Tilræðismaðurinn
náðist.
Rúmenía: Fregnir bárust af
miklum óeirðum í Rúmeníu, en
Rússar hafa þar herstjórn og
er erfitú að fá fréttir þaðan.
25. febrúar, sunnudagur:
Bandameiu 23 km.
frá Köln.
Vesturvígstöðvarnar: Banda-
menn bættu vígstöðu sína vest-
an Ruhrár og sóttu fram 7—8
km. frá Dúren áleiðis til Kölnar.
Áttu þeir eftir 23 km. til Kölnar.
Annars staðar urðu ekki veru-
legar breytingar. Miklar loftá-
rásir voru gerðar á samgöngu-
leiðir Þjóðverja.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
unnu á í Breslau. Bardagar þar
voru mjög harðir.
Kyrrahafsvígstöðvarnar: — Á
Tokio og Yokohama voru gerðar
miklar loftárásir af Bandaríkja-
mönnum.
Tvo dóseotsembæftí
Umsóknarfrestur um tvö
dósentsembætti við heimspeki-
deild Háskóla íslands var út-
runninn s. 1. fimmtudag. Um
dósentsembætti í sögu sótti dr.
Jón Jóhannesson, en hann hefir
kennt í deildinni undanfarið,
sem settur kennari. Um dósents-
embætti í bókmenntum sótti
Steingrímur J. Þorsteinsson,
sem einnig hefir kennt í deild-
inni að undanförnu, sem settur
kennari. Má telja sjálfsagt, að
þessum mönnum verði veitt
embættin.
IVýr bæjarstjóri
í Hafnarfirði.
(Framhald af 1. síðu)
hann margs konar störf í sveit
og við sjó og hafði m. a. á hendi
síldarmat um skeið.
Eiríkur hefir haft töluverð
afskipti af félagsmálum og sýnt
þar mikinn dugnað. Hann var
forseti Bindindisfélaga í skól-
um í tvö ár og formaður stúd-
entafélags Reykjavíkur var
hann s. 1. ár. Undanfarið hefir
hann starfað sem fulltrúi í
skrifstofu Alþingis og auk þess
verið kennari við Samvinnu-
skólann 2 síðastl. ár.
Nýkomin einlit
GLUGGATJ0LD
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
DeftiSossslysid dregið
inn i póiitiskar deilur
Drengskaparlanst atkæfi Morgunblaðsins
Það hefir löngum þótt sannast, að ódrengjum væri ekkert
heilagt. Fyrir þessu hefir fengizt ný sönnun í sambandi við
Dettifossslysið. Öðrum ritstjóra Morgunblaðsins, Valtý Stefáns-
syni, hefir þótt sævia að vanhelga þá miklu þjóðarsorg, sem
þetta hryggilega slys hefir skapað, á þann hátt að draga hana
inn í pólitískar illdeilur. Svo langt hefir hann gengið í þeim
efnum að bera það á andstæðinga sína, að þeir hafi fagnað
og „róast“ yfir þessum sorgaratburði. ÖIlu lengra verður vissu-
lega ekki komist í sorpblaðamennsku en að bera fram jafn
glæpsamlegar aðdróttanir og það á mikilli sorgarstundu.
Umrædd skrif Valtýs um
Dettifossslysið birtist í Reykja-
víkurbréfi Mbl. 25. þ. m. og
hljóðaði á þessa leið:
;,Verður þeim rórra?
Menn giska á, að Dettifoss
hafi fyrir nokkru verið kominn
á hafsbotn, þegar Framsóknar-
menn hófu síðustu atlögu sína
að Eimskipafélaginu. Héldu þeir
uppi umræðum á Alþingi lengi
nætur til þess að útskýra fyrir
þingheimi hvílíkur þjóðarvoði
stafaði af því að Eimskipafé-
laginu græddist fé, til þess að
það gæti endurnýjað flota sinn
eftir styrjöldinar. Er skattfreisi
Eimskipafélagsins orðið Fram-
sóknarmönnum svo mikill þyrn-
ir í augum, að jafnskjótt og þeir
heyra það nefnt, opnast flóð-
gáttir illkvitnismælginnar í
ásjónu þeirra. Þeir þykjast vera
að tryggja flokksfylgið í dreif-
býlinu með þessu háttalagi.
Skyldi þeim ekki finnast ástæð-
ur þessa siglingafélags okkar
vera nú orðnar þannig, að frek-
ari atlögur verði vafasamur
ávinningur til fylgisöflunar?
Eða halda þeir herferð sinni
áfram, meðan nokkur íslenzkur
fáhi er við hún á flutninga- og
farþegaskipi?
Mönnum getur leikið forvitni
á að sjá hvernig Framsóknar-
flokkurinn stenst þetta próf í
hinum sviplegu og sorglegu at-
burðum er nú gerast með þjóð
vorri.“
Þeir, sem lesa grein þessa,
munu fljótt sjá, að tvennt vakir
fyrir greinarhöfundi: Annað er
að koma þeim aðdróttunum á
framfæri, að svo mikill sé fjand-
skapur Framsóknarmanna til
Eimskipafélagsins, að þeir „ró-
ist“ og fagni yfir því, er skip
félagsins farast og margt manna
ferst.með þeim. Hitt er það, að
vegna þessa sorgaratburðar eigi
öll gagnrýni á störfum Eim-
skipafélagsins niður að falla og
þjóðin eigi að fela því einokun
í þessum málum, svo vel sem
Dettifossslyssins
miimst á Alþingi.
(Framhald af 1. síðu)
þjóða, er heimsstyrjöldina heyja,
í hlutfalli við þjóðarstærð. Áfall
það, sem hér hefir að höndum
borið, er þjóðaráfall, og harmur
sá, er hér er kveðinn vanda-
mönnum og vinum hinna látnu
landa okkar, er harmur al-
þjóðar.
Ég vil því biðja þingheim að
votta virðingu sína og þakklæti
þeim vösku drengjum, sem á
styrjaldarárunum hafa hætt lífi
sínu til þess að flytja björg í
bú okkar, sem heima sátum, og
nú hafa fórnað því fyrir þjóð
sína — og þeim dætrum þjóðar-
innar, sem hér hafa horfið
henni — og að votta vanda-
mönnum þeirra innilega samúð,
— með því að rísa úr sætum.“
Þegar þingmenn höfðu orðið
við áskorun forseta og risið úr
sætum sinum, lýsti hann yfir
því, að fundir þingsins myndu
að öðru leyti falla niður þenn-
an dag vegna þessa atburðar.
Þá hefir forseti íslands tjáð
Eimskipafélaginu samúð sína
með þeim, sem um sárt eiga að
binda, vegna þessa atburðar.
Fulltrúar erlendra ríkja hér
hafa og vottað íslenzku ríkis-
stjórninni samúð sína vegna
þessa hörmulega slyss.
það þó gafst henni 1943. Þannig
á að nota þetta sorglega slys til
þess hvort tveggja, að stimpla
Framsóknarmenn sem verstu
illmenni og misnota sorg þjóð-
arinnar til framfæris fyrir ein-
okunaraðstöðu Eimskipafélags-
ins. \
Þess gerist vissulega ekki þörf
að svara jafn fúlmannlegum
málflutningi og hér er um hönd
hafður. Milli deilunnar um
skattfrelsi Eimskipafélagsins og
Dettifossslyssins er ekki minnsta
samhengi og það síðarnefnda
breytir vitanlega engu um skoð-
anir manna á því, hvort betra
sé að hafa siglingarnar í hönd-
um stofnunar, er þjóðin
getur alltaf ráðið yfir, eða í
höndum einkahrings, sem ekki
er tryggt, að verði rekinn með
þjóðarhag fyrir augum. Það,
sem Framsóknarmenn hafa
beitt sér fyrir, er, að skatt-
frelsi félagsins verði bundið því
skilyrði, að tryggt sé, að félagið
verði alltaf alþjóðareign, eins og
upphaflega var ætlað, en verði
ekki braskfyrirtæki. Er vissu-
lega furðulegt að vera borinn
verstu brigzlum fyrir að vilja
lá'ta Eimskipafélagið vera al-
þjóðarfyrirtæki og sýna þannig
hve mikils þjóðin metur sigling-
arnar.
Það framferði, sem Valtýr
Stefánsson hefir hér gert sig
sekan um, sýnir tvennt: í fyrsta
lagi dæmalausasta tillitsleysi til
harms þjóðarinnar yfir hinu
hryggilega slysi, þar sem reynt
er að draga hann á hinn sví-
virðilegasta hátt inn í pólitísk-
ar deilur. Þótt oft hafi Valtýr
komist langt í sorpblaða-
mennsku, hefir hann aldrei
komizt lengra. í öðru lagi sýnir
þetta vel, hve hæpinn málstað
Valtýr hefir að verja, þvl að
eigi myndi gripið til jafn ó-
drengilegra vinnubragða, ef von
væri um, að málstaðurinn yrði
varinn með heiðarlegri hætti.
Yflrlýsing- irá
sendiherra Dana
Kgl. dansk Gesandtskab
Reykjavík
den 19. Februar 1945.
I Anledning af den i Bladet
for 16. ds. optagne Artikel, „Eig-
um við að gefa þeim Græn-
land?“, forfattet af fhv. Syssel-
mann Magnús Torfason, tillader
Gesandtskabet sig herved, i
Overensstemmelse med tidligere
Erklæringer fra den danske
Regerings Side i lignende An-
lendninger, atpræcisere, at der
i Danmark ikke hersker nogen-
somhelst Tvivl om Grönlands
Tilhörforhold, og at der heller
ikke i Danmark er den ringeste
Tilböjelighed til under nogen-
somhelst Form at ville afhænde
Grönland.
Denne Udtalelse bedes venligst
optaget i Bladet.
Fr. de Fontenay.
(eiginh.undirskrift)
Er ,nýsköpunin( svona?
Nú er kominn allmikill snjór
á götur Reykjavíkur. í gær sá-
ust menn í stórum hópum við
að moka snjónum með smá-
skóflum upp á bifreiðar.
Hvers vegna I ósköpunum
hefir bærinn svona verklag á
snjómokstrinum? Er þetta ný-
sköpunin?
KOW 1 ÆVISAGA
HERMAMSDÍS WILLIAMS PITT
(Tender Comrade)
GINGER ROGERS, (The Young Mr. Pitt)
ROBERT BRYAN,
RUTH HUSSEY. Söguleg stórmynd um einn
Sýnd kl. 7 og 9. frægasta stjórnmálaskör-
ung Bretlands.
FÁLKINN
LEYSIR GÁTUNA. Aðalhlutverk:
(Falcon Out West) ROBERT DONAT,
TOM CONWAY, PHYLLIS CALVERT.
BARBARA HALE.
Sýnd kl. 5. y Sýnt kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
DÁÐIR
VORU DRYGÐAR
Saga Nólseyjar-Páls
og fleiri afreksmanna.
er m e r k bók og
skemmtileg.
TJARNARBÍÓ
SAGAA AF
WASSEL LÆKNI
(The Story of Dr. Wassell)
Cary Cooper,
Laraine Day.
Leikstjóri:
Cecil B. De Mille.
Sýnd kl. 6,20 og 9.
Bönnuð fyrir börn.
STÚKUBRÆÐUR.
(The Good Fellows)
CECIL KELLAWY,
HELEN WALKáR,
JAMES BROWN.
Sýnd kl. 5.
Ú R B Æ N U M
Skemmtun.
Skemmtisamkoma Framsóknarmanna
í Reykjavík verður n. k. fimmtudags-
kvöld, 1. marz, i Sýningaskálanum.
Byrjar hún með Framsóknarvist kl.
8,30. Ekki er að efa, að fjölmennt
verður og skemmtilegt á þessari sam-
komu eins og venjulega á skemmtun-
um Framsóknarmanna. Aðgöngumiða
þurfa menn ^ð panta sem allra fyrst
á afgreiðslu Tímans, sími 2323.
Ófærð vegna snjóa.
Illviðri með aftaka snjókomu var
víðast hvar á landinu síðastl. laugar-
dag og sunnudag. í Reykjavík varð
fannfergið svo mikið, að öll bílaumferð
mátti heita stöðvuð um tima á laugar-
dagskvöldið, nema um aðalgöturnar,
þar sem umferðin er mest. Allar ferðir
almenningsvagna i úthverff bæjarins
stöðvuðust einnig.
Mjólkurleysi N
hefir verið tilfinnanlegt í Reykjavík
þessa dagana vegna fannfergis á veg-
um til bæjarins. Á sunnudag voru að-
eins til sölu fimm þúsund lítrar og í
gær fjórtán þúsund lítrar, en venju-
lega eru seldir um þrjátíu þúsund lítr-
ar mjólkur í Reykjavík daglega.
Sleðar í stað bíla.
Ófærð mikil er á vegum út frá
Reykjavík, svo að ófært er með öllu
austur yfir fja.ll, bæði um Hellisheiði
og Mosfellsheiði, og ekki líkindi til,
að hægt verði að ryðja vegina fyrr en
dregur úr fannferginu. Reynt mun þó
verða að ryðja veginn svo að bílfært
verði að Skíðaskálanum í Hveradölum,
en þangað verður mjólkin flutt á sleð-
um, austan yfir fjall.
Fjórtán þúsund
manns sóttu sýningu Kjarvals, en
hún var opin til miðnættis á föstudag.
Siðasta daginn var aðsóknin að sýn-
ingunni langmest. Á einum klukku-
tíma þá um kvöldið seldust 500 að-
göngumiðar.
Samkoma Færeyinga
og Norðmanna
var haldin í samkomusal hersins við
Hverfisgötu 116 í Reykjavík síðastl.
föstudagskvöld. Hvert sæti var skipað
í húsinu. Samkoman hófst með sam-
eiginlegri kaffidrykkju og ræðuhöld-
um. Sungnir voru.færeyskir og norskir
söngvar og dansaðir færeyskir og
norskir þjóðdansar. Meðal gestanna
var David Vaage fulltrúi fyrir alþjóða-
verkamálaskrifstofuna.
Ný þjóleikhúsnefnd.
Hinn 19. þ. m. skipaði menntamála-
ráðherra eftirgreinda menn í nefnd til
þess að gera tillögur um og hafa með
höndum undirbúning að rekstri Þjóð-
leikhússins: Þorstein Ö. Stephensen
leikara, Brynjólf Jóhannesson leikara,
Halldór Kiljan Laxness rithöfund,
Jakob Möller alþingismann og Ólaf
Björnsson skrifstofumann. Þorsteinn
Ö. Stephensen er formaður nefndar-
innar.
Merkjasala Rauðakrossins.
á öskudag gekk vel. í Reykjavík
seldust merki fyrir 47516,00 krónur
og auk þess bárust gjafír fyrir um
17 þús. kr. og halda slíkar gjafir
áfram að berast. Skýrslur af söfn-
un utan af landi eru væntanlegar inn-
an skamms.
Útgáfuréttur
að' verkum Thorfhildar Hólm var
nýlega seldur á uppboði hjá borgar-
dómara í Reykjavík. En skáldkonan
hafði lagt svo fyrir, að útgáfuréttinn
að verkum sínum skyldi seldur á upp-
boði og andvirðið látið ganga í sjóð,
sem verja á til hjálpar fátæku blindu
fólki. Bókaútg. „Norðri" keypti útgáfu-
réttinn fyrir 21,500,00 kr. og hefir fyr-
irtækið ákveðið að gefa út heildarút-
gáfu af verkum skáldkonunnar og
munu aðalverk hennar, Brynjólfur
Sveinsson og Elding, verða gefin út
á þessu ári.
Sjötug
verður í dag Katrín Þorvarðardóttir
Stóru-Sandvik í Flóa.
Þrjú skíðanámskeið
mun Glímufélagið Ármann halda á
næstunni og verður Guðm. Guð-
mundsson kennari á námskeiðunum.
Hvert námskeið stendur yfir í eina
viku og hófst það fyrsta í gær.
Þeir Ólafur Þorsteinsson hjá Kron
og Árni Kjartansson taka á móti
þátttökubeiðnum.
M.b. Suðri í förum til
Borgarness.
Línuveiðarinn Sigríður, sem annazt
hefir ferðir í Borgarnes nú um all-
langt skeið, er nýlega hætt þeim ferð-
um og hefir mb. Suðri tekið við. Lax-
foss mun sennilega taka við ferðunum
í Borgarnes eftir að viðgerð hans er
lokið, en það mun verða um mánaða-
mótin apríl og maí.
Skákkeppni.
Landsliðskeppninni í skák lauk fyrir
skömmu. Úrslit urðu þau, að Baldur
Möller og Guðm. S. Guðmundsson urðu
jafnir með 6V2 vinning hvor. Jón Þor-
steinsson fékk 6 vinninga, Árni Snæv-
arr með 4 vinninga og Einar Þorvalds-
son og Magnús G. Jónsson jafnir með
3%. — Guðmundur og Baldur verða
að tefla einvígi um réttinn til þess að
tefla við íslandsmeistarann, Ásmund
Ásgeirsson. Einar og Magnús þurfa .að
tefla einvígi til þess að fá úr því skor-
ið hvor þeirra kemst í landsliðið, en
það er nú þannig skipað: 1. Ásmund-
ur Ásgeirsson, 2. og 3. Baldur Möller
og Guðm. S. Guðmundsson. 4. Jón
Þorsteinsson, 5. Árni Snævarr, 6. Óli
Valdimarsson (tók ekki þátt þessari
keppni), 7. Einar Þorvalds eða Magn-
ús G. Jónsson og 8. Eggert Gilfer
(hann tók ekki þátt i þessari keppni).
Berklarannsóknin.
Berklarannsóknin á fullorðnu fólki
hefir nú staðið í fimm vikur og hafa
alls á þessum tíma mætt 8.985 manns.
í vikunni, sem nú var að líða, mættu
til skoðunar 1.799 manns. í gær voru
rannsóknirnar felldar piður vegna ó-
færðar.
Ættfræðingafélag.
Nýlega komu saman um fjörutíu
ættfræðingafi og áhugamenn um slík
mál hér í bænum, til þess að stofna
með sér félág. Annar fundur verður
haldinn innan skamflts og verður þar
að fullu gengið frá stofnun félagsins,
lög samþykkt, kosin stjórn o. fl. Kosn-
ir voru í nefnd til að semja lagafrum-
varp fyrir félagið: Einar Bjarnason
fulltrúi, Þorvaldur Kolbeins prentari,
Pétur Zóphóníasson ættfræðingur,
Steinn Dofri ættfræðingur og dr. Páll
Eggert Ólason.