Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 2
TÍMEYN, föstuclagiim 16. nóv. 1945 87. blað Föstudagur 13. nóv. Kosningar í nánd í janúarmánuði næstkomandi fara fram hreppsnefndar- og bæjarstjórnarkosningar í öllum kauptúnum og kaupstöðum landsins. Þess sjást líka orðið ýms merki, einkum hér í Reykja- vik, að meira en lítill glímu- skjálfti muni nú kominn í þá flokka, ,sem eiga fulltrúa í bæj- arstjórninni. Það getur líka vissulega ekki talizt nein furða, þótt þessir flokkar séu nú farnir að gerast órólegir. Framkoma þeirra hefir ekki verið með þeim hætti á undangengnu kjörtimabili, að þeir geti vænzt mikillar hrifn- ingar meðal bæjarbúa, þar sem flest málefni bæjarins eru í fyllstu niðurlægingu.Reykvíking ar, sem búa rétt við hin auðug- ustu fiskimið, verða að jafnaði að sætta sig við meira og minna skemmdan fisk vegna þess, að bæjarstjórnin hefir ekki haft manndóm til að koma föstu skipulagi á þau mál. í stórum bæjarhlutum eru húsin vatns- laus mestan hluta sólarhrings- ins vegna þess, að bæjarstjórn- in hefir ekki haft framtak til þess að auka vatnsveituna. Götulýsingin og gatnagerðin er hér ófullkomnari en sennilega í nokkrum öðrum jafnstórum bæ í heiminum, sem ekki hefir orð- ið fyrir loftárásum. í engum kaupstað á landinu er búið eins illa að húsmæðra- og gagn- fræðafræðslunni, svo að ekki sé nú minnst á iðnfræðsluna. Þó tekur ástandið i húsnæðismál- unurrt út yfir allt, þar sem þús- undir bæjarbúa verða að hírast í hermannaskálum og öðru ó- fullnægjandi húsnæði. Sá flokkurinn, sem ber höfuð- ábyrgð á þessu, er vitanlega Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefir meiri hluta í bæjarstjórninni. En Kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn bera einnig drjúgan hluta af ábyrgðinni. Fulltrúar þeirra hafa ekki hald- ið uppi neinni framfarabaráttu í bæjarstjórninni, heldur verið í hinum mestu kærleikum við íhaldsmeirihlutann. í næstum heilt ár var Bjarni Benediktsson raunverulega borgarstjóri með stuðningi kommúnista eða með- an Árni frá Múla sat í bæjar- stjórninni. Bjarni er líka sá for- vígismaður Sjálfstæðisflokksins, sem verið hefir og er í einlæg- ustu vinfengi við kommúnista, enda mun nú fullráðið, að hann og Sigfús Sigurhjartarson verði borgarstjórar, studdir af íhald- inu og kommúnistum, ef Sjálf- stæðisflokkurinn missir meiri hlutann í bæjarstjórninni. Sam- vinna þessara flokka um ríkis- stjórnina mun þá einnig ná til bæj arstj órnarinnar. Þetta makk kommúnista við Bjarna Benediktsson í stað þess- að halda uppi framfarabaráttu 'i bæjarstjórninni, sýnir bezt eðli þeirra og fyrirætlanir. Þeir hirða ekki um að berjast fyrir framförum, því þeir vilja ekki framfarir í borgaralegu þjóð- félagi. í stað þess leggja þeir kapp á að teyma talhlýðna fdr- sprakka borgaralegra flokka á asnaeyrunum og nota þá til að koma sér í ýmsar þýðingarmikl- ar stöður, sem gerir þeim auð- veldara að grafa stoðirnir und- an borgaralegu þjóðfélagi. Þegar flokkarnir, sem eiga fulltrúa f bæjarstjórninni, líta yfir liðið kjörtímabil, verður þeim því ljóst, að saga þeirra er ófögur. Þess vegna reyna þeir nú að dylja hana með ýmsu móti. Borgarstjórinn ekur með blaðamennina um bæinn til að sýna þeim viðgerðir á húsum og sitthvað fleira, en Sigfús Sigur- hjartarson og Jón Axel Péturs- son keppast við að flytja um- bótatillögur í bæjarstjórninni, sem þeim hefir ekki hugkvæmzt fyrr en nú, tveimur mánuðum fyrir bæjarstjórnarkosningar! Allt þetta mætti vera reykvísk- um kjósendum sönnun þess, að núverandi bæjarstjórnarflokk- um er ekki hægt að treysta og það þarf ný öfl inn í bæjar- stjórnina, ef nokkuð á að fást þar fært til betri vegar. /1 CííaíaHcfi Afneitanir kommúnista. Það er bersýnilegt, að komm- únistar eru búnir að leggja þá von á hilluna, að stríðsgengi Rússa verði þeim til framdrátt- ar í kosningunum, sem fram eiga að fara á næsta ári. Yfir- drottnunarstefna Rússa mætir nú hvarvetna vaxandi mót- spyrnu og hið svokallaða „aust- ræna lýðræði" á víðast litlu fylgi að fagna. Kommúnistar eru líka farnir að lýsa því yfir í blaði sínu, að þeim komi ekki til hug- ar að innleiða hér „austrænt lýðræði" og þeir muni algerlega heyja baráttu sína á grundvelli vestræns lýðræðis. Enginn þurfi því að óttast barsmíðar eða bylt- ingu af þeirra hálfu né skerð- ingu á ritfrelsi og samtakafrelsi, þótt þeir ættu eftir að komast til valda. Þeir séu hinir sönnu lýðræðismenn í vestrænni merk- ingu þess orðs. Þetta er raunar ekki nýtt fyr- irbrigði .hjá kommúnistum, að þeir afneiti öllum einræðistil- hneigingum og þykist hinir beztu lýðræðismenn fyrir kosn- ingar. Þeir hafa jafnan gert það við allar kosningar síðan 1937. Þessi blekkingariðja hefir gef- izt þeim furðanlega vel og því er eðlilegt, að þeir haldi- henni áfram og það ekki sízt nú, vegna vaxandi andúðar á hinu aust- ræna stjórnarfari og yfirgangs- stefnu Rússa í alþjóðamálum. Hitt er annað mál, að reynsl- an frá fyrri kosningum ætti nú að vera orðin mönnum nægileg leiðbeining um, að hér er um ekkert annað en blekkingu að ræða. Að afloknum kosningum hafa kommúnistar alltaf reynzt sömu trúverðugu Rússadindlarn- ir og byltingamennirnir og áð- ur og hagað vinnubrögðum sín- um eftir því. Sú mun einnig verða reynslan eftir næstu kosn- ingar. Vitnisburður Brynjólfs. Til þess að gera sér glögga grein fyrir því, hver hin raun- verulegu áform kommúnista eru, er bezt að- rifja upp fyrri yfir- lýsingar þeirra. Sumarið 1932 skrifaði Brynjólfur Bjarnason grein í Verkalýðsblaðið, þar sem hann lýsti því, hvernig valda- töku kommúnista yrði hagað hér á landi. Frumskilyrðið væri að hér skapaðizt kreppa og fjár- hagsöngþveiti, eins og kommún- istar eru líka að vinna að nú með stjórnarþátttöku sinni. Síð- an lýsir Brynjólfur valdatök- unni á þessa leið: „Auðvaldskreppan magnast og versnar. Fyrirtækin stöðvast eitt af öðru. Atvinnuleysi og neyð vex meðal alþýðunnar, ... Kommún- istar reyna að fylkja verkalýðnum til vægðarlausrar baráttu gegn at- vinnuieysi og kaupkúgun, reyna þannig að nota kreppuna tii að ráða niðurlögum auðvaldsins. Þeim tekst að fá verkalýðnum samfylkt til virkrar baráttu. Hvert verkfall- ið, kröfugangan, deilan, — jafnvel skærur við lögreglu og verkfalis- brjóta — her auðmanna — rekur aðra ... Stéttabaráttan kemst á sitt hæsta stig, úrslitabaráttuna um ríkisvaldið. Byltingarhugur verka- lýðsins magnast, unz hámarki bar- áttunnar er náð með áhiaupi verkalýðsins undir forustu Kom- múnistaflokksins á höfuðvígi auð- valdsins i Reykjavík og valdanámi hans ... Að slík tímamót muni ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þessháttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum Ijóst, —: svo það, sem úr- slitum ræður, verður meirihluti handanna — handaflið." < Þessi lýsing Brynjólfs túlkar áreiðanlega betur hinar raun- verulegu fyrirætlanir kommún- ista en afneitanir Þjóðviljans nú á „austrænu lýðræ5i“ og byltingu. Þær eru aðeins fram- komnar til að grímuklæða hinn raunverulega ásetning og afla fylgis meðan verið er með stjórnarþátttökunni að knýja fram það fjárhagshrun, sem Brynjólfur telur ákjósanlegasta jarðvéginn fyrir byltingu. „Flokkur nútímans“ ; og stjórnarþátttakan. Svo virðist, 'sem ekki er heldur óeðlilegt, að kommúnistar treysti |.ekki orðið til fulls afneitunum 'sýnum á byltingu og „austrænu I lýðræði," enda er þessi plata Hver verða úrslitin? Það er fróðlegt fyrir bæj ar- stjórnarkosningarnar, sem nú standa fyrir dyrum í Reykjavík, að athuga seinustu kosningaúr- slitin þar. Þau eru úrslitin í þingkosningunum haustið 1942. Þá fékk Sj álf stæðisf lokkurinn 8292 atkv., Kommúnistaflokkur- inn 5980 atkv., Alþýðuflokkur- inn 3303 atkv., Þjóðveldisflokk- urinn 1284 atkv. og Framsókn- arflokkrinn 945 atkv. Samkvæmt þessum úrslitum hefði Sjálf- stæðisflokkurinn átt að fá 7 bæjarfulltrúa, Kommúnista- flokkurinn 5, Alþýðuflokkurinn 2 og Þjóðveldismenn einn. Kjósendur í Reykjavík munu nú 27—28 þús. Sé reiknað með kosningaþátttöt.u í meira lagi, þarf um 1600 atkv. til að fá bæjarfulltrúa kjörinn. Líklegt ætti að teljast, ef allstór hluti Þjóðveldismanna hefir horfið til 3jálfstæðisflokk:sins aftur, að honum takist að halda 7 full- trúum. Frá sjónarmiði Alþýðu- flokksins eru engar líkur til þess, að hann geti haldið nema 2 full- trúum, því að til þess að fá b fulltrúa Tcjörna þarf hann að bœta við sig um 1500 atkv. Fyrir þvi eru ekki minnstu líkur. Kommúnistum mun enn hafa aukizt fylgi og geta Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn bakkað sér það í sameiningu, því að þeir hafa haldið á málunum, eins og kommúnistum hefir ver- ið æskilegast. Kommúnistar munu því alltaf halda 5 fulltrú- um. Hér eru því komnir 14 full- trúar, 7 hjá Sj álfstæðisflokkn- um, 5 hjá kommúnistum og 2 hjá Alþýðuflokknum. Spurning- in verður um það, hvar 15. full- trúinn lendir. Sennilega verður hann annað hvort fyrsti maður hjá Framsóknarflokknum eða sjötti maður hjá kommúnist- um. Til þess að fá fulltrúa kjörinn þarf Framsóknarflokkurinn að bæta við sig rúmum 600 atkv. frá því í þingkosningunum haustið 1942. Mjög sterkar líkur ættu að vera fyrir því, að það takist. Núverandi bæjar- stjórnarflokkar hafa ekki haldið þannig á málunum, að mönnum ætti að þykja vanþörf á því að fá þangað nýja krafta. Marg- ir Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn munu, ekki heldur svo hrifnir af kommúnistum, þótt foringjar þeirra séu það, að þeir vilji heldur stuðla að því. að kommúnistar fá 6 fulltrúa en Framsóknarmenn einn. Andstæðingarnir t reyna að breiða það út, að Framsóknar- menn séu svo skelfdir yfir ó- sigrinum í bæjarstjórnarkosn- ingunum seinast, að þeir muni ekki áræða að taka þátt í þess- um kosningum! Slíkum þvætt- ingi þarf vitanlega ekki að svara, en rétt þykir að benda á í tilefni af honum, að aðrir flokkar hafa tapað meiru í Reykjavík en Framsóknarflokkurinn. — Árið 1937 fengu Sjálfstæðismenn 10.139 atkv. þar, en í seinustu kosningum 8292 atkv. Þeir höfðu m. ö. o. tapað þar 1850 atkv. eða fleirum en Framsóknarmenn hafa nokkkuru sinni fengið þar! Enn stórfelldara hefir þó tap Alþýðuflokksins verið. Þessir flokkar hefðu vissulega meiri ástæðu til að missa kjarkinn en Framsóknarmenn. f seinustu bæjarstjórnarkosn- ingum vantaði Framsóknar- flokkinn ekki nema 65 atkv. til að koma manni að og fella þar með einn fulltrúa kommúnista. Slíkt má ekki gerast aftur. Framsóknarmenn og allir þeir, sem ekki vilja efla gengi komm- únista, verða að vinna að því eftir megni að slíkt endurtaki sig ekki. Framsóknarmenn í Reykjavík munu hefja mark- vissa baráttu fyrir því, að þeir eigi fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur eftir næstu kosn- ingar. orðin gamalkunn. Nú er því reynt að tína sitthváð til við- bótar. Einn daginn fann Þjóð- viljinn t. d. upp á þvi að kalla kommúnista „flokk nútímans." Þetta samrímist þó illa þróun- inni úti í heiminum, þar sem kommúnistar eru hvarvetna meðal minnstu flokkanna í öllum lýðræðislöndunum, nema í Frakklandi. Kosningaúrslitin í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku sýna einnig, að kommúnistar eru í enn minna vexti en ætla hefði mát't af upp- lausn þeirri, sem jafnan fer í kjölfar stríðsloka. Þjóðviljinn fann líka að þetta slagorð um flokk nútímans" myndi ekki fá góðan hljómgrunn, því að næsta dag var það orðið höfuð„tromp“ hans, að konimúnistar hefðu með þátttöku sinni í núv. ríkis- stjórn afsannað í eitt skipti fyr- ir öll, að þeir væru óábyrgur flokkur. Ekki ætti þetta „tromp- ið“ að lánast betur, því að dómi allra hugsandi manna sannar ekkert betur ábyrgðarleysi en þátttaka í rikisstjórn, sem hefir fyrir aðalmarkmið að auka stöð- ugt verðbólguna og vernda milli- liðaokrið. Slík ' stjórnarstefna getur ekki leitt til annars en fjárhagslegs hruns, enda er það draumur komúnista. Vel má þó vera að þessi síð- asta blekking komi kommúnist- um að nokkru haldi, því að svo dyggilega vinpa blöð Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins að því að gylla fyrir mönnum stjórnarstefnuna. Ef nokkuð getur hjálpað kommúnistum í kosningabaráttunni verður það þessi falski áróður í blöðum Sjálfstæðismanna og Jafnað- armanna. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar eiga forkólfum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins gengi sitt að þakka. Sjálfshól Emils. Emil Jónsson samdi nýlega viðtal við sjálfan sig og birti það í Alþbl. í viðtalinu hælir Emil sér af því, að flutt hafi verið á vegum ráðuneytis hans frv. um kaup á strandferðaskipum, landshöfn á Suðurnesjum, raf- orkumálin og aukið öryggi sjó- manna. Um öll þessi mál er það að. segja, að þau voru undirbúin af nefndum, sem voru til og höfðu flestar lokið störfum fyrir ráðherratíð Emils Jónssonar. Strandferðamálið var undirbúið af sérstakri nefnd, sem skipuð var af þinginu 1943, og raforku- málið af raforkumálanefnd, (Framhald á 7. síöu) Erlent yfirlit Friðarstefna Bandaríkjanna Truman forseti flutti ræðu i lok októbermánaðar, þar sem hann gerði utanríkismálastefnu Bandaríkjanna að umtalsefni. Hann minntist þar fyrst á ýms sérstök vandamál, eins og t. d. atomsprengjuna, og kvað Breta, Bandaríkjamenn og Kanada- menn mundu ræða um það, hvernig bezt yrði komið fyrir alþjóðasamvinnu um það mál, en þó væri óhyggilegt að opin- bera leyndarmálið um gerð sprengjunnar að svo stöddu. Þessar viðræður fara nú fram í Washington. Eftir að hafa rætt þannig nokkuð um einstök mál, dró forsetinn saman í stuttu máli þau grundvallaratriði, er hann taldi marka utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna. Fer það yfirlit hans hér á eftir: 1. Við óskum ekki eftir nein- um landvinningum né hlunn- indum fyrir okkur sjálfa. Við höfum engin áform, sem fara í bág við friðsamlegar fyrirætl- anir annarra ríkja. 2. Það er trú okkar, að allar þjóðir, sem hafa verið sviptar frelsi og sjálfsforræði með of- beldi, öðlist það aftur. 3. Við munum ekki viður- kenna neinar landaínærabreyt- ingar, sem snerta vinveittar þjóSir, nema þær séu samþýkkt- ar af íbúum þeirra héraða ’eða landshluta, sem þær ná til. 4. Við álítum, að allar þjóðir, sem eru hæfar til sjálfstjórnar, eigi að fá að ráða stjórnarformi sínu, án íhlutunar frá öðrum. 5. í samvinnu við bandaþjóðir okkar í styrjöldinni, viljum við hjálpa þjóðunum, sem biðu ó- sigur, til að koma á lýðræðis- legu stjórnarfari, og við viljum eftir mætti hjálpa til að skapa heim, þar sem nazismi, fasismi og hernaðarstefna getur ekki þrifizt. 6. Við viljum ekki viðurkenna neina stjórn, sem hefir verið þvinguð upp á einhverja þjóð af erlendum stjórnarvöldum. í vissum tilfellum verður kannske ekki unnt að koma í veg fyrir, að slíkum stjórnum sé þvingað upp á einstakar þjóðir. En Bandaríkin munu ekki viður- kenna þær. 7. Við álítum, að allar þjóðir eigi að hafa fullt frelsi til sigl- inga um höfin og á fljótum og skurðum, sem ráða landamerkj- um. Ennfremur á fljótum og öðrupa vatnavegum, sem falla um fleiri en eitt land. 8. Við álitum, að allar þjóðir, sem eru viðurkenndar af sam- félagi þjóðanna, eigi að njóta jafnra réttinda um aðgang að hráefnum og mörkuðum. 9. Við álítum, að ríkin á vest- urhelmingi jarðar eigi að vinna saman að sameiginlegum vandamálum, án íhlutunar frá öðrum ríkjum. 10. Við álítum, að fullkomin efnahagsleg samvinna allra þjóða, stórra og smárra, sé eitt grundvallaratriði þess, að unnt verði að bæta lífskjör manna í heiminum almennt og tryggja frelsi, án ótta og skorts. 11. Við munum vinna eftir mégni að fullu mál- og trúfrelsi hjá öllum friðelskandi þjóðum heimsins. 12. Við erum sannfærðir um að varðveizla friðarins krefst alþjóðarstofnunar, sem sé skip- uð öllum friðelskandi þjóðum heims. Þetta þjóðabandalag þarf að vera reiðubúið til að beita valdi, ef það er nauðsyn- legt til að tryggja friðinn í heiminum. y Þetta eru höfuð atriðin í ut- anríkismálastefnu Bandaríkj - anna, sagði forsetinn að lok- um. Við vitum, að hún getur ekki að öllu leyti komizt í fram- kvæmd í dag eða á morgun, en við munum gera okkar ítrasta til þess, að hún verði veruleiki fyrr eða síðar. Þann herstyrk, sem við munum hafa á komandi árum, höfum við eingörigu til að vernda heimsfriðinn, því að það er eina leiðin til að tryggja okk- ar eigið frelsi. Yfirleitt virðist þessi stefnu- yfirlýsing Trumans forseta hafa mælzt vel fyrir. Þó hefir það heyrzt frá Rússum, að þeir teldu sjö af þessum tólf „punktum“ Trumans beinast gegn sér, og einstaka Bretar hafa talið fjórða „punktinn" beinast að Indlands- málunum. Að öðru leyti hefir þessi yfirlýsing Trumans mælzt vel fyrir. Nokkru eft'ir, að Truman flutti þessa ræðu sína, voru umræður um utanríkismál í brezka þing- inu. Churchill flutti þá ræðu, sem vakið hefir mikla athygli. Hann lýsti þar hiklaust þeirri skoðun sinni, að friðurinn i heiminum væri nú undir því kominn, að Bandaríkin tækju að sér forustuna og legðu fram krafta sína til að vernda hann. Hann réð einnig til þess, að gerð kjarnorkusprengjunnar yrði haldið leyndri áfram. Yfirleitt virðist nú gæta mjög þeirrar sömu skoðunar og kom fram hjá Churchill, að heims-? (Framhald á 7. síöu) RADim NAbRANNANNA í „Útsýn‘„ sem kom út 10. þ. m., er minnst á bæjarstjórnarkosningarnar, sem fara fram í vetur. Segir þar m. a.: „Undanfarið hafa sést þess merki í dagblöðum bæjarins, að reikn- ingsskil væru í nánd, reikningsskil bæjarstjórnarkosninganna, sem fara fram fjórða hvert ár. Greini- legur glímuskjálfti er farinn að koma 1 ljós í skrifum blaðanna og fulltrúar flokkanna eru farnir að* hafa óvenju hátt á bæjarstjórnar- fundum. Reykvíkingar hafa að vísu séð nokkur önnur tákn þess, að bæjar- stjórnarkosningar væru að nálgast, því að allt í einu hafa þeir orðið varir við óvenju mikla umhyggju bæjarstjórnarinnar og borgarstjór- ans fyrir velferð þeirra. Undan- farið, þegar dregið hefur að kosn- ingum, hófu blöð meirihlutans upp sönginn um hitaveituna, sem bæj- arbúar ættu í vændum. Nú er hún komin, að vísu 5—6 sinnum dýrari en hún hefði þurft að vera, ef ekki hefði verði lögð á það aðaláhersl- an að nota hana sem kosninga- beitu og að rífast um það, hverj- um það væri að kenna, að hún kom ekki fyrr. Meiri hlutinn kenndi minni hlutanum og minni hlutinn meirihlutanum og 1 hálfan áratug var þetta sífellda rifrildi um sökina á drættinum á hitaveitu- framkvæmdunum eina ánægjan, sem bæjarbúar höfðu af hitaveit- unni. Að þessu sinni hafa stjórnend- um bæjarins orðið að sýna áhuga sinn á öðrum sviðum. Talsverður hluti bæjarins hefir verið meira og minna vatnslaus allt það tímabil, sem rifizt hefir verið um hitaveit- una. Nú hefir verið ákveðið að bæta úr vatnsskortinum. Götur bæjarins hafa verið og eru að vísu enn, verstu umferðargötur, sem til eru í höfuðborg nokkurs siðmenningarlands í heiminum. Síðustu mánuðina hefir verið tek- inn heilmikill fjörsprettur að laga göturnar. Borgarbúar hafa að sjálf- sögðu glaðzt mjög yfir þessu ó- venjulega framtaki borgarstjórans, en það hefir um leið minnt þá á, að bráðiega ættu að fara fram kosningar. Það hlaut svo sem að vera eitthvað, sem vakið hafði for- ráðamenn bæjarins af dvalanum." Útsýn segir ennfremur: „En annars virðast Reykvíkingar láta sér fátt um finnast, þótt blöð flokkanna í bæjarstjórninni séu allt í einu farin að ræða bæjar- málin af miklum áhuga og deili nú hart hvorir á aðra. Allir, sem til þekkja, vita, að lítið er að marka þennan skyndilega áhuga og þessar ádeilur bæjar- stjórnarflokkanna hver á annan. Þeir vita, að dagsdaglega, þegar kosningar hafa ekki verið í nánd, er áhuginn ekki nærri því svona mikill. Og að stefnumunurinn er ekki nærri eins áberandi og virzt gæti eftir „kosninga“-stefnuskrán- um, þegar frá eru talin nokkur mál, sem eru dregin fram i dagsljósið einstöku sinnum, en varla virðast þau tekin alvarlega af flutnings- mönnunum. Mörgum, sem fylgzt hafa dálítið með bæjarmálunum, finnst í raun- inni einkennilega gott samkomulag í bæjarstjórninni. Það ætti í sjálfu sér ekki að vera ástæða til að am- ast við samkomulagi i þessu landi sundrungarinnar. En það er ekki sama, hvaða blær er á samkomu- laginu. Almenningur orðar þetta þannig, þegar hann talar um hið góða samkomulag í bæjarstjórn- inni: Það er sami rassinn undir þeim öllum saman. Þeir virðast í rauninni allir sætta sig við það, að Reykjavík sé ekki aðeins sú höfuðborg, heldur yfir- leitt sú borg á Norðurlöndum — og • þótt víðar væri leitað — sem verst er skipulögð og verst er stjórnað að svo að ségja öllu leyti. Þetta vita og viðurkenna allir, sem. einhverntíma hafa komið út fyrir pollinn og eitthvað séð til samanburðar. Þetta á jafnt við lireinlæti, umferð, skipulag, útlits- fegurð sem.annað. Og ekki er þetta vegna sparnaðar í mannahaldi eða öðrum rekstri bæjarins. Öðru nær, öll óstjórn bæjarins kostar gífur- " legt fé, sem hefir farið hækkandi með hverju ári.“ Hér er vissulega ekkert ofmælt um ástandið í bæjarmálum. Hið góða sam- komulag milli íhaldsmeirihlutans og fulltrúa verklýðsflokkanna í bæjar- stjórninni, nema rétt fyrir kosningar, gefur líka vel til kynna, að það þarf ný öfl inn í bæjarstjórnina, ef sama aðgerðaleysiö á ekki að dfottna þar áfram. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.