Tíminn - 12.01.1946, Síða 2

Tíminn - 12.01.1946, Síða 2
2 TÍMKViy, langardaginii 12. Janúar 1946 6. blaðl Luufiardagur 12. j«n. Hverjir munu vinna saman í bæjarstjórn? Ótti stjórnarflokkanna viö lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík fer ört vaxandi. í fyrstu höfðu þeir talið sér trú um, að þeim myndi nægja að halda því fram, að listinn væri vonlaus. Það myndi fæla nógu marga frá honum, sem annars vildu styðja hann. Þennan á- róður hafa þeir líka rekið kapp- samlega seinustu dagana. Á- rangurinn hefir hins vegar ekki orðið eins mikill og þeir hafa gert sér vonir um, því að listinn hefir stöðugt verið að fá nýja liðsmenn. Þess vegna er nú reynt að bregða fyrir sig nýjum vopnum, en ekki eru þau líkleg til að reynast haldbetri. Af hálfu íhaldsmanna er mjög reynt að flíka því, að það muni verða fyrsta verk Pálma Hannessonar, ef hann nær kosn- ingu, að hefja samvtinnu við kommúnista. Það sé það versta, sem fyrir bæinn geti komið, að unnið sé með kommúnistum. Til þess að koma í veg fyrir sam- vinnu við kommúnista, sé ekki nema eitt úrræði. Það sé að efla Sjálfstæðisflokkinn, sem forðist kommúnistana eins og fjandann sjálfan. Af hálfu kommúnistanna hef- ir verið tekinn upp gagnstæður áróður. Fyrsta verk Framsókn- arflokksins verður, segja þeir, ef hann fær fulltrúa kosinn, að hefja samvinnu við íhaldið. Eina tryggingin gegn því, að ekki verði unnið með ihaldinu, er að kjósa okkur. Við munum ekki frekar hafa samvinnu við íhaldið en kölska sjálfan. Furðulegt verður að teljast, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins og kommúnista skuli telja reykvíska kjósendur svo greind - arlitla, að hægt sé að bjóða þeim upp á annan eins kosningamat og þennan. Hverjir eru það, sem vinna saman í rikisstjórninni? íhaldsmenn og kommúnistai'. Hverjir eru það, sem vinna sam- an í Dagsbrún? íhaldsmenn og kommúnistar. Hverjir voru það, sem unnu saman í bæjarstjórn- inni, þegar Árni frá Múla var þar í andstöðu við Bjarna Ben.’ íhaldsmenn og kommúnistar. Hverjir hafa unnið saman i bæjarráðinu allt undanfarið kjörtímabil, án þess að verða nokkurntima ósammála, svo að heitið geti? Bjarni Benedikts- son og Sigfús Sigurhjartarson. Og hverjir munu halda áfram þessu bræðralagi bæjarráðinu eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar? Bjarni og Sigfús. Það er því á vissan hátt gull- satt, að samvinnu við ihaldið og samvinnu við kommúnista geta menn ekki hindrað með þvi að koma Pálma Hannessyni í bæjarstjórnina. Til þess liggja þær einföldu ástæður, að ihalds- menn og kommúnistar munu vinna'þar saman, eins og þeir vinna nú saman í rikisstjórn- inni og hafa unnið saman i bæj- arráðinu og bæjarstjórninni undanfarið kjörtímabil. Og ekki þarf að óttast, að Alþýðuflokk- urinn rjúfi það spyrðuband. Hann hefir oftast haft, þegar íhaldið og kommúnistar hafa skriðið saman, sömu stefnu og litlu börnin, sem vilja fá að vera með. t En með því að koma Pálma Hannessyni i bæjarstjórnina geta menn gert annað. Þeir geta Bæjaryfirvöldin verða að styðja samtök fæðiskaupenda Vandamál Reykvíkinga eru mörg, og þeim heíir verið mis- jafníega sinnt af þeim, sem bæjarbúar hafa falið aö fara með stjórn bæjarmálefnanna í umboði sínu. En um það verð- ur ekki íjallað hér, heldur að- qjins irætt um eitt mái, sem snertir mjög marga, en hefir verið gersamlega vanrækt af þeim, sert^ fyrst og fremst bar skylda til að láta það til sín taka. Þetta er fæðissalan i bæn- um! Það eru ekki fyrir hendi skýrslur eða tölur, sem sýni, hversu margir þeir eru, sem kaupa fæði sitt úti, eins og kom- izt er að orði. Hitt er vist, að þeir munu skipta þúsundum. Kemur þar fyrst til greina ein- hleypt fólk, sem ekki á foreldra eða önnur náin skyldmenni, er það geti verið í fæði hjá. í öðru lagi er svo fólk, sem er þannig sett um vinnu og bústað, að það verður að kaupa sér fæði að einhverju eða öllu leyti utan heímilis sins. Þessu fólki hlýtur að fjölga, eftir því sem bærinn þenst yfir stærra svæði. Þetta fólk hefir á undanförn- um stríðsárum átt við hrein- ustu neyðarkjör að búa um fæð- fskaup sin. Getur þar hver, sem reynt hefir, stungið hendinni i eigin barm. Oft hefir verið kvartað undan þessu, en ijtið hefir verið gert til lagfæringar, ef undan eru skilin fyrirmæli verðlagsstjóra um hámarks- verð á fseði og veitingum. Því miður hafa þau fyrirmæli ekki komið að notum nema að tak- mörkuðu leyti, þar sem fram- kvæmd þeirra hefir yfirleitt reynzt erfið. Til dæmis hafa mörg matsöluhús farið í kring- um ákvæði verðlagsstjóra um há marksverð á mánaðarfæði með því að hætta að selja fast fæði og selja í þess stað einvörðungu lausar máltíðir, sem kallað er. En með þeim hætti kemst mán- aðarfæðið allt upp í sjö hundruð krónur, þótt það eigi ekki að kosta nema um helming þeirrar upphæðar, samkvæmt fyrirmæl- unum um verðlag á föstu fæði. Þannig hefir verið soginn út obbinn af launum mikils fjölda fólks, sem ekki á annars úr- kostar en sæta þessum ókjörum. Ofan á þetta bætist svo, að þetta rándýra fæði er oft og víða nauðalélegt, þótt vitanlega eigi þar ekki allir óskipt mál — langt frá því. Hefir kveðið svo rammt að þessu, að fólk hefir sannan- lega fengið skyrbjúg af næring- arefnaskorti. Það er ótrúlegt, að slíkt skuli eiga sér stað um ungt og hraust fólk í höfuðstað ís- lands á miðri tuttugustu öld — en eigi að síður er þetta ómót- mælanleg staðreynd. Enn mætti margt fleira segja um þáð, sem ýmsir hafa orðið að sætta sig við á þessu sviði. Til dæmis munu tii þeir mat- sölustaðir, þar sem þrifnaður og matarmeðferð er ekki á því stigi, sem almennt mun þó talið lág- komið í veg fyrir, að spyrðuband íhaldsins og kommúnista géti lagzt á umbótamál bæjarins, án þess að þar sé haldið .uppi bar- áttu fyrir þeim. Þeir geta jafn- framt tryggt, að hægt verði að fletta ofan af og opihbera myrkraverk þessara skötuhjúa. Þetta skilja fleiri og fleiri og stuðningsmönnum Pálma Hann- essonar fjölgar lika með degi hverjum. markskrafa meðal siðaðra manna. Þó keyrir um þverbak, þegar litið er til þeirra manna, sem sökum vanheilsu þola ekki aö neyta hvaða matar sem er. Þeir mega yfirleitt heita dæmdir til þess aö leggja sér það til munns, sem þeir mega ekki borða og þola ekki að borða. Getur það. kallast heilsuvernd í lagi, að stjórnarvöldin skuli horfa að- aðgerðalaus á slíkt í höfuð- borg landsins. Hið eina, sem gert hefir verið til þess að ráða á þessu bót, er Náttúrulækn- ingafélaginu að þakka. Það brauzt í að afla fjár og hús- næðis til þess að koma upp mötuneyti, þar sem heilsusam- legt fæði er á boðstólum, og hef- ir rekið slíka matstofu um nokk- urra ára skeiö. En húsakynnin eru þröng og vaxtarmöguleik- arnir af þeim sökum engir, svo að þessa geta ekki orð’ið aðnjót- andi néma fáir af þeim mörgu, sem kysu það og þörfnuðust sérstaks fæðis. Þrátt fyrir þetta hörmung- arástand hefii bæjarstjórnin alls ekki hreyft hönd né fót. Þarna áttu þó hlut að máli borgarar í þessu bæjarfélagi — ekki sárafáir, heldur hundruð og þúsundir. Á hinn bóginn hafa hinir sömu menn og skipa mál- um bæjarins (eða öllu heldur láta það hjá líða) látið þessi mál að einu leyti til sín taka á alþingi. Samvinnumenn höfðu um langt skeið rekið mötuneyti í Gimli við Dækjargötu, — húsi, sem er ríkiseign. Þarna hafa fimmtíu til sextíu menn borð- að í seinni tíð og greitt fæðið kostnaðarverði, sem er jafnvel langt fyrir neðan það verð, sem verðlagsstjóri hefir ákveðið á fastafæði — hvað þá hin ókjör- in, sem þeir verða að sæta, er kaupa • lausar máltíðir. Núver- andi ríkisstjórn hóf þegar sókn gegn þessu mötuneyti og reyndi að bola því út úr húsinu. En það mishepþnaðist vegna ákvæða í lögum. Þá var samiff frumvarp og sérstakur lagabálkur sam- þykktur til þess aff koma því fyrir kattarnef. Og nú eru allar líkur til þess, að nýsköpunar- stjórninni takist að leiða þetta afrek sitt til lykta i vor. Þá er mötuneytið sennilega úr sög- unni því að viðunandi húsnæði mun illfáanlegt. Þegar þessi frammistaða er höfð í huga, verður mönnum það sjálfsagt ljóst, að það hefði verið ofætlun að búast við því, að bæjarstjórn Reykjavíkur eða annað stuðningslið ríkisstjórn- arinnar léti vandamál fæðis- kaupenda i bænum til sín taka á breiðum grundvelli. Því fólki virðist ósárt um það, þótt þeim sé kembt um bakið. Nú er svo komið, að hinir dreifðu fæðiskaupendur í bæn- um hafa stofnað með sér félags- skap til þess að halda málum sínum fram. Er nú eftir að sjá, hvernig málaumleitunum þeirra verður tekið. Frá sjónarmiði allra réttsýnna manna er það sjálfsögð skylda bæjarfélagsins aff rétta þeim á myndarlegan hátt hjálparhönd til þess aff koma góffu og hagkvæmu skipu- lagi á þessi mál. Hér dugar ekk- ert kák — eftir allan þann drátt, sem orðinn er á því, að þau hafi verið tekin til meðferðar. Hið fyrsta, sem bæjaryfirvöldunum ber að gera, er að útvega nú þegar rúmgóff húsakynni, sem samstæffir hópar fæffiskaupenda fái síðan á leigu til þess að reka þar mötuneyti við sitt hæfi. Þessi húsakynni þurfa að vera á hentugum staff, og ef þau eru ekki til nú, verður bæjarstjórn- in aff leggja til hentugar lóffir og stuffla aff því, jafnvel meff bein- um fjárframlögum, aff samtök fæðiskaupenda geti reist þar myndarleg hús, sem séu þannig úr garði gerð, aff jafnframt mat- stofunum séu þar einnig setu- stofur og lesstofur, svo að sem mestur heimilis- og menningar- bragur geti verið á öllu. Sjáíf- sagt er að skipta mötuneytunum niður í deildir eftir þörfum, og sérstakt tillit verffur að taka til þeirra, sem ekki þola aff neyta nema vissra fæðutegunda. — Sennilega væri eðlilegast, að fyrst yrði hafizt handa um slíka byggingu í grennd viff höfnina, því að fáir munu sæta öllu verri kjörum um rfiatar- og fæðiskaup en einmitt hafnar- verkamennirnir. Af þessari fyrstu framkvæmd gætu svo fæðiskaupendur, sem í miðbæn- um vinna, einnig notið góðs, og þyrfti þetta því að vera all- stórt í sniðum. Síðar kæmu svo sams konar matsölustöðvar ann- ars staffar í bænum, eftir því sem þörfin segði til um. Ef ekki getur orðið um það að ræða, að samtök fæðiskaupend- anna sjálfra hafi forustuna, verða bæjaryfirvöldin að bæta úr ástandinu með því að koma upp almenningsmatstofum. Auk þess, sem þessi mötu- neyti eða matsölustöðvar al- mennings, myndu leysa þörf margra beinlínis, hlytu þau að hafa þau áhrif, að á þeim mat- sölustöðum, sem til eru fyrir og reknir eru af einstaklingum, yrði farið að leggja meiri rækt við að uppfylla þarfir fæðis- kaupenda á sómasamlegan hátt gegn sanngjörnu gjaldi. Og það aðhald yrði síðan æ til staðar, svo lengi sem þessi samvinnu- mötuneyti fæðiskaupendanna sjálfra væru við líði. Og fyrir því er löng reynsla, að þau geta þrifizt vel og orðið sem annað heimili mötunautanna og þeim ástfólgnar stofnanir. Þetta er því í senn menningaratriði og fjárhagsatriði. En til þess að þetta nauð- synjamál verði ekki látið daga uppi, eins og svo margt annað, sem til íramfara og umbóta horfir í þessufn bæ, verða þeir, sem hér eiga hagsmuna að gæta, sjálfir að vaka yfir því og knýja það fram. Annars er lítil von til, að nein lausn fáist á því. Gyðingar og hlutdeild A tk væðagreiðsla utan kjörfunda Kosningar til bæjar- og sveit- arstjórnar utan kjörstaffa eru byrjaðar. Þér, sem verðiff fjar- verandi fram yfir kjördag, kjós- iff strax hjá næsta hreppstjóra, sýslumanni eða borgarfógetan- um í Reykjavík. Vegna póstferffa í ýms héruff, er áríðandi, aff at- kvæðin verffi send nú þegar. í Reykjavík er kosiff í Hótel Heklu. Framsóknarmenn, sem fariff aff heiman fyrir kjördag, 27. janúar, muniff aff kjósa áffur en þið farið, hjá næsta hreppstjóra effa sýslumanni. Leitiff upplýýsinga hjá kosn- ingaskrifstofu Framsóknar- flokksins í Reykjavík (opin 10— 10), Edduhúsinu, Lirídargötu 9 A. — Símar 6066 og 2323. 1 Blað kommúnista kveinkar sér undan að í einni setningu í grein frá mér í Tímanum fyrir nokkru hafi verið nefnd Gyðingaklíka og belgir sig út af því í forsíðu- grein, að nú ætli Framsóknar- menn að fara að ala á Gyðinga- hatri! Jæja, drengirnir. Einu sinni var að heyra á þessu sama blaði, að þaö væri smekksatriði, hvort menn fylgdu Stalin eða Hitler. En engan Framsóknarmann hefi ég heyrt mæla Hitler bót né Gyðingaofsóknum nazista. Hér á íslandi eru auðvitaö nær engir Gyðingar, og eru því vindhögg Þjóðviljans út í loftið, að tala um Gyðingaofsóknir hér á landi, enda þessi lygasaga kommúnista hin fáránlegasta. En kommúnistablaðið veit, að orðið gyðingur hefir fyrir löngu síðan fengið vissa merkingu í málinu og sú merking táknar samsafn af ýmsu því lakasta, sem finnst í fari manna. Og þeir, sem mestu ráða meöal komm- únista, hafa dyggilega ráðið sig í verið hjá þeirri gyðingakliku þessa lands. Virðast þeir nú varla vita, hvort þeim beri að dunda meira á doríu Thorsaranna eða Stalins. Þetta er aðalatriði málsins. Karl í koti. Skemmtun Skemmtisamkoma Framsókn- armanna í Mjólkurstöffvarhús- inu nýja byrjar stundvíslega kl. 8,30 í kvöld meff Framsóknarvist. Aðgöngumiðar sækist í inn- heimtustofu Tímans í Edduhús- inu fyrir kl. tvö í dag. CíÍaúaHqi Auglýsing um tollalækkun — sem ekki er tollalækkun. Ríkisstjórnin okkar auglýsti nýlega lækkun á tollum. — Þetta yljaði mörgum um hjarta- rætur, menn blessuðu ríkis- stjórnina fyrir að lækka bann- setta tollana. — En þetta var að vísu ekki lækkun. Þjóð- stjórnin gamla og synduga fékk þessa heimild til tollalækkunar og hún hefir verið notuff á hverju ári undanfariff. Tollarn- ir lækka ekki um einn eyri frá því, sem veriff hefir. — En hugsið ykklír þessa hugul- semi blessaðrar ríkisstjórnar- innar, að nú er auglýsingin í fyrsta sinn orðuð svo vel og hlýlega, að það kallar fram yl og birtu og blessunarorð hjá svo mörgum í skammdegismyrkr- inu. Þessi hlýja getur hæglega var- að í hjörtum þegnanna fram yf- ir kosningar — þangað til ólukk- ans sannleikurinn svíkst að I mönnum óséður og grár, — auð- vitað . í vanþökk ríkisstjórnar- innar. Merkilegt er hugkvæmdáleys- ið hjá fyrrverandi ríkLsstjórn- um! — Auglýsing um hækkaff fiskverff — sem ekki er hækkun. Fiskverðið var 45 aura kg. í fyrra vetur. Þá auglýsti ríkis- stjórnin 15% hækkun. Að visú hækkaði fiskurinn dálitið minna! Nú auglýsir ríkisstjórn- in okkar enn verðhækkun á fiski 10—12%, — þó á fiskverðið ekki að vera meira en 50 aura kg.^Ríkisstjórnin ábyrgist 5 au. af verðinu — verffhækkunina en ekki verffið sjálft! Vissulega megum við vera þakklátir að eiga ríkisstjórn, er sýnir slíka hugkvæmni. Með þessu móti hefir ríkisstjórninni okkar tekizt það, sem engri rík- isstjórn hefir lánazt, að auglýsa hækkun á fiskverðinu, þegar fiskverð lækkar og markaðir lokast! Það má vist fullyrða, að engin önnur þjóð á því láni að fagna að eiga slíka ríkisstjórn. „Tryggðatökin“ — ný tegund. Bólu-Hjálmar gamli orti einu sinni kvæði, sem menn héldu að væri gott, um samstarf mann- anna, sem aðeins gæti orðið hollt og gott með „samlyndum tryggðatökum.“ Einnig á þessu sviði hefir rík- isstjórnin okkar opnað okkur þegnunum nýjan heim. Brynjólfur ráðherra og Bjarni borgarstjóri báru það á flokk hvors annars J ræðum á Alþingi, að í Rússlandi störfuðu þessir flokkar að því, að sprengja upp mannvirki, myrða menn, eitra mat og vatnsból og þvilikt. Þingmenn voru svo heimskir og gamaldags að halda, að sam- vinnan væri að rofna. Þeir skildu ekki, að hér var dásam- leg nýjung í samstarfi flokka. Þessi „nýsköpún“ hefir síðan verið „útfærð“ i Morgunbl. og Þjóðviljanum daglega — svo vesalings Alþýðublaðið er orðið afbrýðisamt. Það allra seinasta er þetta, sem Þjóðviljinn segir um Mbl.: „Hrifningin af hinni „djörfu framkomu“ Hitler-stjórnarinn- ar, af fangabúðunum, níffings- verkunum, morffunum — andar út úr hverri línu“. En uppi í stjórnarráði sitja þeir Brynjólfur og Óli okkar eins og bræður, brosa hvor framan í annan að skrifum þjóna sinna, „lækka tolla“, „hækka fiskverð“ og fleira. Hver neitar því, að svona samstarf sé æðra og göfúgra en „samlyndu tryggðatökin" hans Bólu-Hjálmars. —-v Við, fólkið, erum bara svo miklir glópar, að við skiljum þetta ekki. Svona er það alltaf um mikla menn. r Þetta er nýsköpun. Ef við íslendingar værum nú að burðast með þær úreltú fjár- málakenningar, eins og allar aðrar þjóðir, að allt fjármagn kæmi frá framleiðslunni (hér frá sjávarútvegi og landbúnaði) hvar stæðum við? Við værum bara stopp. í ár verður halli hjá ríkissjóði 20—25 millj. Neytend- ur fá styrk úr ríkissjóði til að kaupa landvörur og tekin er rík- isábyrgð á 5 aurum af fiskverði. Og gengur ekki allt prýðilega — að minnsta kosti fram yfir kosningar? Uppgötvunin er líka sáraeinföld eins og allar gáfu- legar uppgötvanir. Listin er bara að taka lán — t. d. hjá sjávar- útvegi og landbúnaði. Eða leggja skatta á framleiðsluna og borga það síðan aftur sem styrk til sömu framleiðslu. —Merkilegt, að erlendar ríkisstjórnir skuli ekki hafa séð þetta. Þær eiga mikið eftir að læra — af Óla okkar. En þetta er það, sem hér er kölluð nýsköpun!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.