Tíminn - 28.08.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímarttiS um
þjjóðfélatfsmál.
Deir, sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, inn-
lend otf útlend, þurfa a& lesa Dagskrá.
AHMLL TÍMANS ^
Fjórtán sýslur hafa kosið
fuiltrúa á bændafundinn
Hinar sýslnrnar kjósa fulltrúa um
næstn helgi.
Fjórtán sýslur eru nú búnar aff tilnefna fulltrúa á landsfunð
bænda, sem verffur haldinn 7. september næstkomanði. Full-
trúarnir eru þannig kosnir, aff hvert búnaffarfélag tilnefnir tvo
menn á sýslufund, en hann kýs síffan tvo menn á landsfundinn.
Þær sýslur, sem enn hafa ekki tilnefnt fulltrúa, munu ljúka því
um næstu helgi.
23. ágúst, fimmtudagur:
Stjórnarfarið í
Itúmeníu.
Rúmenía: Mikael Rúmeníu-
konungur sendi ríkisstjórnum
Bandamanna ósk um aðstoð til
að koma fótum undir lýðræðis-
stjórn í landinu. Telur hann nú-
verandi stjórn minnihlutastjóm
og gagnrýnir framferði hennar.
Rússland: Tilkynnt að Rússar
séu búnir að hertaka alla Man-
sjúríu, Sakaliney og tvær Kur-
ileyjar.
Bandaríkin: De Gaulle og
Bidault komu til Bandaríkjanna
i boði Trumans forseta.
Danmörk: Lauk landsfundi
danska jafnaðarmannaflokks-
ins. Hedtoft Hansen var endur-
kosinn formaður. Samþykkt var
mjög róttæk stefnuskrá.
24. ágúst, föstuðagur:
Kosningafrestnn
í Búlgaríu.
Búlgaría: Búlgarska stjórnin
tilkynnti, að hún frestaði þing-
kosningunum, er var búið að
auglýsa um helgina. Ástæðan er
mótmæli Breta og Bandaríkja-
manna gegn kosningafyrirkomu-
laginu.
Noregur:, Blöð jafnaðarmanna
flokksins telja að sameiningin
við kommúnista sé komin út
um þúfur, þar sem þeir hafi
brugðist samkomulaginu.
Bandaríkin: Tilkynnt, að her-
námi Japans verði frestað um 2
sólarhringa frá því, sem ákveð-
ið hafði verið, vegna óveðurs. —
Tilkynnt, að Bretar myndu her-
nema Hongkong.
Færeyjar: Tólf þingmenn,
fulltrúar Folkaflokksins og Sjálf
stæðisflokksins, lögðu niður
þingmennsku og kröfðust kosn-
inga í mótmælaskyni gegn því,
að inneignir Færeyinga í Bret-
landi yrðu lagðar inn á reikning
danska þjóðbankans.
25. ágúst, laugardagur:
Yfirgefa Rússar
Bornholm?
Danmörk: Tilkynnt, að herlið
Breta og Bandaríkjamanna
verði farið úr Danmörku fyrir
1. okt. næstkomandi og verður
Danmörk þá laus við erlqpdan
her í fyrsta sinn I rúmlejsa 5
ár. Mikið er um það rætt, hvort
Rússar fari frá Bornholm um
sama leyti og þykir horfa ískyggi
íega, ef þeir gera það ekki.
Indland: Wavell varakonung-
ur Indlands lagði af stað til
Bretlands til þess að ráðgast við
brezku stjórnina um Indlands-
málin. .
26. ágúst, sunnudagur:
Samið um Mansjúríu.
Kína: Birtur var í Chungking
samningur milli Rússa og Kín-
verja. Rússar viðurkenna þar
yfirstjórn Kínverja í Mongólíu,
en Kínverjar leppstjórn Rússa
í Ytri-Mongólíu. Járnbrautir í
Mansjúríu skulu þó vera undir
sameiginlegri stjórn Rússa og
Kínverja, og Rússar skulu hafa
aðgang að flotahöfninni í Port
Arthur næstu 30 árin.
Þær kosningar, sem blaðinu
er kunnugt um, hafa farið á
þessa leið:
Snæfellsnessýsla: Gunnar
Guðbjartsson, Hjarðarfelli, séra
Jósep Jónsson, Setbergi.
Dalasýsla: Halldór Sigurðsson,
Staðarfelli, Þórólfur Guðjóns-
son, Fagradal.
Vestur ísafjarffarsýsla: Guð-
mundur Ingi Kristjánsson,
Kirkjubóli, Jóhannes Davíðsson,
Hjarðardal.
Norffur-ísafjarffarsýsla: Jón
Fjalldal, Melgraseyri, Þórður
Hjaltason, Bolungarvík.
Austur-Húnavatnssýslu: Séra
Giunnar Árnason, Æsustöðum,
Hafsteinn Pétursson, Gunn-
steinsstöðum.
Skagafjarffars.: Bjarni Hall-
dórsson, Uppsölum, Jón Jóns-
son, Hofi.
Eyjafjarffarsýsla: Einar Árna-
son, Eyrarlandi, Hólmgeir Þor-
steinsson, Hrafnagili.
Suffur-Þingeyjarsýsla: Björn
Sigtryggsson, Brún, Jón Gauti
Pétursson, Gautlöndum.
Norffur-Þingeyjarsýsla: Bene-
dikt Kristjárísson, Þverá, Eggert
Ólafsson, Laxárdal.
Austur- Skaftafellss.: Kristj án
Benediktsson, Einholti, Steinþór
Þórðarson, Hala.
Vestur- Skaftaf ellss.: Sveinn
Einarsson, Reyni, Þórarinn
Helgason, Þykkvabæ.
Rángárvallasýsla: Erlendur
Árnason, Skíðbakka, Sigurjón
Sigurðsson, Raftholti.
Árnessýsla: Bjarni Bjarnason,
skólastjóri, Stefán Diðriksson,
Minni-Borg.
Einnig mun vera búið að
kjósa fulltrúa í Vestur-Barða-
strandarsýslu.
Til fundarins er boðað af
Búnaðarsambandi Suðurlands,
en Seinasta Búnaðarþing heim-
ilaði stjórn Búnaðarfélags ís-
lands að löggilda hann sem
stofnþing stéttarsambands
bænda, er það ákvað að stofna,
ef fundurinn féllist á það.
Skipun búnaðarráðs
Skipun búnaðarrábs
(Framhald a/ 1. síSu)
lenzkra bænda verzla við kaup-
félögin.
Um traust það, Sem sumir
búnaðarrásmennirnir njóta með
al bændanna, mætti lika sitt-
hvað segja. Einir 9 þeirra hafa
t. d. árangurslaust reynt að verða
þingmenn. Og víst er það, að
búnaðarráðið myndi líta æði-
mikið öðruvísi út, ef það hefði
verið valið af bændum.
Aukin samtök bænda
og búnaðarrátf.
Sú ráðstöfun landbúnaðarráð-
herra að tilnefna menn í búnað-
arráðið, sýnir glöggt, að stjórn-
in ætlar ekki að taka þá kröfu
til greina, að kveðja saman Al-
þingi og láta það fella úrskurð
um verðlagslögin áður en þau
koma til framkvæmda. Tilnefn-
ing hans á meirihlutanum í ráð-
inu er líka glögg sönnun þess,
hvernlg stjórnin hyggst að nota
það. Fyrir bændur skiptir það
því meginmáli að efla samtök
sín sem bezt og standa bak við
þá menn, sem öruggastir eru í
búnaðarráði, hvaða flokki sem
þeir tilheyra. Ef bak við þessa
menn er staðið með öflugum
samtökum, má svo fara, að hinn
lélegri hluti búnaðarráðs, sem
landbúnaðarráðherra bersýni-
lega treystir á að hann geti haft
í hendi sér, bogni undir afli á-
takanna og vinni verk sitt sæmi-
lega. Það er nauðsynlegt fyrir
bændur að láta þessa menn vita
það ,að það verður ekki horft
á þá með sérstaklega hýrum
augum í sveitum landsins, ef þeir
láta nota sig tíl þess verks, sem
ríkisstjórnin hefir vafalaust í
hyggju.
En þó að það kunni að takast
með sterkum samtökum að koma
þannig í veg fyrir það verk, sem
landbúnaðarráðherra ætlar búrí-
aðarráði að vinna, er vitanlega
ekkert viðunandi í þessum mál-
um, nema það eitt, að bændur
taki þessi mál aftur í sínar hend-
ur og löggjöfin um búnaðarráð
hverfi sem auðvirðileg ofbeldis-
tilraun. En þetta getur þó því
aðeins orðið, að bændur efli
samtök sín og fylki sér saman
um að heimta þetta vald í hend-
ur stéttarinnar. Úr baráttunni
fyrir þessu máli má enginn
bóndi, sem ann stétt sinni, sker-
ast úr leik.
Merkilegur
fornleifafundur
(Framhald af 1. siðu)
atriði að ræða, ef svo er, sem
okkur virtist.
Við fundum einnig miklar
menjar um rauðablástur, bæði
mýrarauða og gjall. Gripi fund-
um við aftur á móti fáa, nema
steinker mikið, sem fellt var
inn í vegginn í skáladyrum. Hef-
ir það sennilega verið mundlaug.
Þá fundum við einnig allmikið
af kljásteinum í einu horni
stofunnar, og er líklegt, að þar
hafi vefstóll hinna fornu ibúa
staðið.
Er af öllu ljóst, að þarna hefir
verið hið myndarlegasta býli.
Eru þó til aðrar rústir mun
stærri þarna á afréttinum, svo
senj að Laugum. Sá bær hefir
staðið vestar, nær Hvltá.
í öllum húsarústunum, sem
við grófum upp, var lag af ljós-
leitum vikri, sams konar og í
Þjórsárdal. Samkvæmt kenningu
dr. Sigurðar Þórarinssonar féll
þessi vikur í Heklugosi árið 1300.
Er það álit okkar, að þessi byggð
þarna á afréttinum hafi farið í
eyði um sama leyti og Þjórsár-
dalur vegna eldgoss og vikur-
falls.
Þarna umhverfis Þórarinsstaði
er nú mjög blásið land, grýttir
melar og móarof. En til forna
hefir þarna verið skógi vaxið
land, sést það meðal annars á
rauðablástrinum. Þá sáust þess
einnig glögg merki, að umhverf-
is Þórarinsstaði hefir skógar-
kjarr verið brennt, þegar land
var rutt fyrir bæjarstæði.
Þessi uppgröftur var allur
unninn í sjálfboðavinnu, þar sem
ekkert fé er fyrir hendi til slíkrá
ratfnsókna.
Fundur þessi hefir vak-
ið mikla athygli, og hefir fólk
úr uppsveitum Árnessýslu þegar
gert sér ferð upp á öræfin til
þess að sjá þessi endurfundnu
híbýli hinna fornu íbúa héraðs-
ins, sem fyrir hálfri áttundu
öld hafa orðið að flýja óðöl sin.
Þeir Kristján Eldjárn og Bjarni
Vilhjálmsson eru enn uppi á
Hrunamannaafrétti og munu
verða þar fram eftir þessari
viku. Eru þeir að gera ýmsar
nánari rannsóknir á rústunum,
mæla þær og teikna. Mun Krist-
ján Eldjárn að sjálfsögðu síðar
skýra frá þessum fornminja-
fundi á vísindalegan hátt.
Landbúnaðarráðherra skipaði
siðastliðinn laugardag 25 menn
í búnaðarráðið, sem sett er á
stofn samkvæmt hinum nýju
verðlagslögum stjórnarinnar.
Fara hér á eftir nöfn þeirra
manna, er skipa ráðið, en nán-
ar er um þessa skipun rætt í
grein á 1. síðu blaðsins:
Aðalmenn:
Guðmundur Jónsson búnaðar-
skólakennari, Hvanneyri, Ólafur
Bjarnason hreppstj., Brautar-
holti. Davíð Þorsteinsson hrepp-
stjóri, Arnbjargarlæk, Sigtrygg-
ur Jónsson hreppstjóri, Hrapps-
stöðum, Snæbjörn Thoroddsen
sýslunefndarm., KvígindiáÖal.
Kristján Guðmundsson bóndi,
Arnarnúpi, Dýraf., Bjarni Sig-
urðsson bóndi, Vigur, Skúli
Guðjónsson bóndi, Ljótunnar-
stöðum, Strandasýslu, Friðrik
Arinbjarnarson hreppstjóri,
Stóra-Ósi, Jón Stefánsson odd-
viti, Kagarhóli, Bessi Gíslason
hreppstjóri, Kýrholti, Stefán
Stefánsson, bóndi.V Fagraskógi,
Ólafur Tryggvason bóndi, Veisu,
Jón Guðmundsson bóndi, Garði,
Gísli Helgason bóndi Skógar-
gerði, Sveinn Jónsson bóndi Eg-
ilsstöðum, Ásmundur Sigurðsson
bóndi, Reiðará, Björn Runólfs-
son hreppstjóri, Holti, Guð-
mundur Erlendsson bóndi, Núpi,
Ágúst Helgason bóndi, Birtinga-
holti, Jón Árnason framkv.stj.,
Reykjavík, Helgi Bergs, framkvx-
stjóri, Reykjavík, Jónas Krist-
jánsson mjólkurbússtjóri, Akur-
eyri, Kristján Karlsson skólastj.,
Hólum, Einar Ólafsson bóndi,
Lækjarhvammi.
Varamenn:
Guðmundur Jónsson bóndi,
Hvítárbakka, Gestur Andrésson
hreppstjóri, Hálsi, Þorvaldur
Jónsson bóndi, Hjarðarholti,
Guðmundur Theódórs bóndi,
Stórholti, Magnús Ingimundar-
son hreppstjóri, Bæ, Kristján
Jóhannesson bóndi, Hjarðardal,
Önundarfirði, Sturlaugur Ein-
arsson bóndi, Múla, Gunnar
Þórðarson bóndi, Grænumýrar-
tungu, Óskar Teitsson bóndi,
Víðidalstungu, Sigurður Er-
lendsson hreppstjóri, Giljá, Árni
Sveinsson bóndi, Kálfsstöðum,
Jónas Pétursson bóndi, Hrana-
stöðum, Jón Gauti Pétursson
bóndi, Gautlöndum, Guðmund-
ur Vilhjálmsson bóndi, Syðra-
Lóni, Aðalsteinn Jónsson bóndi,
Vaðbrekku, Páll Guðmundsson
bóndi, Gilsárstekk, Sigurður
Jónsson bóndi, Stafafelli, Kjart-
an L. Magnússon bóndi S,-
Hvammi, Bogi Thorarensen
bóndi, Kirkjubæ, Skúli Gunn-
laugsson bóndi, Bræðratungu,
Helgi Pétursson fulltr., Reykja-
vík, Guðmundur Árnason bóndi,
Múla, Sveinn Tryggvason ráðu-
nautur, Rvík, Klemens Krist-
jánsson tilraunastjóri, Sáms-
stöðum, Björn Birnir bóndi,
Grafarholti.
Guðmundur Jónsson búnaðar-
skólakennari, Hvanneyri, er
skipaður formaður Búnaðarráðs
og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum,
varaformaður Búnaðarráðs.
Eiga togarafélögin . ..
(Framhald af 1. síöu)
úlfur mestu. Kommúnistar
heimta sem mest rikisafskipti og
myndu ekki telja illa farið, þó
að ríkið sæti eftir með skipin og
þyrfti sjálft að annast rekstur
þeirra. Kveldúlfi er líka vel
vært, að þurfa ekki að leggja
fé sitt í áhættu og geta átt það
óskert til síðari tima, þegar
skipakaup verða að öllum lík-
indum hagkvæmari en nú.
En það er almennings í land-
inu að segja til um það, hvort
hann vill fallast á þann samn-
ing stórgróðavaldsins og kom-
múnista, að ríkið sé látið taka á
sig margra tuga miljóna króna
áhættulán vegna skipakaupa
meðan skatthlunnindafé stórút-
gerðarinnar, sem á að notast til
þessara hluta er látið óskert. Það
er hans að gefa nú ríkisstjórn-
inni aðhald, sem nægi til þess
að stórútgerðarfélögin sleppi
ekki undan þeirri skyldu, sem á
þeim hvilir í þessum efnum, og
þau komi ekki þeirri áhættu af
sér yfir á ríkið, sem skattfríð-
indin leggja þeim á herðar.
Annars er það talandi tákn
um það, hver áhrif dýrtíðar-
stefna ríkisstjórnarinnar hefir
í þessum efnum, að nú virðist
tregða hjá útgerðarmönnum til
að ráðast i skipakaup og ríkis-
stjórnin þarf að hafa forgöngu
í þeim efnum, en eftir seinustu
heimsstyrjöld voru keyptir um
40 togarar til landsins á skömm-
(jatnla Bít % ja Bíc
Systurnar og sjohoinn (Two Girls and a Sailor) Sýnd kl. 9. f SKIPALEST (Corvette K-225 Mjög spennandi sjóhern- aðarmynd. Aðalhlutverk: Noah Beery, Ella Raines, Randolph Scott. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9
Dularfullur dauffdagi. (Keeper Of The Flame) Spencer Tracey, Katherine Hepburn. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5
'Tjat'Warbíó
, SÓLBRÁÐ ■ ný ljóðabók eftir . GUÐMUND INGA KRISTJÁNSSON i er komin í bókaverzlanir.
Fótatak í myrkri (Footsteps In The Dark) Afar spennandi og gaman- söm lögreglusaga. Errol Flynn, Brenda Marshall. Sýning kl. 5, 7 og 9.
Þökkum innilega hina miklu samúff og vinsemd, er okk-
ur hefir veriff sýnd í sambandi viff andlát og útför
Sig'urðar Tliorlaclus,
skólastjóra.
ADSTANDENDUR.
Ú R B Æ N U M
Utanför vegna útvarps-
hallarinnar.
Þeir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri,
Gunnlaugur Briem, yfirverkfræðingur
Landssímans og útvarpsins og Ágúst
Pálsson byggingameistari, eru ný-
komnir heim flugleiðis frá New York,
þar sem þeir hafa dvalizt um skeið og
starfað að undirbúningi væntanlegrar
útvarpshallar í Reykjavík. Var undir-
búningur þessi hafinn fyrir allöngu
sðan og er talsvert fé fyrirliggjandi til
byggingarinnar. Útvarpið býr nú við
mjög ófullnægjandi húsakost.
Drukkinn maffur *
stelur bifreiff.
Síðastl. laugardagskvöld var bifreið-
inni R-1758 stolið. Stóð bifreiðin fyrir
framan húsið nr. 6 við Vífilsgötu.
Er menn urðu varir við stuldinn
gerðu þeir lögreglunni þegar aðvart.
Fannst bifreiðin eftir skamma stund
í járnhrúgu, sem er inn við Sjóklæða-
gerð. Sökudólgurinn, sem var drukkinn
var að reyna að koma henni af stað
aftur, en árangurslaust. Bifreiðin, sem
er eign G. Helgason og Melsted, var
mjög mikið skemmd.
Sigurbjörn Þorkelsson
fyrrverandi kaupmaður í Vísi varð
sextugur síðastl. laugardag. Sigurbjörn
er kunnur hér i bænum og vinmargur.
Byggingarsamþykkt og ^
launareglugerff. X
Á seinasta bæjarstjórnarfundi var
samþykkt ný byggingarsamþykkt fyrir
bæinn. Gengur hún í gildi 1. september
n. k. Ennfremur var samþykkt ný
launareglugerð, sem hækkar verulega
kaup margra starfsmanna bæjarins.
Sjómannablaffiff Víkingur,
8 tölublað, er komið út. Gils Guð-
mundsson rithöfundur hefir nú tekið
við ritstjórn blaðsins. Ýmsar athyglis-
verðar og fróðlegar greinar birtast í
þessu blaði.
Jarðarför Sigurðar
Thorlacíus
Umferffarljósmerki.
Lögreglustjóri hefir lagt til við bæj-
arstjómina að komið verði upp um-
ferðarljósmerkjum á 15 gatnamótum í
bænum. Er nú verið að athuga kostn-
aðinn við þessa framkvæmd.
Strönduffu skipi náff út.
Síðastl. föstudag tókst að ná út
tundurspillinum, sem strandaði í Viðey.
Dráttarbáturinn Magni náði skipinu
á flot. Hafði H. f. Keilir keypt það og
var farið með það inn að smiðju
Keilis, en þar mun það verða rifið.
Sigurður Torlacius skólastjóri/
var borinn til moldar á föstu-
daginn var. Fór útförin fram frá
dómkirkjunni, og jarðsöng séra
Jakob Jónsson.
Kistuna báru ýmsir samstarfs-
menn og sveitungar Sigurðar.
Jarðarförin var mjög fjölmenn
og bar glöggan vott um hinar
miklu vinsældir Sigurðar. Minn-
ingargrein um Sigurð birtist í
næsta blaði.
Vörubíl stoliff.
í fyrrinótt var vörubifreiðinni R-2369
stolið. Bifreiðin sem er eign Vegagerðar
ríkisins, stóð fyrir utan húsið nr. 49
við Laugaveg. Bifreiðin hafði ekki
fundist seint í gær. «*•
Brotizt inn í Nýborg.
Síðastl. sunnudag var brotizt inn í
Áfengisverzlun ríkisins við Skúlagötu.
Hafði þjófurinn komizt inn%um glugga,
sem snýr út í port, sem er bak við vín-
geymsluna. Þurfti þjófurinn að brjóta
upp járnhlera, sem er fyrir glugganum
áður en hann komst inn. Ekki er enn
víst hve mikið af áfengi hann hefir
haft með sér. Mál þetta er í rannsókn
og hefir sökudólgurinn ekki fundizt.
um tíma, án þess að ríkisvaldið
hefði nokkur afskipti af þeim
málum. Má vissulega margt af
þeim samanburði læra.
Jarðskjálftakippur
Aðfaranótt síðastl. miðviku-
dags varð vart við jarðskjálfta-
kipp á Rangárvöllum. Einnig
varð fólk í Landsveit og Fljóts-
hlíð vart við jarðskjálftakipp
þennan.
í greininni
„Hrun og viffreisn“ á 3. síffu
blaffsins hefir í nokkrum hluta
upplagsins orðiff meinleg prent-
villa. Ofarlega í þriffja dálki seg-
ir, aff slíkir menn sem Ólafur
Thors hafi óvíða fundizt, nema
þá kannske í Bandaríkjunum.
Hér á aff standa: Slíkir menn
hafa óvíffa fundlzt, nema þá
kannske í BALKANRÍKJUNUM
I
/