Tíminn - 21.09.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1945, Blaðsíða 5
71. blað TÍMIM, föstndaglim 21. sept. 1945 MJm þetta leyti fyrir 45 árutn: Atakanleg sjóferö Atvinnulíf og viðskiptahættir íslendinga hafa miklum breyt- ingum tekið síðustu þrjá aldar- fjórðungana og það þótt skemmri tími sé til tekinn. Með hverjum áratug að kalla, hefir eitthvað af því gamla horfið lir sögunni fyrir fullt og allt og nýtt komið í staðinn. Og enn eru þessar hraðfara breytingar að gerast, þótt við gefum þeim ef til því niður í lestarnar. Verst af öllu var svo sjálf sjóferðin. Lest- arnar voru illa búnar til slikra flutninga, loftrás engin og hin- ir mestu erfiðleikar á að gefa skepnunum og vatna þeim. Út yfir tók þó, ef skipin hrepptu vond veður og velktust í hafi. Þá köstuðust skepnurnar til eftir því sem fleyturnar veltust, mörðust og limlestust, og stundum köfn- fslenzkir sauðir, komnir á land í Englandi. vill ekki svo mikinn gaum. Þær koma betur í ljós, þegar nokkur tími er umliðinn og mönnum veitist ráðrúm til þess að staldra við og líta yfir farinn veg. Sú var eitt sinn tíðin, að eitt af meginútflutningsverðmætum þjóðarinnar voru lifandi sauðir, sem fluttir voru til Bretlands. Stóð sú verzlun með blóma um nokkra áratugi. Munu þau viðskipti hafa haf- izt árið 1866, er tvö ensk sauða- tökuskip voru send hingað til lands, og átti annað að taka fé af Þingeyingum, en hitt í Suð- ur-Múlasýslu. Skipið, er taka átti fé í Þingeyjarsýslu, komst þó aldrei á áfangastað. Það strandaði í upphafi ferðgr við Skotlandsstrendur. Hitt skipið komst heilu og höldnu alla leið. Tók það rösk tvö þúsund fjár, og var það fyrsti farmurinn, sem héðan var fluttur. En heldur mun þessi ferð hafa gefið slæma raun, og olli því margt — ekki sízt, hve flutningurinn gekk erfiðlega og útbúnaður skips- ins hentaði illa því verkefni, er það skyldi leysa. Lágu fjárflutn- ingar þessir því niðri um skeið og hófust ekki aftur fyrr en 1871, að 600 kindur voru enn fluttar úr Suður-Múlasýslu. Fór upp úr því að lifna yfir fjársölu til Englands. En verulegur skrið- ur komst þó ekki á þessi við- skipti fyrr en nokkrum árum síðar, að Coghill gamli, enskur fjárkaupmaður, er um skeið var á hvers manns vörum hér á landi, tók að hefja hér fjárkaup i umboði annars ensks kaup- manns, Slimons. Höfðu þessi við- skipti mjög mikla þýðingu fyrir þjóðina, ekki sízt vegna þess, að féð var borgað með gulli út í hönd. En .slíku áttu menn ekki að venjast. Þá þekktist ekki annað en vöruskiptaverzlun. Straumhvörf um sölu slátur- fjár urðu ekki fyrr en eftir alda- mótin síðustu, að sláturhús tóku að rísa hér upp og kjötsala til annarra landa hófst. Verðúr sú saga ekki rakin hér. Það var að því vikið^ upphafi, að fyrstu fjárflutningarnir 1866 hefðu reynzt allerfiðir og gefið miður góða raun. Enda mun það ekki hafa verið eina skiptið sem allsvakksamt var í þessum flutningum. Frá sjónarmiði mannúðar, er saga þessara við- skipta hin mesta hörmungasaga. Eftir sumarlangt frjálsræði á af- réttum landsins var féö rekið til byggða. Þaðan var söluféð síð- an rekið óraleið til útflutnings- hafnar yfir heiðar og óbrúuð stórfljót og aðrar torfærur, og siðan varð það iðulega að bíða marga daga eftir komu skipsins, hálfsvelt og hrakið. Stöku sinn- um kom fyrir, að fjárkaupaskip- ið kom alls ekki, og þá vatð að reka allan hópinn heim aftur eða selja smánarverði. Þegar skipið kom, hófst út- skipunin á prömmum og bátum, og má geta nærri, hvernig með- ferðin hefir oft verið, ekki sízt við skipshlið, þar sem útlendir sjómenn tóku við fénu, hand- lönguðu það um borð og dengdu uðu þær í stórhópum. Var sízt að furða, þótt féð væri ömur- lega til reika, er það var loks komið á land í Englandi, enda myndu íslenzku fjármennirnir varla hafa þekkt sauði sína aft- ur, ef þeir hefðu séð þá þar, sinnulausa, þústaða og dapur- eygða. En hér braut nauðsyn lög. Þessi saga endurtók sig á mis-*’ munandi hörmulegan hátt í hverri ferð sauðatökuskipanna, enda gerðar um það leyti árs, er allra veðra var von á opnu úthafi. Einna átakanlegust mun þó ferð enska skipsins „Bear“ í síðari hluta septembermánað- ar árið 1900 hafa verið, þótt ekki væri það eins dæmi, er þá gerð- ist. Sauðaverzlunin hafði þá að miklu leyti færzt yfir á nýjar hendur. Um miðjan /september kom enskt skip, „Bear“ frá Glas- gow, er var á vegum þeirra Jóns Vídalíns og L. Zöllne'rs, sem þá voru alkunnir menn í íslenzku viðskiptalífi, i Eyjafjörð, og átti það að taka sauðafarnuá Sval- barðseyri, sem og var gert. Var það alls 2600 fjár, er skipið tók. Lét það síðan úr höfn og ætlaði beina leið til Englands með farm sinn. En er það var miðja vega milli íslands og Skotlands, skall á aftakaveður, er meðal annars olli hér stórtjóni á sjó og landi hinn 20. september. Það var þá, er átján menn úr Arnarfjarðar- dölum drukknuðu í fiskiróðri, og margir fleiri förust af völdum þess. Er sjór tók að ganga yfir skip- ið, lét skipstjórinn, Potter að nafni.loka hlerunum.Sat þar við í fjóra daga, og má nærri geta, hvernig andrúmsloftið hefir verið í lokuðum lestunum, þar sem kind stóð við kind, eins þétt og við varð komið. Þar við bætt- ist, að skipið kastaðist til eins og kefli, svo að féð lá til skiptis í kös út í hliðunum. Kafnaði það og tróðst undir hundruðum sam- an. En þessari hroðalegu sögu er ekki þar með lokið. Skipstjóri tók nú að óttast um skip sitt, enda var það orðið laskað, eftir áföll, sem það hafði hlotið, stýr- ið brotið og skipsbátarnir lið- aðir í sundur. Skipaði hann þá svo fyrir, að lestarnar skyldu ruddar. Var þá nær tvö þúsund fjár varpað í sjóinn, flestu dauðu og hálfdauðu, en sumu iifandi. Sögðu þeir það síðar; sumir hinna útlendu manna, sem að því starfi gengu, að sér hefði runnið til rifja að draga skepnurnar úr lestunum og sjá þær fljóta hundruðum saman á freyðandi öldukömbunum um- hverfis skipið. Var þó hvorki staður né stund til þess að kveinka sér. Skipið náði loks höfn í Stor- noway á Suðureyjum, eftir mikla hrakninga. Var þeim kindum, sem þá voru enn eftir lífs í lest- unum, sleppt þar á land. Afunu þær ekki.hafa verið mikið yfir sex hundruð og flestar mjög illa til reika. Hinir fráu, þingeysku (Framhald á 7. slðu) LARS HANSEN: Fast Jpeir sóttu sjóinn FRAMHALD stundis upp í vindinn og sigldl á rjúkandi ferð út milli boða og grynninga. En stórseglið hafði ekki verið uppi nema fáar mínút- ur, er það rifnaði. Það sviptist sundur með skerandi ýli, er nísti merg og bein. Ein vindhviða reií seglið sundur frá ránni niður að beitiás, og þegar það á annað borð var farið að láta undan, veittist næstu hviðu létt að tæta það alveg í sundur. En þótt stórseglið stæðist ekki átök stormsins nema fáar mín- útur, þá var það nóg til þess, að „Noregur" komst út yfir vikina og náði innsiglingunni. Akkerið var ekki fyrr komið í botn og búið að ná haldi og skútan að rétta sig eftir vindstöðunni, en reyk tók að leggja upp úr ofnpípunni á káetunni. Klukkustund siðar voru fjórir þreyttir menn lagztir endilangir í fletin, og á jöfnum og þungum hrot- unum mátti glöggt heyra, að þeir sváfu allir, enda höfðu þeir lagzt fyrir mettir af nýjum fiski, lifur og hrognum. Þeir stein- sváfu, enda höfðu þeir verið farnir að dotta, þegar hann Lúlli hellti biksvörtu kaffinu í krúsirnar þeirra. Þó var Þór sterki þreyttastur þeirra allra, því að hann sofnaði með rjúkandi kaffikrúsina í höndunum, þegar hann var búinn að súpa tvisvar eða þrisvar sinnum á henni. Digriháls var hér um bil eina verstöðin í.Lófót, þar sem fiskur var á boðstólum daginn eftir, því að óveðrið hafði verið jafn æðisgengið á öllum Lófótmiðunum, og því linnti ekki fyrr en eftir fulla fjóra sólarhringa, svo að énglnn náði beini úr sjó. En hann Kristófer Kalvaag hafði sýnt þeim það og sannað, veiðikóngunum frá Helgelandi og Ranfirði, að venjulegur fiski- maður norðan frá Tromsö lét sér ekki blöskra að draga lóðina sína, þótt þeir flýttu sér í landvar og létu fara sem fara vildi um veiðarfærin, sjálfum sér til tjóns og sjómannastéttinni til háð- ungar. Hann var svo tannhvass, að það munaði minnstu, að hann hlyti eftirminnilega hirtingu uppi við verbúðimar — það var engum nema honum Þór sterka að þakka, að hann slapp heill á húfi á skipsfjöl á síðustu stundu. Þeir seldu fiskinn og keyptu segldúk, og Kristófer hafði nóg að gera að bæta stórseglið meðan rokið hélst. Hinir þrír áttu jafn annríkt við lóðaflækjurnar. Þarna stóðu þeir liðlangan dag- inn og skáru sundur og hnýttu saman, en þeir gátu líka hug- hreyst sig með því, að nú gætu þeir lagt sínar eigin lóðir í sjóinn eins og aðrir heiðarlegir fiskimenn, þegar óveðrinu slotaði og aftur gæfi á miðin. Árla morguns hins fjórða dags voru aftur undin upp segl á „Noregi.“ Vindur hafði gengið 1 norðvestur, svo að það var rjúk- andi byr frá Digrahálsi yfir í Brettingsnes. Á leiðinni þangað sáu þeir margt af bátum, er komnir voru á vettvang til að leita að lóðunum, er þeir höfðu lagt fyrir fjórum dögum. Þeir á „Noregi“ heyrðu hrópin og köllin langar leiðir — og þeir heyrðu það á hljóðinu, að ekki myndi allt fallegt, sem sagt var. Bátarnir voru í smáhópum hér og þaí um miðin, sumir rétt upp undir landsteinum, aðrir dýpra, allt eftir .því, hvert stormar og straumar höfðu dregið lóðirnar og vöðlað þeim saman. En það var þó ekki fyrr en öll þau hundruð báta.sem þarna höfðu átt veiðarfæri, voru komnir að landi, að deilurnar hófust eigin- lega, en þá var líka bæði bölvað og slegizt, þvi að allir vildu fá lóðirnar sínar aftur, þótt sjórinn hefði hirt megnið af þeim. Niðurstaðan varð auðvitað sú,( í þetta skipti eins og endranær, þegar svipað kom fyrir, að þeir, sem höfðu verið svo stálheppnir að krækja í einhverja löðarstubba, héldu þeim. Þeir héldu þeim í herrans nafni, og þeir, sem misst höfðu _ sitt, án þess að hreppa neitt í staðinn, urðu að kaupa sér nýjar lóðir. Og svo var allt gleymt, áður en næsti dagur rann, því að nú var nógur fiskur, svo að það var lítill tími til að sýta og syrgja hálffúna snærisspotta — allir reyndu að komast á sjóinn og leggja lóðirnar I þessu blessaða blíðskaparveðri. Allir kepptust við að beita, því að í sjólnn skyldi hver öngull komast. Þeir á „Noregi" voru hér um bil búnir að beita allar lóðirnar og sátu nú niðri í káetnni, hvíldu lúin bein og sötruðu í sig kaffisopa og átu hrökkbrauð og kalda soðningu. Þeir töluðu auðvitað um það, sem nú var umræðuefni allra: hið mikla lóðatap, sem hér um bil allir Lófótbátar höfðu orðið fyrir. Þá mælti Kristófer: — Undarleg er Guðs handleiðsla, og ég er ekki lengur í vafa um það, að honum hefir líkað það vel, að ég gaf honum Hans Mikjálssyni lóðirnar mínar í 'Tromsö. Það þarf enginn um það að efast, að það er Hann, sem öllu stjórnar. Hann lét karlana leggja lóðirnar og halda, að nú yrði gott veður. En jafnskjótt og línurnar eru komnar í sjóinn, lætur Hann rokið skella á eins og hendi sé veifað, og svo hjálpar Hann okkur til þess að draga. Ég þori að fullyrða, að það var sjálfur Herrann, sem hélt skútuskömminni á floti, þegar verstu sjóirnir dundu yfir hana, og hún virtist helzt vera á leiðinni niður á hafsbotn, enda munuð þið hafa fundið það, að það var engu líkára en henni væri stuncþjm lyft upp úr sjávarrótinu upp á næsta öldufald. En það er nú eitt, að blessaður himnajöfurinn leiðir okkur og verndar og annað, að þessi sami Herra skuli ónýta lóöirnar fyrir öllum öðrum — snúa þær sam,an í eina bendu með sínum minnsta fingri. Og hafið þið hugsað um það hvers vegna hann 'gerði það líka? — Nei, það hafið þið auðvitað ekki gert. Hann gerði það til þess að sýna okkur og sanna, að við, og engir aðrir, ættum með öllum rétti þessa stubba, sem við kræktum þarna 1 — já, við og engir aðrir. Þegar þið stóðuð þarna frammi i stefnlnu í rokinu og dróguð lóðirnar, rétt í sama bili og þeir á björgunarskútunni sigldu upp að okkur .og spurðu, hvort við þörfnuðumst hjálpar, gat ég ekki betur séð en andlitið á honum Hans Mikjálssyni gægðist upp úr lóðabendunni — ög það get ég sagt, að ég ætlaði varla að þekkja það frá postulamyndunum. Ég færi öllum þeim, sem sýndu samúð við andlát og jarðarför GnðSrúnar Björnsdóttur systur minnar, alúðarþakkir okkar aðstandenda. Reykjavík, 18. september 1945. SVEINN BJÖRNSSON. Öllum þeim, sem sýndu mér vináttu með hlýjum kveðj- um og gjöfum á sextugsafmœli minu hinn 3. september, sendi ég innilegasta þakklœti. VIGFÚS G. ÞORMAR. Ráðunautur Samband Nautgriparæktarfélaga í Skagaflrði vantar áhuga- saman og sérfróðan starfsmann frá n. k. áramótum. Grunnlaun 450—500 kr. á mánuði auk dýrtíðaruppbótar. Umsóknir sendist fyrir 1. nóvember n. k. til Mjólkursamlags Skagfirðinga, Sauðárkróki, sem gefur nánari upplýsingar. STJÓRJVIJV. Tilkynning frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Frá og með sunnudeginum 16. þ. m. hefir útsöluverð á mjólk, rjóma og skyri verið ákveðið fyrst um sinn, sem hér segir: Nýmjólk í lausu máli ............ kr. 1.82 hver líter Nýmjólk i heilflöskum ............ — 1.90 hver líter Nýmjólk i hálfflöskum ............ — 1.94 hver líter Rjómi .............. — 12.00 hver liter Skyr ................ — 3.10 hvert kíló * v Ennfremur hefir verið ákveðið eftirfarandi heildsöluverð á smjöri og ostum: Smjör .............. kr. 26.50 hvert kíló Mjólkurostur 45% ... — 10.60* hvert klló Mjólkurostur 30% ... — 7.80 hvert kíló Mjólkurostur 20% ... — 5.70 hvert kíló Mysuostur .......... — 3.60 hvert kíló Reykjavík, 15. sept. 1945. Verðlagsnefndin Tveir hestar báðir úr Dalasýslu, töpuðust í smar frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit, rauðglófextur, mark: gat vinstra, X á hægri og H á vinstri síðu; jarpur, mark: heilrifað, biti aftan hægra, sýlt vinstra. X á hægri síðu. — Þeir, sem kynnu að verða varir við þessa hesta, eru vinsamlega beðnir að handsama þá og gera vart í sima 5118 eða 3679. Iþróttafréttir Tímans (Framhald af 4. siðu) \ Hástökk: Halldór Lárusson, A. 1.56 metra. Þorsteinn D. Löve, A. 1.53 m. Þórður Guðmundsson, A. 1.50 m. Langstökk: Halldór Lárusson, A. 6.10 metra. Sveinn Guðmundsson, A. 5.86 m. Gísli Andrésson, D. 5.70 metra. 3000 m. hlaup: Guðmundur Þ. Jónsson, D. 10:- 08.0 min. Halldór K. Magnússon, D. 10:- 25.4 mín. Valgeir L. Lárusson, D. 10:29.8 mln. Stigahæsti maður mótsins var Þorsteinn D. Löve, A. Hlaut hann 16 stig, og ennfremur fagran bikar, sem forsætisráð- herra hefir gefið félögunum til að keppa um, og stiga- hæsti maður mótsins fær. Er þetta í þriðja skipti, sem keppt er um þennan grip. Annar var Halldór Lárusson, með 14 stig. Þriðji Halldór R. Magnússon, með 8 stig. Fjórði Þór Axel Jóns- son, D. með 7 stig. Leikátjóri mótsins var Steindór Björnsson frá Gröf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.