Tíminn - 09.01.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1946, Blaðsíða 4
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna EdduhúsinLL Sími 6066. er i REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 9. JAH. 1946 3. blað ? AMÁLL TÍWAWS V 4. janúar, föstudagur: Dcilt á Trnman. Bandaríkin: Mörg blöðin deildu á Truman forseta fyrir ræðu, sem hann hélt um verk- fallsmálin daginn áður. Forset- inn hafði áfellzt þingið fyrir að samþykkja ekki frv., sem hann hafði lagt til að það samþykkti í þeim tilgangi að draga úr verk- föllunum. Þýzkaland: Frakkar tóku i sínar hendur rekstur kolanám- anna í Saar. 5. janúar, laugardagur: Nýtt sjálfstætt ríki. Kína: Stjórnin viðurkenndi sjálfstæði Ytri-Mongólíu, en íbúarnir hafa óskað eftir sjálf- stæði í nýlokinni atkvæða- greiðslu. Egiptaland: Birt var yfirlýs- ing frá arabiska bandalaginu, þar sem það krafðist, að allt er- lent herlið yrði flutt úr löndum þess. Bretland: Stjórnin lagði til, að ríkin, sem leggja fram fé til hjálparstarfsemi UNNRA, tvö- földuðu framlag sitt. Byggingamálin (Framhald af 1. síðu) ráð í þessum sveita- og bæjar- stjórnarkosningum til að knýja ríkisstjórnina og stjórnarflokk- ana til skjótra athafna. Þetta ráð er að fylkja sér um Fram- sóknarflokkinn, sem berst fyrir hyggilegustu úrbótunum í þess- um málum, og gera honum þannig auðveldara að koma þeim á framfæri. Það myndi jafnframt verða stjórnarflokk- unum holl lexia fyrir þingkosn- ingarnar í vor. Alveg sérstaklega myndi þetta géta haft mikla þýðingu hér í Reykjavík, ef Pálmi Hannesson fengi sæti í bæjarstjórninni og þar með aðstöðu til að berjast á þeim þýðingarmikla vettvangi fyrir framgangi þessara mála. Stefna Framsóknarflokksins í byggingamálum er skýr og aug- ljós. Þar sem húsnæðisskortur- inn er mestur, eins og t. d. í Reykjavík, á að bæta úr hon- um með innflutningi tilbúinna húsa, lækka tolla á þessum húsum, útvega hentugar lóðir undir þau og eigendum þeirra hentug lánskjör. Þá þarf að auka stórlega fjárframlög til verkamánnabústaða og sam- vinnubygginga og tryggja þeim, sem byggja á þann hátt, stór- bætt lánskjör. Jafnframt verð- ur-að vinna að því, að slík bygg- ingafélög hafi sjálf húsameist- ara í þjónustu sinni og eigi sjálf allar byggingarnar. Einnig verður að tryggja þeim nóg byggingarefni og stöðva bygg- ingar luxushúsa, ef það reynd- ist nauðsynlegt til að ná því marki. Með því að fylkja sér um Framsóknarflokkinn og þessi stefnumál hans, verða bygg- ingaframkvæmdir í almennings þágu bezt -tryggðar. En þær verða ekki tryggðar með því að kjósendur fylki sér um stjórnar- flokkanna, sem hafa sofið á þessum málum á annað ár. Það þýðir, að sama aðgerðaleysið helzt áfram. Allir þeir, sem vilja raunhæfar athafnir í þessum málum i stað orða, munu því skipa sér um Framsóknarflokk- inn í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum 27. þ. m. Rússland: Stjórnin tilkynnti, að Rússar myndu ekki undirrita Bretton Woodsáttmálann að svo stöddu. ' 6. janúar, sunnudagur: Ríkisstjórn viður- kcitnd. Austurríki: Bretland, Banda- ríkin og Frakkland viðurkenndu nýju stjórnina í Austurríki. Búlgaría: Stjórnin hefir neit- að að fallast á ráðherralista, sem stjórnarandstæðingar hafa lagt fram samkv. tillögum þrí- veldanefndarinnar. Rúmenía: Stjórnin þar hefir einnig neitað að fallast á ráð- herralista stjórnarandstæðinga. Bretland: Bretland og Frakk- land og nokkur önnur Evrópu- lönd hafa stofnað bandalag um framleiðslu og sölu á kolum. / 7. janúar, mánudagur: Tyrkir ákveðnlr. • Tyrkland: Sarajoglu forsætis- ráðherra sagði, að ekki kæmi. til mála að fallist yrði á landakröf- ur Rússa. Víða hafa verið haldn- ir fundir til að mótmæla þeim. Kína: Góðar horfur eru nú taldar á samkomulagi milli Chiang Kai Shek og kommún- ista. Rúmenía: Samkomulag er orð- ið þar um stjórnarmyndun. Mayerlinghöllin (Framhald af 3. tíOu) jörðina, er hann þóttist hafa lagt upp í, þegar hann fór frá Austurríki, eftir missætti þeirra Franz Josefs keisara. Greifafrú jú, sem hann sótti skrínið til, segir frá því í endurminning- um sínum, að sannleikurinn um Mayerling-morðin muni aldrei vitnast, því skrínið hafi farizt með Johan af Toscana óveð- ursnótt eina úti fyrir La Plata og skrínið liggi því á botni At- lantshafs. En nú er það loks komið í hendur norskra yfirvalda, sem rannsakað hafa innihald þess og komizt að raun um og fært sönnur á, að Hugo Köhler var hinn rétti hertogi af Toscana. Frú Köhler er nú allt í einu orðin hertoga-ekkjufrú og Rögnvald Jörgensen,37 ára gam- all skipamiðlari í Stafangri, er um leið viðurkenndur réttbor- inn ríkiserfingi af Habsborgar- ætt í Austurríki. En hann er sonur Alexöndru, dóttur Johans af fyrra hjóndbandi, en hún fór með honum til Noregs eftir lát móður sinnar, sem fyrr er frá sagt. Þetta er sagan um uppljóstr- un þessa sögulega leyndarmáls og manninn, sem gætti þess til dauðadags. Sagnfræðingar hafa hér fengið skýringu á einu und- arlegasta og dularfyllsta morð- máli seinni áratuga, en það hefir verið þeim 7 óráðin gáta hingað til. Hinn réttborni rík- iserfingi Habsborgarættarinnar er ekki Otto prins, heldur stein- prentari í Noregi, sem dó í fá- tækt og var grafinn í kyrrþey, en lét eftir sig stálskrín, í hverju lausn var að finna á einni af hinum óráðnu gátum veraldar- sögunnar. Svo undarlega ráðast örlög sumra manna, og eflaust eiga einhverjir eftir að skrifa ýtarlega um sérkennilegan ævi- feril Johans hertoga af Tosc- ana. Er jbeffa réttlæti? (Framhald af 2. síOu) hátt. Nýsköpunin er komin í fullan gang. En ekki hefi ég trú á, að þessir nýsköpunarmenn metti bæjar- búa með fímm byggbrauðum og tveim fiskum og hafi tólf karfir afgangs. Nú síðastliðið vor voru enn kálgarðar sumir teknir undir byggingar. Væri ekki úr vegi, að menn þeir, sem settir hafa verið til eftirlits með bæjar- og sveitastjórnum athuguðu, hvort heppilegt sé að þrengja þannig að landframleiðslunni, þótt i kaupstað sé. Komið geta aðrir tímar eftir þessa peningatíma, og þá getur mörgum orðið nauð- syn að styðjast við dálítinn garð, þótt nú þykji slíkt ekki mikils virði. Þinghóli á Akranesi Vilhjálmur Jönsson. yjatnatkíá Framboð Fr amsóknnr iiianua. (Framhald af 1. síðu) sjómaður, Óskar Jónsson út- gerðarmaður. Húsavík: F-ramsóknarmenn, Alþýðufl,- og Sjálfstæðismenn hafa sam- einazt um einn lista við hrepps- IJNAÐSÓMAR ( A Song to Remember). Stórfengileg mynd í eðlileg- um litum um œvi Chopins. Paul Muni, Merle Oberon, Cornei Wilde. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÞjóShátíðarnefnd lýðveldisstofn- unar sýnir í Tjarnarbió kl. 3 og 4: Stofnim lýðvcldis á tslandi Kvikmynd i eðlilegum litum. Verð 5 kr. svalir og betri sæti, 2 kr. almenn sæti. nefndarkosningar þar.^ Fimm efstu menn listans eru: Karl Kristjánss., Einar Reyn- is, Ingólfur Helgason, Jón Gunn arsson og Júlíus Hafstein. í næstu blöðum verður sagt frá framboði Framsóknarflokks- ins í nokkrum öðrum kauptún- um. (jamla Bíá Bruni að Reykjum (Framhald af 1. síðu) engar skemmdir á henni. Engu varð bjargað af fatn- aði og bókum nemenda, og er þarna um tilfinnanlegt tjón að ræða, því að munir þessir voru óvátryggðir. U R B Æ N U Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 6066 og 2323. Skemmtun. Síðastliðið föstudagskvöld héldu Framróknarfélögin i Reykjavík skemmtim f Listamannaskálanum. Var skálinn fullskipaðiir og urðu margir frá að hverfa. Meðal annars flutti Ey- steinn Jónsson ræðu og skýrði frá lista Framsóknarflokksins i Reykjavík og var framboðinu mjög vel fagnað um allan salinn. — Einu sinni i fyrra vetur var ein skemmtisam- koma Framsóknarmanna kvikmynduð. Skýrði samkomustjóri frá að nú væri sú mynd fullgerð og nýkomin heim frá Ameríku. Hefði hún tekizt ágætlega og myndi bráðlega verða sýnd á ein- hverju skemmtikvöldi Framsóknar- manna. — Næsta skemmtun Fram- sóknarfélaganna verður í Mjólkur- stöðvarsalnum næstkomandi laugar- dagskvöld og er strax búið að panta fjölda aðgöngumiða að henni. Er sjaldgæft að geta fengið samkomuhús á laugardagskvöldi og ættu Framsókn- armenn að tryggja sér aðgöngumiða hið allra fyrsta. Lýðveldishátíffarkvikmyndin var sýnd forseta íslands, ríkisstjórn, alþingismönnum og ýmsum gestiun síðastl laugardag. Kvikmyndina tóku Kjartan Ó. Bjarnason, Vigfús Sigur- geirsson. Páll ísólfsson sá um tón- listina í myndinni. en Sigurður Helga- son var þulur. Sýning myndarinnar tekur eina klukkustund. Lúffvík Guffmundsson skólastjóri er fyrir nokkru kominn heim úr för sinni um Mið-Evrópulöndln til aðstoð- ar nauðstöddum íslendingum. Siðastl. sunnudag skýrði Lúðvík frá för sinni í Gamla Bíó í Reykjavík og var hús- ið fullskipað áheyrendum. Hann fór héðan í júní og kom aftur seint í desember. Ferðin var farin á vegum Rauða Kross íslands eins og kunnugt er. Erfiðleikar voru mjög miklir á að ná til þeirra íslendinga, sem vitað var af í þessum löndum, en þrátt fyrir þá hefir náðst 1 98 af þeim hundrað, sem vitað var um. Margt af þessu fólki er komið til íslands fyrir atbeina Rauða Krossins, en því sem dvelur i Þýzka- landi, hafa verið sendar matar- og fatnaðargjafir. Lúðvík sagði mörg átakanleg dæmi um hið hörmulega ástand, er nú ríkir í Þýzkalandi og löndum Mið-Evrópu, sem verst hafa orðið úti vegna styrjaldarinnar. Hann skoraði á íslendinga að leggja eltthvað af mörkum til hjálparstarfseminnar. Fæðiskaupendafélag stofnað. Stofnfundur fæðiskaupendafélags var haldinn að Hótel Röðli síðastliðinn sunnudag. Var fundarsókn góð og um- ræður fjörugar. Voru fundarmenn ein- huga um félagsstofnunina. Var undir- búningsnefnd þeirri, sem hafði undlr- búið fundinn, falin bráðabirgðastjórn. Skal hún semja uppkast að lögum fyrir félagið, sem^ leggist fyrir næsta fund. Þessir voru starfandi í nefnd- inni: Páll Helgason, Jósef Thorlacius, Sigurður Sveinsson. Bragi Sveinsson og Jón Gíslason. Matthías Einarsson læknir átti fjörutíu ára starfsafmæli í gær. 28657 eru á kjörskrá í Reykjavík, en þó eru ekki taldir með, sem kært hafa og verða teknir inn á kjörskrána. Verið er að vinna úr kjörskrárkærum, en kærufrestur var útrunninn síðastl. laugardagskvöld. Erfitt aff fá húsnæffi í New York. Aðalræðirmaður íslands í New York hefir beðið þess getið, að erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að panta hótel- herbergi fyrirfram í New York, vegna hótelvandræða. Er því þýðingarlaust að síma aðalræðismanni eða skrifa beiðnir af þessu tagi, og er yfirleitt ekki hægt að gera neitt, fyrr en ferða- fólkið er komið til borgarinnar, þvi að herbergi fást eigi leigð, fyrr en um leið, og flutt er út úr þeim, eða síðari hluta dags. B-listinn í Reykjavík er listi Framsóknarmanna Vtfja eu AUGU LYKLAR SÁLARIMAR niMIVARlKIS (The Enchanted Cottage). Sýnd kl. 9. Hrífandi og óvenjuleg kvik- mynd, gerð eftir viðkunnu leik- riti Sir Arthur Wing Pinro. Yfirmenn og undir- Aðalhlutverk: Dorothy McGuire, Robert Young. gefnir. Gamanmynd með: NÝ FRÉTTAMYND: NUmberg-réttarhöldin, og Stuart Erwin, Dynamo - knattspyrnuflokkur- inn. Evlyn Venable. • Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5 og 7. ll Leikfélag Reykjavíkur SKÁLHOLT JÓMFRÚ RAGNHEIÐUR Sögulegur sjónlcikur í 5 þáttum eftir Guðmund Kamban annað kvöld kl. 8 (stundvíslega). Aðgöngumiðasala í dag kl. 2—5. Frá Happdrætti Háskóla Islands Happdrættisumboðið, er var á Laufásvegi 61 og aug- lýst var á Bergstaðastræti 83, verffur á Laufásvegi 58, umboðsmaður Kristinn Guðmundsson, kaupmaður. Jörðin Litli-Kollabær í Fljótshlíð, fæst til ábúðar i næstu fardögum, ef um semst. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum ábúanda jarðar- innar . Guðjóni Slgurðssyni. Nokkrar stúlkur vantar til fiskflökunar í ísbirninum. Talið við verkstjóraim. Sími 3359. Fiskimálanefnd - og minn- ingarsjóður kvenna Minningaspjöld sjóðsins fást í Bókabúð Braga Brynj- ólfssonar, Hafnarstræti 22, Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, útibúi ísafoldar, Laugavegi 12, og Hljóð- færahúsi Reykjavíkur, Bankastræti. Eg þakka háttvirtri stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fyrir heiðraða heimsókn og árnaðaróskir á útrunnu áttugasta ári œvi minnar. Jafnframt þakka ég henni og forstjórum félags- ins fyrir stórmerka gjöf og ráðstöfunarrétt á ágóða af álit- legri fjárhœð, sem ég mun leyfa mér að leggja til, að vextir af umrœddri fjárfúlgu verði varið, eftir vissan tlma, til ferðakynningar fyrir félagsfólk í Kaupfélagi Skagfirð- inga. Einnig þakka ég innilega með virðingu öllum fjœr og nær, er sœmdu mig, i tilefni af deginum, með heim- sókn, gjöfum, heillaskeytum og minningargreinum i dag- blöðunum. Páfastöðum i desember 1945. ALBERT KRISTJÁNSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.