Tíminn - 30.11.1945, Side 2
2
TÍMIM, föstndagiim 30. nóv. 1945
91. blað
Föstudagur 28. nóv.
Á móti öllu
Þegar stjórnarblöðin eru í
vandræðum með að verja helztu
hneykslisverk stjórnarinnar,
grípa þau til þeirrar afsökunar,
að það sé ekkert að marka,
þótt stjórnarandstæðingar
gagnrýni þetta, því að þeir séu á
móti öllu, sem stjórnin gerir.
Nú seinast hefir Mbl. gripið til
þess ráðs að nota þetta sem
meginatriði í vörn sinni fyrir
búnaðarráðslögin.
Það er vissulega ástæða til,
að þessi fullyrðing stjórnarbiað-
anna sé tekin til nokkuð pánari
athugunar. Það getur einmitt
veitt athyglisverðar upnlýsing-
ar um ólíka starfshætti stjórn-
arsinna annars vegar og stjórn-
arandstæðinga hins vegar.
Staðreyndirnar í þessu máli
sýna, að það er með öllu ósatt,
að Framsóknarmenn hafi ,á-
fellzt öll verk stjórnarinnar eða
beitt sér gegn öllum málum
hennar. Það má nefna lögin um
nýju strandferðaskipin og varð-
skipakaupin, sem dæmi um það.
Framsóknarmenn hafa jafnan
fylgt þeirri stefnu að ,styðja
stjórnina að öllum góðum mál-
um jafn eindregið og þeir áfell-
ast þau verk hennar, sem þeir
álíta stefna í gagnstæða átt.
Staðreyndirnar sýná jafn-
jafnframt annað, sem ekki er
síður athyglisvert. Það gildir
nær undantekningarlaust um
öll umbótamál, sem Framsókn-
armenn flylija á Alþingi, að
stjórnarsinnar fylkja sér á móti
þeim. Það má bendg, á jarð-
ræktarlagafrv., raforkulagafrv.,
áburðarverksmiðjufrv., og til-
löguna um framlag til byggða-
hverfa á seinasta þingi. Meira
að segja umbótatillögur, sem
margir stjórnarsinnar hafá ver-
ið hlynntir, hafa verið kolfelld-
ar á Alþingi, ef Framsóknar-
menn hafa borið þær fram.
Því til sönnunar má nefna til-
lögu um kaup á nýju strand-
ferðaskipi, jafnstóru og Esju,
sem Framsóknarmenn fluttu á
þingi í fyrra.
Sannleikurinn í þessu máli er
því sá, að Framsóknarmenn eru
með málum frá stjórninni, þeg-
ar um raunhæfar umbætur er
að ræða, og viðunanlega hefir
verið á þeim haldið. Stjórnar-
sinnar hafa það hins vegar fyr-
ir fasta reglu að vera á móti
öllum málum frá Framsóknar-
flokknum og það engu síður, þótt
um alviðurkennd nauðsynja-
mál sé að ræða.
Þessi framkoma stjórnarsinna
lýsir slíkri ofbeldishneigð og
ofstæki, að dæmi slíks er áreið-
anlega ekki hægt að finna í
lýðræðislöndunum. í einræðis-
löndunum er hins vegar reynt
að „þurrka minnihlutann út“,
eins og það er kallað, með því að
drepa öll mál fyrir honum og
gera hann sem áhrifaminnst-
an og réttminnstan. En slíkt
hefir jafnan haft öfug áhrif við
það, sem til var ætlast, og á
slíkum einræðisstj órnum hefir
jafnan sannast, að enginn getur
drepið eftirmann sinn. íslenzka
þjóðin mun áreiðanlega ekki
dæma slíkt ofstæki og ofbeldi
vægilegar en þær þjóðir, sem
hafa hrundið því af höndum
sér.
Sænsku húsin
Það er viðurkennt, að þús-
undir manna í landinu búa við
fullkomlega ónóg eða léleg
húsakynni. Það er einnig viður-
kennt, að ekki verði bætt úr
þessum vandræðum með venju-
legum aðferðum.þar sem skortur
er á sérlærðum byggingaverka-
mönnum í landinu og það þvi
takmörkunum bundið, sem hægt
er að byggja næstu árin. Aukin
fjárhagsleg aðstoð til að koma
upp íbúðarbyggingum, leysir
þetta mál því ekki nema að tak-
mörkuðu leyti. Mikill fjöldi
fólks verður eftir sem áður að
hýrast lengi enn í ófullnægj-
andi húsnæði.
Til þess að leysa þennan
vanda, er ekki nema eitt úr-
ræði. Það er að flytja ihn svo
Ertent yfirlit
FRIÐARTILLÖGUR RUSELLS
Útvarpsumræðurnar.
Útvarpsumræðurnar um Bún-
aðarráðslögin voru ákjósanleg
kynningarstarfsemi á viðhorf-
um og störfum stjórnmálaflokk-
anna. Jón Pálmason óskaði eft-
ir því, að þær færu fram og
hefir þá eflaust minnzt þess,
að stjórnarliðið hefði þrefald-
an ræðutíma á við andstæðinga
sína. Hann hefir sennilega
treyst því, að það yrði hægt að
kæfa rök Framsóknarmanna í
margföldu masi: Og eflaust hef-
ir hann treyst því frá byrjun, að
Jóni á Reynistað yrði meinað
að koma fram í umræðunum,
þó að hann sitji í landbúnaðar-
nefnd neðri deildar. Það fór líka
svo, að Sjálfstæðisflokkurinn
skipaði Jóni á Reynistáð að
begja þetta kvöld. Það út af
fyrir sig er á við eina ræðu, því
að þar með hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn sýnt að stefna hans
er stefna Jóns Pálmasonar og
Péturs Magnússonar og ekki
önnur.
Ósamhljóða vitni.
Jón Pá sagði að bændur ein-
ir hefðu verðlagningarvald á
vörum sínum. Ásg. Ásg. hélt því
fram.að það væri aldrei hægt að
selja neinni stétt sjálfdæmi í
verðlagsmálum. „Nú eru völdin
komin í hendur bænda sjálfra
og þá fyrst og fremst sjálfstæð-
isbænda" sagði Jón Pá. “Ábyrgð
ráðherra á þessum málum er
ótvíráð," sagði Ásg. Ásg.
Þannig var á málum haldið.
Einn ræðumaður varði bráða-
birgðalögin vegna þess, að þar
með væri valdið lagt í hendur
bænda. Undarlegir mega stjórn-
arliðar vera í höfðinu, ef þeir
geta fallizt á allar forsendur
þessara tveggja málsvara lag-
anna. Hér hafa þó hrafnarnir
sannarlega kroppað augun hver
úr öðrum og fer það að vissu
leyti vel.
Lýðræði Jóns Pá.
Athyglisvert var skraf Jóns
Pá um það, hver réttur stjórn-
arandstæðinga ætti að vera.
Hann talaði um það, að verð-
lagningarvöldin væru nú komin
í hendur bænda sjálfra og þá
fyrst og fremst sjálfstæðis-
bænda. í framhaldi af þvi sagði
)hann m. a.:
„Margir Tímamenn hafa það
yfirsjónarmið að sundra stjórn-
arsamstarfinu og slíkir menn
mega engu ráða um þessi efni.“
Það var sannarlega gott, að
þjóðin fékk að heyra af vörum
þessa manns, að bráðabirgða-
lögin eru byggð á þeirri hugsun,
að það sé nauðsyn fyrir stjórn
ríkisins, að svipta þær stéttir,
sem ekki fylgja henni að mál-
um, réttinum til að velja full-
trúa sína sjálfar. Enginn, sem
heyrði þetta getur efast um það,
að hér er verið að skapa for-
dæmi, sem opnar leiðir til þess,
að leysa upp eða svipta rétti
öll þau stéttarsambönd, sem eru
á móti þáverandi ríkisstjórn.
Þá geta menn sagt eins og Jón
Pá. „Margir þeirra hafa það yf-
irsjónarmið að fella stjórnina,
og slíkir menn mega engu ráða
um þessi efni.“
Kjósendur landsins verða að
gera upp við sig, hvort þeir vilja
skapa svona fordæmi. Víst þarf
að reisa hömlur við ofríki stétt-
anna, en það á ekki að gerast á
þennan hátt. Það þarf viturleg-
ar ráðstafanir til að draga úr
öfgunum, en ekki kúgunarráð-
stafanir og þrælalög til að aukn
þær. Ríkisstjórn, sem lýsir því
yfir, að hún leysi ekki mál nema
í fullu samráði við vissa stétt
og hefir svo vald til að skipa
sjálf fulltrúa annarra stétta
gegn vilja þeirra, er ekki líkleg
til-þess að koma á friði, réttlæti
og jöfnuði í samskiptum stétt-
anna. En það er þetta, sem nú
er um að ræða.
Siðfræði Jóns Pá.
Þessar umræður gáfu innsýn
í sálarlíf Jóns Pálmasonar og
birtu sið’ferðisskoðanir hans.
Ástæða er til að dvelja ögn við
niðurstöðu þeirrar sýningar.
Jón talaði margt um það, að
Frsm. hefðu gert „pólitískt
verkfair og útilokað sig frá öll-
um áhrifum á stjórn landsins.
Allt skraf hans um þetta póli-
tíska verkfall er vitanlega hel-
bert rugl og óvitaskapur. Það
er enginn verkfallsbragur á
flutningi þeirra mála, sem Frsfl.
hefir lagt fram á síðustu þing-
um og er nú að berjast fyrir.
Það má nefna breytinguna á
jarðræktarlögunum í fyrra.
Fyrir þessu þingi liggja frum-
vörp og tillögur um eflingu
Fiskimálasjóðs og Byggingar- og
landnámssjóðs, Byggingarlána-
sjóð, Iðnnám í sveitum, niður-
færslu dýrtíðarinnar o. m. fl.
og er þá gengið fram hjá öllum
breytingum og lagfæringum,
sem Frsm. beita sér fyrir á
frumvörpum stjórnarinnar og
annarra. Það þarf furðulegan
mikið af tilbúnum húsum, sem
fáanleg eru í Svíþjóð, að unnt
sé að fullnægja þörfinni.
Hér er líka síður en svo • um
neitt neyðarúrræði að ræða.
Eins og sjá má á frásögn Hauks
Björnssonar kaupmanns á öðr-
um stað í bi^iðinu í dag, eru
hús þessi sérlega vönduð. Verð-
ið er ekki heldur til fyrirstöðu.
Samkvæmt útreikningum ýmsra
húsameistara kostar tenings-
meterinn í húsunum uppkomn-
um 140—160 kr. eða miklu
minna en hann kostar í nýjum
húsum nú. Innflutningur þess-
ara húsa myndi því ekki aðeins
bæta úr húsnæðisvandræðun-
um, heldur hjálpa til að stór-
'ækka byggingarkostnaðinn.
í sambandi við þetta hefir
Hermann Jónasson nýlega lagt
fram tillögu í sameinuðu þingi,
þar sem lagt er fyrir stjórnina
að tryggja innflutning slíkra
húsa og greiða fyrir því, að
menn geti eignazt þau með
skaplegum hætti, t. d. með tolla-
lækkun, útvegun lóða og hag-
stæðum lánskjörum. Hefir á-
reiðanlega engin tiilaga, sem
fram hefir komið um lausn
húsnæðismálanna, vakið jafn-
mikla athygli né hlotið jafn-
mikið fylgi.
Þótt furðulegt sé, hefir þessi
tillaga fengið daufar undirtekt-
ir hjá stjórnarflokkunum og þó
sérstaklega hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Tillagan var ekki
fyrr komin fram en Mbl. rauk
upp til handa og fóta og upp-
nefndi þessi hús flekahús í ó-
virðingarskyni og líkti þeim við
laxveiðiskúra. Borgarstjórinn í
Reykjavík vaknaði jafnhliða,
eins og úr svefni, og lagði fram
þingsályktunartillögu um að
ríkisstjórnin léti fara fram
rannsókn á þvi, hvernig húsin
væru og hvað þau myndu kosta.
Þetta er hin gamla aðferð í-
haldsins til að drepa umbóta-
mál, því að það er lævíslegra að
vísa þeim frá til málamynda-
athugunar en ganga hreint til
verks og fella þau.
Það sýnir annars bezt sinnu-
leysi borgarstjórans í Rvík í
húsnæðismálunum, að hann
skuli ekki hafa beitt sér fyrir
slíkri athugun fyrir löngu, ef
hann hefði talið hennar þörf.
Það er þó ekki einu sinni svo
gott, að hér sé eingöngu sinnu
leysi til að dreifa hjá honum,
því að hann er reyndur að því
að reyna að spilla fyrir inn-
flutningi þessara húsa á allan
hátt. Bæði margir einstakling-
ar og félagsheildir hafa orðið
að hætta við kaup á þeim vegna
bess, að borgarstjórinn hefir
látið neita um aðgengilegar lóð-
ir undir þau.
Ekkert sýnir betur, að borg-
arstjóranum og flokki hans er
lausn húsnæðismálanna síður
en svo áhugamál.. Áhrifamiklir
stuðningsmenn hans, bygginga-
og húsabraskararnir, græða líka
stórfé á ríkjandi ástandi í hús-
næðismálunum og því meir, sem
það varir lengur. Kommúnistar
kæra sig heldur ekkert um
lausn húsnæðismálanna, því að
beir vilja geta bent á sem mest-
ar og stærstar misfellur í ríkj-
andi þjóðskipulagi. Afstaða
þessara flokka til sænsku hús-
anna sýnir bezt, að ekki er að
vænta frá þeim neinnar for-
göngu um skjóta og hagkvæma
lausn þessara miklu vandamála
grautarhaus eða þá skeytingar-
leysi um öll sannindi til þess, að
geta kallað þetta „pólitískt
verkfall." Það sér heldur ekki
á, að Jón haíi nennt að lesa
greinar þær, sem blað hans
sjálfs hefir birt um stjórnar-
andstöðu, nauðsyn hennar og
störf, nema þá að hann bresti
greind til að skilja þær..
Jón Pá viðurkennir ekki að
það geti verið réttmætt að vera
í stjórnarandstöðu. Það er verk-
fall og þar með svik við kjós-
endurna á máli hans. Einhvern
veginn var það nú samt svo, að
sjálfur byrjaði hann þing-
mennsku sína með stjórnarandi
stöðu. Samkvæmt hans kenn-
ingu hefir hann oftar verið í
verkfalli en ekki, síðan hann
var fyrst kosinn á þing.
Það er mál út af fyrir sig,
hvort Jóni Pá hefir snúizt hug-
ur síðan hann var á móti stjórn
landsins, eða hvort hann blaðr-
ar bara eitthvað, sem honum
finnst vel fara á til að níða
andstæðingana, og hirðir aldrei
um hvort honum sjálfum finnst
það rangt eða rétt. Kenningin
sjálf er aðalatriðið en hún er
þessi. Sá þingmaður, sem ekki
fylgir meirihlutanum, útilokar
sig frá áhrifum og svíkur þar
með kjósendur sína. Þess vegna
er fyrsta skyldan að styðja
stjóúhina. Annað er verkfall.
Engin skoðun eða sannfæring
getur réttlætt það, að mæla
gegn ríkisstjórninni og stofna
málum sínum í þá hættu, sem
þar af leiðir.
íslenzk þjóð kannast við þessa
lífsspeki. Hún hefir m. a. fellt
hana í þetta máltæki: Heiðr-
aðu skálkinn, svo að hann skaði
þig ekki. En vel gæti farið svo,
að kjósendur í Austur-Húna-
vatnssýslu vildu minna þing-
mann sinn á heilræði séra Hall-
gríms Péturssonar: Vinn það ei
fyrir vinskap manns að víkja
af götu sannleikans. Og það jafn
(Framhald á 7. síOu)
Um ekkert er nú meira rætt
1 heimsblöðunum en varðveizlu
friðarins og kennir þar ólíkra
skoðana og tillagna. Þótt ekki
sé litið yfir, nema fátt af þess-
um tillögum.ær það nóg til þess
að gera það ljóst, að þeim
mönnum, sem þurfa að ráða
fram úr þessum málum, er
meira en lítill vandi á höndum
og meira en erfitt muni vera
að finna þá lausn, sem allir
geta sætt sig við.
Af tillögum þeim, sem komið
hafa fram nýlega, hafa tillögur
enska heimsspekingsins og frið-
arvinarins Bertrand Russells
vakið mesta athygli. Veldur því
ekki sízt, að hann er viður-
kenndur einn mesti spekingur
og mannvinur/Breta og hefir
bví jafnan verið í fremstu röð
þeirra, sem barizt hafa gegn
hvers konar heimsveldisstefn-
um og yfirgángi. Hafa fáir menn
á þessari öld verið öruggari
málssvarar mannréttinda og
friðarhugsjóna en hann.
í grein, sem Russel skrifar
nýlega um friðarmálin, segir
hann, að ekkert ríki eigi jafn-
mikið undir því og Stóra-Bret-
land, að friðurinn haldizt, því
að styrjöld, þar sem atom-
sprengjum .verði beitt, myndi
leggja það í rústir. „Það gildi
því raunverulega líf eða dauða
Stóra-Bretlands að fá Banda-
ríkin og Rúsland til þátttöku
í varðveizlu friðarins. Bezta
lausnin væri vitanlega sú, að
komið yrði á fót alþjóðlegri Ör-
yggisstofnun, sem réði ein yfir
allri hergagnaframleiðslu í
heiminum og væri nógu öflug
til að brjóta hvers konar yfir-
gang á bak aftur. Þótt þessi
lausn sé áreiðanlega sú æski-
legasta, er hins vegar þannig
ástatt í heiminum nú, að litlar
líkur eru fyrir því, að hún sé
framkvæmanleg. Þess vegna
verði að finna annað úrræði,
sem-samrýmist betur raunveru-
leikanum. Opinberun leyndar-
málsins um atomsprengj una sé
út af fyrir sig ekki slíkt úrræði,
eins og margir haldi fram,
nema síður sé. Það gæti að
vísu eitthvað bætt sambúðina
í bili, en hins vegar myndi það
enn auka herradæmi Rússa á
meginlandi álfunnar. Ágrein-
ingurinn og samkeppnin milli
stórveldanna gæti eigi að síður
halclið áfram, heldur gæti
meira að segja aukizt við þetta,
og endirinn yrði vitanlega ekki
annar en styrjöld og hrun.
Það myndi heldur ekki vera
nein lausn, heldur Russell
áfram, að afhenda hinu ný-
stofnaða Öryggisráði leyndar-
málið, því að eins og þar er
í pottinn búið nú, myndi það
vera sama og opinbera það öll-
um þjóðunum, sem taka þátt
í því. Líklegasta lausnin virðist
að vel hugsuðu máK sú, að
Bandaríkin, sem ráöa yfir
leyndarmálinu og eru sterk-
asta herveldið nú, myndi eins
konar hernaðarbandalag. Þau
bjóði öllum þjóðum þáttöku í
því, gegn ýmsum ströngum
skilyrðum, t. d. að þær gangist
uncíir eftirBt með hergagna-
iðnaði sínum, framleiði ekki
atomsprengjur og hefðu nána
samvinnu við Bandaríkin um
utanríkismál. E^andalagsþjóð-
irnar skuldbindi sig og til þess
að hefja ekki styrjöld, nema
með samráði og samþykki
Bandaríkjanna, en gegn því
lofi Bandaríkin líka að veita
þeim hjálp, ef á þær sé ráðizt.
Gengju Stóra-Bretland og
samveldislönd þess strax í
slíkt bandalag, ef Bandarikin
efndu til þess, væri líklegt að
allar aðrar þjóðir myndu bæt-
ast í hópinn, nema þá Rúss-
land og leppríki þess. Þegar
slíkt bandalag væri komið á,
myndi friðurinn verða örugg-
ur, því að hér væri risin upp
(Framhald á 7. síOu)
MDDIR N/Í6RANNANNA
í Mbl. 27. þ. m. birtust pistiar, sem
nefnast Milli hafs og heiða, og er Jón
?álmas. bersýnilega höfuðpaur þeirra.
í pistlum þessum tuggast „forsetinn"
3inu sinni enn á atriði, sem mj^g er
áberandi i blaðamennsku stjórnar-
sinna og tæpast er veitt nógu mikil
ithygli. „Porsetinn" segir í einum
/istlinum:
„Það er alkunnugt mál, að hús-
kettir eru ævinlega kátastir þegar
hríða og illviðra er von. — Einkum
er þetta áberandi á vetrum. Þó
undarlegt sé, er þetta kattareðli
ótrúlega ríkt í sumum mönnum og
hefir einna mest á þvi borið hjá
þeim Tímaliðum síðan núverandi
stjórn tók við völdum. Hvert ein-
asta atriði, sem stefnt hefir til
minnkandi velgengni þjóðarinnar
hefir valdið mikilli gleði hjá þess-
um undarlega hóp og er kjósendum
þeirra út á landsbyggðinni fyrir
löngu farið að blöskra. Nýlega var
sú gleðifrétt birt innan breiðra
ramma á fremstu síðu Tímans, að
verzlunarjöfnuður þjóðarinnar við
útlönd hefði orðið mjög óhagstæð-
ur. Ef að togari selur illa, þá reka
þeir Tímamenn upp gleðihlátur og
ekki síður ef :kip ferst eins og þeg-
ar vélskipið Haukur sökk. Ef ein-
hvers staðar á landinu er stofnað
til verkfalls, þá er það mikil gleði-
frétt í herbúðum Tímans. Þá var
það ekki lítill hvalreki fyrir hið
Tímalega kattareðli, að sildveiðin
skyldi bregðast á síðasta sumri. Á
ölliun sviðum skin það 1 gegn, að
þersum mönnum þykja það mikil
tíðindi og góð, ef hagsmunir þjóð-
arinnar bíða hnekki, aðeins ef von
er til, að ríkisstjórninni geti stafað
eitthvert áfall af. Örðugleikar eru
betri en ekki neitt.“
Hér kemur ekki aðeins fram sú
uppáhaldsiðja „forsetans" að líkja
andstæðingum sínum við hunda og
ketti, heldur er einnig reynt að eigna
þeim þá mannvonzku, að þeir gleðjist
v) ir óförum þjóðarinnar. Þegar gagr-
rýnd eru kaup á ónýtu skipi og þess
trafizt, að slík kaup verði fyrirbyggð
iramvegis, snýr „forsetinn" þarna a'-
æg við og segir, að andstæðingarnJ’
>éu að fagna yfir skipstapanum! Þ/g
ar gagnrýndur er innflutníngur é
ílingurvörum, segir „forsetinn", að
/erið sé að fagna yfir halla á við •
skiptajöfnuðinum! Þegar sagt er, að
útgerðin hafi þolað síldarleysið ver
en ella vegna dýrtðarinnar, segir for-
setinn, að slíkt sé fögnuður yfir síld-
arleysinu! Með sama hætti mætti
segja, að „forsetinn" væri sífellt að
tönnlast á karakúlhrútum, vegna
þess, að hann fagnaði yfir tjóninu af
innflutningi þeirra. Þetta fagnaðar-
skraf „forsetans" er vissulega eitt af
óþverrametunum í íslenzkri blaða-
mennsku og sýnir hve ístöðulitlir menn
geta leiðzt langt í illgirni og blekking-
úm, þegar rök vantar til að verja
málstaðinn.
★
í forustugrein Vísis 24. þ. m. er rætt
um hina sameiginlegu stefnu komm-
únista hér og Rússa, að Öryggisstofn-
unin fái stöðvar. á íslandi. Vísir segir:
„Sú fregn hefir borizt hingað, að
Rússar hafi mikinn áhuga fyrir því,
hverjum péu veittar herstöðvar hér
á landi. Ileggja þeir áherzlu á, að
mál þetta verði að leysa með öryggi
allra þjóða fyrir augum og að hinar
sameinuðu þjóðir verði að leysa
vandamálið, væntanlega með þvi
að hafa hér alþjóðlegt setulið.
Þá hafa Rússarnir sagt sitt álit.
Og margir munu verða forviða á
því, að afstaða þeirra er nákvæm-
lega sú sama og kommúnistanna
okkar. En eins og allir vita eru þeir
svo „þjóðhollir" menn og svo miklir
„frelsisvinir", að fólk getur varla
látið sér til hugar koma, að þeir
hafi látið Rússana hafa nokkur
áhrif á sig um skoðun sina. Þeir
hafa barizt fyrir b-essari skoðun
með oddi og egg, lengi áður en
Moskva birti sitt álit, svo að trú-
legast mætti þykja, að það séu þeir,
sem hafi haft áhrif á Moskvu.
Eins og þeyra má í útvarpinu á
degi hverjum, eru nú kommúnist-
arnir okkar orðnir aðal sjálfstæðis-
hetjur landsins. Var varla við því
að búast, að aiírir kæmu tll greina
til verndunar sjálfstæðinu, svo
„grandvarir" og „þjóðhollir" menn,
sem þeir eru, og lausir við að vera
undir erlendum áhrifum, eftir því
sem þeir sjálfir segja. Enda sann-
ar þetta ekkert betur en það, að
Ráðstjórnarríkin koma með sitt álit
löngu eftir að kommúnistamir okk-
ar hafa sett fram sína skoðun. Að
skoðanir beggja falla alveg saman,
gæti bent á óvenjulega hugkvæmni
þeirra, sem stafað gæti beint af
göfgi þess hlutverks, er þeir hafa
tekið að sér, að standa vörð um hið
nýfengna sjálfstæði þjóðarinnar.
Enda er varla hugsanlegt að nokk-
ur geti slíkt, nema sá, sem hafinn
er yfir allan grim um „fimmtu her-
deildar starfsemi eða þjónustusemi
við erlend öfl.
Vafasamt er og það, hvort nokkr-
ir aðrir en kommúnistarnir okkar
hafi nokkurn skilning á því, hvern-
ig við getum bezt verið sjálfstæðir.
Þeir hafa haldið. því fram og stjórn-
in hefir falltzt á þau rök, að við
verðum bezt sjálfstæðir með því að
fá að sitja utarlega „á bekk“ hinna
sameinuðu þjóða, og fá hingað
setulið fjögra stórvelda. Með því
móti er þjóðernið og sjálfstæðið
tryggt og enginn getur ráðist á
okkur. Við getum varla óskað okkur
nokkurs betra. Að líkindum yrði
landinu skipt í yfirráðasvæði og við
mundum geta haft tvenns konar
lýðræði, hið vestræna og hið aust-
ræna. Rauðu frelsishetjurnar okkar
mundu þá geta notið frelsis og lýð-
ræðis við þeirra hæfi á vissu um-
ráðasvæði. Varla er hugsanlegt að
nokkurt sjálfstæði geti verið full-
komnara fyrir okkur, fátæka og
smáa, en fullkomin yfirráð „hinna
sameinuðu" yfir landi okkar og
þjóð. Eins og stjórnin að fyrirmæl-
um kommúnistanna okkar hefir
þegar tekið skýrt og greinilega
fram, erum við reiðubúnir að taka
á okkur þann kross, sem því kann
að fylgja, að fá að sitja á bekk
með sameinuðu þjóðunum.
Undarlegt er að svo merkilegur
maður sem de Gaulle, skuli geta
fengið af sér að halda því fram að
kommúnistar séu undir erlendum
áhrifum. En svona er vanþakklætið
til þeirra, sem allt vilja gera fyrir
sitt rétta föðurland."
Já, miklir sjálfstæðisgarpar eru
kommúnistarnir okkar og mikil er
velvild Rússa í okkar garð, því að
hvað ætli að það sé sprottið af öðru
en umhyggju fyrir okkur, þegar þessir
aðilar berjast fyrir því, að landið
verði alþjóðleg bækistöð! ,