Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 3
79. blað TÍMEfflí, föstadagimi 19. okt. 1945 3 Halldór K ristjánsson: AÐ BÚA TIL KREPPU Fagnaðarerindi stjórnarliða. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa löngum málað fjármála- horfurnar með ljósum litum. Þeir hafa talið fólki trú um, að öllu væri óhætt í sínum hönd- um og sagt því að lifa áhyggju- lausu lífi. Grundvöllur fjármála- lífsins væri öruggur. Dýrtíðin væri blessunarrílat fyrirkomu- lag til að skipta stríðsgróðanum og auka almenna hagsæld. Við ættum því ekki að fara að búa til kreppu með því að lækka kaupgjald og verðlag í landinu. Minnkuð dýrtíð hlyti að kalla yfir okkur verðlækkun erlendis, því að erlendir samningsaðilar miðuðu kaupverð á framleiðslu okkar við dýrtíð og framleiðslu- kostnað hér á landi. Þessi málflutningur er öllum orðinn kunnur. Menn, sem gegna og hafa gegnt virðulegustu trún- aðarstöðum þjóðfélagsins, hafa lagt sig fram við það, að út- breiða þessar skoðanir.Það hefir verið tilraun stjórnarliða til þess að verja,'afsaka og réttlæta all- ar hækkanir á verðlagi og vísi- tölu og svæfa allan ugg og gremju, sem af slíku kynni að hljótast. Jafnframt hafa þó stjórnar- sinnar alltaf lofaö því, að dýr- tíðin yrði ekki meiri en orðið væri. Þeir hafa á hverjum tíma talið hana alveg mátulega. Hver einasta hækkun hefir heitið lagfæring til samræmis, og þegar hún var komin á var svo dýrtíðin alveg eins og áður, alveg mátuleg, hvíldi á örugg um fjárhagsgrundvelli og sneri bara bjartri hlið að fólkinu. Framsóknarmenn hafa aldrei trúað því,að dýrtíðin væri bjarg- ráð. Þeir hafa viljað fara að hætti flestra siðmenntaðra þjóða og festa verðlag og fram leiðslukostnað í landinu. Við þá stefnu hafa þeir staðið svo fast* að þeir hafa gert það að skil yrði um þátttöku í ríkisstjórn að henni væri fylgt. En stjórnar- liðum hefir sýnzt annað, sem er í samræmi við þá hagfræði þeirra, sem áður var vikið að. Þeir hafa tíðum svarað okkur af lítilli hæversku og borið okkur á brýn hinar þyngstu sakir, eins og það, að við vildum þjóð okkar illt eitt meðan flokkur okkar væri ekki við völd. Varnaðarorð okkar voru kölluð hrakspár, og sögð stafa af illgirni einni sam an. Ég mun hér ekki fara með neinar getsakir um það, hvað stjórnarliðinu hefir til gengið með málflutning sinn um þessi efni. Það er ekki aðalatriði þessa máls, hvort þeim hefir sýnzt eins og þeir sögðu eða talað gegn betri vitund til að halda hylli fólks meðan þoka stríðsgróðans skyggði fyrir sjón ir manna. Hitt er mergurinn málsins að þeir hafa valið og varið þann ferilinn, sem verr gegndi. Sú pólitíska fjármála uppskrift, sem þeir hafa fylgt mætti gjarnan bera fyrirsögn ina: Að búa' til kreppu. Fjár- málaástand og framtíðarhorfur í dag sanna það. Röksemdir reynslunnar. Ekki ætti að þurfa mikinn vís dóm til að skilja það, að fram- leiðslan er undirstaða allrar ver- aldlegrar hagsældar. Útflutn- ingsverð framleiðslunnar ræður þvi, hverjir eru fjárhagslegir möguleikar þjóðarinnar. Svíar hafa haft þá stjórn á fjárhags- málum sínum að útflutnings- verðið er einum fimmta hærra en markaðsverðið innanlands. Þetta myndi þeim Ólafi Thors, Ásgeiri Ásgeirssyni og Einari Olgeirssyni þykja lélegur bú- skapur og leið stjórn eftir því, sem þeir hafa sagt okkur. Þetta veldur því þó, að sænsk fram- leiðsla ber sig vel. Sænskir at- vinnuvegir græða, standa föst- um fótum og starfa af fullum krafti. Þar er þvi eftirsóknar- vert að stunda framleiðslu. Fjármagnið streymir inn í at- vinnulífið og veldur vexti þess og þróun, nýsköpun sænskra atvinnuvega. Framleiðslan, sem er uppspretta velmegunar þjóð- arinnar er í öruggum vexti. Hér er annar háttur. Hér borgar flest sig betur en að stunda framleiðslu á fjölmörg- um sviðum. Þrátt fyrir geypi- hátt verð á öllu og óheyrilegar tekjur flestra vinnandi manna er afkoma margra engan veginn glæsileg. Það eru mörg ráð til að græða fé hér á landi en sorglega mörg þeirra eru fjarlæg útflutningsframleiðslunnni. Og þó að sumar tegundir sjávarafl ans standi enn undir öllu því, sem á þær hefir verið hlaðið, eru þó flestir farnir að sjá, að burðarmagn þeirra er ekki til þess að bera slíkan þunga til frambúðar. Flestum mönnum ofbýður kjötve^ð það, sem nú er hér á landi. Hins er ekki gætt að þriðjungur af verði þess kjöts, sem selt er innanlands, lendir hjá öðrum en framleiðendum þess. Kostnaður við kjötið eftir að féð er komið í sláturhús og þar til neytendur veita þeim við- töku i. búðinni mun vera um 3.50 kr. á kg. Það er smásölu álagning, sláturlaun, frystigjald og flutningskostnaður. Þetta er sýnishorn af því, sem hleðst á alla íslenzka framleiðslu. Kjötið er þar engan veginn undan tekning. Talsmenn verðbólgunnar segja að peningarnir séu i hringrás manna milli innanlands. Mikið af þeim fer þó í ýmis konar yit leysu svo að fyllilega má kalla sóun. Um það þarf ekki að tína til dæmi hér. Hitt er og, að hlynnt hefir verið að ýmisleg um milliliðagróða, þó að sleppt sé hinum frægustu undrum og endemum í þeim efnum eins og því hversu ríkisstjórnin hefir haldið hlífiskildi yfir og aukið vegsemdir ýmsra þeirra, sem liggja undir ákærum og alþjóð argrun um fjárdrátt og falsanir Þetta allt verður til þess að veita fjármagninu burtu frá fram leiðslunni. Það er hægt að nefna fjöl- möj-g dæmi þess hversu ýmis konar milliliðir hafa rakað sam- an fé þessi árin. Þar má telja fjölda kaupsýslumanna, meist- ara í margskonar iðnaði o. frv. Menn vara sig ekki í fljótu bragði á því, hve mörg ráð eru höfð til þess að ná af þeim fé vegna hækkaðrar vísitölu og verðbólgu. Auraglöggir einfeldn ingar geta setið við að reikna út sýndargróða sinn á vísitölu hækkun vegna sérstakra verð- breytinga. Mjólkin hækkar um svona marga aura, af þvi hækk- ar vísitalan um svona mörg stig og þá vex mánaðarkaupið um svo og svo margar krónur um- fram aukna eyðslu í mjólkur kaup. Þetta getur verið réttur reikningur en þetta er bara byrjunin á dæminu. Það er lengra og leiðinlegra. Ofan á hverja launahækkun almenn- ings eru lagðar ýmislegar greiðslur til alls konar milliliða og umboðsmanna, eigenda og eftirlitsmanna. Svo er það við bókagerð og byggingar og allt ?ar á milli. Þess vegna er það svo, að ýfirleitt versnar afkoma manna við hverja vísitöluhækk- un, ef grunnkaup helzt óbreytt eins og viðskiptámálum okkar hefir verið stjórnað. Fálm og fjarstæður. Síðustu dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar flýta fyrir skilningi manna á því, að hér er komið í óefni. Fyrst er verðlag- inu á mjólk og kjöti hleypt upp talsvert til samræmis við það, sem dýrtíð og framleiðslukostn- aður hefir aukizt yfirleitt. Þegar Detta hefir staðið um hríð er farið að kaupa verðið niður með greiðslum úr ríkissjóði. Þær eru 3ó á ýmsan hátt með endem- um. Ef til vill ætlast ríkisstjórn- in til þess, að mönnum finnist minna til um 15 aura hækkun mjólk, ef hækkunin er fyrst 37 aurar og verðið síðan fært niður um 22 aura frá því. Ef til vill er hér líka farið inn á nýja ieið að því leyti að hafa tvenns konar mjólkurverð, lægra þá daga;ia sem visitölureikningur- inn er byggður á. Sé svo má segja að þeir Ólafur Thors og Brynj- ólfur Bjarnason hafi fundið mikið snjallræði til að leysa málin. En hvers* vegna gáfu þeir ekki út ein lítil bráðabirgða lög til staðfestingar þessu stjórnkænskuráði? Kjötverðlagsmálin bera þó greinilegri merki um úrræða- leysi og vandræðafálm. Menn eru flokkaðir eftir reglum, sem ekkert vit er i, til þess að hægt sé að fá tvenns konar kjötverð og byggja visitöluna á fölskum forsendum. Öll skip eiga að kaupa dýrara kjöt, öll veitinga- hús, öll sjúkrahús og svo fram vegis. Hvar halda menn að sá kostnaður komi niður? Því er auðsvarað. Veitingahús og mat- sölur hækka fæðið. Sjúkrahús in hækka daggjöldin og sjúkra samlögin iðgjöldin. Það kostar ríkissjóðinn aukin framlög til heilbrigðismála. Útvegsmenn og sjómenn þurfa líka að fá sitt vegna aukins tilkostnaðar, hvort sem það verður innt af hendi með vaxtalausum lánum, sem ríkið ábyrgist eða á annan hátt Dýrtíðin er þvií ekki stöðvuð með svona káki. Hún er aðeins ofurlitið hindruð frá því að koma fram í vísitölunni, en þar segir hún þó til sin innan skamms. Flokkun einstakra manna í hina tvo hópa kjötneytenda er svo fráleit, að hún er blettur á stjórnarfari okkar, þó að ekki sé nú hvítt að velkja. Formaður á trillubát með þrjá háseta á að kaupa kjöt á 10.85. Synir Thor Jensens fá hins vegar sinn framfærslustyrk úr ríkissjóði, svo að þeir þurfi ekki að greiða nema 6.50 fyrir kjötið. Ef fyrir- tækið heitir hlutafélag og er með takmarkaðri ábyrgð og eftirtekjan heitir laun og arður færðu endurgreiðslm Ef þú rek ur atvinnu á þínu nafni og hefir allar þínar eigur í á hættu, þá verður þú að kaupa þessa neyzluvöru dýrara verði Svo rétta stjórnarliðar úr sér og segja atvinnurekendum að þakka fyrir þessar ráðstafanir, því að annars kæmi yf ir þá kaup- hækkun. Ætli menn láti lengi blekkjast til að krjúpa á kné og flytja stjórninni lof fyrir slíka gæzku? Vísitalan hlýtur að hækka og leggja nýjar byrðar á alla framieiðslu næst þegar hún verður reiknuð út. Eigum við þá að þakka, þó að okkur sé sagt, að það hefði verið hægt að stjórna ver og hækka hana meira? Auk þess er það víst,(að vaxandi dýrtíð í landinu segir til sín á margan hátt og leggst á framleiðsluna, þó að vísitalan sé fölsuð fyrst í stað með ýmis- legum brellum. Nær skal, ef nú ekki? Það er til ein björt hlið á öllu þessu fúski og káki stjórn- arliðsins. Nú sjá allir, að hér er komið út í öngþveiti og sjálf- heldu. Þjóðin er að skilja það, hvernig henni hefir gefizt sú handleiðsla, sem mörgum þótti svo Ijúft að hlita í leiöslu og Brenna Adams biskups Qrkn Þriöja bindi Flateyjarbókar Útgáfu Flateyj arbókar þokar | Annar aðalþáttur bindisins er áfram. Þriðja bindið, um sex Sverris saga Sigurðssonar, „eitt hundruð blaðsíður í sama broti|af ^tórvirkjum íslenzkra bók- mennta", sem „markar og fyrr, kom út fyrir fáum dög- um. Er þá aðeins eftir síðasta sem „markar emn höfuðáfanga á þroskaferli hinnar fornu sagnritunar“. bindið, er útgefendur munu Höfundur hennar er Karl ábóti hafa hug á að koma út sem hug bráðast. Þetta þriðja bindi hefst á for- mála Sigurðar Nordals prófess- ors, þar sem hann gerir grein | fyrir uppruna sagnanna, hand- ritum þeim, sem til eru að þeim, og öðru slíku. Meginefni bindisins er í þremur aðalhlutum. Er þar fyrst síðari hluti þess, sem í handriti er talið til Ólafs sögu helga — það er niðurlag Orkneyinga sögu, Noregskonunga tal og glaumi undanfarin ár. Síðustu aðgerðir í verðlagsmálunum opna augu flestra fyrir þvi, að grundvöllur fjármálalífsins er ótraustur og ríkisstjórnin kann lar engin ráð til úrbóta. Gaspr- ið um friðinn og samvinnu laun- iega og atvinnurekenda hverf- ur fyrir staðreyndum eins og leim, að verkfalli er lýst yfir á flutningaskipunum og þau stöðvuð eftir því, sem þau koma til Reykjavíkur. í því sam- bandi minnast menn þess, að flutningsgjöld með íslenzkum skipum eru margföld á við það, sem erlend skip taka. Sjálfur Þjóðviljinn birtir myndir af sænskum húsgögnum og getur um verð þeirra og virð- ist það vera a. m. k. 5 sinnum lægra en á íslenzkum hús- gögnum. Svipaða sögu er að segja um margar tegundir fatn- aðar og fjölmargt annað. Yfirleitt má segja, að verð- lagsmál og fjárhagsmál íslend- inga séu svo komin, að fólkið eyinga saga er talin rituð um 1200, og þykir enginn vafi leika á því, að höfundur hennar sé íslendingur, þótt ekki sé hann þekktur' nú. Hefir sagan hvergi varðveizt í heilu lagi, nema í Flateyjarbók. Jónsson á Þingeyrum, er lét af ábótadæmi 1181, fór utan og dvaldi um hríð í Noregi við söguritunina, kom aftur til ís- lands árið 1188 eða 1189 og dó 1212 eða 1213. Var sagan að verulegu leyti rituð undir um- sjá Sverris konungs sjálfs. Loks er í síðasta hluta bindis- ins ííákonar saga gamla. Er hún skrifuð af Sturlu Þórðarsyni lögmanni að fyrirlagi Magnús- ar konungs lagabætis, sonar Hákonar. Vann Sturla að því í tvö ár og lauk sögunni 1265. Er Hákonar saga merkilegt rit og ein hin helzta heimild um sögu Nóregs á fyrri hluta þrettándu aldar. Allmargar myndir prýða bind- ið, bæði af gömlum handritum og sögustöðum. sé farið að sjá að illa horfir. Þeir, sem hafa verið villir veg- ar síns í glaumi stríðsgróðans og glamri fjármálaleiðtoga stjórnarliðsins, eru nú óðum að sjá og skilja hvar komið er. Og þó að lífvörður Ólafs og Brynj- ólfs, Jón Pálmason og vopna- bræður hans, reyni enn að hylja útsýn alla með pólitískum reyk- skýjum, blása svalvindar stað- að búa til kreppu, ef ekki er skjótt og myndarlega á málun- um tekið. Alþingi er nú komið saman og hefir um margt að hugsa. Eitt af því, sem það verður að leysa, eru verðlagsriiálin. Lausn þeirra þarf að verða á þann hátt, að verðlag og kaupgjald sé fært niður i samræmi við út- flutningsverðmæti framleiðsl- reyndanna þeim í burtu, svo að i unnar. Jafnframt verður að við augum alþjóðar blasa úr- ræðalausir menn, sem heykjast undir ábyrgð og afleiðingum þeirrar verðbólgu, sem þeir sköpuðu og létu lyfta sér upp í stjórnarsætin. Þjóðin skilur að hlutskipti þeirra hefir orðið það, taka til þeirra manna, sem á verðbólgutímanum hafa rakað saman stórfé. Þeir hafa engan tétt eða verðleika til þess að verða því ríkari, s^m kaupmátt- ur peninganna vex. Þeir eru (Framhald á 6. siOu) Fátt segir afeinum Margur maðurinn hefir stigið hinztu spor sín á heiðunum og hraununum í grennd við Reykjavík. Á hverri öld hafa hinar við- sjálu auðnir krafizt sinna fórna úr ferðamannahópunum, og þótt slíkum slysum fari fækkandi sem betur fer með breyttum háttum og betri farartækjum, þá er það stór hópur manna, sem borið hefir bein sín á þessum slóðum svo sem fimm síðustu áratugina. — Ungur menntamaður hefir sent Tímanum þessa grein, þar sem hann getur nokkurra þess háttar slysa, er orðið hafa í námunda við höfuðstaðinn frá því nokkru fyrir síðustu alda- mót. Ekki var það fátítt fyr á ár- um, að ferðamenn yrðu úti á heiðum uppi, og ef lík þeirra fundust, voru þau eina talandi annað að ræða en að fara gang- andi yfir Hellisheiði. Skammt fyrir ofan Hveradalabrekku mætti maður Guðbjarti. Sýnd- táknið um baráttu þeirra við ist honum hann þreyttur, og höfuðskepnurnar. — Margan Ihafði Guðbjartur haft orð.á því, harmleik gæti sú bók tjáð, sem hefði að geyma það, sem víst er um afdrif og raunir þeirra manna, sem slik örlög hafa orð- ið að þola. * Skömmu eftir 1920, á önd- verðri jólaföstu, lagði maður af stað frá Eyrarbakka áleiðis til Reykjavíkur. Hét hann Guð- bjartur Gestsson og hafði unnið við smíðar þar eystra fyrri hluta vetrarins. Hann bar smíðatól sín i poka á bakinu, og peninga hafði hann mikla meðferðis, bæði í mynt og seðl- um. Var það kaup hans eftir sumarið og haustið. Veðri var svo háttað, þegar hann lagði af stað, að frost var nokkuð og skafrenningur, snjór yfir öllu og þess vegna ekki um að hann ætlaði að gista á Kol- viðarhóli um nóttina. Síðan fréttist ekkert til Guðbjarts í seytján ár. Voru margar leitir gerðar að honum, en enginn var árangur. En árið 1937, um vor- ið, fannst hann skammt fyrir vestan Hveradali. Hafði hann villzt út af brautinni spöl vest- ar en Skíðaskálinn stendur nú, lagt sig til hvíldar undir hraun- brúninni og sofnað þar svefnin- um langa. — Þeir peningar, sem hann hafði meðferðis, voru þá orðnir grautfúnir,en mátti þó gerla sjá, hve þykkur seðlabunk- inn hafði verið. * Um aldamótin síðustu varð bóndi á Vatnsleysuströnd úti, er hann var að smala fé sínu í ljósaskiptum á Þorláksdag. Éljagangur var en gott veður þess á milli og jörð öll snævi hulin. Ekkert spurð,ist um af- drif þessa manns 1 rúm þrjátíu ár, og var þó mikið leitað. Strandarheiði er mjög sundur- skorin af gjám, eins og kunn- ugir þekkja. Það var um vorið 1921, að kind hrapaði niður í eina slíka gjá, kom hún lifandi niður og ómeidd. Var hafizt handa að ná henni uppv og sig- ið niður til hennar. Þegar sig- maðurinn kom niður, tók hann eftir því, að spýta var uppi á einum stallinum. Þótti honum það undarlegt, en við nánari at- hugun kom í ljós, að þarna voru síðustu leifar bóndans, sem úti hafði orðið, og var spýtan staf- ur hans. Sást það á því, hvernig beinin voru, að hann hafði get- að setið á stalli niðri í gjánni og haft fæturna fram af stall- brúninni, því fótabein öll voru á næsta þrepi fyrir neðan. Kom einnig í ljós, að hann hafði bein- brotnað um leið og hann féll niður, því báðir lærleggir voru brotnir. Dapur hefir dauði hans orðið, og gleðileg hafa þau jól, er hann hvarf, ekki verið konu hans og tveimur ungum dætr- um. * íslenzk öræfi eru fögur í gró- andanum og sækir þá margur í faðm þeirra. En engan fýsir að vera þar einan á ferð i skamm- deginu, þegar hin hvíta ábreiða hylur hvern stein og hverja mosató. Aldamótaárið varð fimmtán ára piltur úti á Svínaskarði.áleið heim úr skóla. Hét hann Elin- tínus Þorleifsson. Hafði hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.