Tíminn - 11.05.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.05.1945, Blaðsíða 4
DAGSKRÁ er bezta íslenzUa tímaritið um þjjóðfélaysmúl. REYKJAVÍK Þeir, sem riljja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 11. MAÍ 1945. 35. blað ? MMLL TIIHMS 3. mai, fimmtudagur: Hamborg tekin. Evrópustyrjöldin: Þjóðverjar lýstu Hamborg óvíggirta og fór brezkur her inn í borgina, án þess mótspyrna væri veitt. Þýzk- ur her þar og víðar í N. Þýzka- landi gafst upp. Kiel var einnig lýst óvíggirt. Bretar og Rússar náðu saman í Norður-Þýzka- landi. Bandaríkjamenn sóttu hratt fram í SuðurÞýzkalandi og Austurríki. Btirma: Bretar fóru inn í Rangoon. 4. maí, föstudagur: Uppgjöf í Danmörkn. Evrópustyrj öldin: Herst j órn Þjóðverja í Norður-Þýzkalandi, Hollandi og Danmörku undir- ritaði samninga um skilyrðis- lausa uppgjöf fyrir her Mont- gomery, Uppgjöfin gildir frá því kl. 6 að morgni 5. maí. í Suður-Þýzkalandi tóku Banda- menn Berchesgaden og í Aust- urriki Salzburg og Innsbruék. 5. maí, laugardagur: Póllandsdellau. Bandaríkin: Tilkynnt 'var í San-Francisco, að Eden og Stettinus hafi lýst yfir, að samningar um Póllandsmálin myndu falla niður, a. m. k. fyrst um sinn, þar sem von- laust væri um samkomu,lag. Yfirlýsing þessi var birt eftir að Molotoff hafði skýrt frá því, að samningamennirnir, er pólska stjórnin í London hefði sent til Rússlands, hefðu verið fangelsaðir af Rússum. Þeir voru 15. Evrópustyr jöldin: Tveir þýzkir herir gáfust upp fyrir Bandaríkjamönnum í Austur- ríki. Bandaríkjamenn tóku Linz. í Prág hófst uppreisn gegn Þjóðverjum. Bandaríkjamenn hófu sókn inn í Tékkóslóvakíu og var lítil mótspyrna veitt. Danmörk: Brezkt fallhlífarlið lenti í Kaupmannahöfn og hóf undirbúning að brottflutningi þýzka hersins. Ný stjórn, sem Kristján konungur myndaði, tók við völdum, Forsætisráð- herra hennar er W. Buhl, Nokkrar óeirðir urðu í Dan- mörku, aðallega milli frelsis- hersins og danskra nazista. 6. maí, sunnudagur: Frlður væutanlegur. Bretland: Tilkynnt var að vænta mætti yfirlýsingar um frið í Evrópu innan tveggja sólarhringa. Evrópustyrjöldln: — Sókn Bandaríkjamanna í Tékkósló- Drengur verður fyr- ir bifreíð Síðastl. miðvikudag vildl það hörmulega slys til á Suðurlands- braut, að sex ára drengur, Egg- ert Matthias Kaaber, Lúðvíks heitins Kaabers bankastjóra, varð fyrir vörubifreið og beið þegar bana. Drengurinn var að leika sér með öðrum dreng og mun hafa hlaupið á vinstri hlið bifreiðarinnar. Fjársöfnunardagur Slysavarnafél. Fjársöfnunardagur Slysa- varnafélagsins er í dag. Merki félagsins verða seld á götunum og lögð verður áherzla á að fá sem flesta til að gerast félags- míenn í slysavarnadeildunum og styrkja þannig þetta þjóðþrifa- mál með árstillaginu, sem er að- eins fimm krónur. Eitt af aðal- áhugamálum félagsdeildanna er að koma upp björgunarstöð í Örfirisey. í dag mun mönnum verða gefinn kostur á þvi að fara með björgunarskútunni Sæbjörgu út fyrir hafnarmynn- ið fyrir lítið gjald. vakíu miðaði hratt áfram. Þeir tóku verksmiðjubæinn Pilsau og héldu þaðan áleiðis til Prab. í Prag barst frelsisher Tékka hjálp frá Kosakkaher Vlasor hershöfðingja, er barizt hafði með Þjóðverjum. Margir frægir fangar voru frelsaðir i Þýzka- landi, t. d. Leopold Belgíukon- ungur, Daladier, Reynaud, Blumm, Horthy, Schussnigg og Bor yfirhershöfðingi Pólverja. Dönitz lét útvarpa áskorun til þýzka kafbátahersins um að koma til hafnar og gefast upp. 7. maí, mánudagur: Þjúðverjar gefast upp. Evrópustyrjöldin: Upplýst var, að kl. 2.41 árdegis hefðu fulltrú- ar þýzku herstjórnarinnar und- irritað samninga um allsherjar- uppgjöf þýzka hersins. Samn- ingurinn var undirritaður í Rheims í aðalbækistöð Eisen- howers. Uppgjöfin skyldi ganga endanlega í gildi frá 9. maí. Bardagar héldu því áfram á vígstöðvum Rússa, eii engin telj- andi vopnaviðskipti áttu sér stað milli Bandamanna og Þjóðverja. í Prag voru tíðar orrustur milli Þjóðverja og frelsishers Tékka. Þýzkaland: Rússar tilkynntu að þeir hefðu fundið í Berlín lík Göbbels, konu hans og barna. Höfðu þau öll tekið inn eitur. 8. maí, þriðjudagur: Evrópustríðinu loklð. Evrópustyr jöldinni lokið: — Churchill lýsti því yfir í þing- ræðu kl. 13, að Evrópustyrjöld- inni væri lokið. Truman foreti gaf samhljóða yfirlýsingu sam- tímis. Jafnframt var lýst yfir, að Rússar myndu birta samhljóða tilkynningu daginn eftir, þar sem bardagar þeirra og Þjóð- verja héldu áfram til miðnættis. í Berlín var undirritaður end- anlegur uppgjafarsamningur Þjóðverja. Gerði það Keitel hershöfðingi af hálfu Þjóðverja, en Inhov marskálkur af hálfu Rússa og Tedder flugmarskálk- ur af hálfu Bandamanna. Rúss- ar tóku Dresden og sóttu hratt fram i Tékkóslóvak^. BÍarizt var áfram í Prag. í Bretlandi og annars staðar í Vestur-Ev- rópu voru haldin-mikil hátíða- höld í tilefni af stríðslokunum. Noregur. Sendinefnd frá Bandamönnum kom til Oslóar til að ganga frá uppgjöf Þjóð- verja. Þar var ríkjandi mikill fögnuður. Kvisling hafði verið settur í gæzluvarðhald. Þýzkaland: — Bandamenn handtóku Göring og Kesselring í Suður-Þýzkalandi. Óspektirnar í Reykjavík á þríðjudagskvöldið Þýzkír ílugmenn nauðlenda nyrðra Hinir fjórir þýzku flugmenn, sem nauðlentu hér við norður- ströndina í seinustu viku, hafa nú verið fluttir til Reykjavíkur og verið yfirheyrðir af hernað- aryfirvöldunum. Flugmennirnir voru á flugvél af tegundinni Junkers 88. Komu þeir frá Norður-Noregi og voru í veðurkönnunarflugi á svæðinu milli íslands og Jan Mayen, er vélbilun neyddi þá til að nauð- lenda hér við norðaustur- ströndina. Þrír flugmannanna eru Þjóð- verjar, en sá fjórði Austurríkis- maður. Þeir eru frá 23—29 ára gamlir. Einn þessara manna var flugstjóri (pilot), annar veður- fræðingur, þriðji loftskeyta- maður og sá fjórði skytta. Flugmennirnir voru ekki sam- mála um sambúð Norðmanna og þýzka hersins. Þeir voru fáfróðir um gang styrjaldarinnar í Þýzkal., en höfðu þó grun um að þar væri ekki allt með felldu, og töldu Þjóðverja ekki geta unnið stríðið úr því sem komið væri. Aðallega vegna skort á hergögnum og matvælum. Þeir voru fullvissir um það, að Hitler hefði dáið hetjudauða. í tilefni þeirra óspekta, er áttu sér stað hér í bænum á þriðjudagskvöldið, hefir lög- reglan í Reykjavík sent blöðun- um svohljóðandi greinargerð: — Eftir að hátíðarhöldum vegna friðaryfirlýsingar i Ev- rópu var lokið síðd. á þriðjudag, safnaðist mikill ^ mannfjöldi saman á götum bæjarins, þ. á m. stórir hópar brezkra sjóliða. í fyrstu var mannfjöldinn ró- legur, en allmargir sjóliðar voru talsvert undir áhrifum víns og söfnuðust þeir í hópa í miðbæn- um, sem gengu síðan um bæinn með söng ogháreysti.Brátt safn- aðist að þeim mikill hópur manna, sem slóst i för með þeim, aðallega drengir og ung- lingar. Um kl. 16 fór hópur þessi upp á Arnarhólstún og klifruðu nokkrir brezkir sjóliðar þar upp á styttu Ingólfs Arnarsonar í þeim tilgangi að hengja þar upp brezkan fána. Var því afstýrt af brezkum lögreglumönnum. Við atburð þennan kom nokkur ókyrrð á þá, sem viðstaddir voru, án þess að til verulegra ryskinga kæmi Hélt hópurinn því næst niður í miðbæ og varð þar þröng mikil og hávaði. ís- lenzku og brezku lögreglunni tókst að afstýra óspektum þar að mestu leyti. Ákveðið hafði verið að Lúðrasveit Reykjavíkur léki á horn á Austurvelli kl. 20,30, en þar eð lögreglan taldi vafasamt að takast mætti að verja Austurvöll skemmdum af hálfu óspektarmanna lék Lúðra- sveitin á Arnarhólstúni, í stað Austurvallar. Fór hún þangað á tilsettum tíma, svo og lögreglu- sveit, er ruddi svæðið um- hverfis styttuna en þar hafði safnazt saman hópur frið- samra borgara. Um þetta leyti náðu óspektir, er höfðu verið um skeið' á Lækjartorgi, hámarki sínu. Sinn fulla þátt í þeim áttu ungir menn, sumir hverjir undir áhrifum víns sem leituðust við að koma á stað, óspektum með hrindingum, ópum og alls konar óhljóðum. Sjóliðar, sem þarna höfðu verið, gengu nú í stórum hóp noður Kalkofnsveg, en á eftir þeim fór hópur íslenzkra manna og unglinga. Hóparnir staðnæmdust við Varðarhúsið. Hófust þar ryskingar milli her- manna og íslendinga og skömmu síðar grjótkast. íslenzkum lög- reglumönnum, sem þarna voru, og brezkum, tókst brátt að skilja hópana að, en grjótkastið hélt áfram. Varð lögreglan að beita kylfum í viðureign þessari, sem stóð yfir á aðra klykkustund. Mannfjöldinn dreifðist þá um miðbæinn, en ókyrrð hélzt. Lög- reglustjóri brezka hersins fór fram á það við lögreglustjórann í Reykjavík að notað yrði tára- gas, en lögreglustjórinn í Reykjavík færðist undan því í lengstu lög. Skömmu seinna fór brezka lögreglan að nota tára- gas á sitt eindæmi til þess að dreifa mannfjöldanum. Um kl. 23.00 hófust enn óspektir á Arn- arhólstúni og voru þar bæðí ís- Tvo dauðaslys Aðfaranótt fyrra miðviku- dags vildi það slys til, að mann tók út af botnvörpungnum „Sindra“ frá Akranesi og drukknaði. Var það Árni Björns- son til heimilis á Sleipnisvegi 15. Akranesi. Skipið var að veiðum, er slysið vildi til, og sýndi skip- stjórinn, Jónmundur Gíslason, frábært snarræði, er hann kast- aði sér fyrir borð og tókst að ná manninum, en hann var þá örendur. Árni heitinn var 34 ára gam- all, ókvæntur, en lætur eftir sig móður og systur. Fyrra fimmtudag varð það slys í Vestmannaeyjum, að Tryggvi Ingvarsson bifreiðar- stjóri beið bana, er hann var að vinna við ískvörn í Hrað- frystihúsinu. Tryggvi heitinn var kvæntur og átti fjögur börn. lendingar og hermenn. Þar eð óspektir voru viðar í bænum og vænta mátti alvarlegra óeirða á ýmsum stöðum, tók stjórn lög- reglunnar í Reykjavík þá ákvörðun að nota táragas. Dreifði lögreglan fyrst óeirðar- mönnum á Arnarhólstúni en síð- ar smærri hópum víða í mið- bænum Þessar aðgerðir lögregl- unnar báru þann árangur, að óspektum linnti með öllu í bæn- um á tiltölulega skömmum tíma. Lögreglunni er ekki kunnugt um að alvarleg slys hafi orðið í sam- bandi við framangreindar óeirð- ir, en nokkrir menn urðu fyrir minni háttar . meiðslum vegna ryskinga og grjótkasts. Einna al- varlegust var skothríð brezkra sjóliða, er átti sér stað við her- búðir í grennd við sænska frysti- húsið. Til lögreglunnar kom unglingspiltur, sem fengið hafði skot í gegnum báðar buxna- skálmarnar og bifreiðarstjóri, er tjáði lögreglunni að skotið hafi verið í gegnum hjólbarða á bif- reið sinni. Eignaspjöll urðu allmikil, að- allega rúðubrot. Lögreglan handtók fjölda óspektarmanna og ^yar fangageymsla lögregl- unnar yfirfull. Auk þess var fjöldi unglinga, undir lögaldri sakamanna, handtekinn og stór hópur þeirra geymdur í réttar- sal lögreglunnar. — , . Hér lýkur frásögn lögreglunn- ar. Til viðbótar má geta þess, að brezkir sjóliðar gengu með grjót og barefli um götumar og brutu rúður fyrir tugþúsundir króna. Eru sum verzlunarhús þannig útleikin, að ekki er til ein einasta heil rúða í þeim. Þess má geta, Bandaríkjaher- mönnunum til verðugs lofs, að þeir héldu sig algjörlega utan við öll ólæti og komu í hvívetna mjög prúðmannlega fram. Óspekklir á mid- vikudagskvöldið Nokkrar óeirðir urðu enn í Reykjavík á miðvikudagskvöld, en þó smámunir hjá þeim, sem urðu kvöldið áður. Lögreglan þurfti þó nokkrum sinnum að nota táragas til að dreifa mann- fjöldanum, er safnazt hafi sam- an utan um ölvaða íslendinga og hermenn. Tveimur bifreiðum var velt um koll og tvlvegis réð- ust erlendir menn á lögregluna. Ekki hefir frétzt af neinum *al- varlegum meiðslum. Guðmundur Kamban myrtur Borizt hafa fréttir um það hingað til lands, að Guðmund- ur Kamban rithöfundur hafi verið myrtur í Kaupmanahöfn síðastl. laugardag. Mun það hafa atvikázt þannig, að fjórir menn komu til hans þar sem hann var staddur á matsöluhúsi, og ætl- uðu að taka hann fastan og hafa hann með sér. Guðmundur neitaði að fara með mönnum þessum og skutu þeir hann þá umsvifalaust. Guðmundur Kamban var fæddur að Litlabæ í Garðasókn 8. júní 1888. Hann las bók- menntir og fagurfræði við Kaupmannahafnarháskóla, og þótti snemma óvenju efnilegt rithöfundarefni. Guðmundur hefir skrifað mörg leikrit og hafa sum þeirra verið leikin í Reykjavík, en frægastur mun hann hér á landi vera af skáld- verki sínu um Ragnheiði Bryn- jólfsdóttur, er hann nefndi Skál- holt. Á miðvikudag hafði engin skýring borizt frá Danmörku á morði Guðmundar og er því sennilegt, að þar hafi danskir æsingamenn verið að verki. Tilkynnt hefir verið að lík Guðmundar Kambans verði flutt til íslands G A M L A B I Ó DÁIÆIDDU MORÐUVGJAIUVIR (Flngers at the Window) Brasil Rathbone Loraine Day Lew Ayres Sýnd kl. 7 og 9. ' Stjörnarevýan Betty Hutton Bob Hope og 15 frægir kvikmyndaleikarar. Sýnd kl. 5. *- N Ý J A B f Ó »«« ÆVINTÝRI SVEITAPILTS (Fellow the Band) Fjörug og skemmtileg söngva- mynd með: Eddy Quillan. Sýnd kl. 5. UPPREISN UM RORÐ Aðalhlutv. leika: Humphrey Bogart, Michele Morgan Sýnd kl. 6,30 og 9. Fjallið EVEREST írásagnir um hæsta fjall jarð- arinnar og tilraunir manna til að brjóstast upp á hæsta tind- inn. Skemmtileg og fróðleg bók, prýdd mörgum fallegum mynd- Fæst í flestum bókaverzlun- i m, en upplagið orðið mjög takmarkað. TJARNABBÍÓf EUVRÆÐIS- HERRAM (The Great Dictator) Gamanmynd eftir Charles Chaplin. Aðalhlutverk: Charles Chaplin Paulette Goddard Sýning kl. 4, 630 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning næsta sunnudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 á morgun. ATHS. Ekki svarað í slma fyrr en eftir kl. 4%. Aðgangur bannaður fyrir börn. Beztu þakkir fyrir vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, Jóns Sigurðssonar, Syðri-Gróf. Fyrir hönd mína, barnanna okkar og annarra vandamanna RANNVEIG LINNET. Ú R B Æ N U M Blaðamannafélag íslands sendi síðastliðinn mánudag skeyti til danska blaðamannafélagsins í tilefni af frelsun Danmerkur. Var látin í ljós aðdáun á hinni lietjulegu baráttu Dana á hernámstímunum. Lík Baldurs Guðmundssonar skrifstofumanns frá Seyðisfirði fannst í höfninni í Rvk fýrir seinustu helgi. Enginn áverki sást á líkinu. Baldur heitinn hvarf eins og kunnugt er 2. febr. slðastl. I Verða sett upp umferðaljós? Lögreglustjórinn í Reykjavík hefir lagt til að keypt verði umferðarljósa- tæki, er sett yrðu upp á gatnamótum í bænum, þar sem umferð er mest. Umferðarljós hafa verið notuð i flest- um erlendum borgum um margra ára skeið og aukið öryggi í umferðinni. Bæjarráð ákvað að óska eftir nánari greinargerð um þetta, en lá fyrir fund- inum. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað Jó- hanna Benths Guðjónsdóttir, Bræðra- borgarstíg 1 og Jón Eiríksson, Eiríks- götu 29. Nýtt kvennablað. 1. og 2. tölubl. 6. árg. er nýlega komið út. Af efni þess má nefna: Kvenna- skólinn í Reykjavík 70 ára, Gunnþór- un Halldórsdóttir leikkona eftir Þóru Borg Einarsson, Þjónusta, eftir Jónas Baldm-sson, Stjörnuljóð kvæðí eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. í blaðinu er auk þess grein urp skáldkonuna Torfhildi Hólm, minningargreinar, sögur, fréttir og margt fleira. Hestamannafél. Fákur í Reykjavík hefir sótt tll bæjarráðs um að fá til leigu fyrir starfsemi sína hús og tún að Laugalandi. Hestaeign bæjarm^nna hefir á síðustu tímum aukizt stórkostlega, og Tunguhúsin hafa því reynzt of lítil, menn eru í vandræðum með hesta sína og orðið að hafa þá hingað og þangað í skúrum, Bæjarráð vísaði málinu til bæjarverk- íræðings til athugunar. Kjarvalshús. Á seinasta fundi bæjarráðs Reykja- víkur var það samþykkt, að gefa kost á lóð undir fyrirhugaða byggingu handa listmálaranum Jóhannesi Sveinssyni Kjarval, við Skólavörðu- torg, eða nánar tiltekið við Mímisveg / og Eiríksgötu. Það skilyrði er þó sett fyrir leyfinu, að byggingin verði fram- vegis notuð fyrir safn og verði í sam- ræmi við aðrar fyrirhuðaðar bygging- ar við Skólavörðutorg. . Amerískir blaðamenn komu til Reykjavíkur siðastl. mánu- dag. Voru þeir á heimleið eftir að hafa skoðað fangabúðir Þjóðverja í Þýzka- landi. Þeir höfðu hér aðeins skamma viðdvöl og héldu áfram ferð sinni vest- ur um haf samdægurs. Meðal þeirra voru margir víðkunnir blaðamenn og ritstjórar, svo sem: Joseph Pulitzer, útgefandi St. Louis Post-Dispatch, E. Z. Dimitman, ritstjóri Chicago Sun, Ben Hibbs, ritstjóri Saturday Evening Post, Stanley High, ritstjóri Readers Digest, William Chepery, útgefandi Colliers Magazine, Ben McKelway rit- stjóri Washington Star, John Hearst, sonur William Randolph Hearst. Danska sýningin. frá baráttu Dana var opnuð í Sýn- ingaskála myndlistarmanna kl. 15 síð- astliðinn miðvikudag, að viðstöddum forseta íslands og forsætisráðherra, ásamt sendiherrum erlendra ríkja og fulltrúum blaða og útvarps. Ludvig Storr konsull bauð gesti velkomna, síðan flutti danski blaðafulltrúinn stutt ávarp og þá var sýningin opnuð af sendiherra Dana de Fontenay. Að lokum lék strengjahljómsveit nokkur dönsk lög undir stjórn dr. Urbants- chitsch. TíMINN Vegna frídaganna í vikunni er Tíininn ekki nema f jórar sið- nr í da£. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.