Tíminn - 12.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindai-götu 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 AFGREIDSLA, INNHEIMTA 30. árg. Reykjavik, laugardagiim 12. janúar 1946 6. blað Reykvíkingar verða að borga 20-30 milj. kr. meira fyrir togarana vegna forsjár- leysis og óðagots ríkisstjórnarinnar Upplýsingar eins af samningamönnum stjórnarinnar, Gísla Jónssonar alþm Fádæma athygli hafa vakið þær upplýsingar, sem komu fram í áramótagrein Hermanns Jónassonar, og hafðar voru eftir einum samningamanni ríkisstjórnarinnar, að íslendingjar hafi keypt togarana í Bretlandi, fyrir helmingi hærra verð en brezkir út- gerðarmenn vildu gefa fyrir þá. Þessi athygli hefir enn auk- izt við það, að Tíminn hefir nú skýrt frá því, að það var Gísli Jónsson alþingismaður, sem gaf þessar upplýsingar á iokuðum þingfundi, þegar fyrst var skýrt frá sölubanninu á íslenzka frystihúsafiskinum í Bretlandi. Gísli taldi nefnilega, að sölu- bannið væri bein afleiðing af togarakaupunum, þar sem brezkir útvegsmenn hefðu reiðst því mjög mikið, að íslendingar skyldu þannig rjúfa samtök þeirra um það, að ekki yrði neitt samið við skipasmíðastöðvarnar um smíði á togurum fyrr en þær hefðu lækkað verðið um heiming. Öllu greinilegri sönnun fyrir því, hve farsæl Reykvíkingum er og muni reynast forsjá þeirra flokka, sem nú mynda ríkis- stjórnina, er vissulega ekki hægt að fá en þessi glæfralegu togarakaup, sem binda Reyk-, víkingum 20—30 miljón kr. skuldabagga gersamlega að ó- þörfu. Það þarf að skapa stjórnarflokkunuin að- hald í bæjarmálunum. Frá réttarhöldunum 1 Helsingfors Mynd þessi er frá réttarhöldunum í Helsingfors. Á myndinni sjást, talið frá vinstri, Hukkonin, Reinikka, Linkomies og Ryti. Sjá' grcin á þriðju síðu blaðsins. Stjórnarflokkarnir reyna enn að blekkja með loforðum, sem þeir hafa margoft svikið Stefimskrár þcirra í bæjarmálunum eru mcst- mcgnis upptalning á gömlum kosniugaloforð- um, sem Bjarni Bcn., Sigfús ©g Jón Axel hafa bjálpazt til að svæfa í hæjarráðinu Sjálfstæðisflokkurinn birti ýtarlega og langa stefnuskrá í Morgunblaðinu í gær. Hafa þá allir stjórnarflokkarnir birt stefnuskrár sínar í bæjarmálunum. í stefnuskrám þessum er talið upp flest það, sem til umbóta getur horft í bænum, og á þeim vejrður tæpast séð, að nokkur munur sé á stefnu þessara flokka. íhaldið lofar t. d. að bærinn hefji bæjarútgerð og telur það ekki skipta máli, „hver eigi skipin“, kommúnistaflokkurinn lofar að styðja einkaframtakið, og Alþýðuflokkurinn gætir þess vandlegá ajð lofa öllu því, sem hinir lofa. Upplýsingar, sem ekki verða rengdar. í blaðinu hefir oftlega verið sýnt fram á það, að stjórnarlið- ið hafi gengið frá togarakaup- unum með miklu fljótræði og fyrirhyggjuleysi til þess að geta sýnt einhvern árangur i nýsköpunarátt. Afleiðingar þess væru bersýnilega þær, að verð togaranna hefði orðið miklu hærra en ella. Gísli Jónsson, alþingismaður Upplýsingar Gísla Jónssonar sýna ljóslega, að þessar mis- fellur í sambandi við togara- kaupin hafa verið miklu stór- kostlegri en Tíminn hefir nokkurntíma leyft sér að halda fram. Togararnir hafa ekki að- eins verið keyptir fyrir meira en helmingi hærra verð en brezkir útgerðarmenn töldu rétt að gefa fyrir þá, heldur hefir verið stofnaður með togara- kaupunum aukinn fjandskap- ur gegn íslendingum meðal brezkra útvegsmanna og afleið- ingar þess hafa þegar komið fram i auknum söluerfiðleikum. Upplýsingar Gísla Jónssonar kollvarpa jafnframt með öllu þeim fyrirslætti stjórnarinnar, að .hún hafi orðið að gera tog- arakaupasamninglinn i mlkilli skyndingu, því að annars hefði hún ekki getað fengið togarana smíðaða nú, vegna mikillar eft- irspurnar. Upplýsingar Gisla sýna, að eftirspurnin eftir tog- urum hefir verið sama og eng- in, þar sem brezkir útgerðar- menn áttu í eins konar verkfalli við skipasmíðastöðvarnar. Um sannindi þessara upplýs- inga Gísla Jónssonar ætti ekki að þurfa að efast að óreyndu, þar sem hann er einn eldheit- asti stuðningsmaður stjórnar- samvinnunnar og hefir þvi síður en svo ástæðu eða vilja til að segja neitt það, sem gæti orðið stjórninni til óþæginda. Upp- lýsingar þessar mun hann hafa gefið þinginu í því augnamiði, að orsakir sölubannsins á hrað- frysta fiskinum skýrðust betur. j Tjónið, sem togara- kaupin baka Reyk- víkingum. Fyrir Reyk,víkinga er alveg sérstök ástæða til þess að veita þessum upplýsingum Gísla Jónssonar óskipta athygli. Flokkarnir í bæjarstjórninni vinna nú kappsamlega að því, að Reykjavík fái 20 af þessum umsömdu togurum. Kostnaðar- verð hvers þeirra eftir samn- ingnum, sem ríkisstjórnin gerði, verður alltaf um eða yfir 3 milj. kr. Hefðu íslendingar hins vegar stutt að því með brezkum útgerðarmönnum að verðið lækkaði um helming, hefði hver togari ekki átt að kosta -hieira en 11/2—2 milj. Fljótræði og fyrirhyggjuleysi stjórnarinnar hefir gert hvern togara 1—iy2 milj. kr. dýrari í kaupum. Það þýðir m. ö. 0. að togararnir, sem Reykvíkingar ætla að fá, verða samtals 20—30 milj. kr. dýrari en ella. Fljótræði og fyrirhyggju- leysi stjómarinnar í togara- kaupamálinu binda Reykvíking- um 20—30 milj. kr. skuldabagga fullkomlega að óþörfu. Þetta skýrir það vel, að ein- stök útgerðarfélög eða útgerð- armenn hafa enn ekki fengizt til að kaupa nema 6—7 af þeim 20 togurum, sem Reykjavíkur- bær hefir sótt um. Allar likur benda til, að afganginn eða 13— 14 togara verði bærinn að gera út sjálfur. En þessir flokkar vinna ekki aðeins saman í ríkisstjórninni. Þeir hafa unnið saman i bæjar- ráðinu og bæjarstjórninni allt undanfarið kjörtímabil, og munu halda því samstarfi á- fram eftir kosningarnar, þótt þeir reyni að dylja það fyrir kjósendunum nú og meiri hluti kjósenda muni enn svo háður áróðri þeirra, að hann sér ekki við honum. Stjórn þeirra á bæjarmálun- um hefir sannarlega einkennst og mun einkennast af sama fyr- irhyggjuleysinu og togarakaupin eru ljósastur vottur um. Þess vegna er Reykvíkingum það áreiðanlega ekki vanþörf að eignast fulltrúa i bæjar- stjórninni, sem getur flett of- an af atferli þessara flokka og skapað þeim þannig aðhald frá almenningsálitinu. Þetta sjá líka alltaf fleiri og fleiri og því fjölg- ar þeim stöðugt, sem hafa að kjörorði: Pálmi Hannesson skal í bæjarstjórnina. Kjósendur! minnizt fyrir- hyggjuleysisins í togarakaupa- málinu, sem bindur Reykvíking- um margra milj. kr. óþarfan skuldabagga, og forðizt því að láta atkvæðin á þá flokka, sem bera ábyrgð á því. Ráðið til að koma í veg fyrir,' að slík verk endurtaki sig, er að minnka gengi þessara flokka og tryggja frjálslyndum og óháðum um- bótamanni, Pálma Hannessyni, sæti i bæjarstjórninni. Eftir þessum stefnuskrám stjórnarflokkanna er vissulega ekki auðveldara fyrir kjósendur að gera upp á milli þeirra en eftir verkum þeirra í ríkisstjórn- inni og bæjarstjórninni. Slíkt gerir kannske ekki heldur mikið til, því að kjósendur sjá af reynslunni, að það er nokkurn veginn sama, hvern þeirra þeir kjósa, og að stefnuskrárnar eru litið annað en upptalning á lof- orðum, sem þeir gáfu í seinustu kosningum, og hafa hjálpazt til að svæfa í bæjarráðinu á liðnu kjörtímabili. Sá hefir jafnan orðið endirinn, að hafi kommún- istar og Alþýðuflokkurinn hreyft einhverju framfaramáli til málamyndar í bæjarstjórn- inni, að þvi hefir|tafarlaust ver- ið vísað til bæjarráðs. Slíkt hefði engan veginn átt að verða til þess að tefja málin, því að þar áttu bæði Alþýðuflokkurinn og kommúnistar fulltrúa, sem gátu skilað séráliti og fengið málið þannig upptekið á nýjan leik. En slíkt er alveg óþekkt í sög- unni. Sigfús Sigurhjartarson og Jón Axel Pétursson hafa verið fyllilega samdóma Bjarna Bene- diktssyni í því að svæfa þessi mál í bæjarráðinu og því ekki verið að leggja það á sig að hreyfa þeim þar og reyna á mótspyrnu íhaldsins til þraut- ar. Bæjarráðið heflr verið sam- eiginleg gröf stjórnarflokkanna fyrir umbótamálin. Nú hafa þessir flokkar opnað gröfina og látið málin, sem þeir hafa kviksett þar, ganga aftur og verða einu sinni enn skraut- númer á stefnuskrám sínum fyrir kosningar. En hætt ætti að vera við því, að þeir væru búnir að leika þennan leik svo oft, að hann heppnaðist þeim ekki lengur. Umbótamenn i Reykjavík munu því láta sig þessar stefnuskrár einar gilda, og þeir gera ráðstafanir til þess, að stjórnarílokk- arnir geti flutt umbótamálin til málamyndar í bæjarráði og urð- að þau svo í sátt og samlyndi í grafreit bæjarráðsins fram að kosningum. Þeir munu tryggja Pálma Hannessyni sæti í bæjar- stjórninni, og hann mun þar sjá til þess, að stjórnarflokkarn- ir geti ekki tafið umbótamálin með jafn auðveldum hætti. Eldur yfir Vatnajökli Síðastl. miðvikudags- morgun sást eldur yfir Vatnajökli frá Skaptafelli. Virtist eldurinn vera í námunda við Grænalón eða Grænavatn, en þar á Súla upptök sín. Svo virtist sem eldur þessi væri ekki goseldur, og giskuðu þeir á, sem sáu og gizkuðu þeir á, sem sáu hrapað þarna niður og væri að brenna. Svipaður eldur sást nýlega úr Skaptár- tungum, en hann bar yfir Mýrdalsjökul. Mikill vöxtur hefir ver- ið í Súlu undanfarna daga og hefir hann virzt fara í vöxt. Spaak kosinn forsetl. Á þingfundi bandalags sam- einuðu þjóðanna i fyrradag var Spaak, utanrikisráðherra Belg- íu, kosinn forseti með 28 atkv. Tryggve Lie, utanríkisráðherra Noregs, fékk 23 atkv. Stuðningsmenn B-listans Andstæðingarnir senda nú fjölda kosningasmala um bæinn til að freista að telja kjósendum trú um að kosning Pálma Hannessonar sé vonlaus, og það sé því sama að kjósa hann og að kasta atkvæði sínu á glæ. Hér með er varað við þessum kosningasmölum og vinnu- aðferð þeirra. Við vitum með vissu að til staðar er nægilegt fylgi til þess að koma Pálma Hannessyni í bæjarstjórn, ef fylgismenn láta ekki blekkjast, en géra skyldu sína. Stuðningsmenn B-listans! Vinnum allir sem einn maður að kosningu Pálma Hannessonar undir kjörorðinu: Pálmi Hannesson skal í bæjarstjórn. — Komið á kosningaskrif- stofuna, sem er í Edduhúsinu við Lindargötu, og er opin daglega frá kl. 10—22,, símar 6066 og 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.