Tíminn - 30.11.1945, Side 3
91. blað
TtMlTVTV, föstndaglim 30. nóv. 1945
3
Ha.ttd.0r Kristjánsson.:
ÞORPIN OKKAR
Fyrsta grein
Eiga sjóþorpin
tllverurétt?
íslenzku þjóSinni fjölgar um
meira en hálft annað þúsund
manna árlega eða nánar tiltekið
um 1700 á hverju ári um þetta
bil. Fyrir þessum vexti þarf að
sjá. Þetta fólk þarf að eignast
hús og heimill og fá lífvænlega
og þjóðholla atvinnu.
Það er á margan hátt glæsi-
legt, að þjóðin skuli vera í slík-
um vexti. Víst er gótt til þess að
hugsa, að við skulum á þremur
árum geta byggt bæ eins og Ak-
ureyri, án þess að þurfa að taka
nokkuð frá nokkrum stað, sem
fyrir er. Miklir möguleikar og
mörg tækifæri eru í sambandi
við þann j/öxt.
Undanfarið hefir öll þessi
fjölgun lent í Reykjavík. Utan
Reykjavíkur eru það fjórir eða
fimm staðir, sem hafa vaxandi
mannfjölda, svo að nokkru
nemi. Annars staðar er kyrr-
staða eða hrörnun.
Áður en lengra er farið, er
vert að gera sér grein fyrir því,
hvort þessi þróun sé æskileg eða
ekki. Er það rétt, að Reykjavík
vaxi ein fyrir alla þjóðina? Eig-
um við öll að vera' í Reykjavík?
Menn eru undarlega fljótir að
gleyma og hættir við að miða
skoðanir sínar og ályktanir við
ástand augnabliksins. Stundar-
fyrirbæri geta hæglega ruglað
menn að meira eða minna leyti.
Nú eru uppi raddir um það, að
landbúnaður á íslandi eigi eng-
inn að vera, nema sem auka-
hlutverk útvegsmanna og
verzlunar. í blaðaskrifum er því
haldið fram, að íslenzk smíði
eigi engan rétt á sér. Slíkir
menn hljóta líka að álykta, að
eina útgerðin, sem hér eigi sér
tilverurétt, sé togaraútgerðin,
af því hún gengur bezt, og er
raunar sú eina grein útgerðar-
innar, sem gefur góðan arð
þessar vikurnar.
Hafi ísland, vegna legu sinn-
ar, nokkra sérstöðu og yfirburði
í atvinnumálum, þá hlýtur það
að byggjast á nálægð við fiski-
miðin. Þetta eru einu rökin, sem
til þess liggja, að íslendingar
eigi betri aðstöðu til útgerðar
og fiskiveiða en aðrir. Ég ætla
mér ekki að gera lítið úr þessum
röksemdum. En hitt vil ég benda
á, að allir þeir, sem viðurkenna
þessi rök, hljóta jafnframt að
viðurkenna það, að útgerð ís-
lendinga eigi að vera búsett við
hafnirnar hringinn í kringum
landið en ekki öll á einum stað,
þó að góður sé.
Arðvænlegir yfirburðir tog-
araútgerðar yfir bátaútveginn
stafa að miklu leyti af stundar-
fyrirbærum styrjaldarástands-
ins. Allt fiskmeti er keypt fyrir
geypiverð. Vörugæði og vöru-
vöndun eru óeðlilega litil at-
riði, þegar hungur og skortur
heilla þjóða er annars vegar.
Stríðsástandið tekur enda
fyrr eða slðar. Það kemur næg-
ur matur á markaðinn. Útgerð
frændþjóða okkar fær sitt rétta
eðli og mikið fiskmagn kemur
til sölu og neyzlu í markaðs-
löndunum. Þá verða vörugæði
mikið atriði. Þá verður nálægð
fiskimiðanna þýðingarmeira at-
riði en verið hefir nú um sinn.
Fyrsta skilyrði til þess að út-
gerðin hafi vandaða vöru að
bjóða, — gott og ósvikið fisk-
irstaða menningarlífs og sjálf-|sjá hag þjóðar sinnar og meta
meti — er það, að flskurinn sé
góður og óskemmdur, þegar
hann fær þá meðferð, sem
hentar honum bezt í hvert sinn.
Þar sem hægt er að koma fisk-
inum nýjum, ferskum og ómörð-
um til hafnar og vinnslu, eru
góð skilyrði til þess að fram-
leiða fyrsta flokks fiskmeti,
sem alls staðar væri samkeppn-
isfært.
Eftir þvi, hvernig menn meta
þessi skilyrði, fer það, hvaða
trú þeir hafa á framtíð sjávar-
útvegs á íslandi.
Eigi að veiða fiskinn með tog-
urum, ísa hann um borð og
flytja á veiðiskipinu sjálfu til
markaðslandanna, skiptir svo
sem ekki miklu, hvort togarinn
er gerður út frá þeim eða landi,
sem liggur rétt við miðin. Að
vissu leyti á útgerð markaðs-
landsins betri aðstöðu, því að
hún er þó liður í atvinnulífi
þess og getur e. t. v. notið ýmis
konar hjálpar og fyrirgreiðslu
heimalands síns vegna þess. Það
eru þvi ærnar líkur til þess, að
í slíku formi geti samkeppnin
orðið okkur nokkuð erfið.
Eigi hins vegar að vinna
fiskinn til neyzlu og flytja
hann á markað sem iðnaðar-
vöru, stöndum við allt öðru vísi
og betur að vígi. Þá er það mik-
ils virði að koma fiskinum sem
fyrst til vinnslu. Sú skemmd,
sem myndast í fiskinum, áður
en hann kemst í vinnslu, verð-
ur aldrei bætt eða afturtekin.
Sé fiskurinn orðinn marinn eða
kæstur, verður hann aldrei ó-
svikin manneldisvara. Fyrsta
flokks neyzluvörur verða ekki
framleiddar úr skemmdu hrá-
efni, Þetta eru rökin fyrir því,
að nálægðin við fiskimiðin er
þýðingarmikið fjárhagsatriði.
Þeir, sem eru mér sammála
um þetta, munu meta það mik-
ils, að land okkar liggur við auð-
ug fiskimið. Þeir hljóta jafn-
framt að skilja það, að nálægðin
við fiskimiðin notast bezt á
þann hátt, að fiskurinn fái
vinnslu við næstu höfn. Til þess
að svo geti orðið þarf útgerðin
að hafa þar aðsetur og heimili
að einhverju leyti.
Þetta eru þvi rökin fyrir því,
að fiskiþorp eigi sér tilverurétt
víðs vegar á strandlengju ís-
lands og séu nauðsynleg fyrir
þjóðina, eigi hún ' að notfæra
sér þau fjárhagslegu tækifæri,
sem lega landsins veitir. Þjóð-
in getur ekki án þeirra verið,
ef hún vill nytja þau lífsskilyrði
og náttúruauðæfi, sem landið á
ráð á, svo að menningarbragur
sé að. Ef við viljum vera svo vel
samkeppnisfærir um fram-
leiðslu og sölu, sem náttúruskil-
yrði landsins leyfa, þá verðum
við að eiga þorp með útgerð og
fiskiðnað hringinn í kringum
landið. Það er þjóðarnauðsyn.
Þar, sem náttúran hefir gefið
okkur höfn við fiskimið og góð
skilyrði til raforku og ræktun-
ar á landi, eru lífsskilyrði, sem
okkur ber að gefa gaum að.
Slíka staði ber að leggja rækt
við. Sums staðar er svo langt á
milli góðra hafna, að það verður
að byggja þær og búa til, ef
hægt á að vera að nytja fiski-
miðin úti fyrir. svo að viðun-
andi sé. En þetta er það, sem
hverju barni þarf að verða ljóst,
að hafnir með fiskimið fram-
undan og mold að baki, er und-
stæðrar tilveru okkar hér á
landi.
íslenzka þjóðin getur ekki
verið án þorpanna sinna. Þau
eiga að blómgast og vaxa og
taka við nokkrum hluta af
fjölgun þjóðarinnar.
Áhugamál allra.
Það þarf enginn að halda, að
það óheppilega hlutfall, sem nú
er í þróun Reykjavíkur og
þorpanna, réttist sjálfkrafa. Á-
stæðulaust er að vænta þess, að
einhvern daginn snúist straum-
urinn við af sjálfu sér einasta,
án þess að nokkuð sé til þess
gert. Það þarf myndarleg og
fjölþætt átök til þess að rétta
hlut þorpanna við. Þau hafa
verið vanrækt og orðið útundan.
Úr því þarf að bæta. Eina ráð-
ið til þess að halda byggð þeirra
við og gera þeim mögulegt að
vaxa, er að gera þau sambæri-
leg við Reykjavík um afkomu
skilyrði og alla aðbúð. Það þarf
að jafna fjárhagsmálin og að-
stöðu atvinnuveganna, menn
ingarskilyrði og lífsþægindi. Og
þar sem þjóðin í heild getur ekki
án þorpanna verið, má hún ekki
vanrækja lengur þessi verkefni,
sem framtíð hennar er svo mjög
undir komin. Hlutfallið milli
staðanna verður óheppilegra
með hverju árinu sem líður. Að
sama skapi verður erfiðara að
rétta það við og þörfin brýnni
að hefjast handa strax. Þá þörf
hljóta þeir allir að sjá og viður-
kenna, sem ekki telja heppilegt,
að þjóðin setjist öll að í Reykja-
vik.
í þessari grein verður leitazt
við að gera grein fyrir því, sem
stendur þorpunum einkum fyr-
ir þrifum, og því, sem næst ligg
ur að gera til þess að rétta hlut
þeirra. Ef lesendur minir sjá
betur, vænti ég, að þeir þegi
ekki yfir því, heldur geri sinar
athugasemdir og viðaukatillög-
ur. Þetta mál verður að ræða.
Hið sundraða, afrækta fólk verð
ur fyrst og fremst að sameinast
sjálft um að berjast fyrir rétti
sínum.
Nú er þeim mönnum, sem bú
settir eru í þorpunum, að vissu
leyti refsað fyrir það að vera
þar, að því leyti, að þeim eru
meinuð mörg þau þægindi, sem
veitast í Reykjavík. Margt af
því, sem menn sækjast eftir
veitist þeim í Reykjavík en alls
ekki í þorpunum. Það er þetta og
þetta eitt, sem veldur straumn
um. Á þessu þarf því að ráða
bót. \
Hér er ekki um að ræða sér-
mál þeirra, sem sjálfir búa í
þorpunum, þó að auðvitað sé
hver sjálfum sér næstur. Þetta
er þjóðmál. Reykvíkingar þurfa
þess með, að þorpin séu til og
blómgist. Um hið nána sam-
band og gagnkvæmu hagsmuni
þorpanna og nálægra sveita þarf
ekki að fjölyrða. Þorp með
blómlegu atvinnulífi er miðstöð
viðskiptalífs í héraði sínu og
skapar margháttuð markaðs-
skilyrði og afkomumöguleika
fyrir bændur í grenndinni
Þorpin geta átt, ef þau eru ekki
svelt og kúguð, mikinn þátt í
vexti og þróun sveitalífsins 1
kring. Það sannast hér eins og
víða í mannlegu félagi nútím-
ans, að eins líf er annars líf
Viðreisn þorpanna ætti því að
vera áhugamál allra íslendinga
Það er áhugamál allra góðra og
vlðsýnna manna, sem kunna að
sæmd hennar. Það er réttlætis-
mál fyrir það fólk, sem í þorp-
unum býr. Og það er, þegar til
lengdar lætur, hagsmunamál
fyrir þjóðina alla.
Bátaútvegurinn.
Yfirleitt er bátaútvegurinn
eina undirstaðan að afkomu
aorpanna, þó að fleira styðji
Dar að. Allt hitt gerir ýmist að
vera hjálp og léttir fyrir menn,
sem lifa þó fyrst og fremst á
útveginum, eða þá það byggist
beinlinis á útgerðinni sem undir-
stöðu.
Smáútgerðin hefir átt erfitt
uppdráttar síðustu árin. Mér
þykir hlýða að vitna hér til
þess, sem þrír þingmenn komm-
únista lýstu yfir á Alþingi 1943
og aftur 1944. Það voru þeir
Lúðvík Jósefsson, Þóroddur
Guðmundsson og Brynjólfur
Bjarnason, sem fluttu tillögu
um skipun nefndamtil að und-
irbúa tryggingar lágmarkslauna
fiskimanna. Þeir sögðu, að til-
gangurinn væri sá að tryggja
„fiskimönnum, sem ráðnir eru
fyrir aflahlut, og smáútvegs-
mönnum öruggari afkomu og
sambærileg launakjör við aðrar
vinnandi stéttir í landinu.“
Tryggingin átti að vera borin
uppi með framlögum frá útgerð
og ríki, en þangað til hún tæki
til starfa átti að leggja fram
fé til hlutarbóta úr ríkissjóði.
Þeir félagar segja svo í grein-
argerð:
Eins og nú er komið málum
munu hlutaráðnir fiskimenn og
smáútvegsmenn vera verst laun-
aðir allra atvinnustétta lands-
ins. Orsakir hinna lágu launa
þessara aðila eru ýmsar, en þær,
sem mestu skipta, eru hinn sí-
vaxandi útgerðarkostnaður, en
þó fastbundið íiskverð, óréttlát-
ur fisksölusamningur, sem gerir
engan verðmun á hinum góða
og dýrmæta smábátafiski og
verðminni fiski stórútgerðar-
(Framhald á 6. síöu)
„Btessuð sértu,
sveitin mírí'
Það mun vera um hálfur mannamótum og í samkvæm-
fimmti áratugur síðan ungur um. Slíka hylli hljóta aðeins
Mývetningur, er þá hafði nýlokJ ljóð og iög, sem gædd eru
ið gagnfræðaprófi í Möðruvallla- vængjuðum krafti, og myndi
skóla, orti um hina fögru sveit þetta kvæði eitt nægja til þess
sína kvæði, sem vakti þegar ó- að halda á loft nafni Sigurðar
venjulega hrifningu, er það varð
almenningi neyrin kunnugt.
Sigurður Jónsson
á Arnarvatni
Tilfinhingar hinna heimaelsk
uðu, dugmiklu og framsæknu
Mývetninga andspænis hinu
mikilúðlega og þó undra friða
umhverfi sínu höfðu aldrei fyrr
verið túlkaðar af slíkri hrifn-
ingu, krafti og einlægni. Þarna
hafði verið sleginn hinn hreini
tónn, er fólginn var í streng
gígjunnar. Hið unga skáld var
Sigurður Jónsson (skálds Hin-
rikssonar), síðar bóndi á Arnar-
vatni, og kvæðið var „Fjalla-
drottning, móðir mín.“
Síðar samdi svo Bjarni Þor-
steinsson lag við kvæðið, og
undir þvi lagi hefir það smám
saman orðið þjóðsöngur allra
íslenzkra sveita og eitt þeirra
laga, sem oftast eru sungin á
á Arnarvatni og skipa honum
meðal þeirra, sem beztar ljóða-
gjafir hafa gefið þjóð sinni.
Síðan hefir Sigurður ort mjög
góð kvæði, er verið hafá lesin og
lærð víða um land, þótt aldrei
hafi hann náð jafn hátt og í
þessu einu sínu elzta kvæði.
Árið 1937 kom út ljóðabók
eftir Sigurð, '„Upp til fjalla.“
Hlaut hún hinar beztu viðtökur
og seldist upp á tiltölulega
skömmum tíma, eftir því er
gerðist um bækur á þeim tíma.
Nú í sumar gaf svo ísafoldar-
prentsmiðja út nýja Ijóðabók
eftir Sigurð, „Blessuð sértu,
sveitin mín.“ Hefst hún á þessu
ágæta kvæði cg fylgja þar á
eftir hin eldri kvæði höfundar.
Síðari hluti bókarinnar er svo
kvæði frá síðustu árum. Lýkur
henni með „Útfararsöng“ undir
sama bragarhætti og „Fjalla-
drottnihg, móðir mín,“
í Leyfir Tíminn sér að birta
það kvæði hér með þessum lín-
um. Er það svolátandi:
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
— þakkarklökkva kveðjugjörð.
Kveð ég líf þitt, móðir jörð!
Móðir, bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjöfð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Fagra, dýra móðir mín,
mihnar vöggu griðastaður,
nú, er lífsins dagur dvín,
dýra, kæra íostra mín,
(Framhald á 6. síðu)
KRISTJÁN BENEDIKTSSON:
Ferbasögubrot
Mörg héruð' í landinu eiga enn við erfiðar samgöngur að búa,
þrátt fyrir allt það, sem gert hefir verið á síðustu áratugum til
þess að bæta úr samgöngu vandræðunum. Óvíða er þó jafn erfitt
um vik, sem í Skaftafellssýslunum, þar sem jöklar ljúkast að
byggðinni, jökulfljót og auðnir hluta hana sundur, en strand-
lengjan öll hafnlausir sandar, þar sem brimið svarrar ár og síð.
— Hér segir Kristján Benediktsson bóndi í Einholti ferðasögu
þeirra Steinþórs Þórðarsonar bónda áTIala, er þeir voru að brjót-
ast á stofnfund stéttarsamtaka bænda að Laugarvatni í haust.
Búnaðarsamband Suðurlands
boðaði til fulltrúafundar bænda
7. september f haust, og skyldt
þar stofna stéttarsamtök bænda.
Búnaðarþing nafði löggilt þann
sama dag til stofnunar samtak-
anna, en hjá bændum sjálfum
var mikill og vakandi áhugi fyr-
ir máli þessu. Var bráðlega haf-
izt handa um að boða til funda
í hreppabúnaðarfélögunum til
að ræða þetta mál og kjósa
kjörmenn.
Það kom brátt í ljós á fund-
um búnaðarfélaganna, hve al-
mennur áhugi var fyrir hendi
um stofnun stéttarsamtakanna.
Allir sem einn og einn sem allir
sáu nauðsyn þess. Ekki svo að
skilja, að það væri nauðsyn
bændastéttarinnar einnar, sem
krafðist þess, heldur var það og
er þjóðfélagsleg nauðsyn, sem
varðar alla borgarana og þjóð-
ina sem heild. En út í það fer
ég ekki meira að sinni. Þetta
átti umfram allt að verða ferða-
saga.
Þá var og haldinn fundur í
Suðursveit með kjörmönnum til
að kjósa tvo menn hér úr Aust-
ur-Skaftafellssýslu til að mæta
á stofnfundinum, og urðum
við Steinþór Þórðarson á Hala
fyrir valinu. Við höfðum báðir
mikinn áhuga fyrir að komast á
þennan fulltrúafund þænda og
hétum því, að við skyldum
leggja allt kapp á að komast
þangað og var umfram allt ætl-
unin að reyna að komast með
flugferð af Hornafirði, því að
ekki er að tala um skipagöngur
á Hornafjörð, sem hægt sé fyrir
sjóveika sveitakarla að notast
við, . síðan „Esjan“ hætti að
koma hér inn, en landferðalag
er dýrt og erfitt.
En þó varð það nú úr, að við
lögðum upp í landferðalag, því
Kristján Benediktsson
að ekki gaf fyrir flugvél. Ég
lagði á stað á hesti mánudag-
inn 3. september að Flatey.
Þangað sótti mig á bll þann
sama dag Þorsteinn Guðmunds-
son hreppstjóri á Reynivöllum
og flutti mig að Hala til Stein-
þórs bónda.
Þennan fyrsta dag ferðalags-
ins var rigning frameftir degi,
en létti upp með kvöldinu. Var
ég nú hjá Steinþóri um nóttina
í góðu yfirlæti.
Næsta morgun, þriðjudaginn
4. september, var heiðskírt veð-
ur. Þá var str^ix byrjað að tala
við Reykjavík um flugleiði, er
búið var að opna símann, og
jafnframt var talað við Björn
á Tvískerjum að sækja okkur
á hestum að Jökulsá, ef ekki
yrði flugveður. Steinþór varð að
hafa fyrir öllum slíkum útrétt-