Tíminn - 17.08.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1945, Blaðsíða 4
TfMlTVTV. föstndagiim 17. ágást 1945 61. balð Bílvegurinn milli Bitru og Kollafjarðar Það var fyrst á sýslufundi 1942 að tillaga kom fram um að athugað yrði bílvegarstæði milli Bitru og Kollafjarðar. Síð- an endurtekið á öllum sýslu- fundum eftir það, og einnig rætt á tveimur héraðmálafund- um. Er þar um tvær leiðir að ræða, hin svonefnda fremri leið, þar sem nú liggur þjóðvegurinn milli Grafar í Bitru og Stóra- Fjarðarhorns. Hin leiðin er það- an, sem sýsluvegurinn liggur frá Krossá út með Bitrufirði að Skriðnesenni, yfir höfða að' Broddanesi, og um Broddanes- hlíð á þjóðveginn við Stóra- Fjarðarhom. Leið sú, sem fyrr er nefnd hér að framan er mun skemmri. Uppi á hálsinum eru upphleyptir vegakaflar, gerðir fyrir um 50 árum, en þó er sennilegt að mætti nota þá, með því að bera ofan í þá möl. Um síðarnefndu leiðina er það að segja, að hún er talsvert lengri. Vegarstæðið út með Bitrufirði er mjög ákjósanlegt, melar og grundir meðfram sjón- um, og þar af leiðandi mjög auðvelt að gera þar sæmilegan bílveg. Hið sama er að segja um Broddaneshlíð. Vegarstæðið yfir hálsinn milli Skriðunesennis og Broddaness er gott, harður móbergshrygg- ur og vegarstæði upp hlíðarnar beggja vegna mun mega teljast gott. Brýr þarf að láta yfir árnar, Broddá, Ennisá og Krossá. Á Krossá er að vísu brú, en hún er frammi í dal og því lítil not af henni fyrir allan þorra veg- farenda, nema taka á sig krók, svo í því efni, býst ég við, að ný brú yrði byggð á hentugum stað. Þegar um nýlagningu vega er að ræða, tel ég þrjár höfuðá- stæður, er beri að leggja til grundvallar: 1. Vegarstæði með hliðsjón til eiidingar og lítils viðhalds. 2. Að þar sé fannlétt, svo að hægt sé að fara um veginn mestan hluta ársins. 3. Að vegurinn liggi þar sem flestir bæir g'eti komizt í bíl- vegasamband. Þegar þessi sjónarmið eru tekin til greina, mælir allt með því að ytri leiðin sé farin, þar sem vegarstæðið er gott, fann- létt og fjórir bæir komast í bíl- vegasamband og mest öryggi fyrir greiðfæru vegasambandi til norðurhluta sýslunnar meiri- hluta ársins. Ennfremur skal vakin athygli á því, í sambandi við greiðfærar ferðir norður um sýsluna, væri flutningur yfir Kollafjörð. í sambandi við aukinn kostn- að af lagningu vegarins ytri leiðina (lengri leiðina) skal það tekið fram, að nú þegar er byrjað að leggja akfæran veg frá Krossá að Skriðnesenni og um Broddanesshlíð að Stóra- Fjarðarhorni. Þar sem þetta eru sýsluvegir, eru þeir kostaðir af þeim aðil- um, sem- ber að sjá um sýslu- vegi samkvæmt landslögum. Er því raunverulega ekki um samanburð að ræða, nema veg- inn milli Grafar í Bitru og Stóra-Fj arðarhorns annars veg- ar og Skriðnesennis og Brodda- ness hins vegar. Þótt hér að framan sé eftir- farandi atriði ekki tekið sem meginástæður er ber að taka til greina, er um vegarstæði er að ræða, er það þó þess vert að ekki sé gengið fram hjá því. Af Ennishöfða mun vera einn hinn fegursti sjónarhóll við Húnaflóa. Höfðinn skagar út i miðjan flóann. Fjallahringur- inn víður og fagur. í austri Skagastrandarfjöllin, frá yztu tá og inn til jökla, með fellum og fjöllum, dölum og dældum. í suðri Eiríksjökull og Langjök- ull. í suðvestri heiðarnar milli Borgarfjarðar og Húnavatns- sýslu og Dala- og Strandasýslu, með tindum og hnjúkum. í norðri rís Vestfjarðahálendið með fannhvítar bungur Dranga- jökuls eins og brimskafl úr rót- inu, en fyrir fótum manna ligg- ur Húnaflói, bjartur og blikandi í sumarkyrrðinni, svo langt til norðausturs, sem augað eygir, iðandi af lífi og starfi. Einnig er tækifæri að líta hann í ham- förum, er úthafsöldurnar koma æðandi og brotna á boðum og blindskérjum, en nema þó ekki staðar' fyrr en við ströndina, við drangana og flúðirnar og hníga þar að lokum t „drafnar skaut,“ en bergið ymur og titrar undir fótum áhorfandans. Þaðan á vegfarandinn kost á að líta hluta af landinu í tign sinni og mikilleik. Eins og að framan er ritað hafa ákveðnar tillögur komið fram í umræddu máli á al- mennum fundum, og þær sam- þykktar með öllum atkvæðum, og af því má álykta skoðanir og vilja héraðsbúa, því að greið- færar og öruggar samgöngur er eitt af mestu nauðsynjamálum hvers einasta héraðs. Ég hygg því, eftir staðháttum, að fá hér- uð á landinu hafi jafnörðugt bílvegasamband sem Stranda- sýsla norðan Bitrufjarðar, en með úrbótum þeim, sem nefnd- ar eru hér að framan, tel ég þeim örðugleikum að talsverðu leyti útrýmt. Að lokum þetta: Ég vænti þess, að vegamálastjórnin láti nú þegar verkfræðing fram- kvæma athuganir á umræddum vegi og taki þar með til greina margítrekaðar óskir héraðsbúa. Guðbrandur Benediktsson. Áfengið og heilbrigt líf Tímaritið „Heilbrigt líf“ legg- ur mikla áherzlu á að sanna, að Jón Sigurðsson hafi verið and- stæðingur bindindismanna, enda „hafi hann aldrei aðhyllzt öfgastefnur“. Og Morgunblaðið er svo látið endurtaka boðskap- inn, svo að hann nái víðar. Vafasamt er að fullyrða, að sumum samtíðarmönnum J. S. hafi ekki fundizt gæta öfga í þjóðréttindakröfum hans og orkar þessi sleggjudómur rit- stjórans því mjög tvímælis, en um það ætla ég ekki að ræða hér. Hitt vildi ég mega segja, að tímarit, sem hefir það höfuð- markmið að vinna að heilsu- vernd, ætti frekar að skýra les- endum sínum frá skoðunum J. S. á áfenginu en því, að hann hafi aldrei verið bindindismaður, fyrst það óskar að nota nafn hans í sambandi við þessi mál. j Jón Sigurðsson segir í Nýjum Félagsritum 1860: ' „Þegar vér nú hugleiðum, aff íslendingar kaupa á hverju ári brennivín fyrir margar tunnur gulls og eyffa þar meff miklu fé til einskis, sem þeir gætu variff til venjulegs hagræffis búum sínum .... þá sjáum vér aff hverjum brunni ber, þegar svo er aff fariff lengi.“ Þarna hvetur hann þjóð sína til að eyða ekki fjármunum sín- um í einskisnýta hluti sem á- fengið og tekur þar afdráttar- laust undir með bindindismönn- um. Slík var umhyggja hans fyrir þjóðinni í öllum greinum. Holit væri mönnum að minnast þessara kenninga J. S. nú, þeg- ar ríkið selur orðið áfengi fyrir 40 milljónir kr. á ári eða meira. Slíkt iætur sig ekki án vitnis- burðar um heilsu manna og vel- ferð. Þótt nauðsynlegt sé að vara menn við ormum, veggjalúsum rottum og skemmdri mjólk, eins og ritstjórinn gerir mjög dyggi- lega, þá mun að flestra dómi vera meiri ástæða til að fræða um skaðsemi áfengis fyrir heilsu manna og velferð. Ritstjórinn veit það væntanlega eins og aðrir, að margir menn deyja ár- lega af völdum áfengis með ein- um og öðrum hætti, að verið er að stofnsetja heilsuhæli fyrir drykkjumenn í Kaldaðarnesi, að áfengisneyzlan er orsök að dvöl margra sjúklinga á Kleppi og öðrum sjúkrahúsum. Því er það mörgum undrunarefni, að rit- stjórinn skuli ekki sjá ástæðu til að ræða um þennan óvin hips heilbrigða lífs og hjálpa þánnig til að láta fólk skilja eðli hans og afleiðingar. Það væri þörf heilsuvernd og lofs- verð. Daníel Ágústínusson. Ingibjjörg Jónsson: Kennarastóll í ísl. fræðum við Manitobaháskóla Hér birtist niffurlag greinar frú Ingibjargar Jónsson um kennarastól í íslenzkum fræffum viff Manitobaháskóla. Viff heima-fslendingar erum löndum vestan hafs sannar- lega þakklátir fyrir þann mikla ræktarhug, er þeir bera í brjósti til gamla landsins og heimaþjóffarinnar, jafnframt því, sem þeir eru ágætir þegnar síns nýja lands, og dáumst aff elju þeirra í erfiffri baráttu. Þá var það, að norðurfari einn, að nafni Leffingwell, sem um það leyti var að undirbúa leiðangur til Norðuríshafsins, las ritgerðina. Hann fór þegar fram á, að Vilhjálmur slægist í förina til þess að safna upplýsingum um Eskimóa á Viktoríueyjunni. Þetta varð upphaf rannsóknar ferða Vilhjálms á norðurslóðum. Hin síðustu ár hefir hann ritað þrjár merkar bækur, sem snerta ísland og íslenzk fræði: „Ultíma Thule,“ „Iceland, the First Ame- ríkan Republic“ og Greenland.“ Þannig má segja að hinn ís- lenzki arfur hafi verið, bæði beinlínis og óbeinlínis, stór þátt- ur i frægðarferli Vilhjálms Stefánssonar. Eftirtektarverð er lýsing Vil- hjálms á þeim anda, sem ríkti í byggðinni, þar sem hann ólst upp, ástin á bókmenntum, og menntaþrá drengjanna. Þetta hvort tveggja hefir einkennt ís- lenzku þjóðina frá upyhafi. Drengirnir settu sér ákveðin mörk til að stefna að, að verða lögmenn eða stjórnmálamenn. Þessar hugsjónir voru í fullu samræmi við uppruna þeirra, þeir voru afkomendur söguþjóð- arinnar, sem átti jafnframt þann stjórnvisindaþroska, að stofna lýðveldi á undan öðrum þjóðum. Þessi íslenzki menningarbrag- ur, sem ríkti í bernskuumhverfi Vilhjálms, skapaði marga stóra menn. Frá hinum fámennu, ís- lenzku byggðum í North Dakota, höfum við fengið marga okkar fremstu og beztu menn — menn sem hafa verið leiðtogar í vest- ur-íslenzkum menningarmálum og menn, sem hafa lagt stóran skerf til uppbyggingar Kanada- og Bandaríkjaþjóðunum. Það væri hollt fyrir okkur, hvar sem við erum í sveit sett.að efla þennan íslenzka menning- aranda, á heimilum okkar og í byggðum okkar. Hann er sá afl- gjafi, sem ekki mun bregðast. Við heyrum mikið um hinn nýja heim, sem á að skapast að stríðinu loknu. En oft sjáum við þennan nýja Jieim aðeins frá efnislegu sjónarmiði. Við höld- um að hamingjan og betri heim- ur sé í því fólgin að eignast skrautlegri híbýli, hraðskreiðari farartæki, hækka kaup, meiri og betri mat, fínni klæðnað, full- komnara radio, fjölbreyttari skemmtanir o. s. frv. Þótt við getur fullnægt öllum þessum kröfum, þá verðum við ekki ánægð, vegna þess að maðurinn er gæddur sál engu síður en lík- (Framhald á 5. siðuj * * Þannig hugsa íslenzku skáldin vestan hafs Tíminn birtir hér tvö kvæði eftir vestur- íslenzk skáld. Þessi kvæði hafa bæði verið flutt á Íslendingahátíðum vestan hafs 17. júní — aiínað, minni íslands við lýðveldisstofn- unina, í Winnipeg í fyrrasumar, hitt, minni Kanada, á Iðavelli I sumar. Okkur heima-íslendingum er hollt að kynn- ast sem bezt hugsunum og tilfinningum bræðra okkar og systra handan Atlantshafsins. Það eykur útsýni okkar og skilning á þessum lönd- um okkar, og það ætti líka að verða til þess, að við fyndum betur en ella í hvaða þakkar- skuld við erum í við þetta íslenzka fólk, er fest hefir byggð í Vesturheimi. Það er ekki laust viff, að sú skoðun sé enn ofarlega í huga sumra hér heima, að þúsund- irnar, sem vestur fluttust, séu glataðar íslandi. En sannleikurinn er sá, að sumir þeirra, er aldrei hafa svo mikið sem augum litið Atlants- hafið, hvað þá Island, eru sannari íslendingar í hug og hjarta heldur en margur, sem er bor- inn og barnfæddur hér, og ást þeirra á öllu, sem íslenzkt er, er miklu dýpri og innilegri. Þessi hreina, tæra ást speglast meðal annars í erf- iðri þjóðernisbaráttu Vestur-fslendinganna og margvíslegri menningarstarfsemi, sem hér yrði of langt upp að telja. En jafnframt umhyggju þeirra fyrir íslenzkum erfðum og geymdum, er það þeirra gifta, að þeir hafa Iíka orðiíj nýtir og dyggir þegnar sinnar vestrænu fóstru og njóta þar í hvívetna trausts og trúnaðar til jafns við menn af hvaða þjóðerni sem er. Þessi þáttur í fari Vestur-íslendingsins speglast fag- urlega í kvæði Ragnars Stefánssonar, er hér birtist. Á undanförnum stríðsárum hafa böndin milli íslendinga vestan hafs og austan treyst mjög. En nú er hætt við því, að miklu leyti falli niður skipti íslendinga við Vesturheim, og þá kemur til þess, að hinn þjóðernislegi þráður, sem bindur þjóðarbrotin saman, verði treystur sem bezt með viturlegum ráðum, svo að bróður- hugurinn dvíni ekki, þótt vík sé milli vina. Ragnar Stefánsson: Minni Kanada Landið bjartra, Ijúfra vona, landið frjálsra dœtra’ og sona, innflytjandans undraheimur, œskulýðsins verkasvið. t Ljóminn yfir breiðum byggðum, blik á vötnum spegilskyggðum letrar gullnum geislarúnum guöspjall lífsins — ást og friö. Beiðst pú hér um ár og aldir, aðrir staðir löngu valdir. Skildu höfin helming jarðar, heima tvenna langa hríð. Þyrptust senn að pínum ströndum pjóðabrot frá öllum löndum. Tókstu við peim opnum örmúm alla pína landnámstið. Sjálfsagt hefir landnámsliðið lœrt að meta nýja sviðið — pó að ráðið reikult gerði rótarslit frá œttlands-meið. — Eðlilega efst í minnum ást á fornum heimakynnum, reyndi pá á mátt og manndóm , mest á peirra œvileíð. / Örlát varstu á öll pín gæði — ótakmörkuð landasvœði. Þeim sem áttu prá til frama, prótt og styrk i hverri raun, hefir flest til happa gengið hlotnazt allt, sem bezt varð fengið. Fáum hlauzt sú gœfa’ að geta goldíð betri fósturlaun. Vegsummerkin sýna og sanna sigur fyrstu landnemanna. Hrjóstrum breytt i hreinar lendur, höll, er bjálkakofinn stóð. Kynslóð ung af stofnum ster.kum stolt af áa kraftaverkum. Erfðagull og eigin kostir œttu’ að mynda snilldar-pjóð. Fagra land með fjöll og skóga, fiskisœld og akra nóga. * Virðist sem pér hlotnast hafi hfigsœld flest ocf orkulínd. . Yfir hverju byggðu býli blessun drottins jafnan hvíli. Vertu í öllu um aldaraðir allra landa fyrirmynd. Þorstein.n Þ. Þorsteinsson: 17. júní 1944 Berst að heiman austanandi ástarhlýr af föðurlandi — fagnaðarins fyrirheit: Fólksins sigur fagur unninn, frelsisdagur upp er runninn, fegri og sœlli en fornpjóð leit. Alpjóð rís úr ösku tíða upp á himin frjálsra lýða, endurfœðist sérhver sveit. Upprisan er dómsins dagur dýrðarskær og vonarfagur, fólks, er áður öldum kveið eins og fastur fugl í snöru, fagur hjörtur lostinn öru; — hálfa eilifð heljar beið ófrjáls pjóð í eigin landi, uppboðs-góz á sjálfs sins strandi, hvergi frelsun, hvergi leið, Mesti íslands dýrðardagur — dómstóll pjóðar, rammislagur — sundrung fólks úr brjóstum brenn. Blessum alla, er blysin kveiktu, blessum pá, sem ánauð hneyktu: Forsetann og Fjölni.smenn. Blessum hina öldnu, ungu, alla, sem á Bjarna tungu vöktu pjóð, og vekja enn. Veldi lýðs í verki og anda vaki meðan fjöllin standa yfir vorri ungu. pjóð. Hvorki auður, ætt né staða örlög pín né rétt má skaða; gefðu sátt og sannleik hljóð; yfir dóma engir hafnír, allir fyrir lögum jafnir — aldrei svikið saklaust blóð. ¥ » Frelsi lýðs er tvlrœð ’tunga, trygg pann grundvöll, ríkið unga, musterið sem mikla ber. Miskunn guðs og manna hylli, mátt og vizku, dug og snilli, berðu sjálf í brjósti pér. Hlutdeild áttu í heimi öllum, hlutgeng ertu pjóðum snjöllum, hlutvönd sértu hvar sem er. « Lifsins andinn eini, sanni, ástúð sú, er hverjum manni opnar fegurst unaðslönd, ■ leiði pig til heima hœrri, hugans inn á verksvið stœrri, knýtt við pjóða brœðrabönd. — Landnám pinna öldnu alda óborningar munu gjalda púsundfalt frá Þorfinns strönd. ísland — „langt frá öðrum pjóðum/ áður fyrr var sagt í Ijóðum meðan lögð var leið um ver. Nú er loftöld Ijómans bjarta, landíð orðið jarðar hjarta, heimur dagleið hvar sem er. Flugöld nýrra frjálsra heima friðarveldi pitt mun geyma betur öllum heimsins her. Fögnum nýjum frel'sisdegi frœndanna i austurvegi, syngjum nýjan sálm með peim. Ský pótt feli heims-sól hlýja, horfum fram á gullöld nýja 'gegnum stundar eld og eim. Yfir vogrek allra tiða, upp i himin frjálsra lýða fagnandi við fljúgum heim. í \ Heiðri krýnd og ástaranda yngsta pjóðin Norðurlanda sértu í heimsins sögu og óð. Brenni eldar andans forna uppi á tindum nýrra morgna: orðlist Snorra og Egils Ijóð. Blessist pú um aldir alda íslenzk prenning máttarvalda: ríki lýðsins, land og pjóð. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.