Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMINTV, föstwdagmn 19. okt, 1945 79. bla<5 / SEXTU GUR: Jónatan Jónasson bóndt að Xípá í Kaldaklnn Hinn 13. sept. s. 1. varð Jón- atan Jónasson, bóndi á Nípá í Kaldakinn, sextugur að aldri. Jónatan er fæddur að Hrauni í Aðaldal 13. sept. 1885, sonur hjónanna Jónu Andrésdóttur og Jónasar Sigurðssonar, sem þar bjuggu. Jónatan óx upp hjá foreldrum sínum til 15 ára aldurs, en fór þá úr föðurgarði og dvaldist í ýmsum vistum fram að tvítugs- aldri. Um tvítugt sótti hann nám að Hólum og aflaði sér þar þeirrar undirstöðumennt- unar í búnaði, sem mörgum bóndanum hefir síðar að gagni orðið. Árið 1914 reisti Jónatan bú að Nípá, env það þótti þá ein minnsta og lélegasta jörð' í Ljósavatnshreppi. Hefir hann búið þar síðan, eða í rösk 30 ár. Fyrir 30 árum, þegar hinn ungi, fríði og vaski bóndi úr Aðaldal flutti sem félítill ein- yrki á kotbýlið vestur við fjöll- in, fylgdu honum engar sér- stakar spár um væntanleg af- rek. En kappgirni Jónatans og stórhugur setti merkið hátt. ,,Saga smábýlisins“ hefir víða gerzt, þar semjbugur og hönd hafa markvisst stefnt að einu: „Að bæta og prýða sinn heim- ilisrann, svo kastali rísi úr rúst- um“. Þessu marki hefir Jónatan náð. Hann er búinn að skila fullu dagsverki — áður en kvöld er komið. Með ræktun, girðing- um, áveitum og byggingum hef- ir hann gert jörð sína hæfa til þess að bera að mestu uppi eitt af stærstu búum sýslunnar, um allmörg undanfarin ár. Jónatan á Nípá er dýravinur mikill. Hann er „fjármaður“ á- gætur og hefir því góðar og ár- vissar afurðir af fjárbúi sínu. Enn er hann léttur í spori og fer í fjallgöngur haust og vor í fjörmiklum kappleik við sín mörgu lömb. Hann er gleðimað- ur í hópi vina og kunningja og vinsæll. Hann er ein styrk- asta stoð sinnar sveitar. Jónatan Jónasson Jónatan er kvæntur Guðfinnu Friðbjörnsdóttur frá Sandi, mestu myndar- og ágætiskonu. Þau eiga 2 sonu og 3 dætur, sem dvalið hafa í föðurgarði að þessu. Hafa þau veitt heimili foreldra sinna mikinn stuðning hin síðari ár. Athafnamenn í bændastétt má, án efa, telja í hópi hinna nýtustu og virðulegustu þegna hvers lands. Hið unga íslenzka lýðveldi mun ekki verða langlíft, ef það hefir ekki ávallt stórum hóp slíkra manna á að skipa. Samtíðarmenn, sveitungar og vinir Jónatans á Nípá senda honum árnaðaróskir í tilefni sextugsafmælisins og þakka honum og fjölskyldu hans þann myndarlega skerf, sem heimili þeirra hefir fram lagt til vegs- auka íslenzkrar bændastéttir. 4. október 1945. B. Baldv. Skipun búnaðarráðs Það mun almennt álit bænda, að skipun hins svokallaða „bún- aðarráðs“ sé frumhlaup og ger- ræði af landbúnaðarráðherra, eigi sízt vegna þess, að í undir- búningi var um land allt fé- lagsstofnun bænda sjálfra til að taka verðlagsmál landbúnað- arins til athugunar og verðleggja vörurnar á innlendum markaði. Skipun „búnaðarráðk“ virðist því beinlínis hafa verið gerð til torveldingar á þvi, að bændur sjálfir hefðu þessi mál í sinni umsjá, gegnum félagsstofnanir sínar. Hér virðist mikils hlutdrægni gæta hjá stjórn landsins, þar sem Alþýðusambandið og Sam- band starfsmanna ríkis og bæja eru. af ríkinu, viðurkennd sem réttir aðilar, þegar um er að ræða kaup og kjör þeirra stétta. Er furða stór, ef nokkur bóndi íslenzkur gerir sér að góðu þá hlutdrægni, sem fram kemur í garð bændastéttarinnar með því að landbúnaðarráðherra snið- gengur þannig þau bændasam- tök, sem til voru og átti að efla með alls herjar stofnun stéttar- félags bændanna um land ailt. Samband þetta var og í tæka tíð stofnað til að taka verðlags- málin í sínar hendur nú þegar á þessu hausti. Bændur íslenzkir mega muna tvenna tíma nú og þá, er hinn vinsæli foringi þeirra, Tryggvi Þóhallsson, skipaði sæti land- búnaðarráðherra með mikilli sæmd og skörungsskap og hóf mál bændanna til öndvegis á þingi þjóðarinnar, svo sem með stofnun Búnaðarbanka og marg þættri löggjöf annarri til hags- bóta íslenzkum landbúnaði. Það er á valdi bændanna sjálfra, með einbeittri, öflugri framkomu á stjórnmálalegum og félagslegum vettvangi, að hefja mál sín aftur upp í hærra veldi, svo að þeir geti áfram haldið að ' byggja og rækta landið, til hamingju og hags- bóta fyrir sig og íslenzku þjóð- ina, alda og óborna. Saurum, 29. sept. 1945 Jóhannes Guöjónsson. Samvinnunám í Svíþjóð Samband sænsku samvinnu- félaganna, Ko-operativa För- bundet (K.F.), hefir ákveðið að veita nokkrum nemendum frá Danmörku, Finnlandi, íslandi og Noregi styrk til náms við Jakobsbergs lýðháskóla. Eru styrkir þessir veittir í því skyni að efla norræna samvinnu og samnorræna menningu. Styrkir þessir eru veitir 6 nemendum, og er hver þeirra að upphæð 750 sænskar krónur. Þeir, sem styrkinn fá, eru skyldir til að ljúka námskeiði við Jakobsbergslýðháskóla, það ár sem styrkurinn er veíttur. Námskeiðið byrjar hinn 28. okt. og lýkur 5. eða 6. maí næsta ár. Um styrki þessa ber að sækja til forstöðumanns Jakobsbergs lýðháskóla, fil. dr. Karl Petan- der, Jakobsberg, Sverige. Um- sóknunum verða að fylgja með- mæli ásamt upplýsingum um aldur, nám og störf umsækj- anda. Jakobsbergslýðháskóli er í nágrenni Stokkhólms, ca. 17 km. frá borginni. Þar eru kenndar svipaðar námsgreinar og í öðr- um norrænum lýðháskólum. Þó er í honum lögð meiri áherzla á hagfræði og samvinnufræði, m. a. bankafræði, bókfærslu og ým- islegt, er að samvinnu lýtur. M. a. námsgreina má nefna: Sænsku, bókmenntasögu, sögu, þjóðfélagsfræði, ensku og þýzku. Námskostnaður á Jakobsberg „Sprengi-Pétur” Bændur hafa nú fengið reynslu af áburðartegund þeirri, sem mjög hefir verið um deild síðastliðið ár, vegna þess að Pétur Magnússon hélt hann gæti drepið málið með því að telja bændum trú um, að hér væri stórhættulegt sprengiefni á ferðinni. Meira þyrfti ekki um það að ræða. Bændur voru 'ekki jafn auðtrúa og Pétur hugði. Áburðarsala ríkisins flutti inn um 1000 smálestir. Er dómur bænda um áburð þennan aðeins á einn veg, að hann sé alla staði hinn ákjósanlegasti. Formaöur Búnaðarfélags Kol- beinsstaðahrepps segir nýlega svo í bréfi til blaðsins: „Áburðartegund sú, sem keypt var hér síðastl. vor og almennt er nefnd „sprengi- efnið“, hefir hlotið einróma álit allra þeirra, sem þann áburð notuðu, sem voru flestir búnaðarfélagar, að það sé sá bezti áburður, sem fengizt hefir nú á stríðsárunum. Það virðist spretta sérlega fljótt og vel undan honum og býst ég við, að allir óski eftir að fá hann keyptan eftirleiðis". Margir bændur og búnaðarfé- lagsmenn munu hafa svipaðar sögur að segja. Nýtt kaupfélag í Hafnarfirði Nýtt kaupfélag hefir verið stofnað í Hafnarfirði. Er það stofnað upp úr Hafnarfjarðar- deild Kron, er óskaði skilnaðar á síðastl. vori og hefir nýlega lokið fjárhagslegum aðskilnaði við félagið. Stofnendur hins nýja félags voru á fjórða hundrað manns. í stjórn féiagsins hafa verið kosnir Ólafur Þ. Kristjánsson, formaður, Guðjón Guðjónsson, Guðjón Gunnarsson, Óskar Jónsson og Þórður Þórðarson. Félagið hefir samþykks að sóka eftir inngöngu í S. í. S. Nafn kaupfélagsins er Kaup- félag Hafnfirðinga. Utanför Gunnars Thoroddsen Gunnar Thoroddsen prófessor kom um mánaðamótin úr ferð til nokkurra Evrópulanda, en hann fór þangað á vegum rík- isstjórnarinnar og stjórnar- skrárnefnda og kynnti Gunnar sér stjórnarskrár og ýmislegt varðandi framkvæmd þeirra. Gunnar skýrði blaðamönnum frá för sinni síðastl. þriðjudag og rakti það helzta, sem hann varð áskynja í förinni. Gunnar hafði heim með sér stjórnar- skrár þeirra landa, er hann heimsótti og auk þess talsvert af öðrum bókakosti um stjórn- lagamál, sem hann keypti fyrir stjórnarskrárnefndirnar. Hann var ánægður með förina og kvað sér hafa verið tekið ágætlega, alls staðar þar, sem hann kom. Símtöl milli skipa hafin Símtöl milli íslenzkra skipa og stöðva í landi hófust að nýju í gær. Gjald hvers viðtalsbiLs er kr. 6.00. er áætlaður 130 sænskar krón- ur á mánuði auk kennslugjalds, er nemur 100 sænskum krónur, og ferðakostnaður. Þeir, sem óska eftir frekari upplýsingum um skólann og framannefnda styrki, geta snú- ið sér til Fræðslu- & félags- máladeildar Sambands ísl. sam- vinnúfélaga, er gefur nánari upplýsingar. A5 búa til kreppu (Framhald af 3. siOu) þegar orðnir ríkari en rétt er, velflestir. Ef aðgerðir stjórnar- valdanna ná ekki til þeirra i jöfnu hlutfalli við heiðarlega og vinnandi alþýðumenn, verða nauðsynlegar niðurfærslur ekki gerðar á siðferðilegum grund- velli. Um þessi úrræði verður allt vinnandi alþýðufólk að taka höndum saman. Annars heldur stjórnarliðið áfram sín- um loddaraleikjum, gælir við stórbraskara og stríðsgróða- menn en laumast aftan að heið- arlegu fólki og sviftir það tekj- um og eignum með gengislækk- un, þegar ekki gefst lengri gálga- frestur. Nú er skammt eftir að síðasta tækifærinu til að af- stýra því, að sú óstjórn, sem hér hefir verið síðustu misseri, full- komni það verk sitt, að búa til kreppu á tímum hinna stór- kostlegustu tækifæra, sem þjóð- in hefir séð. FYLGIST MEÐ Þið, sem í drelfbýllnu búlð, hvort heldur er viB sjó eða í sveitl Minnist þess, að Tímlnn er ykkar málgagn og málsvarL Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrift: Tíminn, Llndar- götu 9 A, Reykjavík. BréfaskóLi S./.S. veitir yður tækifæri til að nema undirstöðuatriði enskrar tungu. Sérstök áherzla lögð á réttan fram- burð og meginreglur málfræðinnar. Kennslugjald kr. 50.00.— Nánari upplýsingar hjá Laus staða Oss vantar afgreiðslumann í sölubúð frá næstu ára- mótum. Eiginhandarumsóknir, ásamt launakröfu, sendist til Sigurðar Steinþórssonar, kaupféiagsstjóra, fyrir 15. nóvember næstkomandi. í umsóknunum séu upp- lýsingar um aldur, nám og starfsferil. Kaupfélag Stykkishólms. r— Hjartans þakklœti til barnanna minna, bróður míns, mágs míns og sveitunga og annarra kunningja, sem glöddu mig með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á sextugsafmœli mínu. — Guð blessi ykkur öll. HALLDÓRA BÖDVARSDÓTTIR, Vogatungu. Tvær úrvals bækur haiida börnum og unglingum. I x Æm m r ■ v i n t y r i eftir Rudyard Kipling eru talin með skemmtilegustu og stílfegurstu barna^ögum heimsbókmenntanna. Nýkomnar fjórar úrvalssögur í íslenzkri þýðingu eftir Halldór Stefánsson, rithöfund. ' t Bókin er prýdd'mörgum snilldarlegum teikningum eftir höfund- inn sjálfan. Kalda hjartað eftir Vilhelm Hauff. Nýkomin er í bókaverzlanir barna- og unglingabókin KALDA HJARTAÐ eftir Hauff, ævintýraskáldið heimsfræga. Er hún talin ein af beztu barnabókum, sem til eru, vegna skemmtilegrar frásagnar og uppeldisgildis. Þýðingin er eftir Geir Jónasson, magister. Bókin er prýdd úrvalsteikningum eftir þýzkri útgáfu. Bókaútgáfan Reykholt i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.