Tíminn - 28.09.1945, Blaðsíða 3
73. blað
TÍMEViy, föstndagmn 28. sept. 1945
ÖR SÖGU SIGLUFJARÐARMÁLSINS
Þannig stjórnuðu kommúnistar kaupfélagsfundum
Kaupfélag Siglfirðinga, sem
er samvinnufélag, mun vera
stofnaS á árinu^ 1929. Fyrst
framan af mun félagiS hafa
verið óskipt heild, þannig að á
aðalfundum og öðrum félags-
fundum höfðu allir félagsmenn
atkvæðisrétt og kusu stjórn og
aðra trúnaðarmenn félagsins
beint. En fyrir nokkrum árum
var þessu breytt þannig, að fé-
lagssvæðinu, Siglufj arðarkaup-
stað, var skipt í fjögur deildar-
svæði, sem hvert um sig kusu
fulltrúa á aðalfundi og félags-
fundi félagsins, til eins árs í
senn, í hlutfalli við fjölda félags-
manna á deildarsvæðinu. Þessir
fulltrúar höfðu einir atkvæðis-
rétt á félagsfundum, en allir
félagsmenn höfðu þó aðgang að
þeim, málfrelsi og tillögurétt.
Eftir núgildandi samþykktum
K. F. S. skulu fulltrúar vera 1
fyrir hverja 10 deildarmeðlimi,
en í reglum um kosningu deild-
arstjórna og fulltrúa segir enn-
fremur að auk þess skuli koma
fulltrúi fyrir brot úr tug, sem sé
6/io eða stærra. Skulu fulltrúar
þessir kosnir á aðalfundum
deildanna, er halda skal í marz
eða apríl ár hvert, hæfilega
löngum tíma áður en aðalfund-
ur kaupfélagsins er haldinn, en
hann á að halda fyrir lok apríl-
mánaðar ár hvert. Varafulltrúa
skal kjósa eftir þörfum, sem-
kvæmt samþykktum K. F. S., en
í Reglum um kosningu deildar-
stjóra og fulltrúa segir, að þeir
skuli vera helmingi færri en
aðalfulltrúar. Skulu varafull-
trúar taka sæti aðalfulltrúa í
forföllum þeirra eftir atkvæða-
magni. — Á aðalfundum deild-
anna skal og kjósa 3 menn í
deildarstjórn og 3 til vara. At-
kvæðisrétt á deildarfundi eiga
allir félagsmenn á deildarsvæð-
inu. Aðalfund deildanna skal
boða með viku fyrirvara. Deild-
arstjórn boðar deildarfundi, en
vanræki hún það skal félags-
formaður gera það.
Á árinu 1945 voru aðalfundir
deilda haldnir svo sem nú grein
ir:
Aðalfundur 1. deildar var
haldinn 1. júní. í þeirri deild
voru þá 167 félagsmenn og
mættu á fundinum 85.
Aðalfundur 2. deildar var
haldinn 4. júní. í þeirri deild
voru þá 167 félagsmenn og
mættu 116 á fundinum.
Aðalfundur 3. deildar var
haldinn 5. júní. í þeirri deild
voru þá 101 félagsmaður og
mættu 54 á fundinum.
Aðalfundur 4. deildar var
haldinn 2. júni. í þeirri deild
voru þá 192 félagsmenn og
mættu 123 á fundinum.
Gjörðarbeiðendur skýra svo
frá, að vegna óánægju með
stjórnarmeirihlutann í K. F. S.
hafi andstæðingar sósíalista
haft með sér kosningasamtök
1 deildunum og fengið kosna alla
fulltrúa í 1., 3. og 4. deild félags-
ins á aðalfundinn 1945, eða sam-
tals 46 aðalfulltrúa og ennfrem-
ur alla varafulltrúana í sömu
deildum, samtals 23. Þó muni
síðar einn eða tveir þessara full-
trúa hafa helzt úr lest þeirra.
Fylgismenn stjórnarmeirihlut-
ans hafi hins vegar fengið kosna
alla aðalfulltrúana í 2. deild 17
að tölu og einnig alla varafull-
trúana í þeirri deild en þeir
voru 8.
Aðalfundur K. F. S. árið 1945
kom fyrst saman fimmtudaginn
7. júní.
Dagskrá sú, er fyrir fundinum
lá var þessi: 1. Athugun kjör-
bréfa. 2. Bréf Ólafs H. Guð-
mundssonar. 3. Skýrsla stjórnar.
4, Skýrsla kaupfélagsstjóra. 5.
Skýrsla endurskoðenda. 6. Ráð-
stöfun tekjuafgangs. 7. Erindi
deilda. 8. Kosningar: a. einn
maður í stjórn félagsins til
þriggja ára í stað Kristjáns Sig-
urðssonar (gjörðarbeiðanda), er
úr gengur. b. Einn varamaður í
stjórn til tveggja ára. c. Einn
aðalendurskoðandi til tveggja
ára. d. Einn varaendurskoðandi
til tveggja ára. e. Tveir fulltrúar
á aðalfundi S.Í.S. 9. Önnur mál.
Kjörbréf virðast öll hafa verið
tekin gild og deila aðilar ekki
um það, að þarna hafi komið
saman lögmætur aðalfundur K.
F. S. Bókað er í fundarbyrjun að
mættir séu 59 fulltrúar, en síðar
á fundinum sýnir atkvæða-
greiðsla, að mættir hafa verið
þá a. m. k. 61 fulltrúi. Félags-
formaður, Ottó Jörgensen, gjörð-
arþoli, var fundarstjóri á fundi
þessum. Eftir athugun kjör-
bréfa var tekið fyrir brott-
rekstrarmál Ólafs H. Guð-
mundssonar,er lauk á þann hátt,
sem þegar er greint*). Síðan
kom fram fundarályktun nokk-
ur, er síðan getur lítillega. Þá
kom fram tillaga frá Halldóri
Kristinssyni, gjörðarbeiðanda,
svohljóðandi: „Fundurinn sam-
þykkir að fresta aðalfundi til
næstkomandi sunnudags kl. 15
og felur framkvæmdastjóra og
stjórn að auglýsa fundinn að
nýju og geta þess í fundarboð
inu, að tillögur um lagabreyt
ingar verði bornar fram.“
Aðra tillögu bar Halldór og
fram á fundi þessum. Frumrit
hennar hefir glatazt, án þess þó
að félagsformaður hafi getað
gert grein fyrir á hvern hátt það
liefir skeð. Hafa gjörðarbeið-
endur haldið fram, og félags-
formaður ekki treyst sér til að
mótmæla, að tillagan hafi.verið
þannig: „Þar sem vitað er, að
ýmsar ráðstafanir meirihluta
stjórnar K. F. S. á s.l. starfsári
eru ekki í samræmi við meiri
hluta fulltrúa á aðalfundi K. F.
5. samþykkir fundurinn, að
heimila ekki stjórn K. F. S., eða
meirihluta hennar, að ganga frá
leigusamningum eða gera aðrar
bindandi samþykktir fyrir fé-
lagsins hönd, nema með sam
þykki meirihluta fulltrúa, þar
til aðalfundi er lokið.“
Þessarar síðari tillögu Hall-
dórs Kristinssonar er ekki getið
í fundargerðarbókinni, en við-
urkennt er, að hún hafi komið
fram og telur Halldór að hann
muni hafa afhent formanni báð-
ar tillögur þær, er nú hafa verið
greindar, samtímis, enda telja
gjörðarbeiðendur tillögur þessar
svo nátengdar, að þær hafi þurft
að koma fram samtímis, þar eð
,sú síðari hafi eiginlega verið
bein og eðlileg afleiðing af
þeirri fyrri. Fundarstjóri telur
hins vegar, að fyrri tillagan hafi
komið fram, meðan stóð á um-
ræðum um mál Ólafs H. Guð-
mundssonar og að hún hafi ver-
ið rædd að máli Ólafs afgreiddu.
Meðan á umræðunum um frest-
unartillöguna hafi staðið, hafi
Halldór komið með síðari til-
löguna. Halldór hafi talað
þrisvar um frestunartillöguna
og í síðustu ræðu sinni vikið
að síðari tillögu sinni og lesið
hana upp.
Næsta tillaga, sem bókuð er,
að hafi komið fram á fundi þess-
um var frá Jóhanni G. Möller,
svohljóðandi: „Fundurinn sam-
þykkir að slíta nú þegar umræð-
um um málið og ganga til at-
kvæða um fram komnar til-
lögur.“ Var sú tillaga borin upp
og samþykkt með samhljóðá at-
kvæðum.
Neitaði nú formaður að bera
undir atkvæði nema þenna
hluta fresttillögunnar: „Fund-
urinn samþykkir að fresta aðal-
fundi til næstkomandi sunnu-
dags kl. 15“ og var hann
samþykktur með 15 samhljóða
atkvæðum, en meirihlutafull-
trúarnir sátu hjá, þar eð þeir
töldu framferði formanns ólög-
mætt. Síðari tillö'gu Halldórs
Kristinssonar neitaði formaður
með öllu að bera undir atkvæði.
Að þessu loknu lét Halldór Krist-
insson bóka eftir sér eftirfarandi
mótmæli: „Um leið og ég neita
fundarstjórn O. J. (formanns)
í heild, þá leyfi ég mér að telja
algerlega óheimilt að neita að
bera fram tillögu mína alla
eins og hún var lögð fram — og
því verra eftir að fundarstjóri
er búinn að bera upp tillögu
Jóhanns Möller um að slíta um-
ræðum og „ganga til atkvæða
um framkomnar tillögur.“ Hefir
Halldór,er hann gaf aðila skýrslu
í málinu, að gefnu tilefni skýrt
mótmæli þessi á þann veg, að
með því hafi hann mótmælt
því, að frestunartillagan var ekki
borin undir atkvæði í heild svo
og því að 'neitað var að bera
undir atkvæði tillögu hans um
takmörkun á valdsviði stjórnar-
innar meðan á aðalfundi stæði,
sbr. hin undirstrikuðu orð í
mótmælunum: alla og fram-
komnar tillögur. Virðist réttin-
um og ekki um að villast, að
skilja verði mótmælin á þann
veg. Þess skal getið hér, að tvö
vitni, er leidd voru í málinu,
þeir Hlcðver Sigurðsson, barna-
skólastjóri, og Ásgrimur Alberts-
son, gullsmiður, báru það, að
Halldór Kristinsson hafi í ræðu,
er hann hafi haldið á fundinum,
sagt frá því, að hann hefði feng-
ið formanni tillöguna um tak-
mörkun á valdsviði stjórnarinn-
ar og jafnframt lesið hana upp
á fundinum. Hafi hann skýrt
svo frá, að formaður væri því
andvígur, að hún væri borin
upp. Er Halldór hefði skýrt frá
þessu, hafi hann jafnframt lýst
yfir, að hann félli frá því, að
fá tillöguna borna upp á fund-
inum, en myndi, að því er Hlöðvi
skildist, taka málið upp aftur á
framhaldsaðalfundi. Þessu hefir
Halldór Kristinsson harðlega
mótmælt og talið, að þetta mis-
minni vitnanna muni stafa af
því, er nú greinir: Hann hafi á
fundi í H/f. Söltunarfélag kaup-
félagsins talið vafasamt, að K.
F. S. mætti eiga þar helming
hlutafjár, en Þóroddur Guð-
mundsson, gjörðarþoli, andmælt
þeirri skoðun hans. Þessu hafi
hann skýrt frá á fundinum 7.
júní og þá jafnframt sagt, að
hann myndi sætta sig við þetta
í bili, en athuga það betur síðar.
Hafi hann sagt frá þessu í sömu
ræðunni og hann hafi verið að
tala um valdatakmörkunartil-
löguna í og því kveðst hann
ímynda sér, að misskilningur
vitnanna sé af þessu sprottinn.
Enginn málsaðilja og engin
vitni, önnur en þeir Hlöðver og
Ásgrímur, virðast hafa skilið
Halldór á þann hátt, er þeir
gerðu. Af þeirri ástæðu svo og
því að skýring Haldórs er mjög
eðlileg, þykir, gegn andmælum
hans, ósannað að hann hafi tek-
ið aftur síðari tillögu sína.
Þegar framangreind mót-
mæli Halldórs höfðu verið bók-
uð, var fundinum frestað svo
sem samþykkt hafði verið.
Félagsformaður og málflutn-
(Framhald á 6. síðu)
órinn í
«.3áíendinaa-L
^J\a tinnicuiiiah öín
íslendingar í Kaupmanna-
höfn héldu uppi miklu og öflugu
félagslífi á hernámsárunum og
reyndu á þann hátt að bæta sér
upp hina löngu og ströngu ein-
angrun. íslendingafélagið starf-
aði ötullega, útgáfa tímaritsins
Fróns var hafin, lagður grund-
völlur að smíði íslendingahúss
og stofnaður fjölmennur kór,
er gat sér góðan orðstír, svo
að nefnd séu nokkur veigamikil
atriði.
Hér verður aðeins sagt stutt-
lega frá íslenzka kórnum. Mun
hugmyndinni um stofnun hans
fyrst hafa verið hreyft opin-
berlega á fundi í íslendinga-
félaginu. Var bráðlega hafizt
handa, og í febrúarmánuði 1943
stofnaði Axel Arnfjörð tónskáld,
svo kórinn. Fékk hann í hann
30—40 manns, konur og karla,
og æfði hann af mikilli elju,
þrátt fyrir þá örðugleika, sem
við var að etja.
Kórinn söng síðan margsinn-
is við hátíðleg tækjifæri, svo
sem 17. júní og á öðrum sam-
(Framhald á 6. síðu)
íslenzki kórinn í Kaupmannahöfn. — í fremstu röð, talið frá vinstri: Am-
dís Thoroddsen, Jóna Kristófersdóttir, Halla Snæbjörnsdóttir, Guðmunda
Elíasdóttir, einsöngvari kórsins, Axel Arnfjörð, stjórnandi kórsins, Guðrún
Njelsen, gjaldkeri kórsins, Sigríður Schultz, Jóhanna Jóhannesdóttir, —
í miðröðunum: Herold Guðmuncjsson, Viðar Pétursson læknir, Guja Björns-
son (kona Jóns Björnssonar rithöfundar), Ásta Hjartar, Sighvatur Bjarnason,
Jónína Eyþórsdóttir, Bergur Jónsson, Lóa André, Jón Helgason stórkaup-
maður, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Þorsteinsson verkfræðingur, for-
njaður kórsins, Sigurbjörg Jónsdóttir, Ottó Michelsen, Rafn Jónsson,
tannlæknir, ritari kórsins. — Aftasta röð: Leifur Jóhannesson, rakari, Einar
Guðmundsson, Ólafur Albertsson, kaupmaður, Björn Snorrason, bókbindari,
Eiríkur Magnússon, rafvirki, Ólafur Gunnarsson, kennari. — Myndin er
tekin 17. júní. — Nokkra söngvara vantar á myndina.
Stefám Jónsson:
*) Sjá það, sem áður hefir verið
birt í blaðinu úr dómsskjölunum.
Skólamál sveitanna
Stefán Jónsson námsstjóri gerir hér skólamál sveitanna að
umræðuefni. Það er mikilvægt mál, sem þó hefir verið fremur
hljótt um, að minnsta kosti innan vébanda kennarastéttarinnar
sjálfrar. Á hinn bóginn verður bað aldrei leyst á viðunandi
hátt nema þar leggist margir aðilar á eitt. Væri vel, ef fleiri vildu
láta til sín heyra um þetta mál.
Þegar Jón Sigurðsson forseti
hóf baráttu sína fyrir frelsi og
sjálfstæöi íslands, var þjóðin,
3ða meginþorri hennar, búsett
í sveit.
Krafa hans um fullt frelsi
og sjálfstæði íslands byggðist
fyrst og fremst á þessum aðal-
rökum:
1. íslendingar eru af góðum
stofni. — Þeir eru afkomendur
dugandi landnámsmanna og af
beim nefnir Landnáma um 400
og rekur ættir þeirra.
2. íslendingar hafa geymt og
ritað sögu lands og þjóðar, og
ekki eingöngu sögu sinnar eigin
bjóðar heldur einnig sögu ann-
arra Norðurlandaþjóða, og væri
bar skarð fyrir skildi, ef íslenzk
handrit hefðu ekki verið til.
3. íslenzk alþýða stendur að
menningu jafnfætis alþýðu
manna á Norðurlöndum og þó
sérstaklega í bóklegri menn-
ingu, og íslendingar eru lesandi
þjóð.
Á þessum staðreyndum byggði
Jón Sigurðsson meðal annars
kröfur sínar, og þetta eru enn
í dag höfuðrök þess, að þjóð
eigi kröfu á fullu frelsi og sjálf-
stæði. —
Sú staðreynd, að íslenzk al-
þýða hafi verið nokkurn veginn
bóklæs i kringum 1850, er svo
merkilegt atriði, að ég vil fara
um þag nokkrum orðum áður en
ég sný mér að því, sem er höf-
uðefni máls míns, sem er skóla-
mál sveitanna, eða hugleiðing-
ar um þau vandamál, er þar bíða
úrlausnar. — —
Við, sem höfum fengist við
lestrarkennslu, og vitum hve
erfitt nám það er sumum börn-
um, jafnvel þótt þau njóti þeirr-
ar tækni, er nútíma kennarar
beita við lestrarkennsluna, —
undrumst þau afköst heimil-
anha, að gera stóran barnahóp
sæmilega lesandi, — sérstaklega
þegar það er haft í huga, að allt
skorti, sem til þæginda gat tal-
izt. v— Húsakynnin voru þröng
og köld, ljósin léleg og sparlega
með þau farið, og allt heimilis-
fólkið í sömu baðstofunni. —
Þótt löggjöf landsins mælti svo
fyrir, að öll börn skyldu læra
að lesa, þá hefði þessi árangur
aldrei náðst, ef þjóðin hefði
ekki metið mikils bóklega þekk-
ingu og skilið það, að lesturinn
var þá og er enn, þrátt fyrir
alla útvarpstækni mesta menn-
ingartækið. — Og það er við-
urkenndur sannleikur, að eng-
inn getur talizt menntaður
maður, sem ekki beitir sinni
lestrarkunnáttu sér til stöðugr-
ar fræðslu og þroska, hversu
marga skóla, sem hann hefir
gengið í gegnum. — Lesturinn
er lykill menningarinnar.
Undanfarin fjögur skólaár
hafa fjórir námsstjórar ferðast
um landið á vegum fræðslu-
málastjórnar, og var þeim með
erindisbréfi falið að kynna sér
og athuga starfsemi barnaskól-
anna, hver á sínu svæði. —
|Cynna sér fræðslu, aga og upp-
eldisáhrif þeirra, og gera tillög-
ur um breytingar. — Var þar
sérstaklega framtekið, að náms-
stjórunum bæri að athuga hvar
heppilegt væri að sameina tvö
eða fleiri skólahverfi um bygg-
ingu heimavistarskóla.
Það kom í minn hlut að ferð-
ast um svæðið frá Mýrdalssandi
austur um og norður að Rifs-
tanga, og er því margtr, sem
hér verður sagt, að einhverju
leyti miðað við það, er ég4Lynnt-
ist í þessum héruðum, en ég
vil þó taka það fram, að aðbúð
öll og erfiðleikar með skólahald
er mjög svipuð i strjálbýlum
sveitum um útnes, strendur og
dali, hvar sem er á landinu,
en nokkra sérstöðu hefir Suð-
urlandsundirlendið ,vestan Mýr-
dalssands, þar sem alimargir
heimavistarskólar hafa þegar
risið þar upp, og vegna þess,
að þar er oftast snjólétt og
greiðar samgöngur, er þar létt-
ara um allt skólahald, en ann-
ars staðar í byggðum landsins.
Þegar rætt er um skólamál
sveitanna er skylt að ræða fyrst
um heimilið og hlutverk þess. —
Þótt landslög mæli svo fyrir,
að hvert heilbrigt barn sé skóla-
skylt sjö ára, þá fá allflest
skólahverfi til sveita undan-
þágu frá þessu ákvæði, og
beita eigi skólaskyldu fyrr en
við tíu ára aldur. Heimilin ann-
ast því fræðslu og allt uppeldi
barnsins til þess tíma. — Móð-
urmálið, Iestur, réttritun og
skrift er undirstaðan undir öllu
námi barnsins í skólanum, og
þessi undirstaða er lögð á
hverju heimili í sveitum lands-
ins, og veltur þar á miklu að
hún sé rétt lögð. Um tveggja
ára aldur byrja börnin að
forma setningar og beygja orð.
Fyrirmynd þeirra er fullorðna
fólkið og oft eldri börn á heim-
ilinu. — Á aldrinum tveggja
til sjö ára læra börnin meira í
beygingarfræði málsins og fleiri
ný orð, en allan sinn skóla-
aldur. — Ef þau læra á þessum
árum bjagað tæpitungumál,
rangar orðmyndir og beygingar,
bá má‘ heimfæra um það orð
Þorsteins Erlingssonar, — að
hálfa ævina þurfi til að nema
bau áhrif L burtu. — Um tíu
ára aldurinn á iestrarnáminu
að vera lokið, og þá eiga börnin
líka samkvæmt fræðslulögunum
að hafa numið skrift nokkúrn
veginn og dálítið í reikningi.
Það heyrist oft í umræðum
manna, að skólarnir og fræðslu-
lögin hafi létt fræðsluskyldunni
af heimilunum. — Það er rang-