Tíminn - 11.05.1945, Page 2

Tíminn - 11.05.1945, Page 2
2 TÍMIM, föstiidaginn 11. mai 1945 35. blað Föstudagur 11. muí Friðurinn Seinustu dagana hafa þjóSir Evrópu fagnað friðnum eftir nær sex ára langa styrjöld. Sá fögnuður hefir verið heitur og innilegur. Tilefnið til fagnaðar- ins er svo víðtækt að jafnvel þeir, sem hafa beðið lægra hlut, geta tekið þátt í honum á vissan hátt. Hinum miklu blóðfórn- um og hinni stórkostlegu eyði- leggingu á hvers konar verð- mætum er lokið, en starf endur- reisnarinnar verður hafið í víð- tækustu merkingu þess orðs. Þótt þjóðirnar hafi þannig miklar og margvíslegar ástæður til að fagna friðnum, dylst það engum, að sár styrjaldarinnar verða ekki grædd á stuttum tíma. Það tekur sinn tíma að endurreisa hinar föllnu borgir og atvinnuvegi og þó mun það taka en lengri tíma að endur- heimta hin andlegu verðmæti, er farið hafa forgörðum. Þessi styrjöld hefir, eins og allar styrj- aldir aðrar, skapað hatur, hefni- girni og ofbeldishneigð, er mun torvelda jafnt innri sambúð þjóðanna og alþjóðasamvinnu. ' Verkefnin, sem bíða sigurveg- aranna, eru vissulega umfangs- mikil og vandasöm. Það hefir verið sagt, að margir hafi unnið stríð, en enginn- hafi „unnið friðinn". Stórveldisdraumaf* og yfirdrottnunarandi hafa oftast orðið friðnum að fótakefli. Það styrkir trúna á hinn nýja frið, að tvö af stórveldunum, Bret- land og Bandaríkin, hafa ekki sýnt minnstu merki þess, að þau berjist til landvinninga. Því miður verður þetta sama ekki sagt um Rússland, eins og „inn- limun“ baltisku landanna og nokkurs hluta Póllands, Finn- lands og Rúmeníu bera merki um. Á þessu stigi verður vitan- lega engu um það spáð, hvernig friðarstarf sigurvegaranna mun takast, en það mun tvímælalaust stutt heitum óskum alls fjöld- ans um réttlátan og varanlegan frið. Allar Evrópuþjóðirnar munu nú ganga með miklu kappi að endurreisnarstarfinu. Það mun verða sótt jafnt fram í verkleg- um og félagslegum efnum. Verk- efnin munu verða leyst eftir á- ætlunum og reynt að forðast kák og hringlandahátt. Fyrir íslend- inga gildir það frekar nú en nokkuru sinni fyrr að dragast ekki aftur úr. Að því stefnir þó óðflúga, ef ekkert er gert til að draga úr dýrtíðinni, sem er margfallt meiri hér en annars staðar í Evrópu, og þjóðin lætur sér nægja loforð um „nýsköp- un“, sem enn eru þó ekki ann- að og meira en nýju fötin keis- arans. íslendingar þurfa að sýna getu sína til að vera frjálsir og sjálfstæðir með því að vera í fremstu röð á sviði verklegra og félagslegra umbóta. Til þess hafa þeir nú óvenjulegt tækifæri, ef tekin væri upp raunhæf og markviss stjórnarstefna. Mísheppnuð vörn landhúnaðarráðh. Pétur Magnússon hefir haft það orð á sér, að hann væri all- góður málafæfslumaður. Það þarf því eigi að efast um, að hann hefir tjaldað því, sem til hefir verið, þegar hann fór að verja svikin á samkomulagi sex- mannanefndarinnar um mjólk- urverðið. Hin misheppnaða vörn hans verður því hin fyllsta sönnun um sektina. í skýrslu þeirri, sem Pétur hefir birt um málið, byggir hann vörn sína á því, að varasjóðstil- lagið og byggingarsjóðstillagið eigi að takast af verðinu til bænda, þ. e., að hér sé um út- gjöld að ræða, er heyri undir framleiðslukostnað, en ekki dreifingarkostnað. Um þessa skoðun Péturs mætti kannske deila, ef eigi lægi fyrir, hvernig sexmanna- nefndin hagaði störfum sínum. Hún samdi kostnaðaráætlun fyrir meðalbú, þar sem taldir voru upp allir hugsanlegir Á víðavangi ERLENT YFIRLIT Póllandsdeilan magnast verði nokkuð síðbúin og árang- urinn sjáist seint. Flakk Gunnars. Gunnar Benediktsson fyrv. prestur, heldur áfram flakki sínu um landið til þess að boða bændum, að annað hvort verði þeir að skipa sér í einhvérn stjórnarflokkinn ellegar eigi þeir von á öllu illu. Verður yfir- leitt ekki á milli þess greint, hvort þetta á frekar að vera trú- boð fyrir kommúnista eða Kveldúlfsklíkuna, enda telja kommúnistar sig nú hafa beizl- að hana að fullu og benda á skrif Mbl. um landbúnaðarmál- in og stríðsyfirlýsingarmálið því ítil sönnunar. Bændum stendur það líka á sama fyrir hvorn þessara aðila Gunnar prédikar, því að þeir leggja þá nokkurn veginn að jöfnu. Gunnar hefir líka fengið minni aðsókn að fundum sínum en hægt er að finna dæmi fyrir, jafnvel þótt vitnað sé til prédikara, er ferð- uðust um til að kenna mormóna- trú. Hefir áður verið sagt frá aðsókninni í Árnessýslu, en nú hefir einnig frézt um aðsóknina í Rangárvallasýslu. Komu fjórir menn á fundinn til Gunnars í Þykkvabæ, en enginn á fundinn, sem hann hélt á Hvoli. Svipaðar hafa viðtökur verið annars stað- ar. Mætti ríkisstjórninni verða lærdómrík þessi fýluför, er sendimaður hennar hefir farið á fund bænda. ► Ólíkir Jónar. Á þ.ingi í vetur gekk enginn maður eins langt fram fyrir skjöldu til að verja veltuskattinn ög Jón Pálmason. Taldi hann að þetta væri eingöngu skattur á stórgróða og væri sá réttlát- asti skattur, er hugsast gæti. Hins vegar var komið annað hljóð í strokkinn hjá Jóni, er hann mætti nýlega á kaupfé- lagsfundi á Blönduósi. Þar var skatturinn svo almennt for- dæmdur, .að Jón taldi sér ekki annað fært en að greiða atkvæði með tillögu, þar sem krafizt var, að þessi rangláti skattur yrði ekki lagður á aftur! Þetta er ekki nema eitt dæmi af mörgum um það, hve ólíkir þeir eru Jón Pálmason, sem tal- (Framliald á 3. síðu). Síðastl. laugardag, þegar búizt var við yfirlýsingu um stríðs- lok í Evrópu á hverri stundu, barst fregn frá San Fransisco, er varpaði allmiklum skugga á vonir manna um farsælan frið. Þessi fregn fjallaði um þær yf- irlýsingar Edens og Stettiniusar, að hætt væri viðræðum við Rússa um Póllandsmálin, þar sem engar líkur væru fyrir sam- komulagi, eins og málum væri komið. Eden og Stettinius birtu þess- ar yfirlýsingar eftir að Molotoff hafði skýrt þeim frá því, að Rússar hefðu látið fangelsa sendinefndina, er pólska stjórn- in í London og flokkarnir, sem að henni standa, höfðu sent til Moskvu til að taka þátt í við- ræðum um myndun nýrrar pólskrar stjórnar, samkvæmt ákvörðun Krímarfundarins. Á Krímarfundi þeirra Chur- chills, Roosevelts og Stalins, sem ’naldinn var í byrjun febr. í vetur, náðist samkomulag um Póllandsmálin á þeim grund- velli, að mynduð yrði ný pólsk stjórn, þar sem fulltrúar allra flokka í landinu ættu sæti og einnig fulltrúar frá Pólverjum, er barizt hafa utan Póllands á stríðsárunum. Sérstök nefnd, er skipuð var Molotoff og sendi- herrum Bretlands og Banda- ríkjanna í Moskvu, skyldi sjá um myndun þessarar stjórnar. Litlar sögur hafa farið af störfum þessarar nefndar. Rúss- ar virðast líka aldrei hafa gert ráð fyrir neinum árangri af störfum hennar, því að strax í marzmánuði fóru þeir fram á, að leppstjórn þeirra 1 Póllandi, sem er nær eingöngu skipuð kommúnistum, fengi að senda fulltrúa á ráðstefnuna í San Fransisco, enda þótt það sam- rímist ekki Krímarsamkomulag- inu.. Þessu var strax hafnað af stjórnum Bandaríkjanna og Bretlands. Endurnýjuðum til- mælum Rússa um þetta hefir líka jafnan verið hafnað. Bretar og Bandaríkjamenn munu í fyrstu ekki hafa grunað Rússa neitt um græsku í þess- um efnum. Að áeggjan þeirra fór því sérstök sendinefnd til Moskvu, er skipuð var fulltrú- um frá pólsku stjórninni i Lond- on og ýmsum flokkum, er hafa stutt hana. Nefnd þessi skyldi taka þátt 1 viðræðunum um myndun nýju stjórnarinnar. í nefndinni voru 15 menn og voru á meðal þeirra varaforsætisráð- herra pólsku stjórnarinnar í London og éinn æðsti hershöfð- ingi Pólverja. Nefnd þessi mun hafa komið til Rússlands í marzmánuði. Henni mun strax hafa verið fá- lega tekið af Rússum og lítið við hana rætt. Sú tilkynning pólsku stjórnarinnar í London, er var birt í byrjun apríl, að nefndin væri horfin, þótti ótrúleg og ýms ensk blöð, sem eru hliðholl Rúss- um, töldu þetta ósanna áróðurs- fregn. Eftirgrennslanir, sem Bretar og Bandaríkjamenn héldu uppi um nefndina, báru hins vegar engan árangur og þótti því sýnt, að pólska stjórnin í London færi með rétt mál. Komust því ýmsar kviksögur á loft og breiddu kommúnistar m. a. út þá fregn, að nefndarmenn- irnir myndu hafa gengið í lið með leppstjórninni í Póllandi og því slitið öllu sambandi við pólsku stjórnina í London. Það sánna í málinu vitnaðist ekki fyrr en um seinustu helgi, er Molotoff skýrði þeim Eden og Stettiniusi frá því, að Rússar hefðu látið fangelsa alla nefnd- armennina vegna undirróðurs gegn rauða hernum! Eden og Stettiníus gáfu þá yfirlýsingar þær, sem áður hefir verið greint frá. Frásögn Rússa um undirróður nefndarmannanna hafa yfirleitt ekki verið teknar alvarlega, nema af æstustu kommúnistum. Hins vegar hafa ýmsir Pólverj- ar látið í ljós þann ugg, að þvinga eigi nefndarmennina til sagna um þau samtök Pólverja, er ekki lúta leppstjórninni, svo að auðveldara verði að uppræta þau. Leppstjórnin hefir unnið mjög kappsamlega að því síðan þjóðverjar voru hraktir úr land- inu, að fangelsa alla þá forustu- menn Pólverja, sem ekki þykja líklegir til að fylgja henni, og er tala pólitískra fanga í Pól- landi nú sögð enn hærri en í tíð Þjóðverja og vantaði samt ekki, að þá væri ekki gengið knálega fram í þessum efnum. Þykir ekki óliklegt, að Rússar (Framhald á 3. síðu). mWm NÁ6RANNANNA Rógur Mbl. um Mjólkursamsöluna. Morgunblaðið er samt við sig, þegar samtök bænda sunnan- lands eiga hlut að máli. Nýlega reynir það t. d. að nota Mjólk- ursamsölunni það til ófræging- ar, að bændur sunnanlánds fá ekki sexmannanefndarverðið fyrir mjólkina eins og eyfirzkir bændur. Hins getur það ekki, að hér syðra eru aðeins greiddir 14 aurar úr ríkissjóði í uppbætur á hvern mjólkurlíter, en-25 aur- ar norðanlands. Til þess að fá fullt sexmannanefndarverðið þyrftu bændur hér syðra ekki að fá nema 19 aura í uppbætur á mjólkurlíter eða 6 aurum minna en Norðlendingar. Bend- ir það vissulega ekki til lélegs reksturs hjá Mjólkursamsölunni. Það er líka kunnugt, að dreif- ingarkostnaður hennar á síðasta ári var lægri en annars staðar hérlendis munu dæmi til eða um 7% af umsetningunni. Mbl. getur því ekki kennt Mjólkursamsölunni um það, að bændur á verðlagssvæði hennar fá ekki sexmannanefndarverðið. Það stafar eingöngu af því, að landbúnaðarráðherra hefir svik- ist um að greiða þær uppbætur úr ríkissjóði, sem honum bar að greiða samkvæmt sexmanna- nefndarverðinu. Ný tilraun til að féfletta bændur. Fjandskapur Mbl. til bænda, sést glögglega á skrifum þess um brauðasölu Mjólkursamsölunn- ar. Undanfarin ár hefir allur gróðinn af brauðasölunni runniö til byggingar Mjólkurstöðvar- innar og er ætlast til að það verði gert framvegis. Mbl. gerir nú nær daglega kröfu til þess, að útsvör verði lögð á þessa verzlunarstarfsemi Mjólkursam- sölunnar, en það hefir ékki verið gert hingað til, enda hefir alltaf verið ætlast til, að Samsalan nyti skattfrelsis. §ést vej á þessu, að Morgunblaðið vill nú hafa allar klær úti og ekkert láta ógert til þess að reyna að fé- fletta bændur. „KoIIsteypan" getur endað með slæmri byltu. Meðal óbreyttra Sjálfstæðis- manna eykst stöðugt uggur út af samvinnunni við kommún- ista og gæti lítillar .varúðar í; foringjar flokksins gangi orðið helzt til mikið erinda kommún- ista og gangi lítillar varúðar í samskiptum við þá. Er jafnvel svo komið, að blað Sjálfstæðis- manna á Akureyri, íslendingur, getur ekki orða bundist um þetta og gefur flokksforingjum svo- hljóðandi aðvörun í forustu- grein 4. þ. m.: „Kommúnistar hafa jafnan þótt heldur ótryggir í stjórn- málum, enda er þeirra trúar- játning með þeim hætti, að all- ar aðferðir eru leyfðar og allra bragða má neyta, ef það miðar að því marki, að koma á því sæluástandi, sem áður var nefnt „alræði öreiganna“, þótt nú sé þessum orðum lítt haldið á lofti. En jafnvel þótt gert, sé ráð kostnaðarliðir við framleiðsl- una, og bóndanum síðan reikn- að kaup eftir sérstökum reglum. Þegar nefndin var þannig búin að gera sér grein fyrir öllum framleiðslukostnaði búsins, á- kvað hún verð það, sem bændur þyrftu að fá fyrir afurðirnar. Fyrir mjólkina áttu,þeir að fá 123 aura fyrir lítrann og skyldi sá eini kostnaður dragast frá þessu verði, sem hlytist af flutn- ingi mjólkurinnar til næsta mjólkurbús eða mjólkurstöðvar. Hefði nefndin talið umrædd gjöld, varasjóðstillagið og bygg- ingarsjóðstillagið, til fram- leiðslukostnaðar, myndi hún vitanlega hafa talið þau með í kostnaðaráætlun búsins. Þetta gerði nefndin ekki. Þess vegna eifea bessi gjöld eins og önnur óhjákvæmileg útgjöld við sölu mjólkurinnar, að leggjast ofan á 123 aura verðið, en ekki takast af því. Allt annað er svik á sam- komulagi sexmannanefndarinn- ar. Blekkingar Péturs Magnús- fyrir því, að kommúnjptar gangi að þessu sinni heilir til leiks af þjóðhollustu, sem raunar hefir aldrei verið þeirra sterkasta hlið, og umhyggju fyrir tímanlegri og eilífri velferð þjóðarinnar, þá er það alger misskilningur að halda að sá meginmunur, sem er á stjórnmálastefnu sjálfstæð- ismanna annars vegar og kom- múnista hins vegar, hafi minnk- að svo nokkru nemi. Hér eftir, eins og hingað • til, mun verða deilt um sömu grúndvallar- atriðin, og með sömu eða svip- uðum aðferðum. Kommúnistar hafa sýnt það þegar á því stutta tímabili, sem liðið er síðan stjórnarsamstarfið hófst, að þeir hafa engu týnt niður af sínum fyrri háttum. Það er því vissast fyrir þau öfl þjóðfélagsins, sem ekki vilja verða kommúnismanum að bráð að fullu og öllu, að vera á varð- bergi. Það er tryggast að stökkva ekki fram af klettinum og reikna með því, að þyngdarlögmálið sé frosið, því að svo mætti fara, að úr því yrði slæm bylta.“ Þótt óbreyttir liðsmenn Sjálf- stæðisflokksins séu þannig farn- ir að eygja, að „kollsteypan“ geti endað með slæmri byltu, virðist það gegna öðru máli með foringjana. Þeir halda áfram að hjálpa kommúnistum í verka- lýðsfélögum og KRON og láta Mbl. koma þeim til hjálpar í stríðsyfirlýsingarmálinu, þegar þeir eru farnir halloka! Enn virðast líka Ólafur og Pétur una því hið bezta, að framfylgja stefnu kommúnista í dýrtíðar- málunum. Má því mikið vera, ef þeim Sjálfstæðismönnum, er sjá hvert stefnir, finnst ekki vera kominn tími til að segja skilið við Kveldúlfsklíkuna og taka upp þjóðhollari vinnubrögð í skiptum við hina erlendu of- beldisstefnu. Það eitt nægir ekki, fyrir þá að koma með að- varanir,sem að engu eru hafðar. „Hraðinn í athöfnum“ hjá ríkisstjórninni. Eins og menn muna, er það eitt af helztu fyrirheitum stjórnarsamningsins, að gengið skuli frá nýrri stjórnarskrá á Alþingi 1946. Samkvæmt því skyldi sett ný nefnd til að undir- búa málið og lá tillaga um það fyrir þinginu, þegar stjórnin kom til valda. Þar sem hér var i um mál að ræða, er þurfti mik- inn undirbúning, og stjórnin lof- aði að taka rösklega til verka, hefði mátt vænta að tekið yrði strax til óspilltra mála um und- irbúninginn. En hér fór á aðra leið. Það tók á fimmta mánuð fyrir Alþingi að ákveða nefnd- arskipunina og síðan tók það tvo mánuði fyrir stjórnina að skipa nefndina. Og nú, þegar sjö mánuðir eru liðnir frá valda- töku stjórnarinnar, hefir þesfei nefnd enn ekki tekið til starfa! Menn geta vissulega haft þetta sem nokkurt mark um fram- takssemi stjórnarinnar og „hraða í athöfnum“. Þegar það tekur þvílíkan tíma að unga út einni nefnd, þyrfti engan að undra, þótt önnur stærri „ný- sköpunarverk" stjórnarinnar sonar hagga því ekki, að neinu leyti þeirri staðreynd, að sam- komulag sexmanna-nefndar- innar hefir verið svikið. Það hefir verið ranglega lagður á bændur skattur, sem nemur 4— 5 aurum á hvern mjólkurlítra eða samtals 740 þús. kr. Þessum rangindum eru bændur beittir til þess að ríkið geti staðið und- ir nýjum launalögum og kaup- hækkunum, sem núv. stjórn hefir beitt sér fyrir. Það er níðst á bændum til að geta hækkað kaup hjá öðrum, þótt bændur sé*i eina stéttin, er gert hefir veruíegar tilslakanir. Þessa framkomu mega bænd- ur ekki og munu ekki láta bjóða sér. Stjórnarflokkarnir skulu ekki halda, að eftirgjafir bænda hafi stafað af undirlægjuhætti og óhætt sé því að misbjóða þeim. Svar bændanna verður að efla samtök sín, stéttarleg og pólitísk, og hrinda þannig þeim áformum, að hægt sé að bjóða þeim önnur og lakari kjör en öðrum stéttum þjóðfélagsins. Sænski sendikennarinn, Peter Halberg lektor, flutti erindi á fundi Norræna félagsins 17. nóv. s.l. um hlutleysi Sv- þjóðar. Þetta rindi hefir nú verið birt í Lesbók Morgunblaðsins. Þar rekur hann m. a. árás Rússa á Finnland haustið 1939 og afstöðu Svía til hennar. Hann segir: „í stríðsbyrjun áttu allar Norð- urlandaþjóðirnar aðeins eina ósk: að fá að vera í friði. Við vitum, hvernig fór. Eftir að Sovét-Rúss- land og Þýzkaland höfðu gert með sér sáttmálann, létu afleiðingarnar ekki lengi á sér standa. Póllandi var skipt í bróðerni. Rússland gleypti Eystrasalteslöndin. Því næst var röðin komin að norrænu landi: Pinnlandi. Stalin æskti viðræðna við Finna um að „styrkja vináttuböndin á milli Sovétsambandsins og Finn- lands.“ Finnska sendinefndin fékk nánari vitneskju um það í Moskvu, hvernig vináttan skyldi staðfest. Finnarnir voru við því búnir að láta að nokkru undan kröfum Rússa. En Hangö — flotastöðina í suðausturhluta Finnlands — vildu þeir ekki gefa eftir. Stalin skír- skotaði og hafði í hótunum: „Hug- leiðið hvað henti Pólland!" Þegar um Hangö var að ræða, var Finn- land ósveigjanlegt. Hinn 9. nóv- ember afhenti finnska Moskvu- sendinefndin Stalin lokasvar Finnla'nds: „Finnland getur ekki heimilað öðrum ríkjum hernaðar- stöðvar innan landamæra sinna." Nú var skeið viðræðnanna á enda og áróðursvélin í Moskvu var sett af stað. Enginn efast nú lengur um, hvað vakti fyrir Rússum með kröfunum á hendur Finnum. En það varð acT dulbúa tilganginn. Þeim sökum, sem fóstbróðirinn Hitlers-Þýzkaland útti með réttu, varð í staðinn að beina gegn Finn- landi. Þar af leiðandi sagði rúss- neska útvarpið mannkyninu ævin- týrið um litlu, blóðþyrstu Rauð- hettuna, sem legst á meinlausa úlfinn- til þess að gleypa hann: Afturhaldsmenn Finnlands æsa upp múginn í því að láta sig dreyma um landaukningu til Úralfjalla“. Þetta er ævintýri fyr- ir stór börn. Lítil börn trúa ekki svona ævintýrum. Þau hafa ekki glatað þéim mikilsverða hæfileika, að sjá í gegnum fötin keisarans, jafnvel þótt þau væru alveg ný af nálinni. —■ Menn furða sig varla á, þó að rússnesku blöðin kölluðu forsætisráðherra Finn- lands loddara í dálkum síniun. Það er í fullu samræmi við það hátta- lag, sem ríkt hefir í umgengni einvaldsherranna við granna sína. — Þýzkaland studdi fóstbróður sinn dyggilega með því að gefa hinu litla Finnlandi góð ráð: smá- ríki ættu yfirleitt ekki að vera kjaftfor í viðskiptum sínum við sterkari „kollega." Finnar leituðu nú, eins og Abessina forðum, fulltingis Þjóða- bandalagsins, en árangurinn varð jafn lélegur og fyrri daginn. Eitt hafðist þó upp úr þessari mála- leitan: bandalagsráðið úrskurðaði að lokum, „að Sovétsambandið hefði með framferði sínu fyrir- gert rétti sínum til, þátttöku í Þjóðabandalaginu." Sennilga hef- ir Stalin tekið þessu reiðarslagi eins og karlmenni sæmdi. Hvarvetna um heim voru skoð- anir manna á árás Rússlands á Finnland -óvenjulega einróma. Ég tek eina ameríska.rödd sem dæmi: „Hér er lítið lýðveldi í Norður- evrópu. Lýðveldi, sem án minnsta vafa æskir einskis annars en að halda landi sínu og pólitisku sjálfs forræði. Enginn, sem vill láta telja sig með fullu viti, lætur sér detta í hug, að Finnland hafi verið með nokkurt launbrugg gegn So- vétsambandinu. — Rússland hef- ir gert hernaðarbandalag við ann- að einvaldsríki og ráðizt á granna sinn, svo ógnarlega lítinn, að hann hefði ekki getað skaðað hann á neinn hátt, litla þjóð, sem ein- ungis leitast við að lifa í friði við lýðræðisstjórnarfar." Þannig fórust Roosevelt forseta orð í febrúar árið 1940.“ Hallberg víkur síðan að afstöðu Svía. Þeir reyndu að hjálpa Finnum eftir megni, án þess að lenda þó í styrj- öldinni. Hann segir: „Ef til vill hefir ógnunin frá Rússlandi og Þýzkalandi ráðið mestu um þessa framkomu ókkar. Áróður beggja fóstbræðranna var alltaf mjög samhljóða og samband þeirra hið innilegasta. Það er nú orðið hálfgleymt, skeytið, er Stalin sendi Ribbentrop sem svar við hinum hlýju árnaðaróskum á 60 ára afmæli sínu í ^desember 1940 : „Vinátta þjóða Þýzkalands og So- vétsambandsins, innsigluð með blóði, skal lengi haldast." Víst er um það, að sjaldan hefir nokkur vinátta verið innsigluð með meira blóði en þessi. Og í desember var það framar öllu pólskt og -finnskt blóð, er mátt hafði innsigla þýzk- rússneska sáttmálann. Þjóðverjar notuðu örlög Póllands líka sérstak- lega sem grýlu til þess að sýna Svíum fram á, hvernig fer fyrir þeim, sem gerast verkfæri fransk- brezku stórveldastefnunnar. “ Kommúnistar hér hafa af miklu kappi reynt að breiða yfir staðreyndirnar í þessu máli og tekið eindregið undir þann áróður, að Finnar 'hafi haft í huga launráð við Rússa! Framan- greind ummæli Roosevelts eru full- nægjandi svar við slíkum öfgum. Fram- koma Rússa við Finna haustið 1939 mun alltaf verða talin til mestu níð- ingsverka sögunnar, sem enginn áróður um „Finnagaldur" fær þveglð af þeim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.