Tíminn - 12.01.1946, Side 3

Tíminn - 12.01.1946, Side 3
6. blað TlMlM, langardaglim 12. |amúar 1946 3 LARS HANSEN: Fast jbelr sóttu sjóinn Þeir í'óru nú niöur i káetuna, en þetta var tómt mal aö tala um, því aö Kristófer viasi þetta allt jaín vel og Skolm. En Jpeir uröu ásáttir um þaö, aö Skolur yrði að fá mannnjáip til þe&s aö draga „Noreg“ á land. um stórstraumsliáílæði, svo að hann gæti naö skruíunm. Gatið eftir skrúfuásinn átti hann siöan aö iytia meo sprekurn og lagíæra stýriö. Þetta var enginn ieikur hér noröur frá, þar sem hvorki tæki né eíniviður voru íyrir hendi, en þegar Skolur fullyrti, að hann skyldi samt sem áöur geta þetta, gat hann Kristóier ekki annaö en virt hann íyrir sér meö aðdáun. Hann treysti oröum hans. Tvær vikur liöu, og allir störfuöu af kappi — iðnir eins og maurar. Dúnpokunum ijöigaöi jaínt og þétt. En svo urðu þeir aö taka sér dáhtia hvíld frá dúntekjunni, þegar logndagur kom, breiöa dúninn á fjörugrjótiö, sóibaka hann, viöra og hrista úr honum ryk og saha. SÍÖan -var öllu troöiö í pokana á ný, hálfu fastar en áður. Þeir urðu þéttir viðkomu, eins og þeir hefðu veriö fylltir sandi, og vógu þetta niutíu pund. Þór bar þá niöur að lendingunni, og hann lét sig ekki muna um aö halda á tveimur í einu, shxn á hvorri öxl, og þaö jafnvel, þótt hann þyrfti aö bera suma þeirra langar leiðir utan af fjærstu sandeyrunum — kannske nokk- urra klukkutíma gang yfir mýrar og uröarholt. Um leiö og hann . fleygöi þeim frá sér, sagöi hann kannske: — Það gætu verið peningar í þessum. Eftir þrjár vikur voru þeir^búnir aö tína ahan þann dún, sem var að fá á eyjunni í þetta skiptið. Þá tóku þeir sér fjögra daga hvíld, meöan æðarfuglinn reytti sig á ný og gaf þeim nýj- an feng. Þá tóku þeir aftur til starfa, en fóru fljótar yfir í þetta skiptið. Síðan var búizt th brottferðar. „Noregur" var oröinn sjófær. Og nú var hann aftur orðinn seglskúta. Vélma höfðu þeir borið alla leið upp á hæsta gnúp eyjarinnar. Kristófer haföi viljað fleygja henni einfaldlega í sjó- inn, en Skolur vildi ekki hlusta á slíkt. Hann vildi koma henni upp á gnúpinn, og þar átti hún að geymast, sagði hann, til vitnis um menninguna. Hún yrði þar varanlegt minnismerki. Hann hætti ekki að klifa á þessu fyrr en hann Þór tók allt draslið á bakiö og lagði af stað. Skolur slangraði á efth' og söng hárri röddu: „Hæ, hæ, ástin mín, hérna kem ég.“ Hinir fjórir dröttuðust allir á eftir. Áður en þeir yfirgáfu vélarskömmina hélt Skolur stutta tölu og hét á hana með kröft- ugum orðum að láta einveruna ekki á sig bíta og reyna að una glöð við sitt. Þegar Kristófer kom á skipsfjöl, tók hann dagbók skútunnar, tvíhenti stóran tréblýant og strikaði út orðið MÓTORKÚTTER. Það var þegar liðið á sumarið, og það var afráðið, að Skolur skyldi settur á land langt inni í Miklaflóa. Þar átti hann skýli, er hann hafði notað til vetursetu fyrir sex árum — bjó þar við íjórða mann. Hann ætlaði sem sé að verða eftir á Svalbarða. Annars voru sumar minningarnar frá þessum vetri þarna í koíanum við Miklaflóa alldapurlegar. Þegar voraði og sólin tók að skína langa daga, var hann orðinn einn. Einn dó nefnilega, en hinir tveir höfðu ekki viljað eiga þarna lengri vist, svo að þeir tóku bátinn og reru brott, þegar ísa leysti. Þeir komust til ísafjarðar, en Skolur sat um kyrrt og var aleinn næsta vetur. Orrusta fugLanna (Skozkt œvintýri) „Hann myndi berja hundana og kettina með því, ef þeir kæmu nálægt flöskum og glösum kóngsins.“ „Þú ert sonur brytans,“ sagði risinn bálvondur, og fór með strákinn aftur til kastalans. Jörðin skaif undan íótataki hans og kastalinn og allt, sem í honum var, skókst og hristist. „Komdu með son þinn,“ öskraði risinn, „ellegar ég hefi endaskipti á húsinu!“ Þau urðu nú að gefa risanum kóngssoninn. Risinn sýndi honum prikið, þegar þeir voru komnir skamman veg frá kastalanum og spurði: „Hvað myndi hann faðir þinn gera við þetta prik, væri honum gefið það?“ Þá svaraði kóngasonur: „Hann faðir minn á nú betra prik en þetta!“ Risinn spurði: „Hvar myndi hann faðir þinn halda á því priki?“ „í hásætinu,“ svaraði kóngssonur. — Þá vissi risinn, að hann var sá rétti. Hann fór nú nieð drenginn heim í hús sitt og ól hann upp sem sinn eigin. son. Dag einn, þegar risinn var að heiman, heyrði pilturinn indælasta hljóðfærasláttinn, sem hann hafði hisyrt á æyi sinni. Kom hann frá her- bergi einu á efstu ’hæð í húsi risans. Pilturinn fór þang- að upp og sá þar meyju svo fagra, að aðra eins hafði MARGT ÓÞVEGIÐ ORÐ fellur um strætisvagnana hérna í bænum, enda ekki ástæðulaust. Roskinn maður, sem þannig er settur, að hann verður dag- lega að nota strætisvagna á tveimur aðalleiðunum, hringdi til paín í gær og bað mig að minnast dálítið á þá í pistlum mínmn. Hann sagði meðal annars eitthvað á þessa leið: STRÆTISVAGNARNIR hafa lengi verið allt of fáir og ferðir þeirra og strjálar miðað við þarfirnar. Þar við bætist, að sumir þeirra eru gömul skrifli, sem eiga það til að bila, þegar verst gegnir. Ofan á óþolandi troðn- ing og þrengsli kemur þá það, að fólk hímir og bíður á viðkomustöðunum tímunum saman efth- vögnunum, sem eru bilaðir og aldrei koma. Og það er eins og þetta komi iangoftast fyrir í vondum veðrum, þegar mest er þörf á að komast í vagn. Kæmi sér þá vel eins og raunar ætíð, þegar eitthvað er að veðri, að til væru einhver skýli, sem fólk gæti leitað í. En fyrir þessu hefir ekki verið hugsað. Ráðamenn bæjarins og strætisvagnanna hafa skákað í því skjóli, að fólk væri þol- inmótt og lítilþægt. En öllu má of- bjóða. Skýli á aðalviðkomustöðum strætisvagnanna ætti þó að vera sjálf- sagður hlutur í þessum bæ, þar sem tíðin er jafn umhleypingasöm og ratm er á. Annað er hreint tihæði við heilsu manna. ÝMISLEGT FLEIRA er athugavert við stjórn þessara mála, þar á meðal vamana sjálfa. Margh þeirra eru svo ánaiega úr garði gerðir, hvað snerth sætaskipun, að hreinasta forsmán er. Langflestir eru þeir svo lágh undh loft, og það meira að segja sumh hinna nýrri, að fólk, sem ekki fær sæti, og venjulega er margt, verður að standa kengbogið — jafnvel hávax- ið kvenfólk getur ekki rétt úr sér í þessum farartækjum, hvaö þá karl- ménn. Þetta er önnur forsmánin og byggist á hinu sama: allt lætur fólk bjóða sér. AÐFINNSLUR ÞESSAR eru að mínu viti réttmætar. Það, sem mig furðar mest, eins og þennan roskna mann, er, hvað fólk getur lengi látið sér lynda svona aöbúð. RYKIÐ OG FORIN á götum Reykja- víkur eru í hópi höfuðfjanda höfuð- staðarins. „Það væri mikið unnið, ef hægt væri að fella Sjálfstæðismehi- hlutann í bæjarstjórninni og gera ó- þriínaðinn á götunum útlægan,“ sagði maður við mig um síðustu heigi. Og þetta er satt. Rykið er oft ægilegt — bæjarstjórnarmeirihlutann tölum við ekki um. Sem dæmi um það, hvernig ástandið fer versnandi í stað þess að skána, skal bent á þetta dæmi: Fyrh framan verkamannabústaðina í vest- urbænum eru litlh garðar, sem eig- endur íbúðanna hafa erjað og ræktað af dugnaði og umhyggju á liðnum árum. Reynitré og annar trjágróður dafnaði vel og teygði orðið lim sitt upp undh þakskegg húsanna. Svo tóku verkfræðingar bæjarins upp á því að bera ofan í forargöturnar rauðamöl, sem er laus í sér og gjall- keimd og mylst mjög fljótt undh hjólbörðum bifreiðanna. Þessa möl höfðu þeir séð setuliðið nota kringum bráðabirgðaskýli sín á eyðimelum og holtum í grennd við bæinn. Fyrr hafði þeim ekki hugkvæmst það. Var þetta þá ekki líka nógu gott handa íbúum höfuðstaðarins? En afleiðingin af þessari nýjung hefir orðið sú, að trjá- gróðurinn bókstaflega sviðnar um há- sumarið af völdum sandhríðarinnar, sem stendur úr rauðamalargötunni, hve lítið sem kular. Sama saga mun hafa endurtekið sig í görðunum við Sól- eyjargötuna. NÚ ER FÓLKI að vonum sárt um garðana sína. Það hefh kostað* ærna fyrirhöfn og fé að rækta þá, og þeir áttu að vera unaðsreitir og friðlundar heimilsmanna. En samt er annað ennþá alvarlegra: Hvaða áhrif hefir þessi þrotlausi rykmökkur, þessi sí- fellda sandstroka í vitin, á heilsufar fólksins — til dæmis ungviðisins, sem löngum veltist á götunum? Skyldi þessa hvergi sjást merki meðal manna, þegar svo ramt kveður að, að trén deyja? Spyr sá, sem gjarna vildi vita. Og þetta er kannske spurning, sem fleirum þætti fróðlegt að fá svör við. LÆKNARNIR hafa líka fyrir löngu gefið sín svör. Þeir segja: Rykið er stórháskalegt. Margir sjúkdómar eiga líka rót sína að rekja til þess, að fólk verður að özla forina, blautt og kait á fótum, hér um bil annan hvern dag árið um kring. Kvefpestirnar, sem þjá Reykvíkinga sífellt, stafa meðfram af rykinu. Hið fíngerða steinryk, sem fyllir vit manna, sogast niður 1 lungu og særir öndunarfærin og spillir við- námsþrótti þeirra gegn kvefi og mörg- um öðrum kvillum. — Þannig er sú saga. Grímur í Göröunum. Erlent yfirlit Réttarhöldin Síðastliðinn fimmtudag hóf- ust aftur réttarhöldin í Helsing- fors, í máli hinna átta stjórn- málamanna, sem hafa verið á- kærðir fyrir að bera aðalábyrgð á síðari styrjöldinni við Rússa. Réttarhöldin hófust um miðjan nóvember s. 1. og fór langur tími í lestur ákæruskjalanna. Þar næst fengu hinir ákærðu að færa fram vörn sína og var vörn þeirra lokið i þann mund, sem rétturinn tók sér jólaleyfið. Bú- izt er við, að réttarhöldin standi ekki nema skamma stund hér eftir. í vörn hinna ákærðu vöktu ræður þeirra Rytis og Tanners mesta athygli, 'einkum þó hins síðarnefnda. Ræða Rytis vakti ekki sízt athygli af þeirri ástæðu að finnsku blöðunm var bannað að birta hana, en fengu. þó seint og um siðir að birta út- drátt úr henni. Einnig var rétt- inum lokað meðan Ryti flutti síðari hluta ræðunnar, en því hafði verið lofað, að rétturinn skyldi alltaf vera hafður opinn. Ryti deildi í fyrrihluta ræðu sinnar allfast á' Rússa og er talið, að fulltrúar þeirra hafi því gert kröfu til þess, að rétt- inum yrði lokað. Ryti hélt því fram, að Rússar hefðu strax eftir friðarsamning- inn 1940 haft í huga nýja árás á Finnland og vitnaði í rússnesk blaðaummæli því til sönnunar. Hann sagði, að Finnar hefðu ekki leyft Þjóðverjum meiri lið- flutninga til Noregs en Svíar hefðu leyft um Svíþjóð, og væri því rangt að telja þá sönn- un fyrir því, að Finnar hafi ver- ið búnir að semja um samvinnu við Þjóðverja. Hann sýndi fram á, að Finnar hefðu ætlað að vera hlutlausir í þýzk-rússneska stríðinu og þeir hefðu ekki far- ið í stríðið fyrr en mörgum dög- um eftir að það hófst, vetma loftárása Rússa á finnskar borg- ir. Hann kvaðst persónulega í Helsingfors hafa vonazt til, að Þjóðverjar og Rússar yrðu svo lémagna eftir styrjöldina, að einveldis- stjórnirnar hjá þeim hryndu og Bandamenn yrðu ráðandi i heiminum að henni lokinni. Tanner sýndi fram á í ræðu sinni, að hann hefði enga hlut- deild átt í því, að farið var í styrjöldina með Þjóðverjum, þar sem hann sat ekki í stjórinni á þeim tíma. Hann kvaðst ekki hafa viljað fara i stjórnina, en gert það fyrir þrábeiðni flokks- bræðra sinna að verða fjár- málaráðherra. Það starf hefði veitt sér litla aðstöðu til þess að fylgjast með í utanríkismál- unum og hermálunum, þar sem það hefði heimtað krafta sína óskipta. Hann kvaðst þó hafa átt þátt í því, að Finnar tóku ekki þátt í árásinni á Leningrad og hann hefði jafnan lagt til, að finnski herinn færi ekki út fyrir landamærin frá 1939. Hann kvaðst hafa átt upptök að eða stutt flestar þær friðarumleit- anir, sem reyndar voru. Hann kvaðst ekkert hafa gert í þessum málum, 'án samráða við flokk sinn. Hann sagði að lokum, að hann væri ekki ákærður, vegna þess, að hann væri sekur, held- ur vegna þess, að Rússar og handlangarar þeirra hefðu jafn- an viljað eyðileggja jafnaðar- mannaflokkinn og teldu þetta v$ra einu leiðina að markinu. Um nazistavináttu væri ekki hægt að ásaka neinn mann síð- ur, enda hefðu nazistar fjand- skapazt gegn sér alla tíð. Af- stöðu sína til nazista mætti m. a. marka á því, að þegar Hitler komast til valda, hefðu þýzkir jafnaðarmenn snúið sér til hans og fengið hann til að gæta þess fjár, er þeim tókst að koma' til útlanda. Höfuðatriðin í ákærunni gegn Tanner eru ýms ummæli úr ræð- um, sem hann flutti á striðsár- (Framhald á 4. síöu). Don Enea Mainetti: Ég sá Mussolini deyja Hér birtist fyrsta frásögn sjónarvottar af því, þegar Mussolini, lagskona hans og nánustu samstarfsmenn voru drepin af flokki skæruliða síðastl. sumar á Norffur-ftalíu. Sögumaffurinn er ítalsk- ur prestur, er fylgdist meff því, sem gerðist hina viðburffaríku daga, þegar veldi Mussolinis og fasista lauk á Ítalíu. Greinin er hér þýdd úr blaffi brezkra samvinnumanna, Reynolds News. Á meðan Mússolini mataðist í veitingahúsinu, og Graziani var að reyna að koma ofan í sig kaffinu, sem var vont eins og venj ulega, sendu þorpsbúar sendiboða til þorpsins, sem ég bjó í til að gera skæruliðunum aðvart um gestakomuna. Þegar þeir Mussolini og Graz- iani höfðu lokið máltíð sinni, gengu þeir saman út í garðinn og ræddust við. Fjörugar við- ræður virtust liafa tekizt með þeim, er þeir skyndilega slitu talinu. Graziani kallaði þegar í stað á menn sína, fór upp bifreið sína, án þess að kveðja og hélt af stað til Como. Hópur varð- manna á bifhjólum voru í fylgd með honum, og fylgdu þeir bif- reiðinni eftir. Mussolini og fé- lagar hans urðu eftir. Það var ekki fyrr en seinna um daginn, að þau ákváðu að vera kyrr í Grandola um nótt- ina. Mussolini ók sjálfur bif- reið sinni, sem var vönduð bif- reið af Alfa Romeo tegund. Claretta Petarri var i næstu bifreið, ásamt bróður sínum Marcello, en því næst komu aðr- ir meðlimir fasistastjórnarinn- ar. Þau gistu öll í Hotel Mira- valle um nóttina. Daginn eftir, 27. apríl 1944, kom vopnuð þýzk herfylking í dögvm, með skipun um að koma þeim yfir til þýzku vígstöðv- anna. Klukkan 5,30 lögðu 32 þýzkar flutningabifreiðar, með bryn- varða bifreið í broddi fylking- ar af stað norðan frá vötnunum í áttina til Dongo. ítalirnir brugðu við og földu sig i nokkr- um vagnanna. Einn fasistinn fór inn í bryn- vörðu bifreiðina, en það ýar Barracu forsætisráðherra, sem var þekktur að því að nota að- ferðir Himmlers gegn fjölskyld- um þeirra manna, sem studdu stjórn Badoglios. Um það leyti, sem bifreiðarn- ar héldu af stað, fór maður i borgaralegum fötum framhjá á bifhjóli. Það var Andrea Pozz- etti, sem haldið hafði vörð um nóttina. Hann flýtir sér að að- Benito Mussolini vara félaga sína, sem bíða með- fram veginum og i hæðuniim i kring. Þegar lestin var að því kom- in að aka inn í þorpið Musso, sem ég á heima í, stanzaði bryn- varða bifreiðin, sem fyrst fór allt í einu. Flutningabifreiðirn- ar í lestinni stönzuðu einnig all- ar í röð á veginum. Á veginum gegnum þorpið var búið að koma upp götuvirkjum og bryn- varða bifreiðin, sem fyrst fór, við mikla hrúgu af skrani og trjáviðj, sem hlaðið hafði verið á veginn. Þjóðverjum var sýnt framan í byssukjafta úr vígj- um, sem i skyndi hafði verið komið upp fyrir aftan bifreiða- lestina. Það, sem næst skeði, sá ég af tröppunum á kirkjunni minni. Hinn þýzki foringi herfylking- arinnar hljóp fram að torfær- unum á veginum, til þess að gæta að hvað á seiði væri, og í því var hleypt af nokkrum skotum. Þýzku hermennirnir stukku niður úr flutningabif- reiðunum og komu vélbyssum sínum fyrir og byrjuðu að skjóta af þeim. Orrustan var þegar í fullum gangi, og tveir féllu dauðir til jarðar. Skæruliðarnir okkar, sem margir voru aðeins vopn- aðir með venjulegum bysum, treystu sér ekki til að ráðast framan að brynvörðu bifreið- inni og Þjóöverjarnir kusu fremur að komast að samkomu- lagi við skæruliðana. Þeir hugs- uðu mest um að komast áfram sem fyrst. Lík þeirra tveggja, sem fallið höfðu, en annar þeirra var und- irforingi úr hópi skæruliðanna, lágu á vegarbrúninni. Þýzkur hermaður kom til mín og ávarpaði mig á latínu. Hann sagðist vera mótmælendaprest- ur. Hann bað mig í nafni alls sem heilagt er, að gera allt sem ég gæti, til þess að Þjóðverjarn- ir mættu halda áfram ferð sinni, því að þeir heföu engin ófriðar- áform í huga. Ég spurði hann, hvort nokkr- ir ítalir væru með þeim, en þýzki foringinn, sem nú var kominn til okkar, lýsti því yfir og lagði við heiður sinn sem hermaður, að svo væri ekki. Ég hélt því af stað til að leita að foringja skæruliðanna okkar. Enn kom annar Þjóðverji til min. Hann var í einkennis- klæðnaði sjúkraliða, og sagðist (Framhald á 4. slöu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.