Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 5
89. blað TÍMIM, föstmlaginn 23. n»v. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Enn um manneldissýniinguna Þann 10. nóv. s. 1. var opnuð manneldissýning í Þjóðleikliús- inu hér í bæ. Má því segja, að 1 því veglega og margrædda húsi hafi nú loks farið fram „frumsýning“, þótt hún sé með nokkrum öðrum hætti en þær sýningar, sem þar munu gleðja augu og eyru manna í framtíð- inni. — En sleppum öllum útúr- dúrum. Nú rekur hver mann- eldissýningin aðra, ,því skammt er liðið frá hinni ágætu græn- metis- og síldarsýningu Hús- mæðrakennaraskólans. Er það vel, því að ekki mun af veita, að vekja menn — og þó einkum húsmæður — til umhugsunar um „daglegt brauð“. Kvenfélagasamband íslands stendur fyrir sýningu þessari. Frú Rannveig Kristjánsdóttir hefir haft yfirumsjón með öllum undirbúningi. Vil ég nú biðja lesendur mína, einkum þá, sem ekki eiga þess kost að sjá sýninguna, að fylgj- ast með mér í huganum örlitla stund. Við komum inn í bjartan sal á 3. hæð Þjóðleikhússins. Við okkur blasa fyrst nokkur smá- borð, dúkuð köflóttu. Á þeim er sýnd framreiðsla ýmissa rétta. Þar má líta kvöldverðarborð, morgunverðarborð, jólaborð o. fl. Á veggnum fyrir ofan borð- in 'hanga ljósmyndir af veizlu og hversdags framreiðslu matar. Nú er okkur sagt að bezt sé að ganga hringinn í kring í saln- um frá vinstri til hægrji og njóta þannig sýningarþáttanna í réttri röð. Sýningin er eigin- lega fjórskipt. í fyrstu deild eru töflur yfir orkugjafa og vítamín fæðunnar. Er þar tafla yfir hvert vítamín fyrir sig. Þar eru skráð einkenni skorts og vítamíngjafarnir. Við könnumst allar við A, B, C og D vítamín. En þarna er okkur einnig tjáð, að til séu E og K vítamín. Þau finnast í nikotínsýru. Eru nauð- synleg fyrir starfsemi maga og þarma, og húðina. Þau valda storknun blóðsins, og skortur á þeim veldur síblæði og blóðleysi. Er hann þó fremur sjaldgæfur, þar sem vítamín þessi finnast í flestum fæðutegundum, þó eirikum grænmeti. Ennfremur eru þarna töflur yfir kalk- og fosfórmagn fæð- unnar og járn- og joðefna inni- hald. Því miður get ég ekki lýst þessum greinargóðu töflum nægilega vel, en þær hefir Jör- undur Pálsson gert. í annari deild eru töflur, er sýna næringarefnaþörf ein- staklinga dag hvern. í þriðju deild er sýnd mis- munandi meðferð fæðutegunda Við matreiðslu. Er sá þáttur einkum ætlaður húsmæðrum. Þar er þeim sýnt, hvernig mat- reiða á, svo að gildi fæðunnar rýrni sem minnst. Þar segir m. a. Matreiðslan á að miðast við: a) að gera matinn lystugri b) að forðast næringarefnatap c) að gera fæðuna auðmeltari d) að forðast sýkla Voru í þessari deild sýnishorn af ýmis konar grænmeti og kartöflum. Fjórða deild fjallar aðallega um vöruvöndun. Þar eru sýndar mjólkurafurðir ýmis konar, nið- urskorið kjöt og skýrt frá, hvaða rétt má framleiða úr hverjum hluta. Þá eru þar og sýndir síld- arréttir og íslenzkar niðursuðu- vörur. — Allt miðar að því að brýna fyrir framleiðendum og neytendum vöruvöndun og vandfýsni á matvörur og er það ekki að óþörfu. Má með sanni segja, að matvæla og þá eink- um mjólkur og mjólkurafurða- sala hér í bæ sé larigt frá því að vera með þeim hætti, sem skyldi. — í sambandi við mjólk- urmálin má geta þess, að þarna var skýrt tekið fram, að góð kæling mjólkurinnar væri einn mikilvægasti þáttur mjólkur- geymslunnar. Á sýningunni má líta tvo ís- skápa af nýjustu gerð. í öðrum þeirra er sýnishorn af frystu grænmeti. Er sú frysting að vísu ennþá á tilraunastigi, en öll líkindi eru til, að hún eigi fram- tíð fyrir sér. Geta húsmæður þá haft nýtt grænmeti á borðum allt árið. Er þá komin ein ástæð- an enn til þess að auka græn- metisræktunina í sveitunum að miklum mun. Þá voru þarna og sýnd ný- tízku eldhúsáhöld, sænsk, og myndir af eldhúsum og áhöld- um, gerðum samkvæmt tillög- um frá „Svensk Bostadsredn- ing.“ Vonandi er, að ekki líði á löngu þar til slíkar vörur fást í hérlendum verzlunum, því að mörg búsáhöld og einkum þó góð hafa verið lítt fáanleg síð- ustu árin. — Manneldissýningin svíkur engan. Er hún K. í. og þeim konum, er önnuðust undirbún- inginn, til sóma. En hvenær verður hægt að efna til slíkra sýninga úti um byggðir landsins? Józkur fiskimannsbær LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn að segja honum Kristófer þetta, en til þess að gera þessi leiðindi sem skammvinnust fyrir báða, sagði hann strax: — Því miður, kæri Kristófer Kalvaag. Skútuna yðar get ég ekki vátryggt. Þessar nýjustu reglur, sem gengu í gildi um áramótin síðustu, eru svo strangar að samkvæmt þeim getum við ekki tryggt skip, sem ekki hafa fengið skoðunarskírteini. Og félagið mitt er svo strangt, og það eru hin vátryggingarfélögin líka, að það getur jafnvel ekki tryggt skip af B-flokki 2. Það var eins og hann Kristófer ætti bágt með að átta sig á pessu reiðarslagi, og Stoltenberg gat ekki annað en séð, hvað petta fékk á hann. Hann horfði um stund út í bláinn og sagði svo til að binda enda -á þetta: — Mér er sagt, að yður hafi gengiö vel á Lófótvertíðinni — er jað ekki rétt? — Jú, þakka yður fyrir, svaraði Kristófer. Hún gekk vel — við komumst lifandi heim með góða hluti. — Já-há — jú — það er verst, að það skuli ekki fleiri íshafs- skipstjórar leggja sömu rækt við Lófótveiðarnar. — O-nei — þeir eru of fínir til þess. Þeir geta ekki lagt sig niður við að dorga fyrir fisk. — En hvað ég vildi sagt hafa: Haldið þér ekki, að þér gætuð tryggt skútuskömmina fyrir svoria þrjú eða hálft fjórða þúsund? — Kæri Kalvaag. Þér hljótið að skilja það, að ég hefði undir eins tryggt skútuna yðar, ef mér hefði á annað borð verið það unnt með nokkru móti. Væru nokkrar líkur til þess, að þetta gæti náð fram að ganga, skyldi ég samstundis senda símskeyti til Osló. En ég veit, að það er vonlaust. Það liggja meira að segja fjórár neitanir hér á borðinu fyrir framan mig, varðandi áþekk skip og skútuna yðar. Og hann hampaði þessum afdráttarlausu neitunum framan í Kristófer um leið og hann þuldi upp nöfn og stærð og útbúnað skipanna: „Fiskikóngurinn,“‘ 42 fet, íshlífar og selveiðitækt „Elliði,“ 43 fet, íshhfar og selveiðitæki. „01ga,“ 44 fet, íshlífar, velveiðitæki og vél. „Sakkeus,“ 38 fet, íshlífar og selveiðitæki. En þegar hann Kristófer heyrði „01gu“ nefnda, gleymdi hann alveg, að hann var staddur inni í almennri skrifstofu og sagði hvellum rómi: — Hver djöfullinn sjálfur — fær hún „01ga“ ekki tryggingu heldur? En svo þagnaði hann, því að hann áttaði sig á því, að þetta mundi vera ótilhlýðilegt orðalag. Hann stóð á fætur, en urft leið og hann tók húfu sína, sagði hann: — Ég hef gengið manna á milli um allan bæinn, frá einum kaupmanninum til annars, og alls staöar hefir svarið verið hið sama, þeir gætu ekki hjálpað mér, nema ég vátryggði skipið og veðsetti þeim síðar alla tryggingarupphæðina. Skipverjar á „Noregi" biðu í'ullir eftirvæntingar fyrir utan vátryggingaskrifstofuna meðan Kristófer ræddi við Stoltenberg. En þegar þeir sáu framan í hann, þurftu þeir einskis að spyrja. Þeir vissu undir eins, að hann hafði farið erindisleysu. Og nú héldu þeir allir fjórir beina leið niður í brennivínssamsöluna. Svo svipþungir voru þeir, að fólk, sem þeir mættu á leiðinni, vék ósjálfrátt úr vegi fyrir þeim. Sumir stöldruðu við og horfðu á eftir þeim og tautuðu: — Það lítur úr fyrir, að þeim gangi erfiðlega að búa sig á ís- hafið í ár. Hvað geta þeir tekið til bragðs ef þeir komast ekki norður? Við brennivínssamsöluna heppnaðist þeim að aura saman, unz þeir áttu nóg fyrir tveimur ákavítisflöskum, og þegar þeir höfðu keypt þær, arkaði öll hersingin bak við timburhlaðana hjá Austad. I. Austad var einn umsvifamesti kaupmaðurinn í Tromsö, ekki sízt nú orðið, eftir að hann hafði keypt vöruskemmur Antons Ness, ásamt bryggjunum. Allar vörur, sem hætt var við að skemmdust af vindi eða regni voru i skemmunum, en á bryggj- unum og milli húsanna voru himinháir hlaðar af óhefluðum viði og öðru þess konar. Spölkorn upp með götunni stóð félagshús bindindismanna í Tromsö, en báðum megin við það voru þröng og krókótt sund út að opnu svæði, þar sem timbrinu var hlaðið á ýmsa vegu, með göngum og rangölum á milli bunkanna. Þetta voru sönn völ- undarhús,-j og þau notuðu ishafskarlarnir óspart, þegar þeir komu út úr brennivínssanlsölunni með eina eða tvær eða þrjár ákavítis- flöskur. Og þar var oft margt rætt um liðna tima og komandi tíma. \ Þegar áhöfnin á „Noregi“ kom þarna niður eftir, völdu þeir sér þægilegan stað, sneru við blautum borðum, til þess að fá þurrt sæti,- og síðan hófust umræður um það, hvernig þeir ættu nú að klóra sig fram úr vandræðunum, fyrst svona hefði farið með vátrygginguna. Á íshafið vildu þeir og urðu að komast — það voru þeir einhuga um. En að fara frá kerlingum og krökkum með eigi meiri matar- birgðir en svo, að naumlega dygði til Svalbarða, í von um að geta lifað þar á æðareggjum og selkjöti úr því og ætla þeim, sem heima sátu að bjargast eins og bezt gekk með tvær hendur tómar — það vildu þeir ekki gera fyrr en í síðustu lög. En eitt var þeim öllum ljóst, og þar bar þeim ekkert á milli: hefðu þeir aldrei látið þessa bölvaða vél í „Noreg,“ þá hefðu þeir nú haft allt, sem þá vanhag- aði um — þeir hefðu getað borgað allt út í hönd og verið frjálsir menn. En nú stóðu þeir allslausir uppi, og vélin þurfti að minnsta kosti fimm eða sex olíuföt, og þar að auki krafðist hún svo vél- stjóra. Málið horfði því ærið þunglega, og loks varð Kristófer að orði: — En að við rífum mótordjöfulinn úr skútunni og fleygjum honum í sjóinn? Þá er þó „Noregur" orðinn eins og hann var. Það brá fyrir glampa í augum hinna þriggja, Þórs, Nikka og Lúlla. En þá heyrðist allt í einu rödd uppi yfir þeim: — Lítið til fugla himinsins, þú, Kristófer, og þið, Lúlli og (Skozk þjóösaga) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. mannsins. Hann barði að dyrum og hrópaði: „Er nokkur miíi?“ Og þegar hinn svaraði, skildi hann brúðina eftir við dyrnar og reið heimleiðis. Þá klæddi hinn maðurinn sig og kveikti ljós og sá þá enga aðra en brúðina í fullum skrúða. „Hver fylgdi þér hingað?“ spurði hann. „Bóndi minn,“ sagði brúðurin. „Viö vorum gefin saman í dag, en þegar ég sagði honum, að ég væri þér ‘ heitin, fór hann sjálfur með mig hingað.“ „Fáðu þér sæti,“ sagði maðurinn. Síðan steig hann á bak hesti sínum, reið til prests- ins og bað hann að koma til húss síns. Áður en prest- urinn gæti leyst konuna frá hjúskaparheitinu, lyfti mað- urinn henni á bak hestinum og sagði: „Farðu nú aftur til eiginmanns þíns.“ Brúðurin reið nú af stað í skartklæðunum. Dimmt var úti, og ekki hafði hún langt farið, þegar hún kom i þéttan skóg. Þar lágu þrír ræningjar í leyni. Þeir stöðv- uðu hana og tóku hana höndum. „Hæ, hæ,“ sagðí' einn þeirra. „Lengi höfum við beðið og lítinn feng hlotið, en þar kræktum við þá loks í sjálfa brúðurina.“ „Ó,“ sagði hún. „Leyfið mér að komast til mannsins míns. Maðurinn, sem ég var áður heitin, hefir leyst mig frá heiti mínu. Hér eru 10 gullpeningar. Takið þá, og leyfið mér síðan að halda áfram förinni.“ Hún grátbað þá þannig lengi vel. Loks sagði einn ræninginn, sem var betur innrættur en hinir tveir: „Þetta er félögum mínum að kenna. Ég skal fylgja þér heim.“ „Taktu þá peningana,“ sagði hún. „Ég tek ekki einn eyri,“ sagði ræninginn, en hinir tveir sögðu: „Fáðu okkur peningana“ — og svo tóku þeir féð. Konan reið nú heim til sín, og ræninginn yfirgaf hana við húsdyrnar. Hún fór inn og sýndi manni sínum bréfmiðann, sem leysti hana frá sinum fyrri heitum. Voru nú bæði ánægð og undu vel hag sínum.“ „Hver haldið þið nú að hafi breytt bezt?“ spurði gamli maðurinn. Elzti sonurinn sagði: „Ég held, að maðurinn, sem sendi konuna til heitmanns síns, hafi vérið heiðarlegur og göfugur maður. Hann breytti vel.“ Miðsonurinn sagði: „Já, en maðurinn, sem hún var heitin, breytti enn betur, því' að hann sendi hana aftur til eiginmannsins.“ Yngsti sonurinn sagði: „Ég veit varla, hvað segja skal. Ég held samt, að ræningjarnir, sem fengu pen- ingana, hafi ef til vill verið hyggnastir þeirra allra.“ Þá reis gamli maðurinn á fætur og sagði: „Þú geymir fjársjóð föður þíns! Þið hafið nú dvalið hér í tíu daga,' og ég hefi alltaf haft vakandi auga á ykkur. Ég veit, að faðir þinn var sannsögull maður. Þú hefir stolið pen- ingunum.“ Yngsti sonurinn varð sneyptur og játaði á sig þjófn- aðinn. Síðan var peningunum skipt samkvæmt fyrir- r.-ælum föðurins. (Endir). Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihús. Mðursnðuverksmlðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiÖur- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bjúgu og álLs konar áskurð á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. v ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.