Tíminn - 30.11.1945, Side 7

Tíminn - 30.11.1945, Side 7
91. blað TÍMPJiy, föstndajgiim 30. nóv. 1945 7 Á víðavangi (Framhald aj 2. síöu) vel þó að forsetanafn og forseta- brennivín fylgi vinskapnum. Talsmaður gerðardóms. Ásg. Ásg. hélt því fram, að ríkisvaldið væri klofið í tvennt, ef verðlagsvaldið væri ekki hjá þingi og stjóm. Þetta er að vissu leyti rétt. En hins gat Ás- geir ekki, að ríkisvaldið er nú klofið þannig, að ríkisstjórnin ræður ekkert við það hvaða kaup er í landinu. Ólafur Thors hefir lýst þvi yfir, að það hafi ekki verið hægt annað en að hafa samvinnu um ríkisstjórn við kommúnista til þe§s að hafa vinnufrið í landinu. Og Brynj- ólfur Bjarnason lýsti þvl yfir í þessum umræðum, að það hefði vitanlega aldrei komið til mála, að Sósíalistaflokkurinn gerði néitt, sem ekki væri í fyllsta samræmi við krofur verkalýðs- stéttanna. Það tekst aldrei að telja sann- gjörnum mönnum trú um það, að nokkuð jafnrétti sé í því að láta sumar stéttir ráða málum sínum og kjörum sjálfar, en krefjast þess, að, aðrar leggi allt á vald ríkisstjórnarinnar. Ásg. Ásg. mælti með gerðar- dómsleiðinni í verðlagsmálum. Hann taldi bezt að fulltrúar framleiðanda og neytenda ræddust við með fulltrúa ríkis- valdsins í forsæti, sem einskon- ar sáttasemjara. Mörg rök mæla með þessari leið, en engu fremur í verðlagsmálmn en kaupgjaldsmálum. Ef Ásg. Ásg. trúir á þessa leið og finnst hún réttfnæt, ber honum siðferðileg skylda til að beita sér fyrir því, að slíkur gerðardómur i verð- lags- og kauþgjaldsmálum verði myndaður. Það er ekki víst að það strandaði á skilningsleysi bænda eða þeirra fulltrúa. Hjúpur hræsninnar. Ásgeir Ásgeirsson fór að tala um ræktunarframkvæmdir og tók svo til orða, að það væri hægt að hjálpa bændum til þess að „gera dagsláttuna stærri“ og það hefði ekki staðið á hjálp til þess 1943, ef hennar hefði ver- ið leitað i stað útflutningsupp bóta. Vel má vera að einhverjum finnist hræsnin og fláttskapur- inn skarta á þessum þingmanni, en sannleikurinn er sá„ að 1943 var hann og núverandi sam- starfsmenn hans einhuga í því að drepa tillögur Framsóknar- manna um skipulega allsherjar ræktun og undirbúning hennar. Rök þessara nýsköpunarmanna er að finna í nefndaráliti, sem þeir sömdu Eiríkur Einarsson, Kristinn E. Andrésson og Har- aldur Guðmundsson og flokkar þeirra samþykktu einróma. Þar var sagt, að jarðræktarlögin, eins og þau voru þá með bráða- birgðaákvæðunum frá 1942 um sléttun túnþýfis á 10 árum, væru alveg nóg 10 ára áætlun. Þannig var stórhugurinn þá, að þessar kempur dreymdi ekki um það, að komast út fyrir tún- garðinn og byrja á nýrækt fyrri en í fyrsta lagi 1954. Svo geta þeir blásið sig út frammi fyrir alþjóð og sagt: „Því hefir ekki meira verið gert. Það hefði þó ekki staðið á okkpr að veita styrk til aukinnar ræktunar 1943“. Það er bersýnilegt af svona málflutningi, að Ásgeir Ásgeirs- son þykist ekki þurfa hylli og stuðnings þeirra manna, sem eitthvað muna liðna tíð. Honum finnst víst líka, að hann geti komizt af án þeirra, sem kunna að lesa og nota sér það. Svona menn treysta eingöngu á það, að fólkið sé nógu heimskt til þess að gleypa við ögeðslegri hræsni og uppgerð. Það er nú lífakkeri stjórnarliða. Þingmaffur postulíns- hundanna. Ásmundur Sigurðsson deildi fast á Framsóknarflokkinn fyrir það, að hafa látið bændur búa við lágt afurðaverð á kreppuár unum. Hann las þó ekki upp neitt af því. sem flokkur hans lagði til þeirra mála á þeim tím- um, en skemmst er frá að segja, að þeir töldu' þá eftir hverja verðhækkun til bænda eins og endranær. Þá var Ásm. Sigurðsson einnig að reyna að svivirða Tímann fyrir það ,að hafa hrósað mönn- um fyrir sparsemi og fjárhags- lega ráðdeild. Sannarlega fer vel á því. Tíminn hefir ekki verið og mun ekki verða málgagn eyðslustéttanna. Hann hvetur menn aldrei til að kaupa tóbak og áfengi, glerkýr og postulins- hiínda. Ásmundur Sigurðsso'n má gjarnan vera þingmaður eyðslunnar ef hann vill, og hon- um finnst brennivín og postu- línshunda vanta fulltrúa. Fram- sóknarflokkurinn veit, að fram- för þjóðarinnar byggist á sparn- aði. Örskammt öfganna milli. Dálítið merkilegt var það í ræðu Ásmundar Sigurðssonar að hlutfallskosningar væru ó- hæfar í stéttarfélögum. Þar með var lýst yfir því af fullri hrein- skilni, að í stéttarmálum eigi meirihlutinn einn öllu að ráða. Hitt geta menn svo gert upp við samvizku sína, hvort þeim finnst sennilegt, að kommúnist- um gangi það til þessarar stefnu að þeir hafi óbeit á því, að stétt- arfélög taki flokkslega afstöðu í stjórnmálum. Svo mikið er víst, að þeir hafa ekki fyllzt neinum áberandi viðbjóði, þó að ein- srök stéttarfélög hneigðust að beirra málstað. Hitt var fróð- legt að heyra kenningu trúar- flokksins um stéttarfélag og þjóðfélag og mismunandi rétt minnihlutans. En vel má vera að sumir eigi erfitt með að skilja bennan reginmun á minnihluta stéttar og minnihluta þjóðar, og detti í hug, að það sé ör- kammt öfganna milli og sann- ’eikur og réttur kynni að vera 1-arnavá milli. En heldur er það lltilfjörleg nersóna, sem hefir þessar skoð- anir Ásmundar og lætur hafa 'ig til þess, að taka sæti í Bún aðarráði, því að auðvitað hafa Framsóknarmenn einir siðferði- legan rétt til að vera þar, sam- kvæmt kenningu Ásmundar um einræði meirihlutans. Viff fótskör meistarans. Svo er að sjá, sem andstæð- ingar bænda eigi sér einn yfir prest og meistara, sem þeir setjast allir til fóta og sækja sér röksemdir til, þegar í nauð- irnar rekur, Það sýndi sig í þvl hversu mjög þeir vitnuðu í tíma- ritið Ófeig i ræðum sínum. Þingmaður postulínshund- anna vitnaði í Ófeig með lotn ingu og óskeikulli trúarvissu, að bví sem helzt var að heyra. Það kom, því greinilega fram, að þar átti ritið éinn auðmjúkan lesanda. Jón Pá gat hins vegar ekki um hvaðan hann hefði það, sem hann endursagði úr Ófeigi. Má vera, að honum hafi þótt sín dýrð meiri, að flytja kenning- una eins og hún væri hans eig- in. En þeir,sem hafa lesið Ófeig, könnuðust við margt hjá hon- um og vita hvaðan það er. Eng- an mun undra það, þótt stjórn- arliðið grípi til þeirra gervirök- semda, sem feigur ber fram þeim til hjálpar. Þeir eru ekki of vel settir samt, þegar um er að ræða að verja málstað sinn Síðastur kom svo Pétur Magn- ússon ráðherra með ómerkilega skröksögu um Bjarna Ásgeirs- son. Bjarni hefir opinberlega mótmælt sögunni og fór þar, sem hið fornkveðna segir, að aftur rennur lýgi þegar sönnu mætir. Nú þótti landbúnaðar- ráðherra þó sæma ,að skreyta ræðu sna með henni. „Einhvers ^taðar var haft eftir þingmanni Mýramanna,“ sagði hann. Það var eins og hann kæmi sér ekki að því, af einhvers konar blygð- unarsemi, að geta þess, hvaðan hann hefði þessa gróusögu. En hann varð þó feginn að nota hana. Það er alveg ástæðulaust, að öfunda Pétur Magnússon af þvi að hirða þessa stélfjöður Ó- feigs og hafa sér að höfuðdjásni fyrst honum finnst það sæma. Framsóknarmenn öfunda Ófeig heldur ekki af lærimeistara- starfinu í' skilmingaliði Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnason- ar. Afnotagjald útvarpsnotenda (Framhald af 4. síðu) mætti vera hugnun í því, að í gegnum viðtækjaverzlunina surfa rafhlöðunotendur að greiða nokkurn skatt, sem lendir til Rkisútvarpsins. Þeir, sem andstæðir eru breyt- ingu á þessu sviði, bera við, að mishátt afnotagjald yrði erfitt og dýrt í framkvæmd. Vafalaust er það ekki eins'einfalt og að allir borgi sömu krónutölu. En að erfiðleikarnir séu eins miklir og sumir vilja vera láta, fær ekki staffizt. Innheimtuskipulag Ríkisút- varpsins undir stjórn Jónasar Þorbergssonar mun í bezta lagi. í Reykjavík og Hafnarfirði mun skrifstofan annast þessi mál sjálf, og þar mun fyrirhafnarlít- ið eða -laust að upplýsa hvort viðtækin séu rafhlöðu- eða straumtæki. Annars staðar á landinu annast póstafgreiðsl- urnar innheimtuna. Þeim er vel borgað fyrir starfið og mun góð samvinna á milli þeirra og Rikisútvarpsins. Er lítill vafi á því, tað þær væru fúsar til þess og gætu með lítilli fyrirhöfn safnað skýrslum um það hver í sínu umdæmi, hvort um straumtæki eða rafhlöðu væri að ræða. Þyrfti tæplega að borga nokkura aukaþóknun fyr ir þetta. Þessi mótbára gegn breyting unni er því léttvæg. — En önnur rök eru fyrir hendi, sem ekki verða hrakin: Enginn maður, sem hefir aðstöðu til að nota ódýran rafstraum, lætur ér til hugar koma að breyta um og fá sér rafhlöðutæki. Hér skal látið staðar numið um þetta. Það er ekki stórmál bvort menn borga 20 eða 40 kr. meira eða minna. En það er stórmál að leitast við að finna sem réttlátasta og viturlegasta lausn á hverju viðfangsefni, sem þarf að leysa. Og hér er úr lausnin einföld og sjálfsögð: Eigendur rafhlöffutækja ættu “kki aff greiffa nema hálft gjald til móts viff straumtækin. Sama máli gegnir um vindrafstöðva- *ækin. Þetta er lágmarkskrafa En mjög mætti ræða um, að bessir menn greiddu ekkert af- notagjald. Hvaff er bak viff fjalliff, eftir Hugrúnu, Strokudrengurinn, 12.50 Hve glöff er vor æska, 20.00 Karl litli, eftir J. Magnús Bjarnason, 10.00 Lappi og Lubbi, 8.00 Svarti Pétur og Sara, 10.00 Töfraheimur mauranna, 15.00 Heiffa I og II, 25.00 * Sigríður Eyjafjarðarsól, 5.00 Ljósmóðirin 1 Stöfflakoti (Árni Óla), 3.60 Sæmundur fróffi, 3.60 Sumardagar, eftir Sigurff Thorlacius, 10.00 Fyrir miffja morgunsól, eftir Huldu, 6.00 Andri á sumarferðalagi, 10.00 Andri á vetrarferffalagi, 10.00 Bógga og búálfurinn, 12.00 Börnin og jólin, 3.75 Drengirnir mínir, 10.00 Gleðjið börnin Það er alltaf gaman að gleðja börnin, en aldrei þó eins og um jólin. Varanlegustu gjaf- irnar eru góðar bækur. Þær eru bæði til gagns og gleði. Eftirtaldar bækur eru gefnar út af ísafoldar- prentsmiðju. Margar þeirra eru nú því nær uppseldar, en fást þó í Bókaverzlun ísafoldar: Vinir vorsins, eftir Stefán Jónsson, 10.00 Duglegur drengur, 12.00 Litlir jólasveinar, 3.50 Mýsnar og mylluhjóliff, 5.00 Skóladagar, eftir Stefán Jónsson, 12.00 f útlegff, Torry Grested, 12.00 Skólasystur, 15.00 Kátir krakkar, 1.50 Trölli, 3.60 Lísa í undralandi, 10.00 Kóngurinn á Kilba, Meffal Indíána, 10.00 Úr þjóffsögum Jóns Árnasonar eru til þessi hefti: Draugasögur, Þrjátíu ævintýri, Seytj- án ævintýri, Huldufólkssögur og Uppvakn- ingar og fylgjur á 5 krónur hvert hefti. Bókaverzlun ísafoldar Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarffar er kr. 30.00 áreangurinn. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Erlent yfirlit (Framhald af 2. siöuj stofnún, sem væri nógu öflug til að vernda hann og halda yfirgangsseggjunum i skefjum. Líklegt mætti telja, að Rússar gengju fyrr en síðar í banda- lagið, þótt þeir gerðu það ekki strax. Þessar tillögur Russells hafa að vonum vakið mikla athygli og ýmsir hafa haldið því fram, að þær einkenndust af nýrri heimsvaldastefnu. Russell hef- ir svarað því, að reynslan hjafi sýnt, að friðurinn verði að- eins tryggður með því, a,ð til sé1 svo öflug stofnun að hún geti haldið yfirgangsmönnum' í skefjum, og hún geti, eins og ástatt er ekki orðið til með öðrum hætti en þessum. Ýms- ir, sem hafa tekið undir mál hans, hafa bent á, að hefðu Bandaríkin tekið að sér slíka forustu eftir hqimsstyrjöldina 1918 myndi nýlokin styrjöld að öllum líkindum aldrei hafa átt sér stað. Ógæfan hafi þá verið sú, að Bandaríkin tóku upp einangrunarstefnuna. Sama ógæfan geti gerzt aftur, ef Bandarikin mæta vantrausti evrópisku smáþjóðanna og þannig líti út, eins og þau þvingi upp á þær verndinni, sem þau veita þeim. Þetta gæti smám saman orðið til þess, að Banda- ríkin hverfi aftur til einangrun- stefnunnar og þá munu Ev- rópuþjóðirnar fljótt sjá, hvað þær hefðu misst. Mikla athygli hefir það vak- ið, að Winston Churchill hefir nýlega tekið óbeint und,ir þess- ar tillögur Russells, þegar hann lét svo ummælt í þingræðu ný- lega, að heimsfrf.ðurinn væ4 nú kominn undir því, að Bandaríkin tækju að sér for- ustuna. Útbreiðið Tímann! Ferðamenn! Tilvalin og varanleg jólagjöf handa frúnni og kærustunni, er litprentuð rós. Handa bóndanum og unnust- anum skipa-, dýra og landlags- myndir. Fyrir börnin flugvéla-, barna- og dýramyndir. , Allt í vönduðum og fallegum römmum. Verð og stærð við allra hæfi. RAMMAGERÐIN HÓTEL HEKLU (gengið inn frá Lækjartorgi). Hjartans þakkir mínar fœri ég hér með: börnum, tengdabörnum, og barnabörnum minum, og öllum þeim mörgu vinum mínum, sem glöddu mig, með heimsókn- um, gjöfum og heillaóskum á áttrœðisafmœli minu 18. okt. síðastl. Guð blessi ykkur öll. RAGNHILDUR ERLENDSDÓTTIR, Ölvaldsstoðum. Drummer iitur Hverjum pakka af Drum- mer lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóbannesson & Co. Sími 5821. Rteykjavík Stúlkur óskast til fiskflökunar eft- ir áramótin. Hátt kaup, frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Merk bók er mikil gjöf Bernskubrek og æskóþrek, sjálfsævisaga Winston Churchills, í þ'ýðingu Benedikts Tómassonar skólastjóra, einhver skemmtilegasta og þróttmesta ævisaga, er kom- ið hefir út á íslenzku — bók sem farið hefir sigurför um allan heiminn. Sólbráð, hin nýja ljóðabók Guffmundar Inga Kristjáns- sonar, skálds ‘hins vinnandi fólks til sjávar og sveita, ferskasta og sérkennilegasta ljóðabók síð- ustu ára. Bráffum koma í bókabúðir: Örfá eintök af hinni kunnu bók, I ni ókuirna stigu, bundin i mjög vandað band. Bókin er þýdd af Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi og Pálma Hannes- syni rektor, og í henni eru frásagnir margra heimskunnra landkönnuða um ævintýri þeirra i ýmsum fjarlægum og lítt þekktum hlutum hehns Dýrheimar, hinar heimsfrægu „Jungje“-sögur Rudyards Kiplings í afbragðsþýðingu Gísla Guðmundsson- ar ritstjóra. Bókin er með fagurlega dregnum og skreyttum upphafsstöfum eftir ágætustu lista- mehn enska og prýdd jnörgum myndum. Sögur þessar eru eitt frægasta og snjallasta ritverk Kiplings. Gerast i frumskógum Indlands, og eru um indverskan dreng, sem elst upp meðal úlfa. Þetta verður tvímælalaust bezta unglingabókin í ár, og jafnframt lestrarefni, sem allir hafa yndi af, ungir og gamlir, konur og karlar. Enn er til: Fjallið Everest, þýdd af Skúla Skúlasyni ritstjóra, skemmtilegar frásagnir af tilraunum manna til að klífa hæsta fjall veraldarinnar, er orðið hefir svo mörgum að fjörtjóni. Það verffur enginn fyrir vonbrigffum, sem kaupir þessar bækur, hvort heldur er til eignar effa gjafa. Biðjiff um þær! S nælandsútgáfan Lindargötu 9 A. Sírni 2353. /~

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.