Tíminn - 24.01.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1946, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RITST JÓRASKRIFSTOFtJR: EDDUHÚSI. LindargötU 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 AFGREEDSLA, INNHEIMTA 30. árg. Rcykjavík, finmitudagiiw 24. janúar 1946 16. hlað Heljarslóðarorrusta bæjarstjdrnarflokkanna Ræöa Pálma Hannéssonar í útvarpsumræðunum um bæjarstj.málin 22. þ. m. Háttvirtu hlustendur! Mikið gengur nú á, en meira stendur þó til. Þetta má með" sanni segja um ástandið hér í höfuðborginni þessa dagana. Fyrir þrem mánuðum eða svo fór fyrst að örla á óró í herbúð- um bæjarstjórnarflokkanna. Síðan hefir áróðurinn í sókn og vörn farið dagvaxandi, senni- lega samkvæmt áætlun. Flokks- starfsemin hefir færzt í aukana. Stefnuskrárnar hafa verið tekn- ar ofan af hillunni og dustað af þeim rykið, — litið hefir ver- ið yfir gömlu kosningaloforðin, hvort ekki mætti ef til vill nota eitthvað af þeim enn á ný, að minnsta kosti til hliðsjónar, — og eitthvað af gömlum lummum hefir verið grafið upp úr hand- raðanum handa andstæðingun- um. Ritsnillingar flokkanna geysast fram á vígvöllum blað- anna, bíta í skjaldarrendur og velja andstæðingunum hin hæðilegustu orð. Og sjálfur ljós- vakinn skelfur af auglýsingum, fyrirmælum og áskorunum. Og blessaðir frambjóðendurnir, — þeir hagræða á sér kosninga- brosinu og taka dálítið dýpra ofan fyrir þeim háttvirtu en á venjulegum tímum. Sumir skrifa þeim kannske fáeinar lín- ur að gamni sínu, eins og borg- arstjórinn síðast, — og yfirleitt láta þeir ljós sitt skína svo skært sem verða má. Og aðstoð- armennirnir, „agitatorarnir“, ekki mundu þeir liggja á liði sínu, heldur leggja þeir bein- harðar götur bæjarins undir fúsan fót, jafnvel „Séstvalla- götur“ úthverfanna, til þess að styðja þá, sem veikir kunna að að vera, og beina þeim á rétta leið, sem ekki eru öruggir um stefnuna. Veit ég til þess, að þeir hafa rölt þó nokkur sporin undan- farna daga til þess að tala við ýmsa kunningja mína. Við suma hafa þeir sagt: „Blessaður, þú ferð þó líklega ekki að kjósa B-listann. Það er bara til þess að kasta atkvæðinu á glæ, því að hann kemur engum að.“ En við aðra segja þeir þetta: „Pálmi er alltaf viss. Þú ætlar þó líklega ekki að fara að koma honum Hermanni í bæjarstjórn.“ Svona er nú samræmið, góðir hálsar. Næstu dagana mun allt þetta færast í vöxt, unz það nær há- marki á kosningadaginn sjálf- an. Þá verður engum eirt, fyrri en þeir eru búnir að greiða at- kvæði. Þá verður farið út á stræti og gatnamót, jafnvel inn á heimilin sjálf, í kjallara og hanabjálkaloft, — í skúra og bragga. Hvorki sjúkir né sorg- mæddir fá að vera í friði, — öllum verður þrýst til að koma, svo að húsið verði fullt. Þannig hefir þetta verið við flestar kosningar hér, og þannig mun það vafalaust verða enn. Vitanlega er ekki nema gott eitt um það að segja, að flokkar og frambjóðendur geri grein fyrir skoðunum sínum, ef slíkt er með hófsemd gert og heiðar- leik, þannig að kjósendur verði| nokkru nær eftir en áður. En er það gert? Er allur þessi fyr- | irgangur nauðsynlegur, allt þetta sjálfshól, öll þessi fár- yrði, öll þessi geðvonzka? Spyr sá, er ekki veit. En hræddur er ég um, að skjaldkirtillinn sé ekki í sem beztu lagi á sumum stjórnmálamönnum bæjarins um þessar mundir!! Og hitt veit ég, að mörgum bæjarbúum virðist, að vissulega mætti kom- ast af með minna. Það er og jafnvíst, að mörgum gengur erf- iðlega að finna hin réttu rök í öllu þvi moldviðri áróðurs, skamma og blekkinga, sem hér er þyrlað upp um allar kosning- ar. Og það mætti segja mér, að stjórnmálamennirnir sjálfir finni þetta eins og aðrir, þó að þeir fái ekki rönd við reist. Venjan er máttug, jafnt í illu sem góðu, og verður mönnum einatt yfirsterkari. Ég veit það Vel, að margir hafa hálfgaman að þeim æsingi, sem er samfara kosningunum. Hann orkar á þá líkt og örvandi lyf. En væri þó ekki betra, að j þeir leituðu einhverra annarra ráða, ef þeir þurfa einhvers með af slíku tagi. Þetta, sem ég lýsti, er ill venja, kosningaóvenja, sem hvergi viðgengst í jafn ríkum mæli sem hér. Þó er ekki því að leyna, að hún er ekki ó- fyrirsynju, heldur stefnir hún að tilteknu marki. Ef að er gáð, er það augljóst, að kjósendur skiptast í tvennt: þá, sem hafa ráðið við sig, hvernig þeir ætla að greiða at- j kvæði, og hina, sem velkjast í vafa um þetta. Þeir, sem hafa skipað sér í það „samfélag heil- agra“, sem vér nefnum flokka, hafa þar með tíðast ráðstafað atkvæði sínu fyrirfram. Um þá er því ekki barizt, heldur hina, j sem standa utangarðs við flokk- ' ana og geta ekki eða vilja ekki láta uppi álit sitt á stjórnmál- unum eða lofa atkvæði sínu á kjördegi. Ef allir kjósendur væru flokksbundnir, mætti spara sér þessa fyrirhöfn að mestu, þennan áróður, þessa bíl- flutninga og skapvonzku, því að þá mundi safnið væntanlega skila sér sjálft á hinum miklu réttardögum, svo að ekki þyrfti annars en að telja í dilkunum. Sennilega mundu ýmsir telja þetta æskilegt, — og ekki er efa- mál, að það sparaði mikið um- stang og annriki. En sá sparn- aður væri þó, að ég hygg, of dýru verði keyptur, því að flokk- arnir yrðu þá fastir í skorðum og breyttust lítið milli kosninga, — flokksræðið mundi magnast, og virðist það þ'ó ærið nóg, eins og nú er háttað hér. Ég held, að sá hluti kjósendanna, sem ekki hefir bundizt flokksböndum, sé næsta mikils verður, því að það er hann, sem fyrst og fremst breytir metaskálum stjórnmál- anna og lætur valdhafana hafa hitann í haldinu. En þessir kjósendur verða að gera sér þess fulla grein, að á þeim hvílir mikil ábyrgð — að þeirra er í rauninni úrslitavald- ið, en ekki hinna, sem flokkana fylla. Og þeir verða að muna það, að þeim ber siðferðileg skylda til þess að leggja atkvæði sitt i vogarskálina eftir því, og því einu, sem sannfæring þeirra býður þeim, að yfirlögðu ráði og gaumgæfilega athuguðum málavöxtum. Þetta er sjálfur grundvöllur lýðræðisins, að borgararnir, allir sem það mega, ■feli umboð sitt til áhrifa á þjóð- málin fulltrúum, sem þeir velja sjálfir með atkvæði sínu. Og vitanlega eiga skoðanirnar ein- ar að ráða því vali en ekki spá- kaupmennska með atkvæðin. Allt annað er brot á þegnlegum skyldum frjálsra manna, meira að segja alvarlegt brot, því að þar sem almenningur hættir að hugsa sjálfstætt og hafa áhrif á þjóðmálin, er lýðræði og rétt- ur fólksins í hættu. Ef menn hins vegar, að athuguðum mála- vöxtum, geta ekki skapað sér skoðun um fulltrúavalið ,er vit- anlega rangt að áfellast þá, þó að þeir greiði ekki atkvæði. Það ætti ekki að þurfa að eggja neinn á það að neyta þegnréttar síns við kjörborðið, og ég held, að flestir mundu gera það ótilkvaddir. — En ég skil það vel, að ýmsir eigi erfitt með að gera sér þess grein, hvernig þeir eiga að kjósa, þeg- ar á allar hliðar þeim standa fulltrúar flokka, sem ota að þeim glæstum loforðum og hrópa hástöfum hver að öðrum, svo að rödd skynseminnar heyr- ist varla. Það er ekki nema von, að menn verði þreyttir á þessu fargani, þreyttir á stjórnmálum, þreyttir á flokkum og fram- bjóðendum og finnist þeir allir vera sneiðar af sömu kökunni. Þessi þreyta er til, og ég hygg málavöxtum í þeirri orrahríð, sem brostin er á hér 1 bænum. Þeir flokkar, sem telja sig bezt til forustu fallna, standa hver andspænis öðrum með gullin kosningaloforð við hún, þaktir brynju og skjöldum sjálfshóls og steigurlætis, vopnaðir verstu hrópyrðum tungunnar. „Ef ég hæli mér ekki sjálfur, er mín dýrð engin,“ sagði karl- inn. Ef til vill hugsa flokkarnir eitthvað á sömu leið, að minnsta kosti skera peir ekki smátt ■skrumið og skjallið um sjálfa sig, því að það mirníir helzt á Sölva heitinn Helgason. Sjálfstæðis- flokkurinn virðist þakka sér allt, |Sem gott er og gagnlegt í þess- j um bæ. Ég hefi raunar ekki tek- jið eftir því enn, að hann hafi þakkað sér útsýnið héðan. En það kemur kannske seinna, og þá verður Frámsóknarmönnum vafalaust kennt um rigningarn- ar. Allt, sem Sjálfstæðismenn hafa gert, á að vera gott og fagurt og indælt, svo að ekkert er því líkt, nema það, sem flokk- urinn ætlar sér að gera. Það er ennþá fegurra, mikilfeng- legra og betra. Nei, loforðin eru ekki skorin við neglur. Allt á að auka, fegra og bæta. Það er j engu líkara en að allur flokkur- að hún fari vaxandi, en í henni inn hafi lagt saman í þennan er fólgin hætta fyrir það þjóð- óskalista, og hver komið með skipulag, sem flestir okkaij hall- Það, sem honum gat dottið í ast að. Aðrir eru þeir, sem ekki hug. Þetta væri skiljanlegra, ef eiga samleið með flokkunum, Sjálfstæðismenn hefðu verið í en gefa ekki um að láta skoðanir minnihluta undanfarið og ekki sínar uppi, og er það ekki á- getað komið málum sínum fram. mæiisvert, síður en svo. En eng- En þeir hafa óneitanlega haft ir þessara manna mega láta meirihlutann í bæjarstjórninni. mannfélagið gjalda þess, sem Þess vegna verður manni fyrir þeir finna flokkunum til for-j að spyrj a: Hvers vegna í ósköp- áttu. Og'þeir verða að gera sér það ljóst, að það eru þeir, ein- mitt þeir, sem úrslitunum. ráða. Það eru þeir, sem um er barizt. Það er fyrst og fremst vegna þeirra, sem öllu þessu púðri er eytt. Hitt er svo annað mál, hvort þessi fyrirgangur svarar kostn- aði, hvort hann hjálpar þeim, sém óráðnir eru, til þess að glöggva sig á málavöxtum, — eða hvort hann breytir yfirleitt miklu. Gamalt máltæki segir, að mestu sé logið fyrir kosningar, í ófriði og eftir veiðiferðir. Víst mun talsvert mikið til í þessu. Það virðist ekki vera höfuð- markmiðið með áróðrinum að leiða, heldur veiða, ekki útskýra heldur villa um, ekki treysta á dóm hugsandi einstaklinga, heldur kveðja upp múgæsingu. Með þessu móti tekst ýmsum að margfalda atkvæði sín á kostn- að annarra. En á þann hátt geta úrslitin oltið á öðru en skoð- unum og mati kjósendanna. Þau geta oltið á atkvæðum þeirra, iem ekki orka að skapa sér skoð- un sjálfir eða brestur þrek til ’oess að standast áróðurinn. — Allir hljóta að sjá, að með þessu er stigið út í kviksyndi pólitískr- ar spákaupmennsku, en ekki staðið lengur á traustu bjargi lýðræðisins sjálfs. Já, það er vissulega ekki auð- velt að gera sér grein fyrir unum hafa mennirnir ekki hrundið í framkvæmd einhverju af þessum óskum? Nema það hafi verið til þess, að bærinn yrði ekki alfullkominn of fljótt. — Verkamannaflokkarnir láta ekki sitt eftir liggja, þar sem loforðin eru, og stundum kemur til keppni milli flokkanna um það, hver geti lofað mestu. Við verðum að fá 10—20 togara í bæinn, segir einn. Það er ekki nóg, segir hinn næsti. Við þurf- um að minnsta kosti 30. Þá kemur hinn.þriðji og segir: „uss, það er allt of lítið. Hér skulu koma 50—60 togarar.“ Hitt er ekki nefnt að það þurfi að sjá skipunum fyrir á- höfnum og betri aðbúnaði hér i „þanghafinu“ við bryggj- urnar. Það er lofað atvinnu handa öllum og húsnæði handa hverjum, sem hafa vill. Raunar er ekki rætt um það, hvað það muni kosta, eða hvort nokkur hafi efni á að búa í þvi, en það þykir ekki skipta máli. Það er lofáö 1000 kúa búi á Ko^púlfs- stöðum. Raunar er víst ekki hægt að fá nema eitt til tvö hundruð hektara af ræktarlandi, en hvað er að fást um slíka smámuni, svona rétt fyrir kosn- ingar. — Það væri annars nógu •skemmtilegt rannsóknarefjii fyrir einhvern hagfræðinginn, að reikna út, hvað öll þessi kosningaloforð mundu kosta, ef þau væru framkvæmd. Námsmaður einn, sem ætlaði að ganga upp til prófs, gerði bæn sina til himnaföðurins á bessa leið: „Láttu alla aðra gata“. Honum var ekki nóg að standa sig vel, heldur urðu hin- ir allir að fá sem hraklegasta útreið. Afstaða bæjarstjórnar- flokkanna og blaða þeirra, virðist eitthvað áþekk þessu. Þeim er ekki nóg að hefja sjálfa Mg til skýjanna, heldur virðast beir einnig telja nauðsynlegt, að úthúða öðrum sem mest. Slíkt hið sama gerði raunar Sölvi Helgason og hans nótar á sinni tíð. Þið hafið séð fylkingarnar síga saman. Nú heyrið bið hið mikla vopnabrak, er getsakir og ókvæðisorð fljúga aftur og fram, líkt og eitraðar örvar. Sjálf- stæðisflokkurinn og Sósialista- flokkurinn ganga harðast fram um skjöldu, enda nægir þeim ekki viðureignin hér á Seltjarn- arnesinu, heldur hafa þeir hasl- að sér völl austur á sléttum Rússlands, svo að stundum er ekki auðvelt að sjá af blöðum þeirra, hvort barizt er um völdin í Reykjavík eða Moskvu. Morg- unblaðið sækir hart fram á þeim vettvangi, svo að Þjóðvilj- inn hefir orðið að láta undan .síga. Hitt er svo óreynt, hvort hans himneska Stalingrad reyn- ist honum eins drjúg í vörninni, eins og sú hin jarðneska varð hinum austrænu vinum hans. En þó að sósíalistarnir eigi í vök að verjast í sínu gerzka æv- intýri, ná þeir sér því betur niðri á heimavígstöðvunum. Og nú skulum við heyra ör- fá dæmi þess, hvernig þessir tveir höfuðflokkar Reykvíkinga á því herrans ári 1946 mælast við: Þjóðviljinn segir: „Heildsala- stéttin fær árlega yfir 50 millj- ónir króna í lögleidda álagn- ingu*. (18. jan.). Morgunblað- (Framhald á 2. síðu) Fundur B-listans Almennur fundur stuðningsmanna B-LISTANS verð- ur í Listamannaskálanum annað kvöld, föstudaginn 25. janúar. Margir menn, karlar og konur, munu flytja þar stuttar ræður, m. a. ýmsir þeirra, sem eru á B-listanum. Allir stuðningsmenn B-listans og vinir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. _ Fundurinn byrjar kl. 8.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.