Tíminn - 28.08.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.08.1945, Blaðsíða 7
64. blað sni Maðurinn, sem sést á miðri myndinni, er Stimson hermálaráðherra Banda- ríkjanna. Hann hefir gegnt því starfi öll stríðsárin. Hann er kominn talsvert á áttræðisaldur, en er ern og heilsuhraustur í bezta lagi. Mynd þessi er af málverki eftir danska málarann Kaj Eistrup. Nefnir hann það: Hestar. Eistrup er talinn einna fremstur af þeim málurum m'eðal Dana, er fylgja hinum nýju stefnum í málararlistinni. iHyiidatft-éttit' 'i i Skortur er nú á vinnuafli við húsaviðgerðir í Bretlandi og hafa því allmargar konur verið teknar í þessa vinnu. Hér á myndinni sjást tvær konur við slíka vinnu.. Þcgar Eisenhower hershöfðingi kom til New York fyrir skömmu, var honum fagnað af óhcmju mannfjölda. Honum var ekið um götur borgarinnar fram og aftur eða alls 59 km. vegalengd og hvarvetna- var honum fagnað af mikl- um mannfjölda. — Mynd þessi var tekin af honum við það tækifæri. IVTV, {ii’iðjinlagiiui 28. ágást 1945 7 FLUGVÖLLUR í VESTMANNAEYJUM Á seinasta Alþingi voru veitt- ar 300 þús. kr. til. flugvallar í Vestmannaeyjum. Hefir verið unnið að undirþúningi þessa verks að undanförnu og er ný- lega búið að bjóða það út. Ráð- gert er að byggja eina renni- braut 800 m. langa og 60 m. á breidd. EimskipaféLsemur um smíði tveggja skipa Eimskipafélag íslands hefir samið við Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn um smíði á tveim flutningaskipum. Verða skip þessi af sömu gerð og jafn- stór eða 2600 smál. hvort. Far- þegarúm fyrir 12 farþega verð- ur í hvoru skipi. ífyrra skipið verður tilbúið í nóvember 1946, en hitt í febrúar 1947. Innbrot á Akranesi Um fyrri helgi var brotizt inn í skrifstofuhús Haraldar Böð- varssonar & Co. á Akranesi og stolið þaðan ávísanahefti, en til- raunir gerðar til þess að brjóta upp peningaskáp. Innbrotið var framið að nóttu og farið inn um glugga á bak- hlið hússins. Hafði rúðan verið brotin. Þjófurinn hafði reynt að opna peningaskáp með verkfær- um, en þegar sú tilraun mis- tókst, braut þjófurinn upp skúffu í einkaskrifstofu Haralds sjálfs og tók þaðan eitt ávís- anahefti þar sem m. a. var full- skrifuð ávísun á 10 þúsund krónur. Ekki er vitað um að •þessi ávísun hafi verið fram- seld enn sem komið er. Á víð av ang l (Framhald af 2. síðu) sitt og því meira, sem þessi skrif þeirra hafa lengst, því betur hefir hinn aumi málstaður þeirra komið í ljós. Fyrsti þátturinn í þessum skrifum þeirra eru uppnefni um^ ritstjóra Tímans. Sést vel á því, að kommúnistar telja bezt farið, að umræður um þessi mál komist í það horf að vera uppnefni og skætingur, svo að aðalatriðin gleymist. Þetta eitt er því nokkur leiðbeining um, hver málstaður þeirra muni vera. Annar þáttur í þessum skrif- um kommúnista er sá, að ekki hafi verið byggt nóg í Reykja- vík, í ráðherratíð Eysteins Jóns- sonar.Mbl. hCfir hins vegar upp* lýst alveg nýlega, að byggt hafi verið svo mikið á þeim árum, ^.ð talsvert húsnæði hafi verið ó- notað, því að leigjendur hafi ekki fengizt. Þessi fullyrðing fellur því um sjálfa sig, enda væri það engin afsökun fyrir aðgerðaleysi nú, þótt oflítið hefði verið byggt áður. Þriðji þátturinn í þessum skrifum kommúnista er sá, að þeir hafi borið fram hinar og þessar tillögur um byggingamál- in í bæjarstjórn Reykjavíkur. Allt er þetta jafnmikið út í hött, því að eini vettvangur- inn, þar sem kommúnistar áttu að bera tillögur sínar fram, var ríkisstjórnin. Hún ein hafði valdið og hún ein gat leyst þau á landsmælikvarða, en vitanlega þarf lausn byggingamálanna að miðast við allt landið. Þetta hafa kommúnistar vanrækt, því að þeir hafa undirgengizt það með stjórnarsamvinnunni, að stórgróðamennirnir skyldu fá byggingarefnið og gróðamögu- leikar húsabraskaranna skyldu ekki skertir. Þeim hefir líka ver- ið vel vært, því að ýmsir húsa- braskarar eru framarlega í flokki þeirra og einn þeirra skipar annað ráðherraembætti flokksins. Kommúnistar komast því ekki undan því, að þeir eru samsekir íhaldsmönnum um öngþveitið í byggingar- og hús- næðismálunum og kjósendurnir eiga því jafn eindregið að hafna báðum, þegar þeir gera þessi mál upp við kjörborðið. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) vafalaust snúa sér að því af miklu kappi að beizla orkuna á þennan hátt og njóta til þess hinna ríflegu fjárframlaga op- inberra aðila. í því sambandi má geta þess, að kostnaður Bandaríkjanna við atomrannsóknir síðan styrjöldin hófst, er orðin yfir 2000 milj. dollara. Meðan kappsamlegast var unnið að því að koma upp verksmiðjum og afla efnis, unnu 125 þús. manna að þessu verki. Komið hefir verið upp tveimur geysistórum verksmiðj- um á afskekktum stöðvum í Bandaríkjunum, annari í Ten- essefylki og hinni í Washing- tonfylki. í kringum þessar verk- smiðjur hafa byggzt upp stórir bæir, annar hefir orðið um 80 þús. manns, en áður var eng- in byggð á þessum slóðum. Var taliö tryggilegast að velja verk- smiðjunum stað á sem af- skekktustum og eyðilegustum stöðum. Auk þess var svo unnið að þessum rannsóknum í nokkr- um minni verksmiðjum víða um Bamiaríkin. Fjórir visindamenn eru taldir eiga einn mesta þátt í því að finna upp atomsprengjuna. Það eru George Thomson, James Chadwich, Robert Oppenheimer og Niels Bohr. Tveir þeir fyrst- nefndu eru brezkir, sá þriðji Bandaríkjamaður og sá fjórði Dani. Tókst honum að flýja til Svíþjóðar frá Danmörku og það- an fluttu Bretar hann til Banda- ríkjanna. Svíar vissu um erindi hans og var hans stranglega gætt fyrir þýzkum flugumönn- um meðan hann var í Sví- þjóð. Tveir þýzkir Gyðingar, sem höfðu flúið frá Þýzkalandi undan nazistum, Rudulf Peierls og Frans Simon, eru taldir hafa veitt mikilvæga aðstoð og einn- ig margir fleiri brezkir, banda- riskir og kanadískir vísinda- menn. Talið er, að Þjóðverjar hafi verið langt komnir í því að finna upp atomsprengjuna, þegar þeir urðu að gefast upp, og Hitler hafi átt við hana, þegar hann var að spá því, að bráðlega yrði tekið i notkun leynivopn, er myndi tryggja Þjóðverjum sigur. Þjóðverjar unnu aðallega að þessari uppfinningu í Rjukan í Noregi. Telja margir, að það eigi einna drýgsta þáttinn í því, að þeir urðu ^f seinir á sér, að norskum hermönnum, sem komu frá Bretlandi, tókst að vinna miklar skemmdir á bækistöðvum Þjóðverja þar. Einnig urðu .þær fyrir miklum loftárásum. Áður en atomsprengj unni var varpað á Hiroshima, hafði ein slík sprengja verið notuð í til- raunaskyni. Fór sú tilraun fram á eyðimörku í New Mexiko. Sprengjan var látin falla niður úr háum stólpa og voru engir nær sprengjustaðnum en 10 km. Jarðraskið , af völdum sprengj- unnar var stórkostlegt, en það, sem vakti þó mesta furðu þeirra, er fylgdust með sprengjunni, var ægilega sterkt ljós, sem mynd- aðist við sprenginguna. Mikils hita varð vart í ‘margra km. fjarlægð frá sprengjustaðnum. Tundurdufl spryngur Aðfaranótt síðastl. föstudags sprakk tundurdufl við Vest- imnnaeyj ar. Varð mikil speng- ing, er duflið sprakk, svo að austustu húsin á eyjunni skulfu. Ennfremur brotnuðu rúður í nokkrum húsum, t. d. tólf í einu þeirra. ISLENZK FRIMERKI, hrein og ógölluð, keypt afarháu verði. Sendið frímerkin, og að lokinni athugun verður yður send greiðsla við fyrstu hentug- leika. Vantar duglega og áreið- anlega umboðsmenn í sveitum og kaupstöðum til að kaupa ís- lenzk frímerki. Mjög .góð ó- makslaun. BÓKABÚÐIN FRAKKASTIG 16 Reykjavík. — Sími 3664. —■— ----—-—■— ------—------—-—■————---------—— . Þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir og skeyti á sextíu ára afmœlinu. Guðrún Guðjónsdóttir Köldukinn. \ N til Á> ***** ’SmX Or-hotrp ! ♦L tm J 'KAkAR 1 FAliAMlkODDr *"■ *«* toUbm*,, , S> lúw* BwÍh,, J* * "\V SjÓNAimÓLI NORDLENDIM SÁDIS Dfi SAfiA;L ..*V4;| i.2%^ ^ \ '■41“ jóðhálíðarljalii D A G U R, f jölbreyttasta vikublað landsins, 8 til 10 síður lesmál, kost- ar aðeins 15 krónur á ári. — Allir, sem vilja fylgjast með tíðindum utan af landi, þurfa að lesa DAG. í Reykjavík tekur afgreiðsla Tímans á móti áskriftum, en blaðið fæst í lausasölu í Bókabúð KRON. — DAGUR, Akm-eyri. t \ óskar eftir skipasmiðnm og' trésmiðum nú fieg’ar. — Upplýsingar lijá fulltrúa, Páli Pálssyni, símar 4807 1683 eða for- stjóranum. The World’s News Seen Through The Christian Scienœ Monitor An Intcrnational Daily Nru/sþaper is Truthful—Constructíve—Unbiased—Free from Sensatíonal- ism — Editorials Are Timely and Instructíve and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Sectíon, Malce the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christían Science Publishing Society Oné, Norway Street, Boston, Massachusetts Price £ 12.00 YeariyK or £.1.00 a Month. Saturday Issue, induding Magazine Section, £2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Iisues 25 Cents. Raftækjavinnustofan Selfossl framkvæmir allskouar rafvirkjastö r Jf. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. AAAAAAAAAAAA A. j*. jtl^ Ak dK . >. .íiíiW aI UTBREIÐIÐ TIMANN i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.