Tíminn - 11.05.1945, Page 3

Tíminn - 11.05.1945, Page 3
35. Mað TÍMIM, föstMdaginn 11. maí 1945 3 Vilhelm M.oberg: Eiginkona FRAMHALD Einhendi maðurinn var ekki sá rétti. Sá rétti kom aldrei til Frans Gottfreðs. Ef til vill.var hann dauður, ef til vill var hann í fangelsi. Ef til vill var hann fyrir löngu hættur að hyggja á hefndir. En samt sem áður var hefnd hans mikil og greypileg. Með hjálp og tilstyrk hinnar óheillavænlegu tilhneigingar mannsins til þess að kveikja ótta í brjósti sér, til þess að hella þjáningar óttast yfir sig. / * Það liggur lík á börunum í þorpinu. Frans gamli Gottfreð er fallinn frá, dó úr blóðteppu eða hvað það nú var. Hann er svo steindauður sem nokkur maður getur verið, þó að það væri að- cins vond samvizka, sem varð honum að bana. Og einhendi mað- urinn helc^ur áfram til annarra byggða með guðsorðabækurnar á bakinu og veit ekki, að hann hefir orðið manni að bana í Hegra- lækjarþorpi. Hann kom með tóma jakkaermi að vopni og greiddi honum banahögg. Hann er þannig manndrápari, sem þykist ferð- ast um til þess að frelsa fólk. >að er efnt til erfisdrykkju á bæ Frans Gottfreðs, og hinir bændurnir í Hegralækjarþorpi bera hinn látna út í kirkjugarð- inn. Já, það verður að bera kistuna alla leið til kirkjunnar, svo vondir eru vegirnir. Kirkjuvegurinn er svo grýttur og holóttur að lík myndi vera orðið að einnu kássu, ef notaður væri vagn og kistan látin veltast á hjólum. Og það eru hér um bil tvær mílur til Algotabúðarkirkju. Það er erfitt dagsverk fyrir bænd- urna í Hegralækjarþorpi að bera hinn látna til grafar. Það fer hér um bil allur dagurinn í þetta — á vetrum er varla hægt að ná heim aftur fyrr en í myrkri. En enginn þorpsbúa skorast undan því að leggja hönd að verki. Allir þurfa þeir einhvern tíma á annarra hjálp að halda til þess að bera sig í kirkjugarðinn. Þá hjálpast þeir að, allir tólf, sem eftir lifa. Tólf bændur í Hegralækjarþorpi hafa alltaf borið þann þrettánda brott. Snemma um morguninn söfnuðust bændurnir tólf saman á heimili hins látna og svo bera þeir líkkistuna niður bratta og illfæra brekkuna. Bændurnir skipta sér í tvo hópa. og bera kist- una til skiptis. Sex bera hana góða bæjarleið, meðan hinir sex ganga lausir og hvíla sig undir næsta spöl. Bændurnir hafa fengið sex potta af brennivíni með sér úr húsi sorgarinnar. Það er ekki mikið. Hálfpottur handa hverjum manni er ekki mikið, þegar leiðin til kirkjunnar hér um bil tvær mílur, og yfir tíu hæðir að fara í þokkabót. Elztu bændurnir ganga aftastir, þeir halda undir höfðalagið. Þeir yngri ganga á undan. Hákon og Páll eru yngstu bændurnir í þorpinu, þeir halda undir fótagaflinn, sinn hvorum megin. Hákon og Páll ganga þarna hlið við hlið og halda kistunni uppi með sama reipinu. Tveir menn, sem eru menn sömu konu. Árangurslaust reynir Hákon að gleyma því. Hann getur ekki lokað augunum fyrir þeirri sýn, sem hann sér. Margrét kemur á móti honum og huggar hann með því, að hann einn hljóti blíðu hennar, að hann einn veki þrá hennar. Hjartað var aldrei með, þegar hún gaf sig eiginmanni sínum á vald. Hún varð að gera það nauðug vilj'ug. Henni lá jafnvel við að telja það eitt af hús- móðurstörfunum — það var eins konar ábót á það að matbúa handa Páli og bera á borð fyrir hann. Á sama hátt varð hún að fullnægja honum í rúminu. ' Hákon var kominn í uppnám vegna Margrétar, og það þótt hún væri svona róleg og glöð. En • þessi bölvaða sýn ....! Hún kom á nóttunni, áður en hann sofnaði. Nú var kominn hátta- tími á heimili Páls .... Nú .... nú .... nú ef til vill. Hann lok- aði augunum og sá það allt — frá upphafi til enda. Hvað yrði um þau? Hann var heitur af löngun til þess að geta hlaupizt með hana út í skógana miklu. En hún gat ekki slitið sig úr þorpinu. Á hann þá um annað að velja en reyna að afbera þetta? Og þeir tólf bera þann þrettánda brott. Öðru hverju láta þeir kistuna niður til þess að hressa sig á brennivínssopa. Það er mjög heitt í veðri, það er júníhiti, og Frans Gottfreð hefir staðið uppi í heila viku, svo að ekki veitir af einhverju við nályktinni. Það veitti ekki af einum tveimur pottum í viðbót, bæði vegna lykt- arinnar og hæðanna, sem þeir verða að fara yfir. Og Hákon gengur jafnhliða Páli og hugsar: Þeim framliðna var eiginlega ofaukið í þorpinu. Það var alltaf einum bónda of margt í Hegralækjarþorpi. Nú kemur auðvitað nýr bóndi á jörð Frans Gottfreðs, og þá fyllist talan aftur. En einn góðan veður- dag safnast tólf bændur á ný kringum kistu hins þettánda, bregða undir hana reipum og bera hana niður Hegralækjár- brekkuna. Alltaf verður þar einum of margt. Og alltaf halda menn áfram að bera lík hans niður brekkuna. Hér erum við Páll, tveir þorpsbændur. Við ættum ekki að vera hér báðir. Ég svík hann svivirðilega og í staðinn veldur hann mér óþolandi sálarkvölum, þótt hann viti það ekki. Öðrum hvor- um okkar er ofaukið. Við ættum ekki að vera báðir hér í þorpinu. Annar hvor okkar ætti að fara. Páll stendur hér föstum fótum. Hann fer ekki héðan fyrr en hann verður borinn brott í kistunni, eins og við berum Frans Gottfreð núna. Hann verður bundinn jörð sinni á meðan hann lifir, og við hana mun hann líka binda konu sína. Ég get farið burt, hvenær, sem ég vil, ég þarf ekki að bíða þangað til ég verð borinn burt. En ég vil ekki fara fyrr en ég get haft konu Páls á brott með miér. Þess vegna erum við ennþá báðir í þorpinu, en öðrum hvorum okkar er ofaukið. Þánnig bera tólf bændur þann þrettánda brott, og undir kvöldið koma líkmennirnir aftur og bera nú aðeins reipin. Þegar þeir hafa fengið mat og breninvín í húsi ekkjunnar,.er tími til þess kominn, að hver haldi heim til sín. Svo ætlar Hákon að kveðja Pál á hlaðinu. En Páll er ekkert á því að kveðja granna sinn strax. Hafi þeir gengið samsíða með kistuna í dag, þá eiga þeir líka ekki að skilja, fyrr en dagurinn er liðinn — það er ekki siður í Dynj- anda um líkmenn, er ganga samsíða. Vill hann ekki koma inn og fá brennivín? Hákon afþakkaði boðið. Honum var það alltaf mjög ógeðfellt að koma undir þak Páls. En hinn lét hann ekki sleppa. Þóttist hann of góður til þess að koma inn? Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður. Krisjáns Ólafssonar, Seljalandi. Sérstaklega þökkum við öllum þeim, er styttu honum stundir og glöddu hann í spítalalegu hans, s. 1. vetur. — Guð blessi ykkur öll. Arnlaug Samúelsdóttir, börn og tengdabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu hluttekn- ingu við andlát og jarðarför Péturs Þórðarsonar, fyrv. alþingismanns, frá Hjöísey. STEFANÍA GUÐBRANDSDÓTTIR. GEIR JÓNSSON. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ónnu Guðmundsdóttur, Ásakoti, Sandvíkurhreppi. GUDMUNDUR ALEXANDERSSON OG BÖRN. Samband tsl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN ATHUGIÐ: Með því að verzla í kaupfélagi, fáið þér eins mikið fyrir hverja krónu og unnt er. Sambandsfélög! Hagskýrslur fyrir árið 1944 óskast sendar kið allra fyrsta og i síðasta lagi fyrir miðjan mai. iVÝKOMÍÐ ntikið úrval af tTÖföIdnm kápnn f á börn óg fullorðna. Einnig yfirstærðir. H. Toft Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Danska sýningin „Barálta Dana“ Opin daglega í Listamannaskálanum frá kl. 10—22. Ný neind í stjórnar- skrármálínu Ríkisstjórnin skipaði loks 30. f. m. aðstoðarnefndina í stjórn- arskrármálið, er meirihluti Al- þingis ákvað að láta skipa. Voru flokkarnir beðnir að tilnefna menn í hana í marzmánuði síð- astliðnum og lauk Framsóknar- flokkurinn því þegar. Samt hef- ir stjórnin dregið endanlega til- nefningu nefndarinnar í marg- ar vikur og virðist það ekki sýna mikinn áhuga hennar fyrir málinu. í nefndinni eiga sæti: Frá Framsóknarflokknum: Frú Guðrún Björnsdóttir, Hall- dór Kristjánsson, bóndi, Hjálm- ar Vilhjálmsson, bæjarfógeti. — Frá Alþýðuflokknum: Frú Svava Jónsdóttir, Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari, Jónas Guð- mundsson, fyrrverandi alþingis- maður. Frá Sjálfstæðisflokkn- um: Frú Auður Auðuns, cand. jur., Sigurður Eggerz, fyrr- verandi forsætisráðherra, Jó- hann G. Möller, skrifstofustjóri. — Frá Kommúnistaflokknum: Frú Elísabet Eiríksdóttir, Stefán Ögmundsson, prentari, Sigurð- ur Thorlacius, skólastjóri. — Sigurður Eggerz er skipaður for- maður nefndarinnar. Ætlazt er til, að nefnd þessi verði til aðstoðar gömlu milli- þinganefndinni í stjórnarskrár- málinu, en hana skipa 8 menn. Framsóknarmenn lögðu til að 4 mönnum yrði bætt í þá nefnd og það látið nægja. Stjórnar- flokkarnir létu sér ekki nægja minna en að bæta við nýrri 12 manná nefnd. Þannig vinna þeir að því að fækka nefndunum, en það er eitt af loforðum þeirra! Erlent yflrllt. (Framhald af 2. siðu) slaki til og fallist á nokkura breytingu á leppstjórinni, þegar þannig er búið að „hreinsa til“ og kommúnistar búnir að treysta sig í sessi. Fyrir Bandamenn, einkum þó Breta, er það mikið vandamál, ef eigi næst skapleg lausn á Pól- landsmálunum. Bretar fóru upp- haflega í styrjöldina til að veita Pólverjum lið og þeim er því örðugt að,skiljast við þessi mál þannig, að Kvislingastjórn fari með völdin í Póllandi og beiti þar hvers konar ólögum og ofbeldi. Sú einstæða framkoma Rússa, að fangelsa samningamenn pólsku stjórnarinar í London og brjóta með því sjálfsögðustu al- þjóðareglur, gerir þetta málekki auðleystara. Meðan Pólverjar, sem styrjöldin hefir mætt á lengur og meira en .nokkurri annarri þjóð, njóta ekki frelsis, verður erfitt að skapa trú á var- anlegan og réttlátan frið. A víðavangf GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröíu. (Framhald af 2. slðu) ar fagurlega og lofar öllu góðu heima í héraði, og Jón Pálma- son, sem snýst eins og snar- kringla á Alþingi eftir fyrirskip- unum Kveldúlfsklíkunnar. Fjármark mitt er: Fjöður framan hægra. Sneitt framan, stig aftan vinstra. Jnlíns Þorkelsson, Skíðsholtum, Hraunhreppi, Mýrasýslu. Samband ísl. samvinnufélaga Vegna vöntunar á áburði minnum við á að reynsla hefir sýnt að fiskimjöl er góður áburður í garða og tún. Fiskimjöl hefir aðeins tvöfaldazt í verði síðan 1939 og mun því vera ódýrasta innlendra vara. Við flytjum mjölið ókeypis heim í hlað allt að 50 kílómetra leið, ef um heilan bílfarm er að ræða. — Talið við Magnús Þórarinsson, sími 4088 og 5402. MJÖL & IIEI\ H. F. Segðu mér hvað þú lest, þá skal ég segja þér hver þú ert. Fólk út um land finnur sinn eigin hag í að skipta við Bókabúðina í Kirkjustr. 10 Ef þú maður mikið lest við Mímisbrunninn hefir sezt. Hjá mér eru fræðin flest, færðu bókavalið mest. Stefán Rafn. Verð á sandi, möl og mulnigi hjjá sandtöku og grjjótnámi bæjarins viö Elliðaár. verður frá 7. maí 1945, sem hér segir: Sandur .............. kr. 1,65 pr. hektólítra Möl nr. II......... — 3,65 — — Möl nr. III .......... — 2,60 — — Möl nr. IV ........... — 1,75 — —. Óharpað efni ......... — 0,45 — — Salli ..........'.... — 5,40 — ' — Mulningur I .......... — 6,10 — — Mulningur II ......... — 5,00 — • — Mulningur III ........ — 4,70 — — BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Tílbúinn ábnrður Vinnið ötuUeqa fyrir Timann. Verðlag á tilbúnum áburði er ákveðið þannig: Brennisteinssúrt Ammoniak 100 lbs. kr. 26.50 Ammoniaksaltpétur (Amm. Nitrate) * 100 — — 34.00 Ammophos 16:20 100 — — 30.00 Ammophos 11:48 100 — — 33.50 Kalí 60% 100 — — 24.00 Tröllamjöl 100 — — 30.00 ' — 112 — — 33.50 Brennisteinssúrt Kalí 100 — — 26.00 Brennisteinssúrt Ammoniak 224 — — 55.00 Verðið er hið sama á þeim höfnum, sem skip Eimskipafélags úands og Skipaútgerðar rikisins koma á. Uppskipun og vörugjald í Reykjavík er kr. 1.50 fyrir hálfsekk. • Reykjavík, 10. apríl 1945. Áburðarsala ríkisins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.