Tíminn - 11.05.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 11.05.1945, Qupperneq 1
< KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. » PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. { RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 og 4373. * 1 AFGREIÐSLA, LNNFEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ) EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Slml 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. maí 1945 35. blað Viðskiptavelfa K. E. A. nam 22,5 milj. kr. á síðastl. ári Ályktun aðalfundarins um áburðarverk- v smiðjumálið. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn dagana 2.—3. þ. m. Fundinn sátu 205 fulltrúar frá 23 félagsdeildum, auk framkvæmdastjóra og stjórnar félagsins. Á fundinum gaf Jakob Fri- mannsson framkvæmdastjóri fé- lagsins ýtarlega skýrslu um rekstur félágsins síðastliðið ár. Allt fram að síðustu áramótum hefir vörusala KEA stöðugt farið vaxandi. Á fyrri styrjald- arárunum varð aukningin mjög mikil að krónutali, en á árinu 1944 jókst verzlunin aðeins um tæp 3% að krónutali. — Vöru- sala félagsins í búðum þess á Akureyri og útibúum við Eyja- fjörð varð alls rúmlega 14 milj- ónir króna. Þar að auki er vöru- sala kjötbúðar kr. 2.350.000,00, Miðstöðva- og hreinlætistækja- deildar kr. 870.000,00, Lyfjabúð- ar kr. 440.000,00, Kola- og salt- sala kr. 1.120.000,00, Brauðgerð- ar kr. 952.000,00, sala Smjörlíkis- gerðar og Efnagerðar kr. 1.304.000,00, sala Sjafnar og Freyju kr 1.277.000,00. — Sam- anlögð sala allra starfsgreína fé- lagsins hefir því orðið um 22 y2 miljón króna, og er það 3% hærri upphæð en árið 1943. Hagur félagsins hefir batnað á árinu. Inneignir félagsmanna jukust á árinu um 2.700 þús. kr. og nema nú alls 14.693 þús. kr. Stjórn félagsins lagði til, að útborgaður verði 8% tekjuaf- gangur af viðskiptum félags- manna, nema lyfjavörum 7% og brauðum* 5%. Var þessi tillaga samþykkt. Ýms mál voru rædd á fundum og var m a. samþykkt svohljóð- andi tillaga um áburðarverk- smiðjumálið: „Aðalfundur Kea, haldinn 2. 3. maí 1945, telur það aðkallandi nauðsyn landbúnaðarins, að á- burðarverksmiðju sé komið upp í landinu nægjanlega stórri til að fullnægja þörfum lands- manna um köfnunarefnisáburð í náinni framtíð. Fellst fundur- inn í aðalatriðum á frumvarp það um áburðarverksmiðju, sem iagt var fyrir Alþingi 1944, og lætur í ljós undrun yfir meðferð málsins hjá núverandi stjórn og meirihluta Alþingis. Skorar fundurinn á þing og stjórn að taka málið upp aftur og hrinda því í framkvæmd tafarlaust. Fari svo, að ekki verði ákveð- ið á næsta Alþingi að hefjast þegar handa um byggingu á- burðarverksmiðju, ieggur fund- urinn eindregið til, að S. f. S. taki að sér forgöngu um bygg- ingu og rekstur hennar og teiur rétt, að sambandsfélögin ieggi fram lánsfé til verksmiðjunnar með hagkvæmum vöxtum, t. d. í sama hlutfalli og áburðarkaup þeirra hafa numið undanfarin ár. Þá teiur fundurinn sjáifsagt, að ríkissjóður leggi fram rífleg- an styrk tii verksmiðjubygging- ar, jafnframt því sem Alþingi veitir S. f. S. einkaleyfi til fram- leiðslu og sölu á tilbúnum á- burði. Fundurinn lætur það álit í ljós, að heppilegast muni vera að reisa verksmiðjuna á Akur- eyri eða í nágrenni“. Tillaga þessi var samþykkt með 125:1 atkv. Úr stjórn félagsins gengu Einar Árnason á Eyrarlandi og Ingimar Eydal, en voru báðir endurkosnir. Ályktanir aðaliundar Kaup- iélags Vestur-Húnvetninga Ályktanirnar fjalla uni áburðarverksmiðjn- málið, raforkumálið og kúgunarákvæði búnaðarsjóðslaganna. Aðalfundur Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga var haldinn dagana 23.—26. apríl. Á fundin- um lágu fyrir reikningar og skýrslur um starfsemi félagsins. Á síðastl. ári nam öll vörusala þess 2.750 þús. kr. og skiptist hún þannig, að seldar voru inn- lendar vörur fyrir 1.600 þús. og erlendar vörur fyrir 1.150 þús. kr. Samþykkt var að úthluta arði til félagsmanna, 5% af ágóðaskyldri úttekt síðastl. árs, auk 3% í stofnsjóð. Á fundinum voru rædd nokk- ur almenn mál og samþykktar nokkrar ályktanir. Um áburðarverksmiðjumálið var samþ. svohljóðandi ályktun: „Fundurinn teiur brýna nauð- syn á því, að framkvæmdir á byggingu áburðarverksmiðju dragist ekki lengur en til ársins 1946, og felst á álit síðasta bún- aðarþings í því máli. Nú skyldi hins vegar svo fara, að ekki yrði af framkvæmdum af ríkis- ins hálfu á næsta ári, og vill fundurinn þá beina þeirri áskor- un til S. í. S. að taka málið í sínar hendur til framkvæmda, enda tryggi Sambandið sér einkarétt til framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði um hæfilega iangan tíma,einnig ríf- legan styrk frá ríkinu til stofn- kostnaðar fyrirtækisins“. Um raforkumálið var samþ. þessi ályktun: „Aðalfundur Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga, haldinn á Hvammstanga 25. apríl 1945, á- lyktar að lýsa yfir því, að hann telur nauðsynlegt, að íbúar sveita og kauptúna fái rafmagn til heimilisnota og atvinnurekst- urs, eigi síður en kaupstaðabú- ar, svo fljótt sem verða má. Skorar fundurinn því á næsta Alþingi að setja löggjöf um rík- israfveitur, á þeim grundvelli, sem lagður var með frumvarpi milliþinganefndar í raforkumál- um, og gera ráðstafanir til þess að framkvæmdum í þeim mál- um verði hraðað svo sem mögu- legt er“. Um bjúnaðarmálasj óð var sam- þykkt svofelld ályktun: „Aðalfundur Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga, haldinn á Hvammstanga 25. apríl 1945, mótmælir því ákvæði í lögum um búnaðarmálasjóð frá síð- asta Alþingi, að samþykki ráð- herra þurfi til fjárveitinga úr sjóðnum. Telur fundurinn það mjög óviðeigandi, að þannig sé tekinn af bændum landsins um- ráðaréttur yfir þeirra eigin fjár- munum, og skorar á næsta Al- þingi að nema þetta ákvæði úr lögum“. Úr stjórn félagsins gengu Halldór Jóhannsson, Haugi cfg Guðmundur Guðmundssoru Þor- finsstöðum. Voru þeir báðir end- urkosnir. Reykvíkingar fögnuðu stríðslokunum með óvenju fjölsóttum hátíðahöldum FRÁ SKRtJÐGÖNGF KORRÆM FÉL4GSINS Fjölmenn skrúðganga heimsótlz sendiherra Dana og Norðmanna Þegar undan er skilin lýðveldishátíðin á seinasta sumri, hefir aldrei sézt annar eins mannfjöldi samankominn í miðbænum og síðastl. þriðjudag, er ríkisstjórnin og borgarstjórinn gengust fyr- ir hátíðahöldum í tilefni af stríðslokum í Evrópu. Fóru hátíða- höldin yfirleitt vel og virðulega fram, en um kvöldið kom til alvar- legra óspekta, er ölvaðir brezkir sjóliðar og reykvískir götudréngir stóðu fyrir. Mannjjöldinn viS bústað norska sendiherrans (sendiherrabústaöurinn er til vinstri á myndinni). Mannfjöldinn við bústað danska sendiherrans (sendiherrabústaðurinn er annað hús frá vinstri á myndinni). Kauphækkanir í vegavínnu Utansveltarmönnum veitt meirl réttindi en innansveitarmöimum. Nýlega hefir verið gengið frá nýjum samningi milli ríkisstjórn- arinnar og Alþýðusambandsins um kaup og kjör í vega- og brú- arvinnu. Er þar um ýmsar breytingar frá fyrri samningum að ræða. Veigamesta breytingin er sú, að meðlimir verkalýðsfélag- anna hafa nú orðið forgangsrétt til vinnu.utan félagssvæðanna og getur því svo farið, að sveitamönnum verði meinuð vinna í sinni eigin sveit, vegna þess, að utansveitarmenn hafa forgangs- rétt. Þetta ákvæði er þannig orðað i hinum nýja samningi, að „fé- lagsbundnir verkamenn á hverju kjarasvæði skuli sitja fyrir vinnu“. í þessu tilfelli telj- ast næstu sveitir til kjarasvæðis hvers kaupstaðar eða kauptúns, ef ekki er starfandi þar verka- lýðsfélag. Þannig teljast sveit- irnar í Mýrasýslu til kjara- svæðis Borgarness og hafa verkamenn í Borgarnesi þvl for- gangstétt til vegavinnu í þessum sveitum. Er auðsjáanlega ætl- azt til þess með umræddu á- kvæði, að annaðhvort verði bændur og bændasynir af vinn- unni eða verði að ganga í Al- þýðusamband íslands, ef fram- boð á vinnuafli er nægilegt. Eins og nú háttar, mun þetta tæpast koma að sök, því að erf- itt verður að fá nóg af mönnum í vegavinnu víðast hvar. Þetta verður því í ^amkvæmdlnni þannig, að sveitamenn fá vega- vinnuna, þegar aðrir vilja hana ekki,þar sem betra er í boði ann- ars staðar, en svo verða þeir reknir úr henni síðar, er verka- menn úr kaupstöðum teljast þurfa hennar. Er hér því vissu- lega um að ræða eitt mesta kúgunarákvæði, er hugsazt get- ur. Aðrar breytingar á samn- ingnum eru m. a. þær, að kaup bílstjóra, þar sem ekki eru bíl- stjórafélög, hækka um kr. 1.00 á klst., og heldur meira, þegar um langan akstur er að ræða, vegavirinuflokkar fá útvarps- tæki endurgjaldslaust i stað þess að þeim var greiddur helmirigur kostnaðarins áður og grdltt verður hálft tímakaup í stað þriðjungs, þegar vinna fellur niður vegna óveðurs. Kaup verkamanna í vegavinnu hækkar yfirleitt vegna kaup- hækkana, er orðið hafa í flest- um kauptúnum og kaupstöðum í vetur, en kaupið í vegavinn- unni er miðað við taxta verka- lýðsfélaganna þar á hverju kaupsvæði. Sumstaðar eru þess- ar hækkanir mjög verulegar. Vinna féll alls staðar niður á hádegi og litlu síðar safnaðist fólk saman í miðbænum úr öll- um áttum. Skip þau, sem i höfn- inni lágu, byrjuðu að þeyta flautur sínar oé gerðu það i fulla klukkustund. Mannfjöldinn streymdi , í fyrstu niður að höfninni. Af skipunum var skotið flugeldum og mislitum loftbelgjum hleypt á loft Skömmu fyrir kl. 2, er líða tók að því, að forseti íslands og for- sætisráðherra héldu ávörp sín af svölum Alþingis, sneru flestir frá höfninni og héldu upp að Austurvelli, en þar byrjaði Lúðrasveit Reykjavíkur að leika stundarfjórðung fyrir tvö. Ræffa forseta. Ræðu' forseta og forsætisráð- herra var tekið með lófaklappi. Ræða forseta hljóðaði á þessa leið: „Friður. Friður. Friður í Ev- rópu. Þetta er það, sem gagntekur hug okkar allra nú, á þessari stundu. Og hug miljóna manna um allan heim. Kitkjuklukk- urnar hljóma í dag um löndin, sem merki þess fagnaðarorðs, er tengir menn saman á þessari ógleymanlegu hátíðarstundu. Danmörk frjáls. Holland frjálst. Þessar fréttir bárust sem eldur í sinu fyrir rúmum þrem dögum. Endurheimt frelsis Dana, sem við höfðum lifað svo lengi í sambýli við, hreif okkur næstum því eins og runnið hefði upp okkar eigin frelsisstund. Menn tókust í hendur hljóðir eða ineð fagn- aðarbros á vörum. • En brátt leitaði hugurinn ó- sjálfrátt til hinnar frændþjóð- arinnar, Norðmanna. Við lögð- um með óþolinmæði fyrri sjálf okkur spurninguna: „Hvenær?“ Biðin varð ekki löng, sem betur fór. Aftur er það eins og við lif- j um okkar eigin frelsisstund. I Og fögnuður okkar verður enn meiri við hugsunina um að þessar frændþjóðir okkar hafa vaxið við raunirnar og þraut- irnar, sem þær hafa orðið að þola. I Á sama hátt samfögnum við öllum hinum vinaþjóðunum, sem hafa barizt hetjubaráttu og þolað hverskonar raunir með þreki og íestu. Við minnumst þess jafnframt með þakkarhug, með hvílíkum drengskap og prýði herverndarþjóðir íslands hafa unnið það vandasama starf. Þótt vinaþjóðir okkar eigi ennþá í baráttu á fjarlægum Kyrrahafsvígslóðum, er það trú okkar og von, að þeirri baráttu sloti mjög bráðlega. Við drúpum höfði f lotningu fyrir þeim, sem hafa fórnað lífi sínu svo sigurinn mætti vinn- ast. Þar koma og synir og dæt- ur okkar fámennu þjóðar við sögu. Er við nú vottum frændþjóð- um og vinaþjóðum okkar, öllum sameinuðu þjóðunum, innileg- ustu samfagnaðaróskir okkar, þá koma þær frá dýpstu hjarta- rótum okkar allra. Þær fela um leið í sér þakkarhug fyrir það, sem þær hafa strítt og IfjV.ðst í baráttunni fyrir þær hugsjón- ir,* sem við íslendingar telj- um okkur eiga sameiginlega með þeim. En samnefnari þeirra hug- sjóna er það, sem mest er í heimi: KÆRLEIKURINN. Því fögnum við öll sigrinum og friðinum“. Sendiherrarnir Iiyllllr. Þegar forsætisráðherra hafði lokið ræðu sinni gengu sendi- herrar Bretlands, Bandaríkj- anna, Rússlands, Frakklands, Danmerkur og Noregs fram á svalirnar. Hrópaði mannfjöld- inn ferfalt húrra fyrir sendi- herrunum og þjóðum þeirra. Því næst var haldið í kirkju og stóðu skátar vörð með fána sína í kór. Biskupinn yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson, flutti pré- dikun, en viðstaddir voru forseti íslands, ráðherrar, sendiherrar og margir embættismenn. Kirkjan var þéttskipuð og hlýddu margir messu úti á Aust- urvelli, þvi gjallarhornum hafði verið komið fyrir utan á Alþing- ishúsinu. Að guðsþjónustunni lokinni lék lúðrasveit nokkur lög á Aust- urvelli, en að því loknu fór mannfjöldinn að dreifast lítið eitt. Flestir fóru upp á Arnar- hólstún, en annars var þröng mikil á öllum götum og víða fóru hópar syngjandi hermanna um. Var það þó allt friðsamt til að byrja með, en breyttist, er líða tók að kveldi, svo sem sagt mun frá síðar. Skrúðganga til nor- rænn sendiherranna. Norræna félagið hafði boðað til göngu til bústaða sendiherra Dana og Norðmanna til að votta þeim samfagnað ísléndinga yfir hinu endurheimta frelsi. Lagði skrúðgangan af stað frá Arnar- hól kl. rúmlega 4. í fararbroddi var Lúðrasveit Reykjavíkur, en síðan kom stjórn Norræna fé- lagsins og þá skátar Báru hinir fremstu þeirra marga fána. — Skrúðgangan var sú fjölmenn- asta, er hér hefir sézt, þegar undan er skilin lýðveldisskrúð- gangan í fyrra. Við bústaði sendiherranna flutti Stefán Jóhann Stefáns- son, formaður Norræna félags- ins, ávörp, en sendiherrarnir svöruðu. Öll fóru þessi hátiðahöld vel fram, Um kvöldið varð svo fagn- aðurinn helzt til ærslafenginn, eins og rakið er á öðrum stað. Dagskrá útvarpsins var ein- göngu helguð stríðslokunum þennan dag. Víða úti um land var stríðslokanna minnst með hátíðahöldum, t. d. á Akureyri og ísafirði. í gær, uppstigning- ardag, var stríðslokanna minnst við guðsþjónustur í flestum kirkjum landsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.