Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 4
4 TfMPTtV, föstndaginn 23. nóv. 1945 89. blað Svo bar til. .. Svo bar til á því herans ári 1945, meðan Kveldúlfur og kommúnistar fóru enn með völd á íslandi, að bændur hóf- ust handa um myndun stéttar- samtaka. Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til fundar að Laugarvatni í þessu skyni, Bún- aðarfélag íslands hafði einnig afskipti af málinu. Undirbún- ingur þessa fundar var hinn myndarlegasti. Flest hreppa- búnaðarfélög kusu fulltrúa á kjörmannafundi, sem haldnir voru í hverri einustu sýslu landsins. Hver sýsla sendi svo tvo fulltrúa á Laugarvatns- fundinn, éins og ráð var fyrir gert. Þar mun engan hafa vant- að. Stéttarsambandinu var frá upphafi ætlað það meginhlut- verk að vera málsvari bænda við verðlagningu landbúnaðaraf- urða. Bændum var það ljóst, að eins og málum var komið, þar sem hver stétt hafði fyrir löngu myndað sín hagsmuna- og bar- áttusamtök, þá var bændastétt- inni ekki lengur stætt, án þess að einnig hún sameinaðist til átaka. Fyrir nokkrum árum hafði verið komið fastri skipan . á verðlagningu landbúnaðarvara með löggjöf, er sett hafði verið að undirlagi bænda og fulltrúa þeirra. Síðar hafði fengizt samkomu- lag milli fulltrúa framleiðenda og neytenda um verðlagsgrund- völl, sexmannanefndar-álitið. Var þar gengið út frá því, að bændur bæru svipað úr býtum fyrir sína vinnu og verkamenn bæjanna fyrir sína. Þetta sam- komulag hlaut eins konar fyrir- framlöggildingu stjórnarvald- anna. Fljótlega vildi þó bera á því, að sú löggilding reyndist miður haldgóð í framkvæmd. Bændur vildu nú leitast við að tryggja raunverulega fram- kvæmd samkomulagsins á þann hátt að taka forystu verðlags- málanna ótvírætt í sínar hend- ur með stofnun víðtækra og öflugra stéttarsamtaka. En um þessar mundir réðu þeir enn ríkjum á íslandi, kom- múnistar og Kveldúlfur. Og á sama tíma og bændur undir- bjuggu með myndarskap sam- tök sín, og kusu sér á lýðræðis- legan hátt forustumenn um svo nokkra valda bændur i #verðlagsmálin, undirbjó ríkis- stjórnin sína nýsköpun í félags- málum landbúnaðarins. Og sjá! Það komu út bráðabirgðalög. Samkv. þeim skipaði stjórnin „búnaðarráð", ráðið skipaði verðlagsnefnd. — Og fyrirsagnir ísafoldar náðu um þvera síðu: Verðlagnling landbúnaðarvara fengln bændum sjálfum í hend- ur! íslenzkir bændur kjósa að jafnaði fremur að sinna störf- um sínum heima en að standa í hernaði út á við. Þessi tíð- indi ollu þó nokkuru róti og vöktu upp ýmsar spurningar: Hvað myndi verkalýðsstéttin segja um stjórnskipað kaup- gjaldsráð? Hvernig hefðu ís- lendingar sætt sig við þá skip- an Alþingis, að stjórnin — í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík — hefði valið þing- mennina? Er ekki verið að þver- brjóta þær venjur, er skapazt hafa, og þær hugmyndir, er menn hafa gert sér um félaga- og athafnafrelsi? Getur það ekki jafnvel verið álitamál, hvort hugsjón frelsis og lýðræðis hef- ir nokkru sinni verið reist háðu- legri níðstöng í landi þessu? Hver einstakur svarar fyrir sig. En hið sameiginlega svar bændanna liggur þegar fyrir, og það svo greinilega, að ekki verð- ur um villst. Sá, sem þetta ritar, hefir nú 1 haust setið þrjá bændafundi, í sveit, sýslu, og svo landfundinn að Laugarvatni. Á þessum fundum varði ein rödd gerræði ríkisstjórnarinnar eins og það lá fyrir, annars almenn fordæming. Jafnvel Laugar- vatnsfundurinn undir forsæti Péturs Ottesens mótmælti ein- róma. Alþingi er nú komið saman fyrir nokkru. Bráðabirgðalögin hafa verið lögð fram til stað- festingar, þrátt fyrir almenn mótmæli bændastéttarinnar. Hvað gerir svo Alþingi? Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn eftir að vilji bænda er kunnur? Það kemur 1 ljós á sínum tíma, og verður næsta lærdómsríkt. Setning bráðabirgðalaganna og skipun búnaðarráðs, á sama tíma og unnið var að stofnun stéttarsamtakanna, var sann- kallað hhefahögg í andlit bænd- anna. Með verðlagi því, sem sett hefir verið, þar sem farið er langt niður fyrir sexmanna- nefndar-verðið, var annað högg greitt. Hvort Alþingi lætur okk- ur í té hið þriðja höggið, með staðfestingu bráðabirgðalag- anna, skal ósagt látið. En það má okkur vera ljóst, íslenzkum bændum, eftir þá sögulegu viðburði, er nú hafa átt sér stað, að sjaldan höfum við átt meira undir því en nú, að okkur auðnist að standa hlið við hlið og sameinast til marg- háttaðra átaka. Og gott er þess að minnast, þegar staðið er andspænis hvers konar réttar- skerðingu bænda, sem fylgt er eftir með viðeigandi blaðaskrif- um á kiljönsku, að nú fara kosningar í hönd. Vilhjálmur Hjálmarsson. Verðlaunasamkeppni DVALAR f síðasta hefti Dvalar er skýrt frá því, að Dvöl muni efna til verðlaunakeppni um ferðasögu. Verðlaunaupphæðin er kr. 500.00, og verða ekki veitt nema ein verðlaun. Þyki hins vegar engin ferðasagan makleg þeirra verð- launa, verða veitt ein 2. verð- laun að upphæð kr. 300.00. Enn- fremur áskilur ritið sér rétt til að skipta vefðlaunaúpphæðinni milli tveggja, ef svo ber undir. — Ætlazt er til, að ferðasagan sé ekki undir 6 bls. í Dvöl og ekki yfir 10 bls. Æskilegt er að henni fylgi myndir. Handritin skulu send Dvöl í póstíiólf 161, Reykjavík, fyrir 15. des. n. k. Skulu þau skrifuð með greini- legri rithönd og merkt dulnefni. Nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi merktu dulnefni höf- undar. DVÖL áskilur sér birt- ingarrétt á þeim ferðasögum, er ritið óskar eftir að flytja, auk verðlaunagreinarinnar, og greið- ir kr. 120.00 í ritlaun fyrir hverja. Að aflokinni þessari verð- launasamkeppni hefst ný sam- keppni með sama sniði og síðan koll af kolli. Meðal þeirra verk- efna, sem efnt verður til verð- launasamkeppni um á næstunni, má nefna þessi: Endurminning úr síldinni, göngur, bjargsig, kvöldvaka, fiskiróður, kaupstað- arferð, mannlýsing, svaðilför. — Væntir DyÖL góðrar þátttöku. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR Ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1458. — Hverfisg. 123. . . Tímarit Máls og menníngar er nýkomið út. Heftið er einfiiingu helgttð sjjálfstœðismáli tslendinga: Jóhannes úr Kötlum: Eiður vor. Einar Ólafur Sveinsson: Sjálfstæðismálið. Halldór Kiljan Laxness: Gegn afsali landsréttinda og eyðingu þjóðarinnar. . Aðalbjörg Sigurðardóttir: Sigríður í Brattholti. Lárus Sigurbjörnsson: Grímsey. Bolli Thoroddsen: Erum við íslendingar? Björn Sigfússon: Á að meta sjálfstæði íslands til peninga? Theodóra Thoroddsen: Ekki með voru samþykki. Jónas Haralz: Styrkþegar eða sjálfstæð þjóð? Ólafur Jóh. Sigurðsson: íslenzk æska heimtar skilyrðislaust afsvar. Emil Björnsson: Efndanna verður krafizt. Einar Olgeirsson: Úr ræðu 18. júní 19-4. Katrín Thoroddsen: Eyðing íslandsbyggðar. Þórbergur Þórðarson: Á tólftu stundu. Tímarit Máls og menningar fæst í öllum bókaverzlunum. Verð þessa heftis er 6 krónur. Næsta hefti tímaritsins er fullbúið til prentunar. MÁL OG MENNING Laugavegi 19. — Sími 5055. Þjófnaðir og svik Þann 30. október s. 1. hvað saka- dómari upp dóm yfir þremur piltum fyrir að stela 1000 krónum. Fékk annar 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og sviptur kosningarrétti og kjörgengi og auk þess sviptur rétti til þess að öðlast ökuskirteini í 3 mán- uði. Hinn var dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Sama dag var maður nokkur dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir ávísanasvik. Var það skilorðs- bundið í tvö ár. Hann var ennfremur sviptur kosningarétti og kjörgengi. - Áskriftargjald Tímans utan Rvlkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurlnn. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Ávarp um kapellu að Hallormsstað Það var vökudraumur frú Sigrúnar sál. Blöndal síðustu æviár- in, að reisa kapellu til minningar um mann sinn látinn. Hafði hún þegar lagt fé nokkurt í sjóð, er hún nefndi Kapellusjóð, þegar hún svo óvænt féll frá. Einstök tillög • annarra manna höfðu sjóðnum borizt. Nú hafa ýmsir látið í ljós þá ósk, að ljá hugsjón Sigrúnar stuðning með því móti að leggja fram fé til byggingar og viðhalds kapellu, er reist yrði til minningar um þau hjónin bæði, hana og mann hennar Benedikt Blöndal, sem fyrir sex árum — einnig á sviplegan hátt — varð mönnum harmdauði. Minnisvarði af þessu tagi útheimtir vitanlega fjárframlög fram yfir það, sem líklegt er að berast muni án samtaka þeirra manna, sem hér vilja leggja hönd að verki. Hefir því skólaráð Hallorms- staðarskóla, Samband austfirzkra kvenna og nokkrir aðrir vinir þeirra hjóna ákveðið að hefja forgöngu um fjársöfnun í þessu að góðu kunnur af skáldsögunni „Eiginkona“ („Kona manns“) er birtist í blaðinu sem framhalds- saga nýlega. Moberg er fyrst og fremst skáld sænskra sveita og velur sér yfirleitt verkefni úr lífi sveitafólksins. Af öðrum bókum hans má nefna „Rask- ens“, sem fjallar um líf og kjör fjölskyldu einnar í Smálöndum, og styðst höfundurinn þar við minningar frá æskudögum. Þá hefir Moberg skrifað mikið skáldverk, eins konar sjálfsævi- sögu, sem lýsir sérstaklega erf- iðleikum ungs manns, sem kem- ur til stórborgar úr sveit. Sein- asta bók Mobergs heitir „Her- maður með brotna byssu.“ Af öðrum höfundum má nefna Ivar Lo-Johansson, sem skrif- að hefir flestar bækur sínar um „statarana", en þeir voru nokk- urs konar húsmannastétt á stór- búum. Með þessum bókum sín- um hefir Ivar átt mikinn þátt í að „statara“-fyrirkomulagið hefir nýlega verið afnumið með lögum. Þá hefir hinn ágæti rithöf- undur Eyvind Johnson fyrir nokkru lokið við mikla skáldsögu í þremur bindum um mann, sem hann kallar Krilon, og vini hans. En þó að bókin fjalli um einka- líf þessara venjulegu sænsku borgara, gleði þeirra og sorgir, er öllum auðséð, að sagan á í raun og veru að tákna gang stríðsatburðanna. Eyvind hefir einnig ofið inn í frásögnina fréttum, sem teknar eru orðrétt upp úr útvarpi og blöðum, og þessi aðferð hans verður enn til þess að setja svip samtímans á söguna. Þó er þessi bók auðvitað annað og meira en saga styrj- áldarinnar. Eyvind Johnson er of mikill listamaður til þess að láta sér nægja að setja fram tóma persónugervinga. Alls staðar mæta manni ágætar lýs- ingar á mönnum og atburðum hversdagslífsins, og Eyvind er ekkert að flýta sér, þegar hann segir frá. Til dæmis notar hann heila blaðsíðu til þess áð lýsa háttum og tilfinningum manns eins, þegar hann fær sér í nefið. Þessi lýsing veitir jafnvel þeim lesendum, er aldrei hafa snert neítóbak, ánægjulega stund undir áhrifum þess. Bókin um Krilon er þrungin andúð höfund arins á kenningum og athöfnum nazista, en einnig bjartsýni hans og trú hans á vit og kær- leika mannanna. Þessi einkenni- lega skáldsaga er tvímælalaust sú sterkasta, sem hefir birzt í Svíþjóð á styrjaldarárunum. Af nýrri bókum, sem hlotið hafa miklar vinsældir almenn- ings, má nefna skáldsöguna „Röde Orm“ eftir Frans G. Bengtsson. Hún fjallar um vík- inga á' Skáni og er eins konar stæling á íslendingasögunum, þó meira beri á kímni hjá Frans G. Bengtsson. Annars vil ég í þessu sambandi geta þess, að íslendingasögurnar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi í sænsk- um skólum, og undanfarin ár hafa þær verið að koma út í nýjum útgáfum í Svíþjóð. Aftur á móti þyrftu Svíar að fá meiri kynni af nútímabókmenntum íslendinga. Aðeins lítils háttar hefir verið þýtt af þeim á sænsku. Það er vitanlega ekki hœgt að rœða ýtarlega um jafn víðtækt efni og sœnskar bókmenntir í stuttu blaðaviðtali.' En svo við snúum okkur að öðru efni — hvernig lizt þér á ísland og ís- lendinga? —Mér lízt vel á land og þjóð. Ég fór í sumar sem leið austur í Skaftafellssýslur með þeim Einari Ól. Sveinssyni prófessor og Ólafi Briem magister. Við fengum ljómandi fagurt veður á flugferðinni austur í Horna- fjörð. Þegar við fórum fram hjá Öræfajökli, sneri Einar sér að mér og spurði, hvort þetta væri ekki fallegt land. Ég tók það ekki nærri mér að gefa honum jákvætt svar og skildi vel stolt hans. Við héldum alla leið aust- ur í Lón og komum að Hvalnesi, hittum Einar bónda og skoðuð- um hina fallegu gabbrósteina hans. Mér þótti einkum gaman að koma í þennan hluta landsins, vegna þess að þar eru samgöng- urnar enn í dag dálítið svipað- ar því, sem þær hafa verið í þúsund ár. Að vísu voru „jepp- arnir“ ekki komnir í Skaftafells- sýslu á landnámsöld. En ég í- mynda mér, að fyrstu íslend- ingarnir hafi riðið árnar á mjög svipaðan hátt og menn gera þar austur frá enn í dag. Mér fannst ég aldrei hafa séð ísland í svo fagurri og upprunalegri mynd sem í þessari sýslu. Yfirleitt þykir mér einkenn- andi fyrir íslenzkar sveitir, að fólkið fylgist vel með tímanum, en heldur samt við hinni gömlu menningu. Það er ekki sjald- gæft að finna á meðal íslenzkra bænda verulega fróða. menn, að ég ekki tali um skáld. Og þegar ég var þarna austur frá, skildi ég betur en áður, að það, að almenningur getur enn lesið mál íslendingasagnanna og hef- ir sögustaðina daglega fyrir augum, hlýtur að skápa alveg sérstakan áhuga fyrir gullald- arbókmenntum þjóðarinnar. Hvað viltu segja mér um þá tillögu þína, að Sviar afhendi okkur íslenzk handrit, sem nú eru í sœnzkum söfnum? — Ég hefi lítils háttar vakið máls á þessu, en sem stendur veit ég lítið um undirtektirnar í Svíþjóð. Mér finnst, að Háskóli íslands hafi öll skilyrði til þess að verða miðstöð rannsókna á norrænum fræðum og eigi að verða það. ísland er hið rétta og eðlilega umhverfi slíkra rannsókna, og hér eiga íslenzk handrit heima. Þessi gömlu skjöl eru í raun og veru arfur allrar þjóðarinnar, arfur íslend- inga. í Sviþjóð er töluvert til af íslenzkum handritum, m. a. af Grettissögu. Aðallega eru þau í háskólabókasafninu í Uppsala. Svíar lögðu mikla stund á að afla sér íslenzkra handrita á 17. öld, einkum vegna þess, að beir héldu þá, að þau hefðu að geyma mikinn fróðleik um sögu Svíþjóðar. Þeir létu þó ekki sitja við söfnunina eina, heldur gáfú handritin einnig út. Fyrsta vís- indalega útgáfan af íslenzku handriti kom út I Svíþjóð árið 1664, en það, var Hrólfs saga Gautrekssonar. Um skeið var íslenzkur stúdent, Jón Rugman, ráðinn hjá sænksum yfirvöldum til að sækja handrit til íslands, og hann vann líka við útgáfu beirra í Uppsala. f greininni, sem ég skrifaði ■íýlega í sænskt blað um þetta °fni, eru færð rök fyrir því, að æskilegt sé, að íslendingar fái bað aftur. sem þarf til að gera Háskóla íslands sem bezt bú- inn undir það að rækja hlutverk sitt á sviði norrænna fræða. En sem sagt: Enn sem komið er veit ég lítið, hvaða undir- tektir þessar tillögur hafa feng- ið. G. Þ. tilefni, 1 von um að öllum þeim mörgu, sem kynntust þeim Blöndals-hjónum — persónuleik þeirra og starfi — myndi vera Ijúft að leggja sinn skerf til að heiðra minningu þeirra. Leyfa undirritaðir sér að mælast til að þeir, er þetta ávarp sjá og styðja vilja að framkvæmd hugmyndarinnar, leggi sinn skerf í sjóðinn til þess, að kapellan litla í skóginum mætti rísa af grunni, hið íyrsta að unnt er. * Alla þá, er ávarp þetta hafa með höndum, ber að skoða sem umboðsmenn fjársöfnunarinnar, og gerast fjárskil til forstöðu- konu Húsmæðraskólans á Hallormsstað, ungfrú Þórnýjar Frið- riksdóttur, er veitir fénu móttöku fyrir hönd skólaráðsins, sem mun geyma féð og stuðla að framkvæmdum. Skriðuklaustri, 19. ágúst 1945. Gunnar Gunnarsson. Björn Hallsson, Rangá. Marinó Kristinsson, Valþjófsstað. Sigríður Jónsdóttir, Egilsstöðiun. Guðrún Pálsdóttir, Hallormsstað. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Páll Hermannsson, alþm. Þorsteinn Jónsson, Reyðarfirði. Margrét Friðriksdóttir, Seyðisfirði. Þórný Friðriksdóttir, Hallormsstað. Þórarinn Þórarinsson, Eiðum. Hallgrímur Þórarinsson, Ketilsstöðum. í hreppunum öllum og kaup- stöðunum á Austurlandi, sem og i nokkrum byggðarlögum öðrum á landinu, hafa einn eða fleiri áhugamenn um kapellubygg- ingu á Hallormsstað, samkvæmt bví, sem lýst er 1 ofanrituðu á- varpi,með höndum áskriftarlista fyrir þá að rita á nöfgn sín og tillög, sem gerast vilja stuðn- ingsmenn málsins. Munu þeir gefa sig fram við menn, hver í sínu nágrenni. Svo geta menn og snúið sér til einhvers af beim, er undirritað hafa ávarp- ið. í Reykjavík geta þeir, sem óska að vera stuðningsmenn kapellubyggingarinnar, snúið sér til einhvers af eftirtöldum: Skrifstofu biskups, Eysteins Jónssonar, alþm., Ásvallagötu 67, Guðnýjar Vilhjálmsdóttur, Lokastíg 7, Halldóru Sigfús- dóttur, Hamri við Laugaveg, Ingibjargar Stefánsdóttur, Suð- urgötu 24, Jóns Sigurðssonar, skólastjóra, Laufásvegi 35, Kristínar Gissurardóttur, Sjafn- argötu 2, Sigurðar Helgasonar, kennara, Vífilsgötu 2, Unnar Bjarklind, Mímisvegi 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.