Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1945, Blaðsíða 8
<* Þeir, sem vilja kynna sér þjoðfélagsmál, irLnlend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 1G. NÚV. 1945 87. blað y AIV'ÁLL TÍJHANS V 12. nóvember, mánudagur: Kosningar hjá Tito. Jugoslavía: Kosningar fóru fram til þingsins í Jugoslavíu. Aðeins einn listi kom fram, sem stjórnarflokkarnir stóðu að, og gátu kjósendur sagt já eða nei við honum. Fleiri listar máttu ekki koma fram. Stjórnarand- stæðingar neituðu að taka þátt í kosningunum, þar sem þeir töldu ekki fært að vera á lista með stjórnarsinnum. Samkvæmt tilkynningum frá stjórninni tóku um 80% kjósenda þátt í atkvæðagreiðslunni og voru já- atkvæðin miklu fleiri. _____ Noregur: Tilkynnt, að Cordell Hull, fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið veitt friðarverðlaun Nobels. Bandaríkin: Wallace, verzl- unarmálaráðherra Bandaríkj- anna, lagði til að haldin yrði alþjóðaráðstefna um afnám verzlunarhafta. Java: Bretar hafa nú mest- alla Surabaya |á valdi sínu. Indo-Kína: Frakkar hafa dæmt um 400 þjóðernissinna í margra ára farigelsi. 13. nóvember, þriðjudagur: Ræða Attlee. Bandaríkin: Attlee flutti ræðu á þingi Bandaríkjanna. Hann kvaðst gera sér von um, að bráðlega yrði haldin ný ráð- stefna utanríkisráðherra stór- veldanna. Frakkland: De Gaulle var kosinn stjórnarforseti af þing- inu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Java: Sokarno hefir myndað nýja stjórn þjóðernissinna. Talið er, að hann hafi þó minni völd en áður. Bardagar halda áfram. Palestina: Bevin tilkynnti í brezka þinginu, að skipuð yrði brezk-amerísk nefnd til að ræða um Palestínumálin, en fullnað- arákvörðun um þau yrði hins vegar ekki tekin fyrr en Þjóða- bandalagið hefði fjallað um þau. 14. nóvember, miðvikudagur: Verkfall Gyðing'a. Palestína: Gyðingar hófu alls- herjarverkfall í 12 klst./til að mótmæla yfirlýsingum Bevins varðandi Palestinumálin. Víða kom til talsverðra óeirði. Kína: Sagt frá hörðum bar- dögum milli stjórnarhersins og kommúnista á stöðum, þar sem kommúnistar reyna að aftra stjórnarhernum frá að komast inn i Mansjúríu. Bandaríkin: Utanríkismála- ráðherrann tilkynnti, að Rússar hefðu krafizt að sameiginleg stjórn stórveldanna fjögurra, Bretlands, Bandaríkanna, Kína og Rússlands, færi með völd í Japan. Ekkert samkomulag hefði hins vegar náðst um það mál. M jóLkur„bomban" (Framhald af 1. síöu) vestan hafs, eins og vélar til ýmsra rafvirkjana hér og ýmra annarra framkvæmda. Hér hefir Bjarni þó ekki fyrst og fremst við Samsöluna að sak- ast, heldur sendiherra íslands í Washington, Thor Thors, sem haft hefir aðalmilligönguna um þetta mál. Þrátt fyrir milli- göngu hans, sem hann hefir vafalaust rækt af beztu getu, var synjað um útflutningsleyfi í Bandaríkjunum á þessum vélum. Getur Bjarni vel ásakað sendi- herrann í Washington fyrir slóðaskap í þessu máli, ef hann telur að slíkt verði sér til fram- dráttar í bæjarstjórnarkosning- unum. Strax og endanlega var tryggt, að vélarnar fengjust ekki í Bandaríkjuttum, sem lengi voru þó góðar horfur á, var hafizt handa um að fá þær frá Norð- urlöndum. Eru nú góðar vonir um, að þær fáist þaðan innan nokkurra mánaða. Þess mun mega vænta, að stjórn Mjólkursamsölunnar birti bráðlega ítarlega greinargerð um þetta mál og mun þá áreið- anlega sjást, að Reykvíkingar mættu vel við una, ef Bjarni Benediktsson hefði ekki unnið slælegar að j*yí að bæta úr hús- næðismálunum í bænum, vatns- skortinum, lélegum aðbúnaði skólanna að ógleymdri fisksöl- unni. Með samanburði á því, sem Mjólkursamsalan hefir gert til að koma upp fullkominni Mjólkurstöð, og því, sem Bjarni hefir gert í þessum málum, mætti Reykvíkingum vissulega vérða ljóst, að þeir þurfa að losa sig við forustu Bjarna í bæjarmálunum og það munu þeir líka gera í næstu bæjar- stjórnarkosningum, nema kom- múnistar aumkist yfir hann og lofi honum að vera meðborgar- stjóra Sigfúsar Sigurhjartar- sonar. Að lokum þykir svo rétt að minna bæði BjarnaBenediktsson og aðra hans nóta á það, að þeim verður ekki mikill fengur að gerlaskýrslu Sigurðar Péturs- sonar. Reykvíkingar hafa þegar séð, að hún er eingöngu byggð á viðleitni til æsinga og blékk- inga. Svo langt hefir hann geng- ið í þessum efnum, að hann aug- lýsir, að mjólkin hafi verið ónot- hæf, þegar Mjólkurstöðin tók við henni, enda þótt hann hafi á sama tíma talið hana óað- finnanlega er hún kom úr ger- ilsneyðingunni og var send út í bæinn. Bæjarbúar sjá líka í gegnum þá „endurbót“ að stjórnin skipi Sigurð Pétursson eftirlitsmann við Samsöluna, þar sem hann hefir um 10 ára skeið gegnt því starfi með ekki betri árangri en hann hefir sjálfur lýst í gerlaskýrslunni! Eigi að verða nokkur bót á því eftirlitsstarfi er hún sú, að Sig- urði verði tafarlaust vikið frá og velmenntaður erlendur sér- fræðingur, sem treysta má til hlutleysis í mjólkurdeilunni, verði fenginn til að gegna því starfi. Vægur dómur (Framhald af 1. síðu) dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 1000 kr. Verðlagsþjófnaðir njóta þeirra einkennilegu hlunninda, að miklu vægilegar ér tekið á þeim en öðrum þjófnuðuni. Þessi laga- og réttarvenja á vit- anlega engan rétt á sér og er ómenningararfur frá þeim tíma, þegar lagavöndurinn náði yfir- leitt ekki til annarra en þeirra, sem minnstir voru fyrir sér. Eins og vænta mátti, hefir Mbl. barmað sér yfir dómi þess- um og þó einkum því, að nöfn heildsalanna skyldu vera birt um leið og sagt var frá dómn- um. Slíkt var þó vitanlega sjálf- sagt, þar sem hér var um stór- mál að ræða, er snerti allan al- menning. En gremja Mbl. yfir nafnabirtingunni er hins vegar eðlileg, þvi að eftir þetta verð- ur erfiðara fyrir ríkisstjórnina að gera þá Arent og Ólaf að samningamönnum og erindrek- um fyrir sig erlendis! FramsóknarféLag (Framhald af 1. síðu) Jónsson bóndi Kóngsbakka, gjaldkeri.Varamaður var kjörinn Guðbrandur Magnússon bóndi Tröð. Þá voru kosnir 24 fulltrúa- ráðsmenn, tveir úr hverjum hreppi kjördæmisins. Umræður urðu miklar um landsmálin og var samhugur fundarmanna mikill fyrir efl- ingu Framsóknarflokksins í hér- aðinu. Sundmót Ármanns fór fram i Sundhöll Reykjavíkur. í fyrrakvöld. Þrjú ný íslandsmet voru sett á mótinu. Nánar verður skýrt frá því í næst íþróttaþætti bla§sins. Hefir stjórnin sent Banda- ríkjunum óskiljanlegt svar? (Framhald af 1. síðu) Jafnframt mun hann hafa ósk- áð eftir lokuðum þingfundi um málið, en það ekki fengizt fram. Stjórnarflokkarnir munu hins vegar hafa fallizt á svarið, en Alþýðuflokkurinn og kommún- istaflokkurinn þó með þeirri at- hugasemd, að því fylgdi sú munnleg skýring forsætisráð- herra, að ekki fælist í svarinu, að íslendingar vildu semja um langa leigu á herstöðvum. Þetta svar mun síðan hafa verið sent og Bandaríkjastjórn síðan svarað aftur og sagzt skilja það á þá leið, að íslend- ingar væru fúsir til viðræðna á grundvelli orðsendingar þeirr- ar frá 1. október. Því munu stjórnarflokkarnir nú hafa svar- að aftur á þann veg, að með skírskotun til hinna munnlegu skýringa forsætisráðherra, sem fyigdu svarinu, hafi ekki mátt skilja það á þá leið. Þannig er sagt að málið standi nú. Getur jielía verið satt? Það verður vissulega ekki ann- að sagt, sé þessi saga sönn, að hér sé um heldur ófagra sögu að ræða og þess vegna verði að trúa því í lengstu lög, að hún sé ekki að öllu leyti sannleikanum samkvæm. Sé hún hins vegar rétt, kemur það í fyrsta lagi fram, að það er dregið í þrjár vikur að svara Bandaríkjunum nokkru, og að lokum er þeim svo sent svar, sem er svo af- sleppt og loðið, að þau skilja það á aðra leið en stjórnin ætlazt til, að þau skilji það. Loks er svo vafaatriðið um hina munn- legu skýringu forsætisráðherr- ans. Hafi hún verið nógu ljós, hefði umræddur misskilningur Bandaríkjanna ekki þurft að koma til greina. Slík framkoma við vinveitta þjóð er vissulega með öliu óþol- andi. Hvort sem svarið átti að vera já eða nei eða eitthvað þará milli, átti það að koma fyrr og vera skýrt og drengilegt. Á þeim grundvelli mun íslendingum hollast og affarasælast að ræða mál sín við aðrar þjóðir. Það er hin hörmulegasta aðstaða, sem hugsazt getur, að senda svo óljóst svar, að deila verði um það við aðrar þjóðir, hvern- ig það eigi að skiljast. Við þetta bætist svo, að með- an öllum gögnum og staðreynd- um málsins er haldið leyndum fyrir almenningi, heldur einn stjórnarflokkurinn uppi áróðri og rógi gegn hlutaðeigandi þjóð, sem mun hafa gefið það til kynna, að hún teldi það ekkert athugavert fyrir sitt leyti, að stjórnin birti upplýsingar um málið opinberlega. Forsætis- og utanríkismála- ráðherrann getur kannske haft þá afsökun, ef afsökun skal kalla, að ríkisstjórnin er tví- klofin um þetta mál. Kommún- istar vilja gera hinum vestrænu stórveldum allt til miska og vilja ekkert síður en að ísland njóti verndar þeirra, eins og ljósast kom fram á stríðsárunum. Al- þýðuflokkurinn og mikill meiri hluti Sjálfstæðisflokksins óskar hins vegar eftir áfram- haldandi vernd vesturveldanna, þótt þeir vilji sennilega fá hana í öðru formi en því, að hér þurfi að vera fjölmennur her og vilji gjarnan ræða við Bandaríkin á þeim grundvelli.Þessar tværand- stæðu fylkingar hefir forsætis- ráðherrann þurft að sætta og það hefir hann gert með hinu óskiljanlega svari. Slíkt getur þénað stjórnarsamvinnunni, en það þénar ekki þjóðinni. Stjjórnin verður að lefíjí.ja gögnin á borðið. Mál þetta er sannarlega þann- ig vaxið og kviksögurnar um það komnar á það stig, að stjórn- in má ekki halda því leyndu lengur. Þjóðin verður að fá öll gögn á borðið, svo að hún geti dæmt málið frá öllum hliðum, og stjórnin verður að hreinsa sjg af þeim orðrómi, ef hún getur það, að hún hafi haldið á þessu máli, eins og hér hefir verið rakið eftir frásögn „Útsýn“ Þjóðin á fulla heimtingu á því, að stjórnin geri þetta. Það er raunverulega ekkert annað en hin verstu svik við þjóðina, ef stjórnin gefur henni ekki kost á að taka afstöðu til þessa máls á þeim grundvelli, að allar upplýsingar og máls- aðstæður liggi ljóst fyrir og þjóðarviljinn fái að njóta sín. T Ymsar fréttir í stuttu máli Nýr attaché hefir verið skip- ,aður við sendisveit íslands í Stokkhólmi. Er það Sigurður Hafstað, sem verið hefir um skeið fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. Hann hefir verið skip- aður í starf þe^ta frá 1. nóv- ember að telja. Frá sama degi var Kristján Thorlacius skipaður fulltrúi í f j ármálaráðuneytinu. Kolbeinn Kristófersson, cand. med. & cdir., hefir verið skip- Stúdentafundur um herstöðvamálið Síðastl. mánudagskvöld héldu háskólastúdentar almennan fund til að ræða um, hvort rétt væri að veita nokkru erlendu ríki hernaðarbækistöðvar á ís- landi. Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþykkt einróma: „Almennur fundur háskóla- stúdenta, haldinn , háskólanum mánudaginn 12. nóvember 1945, samþykkir eftirfarandi ályktun: Háskólastúdentar lýsa sig ein- Idregið andvíga því, að nokkuru erlendu ríki verði veittar hern- aðarbækistöðvar hér á landi, þar sem slíkar ráðstafanir myndu leiða af sér alvarlega hættu fyrir frelsi vort, tungu og þjóðerni. Stúdentar telja, að forráða- mönnum þjóðarinnar beri að aður héraðslæknir frá 1. apríl næstkomandi að telja. Fregnir frá Danmörk herma, að de Fontenay, sem lengi hefir verið sendiherra hér, verði bráðlega skipaður sendiherra í Tyrklandi, en A. C. Brun, sem nú er sendisveitarfulltrúi í Washington, verði sendiherra herra hér. Loftleiðir h. f. hafa nýlega keypt af ameríska flughernum hér Norsemanflugbát, sem flytur 6—8 farþega og gengur með 200 km. meðalhraða á klst. Á félagið þá orðið fimm flug- vélar, einn Grummannflugbát, tvær Norsemanflugvélar, Stim- sonflugvél og Vultee-Stimson- flugvél. vísa tafarlaust á bug hvers konar ásælni erlendra ríkja, hvaðan sem hún kemur og í hverri mynd sem hún birtist. Ef íslenzka ríkið gerist aðili í bandalagi sameinuðu þjóð- anna, telja stúdentar að leggja verði ríka áherzlu á það, að þjóðinni sé það lífsnauðsyn vegna þjóðernis og menningar sinnar, að landið verði ekki gert að neinskonar hernaðar- bækistöð í þágu hinna samein- uðu þjóða, þött íslendingar séu að öðru leyti reiðubúnir til þess að leggja fram sinn skerf til efl- ingar friði og samvinnu þjóð- anna.“ Fundurinn var fjölsóttur. (jarnla Síc tftj/a Bíó 1 leyniþjómistn. (Above Suspicion) Joan Crawford Fred McMurray Conrad Veidt Basil Rathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9. / Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. K VMDAMÁLIÐ MIKLA (Det brændende Spörgsmaal). Danska myndin með Poul Reumert, Bodil Kjær. Sýnd kl. 5, 7 og 9.' Sala hefst kl. 1 e. h. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR \vrr íslenzkt leikrit. Ifjfjóuc^nincf eftir H. H. 4. sýning nsesta sunnudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 á morgun (laugardag). \ NORRÆNA FÉLAGEÐ: KVÖLDVAKA að Hótel Borg mánudaginn 19. nóvember. Hefst kl. 8,30. DAGSKRÁ: Guðl. Nósinkranz: Frá fulltrúafundi félagsins í Oslo. Gunnar Gunnarsson skáld: Fyrirlestur um norrænt samstarf. Árni Pálsson prófessor: Upplestur. Mandólínhljómsveit leikur norræn lög. DANS. Aðgöngumiðar hjá Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. Félagsmenn mega taka með sér gest. Stjórnin. i U R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Skemmtisamkoma Framsóknarmanna í Sýningaskálanum í kvöld byrjar með Framsóknarvist kl. 8í4. Þá verða allir þeir, sem ætla að spila að vera komnir að spilaborðunum. Að vistinni lokinni verða afhent verðlaun til sigurvegar- anna. Þar næst flytur Hermann Jón- asson stutta ræðu, síðan verður sung- ið og dansað fram á nótt. — Aðgöngu- miðar sækist á afgreiðslu Tímans fyr- ir kl. fjögur í dag. B. S. R. flytur í Lækjargötu. í dag opnar B. S. R. afgreiðslu sína í nýjum húsakynnum í „Shellportinu“ við Lækjargötu. Stöðin hefir starfað í Austurstræti síðastl. 25 ár, eða frá því að hún var stofnuð, en flytur nú vegna þess, að húsakynnin þar voru orðin of þröng og ákveðið hefir verið af bæjaryfirvöldunum, að bifreiða- stöðvarnar við Lækjartorg verði flutt- ar burt vegna umferðarinnar um mið- bæinn. Á stöðinni eru um 60 leigubif- reiðar, auk þess, sem afgreiddar eru baðan áætlunarbifreiðar út um land, til Fljótshlíðar, í Kjós, Kjalarnes og víðar. B. S. R. hefir jafnan notið vinsælda bæjarbúa fyrir fljót og góð viðskipti og mun svo áreiðanlega verða í framtíðinni þó að bækistöð hennar hafi verið flutt nokkurn spöl. Fram- kvæmdarstjóri stöðvarinnar er Óskar Thorarensen og síminn verður hinn sami og áður 1720. fslenzkir leikarar fara utan. Samkvæmt fréttum frá Leikfélagi Reykjavíkur eru sex íslenzkir leikarar ýmist á förum, eða farnir utan til leiknáms. En þeir eru Alda Möller. sem farin er til að leika í Oslo, en inun sinnig fylgjast með í leikskólum i Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, Her- dís Þorvaldsdóttir, Ævar R. Kvaran, Klemenz Jónsson og Gunnar Eyjólfs- on. Fjögur hin síðastnefndu hafa farið til Englands og munu verða við leík- listarskóla þar. Þá er enn einn ungur leikari á förum. Er það Róbert Arn- finnsson, sem mun verða við leik- skóla konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. Vestur-íslendingur í gufffræði- deild háskólans hér. Meðal farþega, sem komu ' með Fanney frá Ameríku var ungur vest- uríslenzkur námsmaður, Emil Guð- mundsson frá Manitobafylki í Kanada. Mun hann ætla að leggja stund á 0uð- fræðinám við háskólann hér og goract síðan prestur hjá Sambandskirkjunni fyrir, vestan. Emil er sonur þeirra hjóna Björgvins Guðmundssonar á Borg við Lundar og konu hans Rann- veigar (Björnsdóttur) 0«».ðmundsson, Hann er liðlega tvítugur og var meðal annars alþýðuskólakennari um skeið fyrir vestan haf. Affalfundur knattspyrnufé- lagsins Valur var haldinn síðastl. þriðjudag. Á fundinum var kosin ctjórn félagsins, er hún nú skipuð þessum mönnum: For- maður er Þorkell Ingvarsson, en með- stjórnendur þeir Sigurður Ólafsson, Baldur Steingrímsson, Sveinn Helga- son, Andrés Bergmann, Jóhannes Bergsteinsson og Hrólfur Benediktsson. Norrænafélagiff heldur kvöIÚvöku á Hótel Borg, riæstkomandi mánu- da'gskvöld og er það fyrsta kvöldvaka félagsins á þessum vetri. Þar mun Gunnar Gunnarsson flytja fyrirlestur um stöðu íslands í norrænni sam- vinnu. Árni Pálsson prófessor les upp kvæði og Guðlaugur Rósinkranz segir frá fulltrúafundinum í Osló. Mandó- línhljómsveit leikur norræn lög og lok- um verður dansað. Dronning Alexandrine kom til Færeyja i fyrramorgun og hélt þaðan samdægurs til íslands og er væntanleg til Reykjavíkur síðari hluta dagsins í dag. Með skipinu koma hingað til lands 130—150 farþegar. Séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleið- togi er meðal farþeganna. Þetta er fyrsta ferð skipsins hingað til lands. riðan fyrir styrjöldina, en útgerðar- félagið hefir tilkynnt að íslandsferð- unum verði haldið áfram á meðan flutningur og farþegar fáist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.