Tíminn - 21.09.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMlBinV, föstndagimi 21. scpí. 1945 71. WaÖ Frá Ungmenna- félagi íslands SambandsráSsfundur Ung- mennafélags íslands (þ. e. hér- aðsstjórar og stjórn U.M.P.Í.) var haldinn í Reykjavík, dagana 8. og 9. september síðastliðinn. Þessar ályktanir voru gerðar: Samþykkt að halda landsmót- iö í byrjun júlímánaðar næsta vor, helzt að Laugum í Þing- eyjarsýslu. Sérstök mótsnefnd verður kjörin af U.M.F.Í. og Héraðssambandi Suður-Þingey- inga. Teknar voru fullnaðarákvarð- anir um iþróttagreinar á mót- inu. Verða þær birtar í næsta hefti Skinfaxa. í tilefni af 40 ára afmæli ung- mennafélaganna á næsta ári var samþykkt að bjóða fulRrú- um frá ungmennafélögunum í Færeyjum og Noregi á landsmót- ið og sambandsþingið.sem haldið verður jafnframt mótinu. Ungmennafélagi Færeyja var sent kveðjuskeyti og færeyska málstaðnum óskað sigurs i sjálf- stæðisbaráttunni. Víttar voru tilefnislausar á- deilur í blaðagreinum á ritara U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson, varðan'di málefni ungmennafé- laganna og honum þökkuð mik- ilsverð og vel unnin störf í þágu þeirra. Rædd voru og gerðar álykt- anir um ýms önnur starfsmál U. M. F. Í. Allar tþessar samþykktir voru gerðar einróma. Innköllun norskra peninga Landsbanka íslands hefir bor- izt tilkynning frá Noregsbanka um, að allir norskir peninga- seðlar, nema eins og tveggja króna skiptimyntseðlar, hafi verið kallaðir úr umferð 9. sept- ember 1945, og eru öll viðskipti með seðlana bönnuð frá og með þeim degi. Bankar og sparisjóðir geta sent Landsbankanum þá norska peningaseðla, sem þeir hafa eignazt fyrir 9. september 1945, og skal það gert sem fyrst og í síðasta lagi 6. október næstkom- andi. Einkaaðilar, sem hafa norska peningaseðla í fórum sínum, skulu afhenda þá norska sendiráðinu í Reykjavík í síðasta lagi 6. október 1945. Noregsbanki innleysir hina innkölluðu seðla eftir reglum, sem upplýsingar verða gefnar um síðar, en þó því aðeins, að seðlarnir hafi að áliti bankans verið fluttir út og orðið eign hlutaðeigenda á löglegan hátt. Verður þess vegna, um leið og seðlar eru afhentir norska sendiráðinu eða Landsbankan- um til fyrirgreiðslu, að gera skriflega grein fyrir því, á hvern hátt þeir hafa orðið eign hlut- aðeigenda. Aðeins „blaðaþytur” 4 * Snemma í ágúst birtust grein- ar í „Journal-American", New York, þess efnis, að Gearhardt þingmaður frá Kaliforniu hefði borið fram tillögu í Bandaríkja- þingi, um að Bandaríkin keyptu Grænland og byðu íslandi að verða 49. ríki Bandaríkjanna. Skömmu síðar tóku önnur blöð í Bandaríkjunum í sama streng í ritstjórnargreinum og fóru lof- samlegum orðum um þessa hug- mynd. Sendiráð íslands í Washing- ton sneri sér þegar til utanrík- isráðuneytis Bandaríkjanna og bað um upplýsingar. Var frá því skýrt, að Gearhardt þingmaður hefði ekki borið fram frumvarp um þe^tta efni, heldur aðeins minnst á það í þinginu. Hér væri um blaðaþyt að ræða, sem ekki hefði við neitt að styðjast. (Til- kynning frá ríkisstjórninni). & ■ W Tilkynning frá ríkisstjðrninni Bókmcnntir og listir (Framhald af 3. siðu) nokkur styrkur fáist til þessarar útgáfu. Áætlað er, að þetta verði 12 bindi á 30 arkir í stóru broti. Verður efnt til nokkurrar á- skriftasöfnunar fyrir verk þetta, begar fenginn er fjárhagslegur bakhjarl að útgáfunni. Loks er svo það fyrirtækið, sem vekja mun mesta athygli: útgáfa stórrar og vandaðrar ís- landslýsingar. Á fundi útgáfustjórnarinnar þann 16. september 1943 voru þeir Jóhannes Áskelsson, jarð- fræðingur, Pálmi Hannesson, rektor og Valtýr Stefánsson, rit- stjóri kosnir í nefnd til að gera tillögúr um útgáfu og efnis- skipun íslandslýsingar. Á s. 1. vetri var svo Steindór Steindórsson, menntaskólakenn- ari ráðinn ritstjóri alls verks- ins. Áætlun hefir nú verið gerð um efni þess í stórum dráttum. Gert er ráð fyrir, að það verði alls tíu bindi, 450—500 bls. hvert, í nokkru stærra broti en Saga ís- lendinga. Efnisröðun verður í megin- dráttum sem hér segir: Almenn landslýsing. Myndun íslands og ævi. Þjóðarhættir I. Þjóðarhættir II. Suðvesturland (Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðarhérað). Norðvest- urland (Snæfellsnes, Dalir, Vestfirðir). Norðurland (frá Hrútafirði að Langanesströnd- um). Austurland (frá Langanes- ströndum að Eystra Horni). Suðurland, (frá Eystra Horni að Reykjanesfjallgarði). Hálendið og íegistur. Þegar hafa verið ráðnir menn til að skrifa fyrsta bindið, og er gert ráð fyrir, að handritið að því verði tilbúið í ársbyrjun 1947. Bindi þetta, sem á að vera al- menn landlýsirig, verður í- 14 aðalköflum. Munu þeir verða þessir (höfundar hvers kafla til- greindir innan sviga): Hnattstaða, stærð og lögun Steinþór Sigurðsson), Sjórinn og landgrunnið (Hermann Ein- arsson), Láglendi (Sigurður Þórarinsson), Hálendi, Sigurð- úr Þórarinsson), Jöklar (Guð- mundur Kjartansson), Eld- stöðvar (Sigurður Þórarinsson), Jarðhitasvæði, ölkeldur (Trausti Einarsson og Steinþór Sigurðs- son), Landskjálftar (Sigurður Þórarinsson) Steina- og berg- fræði (alm.) (Tómas Tryggva- son), Jarðsaga (ágrip) (Guð- mundur Kjartansson), Loftslag (Teresia Guðmundsson), Gróð- ur (Steindór Steindórsson), Dýralíf (Árni Friðriksson og Finnur, Guðmundsson). Ekki er hægt að gera grein fyrir, hve langan tíma það tek- ur að semja og koma út þessu mikla ritverki. En gert er ráð fyrir, að byrjað verði á búnaðar- lýsingu og lýsingu á þjóðhátt- um á næsta ári. Fjársöfnun í Keflavík Nýlega lauk almennri fjáj- söfnun í Keflavík til hjálpar fjölskyldunum, sem urðu fyrir tjóni í brunanum þar s. 1. þriðjudag. Alls söfnuðust 21.760 kr., þar af safnaði skátafélagið Heiðarbúar 17.000 kr. og Jóhann Ólafsson 2.760 kr. Auk þess gáfu vörubílstjórar í Keflavík 2.000 kr. og nokkuð af fatnaði barst frá ýmsum gefendum. Mjög al- menn þáttaka var í þessum sam- skotum. Þurrkaður og pressaður SAILTFISKUR ódýr og góður, 1 stærri og minni kaupum. Iíafliði líalclvinssoii Sími 1456. — Hverfisg. 123. (Framhald af 3. síðu) frá utanríkisráðuneytinu um það, að Einar hafi farið erlendis í verzlunarerindum fyrir þrá- beiðni sína og samkvæmt uppá- stungu Péturs Benediktssonar. Einar eða flokksbræður hans voru svo sem ekki að sækjast eftir þessu. En af einskærri um- hyggju fyrir þjóðinni lét Einar tilleiðast að fara þessa ferð — eftir að Ólafur hafði gengið eft- ir honum að gera þetta nú fyrir sig! — En það er ekki ofsögum sagt af þessum bannsetta ótukt- arskap kommúnistanna. Þó að Ólafur velti sér fyrir fótum Einars og annara kommúnista í tilkynningu þessari, þakka þeir það ekki hætishót, þeir birta til- kynninguna að vísu, en fremur lítið áberandi. Þeir hafa ekkert um hana sagt, annað en það að gefa í skyn, að eigi verði séð, hvaða þörf hafi verið að gefa hana út. Með þessu er sagt: „Ekki báðum við Ólaf um hana“. Og þeir hlífa Ólafi ekki við sparkfnu vegna tilkynningar hans um sænska samninginn, þó að hann beygi sig þannig fyirir þeim. Þið skuluð, lesendur góðir, gefa því gaum, að Ólafur segir, að „allur samningurinn“ hafi legið fyrir ráðherrafundi, en kommúnistaráðherrarnir að svo hafi ekki verið, orðalag samningsins hafi ekki legið fyrir heldur „atriði“ samningsins er „talin“ voru skipta máli. Hér er deilt um augljóst mál: Lá allur samningurinn fyrir á ráðherrafundi eða ekki. Ráð- herrarnir hljóta að vita hvað satt er og rétt í því máli. Þess vegna er ofan á allt annað upp- lýst, að anriað hvort utanríkis- og forsætisráðherrann eða Áki og Brynjólfur hafa gefið út opin- bera tilkynningu, sem er vísvit- andi ósannindi. Þetta er stað- reynd, sem ómögulegt er að komast í kring um. III. Og svo segja menn, að stjórn- in okkar „nýskapi“ ekki neitt, hún sé aðgerðalaus í „nýsköpun- armálunum". Hver vill leyfa sér að halda því fram, að svona stjórnarfar sé til í nokkru öðru landi? Jæja, er þetta þá ekki „nýsköpun“? Nú eru þjóðirnar einmitt að auka frelsið. En hvaða þjóð cjnnur hefir nú þeg- ar stigið svo stór framfaraspor í frelsisátt, að ráðherrar henn- ar megi með opinberum til- kynningum lýsa hvern annan ó- sannindamann og sitji þó áfram saman eins og bræður? Samein- ast hér ekki „fullkomið frelsi“ og „friður" svo til fyrirmyridar megi verða öðrum þjóðum? Sunnudaginn 9. þ. m. ók Ól- afur Pálsson frá Skógum jeppa- bifreiðinni R 2900 yfir Bitru- háls í Strandasýslu, frá Gröf í Bitru að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði. í bifreiðinni voru, auk Ólafsf fjórir farþegar, þeir Sigmundur Jónsson frá Kambi, Gunnar Guðnason* vélamaður, Hafliði Gíslason vélamaður og Jóhann Björnsson skrifstofu- maður. Þeir félagar voru aðeins klukkutíma og 15 mín. að aka þessa vegalengd milli bæjanna, óg farþegarnir sátu í bifreiðinni alla leiðina, nema nokkurn hluta af brekkunum upp frá Gröf og niður að Stóra-Fjarðarhorni. Hafði þó síðustu fimm dagana verið úrhellLsrigning um þess- ar slóðir. Þeir telja vegarstæði um þessa leið, yfir hálsinn, mjög gott og ákaflega fljótgert, ef unnið væri með jarðýtum og Eða hugsið ykkur réttarfars- málin. Er ekki „friðurinn" ein- mitt aðalatriðið fyrir þjóðfélög- in eins og Morgunblaðið hefir bent á? Til þess að halda uppi „friði,“ hefir verið sætzt í þeim glæpamálum, sem eru stærst og flóknust — sbr. „faktúruna“ í tunnunni. Önnur mál eru söltuð (heildsalamálin). Dómur ef til vill kveðinn upp síðar þegar ró er á komin. En stjórn okkar hef- ir og fundið ágætt ráð, eins konar „nýsköpun“, til þess að hinir ákærðu líði ekki meðan á biðinni stendur, eða þessi „ó- friður“, sem ýmsar „smásálir" og „óráðvandir” menn eru að koma af stað, valdi þeim ekki álitshnekki. Því fleiri og stærri ákærum, sem einstakir menn eru bornir og á þá sannast, því meira seilist stjórnin eftir að fá þá í trúnaðarstöður fyrir ríkið, einkum ef senda þarf menn er- lendis og fyrir „nýsköpun“ at- vinnulífsins. Forsætisráðherrann okkar virðist einmitt vera svo dyggur stefnu sinni, að þessi höfuð- „nýskapari“ er hér að „nýskapa“ réttarfarið „í sinni eigin mynd“, 'sbr. miljónafélagið og þanu, sem þaðan kom „með troðna vasa“ til að stofna- („nýskapa") h. f. Kveldúlf. Fjármál þjóðarinnar eru lífæð hennar. Þau hefir Ólafur og kommúnistarnir einnig „ný- skapað“ þannig síðan vorið 1942, að þessi tegund fjármála mun hvergi finnast. „Glæsilegur árangur" er nú að koma í Ijós og mun þó betur sjást síðar. Eyrnamörk leiðtogans leyna sér ekki heldur þar. Fjármál þjóð- arinnar eru sem óðast að taka á sig mynd Kveídúlfs-fjármál- anna, áður en spilagróði stríðs- ins kom til óg afkoma félagsins var í samræmi við fjármálavit og heiðarleik stjórnendanna. \ Þeim mönnum fjölgar nú stöðugt, sem eru sannfærðir um það, að Ólafur og kommún- istar þurfa ekki að sitja lengi ennþá til þess að þeim takist að „nýskapa“ úr hinu unga ís- lenzka lýðveldi áður alveg ó- þekkta og mjög svo merkilega tegund af ríki. Og þessir menn hafa óyggjandi rök. Eru ekki fjármál þjóðarinnar, réttarfar hennar, útvarpsfréttirnar og opinberar tilkynningar ríkis- stjórnarinnar meginþættir lýð- veldisins? Þetta allt hefir ríkis- stjórnin þegar „nýskapað" þannig, að óvíða eða hvergi munu hliðstæður finnast. Finnst ekki stuðningsmönn- um ríkisstjórnarinnar þetta vera alveg eins og það á að vera? öðrum fljótvirkum vegavinnu- vélum. Það er eitt hið mesta áhuga- mál Strandamanna, að kaflinn yfir Bitruháls verði gerður ak- fær sem allra fyrst, með því að það mundi bæta til mikilla muna samgöngukerfi sýslunnar, þar sem með því móti yrði ak- fær vegur óslitið eftir endilangri sýslunni norður fyrir Hólmavík. Framlag til þessa vegar hefir verið allv^rulegt undanfarin ár, en aldrei unnið að vegi þessum með fljótvirkum vegavinnuvél- um. FYLGIST MEÐ Ótveglð sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Ekið.yfir Bitruháls Satnband ísl. snmvinnufélaga. ' ' SAMVINNUMENN ! Vitið þér, að íslendingar höfðu þegar hafið samtök í verzlunarmálunum nokkru áður en fyrsta samvinnufélagið var stofnsett í bænum Rochdale á Englandi. Lesið um þá atburði í bók Arnórs Sigurjónssonar og kynnist hinum ein- kennilega afburðamanni, séra Þorsteini Páls- syni að Hálsi í Fnjóskadal. Fæst í Fræðslu- og félagsmáladeild S. í. S., Sambandshúsinu, Reykjavík. framleiðir SÚTUÐ SKIW OG UEÐUR ennfrcmur hina landskunnu ReyTcjavífy. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihús. Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt,. ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í .vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. ■. Stór bók um líf og starf og sanjtíð listamannsins mikla Leonardo da Yinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maður H,var sem hann er nefndur i bókurh. er eins og menn skorii orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I .Jlncycioptrdin Britanmca" (1911) er sagt, nð sagan nefni engán mann, sem sé hans'jafningi n s\'iði vistnda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður kefði enzt tíl að afkasta hundiaðmta parti af öllu þvi, sejn hann fékkst við. i , Leonardo da Vinci var óviðjafnnnlegur mdlari. En hann var likn uppfinningamaðnr d við Edison, eðlisfraðingur, stírrðfrtcðingnr, stjörnufraðingUr og heruélnfrœðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfrtrfíi, lifffrrafra’ði og stjórnfraði, andlilsfall manna og fellingar i klaðum alhugaði hann vandlega. t Söngmaður var Leonardo-, góður og ték sjdlfur d hljóðfari. Enn fremur 'ritaði hann kynslrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók um Leonardo da Vinci er sagn utn manninn, er fjölhrcfnslur og afkasta• mistur er talinn allra manna, er sögur fara af, og einn af mestu listawonnum vcraldor. í hókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir nllskonar rafvirkjastiirf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.