Tíminn - 10.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON ÚTQICPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RIT3TJÓRASKRIPSTOFOR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Simar 2353 og 4373 00 AUGLÝSINGASKREPSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Simi 2323 AFGREOSLA, INNHEIMTA 30. árg. Reykjavík, íímmtiidagiim 10. janúar 1946 4. blað Mótspyrna stjórnarflokkanna gegn sænsku húsunum sýnir vel áhugaleysi þeirra í húsnæðismálunum Skrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu, símar G066 og 2323. Þeir, sem ætla að styðja að sigri listans og koma Pálma Hannessyni í bæjarstjórnina — ættu sem allra flestir að hafa samband við skrifstofuna, sem er opin alla daga frá kl. 10 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Hver var samn- ingamaðurinn? í áramótagrein Hermanns Jónassonar hér í blaðinu, var skýrt frá því, að einn af samningamönnum rík- isstjórnarinnar, er samdi. um togarakaupin, hafi haldið því fram, að sölu- bannið á hraðfrysta fisk- inum í Bretlandi myndi eiga rætur að rekja til tog- arakaupanna. Samningamaðurinn hafði skýrt frá þessu á þá leið, að þegar fyrri íslenzka samninganefndin kom til Bretlands, hafi brezkir út- vegsmenn verið búnir að mynda samtök gegn skipa • smíðastöðvunum og ætlað að neyða þær til að lækka togaraverðið um helming. fslendingar sömdu hins vegar um að kaupa togar- ana fyrir helmingi hærra verð, en brezkir útvegs- menn vildu gefa fyrir þá, og síðan var þetta verð enn hækkað um þriðjung vegna breytinga, sem talið var nauðsynlegt að gera á hin- um upphaflegu samning- um. Með þessu háttalagi brutu fslendingar niður þau samtök, er brezkir út- vegsmenn höfðu myndað til að færa niður togara- verðið. Að dómi samninga- mannsins vakti þetta mikla gremju brezkra útgerðar- manna. Afleiðing hennar var í fyrsta lagi sú, að beir fengu stöðvað siglingar ís- lenzkra fisksöluskipa til austurstrandar Bretlands um skeið og í öðru lagi fengu þeir komið á sölu- banninu á hraðfrystum fiski héðan. Tíminn getur nú upp- lýst, að samningamaður- inn, sem gaf þessar upp- lýsar, er Gísli Jónsson al- þingismaður. Hann gaf þessar upplýsingar á lok- uðum þingfundi, þegar fyrst var skýrt frá .sölu- banninu. Þar sem búið er að segja frá tilefni þessa lokaða fundar, er vitan- lega einnig heimilt . að segja frá þessum þætti um- ræðnanna þar. Hina úrræði kjósendanna til að stuðla að skjótri og hagkvæmri lausn húsnæð- ismálanna, er að efla Framsóknarflokkinn í seinasta blaði var gefið nokkurt yfirlit um aðgerðaleysi stjórnarflokkanna í byggingarmálunum. Ríkisstjórnin vanrækti að gera nokkrar ráðstafanir í þeim á Alþingi í fyrravetur og þess vegna héldu húsnæðisvandræðin og húsaleiguokrið áfram að hríðvaxa á síðastl. ári. Á þinginu í haust flutti stjórnin ekki frv. um byggingamálin fyrr en eftir að Framsóknarmenn höfðu flutt frumvörp um þau og alllangt var liðið á þingtímann. Á- hugi stjórnarinnar fyrir þessu frv. var þó ekki meiri en svo, að bún lét það aðeins koma til einnar umræðu fyrir þingfrestunina og ákvað að láta það bíða til framhaldsþingsins, enda þótt næg- ur tími væri til þess að afgreiða það fyrir frestunina. Bendir þetta fyllilega til þess, að frv. hafi aðeins verið flutt til þess að sýnast fyrir bæjarstjórnarkosningarnar og öllu meira eigi ekki að gera með það. Annað augljóst dæmi um áhugaleysi stjórnarflokkanna í hús- næðismálunum er afstaða þeirra til sænsku húsanna. Þótt það sé eina ráðið til að bæta fljótt úr húsnæðisvandræðunum hafa þeir ýmist sýnt þeim andstöðu eða tómlæti. Ingrid krónprinsessa úthlutar gjöfum. frá 'lslandi Verður hann eftir- maður Stalins? Mynd þessi er af rússneska stjórn- málamanninum Sjdanov. Sjá grein á 3. si3u. {jtflutnmgsleyfi að- eins notað að litlu leyti. í viðskiptasamningum þeim, sem gerðir voru við Svía í fyrra- vetur, fengu íslendingar út- flutningsleyfi fyrir 300 tilbún- um húsum frá Svíþjóð, en nið- urstaðan verður sú, að aðeins 100 hús verða keypt. Ástæðan til þessa er fyrst og fremst aí- staða bæjarvaldanna í Reykja- vík. Það hefir reynzt ómögu- legt að fá þau til að láta sæmi- legar lóðir undir þessi hús. Þeir Reykvíkingar, sem eru kaup- endur að framangreindum 100 húsum, munu flestir eða allir flytja þau inn í óvissu um þessa hlið málsins. Ríkisstjórnin hefði vitanlega getað gengið í mál-‘ ið og fyrirskipað bæjarvöldun- um að láta sæmilegar lóðir und- ir húsin. En það hefir hún vit- anlega vanrækt, enda eru sömu fíokkarnir í henni og bæjar- stjórninni, en þar hafa þeir sameinazt um að sýna sænsku húsunum fullan fjandskap, eins og lóðaúthlutunin er gott dæmi um. Hvað veldur andstöð- unni? Það er vissulega erfitt að gera sér grein fyrir þeim á- stæðum, sem valda fjandskap bæjarstjórnarflokkanna til sænsku húsanna. Öllum liggur í augum uppi, að innflutningur þeirra er eina leiðin til að bæta fljótt úr húsnæðisvandræðun- um. Viðurkennt er, að húsin séu mjög vönduð og ekki er þvi hægt að vera mótfallinn inn- flutningi þeirra af þeirri á- stæðu. Engin hætta er á því, að innflutningur þeirra skapi at- vinnuleysi meðal iðnaðarmanna, þar sem stórkostlegur hörgull er á slíku vinnuafli. Loks hafa húsin þarin kost, að þau munu verða miklu ódýrari en aðrar byggingar hér eða allt frá því þriðjungi til helmingi ódýrari. Allt þetta hefði átt að verða þess valdandi, ef rfkisstjórnin hefði haft nokkurn minnsta á- huga fyrir lausn húsnæðismál- anna, að hún hefði unnið af kappi að innflutningi sænsku húsanna. En i stað þess sýnir hún þeim fyllsta sinnuleysi og flokkar hennar veitaþeimfyllstu andstöðu í bæjarstjóminni. Skýring þessa fyrirbrigðis er engin önnur en sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn er mótfallinn lausn húsnæðismálanna, því að húsabraskararnir ráða mestu í flokknum, en kommúnistar og Alþýðuflokkurinn hafa annað- hvort engan áhuga fyrir þeim eða geta ekkert gert vegna sam- starfsins við íhaldið. Tillaga Hermaims Jónassonar. Allar líkur eru fyrir þvi, að þessi lausn húsnæðismálanna, innflutningur sænsku húsanna, hefði alveg fallið í þagnarþey, ef Hermann Jónasson hefði ekki tekið málið upp á Alþingi í haust og flutt þingsályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina áð greiða fyrir innflutningi þeirra. í tillögunni var stjórninni falið að tryggja nógan innflutningl á þessum húsum, fella niður toll á þeim, útvega góðar lóðir undir þau, fá erlenda sérfræð- inga til að leiðbeina við bygg- ingarnar og tryggja þeim, sem byggja, sæmileg lánskjör. í greinargerð fyrir tillögunni voru færð sterk rök fyrir þvi, að hér væri um fljótvirkustu og hagkvæmustu lausn húsnæðis- vandræðanna að ræða. Eftir að þessi tillaga var kom- in fram, var stjórnarliðinu ljóst, að þessi lausn húsnæðismál- anna yrði ekki hindruð lengur. Það.þóttist því fá mikinn áhuga fyrir málinu og Bjarni Ben. flutti þingsályktun þess efnis, að stjórnin rannsakaði, hvort innflutningur sænsku húsanna væri hyggilegur. Vitanlega er þessi tillaga þó ekki flutt í öðr- um tilgangi en þeim að draga málið á langinn og hindra inn- flutning húsanna i störum stil meðan stjórnin þykist vera að rannsaka málið. (Framtiald. á 4. slðu). Ingrid krónprinsessa var viðstödd, þegar byrjað var að úthluta £ Kaupmannahöfn gjafafötum frá íslandi, Fær- eyjum og fleiri löndum. Á meðfylgjandi myndum sést krónprinsessan vera að aðstoða við að úthluta gjafaföt- nm til barna, sem voru komin til að fá hjálp. Framboö Framsóknarmanna í nokkrum kauptúnum Hér fara á eftir nöfn efstu mannanna á framboðslistum Fram- sóknarflokksins í nokkrum kauptúnum í hreppsnefndarkosning- unum, sem fara fram 27. þ. m.: Kcflavík: Sjö efstu menn á lista Fram- sóknarmanna til hreppsnefnd- arkosningar,í Keflavík eru: Valtýr Guðjónsson skrifstofu- maður, Margeir Jónsson útgerð-' armaður, Guðni Magnúss. mál- ari, Huxley Ólafsson framkvstj., Kristinn Jónsson vigtarmaður, Ólafur Hannesson vélasmiður og Skúli H. Skúlason trésmiður. Nú verða í fyrsta sinn fcnsnir sjö menn í hreppsnefnd í Kefla- vík, en áður hafa aðeins fimm menn átt þar sæti. Borgarnes: Sjö efstu menn á lista Fram- sóknarmanna við hreppsnefnd- arkosningu í Borgarnesi eru þessir: Hervald Björnsson skólastjóri, Jón Guðmundsson rafveitustj , Eggert Guðmundsson bóndi, Þórður Pálmason kaupfélags- stjóri, Jón Guðjónsson verka- maður, Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri, Pétur Tómas- son verkamaður. Bíldudalnr: Þrir efstu menn á lista Fram- sóknarmanna við hreppsnefnd- arkosningar á Bíldudal eru þess- ir: 'i Bjarni Hannesson sparisjóðs- stjóri, Jón Jónsson hreppstjóri, Gunnar Ólafsson bóndi. Ólafsvík: Þrir efstu menn á lista frjáls- lyndra vinstri manna við hreppsnefndarkosningar í Ól- afsvík eru: Jónas Þorvaldsson skólastjóri, Guðmundur Jensson formaður, Víglundur Jónsson formaður. Ncslireppur: Þrir efstu menn á lista Fram- sóknarmanna og þeirra, sem vinna markvisst að umbótamál- um á samvinnugrundvelli: Friðþjófur Guðmundsson, Pét- iir Pétursson verzlunarmaður, Sumarliði Andrésson verkamað- ur. Stykktsliólmur: Fimm efstu menn á lista Framsóknarmanna við hrepps- nefndarkosningar i Stykkis- hólmi eru þessir: Sigurður Steinþórsson kaup- félagsstjóri, Ágúst Pálsson skip- stjóri, Gunnar Jónatansson verkstjóri, Bæring Nielsson verkamaður. Patrcksfjörður: Fjórir efstu menn á lista ó- háðra á Patreksfirði við hrepps- nefndarkosningar þar eru: Svavar Jóhannsson sýsluskrif- ari, Kristmundur Björnsson vél- stjóri, Kristján J. Jóhannsson vélstjóri, Arni G. Þorsteinsson kaupfélagsstjóri. IColiui»arvík: Fjórir efstu menn á lista Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksmanna Við hreppsnefnd- arkosningar þar eru: Þórður Hjaltason stöðvar- stjói^i, Jóhannes Guðjónsson útibússtjóri, Guðmundur Magn- ússon bóndi, Ingimundur Stef- ánsson kennarí. Prestskosning Umsóknarfrestur um Borgar- nesprestakall í Mýraprófasts- dæmi var útrunninn 31. des. Skóli Isaks Jónssonar Á foreldrafundi sem haldinn var í bænum s.l. mánudagskvöld var samþykkt að berjast fyrir byggingu skólahúss, sem yrði sjálfseignarstofnun, og bæri skólinn nafn ísaks Jónssonar. Á sama fundi ákváðu foreldrarnir, er þar voru staddir að gefa 65 þús. kr. til skólans. ísak Jónsson hefir um mörg ár starfrækt smábarnaskóla hér í bænum, og má vel marka þær vinsældir, sem hann hefir á- unnið sér, af ákvörðun þessa fundar. Nánara mun verða sagt frá þessu skólamáli hér í blaðinu innan skamms. * Iþróttakennsla í fréttum frá í. S. í. segir: Axel Andrésson hefir lok- ið knattspyrnunámskeiði við Bændaskólann á Hvanneyri. Nemendur voru 63. Námskeiðið stóð yfir frá 8. nóv. til 30 nóv. síðastl. Þá hefir Axel einnig lokið námskéiði á Bændaskól- anum Hólum í Hjaltadal. Nem- endur voru þar 40. Axel mun hefja kennslu við Reykholts- skóla í janúarmánuði. Kjartan pergmann hefir haldið glímunámskeið frá 16. nóv. til 21. des. á þessum stöð- um: Hjá íþróttafélagi Mikla- holtshrepps í Hnappadalssýslu, að Reykjaskóla í Hrútafirði og við Hvanneyrarskóla i Borgar- firði. Nemendur á námskeiðum þessum voru 127. Á öllum stöð- unum sýndi hann kvikmyndir .Í.S.Í. I Umsækjendur eru tveir: Séra Leó Júlíusson settur prestur á Djúpavogi og séra Þorsteinn Lúther Jónsson í Söðulholti Kosning fer væntanlega fram um næstu mánaðamót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.